Milan Baros: Ég er að fara (uppfært)

Jæja, Milan Baros hefur þar með [staðfest að hann er á leiðinni frá Liverpool](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/teams/a/aston_villa/4154498.stm). Að öllum líkindum til Aston Villa, en samkvæmt nokkrum fréttamiðlum þá virðast Liverpool og Aston Villa hafa náð saman með kaupverð á Baros, sem er sennilega í kringum 6,5 milljónir punda.

Baros segir sjálfur að þetta klárist líklega þegar hann kemur heim úr landsleik með tékkneska landsliðinu (þar sem hann mun án efa skora þrennu).

Baros segir:

>”Villa are a quality club, and I don’t consider this a backward step at all. My situation will be better there.”

>”Everything leads me to believe that there’s nothing for it but to say my goodbyes to Liverpool. The manager has his own view of things and intends to focus on other players. Me, I have no intention of keeping the stands warm.”

Einnig tekur hann fram að hann verði [á hærri launum hjá Villa en Liverpool](http://skysports.planetfootball.com/Article.asp?id=299025).

Einsog lesendur þessarar síðu vita sennilega afar vel þá er ég mikill aðdáandi Milan Baros og mér þykir það virkilega leiðinlegt að hann sé að fara hjá liðinu. Hann hefur að mínu mati sýnt mun betri leik fyrir Liverpool en þeir framherjar, sem eru enn hjá liðinu (ég er að horfa á ykkur, Moro og Cisse!!!). En svona er þetta. Það er eitthvað í fari eða leik Milan Baros, sem að Rafa Benitez fílar ekki, og við því er ekkert að gera.

Til þín, Rafa: Eina leiðin til að ég verði sáttur við söluna á Milan Baros er að innan tveggja vikna snúi [gulldrengurinn aftur heim](http://www.kop.is/gamalt/2004/08/13/00.03.18/). Ef ekki, þá er eins gott að Fernando og Djibril fari að sýna það af hverju við borguðum alla þessa peninga fyrir þá!!!

Og Milan: Plíííís, ekki vera með nein leiðindi. Gerðu þetta einsog Michael gerði: Þakkaðu okkur aðdáendum fyrir að hafa stutt þig undanfarin ár. Við værum ekki Evrópumeistarar ef ekki hefði notið krafta og baráttu Milan Baros á síðasta tímabili. Við viljum minnast hans fyrir þau afrek.


**Uppfært (Aggi)**: Núna er næstum fullvíst að Baros [fer](http://skysports.planetfootball.com/list.asp?hlid=299123&cpid=8&CLID=14&lid=&title=Baros+snubs+Lyon+for+Villa&channel=premiership) til Aston Villa en hann hefur víst neitað tilboðum frá Lyon og Monaco.

24 Comments

  1. úff þetta er eins og talað út úr mínu hjarta – sammála hverju orði hérna. Kannski þarf ég ekki að verja hann með kjafti og klóm mikið lengur :rolleyes:

  2. Mikið á ég eftir að sakna baráttuandan hjá Baros, hans dásamlegu hlaup framog til baka. Einmitt þegar leikur hans er byrjaður að skána,þegar hann er byrjaður að gefa og ekki vera eigingjarn með boltann, þá er hann seldur ! 😡 einsgott að Owen komi aftur heim. Þá get ég breytt nafninu mínu í BiggiOwen :biggrin2:
    Ég á samt eftir að gubba þegar ég sé hann spila í Aston Villa búning… :rolleyes:væri meira til í að hann myndi fara til Lyon, held líka að hann fýli sig betur í frönskudeildinni en ensku.

  3. Er sömuleiðis algjörlega sammála fyrsta ræðumanni. Cisse er dýrasti leikmaður í sögu Liverpool og hann verður að skila bunka af mörkum sem framherji (vona að hann verði nú ekki notaður á kantinum, held að það séu til mun ódýrari menn sem eru betri en hann á kantinum) og Moro þarf að skila miklu meira en hann hefur gert hingað til. Mun sakna Tékkans duglega helling og eins gott að Owen verði í hörkuformi ef hann þá kemur. Annars fannst mér hann hafa verið farinn að dala síðasta árið hjá okkur miðað við hvernig hann var enn yngri en hann hefur nú alltaf skilað mörkum samt. Nú er bara málið fyrir Rafa að sanna það að hann hafi meira vit á þessu en maður sjálfur :confused:

  4. ég er nú ekki samála með cisse mer fynnst hann búin að blómstra í undirbúningtímabilinu og sýna hvað hann er mennugur en baros er klassa leiðmaður

  5. Hvernig var það aftur, tók Owen á sig launalækkun þegar hann fór til Real? Það er eins og mig minni að ég hafi heyrt það einhversstaðar. Ef svo er þá verður gaman að sjá hvort hann hækki aftur í launum þegar hann kemur til okkar…

  6. Ég held að Milan Baros sanni kenninguna að þessir atvinnumenn eru nú engar mannvitsbrekkur. Hann ætlar greinilega að beita óhefðbundnum aðförum í að koma sér í mjúkinn hjá aðdáendum Villa með að varpa því fram að þeir séu skref niður á við. Eitt orð: Vitleysingur

    Annars þá fagna ég því að Baros sé að yfirgefa liðið. Finnst mér við alveg geta verið án manns sem virðist vera málhaltur þegar hann tjáir sig við fjölmiðla og spilar svo fótbolta eins og hestur í stórborg.. Verra finnst mér þó að Benitez skuli ætla að fá annan einhæfann sóknarmann til liðsins – Owen hefur nú aldrei verið þekktur fyrir það að vera alhliða sóknarmaður. Góður leikmaður en þá er nú Cissé bæði sterkari, hraðari og hæfileikaríkari. :rolleyes:

  7. Baros lokins á förum! Nú er bara að bíða og vona að Owen komi aftur, (vonandi tekur hann Woodgate með sér). Svo Wiltford á kantinn og þá er ég þokkalega sáttur.
    Annars langar mig best af öllum í kantmanninn hjá Real Betis, hann Jóakim :tongue:

  8. Það var snilld að fá joaquin minni að það sé skrifað svona en það er bara það sem mér langar mest í núna

  9. Ég hef nú aldrei verið helsti aðdáendi Milans. Mér hefur eins og mörgum fundist hann fremur eigingjarn leikmaður og þar að aukim með mjög slæma fyrstu snertingu á boltanum. Hann hefur hinsvegar að bera mikinn baráttuanda og berst mjög vel inná vellinum. Hann hentar að mínu viti alls ekki í það leikkerfi sem Rafa ætlar sér að nota, 4-4-1-1. Ég trúi því að Baros komi mun betur út í hefðbundnu 4-4-2 kerfi þar sem hann getur tekið þessi þverhlaup sín.

    Svo er það eitt í fari hans sem hefur truflað mig mikið og það eru leiðinlegu ummæli hans í fjöðmiðlum síðan hann gekk í raðir okkar. Það er nóg að hafa fyrirliða sem virðist ekki geta ratað á rétta settningu í fjöðmiðlum, við þurfum ekki fleiri.

    Ég átta mig á því að hann er góður knattspyrnu maður með möguleika á bjartri framtíð en ég kem alls ekki til með að sakna hans.

  10. Sævar:

    >með að varpa því fram að þeir séu skref niður á við

    Milan sagði einmitt að Villa væri EKKI skref niður á við. Hversu gáfulega sem það hljómar, þá ætti það allavegana að gleðja Villa aðdáendur.

    >Góður leikmaður en þá er nú Cissé bæði sterkari, hraðari og hæfileikaríkari

    Ok, svona skil ég ekki. Owen hefur skorað meira en 20 mörk á tímabili ár eftir ár og var markahæsti leikmaður eins af toppliðunum í ensku deildinni í sjö ár í röð. Hann var kosinn besti leikmaður í Evrópu og er einn markahæsti landsliðsmaður Englands frá upphafi, þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára.

    Með fullri virðingu fyrir Djibril Cisse, þá má vel vera að hann hafi einhverja hæfileika, en fyrir utan það að brillera í *frönsku* deildinni, þá hefur hann ekkert afrekað á sínum ferli, hvorki í Evrópu né með franska landsliðinu. Það hefur Owen hins vegar gert. Ef ég ætti að velja á milli þeirra, þá væri ég allavegana ekki í neinum vafa. Cisse má alveg sýna að ég hafi rangt fyrir mér, en hann hefur ekki gert það hingað til.

  11. Ég er einn harðasti stuðningsmaður Owen og hef verið frá því að strákurinn var 17 ára, jafnvel lengur því ég var búinn að lesa mikið um hann.

    Ég er alls ekki sammála því að Owen hafi verið farinn að dala undir lok ferils síns hjá Liverpool. Síðasta tímabilið skoraði hann 19 mörk í 38 leikjum, árið þar á undan 28 í 54 leikjum. Og ekki var hjálpin mikil sem hann fékk á þessum árum!

    Mér finnst líka fyndið þegar Owen er talinn einhæfur leikmaður og þ.a.l. ekki merkilegur striker. Hann skilar þó alltaf um og yfir 20 mörkum á leiktíð og gerði allan sinn feril hjá Liverpool (Fyrir utan 1 season þegar hann var mikið meiddur).

    Ég vil sjá Owen snúa heim því ég veit að hann mun skila sínum 20+ mörkum, sem ég treysti engum hinna sóknarmanna okkar til að gera að svo stöddu!

    http://www.lfchistory.net/total_goals_per_season.asp?Player_id=391

  12. ..ég vona að þetta verði alveg eins og hjá Ian Rush,milan snúi heim á anfield aftur :biggrin2: annars væri ég ekkert á móti því að fá owen aftur í okkar raðir,hef alltaf fílað hann betur heldur en cisse

  13. Mér líst alveg feikivel á cissé þetta árið. Hann er búinn að vera gífurlega öflugar á undirbúningnum… hann á eftir að vera peninganna virði!

    Og endilega fá Owen heim!

  14. Ég ber fullt traust á Morientes og bíð spenntur eftir að hann fari að blómstra í vetur. Ég sakna ekki Milans og sé lítinn hag í Owen, breiddin á toppnum er alveg ágæt án þeirra. Það vantar breidd í aðrar stöður svo við getum virkilega farið að upplifa gullárin á ný.

  15. Owen heim..Owen heim!!! Plís plís plís. Við verðum fokkings meistarar ef hann kemur heim núna, þori að hengja félaga minn uppá það(sem er reyndar únitedmaður)!

  16. Já þó þetta sé búið að liggja í loftinu lengi þá er ég virkilega leiður yfir þessu. Milan er minn maður í Liverpool og það er alltaf leiðinlegt að horfa á eftir sínum manni fara í annað lið..

    Milan er kannski ekki gáfaðasti maðurinn í liðinu en mér finnst það alveg magnað þegar menn commenta hérna yfir því að hann sé engin mannvitsbrekka og í svarinu ná að klúðra einföldustu hlutum…. Hver er núna engin mannvitsbrekka spyr ég bara :rolleyes:

  17. Hehehe, allt í góðu ReddersFan – my bad :blush:. Grundvallarmistök hjá mér vissulega, mislas þetta illilega. Burtséð frá því þá hefur Baros ekki verið sá besti þegar hann talar við fjölmiðla – en það er ekkert nýtt svo sem í boltanum (þökkum fyrir að við séum ekki Bayern Munchen):laugh:. Eyði ég ekki fleiri orðum í það.

    Baros gerði margt vel og átti sinn skerf í CL dollunni, játa ég það fúslega. Auðvitað hefur Baros liðið fyrir það að vera oft á tíðum einn frammi. Talent-vise þá finnst mér hann hafa margt til brunns að bera en einfaldlega ekki ná að sýna það sem við allir höfum séð hann gera með Tékklandi. Ákvarðanatökur oft á tíðum alveg út úr korti (sbr að senda boltann þegar hann ætti að halda áfram og sóla þegar hann á að senda). Ég held að Baros njóti sín ekki á Englandi, tel að Frakkland eða Spánn væri vænlegri kostur.

    Varðandi Owen, þá vil ég síður en svo skíta hann út, virði hann fyrir öll mörkin forðum. Skal ég alveg játa að hann jú með gott record, bæði með landsliði og félagsliði. Liverpool maður í húð og hár og dáður og dýrkaður af áhangendum (allavega stórum meirihluta). Býst ég reyndar við því að dvöl hans á Spáni með öllum þessum high-football-IQ leikmönnum hafi gert hann að betri leikmanni hvað spil varðar. Málið með Owen var það að hann datt í stuð og skoraði vel, hinsvegar þá komu þurrkatímabil þar sem honum var fyrirmunað að skora. Veit ég vel að þetta gerist fyrir flesta ef ekki alla sóknarmenn (nema Henry kannski). Fannst mér líka oft á tíðum lið eiga auðvelt með að sjá við spilamennsku hans. Fannst mér hann alltof oft einfaldlega bara týnast í leikjum þar sem hann var dekkaður almennilega. Ég ætla samt ekki að ljúga, ég væri vissulega til í að fá hann aftur. En ég tel okkur einfaldlega ekki þurfa á honum að halda eins og staðan er í dag, ekki fyrir þessa upphæð aukinheldur. Verjum aurunum frekar í kantmann og hafsent – það er forgangsmál númer eitt, tvö og þrjú að mínu mati.

    Ég ber fullt traust til Cissé og Morientes. Cissé hefur svo margt til brunns að bera til að geta orðið einn besti sóknarmaður á Englandi. Hann hefur hraða, touch, sprengikraft sem fáir búa yfir, tækni og eiginleikann til að gera það óvænta. Ég fylgdist náið með honum í Frakklandi (eurogoals) og tilþrifin sem þessi maður sýndi voru slík að morgunljóst er að þar er maður á ferð sem MUN skekja Liverpoolborg. Morientes er pottþéttur í Enska boltann að mínu mati, box-center frá helvíti. Málið er að hann er high-maintance, hann þarf crossa til að blómstra. Hver man ekki eftir honum og Figo, þegar Morientes stangaði inn 3 eða 4 fyrirgjafir frá honum í einum og sama leiknum?? Finnst mér þeir vera fullkomið sóknarpar, eða þvínæst. Þeir verða bara að fara að spila meira saman uppi á toppi. Síðan höfum við Pongolle og Crouch (sem ég gagnrýndi hérna forðum) -Croucharinn vann á í þessum pre-leikjum, bíð ég spenntur eftir að sjá meira frá honum.

    Annars vona ég að Baros nái að sýna hvað í honum býr hvar sem hann endar. Hann má eiga það skuldlaust að hann spilaði af mikilli orku og vildi svo sannarlega sýna meira en hann sýndi. (þá skírskota ég í form hans með Tékkum á EM) 🙂

  18. Vonandi að Milan gangi vel hjá David O´Leary og co. Hann átti sinn þátt í titlinum í fyrra en hins vegar hefur verið næstum alveg ljóst frá því í vor að hann myndi fara frá okkur… bara spurning um réttu upphæðina.

    Ef Owen býðst á viðráðanlegum prís þá eigum við 110% að “signa” hann til okkar. Þrátt fyrir að við séum með Moro og Cisse og síðan Pongolle og Mellor… þá veitir ekkert að því að hafa breidd. Hins vegar tel ég mikilvægt að við kaupum varnarmann og kantmann… vonandi að Perry og co. láti Rafa fá nægan pening í allt dæmið!

  19. Ég tek undir með þeim öllum sem vilja fá Owen heim. Hann er hörku striker og myndi vissulega styrkja liðið.

    Við erum hinsvegar með mjög lofandi sóknarmenn og fljótt á litið myndi maður telja að peningum væri betur varið í aðra stöðu.

    En ef við höfum til þá peninga til þess versla miðvörð, hægri kant og Owen þá fagna ég því bara.

    Ef hinsvegar kaup á Owen koma í veg fyrir kaup á öðru hinna tveggja þá get ég eiginlega ekki lýst yfir ánægju minni.

    Rafa virtist vera með það alveg á hreinu í upphafi sumars, hvernig hann ætlaði sér að styrkja liðið. Hvaða stöður hann ætlaði að styrkja og með hvaða mönnum. Við skulum vona að Owen dæmið fái hann ekki til að gleyma aðalatriðinu.

  20. Ég vil byrja á thví ad kvedja Milan Baros hefur oft stadid sig vel med Liverpool, en thad má ekki gleyma thví ad hann skeit á sig í fyrra. Ég er handviss á thví ad Cisse á eftir standa sig mjög vel og verda betri en Baros. Annars vaeri thad algjör snilld ad fá Owen aftur heim end fáir framherjar betri en sá snillingur.

  21. Ótrúlegt en núna í dag var verið að tilkynna það að Fredi Kanute (sem ég tel vera af lélegri gæðum en Baros) sé að fara til Sevilla fyrir 4.4 milljónir punda ! Það er ótrúlegt að vera reyna að losa sig við Baros á skitnar 7 millur !!!! En svona er lífið þegar hausinn á mönnum er ekki lagi (Hef ekki lesið frétt á þessu ári þar sem Baros hefur ekki verið að skíta út félagið sem hann er enn hjá).

  22. heirðu The Jackal! Baros skeit ekki rassgat á sig í fyrra! hann var bara alltaf látin vera einn frammi! og ég bara næ þessu ekki..sniff, sniff.. Baros var seldur og svo lætur hann sinama pongolle vera frammi! 😯 þetta er nátla BARA djók!:laugh: hann er að gera STÓR mistök með að selja Baros..:mad: og hafiði ekki tekið eftir því kvað liverpool er búið að gana ylla nuna.. það bara vantar besta mannin..þó að Cisse sé góður eru moro ekki að gera sig.. en já svona er lífið.. og ef að við lítum á björtuhliðarnar (þó það sé bara ein) að þá fór hann ekki til man.u :confused:

Tveir 17 ára (uppfært)

Lið vikunnar