Morientes og framtíðin

morientes_unveiled.jpg Þetta er búið að vera nokkuð flottur dagur, ekki satt? Einar hefur séð um umfjöllun af Morientes-málum í dag og í gær þar sem ég hef verið á fullu, en ég verð að fá að tjá mig stuttlega um þetta.

Þegar Owen fór vissi ég að við værum mjög tæpir með framherjamál. Þegar Cissé síðan fótbrotnaði bókstaflega leit ég á sessunauta mína og sagði, orðrétt: “Ég þori að veðja hægri fætinum að við kaupum framherja í janúar.” Það var alltaf ljóst eftir meiðsli Cissé að við myndum kaupa mann, eina spurningin sem sat í manni var hver sá maður yrði. Við heyrðum öll nöfnin; Anelka, Johnson, Berbatov, Mista, David Villa, Fowler, og svo mætti lengi, lengi telja. En á endanum kom aðeins eitt nafn til greina að mínu mati, það var bara einn maður augljóslega númer 1 á óskalista Rafa Benítez og okkar stuðningsmannanna.

Morientes er heimsklassaleikmaður. Ekkert flóknara en það. Efist einhver um það þarf bara að rifja upp ferilskrá hans sem Einar tók saman hér í gær. Hann hefur afrekað meira en flestir leikmenn Evrópuboltans í dag, hann er núverandi markakóngur Meistaradeildarinnar og Framherji Ársins hjá UEFA í fyrra. Þá hefur hann nokkur fragtskip af reynslu á herðum sínum, hann hefur séð allt í boltanum. Viljum við komast í úrslit Meistaradeildarinnar? Hann hefur verið þar fjórum sinnum, þar af unnið þrisvar. Þrisvar. Þrisvar

Þannig að nú er búið að leysa tvö stærstu vandamálin í hópnum í vetur, að mati okkar Einars. Reyndar vorum við sammála um að nýr markmaður og einn sókndjarfur og leikinn miðjumaður til viðbótar væru mikilvæg viðbót, en það var ekki jafn mikil dauðaþörf á því og framherja og miðverði. Pellegrino og Morientes hafa ekki aðeins bætt dýptina á hópnum, heldur líka gæðin … þetta eru toppgæjar í bransanum.

Þannig að hvernig stendur hópurinn okkar núna? Ef við tökum þetta saman, þá getum við eins og er stillt upp í þrjú lið og rúmlega það:

LIÐ 1:

Dudek

Finnan – Carragher – Hyypiä – Riise

García – Gerrard – Alonso – Kewell

Morientes – Baros

LIÐ 2:

Kirkland

Josemi – Pellegrino – Traoré – Warnock

Núnez – Biscan – Hamann – Smicer

Cissé – Pongolle

LIÐ 3:

Harrison

Otsemobor – Raven – Whitbread – Vignal

Partridge – Welsh – Potter – Foy

Smyth – Mellor

Ef við miðum við að allir okkar leikmenn séu heilir (og ég tók mér það bessaleyfi að henda Vignal í bakvörðinn) þá eru þetta þau þrjú lið sem við gætum haft til taks í dag. Auðvitað er ég ekki að segja að lið 1 sé okkar sterkasta lið endilega (nærri því samt) heldur var ég bara að setja þetta upp í 3 lið til að sýna breiddina.

Þetta er ágætis breidd á hópnum. Auðvitað er hægt að styrkja liðið enn meira og það er ekki útséð um að það komi fleiri menn áður en janúarmánuður er liðinn. Og ef vel gengur og við náum sæti í Meistaradeildinni að liðnu ári fáum við pening til að versla meira í sumar, sem gæti þýtt fleiri leikmenn á borð við Alonso og Morientes. 🙂

Aðalmálið er það að nú er loksins komin það sem ég myndi kalla ásættanleg breidd í hópinn. Auðvitað erum við enn svolítið illa staddir á meðan menn á borð við Cissé, Kirkland, Smicer, Alonso, Josemi og Kewell eru meiddir og því getum við ekki stillt upp okkar sterkasta liði í a.m.k. mánuð í viðbót (þótt þeir séu ekki allir í okkar sterkasta liði).

Eitt langar mig þó að minnast á: við eigum að vera þakklátir fyrir að hafa Pongolle og Mellor í hópnum hjá okkur. Þegar allir eru heilir er Mellor 5. kostur hópsins inn í liðið en hann hefur samt skorað 5 ómetanleg mörk, auk þess sem hann lagði upp markið mikilvæga sem Gerrard skoraði gegn Olympiakos. Pongolle hefur skorað einu marki færra en Mellor, 4 talsins, en þau hafa verið alveg jafn mikilvæg og fært okkur dýrmæt stig í hús. Þessir tveir ungu strákar hafa spilað umfram getu og betur en aldur þeirra leyfir og nú þegar “stóru strákarnir”, þeir Baros og Morientes, taka við og leiða liðið vonandi inn í frábæran leikkafla fram á vorið þá getum við samt verið ánægðari en við vorum í haust með þá staðreynd að ef þörf krefur þá munu Pongolle og Mellor skila sínu.

Breidd. Hún er gulls ígildi, en mig grunar einhvern veginn að Morientes muni hafa aaaðeins meiri áhrif á gengi okkar í ár heldur en bara það að auka á breiddina… 😉

Gerrard leikmaður mánaðarins

Man United á morgun!