Anelka eða Morientes?

Jæja, þá virðist fjör vera farið að færast í þessi hugsanlegu framherjakaup. Real Madrid [hafa nú viðurkennt](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=14984359%26method=full%26siteid=50061%26headline=price%2dmust%2dbe%2dright%2dto%2dland%2dmorientes%2ddeal-name_page.html) að þeir séu tilbúnir í að selja Morientes, sem er ósáttur við veru sína hjá liðinu. Echo segja að Madrid vilji kaupa Adriano í sumar og því ljóst að það er lítið pláss fyrir Morientes hjá liðinu.

Einsog menn vita hefur Morientes viljað fara aftur til Monaco, en Madrid vill ekki lána hann, heldur selja hann og Monaco á litla peninga, auk þess sem Deschamps segist ekki vilja fá Morientes aftur.

Þannig að Liverpool er möguleiki, en það veltur þó á kaupverðinu. Það sama má í raun segja um Anelka. City menn eru jafnvel tilbúnir að lána hann út tímabilið með kauprétti, vegna slæmrar fjárhagsstöðu liðsins. Nú er það bara spurning hvort þeirra mun klæðast rauðu treyjunni í janúar. Anelka hefur þann kost að hann getur spilað í Meistaradeildinni og hefur spilað í enska boltanum, en auðvitað er Morientes líka frábær framherji.

7 Comments

  1. Reyndar sá ég um þetta frétt í Liverpool Echo þar sem talað er um að ef peningurinn sé til myndi Benítez elska að kaupa þá báða. Ímyndaðu þér það í smá stund… :biggrin:

    Nei en maður verður að halda sér á jörðinni. Bara það að fá annan þeirra yrði gjörsamlega stórkostlegt, kannski til of mikils ætlast að við fáum þá báða.

    En hvor á það að vera? Báðir þessir menn myndu bæta liðið stórlega á vormánuðum og ekki er þörf á í markaskoruninni. Ég hallast þó örlítið meira að Anelka, þótt ég telji Moro geta betur aðlagast leikstíl Benítez, vegna þess að Anelka má spila í Meistaradeildinni í vor og það vegur ansi þungt.

    En samt, þetta eru tveir frábærir leikmenn og ég geri mig sáttan með annan hvorn þeirra, hvor sem það er. Ef það er Morientes sem kemur þá mun hann hjálpa okkur í deildinni heima og bikarkeppnunum í vor, og við munum þá bara treysta mikið á Baros, García og Sinama-Pongolle í Meistaradeildinni … auk þess sem Mellor gæti orðið svona super-sub ársins 😉

  2. Heyrðu svo sá ég annað í fréttinni sem þú vísar á. Þar er talað um að Man City séu reiðubúnir að lána Anelka í janúar fram á sumarið, með möguleikann á varanlegum kaupum eftir tímabilið, til að losna við hann af launaskrá.

    Er það ekki bara góður kostur? Kaupa Morientes og fá Anelka að láni? Þá gætum við notað Anelka í Meistaradeildinni, þá báða með Baros í ensku keppnunum og svo í sumar væri hægt að meta hvort að Anelka sé það góður að við verðum að kaupa hann … eða hvort að við skilum honum, þar sem Cissé verður orðinn heill fyrir næsta tímabil?

    Og segjum svo að hann verði keyptur. Þá værum við með framherjahóp sem samanstendur af: Djibril Cissé, Milan Baros, Fernando Morientes, Nicolas Anelka, Florent Sinama-Pongolle og Neil Mellor.

    Augljóslega myndum við þá losa okkur við a.m.k. einn framherja í sumar … spurning hvort að Baros myndi vilja fara ef við fengjum bæði Morientes og Anelka?

  3. Ég myndi vilja fá þá báða, einmitt útaf þessum lánsdíl sem er kannski mögulegur á Anelka, en maður er hræddur um hvaða áhrif það gæti haft á móralinn, við höfum ekki góða reynslu af því að hafa mjög marga “topp” sóknarmenn í liðinu á sama tíma.

  4. Hvenær höfum við haft “mjög marga topp sóknarmenn”???

    Ég man ekki eftir því að við höfum haft fleiri en tvo. Ekki nema þú teljir Emile Heskey sem topp sóknarmann. 🙂

  5. Ég hefði kannski átt að láta fylgja með útskýringar í þríriti, en gæsalappirnar höfðu nú ákveðinn tilgang í þessu commenti. “Topp” sóknarmenn, eða þá 4 “topp” sóknarmenn sem Houllier talaði alltaf um að væri gott að eiga.

  6. Síðan eigum við eftir að sjá hvernig Cisse kemur tilbaka frá þessum meiðslum….
    Fáum Anelka að láni og kaupum Morientes. Sjáum síðan til hvort Anelka hefur staðið sig það vel að við viljum kaupa hann.

    Ennfremur þá seljum við Mellor í vor (sem verður hvort er eð aldrei toppframherji) og spurning um að lána Pongolle í heilt tímabil til t.d. nýliða í deildinni að ári.

    Fáum Le Tallec tilbaka og verður hægt að nota hann á hægri kanti. Þurfum síðan að fjárfesta í toppklassa markverði sem og hafsent. ÞAÐ ER MIKILVÆGT.

    Losum okkur við þá leikmenn sem spila ekkert og erum ekki inní framtíðarplönum Benitez.

    Lykilmenn LFC:
    Gerrard, Hyppia, Alonso, Garcia, Cisse, Baros, Carra, Kewell, Riise! Þetta er kjarninn…
    Síðan höldum við:
    Pongolle, Le Tallec, Warnock, Biscan og því miður Hamann….

    man ekki eftir fleirum….

    Ég vona að janúar verði núna skemmtilegur mánuður og ekki bara hugsað um helv… Visa reikninginn sem kemur í byrjun feb… 🙂

Fimm manna miðjan

Við erum langflottastir!