Baros í liðum vikunnar

Það kemur kannski fáum á óvart að Milan Baros er valinn í lið vikunnar hjá öllum helstu fótboltamiðlum.

Hann er hins vegar eini Liverpool maðurinn, sem kemst í liðin að þessu sinni. Sjá hér:

[BBC](http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/eng_prem/3569808.stm)
[Sky](http://skysports.planetfootball.com/list.asp?hlid=237811&CPID=&clid=&channel=Championship)
[ESPN Soccernet](http://soccernet.espn.go.com/feature?id=316419&cc=5739)

Soccernet fær hins vegar stóran mínus fyrir bjánalegt komment:

>The only blemish of the Cech’s copy book, at least in the eyes of Eagles’ fans, was the ease in which he went to ground under challenges in the box

Hvaða bull er þetta eiginlega? Ég er kannski ekki hlutlausasti maður í heimi, en báðir vítaspyrnudómarnir voru að mínu mati hárréttir. Það er tóm tjara að halda öðru fram.

Stevie’s back!

Gerrard: snúinn aftur!