Gerrard: snúinn aftur!

elcapitan.JPG

Hann er snúinn aftur! Stevie G lék seinni hálfleikinn með varaliðinu gegn varaliði Wolves, og sagði eftir leikinn að hann sé reiðubúinn að mæta Boro á laugardaginn næstkomandi!

Þetta þýðir aðeins eitt: Xabi Alonso og Steven Gerrard, saman á miðjunni! 😀 Mikið ógurlega gleður þetta mig. Nú þurfum við bara að fá menn eins og Baros, Alonso og Hyypiä til baka heila úr landsleikjunum á miðvikudaginn og þá erum við sko að tala um gott fótboltalið!

Frábærar fréttir. Næstur á dagskrá: Antonio Núnez. Hann verður væntanlega klár eftir viku eða svo…

6 Comments

  1. Þetta eru gríðarlega gleðilegar fréttir,

    Verð samt að setja spurningamerki við Nunez. Er ansi hræddur um að hann sé ekki að koma í næstu viku. Verðum að hafa það hugfast að hann missti nánast af öllu undirbúningstímabilinu, þannig að hann er ekki alveg á sama stað og Stevie.

  2. Já ég veit SSteinn, en það gleður mig ef hann getur farið að hrista sig með varaliðinu eftir viku. Mínútu í einu, hálfleik í einu, færist hann nær því að spila með aðalliðinu. 🙂

  3. Nákvæmlega, og ekki misskilja mig í þessu. Er afar spenntur fyrir þessum strák og get ekki beðið eftir að sjá hvers hann er megnugur.

  4. Fékk næstum hjarta-attack þegar ég las fyrirsögnina “Gerrard: snúinn aftur!”. Hélt að hann hefði snúið ökklann!:biggrin:

    Þvílík snilld!! Segi það og skrifa að við púllarar eigum besta og flottasta miðjupar í ensku premíunni!

    Get ekki beðið eftir næstu leikjum..

    Eru ekki einhverjir sammála mér í því að það eigi að fækka þessum (F$(#%”) landsleikjum?!?

  5. Já, það á að fækka þessum landsleikjum. Það góða við þetta hlé er þó að við missum ekki úr laugardagsleik. Það er fullkomlega óþolandi þegar tveir landsleikir eru spilaðir og laugardagsleikurinn dettur út. Slíkt ætti að banna.

    Annars heyrði ég góðan brandara í dag:

    Q: Vitiði hvað Man U stuðningsmenn gera þegar liðið þeirra vinnur enska meistaratitilinn?

    A: Standa upp og slökkva á Playstation tölvunni.

    Ó, it’s fönní bíkos its trú

    En já, Gerrard og Alonso verða SVAKALEGIR!!! Vonandi eiga þeir eftir að hakka varalaið Chelsea í sig á laugardaginn. Góða nótt

Baros í liðum vikunnar

Barnaræninginn Arsene Wenger