Garcia skrifar undir (uppfært!)

Ok, þetta er ekki 100% staðfest, en BBC segja að Garcia sé á leið til Liverpool og að allt, sem standi í veginum sé læknisskoðun.

Þannig að núna gæti liðið litið svona út á móti Bolton um þarnæstu helgi:

Dudek

Josemi – Carragher – Hyypia – Riise

Luis Garcia – Xabi Alonso – Gerrard – Kewell

Baros – Cisse

Fyrirgefið orðbragðið, en þetta er HELVÍTI GOTT LIÐ!


Viðbót (Kristján Atli):Nú er Rafa Benítez búinn að staðfesta það á opinberu síðunni að García sé að koma, þannig að þetta er í raun eins opinbert og það getur orðið! 😀

Þá segir einnig á opinberu síðunni að Alonso muni skrifa undir síðdegis, um leið og staðfesting þess að hann hafi staðist læknisskoðun berst. Frábærar fréttir!

Það eina slæma við daginn í dag virðist því vera það að Chris Kirkland er meiddur í baki og verður frá í a.m.k. viku. Paul Harrison tekur stöðu hans á bekknum á morgun, með Dudek í markinu sem fyrr. Þetta hefur alltaf verið eini efinn minn varðandi Kirky … hann er frábær markmaður og í raun betri en Dudek. En hins vegar er hann allt of meiðslagjarn til að við getum treyst á hann sem okkar #1 markvörð. Hann verður að laga þetta og sýna fram á að hann geti haldið sér meira og minna meiðslalausum í vetur ef hann á að sanna sig.

En allavega … frábær dagur í dag! Xabi Alonso og Luis García! Jibbíkaíjei moðerföckker! 😉

8 Comments

  1. Ekki spurning þetta lið lítur vel út á pappír. Ef allir þessir leikmenn spila eins og þeir geta best þá erum við í góðum málum. Annars sá ég á soccernet að þar er talað um Garcia sem striker, ég hélt hann væri svona miðju/kantmaður. Veit einhver hvaða stöðu hann spilaði hjá Barca og hvernig hann var að standa sig. Annars lítur þetta vel út fyrir framherjana okkar að fá service frá Gerrard, Alonso og Kewell er ekkert slor auk þess eru allir miðjumennirnir vel færir um að setja hann sjálfir.

  2. Alveg er þetta magnað með Kirkland. Það er í mínum huga enginn vafi á því að hann er betri en Dudek, en hann bara getur ekki haldið sér meiðslalausum í margar vikur í senn.

  3. Ég hef sagt það áður og segi það aftur, að LFC á að selja Kirkland sama hversu góður hann er. Hann hefur verið lítið annan en meiddur síðan hann kom til LFC og við gerum lítið með menn á sjúkralista. Nóg af markmönnum í heiminum sem geta eitthvað.

  4. Ekki sammála að við eigum að selja Kirkland strax. Hins vegar er það alveg ljóst að ef drengurinn er og verður alltaf meiddur þá er auðvitað vonlaust að treysta á hann! Ég vil gefa honum 1-2 ár í viðbót en ekki selja hann strax.

    Myndi ekki meika það ef hann yrði seldur til t.d. Chelsky og væri frábær þar og við sætum grænir í framan af öfund og eftirsjá.

    Málið er að heimurinn er einmitt ekki fullur af hávöxnum ungum og góðum markmönnum. Enskum í þokkabót!! Enskir markmenn hafa aldrei getað neitt síðan Ray Clemence var uppi á sitt besta!

    Mæli með að (rapparinn) Kirkland verði geymdur í bómull á milli æfinga og leikja!. Einar þú kannski sendir eitt bréf á spænsku til RB og kemur þessu áleiðis!?

  5. Já, menn eru nú aðeins að tapa sér ef þeir vilja tapa Kirkland. Hann hefur hins vegar verið alveg hræðileg fjárfesting, þar sem hann kostaði 7 milljónir punda og hefur nánast ekkert spilað.

    Hann hreinlega verður að gera eitthvað í sínum málum, það hlýtur að vera hægt að koma honum í form þannig að hann meiðist ekki á tveggja vikna fresti.

    Ég verð að segja að mér líður miklu betur þegar hann er í markinu. Treysti Dudek nánast ekki neitt. :confused:

  6. Ég verð að segja það ,að hann Dudek er okkar allra besti maður hélt okkur á floti stóran part af síðasta tímabili þegar aðrir leikmenn voru ekki að standa sig.Hann gerði bara ein mistök í leiknum á laugardag ef allir í liðinu hefðu bara gert ein misstök eins og hann þá ????? http://www.eoe.is/myndir/smilies/laugh.gif
    :laugh:
    Hann Dudek er 1 af þremur bestu markmönnumhttp://www.eoe.is/myndir/smilies/smile.gif
    🙂 deildarinnar ekki spurning ef ekki í Evrópu ?

  7. Mér fannst þessi mistök Dudeks gegn Man City alveg hræðileg og ég er ekki í nokkrum vafa um að RB sé að leita að eftirmanni hans.

    Hvernig eru hinir tveir markmennirnir? Mér finnst rosalega pirrandi hvað fáir góðir markmenn koma uppúr Liverpool-akademíunni.

Xabi Alonso er SNILLINGUR

Xabi og Luis eru komnir (Staðfest, Öruggt, Klárt mál!)