Upphitun: Southampton mætir á Anfield

Nú er stutt milli leikja og á morgun mætum við Southampton á heimavelli en liðið okkar er enn með fullt hús stiga og menn Mark Hughes munu reyna að eyðinleggja það. Á síðasta tímabili mætum við Southampton heima helgina fyrir leik gegn Chelsea og það sama er uppi á teningnum í ár. Í fyrra unnum við heima 3-0 gegn Southampton og gerðum 1-1 jafntefli gegn Chelsea og vonandi gerum við enn betur í ár!

Andstæðingarnir

Southampton var í mikilli fallbaráttu á síðasta tímabili en hafa byrjað þetta tímabil ágætlega með fimm stig í fyrstu fimm leikjum sínum. Í fyrra áttu þeir bæði í vændræðum með að skora og láku alltof mörgum mörkum. Í sumarglugganum var því lagt upp með að laga þau vandamál en Jannik Vestergaard var fenginn inn frá Monchengladbach til að fylla í skarð Virgil Van Dijk. Klárlega ekki lítil beiðni en þessi tveggja metra hái Dani hefur byrjað tímabilið vel og hafa suðurstrandarmenn aðeins fengið á sig sex mörk í fyrstu fimm leikjunum sem er það minnsta í neðri hlutanum. Þá átti enn eftir að bæta markaskorunina því liðið gat bara hreinlega ekki skorað í fyrra nema þegar Charlie Austin var heill sem var alltof sjaldan. Framan af reyndist þeim erfitt að bæta við sig sóknarmanni en undir lok félagskiptagluggans náðu þeir að næla í Danny Ings á láni sem hefur reynst mikill happafengur. Ings hefur spilað alla fimm leiki tímabilsins, þar af fjóra í byrjunarliði, og skorað í þeim þrjú mörk. Hann verður hinsvegar ekki með á morgun enda á láni frá Liverpool og má því ekki spila gegn móðurfélaginu.

Southampton stillti svona upp í síðasta leik

McCarthy

Soares – Vestergaard – Hoedt – Bertrand

Elyounoussi – Lemina – Höjberg – Redmond

Ings – Long

Líkur eru á að það verði aðeins ein breyting á liðinu, að Ings detti út, en spurning hver kemur inn. Miðað við leiki tímabilsins eru þrír valmöguleikar, sá fyrsti er að Austin komi inn fyrir Ings og þeir stilli upp í 4-4-2, annar valmöguleikinn er að Ward-Prowse komi inn á miðsvæðið í 4-5-1 en þeir féllu niður í það leikkerfi í síðasta leik þegar þeir reyndu að halda 2-1 forustu gegn Brighton og þriðji möguleikinn er að Jack Stephens komi inn í varnarlínuna og þeir spili 5-4-1 eins og þeir gerðu í fyrsta leik tímabilsins gegn Burnley.

Liverpool

Liverpool kemur inn í þennan leik eftir dramatískan sigur gegn PSG 3-2 á þriðjudaginn og liðið spilar svo aftur á miðvikudaginn gegn Chelsea svo það verður erfitt að spá fyrir um byrjunarliðið því ég býst við því að það verði einhverjir hvíldir á morgun og aðrir á miðvikudaginn og því gríðarlega erfitt að giska hverjir verða hvíldir hvaða leik. Þegar svona stutt er milli leikja reynir á leikmannahópinn því gott að sjá menn eins og Daniel Sturridge skora í vikunni. Það er mjög líklegt að við fáum loks að sjá Fabinho og Shaqiri af einhverri alvöru í öðrum af þessum tveimur leikjum.

Liðið spilaði í síðustu viku tvo gríðarlega flotta fótboltaleiki og þrátt fyrir að báðir hafi endað tæpari en þurft hefði var gríðarleg ró yfir manni. Liðið hefur byggt í mann þá trú að þeir geti alltaf farið í næsta gír og klárað leiki. Vissulega mætti færanýtingin vera betri en ég hef fulla trú á að það fari að koma og á meðan stigasöfnunin er enn fullkominn er ekki hægt að kvarta mikið.

Á morgun er hinsvegar nýr leikur, nýtt upphafsspark og nýjar 90 mínútur sem þarf að sigra. Liðið er ósigrað í 23 síðustu deildarleikjum á Anfield og ég ætla spá að þetta verði liðið sem Klopp stilli upp til að halda þeirri tölfræði

Alison
TAA – Gomez – Van Dijk – Robertson

Keita – Milner – Wijnaldum

Salah – Sturridge – Mané

Geri ráð fyrir að first Firmino var ekki klár til að starta gegn París þá fái hann aftur að sitja á bekknum í þessum leik og Henderson hefur átt í erfiðleikum með að spila fleiri en einn leik í viku þannig ég býst við að Keita komi inn. Hugsanlega mun Klopp breyta meira til og við gætum séð Shaqiri inn fyrir annaðhvort Mané eða Salah en ég hugsa að slíkt verði frekar gert í deildarbikarnum gegn Chelsea enda sú keppni minna virði.

Spá

Við höfðum gott hald á Southampton í deildinni í fyrra unnum þá samtals 5-0 og ég ætla að spá því að það haldi áfram höldum markinu aftur hreinu og færin fari að detta á morgun. Ég spái 3-0 sigri þar sem fremstu þrír setja eitt mark hver, hverjir sem það verða sem byrja í þeim stöðum á morgun!

10 Comments

  1. Kop admins: sorry fyrir að nefna það en þetta er of augljóst.
    Header-inn -> hrikalega flottur takk en : Firmino…. Ekki Firminho

  2. Joe Gomez.
    Pælið aðeins í honum.
    Spilaður sem hægri bak til að koma honum í gang eftir erfið meiðsli. Stundum settur í erfiða stöðu en setur undir sig hausinn og mætir í vinnuna.
    Fær núna tækifærið í sinni stöðu og étur hana þegjandi og hljóðalaust.
    Efni í legend og er ekkert að hrópa það.
    Dýrkann.
    Það vetur ekkert slegið af og það verður statement á morgun.
    YNWA

  3. Ég vona bara að Klopp fari varlega í róteringuna. Nokkuð sammála uppstillingunni sem hér er stungið upp á, spurning hver af miðjumönnunum hvílir og spurning hverjir af sóknarmönnunum hvíla. Vona að ekki verði fleiri breytingar. Keita, Henderson, Milner eða Keita, Henderson, Wijnaldum getur alveg komið til greina eins og Keita, Milner, Wijnaldum.

    Ég vil alltaf sjá tvo af Salah, Firmino, Mané í liðinu, annað hvort Sturridge eða Shaqiri inn. Ef við teflum fram þannig liði þá ætti öruggur sigur að hafast á morgun.

  4. Ég vona að Salah verði í byrjunarliðinu, sem og Keita, frammi verða væntanlega Firmino og Mane með Salah. Milner VERÐUR að spila, enda okkar besti maður undanfarið. Þessi leikur verður tricky.

  5. Sturridge verður pottþétt á bekknum, hann byrjar ekki að tvo leiki í röð, annars meiðist hann nær örugglega.
    Ég býst við afar sterku liði:

    Alisson
    Trent Joe Virgil Andy
    Naby Jordan James
    Mo Bobby Sadio

  6. Takk fyrir þetta og fjörlegar umræðar eins og alltaf hér á Liverpool síðinni. Enginn vafi að nú fer að reyna töluvert á liðið, hvíla menn en þó ekki veikja liðið það mikið að einhver hætta sé á ferðum. Held þó að núna höfum við amk 5 miðjuleikmenn sem geta allir spilað með öllum án þess að um verulega veikingu sé að ræða. Held að Sturridge og Shagiri verði báðir í miklu hlutverki í þessum leik, annar byrjar pottþétt inná og hinn kemur inná í seinni. Jafnvel mark og/eða stoðsending þar samtals. Spurning með vörnina, veit ekki hvort einhverjar hrókeringar eru mögulega þar á ferðinni, Lovren enn tæpur og Matip hefur ekki litið vel út. Nú væri gott að hafa Klaven. Á eðlilegum degi örruggur sigur etv 3 til 4-0 en ef eitthvert kæruleysi grípur um sig og/eða vanmat þá getur þetta verið snúinn leikur.

  7. hþ 6. Stórt prik á þig, ég er þá ekki einn um að sakna Klaven.
    Ég er skíthræddur við þennan leik, að vísu er ég skjalfandi af stressi fyrir alla leiki.
    Erfiður 1-0 sigur

  8. Sælir félagar

    Vörnin verður óbreytt nema hugsanlega kemur Clyne inn fyrir Alexsander-Arnold held ég. Klavan væri 4. kostur á eftir Mtip sem mér finnst vitlaust en svona er það. Þannig það var rétt hjá Klavan að róa á önnur mið. Ég vil nefnilega Klavan alla daga frekar en hinn grautlina Matip. Þar þurfum við að skipta og fá einhvern alvöru í janúarglugganum sem setur Matip sem 4. kost.

    Ég held að Salah byrji ekki þennan leik og spurning hvort Mané og Keita verða saman í byrjunarliði. Tel að Klopp hafi samt tekið á því hvernig menn velja sendingar í fremstu línu. Annars er liðið sem Hannes Daði stillir upp frekar líklegt og amk. jafn líklegt og hvað annað. Ég held að þetta verði erfiður leikur á móti tveimur rútum í teig andstæðinganna svo ef til vill verður að setja Virgil í sóknina til að taka krossana og setja þá inn.

    Ég spái 2 – 0 í frekar leiðinlegum og erfiðum leik þar sem boltinn fer nánast aldrei inná vallarhelming Liverpool og þetta verður endalaus barátta við að koma boltanum í gegnum 11 manna varnarlínu Soton. Þeir fá á sig fyrra markið í lok fyrri halfleiks en munu samt bara halda áfram að verjst til að lágmarka skaðann.

    Ef Soton aftur á móti reynir að berjast til marks eftir að hafa fengið á sig fyrra markið verða mörkin amk. 5 sem okkar menn skora. Við skulum vona að þessi leikur verði af þeirri sortinni. Það er svo miklu skemmtilegra.

    Það er nú þannig

    YNWA

  9. Þegar þið flettið niður kop siðuna og skoðið hvaða leikur er næst. Þa stendur 15.00 hja mer. Er siminn minn að breyta þessari timasetningu eða er þetta prentvilla og a að standa 14.00?

Gullkastið – Megavika

Byrjunarliðið gegn Southampton