Gullkastið – Megavika

Thomas Tuchel hafði þetta að segja eftir leik í gærkvöldi: “This is Anfield, this is what they do.”
Owen Hargraves kom einnig með góða línu í umfjöllun eftir leik: “Hard work beats talent when talent doesn’t work hard”
Báðir ná að lýsa frammistöðu Liverpool í þessari viku vel en liðið er núna búið með tvo leiki af sjö leikja ofurprógrammi. Tottenham og PSG voru látin líta út eins og miðlungslið í báðum leikjum en fóru full nálægt því bæði að fá eitthvað út úr þessum leikjum. Frammistaða okkar manna var efst á baugi að þessu sinni enda tilefni til.

Kafli 1: 00:00 – Engin evrópuþynnka eftir Kiev
Kafli 2: 07:30 – Tottenham og PSG óvanalega léleg?
Kafli 3: 15:20 – Rangstöðureglan og önnur vafaatriði
Kafli 4: 23:30 – Aukin samkeppni eins og vítamín fyrir miðjuna
Kafli 5: 39:40 – Er Salah áhyggjuefni?
Kafli 6: 45:10 – Endurkoma Sturridge hápunktur vikunnar
Kafli 7: 48:30 – Ein besta varnarlína í heimsfótboltanum?
Kafli 6: 56:50 – Southampton um næstu helgi

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: Maggi og SSteinn sem var staddur í anddyrinu á hóteli á Spáni með tilheyrandi stemmingu frá hótelbarnum skammt frá.

Gullkastið er þáttur í boði Egils Gull (léttöl)

MP3: Þáttur 207

18 Comments

  1. Þessi orð Thomas Tuchel eru laglega slitin úr samhengi. Bútar úr tveimur setningum slegið í eina til að gera þetta að svakalega geggjuðum ummælum. Tuchel fannst þetta ósangjörn úrslit, að sitt lið hafi spilað vel og verið með leikinn í sínum höndum. Að jafntefli, jafnvel sigur PSG hefðu verið sanngjörn (sem er bara hans upplifun eða hann veit betur en er bara að róa sitt lið og sína stuðningsmenn). Thomas Tuchel er því ekkert að hæla Liverpool sérstaklega.

    Fyrri hluti setningarinnar “This is Anfield” þá segir hann að PSG hafi í seinni hálfleik verið að missa boltann full auðveldlega, “but this is Anfield”. Seinni hlutinn “this is what Liverpool [they] do” er í samhenginu að Liverpool pressar hátt og er ekki að gefa andstæðingum færi á að halda boltanum.

    Hér er það sem hann segir í viðtali:
    “Maybe in the second half we started to give the ball away a little too easily, but this is Anfield.

    “Jurgen Klopp has worked with his team for four years now. This is what Liverpool do, they press and they make it hard for you in possession.

    “But we never lost our shape. We still managed to maintain two clear lines. We didn’t give too much space between the defensive and midfield line.

    “And then, through our efforts, we managed to get the equalising goal. So at the end, it was very, very tough.”

  2. Ég er orðinn eldri borgari og sem eldri borgara stendur mér ýmislegt til boða en þetta er það besta sem ég geri. Vakna kl:0700 fá mér morgunmat fara í göngutúr í klukkutíma fara í sturtu hella á könnuna fara inn í tölvu og hlusta á potkast. Hafið þökk fyrir þetta drengir. Ég er búinn að vera stuðningsmaður Liverpool í 60 ár.

  3. Nr. 1 Kristján

    Haha ok ég tók þetta hrátt og finnst þetta miklu betra úr samhengi hjá honum, sérstaklega vegna þess að það sem hann sá (aftur) á þriðjudaginn var Anfield og þetta er það sem Liverpool gertir…hans liðum 🙂

  4. Flottur þáttur að vanda. Hlusta alltaf á hann og gaman líka að hlusta á eldri þætti. Menn ótrúlega spekingslega vaxnir. Það er bara ótrúlega gaman að vera Liverpool-ari. Stöðugt jákvætt kringum klúbbinn í dag eins og þessi frétt:

    Liverpool have begun work on the Reds’ new training complex and Jurgen Klopp expects to still be manager upon its completion in 2020.

    Svo spillti það ekki fyrir að “okkar” maður Fekir gekk frá Man. City í gær með Lyon.Mikið langar mig í mann eins og hann í Liverpoolliðið. Mér finnst það ekki alveg ganga upp að Alexander Arnold fái að æfa sig í aukaspyrnum, í alvöru leikjum, strax þó góður sé en hans tími mun koma seinna. Fekir væri búinn að setja nokkur í aukaspyrnum hefði hann komið.

  5. Góður þáttur að vanda.

    Þessi “törn” sem átti að koma okkur niður á jörðina samkvæmt flestum öllum vinum mínum sem halda ekki með Liverpool, hvenær byrjar hún? Mér líður allavegana ekki eins og hún sé byrjuð. Við förum í hvern leik til að vinna hann og öll lið hræðast að mæta okkur. Líklega er erfiðasti leikurinn næstu helgi og ég vona að þeir sem koma inn verði á tánnum.

    Alison – Clyne – Gomez – Dijk – Robertson – Milner – Keita – Henderson – Shaqiri – Sturridge – Mané

    Svona vill ég sjá byrjunarliðið og ef allt fer vel fyrstu 55-65 gefa þá Fabinho sénsin, jafnvel hafa Solanke og Moreno til taks. Ef allt er í járnum geta Bobby og Salah komið inn.

    Í deildarbikarnum gegn Chelsea vill ég sjá algjört varalið. Migno, Clyne, Matip, Gomez, Moreno, Fabinho, Lallana ef heill, Gini/Milner/Hendo, Shaqiri, Studge og Solanke. Fáranlegt að kalla þetta varalið reyndar.

    Allt á blússandi og vonandi heldur það áfram. Manni á að líða eins og skellurinn sé á leiðinni en tilfinningin er sú að við séum einfaldlega óstöðvandi. Vonandi heldur það áfram.

  6. Það síðasta sem ég geri úr þessu er að hræðast PSG í París. Hræðist í raun engan af þessum leikjum okkar í CL yfir höfuð. Southamton er líklega snúnara dæmi, þá aðallega upp á róteringuna að gera. Einfaldasta lausnin er að spila sömu mönnum, en það er kannski ekki það besta til lengri tíma litið. En in Klopp we trust, svo einfalt er það.

    YNWA

  7. Varla eru menn farnir að óttast Mark Hughes. Skil ekkert hvað hann er að gera sem stjóri hjá Southampton.

  8. Skemmtilegt hlaðvarp að vanda.

    Mikið erum við heppnir að vera Liverpool stuðningmenn þessa dagana, það er allt jákvætt í kringum okkar lið, hvert sem er litið. Við erum gríðarlega heppnir að hafa landað Herra Klopp á sínum tíma.

    PS: TAA hefur einu sinni skorað úr aukaspyrnu í alvöru leik, mér aðvitandi. Ég er ekki alveg að fatta þetta hversvegna hann er settur í þetta verkefni.

  9. # 8, út af fyrir sig er ég ekkert að óttast Southamton, ég var að velta fyrir mér róteringuni á liðinu, hafandi 2 leiki í röð á móti Chealsea í huga, fyrir utan Napoli og MC þar á eftir. Þetta eru alvöru leikir allir saman. Það er allt og sumt.

    YNWA

  10. Þakka samt ‘honorable mention’ í Gullkastinu – ég geri þá bara núna eins og Andy Dufresne í Shawshank-fangelsinu – nú verða það bara tvö bréf í viku þar til árangur næst 🙂

    #YNWA

  11. #10

    Hvernig í ósköpunum á TAA að skora fleiri mörk úr aukaspyrnum ef hann fær ekki að taka þær? Hann hlítur að vera að setja nokkur mörk á æfingum úr aukaspyrnum og ég veit ekki alveg hver ætti að vera betri í þessu, enginn sérstakur spyrnumaður nema kannski Dijk. Mér finnst allt í lagi að leifa TAA að taka spyrnurnar, þær hafa flestar verið hættulegar.

  12. Van Dijk sýndi það með Celtic að hann var frábær að taka aukaspyrnur. Væri gaman að sjá hann spreyta sig.

  13. Sælir félagar

    Jolli #2 trompar mig algerlega í stuðningi við Liverpool. Ég hefi bara haldið með liðinu i 57 ár og verð því að hneigja mig í auðmýkt fyrir mér reyndari manni enda er ég bara 69 ára. Hvað aukaspyrnumenn varðar þá höfum við auk TAA , Shaqiri, Mo Salah og Virgil. Allir þessir strákar eru góðir spyrnumenn og svo getur Mané alveg sparkað í boltann eins og við vitum.

    Að mínu mati er Shaqiri þó enn sem komið er besti spyrnumaðurinn en TAA mun verða afspyrnu spyrnumaður i framtíðinni. Við þurfum að eiga spyrnumann í liðinu í sama flokki og Gerrard var og ég trúi að TAA eigi eftir að ná þeim hæðum í framtíðinni. Shaqiri er ekki nógu oft í byrjunarliði til að hann verði aðal spyrnumaður okkar. En þegar hann er inná þá tel ég að hann eigi að taka aukaspyrnur sem eiga að fara inn í teig eða á markið.

    Það er nú þannig

    YNWA

  14. Sigurkarl ,svona til nánari upplýsinga um aldur þá verð ég sjötugur á þessu ári. Ég hef alltaf gaman af að lesa kommentin þín og er yfirleitt mjög sammála þér.

Liverpool 3-2 PSG

Upphitun: Southampton mætir á Anfield