Liðið gegn West Ham

Þá er komið að fyrsta deildarleik tímabilsins og Klopp hefur valið byrjunarliðið sem mun taka á móti West Ham eftir klukkustund eða svo.

Alisson

TAA – Gomez – Van Dijk – Robertson

Keita – Wijnaldum – Milner

Salah – Firmino – Mané

Bekkur: Karius, Clyne, Fabinho, Henderson, Sturridge, Lallana, Shaqiri

Alisson og Keita byrja inn á í sínum fyrsta alvöru leik síðan þeir komu til liðsins í sumar og Fabinho og Shaqiri eru á bekknum. Byrjunarliðið í dag er mjög öflugt og bekkurinn sterkari en hann hefur lengi verið. Það er ákveðin miðvarðakrísa hjá Liverpool og engin miðvörður á bekknum og Joe Gomez byrjar inn á við hlið Van Dijk.

Það er töluvert ólíkara West Ham liðið í dag en þeir notuðust við í fyrra og því afar erfitt að spá fyrir um það hvernig West Ham kemur til leiks. Þeir eru með fimm nýja leikmenn í byrjunarliði sínu í dag og tvo nýja á bekknum.

Þetta verður spennandi og er alveg að fara að byrja!

39 Comments

 1. 1
  Oddi

  4-0
  Það er ekkert flókið.

  (35)
 2. 2
  helginn

  Sterkt lið, verður gaman að sjá Keita og Allison. Gomez í miðverðinum sömuleiðis og Fabinho og Shakiri á bekknum. Nokkuð sterkt lið. Ég tippa á að Keita geri gæfumuninn, Richarlinson who?

  (0)
 3. 3
  Sigkarl

  Sælir félagar

  Ég spáði 5 – 1 en verð samt að viðurkenna að ég er drullustressaður fyrir þennan leik. Mér líst í sjálfu sér vel á byrjunarliðið og það er mjög gott að hafa Hendo, Saqiri og Sturridge á bekknum. Fabinho getur svo leyst bakvörðinn ef á þarf að halda eða komið inná í þriggja manna varnarlínu ef þróun leiksins bíður uppá það.

  Það er nú þannig

  YNWA

  (0)
 4. 4
  Baddi

  Svakalegur bekkur í dag. Allt landsliðmenn eða landsliðskandítatar fyrir utan Karius og kannski Fabinho.

  (3)
 5. 5
  Red

  Veit einhver um stream á leikinn ?

  (0)
 6. 6
 7. 7
  Hörður Ingi

  Er það ekki rétt hjá mér að Fabinho getur leyst miðvaörðinn? Ef svo er þá er ekkert áhyggjuefni að það sé bara hann á bekknum ef eitthvað kemur fyrir VVD eða JG.

  (1)
 8. 8
  Höddi B

  Það verður erfitt að brjóta þennan varnarmúr á bak aftur. Þetta West Ham lið á eftir að gera góða hluti í vetur. Mér finnst þetta svona eins og þeir þurfi bara eina skyndisókn !

  (1)
 9. 9
  Kristján Aðal

  Salah!!!!!!!

  (1)
 10. 10
  Jol

  Djöfl.. lítur Keita vel út. Þvílík kaup.

  (4)
 11. 11
  RH

  SALAH HVER ANNAR !?

  (3)
 12. 12
  ommi

  Þetta er svakalegt lið hja okkur

  (1)
 13. 13
  Höddi B

  Jesús minn hvað Milner er með mikla yfirferð, hann er allsstaðar á vellinum. West Ham reyna að svæfa leikinn og beita svo skyndisóknum , dómarinn næstum með stoðsendingu fyrir þá

  (4)
 14. 14
  Kristján Aðal

  Sádio!!!!!!!

  (0)
 15. 15
  RH

  ÞVÍLÍK CLASS sending hjá Milner úfffff stoðsendinga KÓNGURINN!!!!

  (5)
 16. 16
  Óskar F

  Flott fagnaðarlæti hjá Klopp í seinna markinu :D

  (4)
 17. 17
  Sigurdur Einar

  Frábær fyrirhálfleikur hjá okkar mönnum.
  Þeir hafa ekki fengið færi í leiknum og við virkum stórhættulegir.
  Keita hefur verið frábær á miðjuni með Winjaldum sem virðist vera í fantaformi og besta manni fyri hálfleik James Millner.
  Sóknarlínan okkar er mjög góð eins og vitað er og varnarlínan traust en þó má segja að í þessum leik þá hefur Trent verið okkar veiki hlekkur, hann hefur átt í vandræðum varnarlega þar sem hann er að taka rangar ákvarðanir í pressu og missa menn bakvið sig.

  2-0 í hálfleik en þurfum að sýna í þeim síðari að við kunnum að spila með svona forustu ekki vera of gráðugir og gefa þeim möguleika en samt stjórna leiknum.

  (4)
 18. 18
  Sölvi

  Robertsson er búinn að eiga hörkuleik fram að þessu – Svo ekki sé nú minnst á sprengikraftinn í Keita.

  Frábær fyrri hálfleikur og Klopp hefði sjálfur getað verið í markinu fyrir Alisson Ramses Becker því þeir eru alveg týndir fram á við,Hamrarnir.

  (7)
 19. 19
  Svavar Station

  Geggjaður fyrri hálfleikur. Nú er bara að slátra þeim í seinni. Dýrka þetta lið okkar!

  (4)
 20. 20
  Magnús Ólafsson leikari

  Sælir félagar.
  Nú er þetta byrjað og því lík byrjun hjá okkar mönnum. Ég ætla nú ekki að fara að vonast neitt, en ég er búinn að bíða lengi eftir meistaratitli. En Klopp er alla vega að gera sitt besta og sínir mikla ástríðu. ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!

  (11)
 21. 21
  RH

  Allir geggjaðir . TAA þarf að lyfta minna í ræktinni alltof skot fastur :D

  (4)
 22. 22
  Óskar F

  Skemmtilegar þessar sendingar frá Keita. Er að líta vel út

  (1)
 23. 23
  Maðurinn

  Þetta er svindllið byggt upp án þess að svindla. Þvílíkt veisla framundan!

  (2)
 24. 24
  RH

  MANÉ!

  (2)
 25. 25
  Kristján Aðal

  What a Mané!!! Rangstæður reyndar en við tökum þetta

  (2)
 26. 26
  RH

  þeir skulda okkur 12 stig frá síðasta tímabili :)

  (10)
 27. 27
  Kristján Aðal

  Flott fyrir Alisson að markmannsbúningurinn er í Brasilísku litunum. Líður örugglega vel í honum.
  Shaqiri komið graður og ferskur inn í þennan leik.

  (2)
 28. 28
  RH

  tók 20 sek fyrir Sturridge að skora lol !

  (12)
 29. 29
  Kristján Aðal

  Sturridge er svakalegur skorar með fyrstu snertingunni. Búinn að vera á vellinum í 20 sek.
  Þetta kallar maður markanef.

  (9)
 30. 30
  RH

  BOOM!

  (2)
 31. 31
  ST

  Algjort domination fra kick-off til leiksloka. Frabaer frammistada og mer finnst allar stodur vallarins virka sannfaerandi, og svo er bekkurinn ekkert slor: Shaqiri, Hendo, Sturridge, Fabinho, Lallana og Clyne.

  Thad er otrulega mikilvaegt ad hafa Sturridge nadi ad skora. Nu kemur hann inna i hverjum leik fullur af sjalfstrausti, asamt Shaqiri. Thad er eitthvad sem vantadi i fyrra, ad geta hent inn tveimur frabaerum leikmonnum thegar tharf ad hrista upp i hlutunum.

  Thad sem eg er samt anaegdastur med er aftasta linan. Herra Van Dijk og co. munu ekki leka inn morgum morkum i vetur med svona frammistodu.

  (2)
 32. 32
  Jónas Snorrason

  Vá.

  YNWA

  (1)
 33. 33

  Nr. 1
  Oddi leiðinlegt þegar fólk segir manni endan áður en maður nær að horfa, muna þetta næst.

  (11)
 34. 34
  Hjálmar

  Ósammála 33. Haltu þessu áfram svo við getum bettað á úrslitin.

  (8)
 35. 35

  Jibbí, rosalega er þetta skemmtileg byrjun á tímabilinu. Flestallir góðir eða mjög góðir og engin feilspor stiginn fyrir utan nokkuð kæruleysislegar sendingar einstaka sinnum. Ég spyr bara, verður ekki erfitt fyrir Hendo að vinna sig inn í liðið? Auðvitað veit maður að hann verður settur inn í liðið, en er það sanngjarnt eins og hinir miðjumennirnir spiluðu í dag. WHU kannski ekki sérstakir en gleymum því ekki að lið spila aldrei betur en andstæðingurinn leyfir þeim að gera. Nú er bara að halda áfram og byggja ofan á þetta. Áfram Liverpool.

  (1)
 36. 36
  RH

  #35 góð spurning en eins og er þá er það lúxus vandamál frekar en annað.
  Frábært að hafa góða menn á bekknum eins og var í dag þvílíku gæðin sem voru þar í dag.

  (1)
 37. 37
  Siggilar

  Það var vitað fyrirfram að við myndum vinna enda eyddum við meira í sumar en þeir.

  (0)
 38. 38

  Biðst afsökunar á þessu Oddi, ég var líka búinn að spá þessu 4-0 sannfærandi, búinn að gleyma því :)
  https://soundcloud.com/user-353623419/kopcast-203

  (2)
 39. 39
  Tommi

  Spurning hvort að Alisson megi taka gítarinn með í markið?

  (2)