Liverpool 4-0 West Ham

Liverpool byrjar leiktíðina á því að rústa West Ham 4-0 á Anfield með mjög dóminerandi frammistöðu og gefur vonandi tóninn á það hvað koma skal.

Mörkin:
1-0 Mo Salah 19.mín
2-0 Sadio Mane 45+1.mín
3-0 Sadio Mane 53.mín
4-0 Daniel Sturridge 88.mín

Gangur leiks:
Frá því að flautað var til leiks og þar til hann var flautaður af var Liverpool með öll völd á vellinum. Liðið hélt boltanum vel og byrjaði strax að leita eftir glufum á vörn West Ham. Maður sá nokkuð fljótt hvað gæti stefnt í og Liverpool lágu á West Ham sem gekk brösulega að koma sér upp völlinn.

Það var á 19.mínútu sem Mo Salah opnaði markareikninginn á leiktíðinni. Naby Keita átti gott hlaup frá miðjunni þar sem hann lagði hann á Robertson á vinstri vængnum og Skotinn kom með frábæra sendingu fyrir markið þar sem Salah skoraði af stuttu færi.

Í kjölfarið átti Trent Alexander-Arnold geggjaða aukaspyrnu sem Fabianski, í marki West Ham, varði stórglæsilega og skömmu síðar lagði Firmino boltann inn á Salah sem var í góðri stöðu en Fabianski mætti vel og lokaði á skotið. Annað mark lág í loftinu og það var í uppbótartíma fyrri hálfleiks sem Sadio Mane skoraði annað mark Liverpool. Fyrirgjöf af vinstri kantinum fór yfir allan pakkann og á Milner sem gerði frábærlega í að koma boltanum fyrir markið og þar náði Mane að teygja sig í boltann. Þriðja árið í röð sem Mane skorar í oppnunarleik liðsins.

West Ham reyndu aðeins að komast í leikinn í upphafi seinni hálfleiks en á 53.mínútu skoraði Sadio Mane annað mark sitt í dag. Roberto Firmino stakk boltanum inn fyrir vörn West Ham en þar voru þeir Salah og Mane báðir rangstæðir en ekkert flaggað og Mane skoraði með fínu skoti.

Liverpool var með öll völd á vellinum áfram og sama hvað West Ham reyndu þá fundu þeir fáar sem engar glufur á vörn Liverpool. Klopp gerði skiptingu þegar Liverpool fékk horn rétt undir lok leiksins og setti Daniel Sturridge inn á. Milner tók hornspyrnuna sem fór beint á varnarmann West Ham sem flikkaði honum aftur fyrir sig og þar mætti Sturridge í sníkjuna á fjærstönginni og kom boltanum yfir marklínuna. Það tók Sturridge 24 sekúndur að skora markið frá því að hann kom inn á og frábært að hann sé kominn á blað og sá hefur verið frískur í sumar.

Bestu menn Liverpool:
Við getum bent á ansi marga sem áttu frábæran leik í dag og í raun átti liðið í heild sinni stórkostlegan leik. Vörnin var gífurlega öflug, Alisson var flottur á bolta en hafði lítið að gera þegar kom að því að verja skot. Sóknin var mjög lífleg og áttu þessir þrír fremstu allir þátt í mörkum í dag og virka beittir. Firmino lagði upp og var heilt yfir nokkuð góður, Salah skoraði og Mane setti tvö. Bakverðirnir voru öflugir og þá alveg sérstaklega Robertson. Sturridge, Hendo og Shaqiri komu líflegir inn af bekknum. Miðjan var þó það sem mér fannst standa einna mest upp úr í dag.

Ég myndi velja einn af þremur miðjumönnum Liverpool í dag sem “mann leiksins” en ég á erfitt með að velja á milli þeirra. James Milner var frábær og stjórnaði spilinu mjög vel, Gini Wijnaldum er að koma virkilega vel undan sumrinu og var frábær í dag. Hann sat djúpur á miðjunni en var líka mjög duglegur við að koma sér í stöður í kringum vítateiginn og var mjög dóminerandi, eins og maður vill sjá hann. Naby Keita er svo sannarlega biðarinnar virði og var frábær í dag. Átti nokkra frábæra spretti, var öflugur í varnarvinnunni og skapaði ursla fram á við.

Vondur dagur:
Við skoruðum bara fjögur í dag!

Umræðan:
– Liverpool talið það lið sem er einna líklegast til að etja kappi við City í vetur og er þessi frammistaða í dag að fá fólk af þeirri skoðun?
– Öflugasti bekkur Liverpool í langan tíma og nokkrir góðir leikmenn utan hans. Er liðið nógu öflugt í alvöru baráttu í vetur?
– Það getur verið ansi mikilvægt að leikmenn eins og Mane og Sturridge komist á blað í upphafi móts og þá sérstaklega fyrir einhvern eins og Salah sem verður gífurleg pressa á í vetur að skora mörk eftir síðustu leiktíð.
– Milner er ein allra bestu kaup sem Liverpool hafa gert á síðustu árum.
– Það er of langt í næsta leik!!

Hvað gerist næst:
Á mánudaginn í næstu viku mun Liverpool heimsækja Roy Hodgson og lærisveina hans í Crystal Palace og verður þá eflaust undir ákveðinni pressu að taka stigin úr þeim leik þar sem keppinautarnir eiga flest “auðveldar” viðureignir og reikna má sterklega með að þau taki stig úr þeim. Það þarf Liverpool líka að gera úti gegn Palace vilji liðið blanda sér í alvöru baráttu í deildinni.

41 Comments

 1. D. Sturrigde leiðir premier league i mark miðað við mínútur allavega. Frábær leikur og enginn séns að finna veikan punkt hjá liðinu

 2. Sturridge er svo mikið maðurinn! Megi hann haldast heill amk út September!

 3. Gera langtímasamning til þennan efnilega orkubolta nr 7. Þvílík yfirferð á þessum dreng ! Keita er bara kjarakaup, þvílíkur leikmaður !

 4. Það er svo dásamlegt að sjá GLAÐAN Sturridge. Strax á hliðarlínunni.

  Og svo bara bang og MARK!

  Frábært.

 5. Sælir félagar

  Það er uppihaldslaus skemmtun að horfa á liðið okkar spila fótbolta. Þó ég hafi spáð Liverpool sigri með 4 marka mun var ég drullustressaður fyrir þennan leik en það var ástæðulaust. Sterkt lið West Ham átti varla breik í leiknu og ekkert færi. Magnað. Hvílikt lið sem Klopp er búinn að búa til. Það hlýtur að fara um alla Móra Úrvalsdeildarinnar að horfa uppá þetta en þó líklega mest um þann eina leiðinlegasta.

  Það er nú þannig

  YNWA

 6. Þetta lið lítur hrikalega vel út og Klopp búinn að vera hægt og rólega að byggja þetta upp í nokkur ár núna og ég vona bara að þetta verði sísonið sem allt smellur saman. Þessi leikur var allavega góð fyrirheit um framhaldið og þetta verður spennandi og vonandi getum við tekið fram úr City en West Ham áttu ekki möguleika í þessum leik. Þarna sér maður hvað það er mikilvægt að stjórinn fái tíma til að byggja upp lið og fái nokkra glugga til að kaupa leikmenn og að félagið bakki hann upp með leikmönnum sem hann þarf en auðvitað þarf liðið að sýna það að það sé framþróun og herr Klopp hefur heldur betur sýnt það.

  In Klopp we trust

  YNWA

 7. Spáði 4-0
  Það reyndist vera rétt.

  Spái LFC titlinum. Megi sú spá rætast. Það er amk engar afsakanir, við erum með lið sem ætti að keppa um titlana. Breidd og gæði. Auðvitað fer maður á flug eftir gott pre-season og þetta er rétt að byrja, tímabilið er langt og strangt en ég trúi. Það er ekki annað hægt

 8. Held við eigum orðið besta lið heims, sé ekki hvaða lið getur unnið okkur. Þetta er ekki sagt í hálfkæringi, heldur fullri alvöru. Það er eithvað magic á seiði hjá okkur.

  YNWA

 9. Einfaldlega frábær fyrsti leikur hjá okkur.
  Liðið gríðarlega hættulegir framávið og fengu gestirnir varla færi.

  Keita er að koma gríðarlega sterkur inn á miðsvæðið og virkar fullkominn fyrir okkur. Góður á boltan, vinnusamur og klókur.
  Winjaldum hefur sjaldan virkað eins góður og Millner í ofurformi á miðsvæðinu.
  Þetta var ekki fullkominn leikur (en sá leikur er varla til). Við vorum stundum kærulausir í sendingum, Gomez var ekki alveg í varnarlínu tvisvar og spilaði Stoke menn réttstæða og Trent var í vandræðum í fyrihálfleik en átti flottan síðarihálfleik.

  Maður sá líka þroskamerki á okkur að ná að gjörsamlega lokasjopuni. Oft þegar Klopp hefur gert varnasinnaða skiptinu(Firmino út fyrir Henderson) þá höfum við fengið það í bakið en í þessum leik þá einfaldlega þéttum við miðsvæðið og þeir áttu engin svör.

  Þetta var samt 9/10 framistaða og það sem er skuggalegt fyrir andstæðingana okkar er að ég held að við eigum meira inni. Keita á eftir að læra enþá betur á samherja sína og við eigum eftir að upplifa það í vetur afhverju við borguðum svona mikið fyrir markvörð.

  YNWA og takk fyrir mig.

 10. City líta skuggalega vel út líka reyndar á móti Arsenal og það vantar de Bryne, Sane og Silva hjá þeim. Þetta verður erfitt en það stefnir í geggjað tímabil í enska boltanum. Mjög spenntur!

  YNWA

 11. Erum á toppnum eftir 1 umferð ? nú er bara að halda þetta út næstu 37 ?

 12. 🙂 virkuðu ekki broskkallanir sem gerir þetta mun alvarlegra en það átti að vera hehe

 13. Góða fólk, þetta var svona leikur sem við mistum niður í jafntefli, jafnvel tap fyrir ekki svo löngu síðan. Núna öruggur sigur. Sigur sem var svo öruggur, að það hálfa er nóg. Sturri með mark í fyrstu snertingu, dægligt. Salah með fyrsta mark tímabilsins, Mane frábær og liðið allt soligt.

  YNWA

 14. Frábær leikur hjá okkar mönnum. Ef liðið mætir í útileiki með sömu yfirvegun og þeir ferðu í dag þá munum við veita City alvöru samkeppni um titilinn. Man ekki eftir svona sterkum bekk, og það var svakalega ánægjulegt að sjá okkur loka algjörlega á hamrana þó svo að við kláruðum leikinn í fyrri hálfleik.

 15. Held að traust Klopp á Sturridge verði endurgreitt vissulega áttu efasemdir rétt á sér en okkar maður stóð með sínum manni og vonandi mun Sturridge nýta sér það allagvega meðað við innkomuna í dag þar sem það tók kappan 20 sek að skora þá er maður bjartsýnn.

  Shaqiri átti ferska innkomu og hann minnir mig örlítið á Ox snöggur og direct sem er frábært og gott að hafa svona mann í vopnabúrinu.

  Heilt yfir litið þá var liðið sturlað og í raun áttum við að skora mun fleiri mörk glasið fer að flæða yfir hjá mér þessa stundina allavega frábær byrjun!

 16. Mjög góður leikur, Keita kom mér á óvart virkilega flottur leikmaður.

 17. Ég er nú bara að elska þessar stoðsendingar (eða þessar næstu á undan stoðsendingar) frá Robertsson.

 18. Mér finnst þetta ekki hafa verið sérstaklega lýsandi leikur fyrir hvernig við erum að fara inn í þetta tímabil. Við eigum eftir að sjá leik þar sem vörnin og varnarskipulag verður sett í prófið. Jákvætt að sjá spengjurnar frammi standa fyrir sínu og nýir menn koma vel út, en nú er að sjá hvort við erum með vörn sem hæfir efsta sætis liði. Kemur betur í ljós úti á móti Palace.

 19. Frábær leikur, og mikilvægt að fara vel af stað. Skemmtilegast fannst mér að sjá Gini Wijnaldum, alltaf haft mikið álit á honum og fannst hann eiga frábæran leik i gær og sýna gott fordæmi með vinnusemi. Ég er eiginlega ánægður með að Emre Can fór og skapaðist pláss fyrir öðruvisi miðju.

 20. Ég átti alls ekki von á þessu. Okkar menn hafa allt of oft skitið uppá bak á móti “minni” liðum og ég átt einmitt von á jafntefli eða naumum sigri. Guð sé lof þá hef ég greinilega ekkert vit á fótbolta 🙂 Og hættið, kæru pislahöfundar, að nota “vondur dagur” eða “vond sending”. Dagurinn getur verið slæmur og sending slæm. Aldrei vond. Góðar stundir.

 21. Verið að tala um að Lovren verði frá í allt að 3 vikum ekki gott en ef Gomez spilar eins og í síðasta leik þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af því.
  Vonandi nær Lovren að jafna sig sem fyrst.

 22. Frábær leikur hjá okkuar mönnum en maður veit eiginlega ekki hvernig maður á að meta þetta. vorum við svona góðir eða Hamrarnir svona slakir. Erfitt að segja en tek fyrri kostinn þangað til annað sannast.

 23. #25

  Já, ég er hrikalega spenntur fyrir Keita. Held að hann geti orðið algjör world-beater þegar hann kemst í fullan takt við liðið. Gaurinn er svo fáránlega naskur í að krækja í lausa bolta, endurvinna boltann hátt á vellinum, er með geggjaðar stungusendingar í vopnabúri sínu o.s.frv. og er bara 23 ára!

 24. Gaman að sjá Keita, alltaf leitandi fram á við. En hvað gerir Klopp með Keita og Henderson, geta þeir spilað þarna saman. Svo fannst mér koma miklu meiri kraftur inná miðjuna með Shaqiri.

  En ótrúlega spenndi tímar hjá okkar mönnum framundan.

 25. Þegar maður heyrði af því að Keita hafi beðið um númer 8 þá fattaði maður strax að þarna væri gaur með hreðjar og á eftir að láta hlutina tala sig inni á vellinum.

  Það var eins og hann væri búinn að vera spila með liðinu í langan tíma í gær þetta var fyrsti alvöru leikurinn hans með þeim og hann var með bestu mönnum á vellinum!

 26. Tek undir með Styrmi #28 að það væri spennandi að sjá Keita & Shaqiri saman á miðjunni.

  Hef sagt það áður og segi það enn: litli köggullinn hann Shaq á eftir að koma okkur gleðilega á óvart.

 27. #28 Auðvita kom kraftur á miðsvæðið með Shaqiri því að hann var að koma inná á 82 mín fullur af orku í leik sem var búinn og hann vildi sýna stuðningsmönnum og þjálfara sín gæði.

  Shaqiri hefur marga hæfileiki en vinnusemi hefur aldrei verið einn af hans kostum og því tel ég að hann muni ekki verið mikið á miðsvæðinu í vetur en hann mun nýtast til að opna þrjóskar varnir og leysa af einn af þremur fremstu eða þegar Klopp vill fá fleiri sóknarmöguleika og tekur þá út Winjaldum/Millner/Henderson þegar skammt er eftir af leik.

  Það sem gerir það að verkum að við náum að halda uppi svona hápressu og vinna boltan framarlega trekk í trekk er vinnuframlagið hjá miðjumönnunum okkar Winjaldum/Millner/Keita þeir gjörsamlega stopuðu ekki að hlaupa og miðjumenn West Hamm réðu ekki við það vinnuframlag og svo áttum við Henderson sem er þekktur fyrir dugnað af bekknum.

  Shaqirir verður flottur í vetur og mun hann fá fullt af mín en ég sé hann ekki byrja marga leiki á miðsvæðinu á kostnað vinnuhestana okkar.

 28. Algerlega sammála #31. Milnerinn er t.d. einn magnaðasti karakterinn. Kom fyrir 0 kr. og er með endalaust úthald. Endalaus snilld að hafa þennan gaur.

 29. Akkúrat. Svo er Shaq með svakalegan vinstri fót, sem hann mun nota þegar við spilum á móti rútubílum.

  Annars væri glapræði að selja Klavan núna, miðað við meiðslahópinn sem fyllir CB. Það er ekki að fara að gerast.

  Varðandi Naby Keita að þá er eins og hann sé hugarsmíði Klopps. Hann er eins og Minkur, algjörlega geggjað að hugsa til þess að hann á eftir að stjórna traffíkinni þarna hjá okkur.

  Mér skilst að þessi 4-0 sigur sé stærsti heimasigur okkar í byrjunarleik í 86 ár!

 30. Sammála #31
  Held einmit árangur Liverpool velti svolítið á “að opna þrjóskar varnir” fannst við stundum vera í vandræðum með það á síðasta tímabili. En samt ekki það mikið að ég saknaði Coutinho, þetta reddaðist þar sem Salah var óstöðvandi. Held Shaqiri hafi verið keyptur til að finna lausn á þessu. Hvort hann sé rétti maðurinn verður að koma í ljós. Hef aldrei verið aðdáandi Shaqiri en hann kann nokkur trikk og lítur ekki illa út eftir hann kom til Klopp.

 31. Ég held að það sé ekkert að því að losa okkur við Ragnar Klavan núna.

  Við erum með Van Dijk, Gomez, Lovren, Matip og Nat Philipps sem gæti þá frekar fengið mín á vellinum og svo getur Fabinho leyst þessa stöðu með prýði.

 32. Megum ekki gleyma rotation stefnunni frá því í fyrra. Maður eins og Shaqiri á eftir að eiga fullt af leikjum í byrjunarliði. Vonandi verður það eins með hann og Mane að þeir verði duglegri leikmenn undir Klopp.

  Af sömu ástæðu. Ef Klavan er til sölu hlýtur það að vera að hans ósk.

 33. Ætla spá þvi að LFC vinni tvo bikara . Það er deild og deildarbikar. Förum langt í FA og CL en getum ekki unnið allt. Yrði bara glaðastur bara vinna deildina. Finn það á mér að þétta verður okkar ár!

Liðið gegn West Ham

Opinn þráður – Eyðsla