Liverpool 5 – AS Roma 2

MÖRKIN

1-0 Salah 35.mín
2-0 Salah 45.mín
3-0 Mané 56.mín
4-0 Firmino 61.mín
5-0 Firmino 68.mín
5-1 Dzeko 81.mín
5-2 Perotti 85.mín

GANGUR LEIKSINS

Þessi var ansi magnaður.

Við áttum eilítið erfitt í byrjun, Roma komu hátt á völlinn og við virtumst eiga í vanda með það. Ekki hjálpaði það Oxlade-Chamberlain var borinn af velli eftir um kortér…líklega lengi frá sá. Upp úr hálftímanum fengum við fyrsta færið þegar Mané var nálægt því að refsa hárri línu gestanna en dúndraði yfir einn í gegn.

Ísinn brotnaði svo á 35.mínútu þegar að Mo Salah fékk nóg og klíndi í markið á fjær utarlega í teignum. Á næstu 33 leikmínútum skoruðum við fjögur mörk í viðbót og gátum skorað fleiri. Farið að hugsa um alls konar met og einhverjir líklega bókað hótel í Kiev í maí.

Við ákváðum þá að búa til viðureign úr þessu, Lovren missti boltann klaufalega yfir sig og Dzeko skoraði á nærhorn Karius og stuttu síðar skoraði Perotti úr víti. Allt í einu vorum við að verja forystu og það tókst, lokatölur 5-2 í gríðarlega kaflaskiptum leik.

BESTU MENN LIVERPOOL

Það þarf náttúrulega ekkert að hugsa um það í rauninni, Mo Salah. Það eru engin lýsingarorð til einfaldlega. Hann er svindlkarl. Firmino átti tvær stoðsendingar og skoraði tvö, dásamlegur fótboltamaður sem er í raun mótorinn sem við þurfum að hafa með Egyptann. Miðjan virkaði vel, Henderson var magnaður og stjórnaði öllu, varnarlega voru Van Dijk og bakverðirnir flottir. Í 50 mínútur sáum við stórkostlegt fótboltalið sem öll Evrópa dáist að núna í kvöld.

Hápressan er nú sennilega bara maður leiksins. Hún er einfaldlega bönnuð börnum!

VONDUR DAGUR

Við verðum að svekkja okkur á þessum mörkum sem við fengum á okkur. Lovren gerir stór mistök að reyna að skalla bolta í stað þess að fylgja Dzeko og Karius er á hælunum á línunni og Dzeko neglir á nær. Karius slapp vel í fyrri hálfleik þegar skot frá Kolarov endaði í slánni eftir sérkennilega tilburði hjá honum.

Mér fannst ótrúlegt að hugsa það eftir leikinn að ég hefði viljað sjá meira frá Mané en það er örugglega ósanngjarnt. Það er líka þannig með það að tala um innkomu Ings fyrir Salah. Hann átti ekki góða.

Umræðan

* Hvað var Roma-stjórinn að hugsa. Há lína á Anfield? Alveg virkaði það svosem hjá WBA en þarna var þriggja manna varnarlínan flengd allrosalega. Þessi leikkerfi, 3-5-2 gegn 4-3-3 hápressu eru algerlega þannig að þau búa til færin og svoleiðis var það lengstum, við hefðum bara átt að halda hápressunni út leikinn, líklega er það til of mikils mælst en það að detta niður getur orðið erfitt þegar wingbacks koma á þig.

* Endinn á leiknum. 5-0 yfir og þetta hefði verið búið, en núna þarf Roma bara frammistöðu eins og í síðasta leiknum þeirra í þessari keppni. Í stað þess að fara yfirvegaðir til Rómaborgar (þar sem Roma hafa enn ekki fengið á sig mark í CL í vetur) þarf að vera tilbúnir í 90 mínútna baráttu til að skila liðinu alla leið í úrslit. En vá hvað það verður svekkjandi ef það ekki gengur.

* Oxlade-Chamberlain og miðjan. Hann virtist sárþjáður og mjög líklega er um liðbandameiðsl að ræða…og hann þá út það sem eftir lifir tímabils. Með Can og Lallana meidda þá er nokkuð ljóst að við sjáum Woodburn og/eða Curtis Jones um helgina. Miðjan okkar í stóru leikjum tímabilsins sem eftir eru virðist sjálfvalinn.

* Smá pæling. Var rangt að taka Salah útaf síðasta kortérið – var það málið sem að breytti öllu í kvöld?

* Að lokum, þeir sem eru úti í Liverpool…viljiði finna hann Einar minn og knúsa hann aðeins fyrir mig, hann mun þurfa það í kvöld og á morgun.

HVAÐ NÆST???

Leikur við Stoke í hádeginu á laugardag sem verður að vinnast áður en farið verður á Stadio Olympico í Róm með það fyrir augum að klára þessa viðureign á rauðasta deginum…1.maí.

82 Comments

  1. Fràbær sigur! Auðvitað smá vonbrigði að missa inn þessi tvö mörk en þessi úrslit eru framúrskarandi. Þvílíkt lið!

  2. Hefði tekið þetta með opnum örmum svekkað fá þessi mörk á okkur í lokin en eigum alveg að geta klárað þetta.

  3. Frábær sigur, verður ekkert skafið utan af því …….. en áhyggjuefni hvernig liður virðist springa á síðustu 10 og botninn dettur úr leik liðsins ……… þegar Salah farinn útaf. Sama á móti WBA um helgina – fá á sig 2 mörk.

    Vona að Roma sé ekki að fara endurtaka sama leik og á móti Barcelona – seinni leikurinn verður svakalegur!

  4. voru menn alveg sammála vítaspyrnu dómnum ? mér fannst þetta rosalega harður dómur

  5. Hversu steikt er að vinna 5-2 en samt er maður svolítið svekktur og pirraður?
    Hélt að menn hefðu lært e-ð af WBA leiknum. Vorum komnir ótrúlega langt með þetta einvígi en gefum Rómverjum vonarglætu fyrir leikinn í Colosseum.

    Maður er svo sem búinn að tuða yfir þessu í allan vetur. Breiddin er hinsvegar bara ekki nægilega mikil. Hröpum alltof mikið í gæðum við hverja skiptingu.

  6. Sæl og blessuð.

    100% aulaskapur í fyrra markinu og furðuleg dómgæsla í því síðara.

    Held að liðið eigi eftir að að mæta með blúðpotannen í næsta leik og sleppa því að taka Salah út af!

  7. Mjög harður vítaspyrnudómur en sumt fellur á móti og annað með. Óþarfi að leyfa þeim að skora þessi mörk en 5-2 sigur á að duga. En það er deginum ljósara að Salah þarf að spila í 90 mínútur í hverjum leik. Það hverfur svo mikið með honum að það hálfa væri nóg.
    YNWA

  8. Frábær leikur þó svo Liverpool hafi sprengt sig og fengið á sig tvö mörk. Báðir markmenn gerðu smá mistök, Salah sýndi enn og aftur að hann er ómissandi og Milner, að hann hafi komið frítt til Liverpool er auðvitað ótrúlegt, þvílíkur leikmaður.

    Annars bara frábær úrslit og ættu að duga Liverpool.

  9. Sæl öll

    HÆTTIÐ ÖLL MEÐ TÖLU AÐ LASTMÆLA HENDERSON!
    Þetta var aldrei víti og Henderson reyndi alltaf að öskra menn áfram. Horfið á allar klippur, hann et alltaf að stjórna og garga menn áfram.

  10. Púlsinn kominn niður.
    Frábær leikur, frábær sigur.
    Hálfleikur og spenna áfram.
    Er það ekki það sem maður vill?
    YNWA

  11. Groundhawk day ! Same og á motivates wba. Tökum Salah staff og allt hrynur ! Lærir Klopp ekki af þessu ? Please viltu halda SALAH inná í 90 mín í leiknul í Róm ! Lovren er því miður veiki hlekkurinn í vörninni og Ings komst ekki í takt við leikinn. Við þurfum okkar sterkasta lið í 90 mínútur í útileiknum. Takk fyrir rokk og ról í 75 mínútur Herr Klopp 🙂

  12. Skorum alltaf amk eitt mark í Róm og þá þurfa þeir 4 sem er ekki að fara sð gerast. Frábær frammistaða. Væri vandsð ef Ox væri í ok í seinni.

  13. Snerti Ings boltann einu sinni þessar 20+ mín sem hann var inná ? hef verið mikill aðdáandi að vinnusemi hans en shit hvað þessi innkoma var léleg.

  14. Henderson var frábær. Fjórar tíur, Salah, Firmino, Milner og TAA. Auðvitað svekkjandi að staðan sé í raun 2-0. En geggjaður leikur.

  15. Það var aldrei 100% aulaskapur í fyrra markinu hjá Roma. Geggjuð sending innfyrir, sturluð móttaka og flott afgreiðsla. Hvað átti varnarmaðurinn að gera? En þetta var aldrei víti. Boltinn snerti ekki höndina á Milner.

  16. Bull að taka Salah útaf .. skil ekki Klopp … betra að láta hann jogga þarna rólegheitunum en taka hann útaf…

  17. Eg hefði alltaf tekið þessi úrslit fyrirfram ef þau hefðu verið í boði. Að Liverpool skuli getað spilað svona heavy metal fótbolta er bara stórkostlegt.

    Með þvi að skora útivallarmark/mörk þá er leiðin svo til greið til Kænugarðs. Þetta er algjörlega magnaður fótbolti hjá okkar liði!

  18. Þetta lið okkar er auðvita alveg ótrúlegt.

    Fyrstu 30 mín voru frekar rólegar og lítið af færum og læt
    30-45 m þá gjörsamlega fór allt í gang og við fórum að vaða í færum og þeir vissu ekkert hvað var í gangi. Vorum 2-0 yfir í háfleik og hefði það getað verið meira.

    Í hálfleik var hugsuninn aðalega að fá ekki á sig mark en samt halda áfram að vera sókndjarfir og keyra á þá.

    45-80 m
    Þá vorum við líklega að spila eins og við gerumst bestir í vetur. Fullt af færum og Roma liðið vissi ekkert hvort að þeir væru að koma eða fara 5-0 staðan og ég verð að viðurkenna að ég hélt að einvígið væri einfaldlega búið á þessum tímapunkti og að við værum líklegri til að bæta við en þeir að skora.

    80-90 m Lovren með klúður og þeir skora eitt. Jæja 5-1 er nú bara allt í góðu og núna höldum við áfram en NEIBB . Allt snérist á hvolf og við fórum að vera skíthræddir og Roma fengu allt í einu sjálfstraust og fengu vafasama víti.

    Við förum með 5-2 í síðari leikinn og maður hefði tekið það allan daginn fyrir leikinn en miða við hvernig við spiluðum þá finnst maður að við ættum að vera með öruggari forskot fyrir síðarari leikinn.

    Þetta eru svona helvítis blendnar tilfiningar en ég held að þegar maður skoðar leikinn á morgun þá held ég að maður verður sáttari við leikinn.
    Roma þarf að vinna okkar lið 3-0 til að komast áfram eða 4-1. Ég get alveg séð þetta lið skora nokkur mörk á okkur en að halda hreinu gegn okkur verður gríðarlega erfitt fyrir þá og ég tala nú ekki um að þeir þurfa að sækja á okkur frá fyrstu mín.

    Ég hef trú á okkar strákum og Klopp að klára þetta verkefni

    YNWA

    p.s Ox er meiddur ásamt Lallana og Can. Við eigum þá bara Millner/Winjaldum/Henderson á miðsvæðið okkar. Svo veldur það manni áhyggjur að Lovren, Trent og Henderson eru allir komnir á gult spjald fyrir síðarileikinn en maður vill ekki sjá Klavan, Gomez og ? ég veit ekki einu sinni hvern hann myndi henda á miðjuna.

  19. Liverpool aðdáandi síðan 1964, gegnum morgunblaðið þá, vill endilega fara til Kiev, fór ekki til Istanbul og sé alltaf eftir því. hvernig sný ég mér í þessu. Kveðja, Víðir Jónsson

  20. Þetta er frábær sigur og maður hefði verið hoppandi glaður að vinna 5-2 ef liðið hefði breytt stöðunni úr 3-2 síðustu 10 mín. Þessi tvö mörk í restina tóku mann all hressilega niður á jörðina. En ef maður horfir raunsætt á hlutina, þá eru 5-2 í undanúrslitum CL. frábær úrslit.

    #5 Persónulega fannst mér þetta víti, boltinn er á leið á markið og Millner er með höndina frá líkamanum þegar boltinn smellur í höndina á honum. Maður hefði allavega viljað fá víti ef þetta hefði gert hinum meginn á vellinum.

    Hefði viljað halda Salah aðeins lengur inná vellinum, enda fór hreinlega allt í gegnum hann í sóknarspilinu. Brotthvarf hans afsakar hins vegar ekki frammistöðuna síðustu 15 mín. Það má hins vegar ekki gleyma því að liðið var búið að spila á rugl háu tempói og gjörsamlega ómögulegt að halda því út í 90 mín.

    En annars bauð liðið uppá stórkostlegar 70 mín. og þvílíkur leikmaður sem við eigum í Salah. Trúi ekki öðru en að menn eru búnir að setja upp drög að langtímasamning með met launapakka.

  21. #20 Gildir nokkuð reglan um gul spjöld í þessum leikjum er það ekki bara ef menn fengu beint rautt eða er ég að rugla?

  22. Við erum með þrjá miðjumenn heila til að spila restina af tímabilinu. (Milner, Henderson, Wijnaldum)

  23. Fáránlegur vítaspyrnudómur! .. hvað átti Milner að gera,láta sig hverfa??

  24. Eftir að Salah byrjaði að skora virtust Roma menn verða hræddir og óöruggir, hann er einfaldlega þannig leikmaður að þegar hann er á vellinum þarf andstæðingurinn að eyða gríðarlegri orku bara í að gæta hans. Þegar hann fór af velli slökuðu Roma menn á og gátu sett meiri kraft í sóknarleikinn. Svosem ekkert að því að taka Salah af velli (hefði samt mátt bíða í 10 mín), en fá þá Klavan inn í staðinn. Og Ings fyrir Firmino.

  25. Það er gaman að seinni leikurinn verður einhvers virði. Ég held að það verði betra að fá þýska liðið í úrslit. Áfram Liverpool, bestir i Evrópu!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  26. Þetta var svona leikur þar sem skiptust á skin og skúrir. Eða kannski öllu heldur skúrir – skin – skúrir.

    Það að Chamberlain skyldi meiðast eru líklega verstu fréttirnar. Það að Roma skyldi ná inn tveim mörkum eru líka vondar fréttir, en eins og fólk er að segja þá eru líkurnar á því að Roma nái *aftur* að vinna upp þriggja marka mun ekkert svakalegar. Þær eru þó til staðar, svo menn verða að vera á tánum í seinni leiknum.

    Og nú má einfaldlega enginn miðjumaður meiðast. Woodburn og Curtis Jones, ykkar þjónustu er krafist í næsta leik.

    Svo er sjálfsagt ekkert langt í að þær raddir fari að heyrast að þetta Liverpool lið geti ekkert án Salah. Vissulega eru tveir síðustu leikirnir ekki að hjálpa þeim sem mótmæla slíku: um leið og Salah fer út af er eins og það breytist eitthvað. Ég vona samt að söguskoðunin verði aldrei sú að Salah hefði dregið liðið áfram á þessari leiktíð svipað og Suarez 13/14 (sem ég er n.b. ekki sammála, en það er nú önnur saga). Vissulega munar gríðarlega um þessi mörk hans, en þessi árangur er samt liðsheildinni að þakka. Það er líka vert að minna á að margir eru á því að Mané sé í lægð (sbr. færin sem hann klúðraði í kvöld), en samt er þetta besta tímabil hans hvað markaskorun og stoðsendingar varðar. Og svo þarf auðvitað ekkert að ræða Firmino.

  27. 5-2! Eru menn í alvörunni að gefa til kynna að það séu ekki geggjuð úrslit?! Í alvöru??!! Gersamlega frábær leikur og við eigum geggjað lið!

    YNWA!

  28. Sælir félagar

    Það er ekki hægt að kvarta þegar blessuð sólin skín. Hvílíkt lið sem Klopp er búinn að búa til. Og svo á það bara eftir að batna með nýjum mönnum og meiri breidd. Algerlega magnað. Það er líka magnað að við missum alltaf inn mörk þegar Klopp tekur bitið úr sóknarlínunni þannig að lið þora að fara að sækkja á okkur. Klopparinn hlýtur að fara að átta sig á þessu. En ein spurning að lokum. Þorir einhver að veðja um að Liverpool skori ekki í seinni leiknum. Ég er til í veðmál um það.

    Það er nú þannig

    YNWA

  29. Leit ekki vel út með Ox, missir kannski af HM ….kall greið, vonum samt það besta…krossa fingur

  30. Alveg burt séð frá því hversu vel við stöndum að vígi eftir leik kvöldsins, þá er það rosalega svekkjandi að varnarleikur Liverpool skuli bregðast svona gjörsamlega í lokin tvo leiki í röð. Svo er alveg óþolandi að missa enn einn lykilmann út tímabilið. Hópurinn er orðinn alveg skuggalega þunnur, en …

  31. Vítið var alveg eins og atvikið hjá everton á móti newcastle þar sem no name varnarmaður fékk boltann í hendina en ekkert dæmt af því ekki gat hann tekið höndina af sér á 1 sek. Mér finnst þetta mjög harður dómur, en strákar og stelpur , við UNNUM UNDANÚRSLITALEIK í MEISTARDEILDINNI 5-2! ! ! ! ! ! 5-2 ! ! ! ! ! ! Þetta rokk og ról fyrstu 75 mín er bara fordæmalaust ! Þvílík knattspyrna sem þetta lið spilar. Ég vill bara biðla til Herr KLOPP, ekki taka Salah útaf í útileiknum. Við erum aldrei að fara að tapa honum 3-0 eða meira. Við sækjum til sigurs !

    Ég bið bara til FOWLERS að UXINN sé ekki illa meiddur því miðjan er orðin heldur þunn hjá okkur, þurfum kannski að fara að sprauta Can og Lallana 🙂 og gefa þeim lýsi ! Takk Allah fyrir Salah, og takk fyrir Firmino 🙂

  32. Salah útaf og Roma skorar tvö. Fyrir fjórum dögum var Salah tekinn útaf og WBA skorar tvö !! Þetta er ekki einleikið. Það var heldur ekki uppörvandi að Danny Fuck-Ings kom inná, þreyttasti maður sem stigið hefur á Anfield, maður átti hálfpartinn von á að hann leystist upp í rauða klessu á vellinum. En leikurinn var frábær skemmtun og Liverpool er enn besta liðið.

  33. Þvílíkur sigur í kvöld. Frábær leikur. Menn alltof neikvæðir gagnvart þessum tveimur mörkum á síðustu mínútum í seinni hálfleik. Sennilega besti leikur Henderson eftir áramót. Haldið þið virkilega að Liverpool skori ekki ef Roma reynir að spila soknarleik gegn Liverpool í seinni leiknum !

  34. Þetta Roma lið spilaði alls ekki góðan fótbolta , langt því frá. Hvað eru menn að hugsa.

  35. Frábær úrslit þó síðustu 10 mínúturnar séu góð áminning um að vanmeta ekki mótherjann og að mikið verk er óunnið í seinni leiknum. Liverpool er alltaf að fara að skora í Róm og raunar trúi ég því að við vinnum seinni leikinn. YNWA

  36. Sælir ég skil ekki af hverju þetta roma lið er komið svona lánd þetta lið var ekki gott í þessum leik og miðavið varnarleik hjá þeim að þá er liverpool alltaf að fara skora 2 til 3 mörk á þá áttum að vinna þá stæra ég væri bara til í 1 leikmenn hjá þeim og það er markmaðurinn sém var þeira láng besti maður við eigum að vinna þetta lið auðveld léga við erum með miklu betra lið.

  37. Wjinaldin var mjög góður í kvöld verð að gefa honum credit fyrir það.Hvað er að frétta að chamberlain ?

  38. Bara mjóg fín úrslit. Ekki annað hægt en að gleðjast yfir spilamennsku Liverpool í meistaradeildinni í ár.

    Liðsmörk skoruð.
    Liverpool: 38
    Psg: 29
    R. Madrid: 26
    Bayern: 23
    Roma: 17

    Erum svo lang hættulegasta sóknarliðið að Roma hlýtur að hafa það í huga að pjúra sóknarbolti er ekki að fara gefa þeim neitt í næsta leik.

    Skemmtilegar staðreyndir eins og staðan er akkúrat núna.

    Milner setti met, 9 stk stðsendingar og hefur 1-2 leiki til að bæta það.
    Bobby Firminho er með 10 mörk og 7 stoðsendingar í 11 leikjum. Glórulaust. Þeir félagar deild tvem efstu sætunum í stoðsendingum.
    Mo Salah er með 10 mörk og 4 stoðsendingar í 11 leikjum sem er frábært.
    Salah og Bobby eru í 2-3 sæti yfir mörk skoruð. Ronaldo auðvitað langefstur.

    Erum búnir að spila svo langt fram úr mínum væntingum í meistaradeildinni að ég á ekki orð. Flestir sjá ekki Liverpool tapa þarna í ár og meira segja United vinir manns eru farnir að setja pening á að Liverpool taki þetta. Sýnir bara hversu mikið flow er með okkur.

    Við förum áfram hvort sem það er eftir tap eða jafntefli. Höfum ekki áhyggjur af þessum tvem mörkum í restinna.

  39. ÞHS #11 Henderson er sannarlega búinn að stíga upp í síðustu leikjum. Við þurftum á því að halda. Ég sé samt ekki fyrir mér að hann verði sjálfvalinn í byrjunarliðið í haust þegar Keita og einn annar klassamiðjumaður verða komnir til okkar.

    Svo er ég nokkuð sammála Kristjáni sextánda, auk Hendó voru Mo, Bobby, James og Alexander mjög góðir í kvöld.

    Liverpool virðist svo vera áskrifandi að UCL úrslitaleikjum í suðaustur Evrópu, þ.a. menn geta farið að panta miða á völlinn. Roma er varla að fara að vinna aftur 3-0.

  40. Only two players in Champions League history has scored 2 AND assisted 2 in a semi-final match:

    Mohamed Salah ????????
    Roberto Firmino ????????

    and

    Two teams have had two players score 10+ goals in a single Champions League campaign:

    ? Messi & Neymar for Barcelona in 2014/15

    ? Salah & Firmino for Liverpool in 2017/18

    Deadly duos

    Þvílíkt lið sem við eigum, þvílík gæði og hungur. Verst var að sjá Uxann borinn af velli vonum að það sé ekki alvarlegt en ekki leit það sérstaklega vel út. En það er hálfleikur og menn mega ekki missa einbeitinguna eitt andskotans augnablik og vanmeta Roma á heimavelli því það er gryfja heim að sækja og máttugir áhorfendur, en vá að vera 5-2 yfir í fyrrihálfleik er eitthvað sem hægt er að byggja ofan á og landa úrlitaleiknum, kannski ekki auðveldlega, en örugglega.

    In Klopp we trust

    YNWA

  41. Ég fór á UEFA síðuna og þar stendur að salan á miðunum hafi farið fram 22 mars…

    Veit einhver hvar hægt er að nálgast miða?

  42. Var a leiknum, Henderson var magnaður, var allt i öllu. Salah geðveikur.
    Finn ekki þennan Einar

  43. Margir voru frábærir í kvöld en þessi frammistaða hjá Mo Salah var eitthvað allt annað. Ekki oft sem menn fá verðskuldað 10/10. Maðurinn er í gjörsamlega fáránlegu formi.

    Vá, bara vá: https://streamable.com/laoyx

  44. Sæl öll

    Nei Hjalti #42, Henderson er ekki búinn að stíga upp í síðustu leikjum. Henderson hefur verið frábær fyrir Liverpool og það er kominn tími á að hann fái viðurkenningu, sem hann á svo sannarlega skilið, fyrir það sem hann hefur gert fyrir klúbbinn og okkur stuðningsmenn!!?! Henderson var mikilvægasti miðjumaður okkar 13/14 og hefur þurft að dekka fótspor besta leikmans Liverpool fyrr og síðar, Captain Steven Gerrard Fantastic, frá því hann kom frá Sunderland. Henderson tók við erfiðasta fyrirliðahlutverki í heimi, ég fullyrði það!!

    Í Róm fara leikar 2-2. Í úrslitum mætir Liverpool Real Madrid og vinnur leikinn 4-2 eftir að hafa komist yfir 4-0!!?!

  45. Án Firmó væri Mo ekki svona góður, með fullri virðingu fyrir Mo. Firmó með 2 mörk og tvær stoðsendingar, frábært.
    Það sem ég hef lært af þessu tímabili er að Liverpool þarf betra fólk á bekknum ef PL-dollan á að vinnast á næsta. Bekkurinn var frekar slakur í þessum leik og verður slakari í næstu leikjum ef Ox er mikið meiddur. Að spila um 50 leiki á tímabili með lélegan bekk gengur ekki. Vonandi er Herr Kloop með eitthvað í erminni……. og ég held það reyndar alveg örugglega,
    Hversu galið er það að vinna 5-2 í frábærum leik, en vera samt óánægður.
    Ég bið afsökunar á því kæru vinir hér á spjallinu.

  46. Mér finnst það magnað að setjast í sófann á Meistaradeildar kvöldi og vera ekki með í buxunum allan tímann og hvað þá i undanúrslit maður hefur eitthverja bilaða trú á þessu liði þegar þeir spila sinn besta leik.

    En annars unnum við 5-2 og vil ég minna menn á það að þótt Roma hafi ekki fengið á sig mark á heimavelli þá hefur Liverpool ekki tapað stökum leik í meistaradeildinni á tímabilinu og er eina liðið sem er taplaust

  47. Frábær sigur og virkilega gaman að horfa á liðið okkar fyrir utan þessar kæruleysislegu síðustu 10 mínútur. Nr 48, ég er sammála þér með að án Firmino væri Salah ekki svona rosalegur. Svona samband eins og hjá Ragnari og Kára í íslensku vörninni. Gleymum því ekki að nokkrir leikmenn eru að eiga gríðarlega gott tímabil. Firmino búinn að vera stórbrotinn, Milner meira og minna góður, Henderson frábær eftir endurkomuna, Uxinn sprækur sem aldrei fyrr, Robertson alveg magnaður nánast i hverjum leik, TAA gríðarlega vaxandi eftir brokkgenga byrjun, VvD góður í flestum leikjum eftir að hann kom og Karius mun traustari en menn bjuggust við. Helsta ahyggjuefnið núna eru meiðsli mikilvægra leikmanna sem getur haft mikil áhrif i þessum fimm leikjum sem eftir eru. Trúlega hvílir einhver miðjumannanna alveg í næsta leik. Varamenn verða því að vera klárir og Ings verður upp á topp og skorar og nær að sýna eitthvað eftir frekar dapra innkomu gegn Roma. Áfram Liverpool.

  48. Eins og bent hefur verið á var Salah tekinn út af og við fengum á okkur tvö mörk bæði á móti Roma í gær og WBA um síðustu helgi. Með þessu sýnir hann okkur að hann er ekki eingöngu okkar besti sóknarmaður heldur besti varnarmaður líka. What a man !!!

  49. Þetta tímabil, vá. Metin að hrannast upp. Milner með flestar stoðsendingar á einu tímabili í sögu Liverpool í Evrópukeppni, Firmino og Salah með flest mörk a einu tímabili í Evrópukeppni. Firmino orðinn mesti markaskorari sem sá næstmarkahæsti, 27 mörk, í sögu Liverpool. Salah og Firmino bæta samanlagða markaskorun sína i hverjum leik og eru nú komnir með 70 mörk. Hvað er eiginlega að þessum mönnum. Svo er það spennan hvort Salah nær 47 mörkum Rush. Vantar núna 4 mörk og hefur til þess 5 leiki.

  50. Mín tvö sent.
    Algjörlega sturlaður leikur. Roma öflugir fyrstu 20 mínúturnar en síðan tók LFC öll völd á vellinum. Mo Salah, Firmino og Mané voru framúrskarandi í fremstu víglínu. Mané vissulega ekki á skotskónum í fyrstu færunum en ég vissi alltaf að hann myndi setja 1-2 mörk. Miðjan var FRÁBÆR. Henderson (MY CAPTAIN), Milner og Gini voru svo geggjaðir að það var unun að horfa á þá brjóta niður sóknir og fara í allar tæklingar eins og villimenn.

    Aftasta línan gerði sitt nema að Lovren ákvað að gefa Roma eitt stykki mark með glórulausum varnarleik. Hef sagt það frá því að VVD kom til LFC að hann þarf annan hugsandi miðvörð með sér til að aftasta línan sé 100% solid. Í markinu hefur Lovren allan tímann í heiminum til að staðsetja sig, bakka og síðan hoppa upp í boltann. Í staðinn tekur hann ótímabært “hopp” sem er illa tímasett og markið kom. Lovren er bara því miður ekki með nógu mikið “football sense” til að vera heimsklassa varnarmaður. Hvet ykkur til að skoða í næstu leikjum bæði varnar og sóknarskalla hjá honum. Munurinn á því hvernig Lovren skallar boltann vs VVD er bara stjarnfræðilegur. Þurfum annan heimsklassa miðvörð fyrir næsta season. Lovren er búinn að vera góður ekki misskilja mig en til að við stígum skref fram í þróun liðsins þarf Lovren að víkja því miður.

    Vítaspyrnan var síðan víti, ekkert hægt að segja við því. Hrikaleg óheppni en þetta er skot á markið og boltinn fór í höndina á Milner og lítið við þessu að segja.

    Ég er gríðarlega ánægður með gærkvöldið. Það hentar leikstíl LFC að Roma sæki á þá í seinni leiknum. Það gefur okkar þremur fremstu tækifæri á skyndisóknum. Við erum alltaf að fara skora 1-2 mörk í Rómarborg ef þú spyrð mig.

    Til hamingju öll með geggjaðan leik.

  51. Ég er sammála þeim sem eru að hæla Henderson geggjuð leikmaður þegar hann er heill heilsu.
    Get ekki betur séð en að Karíus sé að troða sokk upp í mig og fleiri og ekki við hann að sakast í þessum leik.
    Nenni ekki að ræða fremstu þrjá þeir eru bara geggjaðir ásamt restinnia af liðinu.

  52. Við skoruðum eitt rangstæðu mark og finns mér þess vegna allt í lagi að þeir fengu þetta víti!

    Frábær leikur samt. Fyrsta klúðrið hjá Mané var turning point í leiknum! Það lifnaði yfir leikmönnum Liverpool og pressan varð mögnuð.

  53. Ótrúlegur leikur. Ég held að það sé ekki hægt að kvarta undan breiddinni á miðjunni. Núna eru þrír frábærir miðjumenn meiddir, Lallana, Can og Oxlade, og þá eigum við aðra þrjá engu síðri í Henderson, Wijnaldum og Milner, sem voru allir stórkostlegir í þessum leik. Jafnvel City myndi finna meira fyrir því að missa þrjá lykilmenn af miðjunni.
    Maður getur hins vegar ekki hugsað það til enda ef einn af sóknartríóinu myndi vera frá í lengri tíma. Vonandi verðar keypt í þessar stöður í sumar með 1-2 sóknarmönnum sem geta breytt leikum og coverað fyrir tríóið.

  54. Þessi náðargáfa spratt fljótt fram hjá Messi, hjá Salah er hún heldur betur að spretta fram á þessu tímabili. Mögulega vegna þess að Klopp virkjar þessa náðargáfu með sínum aðferðum, ekki í fyrsta skipti. En það er ótrúlegt að sjá hversu líkir leikmenn þeir eru, á allan hátt.
    Er viss um að sama vanmat og hjá Barca verði ekki hjá okkar mönnum í seinni leiknum, spái
    1-2 því sú spilamenska sem Roma verður að hafa, hentar okkur bara vel. þeir einfaldlega verða að sækja and we love it.

    YNWA

  55. Alveg hreint ótrúlegt að væla yfir síðustu 10 mínútunum. Algjörlega stalheppnir að lenda ekki 1-0 undir. Þetta var stórkostlegur leikur og Liverpool eða réttara sagt Salah mun alltaf skora í seinni leiknum. Þetta einvígi er búið…bring on Ronaldo

  56. Geggjaður leikur og bara gaman að fara til Roma og hafa eitthvað að keppa að. 5 0 og það hefði bara verið formsatriði að klára seinni leikinn.

    En er þessi regla enn í gildi, maður missir ekki af úrslita leiknum vegna gulra spjalda ?

    European soccer’s governing body Uefa changed the rule ahead of the 2014-15 edition of the Champions League, whereby any yellow cards accrued are wiped out after the quarter-final stage. This means that the only way a player would miss the final through on-field ill-discipline is if they are given a red card in one of the two semi-finals, or if they are handed a ban retrospectively.

  57. Winjaldum/Millner/Henderson eru okkar einu miðjumenn sem eru heilir og við eigum eftir 3 deildarleiki og vonandi tvo meistaradeildarleiki eftir.
    Það sem verra er að Millner/Henderson eru með gullt spjald í meistaradeildinni sem þýðir að ef þeir fá svoleiðis í Romaborg þá eigum við einfaldlega ekki miðjumenn í úrslitaleikinn geng Bayern eða Real.

    Menn að tala um að E.Can og Lallala eru ekki alveg búnir að gefa það út að þeir nái ekki að spila með en báðir þessir leikmenn væru í engu formi eða leikæfingu til að spila úrslitaleik í meistaradeildinni.

    Nú fáum við líka klúðrir gegn WBA í bakið því að okkur vantar enþá 4 stig úr síðustu 3 deildarleikjunum okkar og megum því ekki við því að tapa leiknum gegn Stoke(og eiga Chelsea leik eftir á útivelli ). Svo að það má ekki hvíla of mikið.

    Maður er í skýjunum með árangur Liverpool en maður hefur smá áhyggjur af miðsvæðinu okkar án Ox, Can og Lallana sem valmöguleikum.

  58. Alrangt Sigurður Einar (61) að menn fari í bann við tvö gul spjöld – spjöldin þurrkuðust út í átta liða úrslitum og núna þarf þrjú gul (eða rautt) til að fara í bann.

  59. Hélt að Mo Salah myndi setja 3 stk í leiknum og þar sem hann fékk ekki færi á því núna þá gerir hann það bara úti !! djöfull er maður orðinn dekraður að halda með þessu lið ! maður er farinn að haga sér eins og ofdekruð lítil frekjudolla.
    Vinnum leikinn úti 2-3 og Mo king Salah með 3 stk.

  60. Menn halda því fram að Ronaldo verði í úrslitaleiknum en ég held að við fáum ekki Real ef við komumst í úrslitin heldur verður það þýska stálið sem mætir okkur og þá verður þetta líka Stál í Stál leikur.

  61. Hræðilegar fréttir já, guttinn var kominn í world class form.
    Varðandi seinni leikinn að þá er hann ekki á dagskrá núna, heldur er það stoke og sá leikur verður hreinlega að vinnast.
    Við erum ofdekraðir vissulega en ég er samt alltaf með hjartað í nærbuxunum þegar við spilum. Trúlega bara gamall vani.

  62. Hvert er ôska lið ykkar í úrslitum þ.e. óska mótherji Liverpool? Vilja menn sjá Madrid eða Bayern.

  63. Mun ekki tala eins og við séum búnir að vinna Roma en ef við náum því þá yrði svakalegt að lenda á móti RM í úrslitum.

  64. Liverpool – Real Madrid yrði kræsilegur úrslitaleikur í Kænugarði.

  65. Ein spurning til ykkar félagar: Ef Liverpool vinnur Meistaradeildina verða þeir þá ekki sjálfkrafa í deildinni á næsta ári eða þarf þetta fjórða sæti einungis til?

  66. #74 þeir sem vinna CL fara sjálfkrafa í deildina á næsta ári, sem og 4 sætið

    YNWA

  67. Ótrúlegt hvað allt breitist hratt í fótbolta – Liverpool er með sex mjög góða miðjumenn og nú eru þrír af þeim meiddir. Þegar grant er skoðað eru svo sem til lausnir ef miðjumennirnir halda áfram að meiðast. T.d væri hægt að færa Trent Alexsander á miðjuna og setja þá Clyne eða Gomez í bakvörðin. Það væri hægt að stilla upp þremur miðvörðum og hafa tvo vængbakverði. Einn af sterkustu eiginleikum Klopps er að hugsa út fyrir boxið. Mér fannst t.d dálítið skondið að sjá Wijnaldum og Can allt í einu komna í miðvörðinn í vetur gegn Watford að mig minnir þegar Liverpool var komið í verulega miðvarðakrísu.

  68. Veltir því fyrir sér hvort eitthvað muni heyrast í Einari Matthíasi í Podcastinu 🙂

  69. Slúður í gangi að Mane sé eitthvað smá meiddur og fór á sjúkrahús í dag í skoðun.
    Hann verður því tæpur fyrir Stoke leikinn en hann æfði ekkert í dag.

    Vonandi er í lagi með kappan.

Byrjunarliðið vs. Roma á Anfield!

Podcast – Roma rústað