Podcast – Roma rústað

Liverpool hélt uppi uppteknum hætti í Meistaradeildinni og á tímibili var varla að maður tryði því að þetta væri undanúrslit í Meistaradeildinni. Rosalegur leikur en einvígi sem ennþá er á lífi. Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Keflvíkinga í körfubolta var gestur þáttarins en hann er auðvitað grjóthaðaru stuðningsmaður Liverpool og var með ofanrituðum í flennigír á Anfield.

Kafli 1: 00:00 – Stemmingin á Anfield.
Kafli 2: 12:55 – Klopp í hópi þeirra allra bestu
Kafli 3: 23:25 – Upplegg Roma harikiri?
Kafli 5: 26:00 – Ólæti í stuðningsmönnum Roma fyrir leik.
Kafli 6: 34:00 – Ballon d’Or
Kafli 7: 45:5ö – Meiðsli Chamberlain
Kafli 8: 47:57 – W.B.A leikurinn góð auglýsing fyrir VAR.
Kafli 9: 01:00:00 – Wenger tjáð að hann væri Drekinn.
Kafli 10: 01:04:20 – Nær Liverpool í lið gegn Stoke?
Kafli 11: 01:08:50 – Ekkert vanmat í Róm.

Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn, Maggi og Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Keflvíkinga í körfubolta.

MP3: Þáttur 191

3 Comments

 1. Vægast sagt hrikalega gaman í Liverpool borg í kringum þennan leik og gaman að hitta fjöldan allan af hlustendum þáttanna sem og nokkra af viðmælendum okkar úr þáttunum í vetur. Verulega góðmennt í hópi Íslendinga í borginni.

 2. Takk fyrir að bjarga næturvaktinni, eins og svo oft áður. Maður hefur sjaldan verið með Liverpool jafn mikið á heilanum og þessa dagana og því fagna ég!

  Salah var ekki óstöðvandi á móti Roma því Roma voru svo slakir. Salah hefur sýnt það alltof oft á tímabilinu að það er ekki hægt að stöðva hann. Einfaldlega það góður knattspyrnumaður. Ég held að það stafi mikið af því að Firminho, Mané og Salah eru allir þrír tölvuvert líkir leikmenn hvað varðar hvaða stöðu þeir geta/nenna að spila og hugarfarið þeirra, t.d. að spila vörn sem er ekki sjálfgefið í sóknarmanni. Sjáum það margt oft að ef Salah er fremstur þegar andstæðingurinn vinnur boltan þá er hann fremsti maður í varnarfærslunni. Bobby þá kominn á kantinn. Mané og Firminho skipta líka margoft, Firminho þó lang duglegastur að taka stöðu þeirra. Firminho á helling í velgengni Salah.

  Þið minntust á jafnteflin í meistaradeildinni og að yfirburðir okkar hefðu verið það miklir að það væri eiginlega glórulaust að við hefðum ekki pakkað þessum leikjum saman – Ef þið lítið yfir deildinna þá er svipað upp á teningnum þar. Þegar maður rennur yfir leikina þá er maður svekktur að sjá öll þessi jafntefli. Watford 3-3, Arsenal 3-3, Everton 1-1, Spurs 2-2, Chelsea 1-1, Newcastle 1-1, West Brom 0-0, West Brom 2-2. Allt leikir þar sem við vorum með unninn leik í höndunum eða með algera yfirburði en fáum á okkur aulalegt mark eða klúðrum dauðafærum. 16 Stig ekki nema. Þetta þarf að laga á næsta tímabili herra Klopp.

  Ég er mjög sammála ykkur með VAR. Þetta á ekki að vera flókið. Tveir menn sem fá endursýningu strax, ef báðir eru sammála um að dómur hafi verið réttur/rangur þá á að senda niðurstöður á manninn á vellinum. Ef þeir sem hafa skjáinn eru ósammála þá á dómarinn inná vellinum að halda sig við það sem hann taldi að hafi gerst. Ekki flókið og á ekki að taka nema max 30 sek að fá niðurstöðu úr.

  Varðandi Stoke þá held ég að Klopp taki sénsa en ekki mikla. Ings, Klavan, Clyne og Woodburn (vonandi) koma inn. Hendo færir sig á bekkinn og taki svo stöðu Milner fljótlega í seinni. TAA gæti svo komið inn fyrir Woodburn. Finnst bara eins og Wijanaldum hafi spilað minna en hinir á síðustu vikum og eigi enn að hafa orku í 3 leiki á 8 dögum. Salah og Bobby byrja báðir og ég gæti trúað því að Moreno komi inn á kantinn þegar líða tekur á leikinn fyrir annan hvorn þeirra. Solanke kemur svo inn og klárar leikinn með Ings og Moreno. Þeir fá fínt recovery fyrir Roma en þetta er Stoke og ég held að Klopp viti alveg að það koma ekkert alltaf allir heilir úr leikjum þegar leikmenn eins og Charlie Adams og Shawcross eru andstæðingurinn. 4-1, Salah, Ings og MORENO verða á skotskónum.

  Roma verður meira spennandi. 2-1 tap þar og við skorum seint þegar þeir eru búnir að liggja á okkur.

  YNWA!

 3. Takk fyrir goda umraedu, enn og aftur.

  Thad er augljost ad hopurinn er ordinn ansi thunnskipadur, serstaklega vid midbaug vallarins. Fyrir mer vaeru samt talsvert verri frettir ef einhver af front-three meidist.

  Goals/Assists in PL this season:
  -Salah = 31/11
  -Firmino = 15/8
  -Mane = 10/8
  -Naestu madur a thessum lista er Ox (meiddur og einn af faum sem geta leyst einhvern i front-three af) = 3/7

  3 leikmenn hafa skorad 70% af morkum lidsins i PL a thessu timabili. Thessir somu 3 hafa gefid taeplega helming af stodsendingum lidsins i PL. Til samanburdar tha eru topp 3 hja City med 50% af morkum lidsins i deildinni og hja Man Utd er sama hlutfall 45%.

  -Ings er buinn ad djoflast i 192 minutur og skora 1 mark og gefa 1 stodsendingu. Thad var eins og madurinn vaeri fastur i handbremsu a vinstri kantinum gegn Roma, i samanburdi vid Salah (sem er kannski ekki fair samanburdur fyrir nokkurn mann).

  -Solanke er buinn ad spreyta sig i 475 minutur, sem hann hefur nytt i ad finna netmoskvana aldrei og gefa 1 stodsendingu.

  Med odrum ordum, ef Liverpool aetla ser ad berjast um titla a naestu leiktid tha tharf lidid meiri breidd fram a vid.

  Vaeri Finnbogason svo galin kaup? Skorar mikid, faranleg hlaupageta og dugnadur, proven player i Bundesliga (eitthvad sem Klopp kann ad meta), og myndi passa leikstil lidsins vel. Ekkert svo osvipadur Firmino (bara B typa af theim frabaera leikmanni), en talsvert haettulegri en back-upin sem bodid er upp a i dag.

Liverpool 5 – AS Roma 2

Stoke koma í heimsókn á Anfield.