Breytingar á hópnum

Nú þegar glugganum hefur verið lokað liggur ljóst fyrir að Liverpool rétt eins og mörgum öðrum liðum tókst alls ekki að landa þeim leikmönnum sem vonast var eftir í vor. Engu að síður er óhætt að fullyrða að Liverpool kemur til leiks með betri hóp heldur en fyrir ári síðan. Þetta er lið sem er ennþá að vaxa og hefur alls ekki toppað ennþá. Sama má segja um alla þá leikmenn sem keyptir voru í sumar, þeir eru allir keyptir fyrir það sem þeir gætu orðið ekki endilega það sem þeir eru í dag. Liverpool er með einn besta stjóra í heimi til að vinna með slíka leikmenn.

Glugginn er ekki eingöngu dæmdur út frá þeim sem keyptir voru eða tókst ekki að kaupa heldur líka út frá því hverjir fóru eða fóru ekki. Liverpool hagaði sér loksins eins og stórklúbburinn sem félagið er á markaðnum og er það vonandi bara byrjunin. Það eru stór skilaboð að kaupa leikmann af Arsenal og ekki síður að hann hafi valið Liverpool umfram Chelsea. Van Dijk vildi bara Liverpool og það er stórklúbbalegt að tryggja sér Naby Keita með þeim hætti sem það var gert. Stærstu skilaboðin voru þó að gefa Barcelona afdráttarlaust puttann og segja samningsbundnum leikmanni sem félagið vill ekki selja að virða samninginn sinn. Loksins loksins.

Skoðum aðeins hvernig staðan er á hópnum núna

Markmenn

Mignolet festi sæti sitt í byrjunarliði Liverpool með nokkuð sannfærandi hætti í fyrra í beinu framhaldi að bættum varnarleik Liverpool. Loris Karius er ennþá ofarlega á lista hjá Klopp og veitir Mignolet það mikla samkeppni að hann byrjaði síðasta leik. Danny Ward bætist núna við þennan hóp og þar held ég að sé á ferðinni markmaður af svipuðu kaliberi og þessir tveir. Ég man ekki eftir svona samkeppni um þessa stöðu hjá Liverpool áður. Adam Bogdan er m.a.s. ennþá á mála hjá félaginu, það er mjög stutt síðan hann var nr.2 hjá Liverpool. Ég efast um að hann sé fjórði kostur núna.

Bakverðir

Án þess að gera mikið held ég að hér sé hvað best bæting á liðinu milli ára. Persónulega fagna ég því ákaflega að James Milner sé ekki fyrsti kostur okkar í vinstri bakverði heldur séu þar tveir öskufljótir og duglegir orginal bakverðir. Moreno og Robertson hafa báðir sína galla en það gleymist líka að þeir eru báðir mjög ungir ennþá. Ef þið rennið yfir bestu bakverði hinna ýmsu liða undanfarna áratugi kemur í ljós að ansi margir þeirra voru ekki að gera merkilega hluti fyrir 24 ára afmælið en sprungu svo út. Bakverðir eru ekki ósvipaðir miðvörðum hvað þetta varðar og ég er líklega einn af fáum sem vildi halda Moreno, eins og hann er að spila núna finnst mér ekkert sjálfgefið að Robertson taki stöðuna af honum, hvað þá Milner.

Hinumegin vantaði Clyne sárlega samkeppni, Gomez og Trent Alexander gera rétt rúmlega það því það er ekkert sjálfgefið að Clyne verði fastamaður næstu árin. Hann er þó ennþá eini hreinræktaði hægri bakvörðurinn með Jon Flanagan sem er ennþá hjá Liverpool. Gomez er miðvörður að upplagi og spilar líklega þá stöðu eitthvað í vetur. TAA er á móti líklega meiri miðjumaður en bakvörður og þróast væntanlega í þá stöðu á næstu árum.

Klopp hefur miklu fleiri valkosti hérna núna og mun hættulegri bakverði sóknarlega.

Miðverðir

Ennþá á ég bágt með að trúa því að Liverpool hafi ekki bætt neinu við í þessari stöðu í vetur. Klopp hefur keypt tvo miðverði síðan hann kom í eina mestu vandræðastöðu liðsins, Klavan og Matip sem kom frítt. Ég skal taka undir að það sé betra að kaupa engan ef fyrsti kostur er ekki fáanlegur ef Liverpool fer aftur í van Dijk í næsta glugga. Ég kaupi það bara alls ekki að hann sé eini varnarmaðurinn sem styrkir lið Liverpool. Ef svo er þarf hæfara starfsfólk í það að leita að leikmönnum. Gengur ekki alveg að ef Southampton markaðurinn lokast er ekkert annað í boði. Hér var a.m.k. klárlega planið að styrkja hópinn og var félagið til í að slá heimsmet í kaupverði fyrir varnarmann. Salan á Sakho hjálpar til en úr því engin kom í sumar var mögulega rangt að lata Lucas fara.

Það fór samt enginn lykilmaður úr vörninni frá því í fyrra og þeir voru nógu góðir til að tryggja okkur Meistaradeildarbolta og tölfræðin sýnir að varnarleikur Liverpool er að batna.

Liðið hefur fengið á sig undir 40 mörk í síðustu 38 leikjum sem er framför en ekkert frábært. Markaskorun er miklu betri en nokkurntíma hjá Houllier og á við það besta þegar Rafa var stjóri Liverpool.

Eins er hægt að horfa í það að miðverðir Liverpool eru að vaxa undir stjórn Klopp rétt eins og aðrir leikmenn liðsins. Matip spilaði 80% af deildarleikjum síðasta tímabils, missti aðallega út leiki vegna Afríkukeppninnar (og FIFA/UEFA fávitum). Hann er núna búinn að spila heilt tímabil á Englandi og ná takti með Lovren og lofar samvinna þeirra góðu. Lovren er ennþá mistækur og ég held að miðverðir Liverpool verði það áfram. Varnarlína sem spilar svona hátt upp á vellinum í stöðunni 3-0 mun alltaf gera mistök af og til.

Lovren er ekki eins mikið vandamál og af er látið, vandamálið með hann er mikið frekar þegar hann meiðist. Hann spilaði 75% af síðasta tímabili sem er ekki nóg en þó það langmesta sem hann hefur náð hjá Liverpool. Miðvarðapar þyrfti að spila saman yfir 90% leikja liðsins.

Klavan var keyptur sem varaskeifa og hann er það. Hann er ekki alslæmur leikmaður og við höfum sannarlega séð þá verri undanfarin ár en það er mjög svekkjandi að fara inn í mótið með hann áfram sem þriðja kost frekar en t.d. Lovern eins og við vorum að vonast eftir.

Joe Gomez er síðan alveg óskrifað blað hjá okkur. Hann virðist vera búinn að ná sér af þessum endalausu meiðslum og líklega er hann ástæðan fyrir því að Klopp samþykkti að selja Lucas. Gomez er fyrirliði U21 árs landsliðs Englands og var kominn í byrjunarlið Liverpool fyrir tveimur árum. Ef þessi meiðsli tóku ekki of mikið úr honum er þetta leikmaður sem fer fljótlega framúr Klavan í goggunarröðinni.

Vörnin er ekki veikari en hún var í fyrra en það er augljóst að hérna ætlar félagið að stórbæta sig á næstunni.

Miðjan

Hugmyndin var að gera miðjumann að dýrasta leikmanni í sögu félagsins og því ljóst að hérna vildi Klopp bæta við byrjunarliðsmanni. Naby Keita er hrikalega spennandi leikmaður í þá tegund fótbolta sem Liverpool spilar og því fúlt að fá hann ekki strax. Hinsvegar grunar mig að einhver fari ef hann kemur (óttast að það verði Can). Þörfin fyrir nýjum manni á miðjuna var samt engin í samanburði við vörnina og það að halda öllum var aðalatriði.

Tæknilega séð bætir Liverpool við Naby Keita gæðum á miðjuna í vetur því Coutinho var ekkert miðjumaður í fyrra. Hans saga í sumar og samskipti Liverpool við Barcelona er efni í aðra færslu en eftir situr að hann er ennþá leikmaður Liverpool og tilboðum í hann var ekki hafnað til að hafa hann utan hópsins. Coutinho er einfaldlega orðinn einn besti miðjumaður i heimi í dag. Hann er byrjunarliðsmaður hjá Brasilíu, hann var aðalskotmark Barcelona og hann hefur sýnt hvað hann getur hjá Liverpool. Loksins fáum við hann á miðjuna sem er líklega hans besta staða og hann hefur hraða á báðum köntum til að nýta sendingagetu hans til fulls. Það er satt að segja magnað að nokkur maður sé grenjandi yfir því að fá ekki að yfirgefa þetta Liverpool lið, hvaða hálfviti vill ekki vera sóknartengiliður í svona liði?

Emre Can var besti leikmaður Liverpool síðustu mánuði síðasta tímabils og hann er að byrja þetta mót í sama gír. Þarna eigum við annan heimsklassa miðjumann að ég held nú þegar. Hann er að vaxa eins og stuðningsmenn Liverpool hafa alltaf vonast til að hann myndi gera. Hann er byrjunarliðsmaður í Þýska landsliðinu.

Jordan Henderson er laus við meiðslin sem hafa verið að plaga hann undanfarin ár og haldist hann heill heilt tímabil er það gríðarleg styrking á Liverpool liðinu. Hann er fyrirliði Liverpool og að ég held mun betri sem slíkur en honum er gefið credit fyrir. Gott ef hann er ekki fyrirliði Englands líka, hann er a.m.k. byrjunarliðsmaður þar.

Gini Wijnaldum er stórlega vanmetin leikmaður ennþá. Þegar hann var 20 ára var hann líklega meira efni en þeir allir, Can, Henderson og Coutinho. Ef hann kemst ekki í byrjunarliðið hjá Liverpool er það mjög gott merki um aukna breidd liðsins. Hann er byrjunarliðsmaður hjá Hollandi og hefur farið mjög vaxandi undir stjórn Klopp.

Allir miðjumenn Liverpool er lykilmenn hjá sínum landsliðum og við erum að tala um öflug landslið stórþjóða. Talandi um það þá eru þrír enskir miðjumenn í viðbót sem Klopp á upp á að hlaupa í vetur

Lallana hefur verið fyrsta nafn á blað hjá Klopp síðan hann kom og hefur tekið miklum framförum undir hans stjórn. Hann er of mikið meiddur og það er vont að missa hann núna í byrjun mótsins en hópurinn getur tekist mun betur á við það núna.

James Milner er hættur í landsliðinu ef ég man rétt og þar sem hann er ekki lengur hugsaður sem bakvörður eykur hann breiddina mjög vel á miðjunni. Hann er jafnan fyrstur af bekknum núna sem er betri breidd en við sáum oftast í fyrra.

Alex Oxlade-Chamberlain eykur síðan breiddina töluvert í nánast öllum stöðum framar á vellinum. Þetta var vissulega hans helsta vandamál hjá Arsenal en líklega hentar leikstíll Liverpool honum töluvert betur og hann sér klárlega fram á að þróast betur sem leikmaður undir stjórn Klopp heldur en Wenger, það eru nokkuð stórar fréttir. Liverpool er klárlega að kaupa potential þarna ekki bara leikmanninn sem Chamberlain er í dag. Hann hefur aldrei verið fastamaður hjá Arsenal og í mínútum talið spilar hann alltaf minna en helming allra leikjanna. Eins er end product afleitt hjá honum en honum til varnar er erfitt að sýna stöðugleika þegar maður spilar ekki reglulega í sömu stöðu. Þetta höfum við alveg séð hjá Liverpool líka, Can ágætt dæmi.

Sumarið var ekki sérlega gott fyrir Marko Grujic sem er enn einn kostuinn á miðjunni. Erfitt að sjá hvenær hann á að spila.

Kantmenn

Það er ekkert lið betur mannað á köntunum en Liverpool. Mané með fljóta bakverði með sér er miklu líklegri til að opna varnir liða sem liggja aftarlega heldur en það sem var lagt upp með í fyrra. Salah hinumegin veitir sömuleiðis ógn sem Liverpool bauð ekki uppá í fyrra. Eitthvað þurfti að gera öðruvísi og þetta finnst mér spennandi breyting á hópnum. Coutinho er svo ennþá í hópnum og gæti alveg farið í sitt gamla hlutverk. Chamberlain getur spilað á kantinum líka, hann hefur vinnusemi og hraða í það. Eins er Lazar Markovic ennþá leikmaður Liverpool, vonandi er eitthvað hægt að nota hann í deildarbikar og bikar, þó ekki væri nema bara til að Einar Örn vinni háaldrað veðmál við Kristján Atla. Liverpool er miklu betur mannað á vængjunum en það var í fyrra.

Sóknarmenn

Firmino er einfaldlega að stimpla sig í hóp bestu sóknarmanna deildarinnar. Hann er stórlega vanmetinn af mörgum vegna þess hversu óvenjulegur leikmaður þetta er en hann er rosalega mikilvægur sóknarleik Liverpool og einn besti varnarmaður liðsins. Á síðustu 130 mínútum hefur hann komið að sex mörkum í röð, þrjú mörk og þrjár stoðsendingar. (Kom ekki að tveimur mörkum gegn Arsenal).

Daniel Sturridge er ágætt dæmi um það hvert Liverpool er komið. Hann tók ekki í mál að fara í sumar og skammaði Carragher fyrir að halda því fram. Hann veit að hann kemst ekki í byrjunarliðið (ekki ennþá) en haldist hann heill er þetta afskaplega góður lúxusleikmaður að eiga í hóp.

Solanke er nafn sem fæst okkar höfðu heyrt fyrir sumarið, hann hefur síðan verið valinn besti leikmaður HM-U20 ára og slegið Origi það hressilega úr hópnum að hann var lánaðaur til Þýskalands. Hellings traust sett á hann enda ekki ólíklegt að hann fái marga sénsa verði Firmino ekki með. Það er ekkert hægt að treysta á Sturridge.

Danny Ings fór síðan ekki neitt á láni í sumar sem er áhugavert, hann hefur verið meiðslalaus í einhvern tíma og ef slíkir leikmenn eiga í basli með að komast í hóp er það merki um góðan hóp.

Ben Woodburn er svo orðin árinu eldri og ennþá í plönum Klopp.

Sumarið fór ekki eins og við vorum að vonast eftir en Liverpool hefur ekki verið í eins góðu standi í mörg ár þrátt fyrir það. Það eru fá lið í boltanum með eins skýrt framtíðarplan sem augljóslega er verið að vinna eftir. Þetta plan er á góðri siglinu. Liverpool er komið í Meistaradeild á ný og það er ekki langt síðan liðið komst síðast í úrslitaleik í Evrópukeppni. Liverpool er hætt að láta Barcelona bully-a sig á leikmannamarkaðnum og er á móti farið að keppa við hin stóru liðin um leikmenn…og vinna þá baráttu. Það segir einnig sitt um að ekki er verið að tjalda til einnar nætur að nú þegar er búið að kaupa heimsklassa leikmann fyrir næsta tímabil og Klopp var tilbúinn að bíða eftir þeim miðverði sem hann helst vill. Það eru ekki allir stjórar í enska boltanum í stöðu til að taka slíka áhættu.

42 Comments

  1. Taldandi um Marcovic. Persónulega skil ég ekki afhverju það er ekki hægt að gera eitthvað fyrir hann eins og var greinilega gert fyrir Origi og Moreno.
    Ég hefði haldið að hann ætti að vera sú tegund af leikmanni sem myndi passa vel inn í leikkerfi Klopps. Hann er snöggur, ágætlega teknískur og ég spyr mig hvort það sé ekki hægt að ná einhverju út úr honum ef það er haldið rétt á spilunum.

  2. #1 Markovic er búinn sem liverpool leikmaður. Hann hefur einfaldlega ekki gæðinn í þetta. Hann er ekki þekktur fyrir dugnað eða hraða en teknískur er hann og hann átti að vera skapandi en það hefur farið lítið fyrir því.
    Hann var alveg skelfilegur á undirbúningstímabilinu þegar hann fékk að sprikla og hefði verið gott að láta annað lið fá hann og vill maður miklu frekar sjá Woodburn, Kent(hefði viljað halda honum og ekki lána) og Gruijc spila.

    Annars er liðið okkar vel mannað og er eitt víst að það eru fullt af mörkum framundan hjá okkur og vona ég að við eigum eftir að skora fleiri en andstæðingurinn í hverjum leik 🙂

  3. Það má segja margt um Marcovic t.d að hann hafi ekki gæðin til að spila fyrir Liverpool en hraður er hann. Hann er reyndar ekki jafn snöggur og Salah og Mane enda eru þeir með þeim allra fljóstusu í deildinni.

    Hann er nýkominn úr meiðslum og hann virkaði ekki vel í æfingarleikjum á undirbúningstímabilinu. Því er ég sammála.

    Ég sé samt möguleika í honum en hef ekki grænan grun um hvernig hann er inn á æfingarsvæðinu inn á melwood. Hvort hann er staðráðin að reyna að sanna sig eða er að bíða eftir því að vera seldur.

  4. Nú berast fréttir af því að Kútur hafi grátið sáran þegar ljóst var að hann færi hvergi frá Liverpool. Ég held að það verði vandræðalegt fyrir hann að mæta liðsfélögum sínum á ný og hvernig munu stuðningsmenn taka honum í fyrsta leik hans á Anfield ? Önnur spurning er hvort að það muni styrkja Lovren og Matip að finna svona augljóst traust Klopp til þeirra ?

  5. Sæl og blessuð.

    Þessi breidd sem nú er á flestum póstum nema miðvörðum þýðir þá væntanlega meiri dreifingu, selektívara val – þ.e. bestu menn valdir í erfiðustu verkefnin og þá verður minna um veikindi. Allt er það jákvætt.

    Nema hjá miðvörðum ef M og L verða hryggjarstykkið í þeim stöðum, leik eftir leik. Þá er hætt við að þeir meiðist og við stöndum höllum fæti.

    Annars lítur þetta fáránlega vel út og ég er viss um að Coutinho tekur þetta með æðruleysinu og öllu því og skilar sínu í vetur!

  6. Ok vægi Ben Woodburn var of lítið hjá mér í þessari færslu. Veit ekki hver af Firmino, Coutinho eða Salah þarf að víkja á bekkinn fyrir hann 🙂

  7. “Það er satt að segja magnað að nokkur maður sé grenjandi yfir því að fá ekki að yfirgefa þetta Liverpool lið, hvaða hálfviti vill ekki vera sóknartengiliður í svona liði?”

    Já, segi það nú líka.

  8. Ég vona bara að lykilmenn haldast heilir það er algjör lykill hjá lfc eins og hjá öðrum liðum.

    ef hendo kemst í gagnið á miðjusvæðinu í vetur og spilar eins og hann á sér ásamt gini og Can sem er að vaxa hratt núna þá náum við vonandi að fækka sóknarfærum anstæðingana og vörnin mun koma betur inn ef þeir fá góða aðstoð þaðan.

    hvað varðar föst leikatriði þá verðum við að sætta okkur við þann veikleika og aðalegs vegna þess bolta sem við erum að spila hann krefst hraða og lágxanari leikmanna.
    svo skil ég ekki þessa svæðisvörn almennilega en mögulega er hún svo ákveðnir menn séu á réttum stöðum til að sækja hratt ef við vinnum boltan eftir slíkt.

    styrkleiki lfc felst í sóknarspilinu og mögulega hefur það áhrif á varnarleikinn og ég efast ekki um að menn séu að reyna finna gott jafnvægi þar.

    Ég er allavega bjartsýnn og trúi að liðið geti gert eitthverja hluti í vetur topp 4 þá meina ég eitthvað af sætum 1-4 og einn dolla væri frábært tímabil og gott næsta skref. það er allavega augljóst að þetta lið er bara á einni leið undir stjórn Klopp og það er í metorðabækurnar hjá félaginu.

  9. Á hvaða undirbúningstímabil voru menn að horfa ??? Lazar M. fékk ekki eina einustu mínútu með LFC á undirbúningstímabilinu. Sammála þeim sem undrast á því hversvegna hann sé talinn ónothæfur uppá breidd að gera, að mínu mati vanmetinn leikmaður sem þarf að byggja upp meira sjálfstraust hjá og þá mun hann blómstra.

  10. Lazar Marcovic hefur ekki sjálfstraust í það að spila knattspyrnu. Mín tvö sent eru að hann þjáist af þunglyndi eða einhverju slíku.

  11. Flott samantekt. Takk fyrir þetta. Hvernig væri taka út u23 hópinn hjá okkur? Er enginn falinn demantur til a? hjálpa me? mi?var?arstö?una? Klopp er enginn hálviti hlýtur a? vera eitthva? plan b i unglingunum.

  12. Lazar Marcovic Hefur ekki fengið að spila nó til að sína sig í liverpool búningi því BR notaði hann sém bakvörð og hann er ekki nein bakvörður ég vona að klopp spili honum eitthvað því hann gettur þetta alveg ég ættla allavega að gefa honum séns ef klopp mun notan eitthvað hann var allavegana skráður í hópin hjá okkur í deildini.

  13. Ég myndi setja starting 11 svona. Kerfi 4-2-3-1
    Mignolet
    Robertson,lovren,matip,TAA
    Can,Henderson
    Mané,coutinho,salah
    Firmino
    Svo bekkurinn Karius,Gomez,Moreno,Ox,Woodburn,Solanke,Sturridge

    Tharna er ég ad Mida vid hópinn eins og hann er núna myndi setja Clyne og Lallana tharna inn væru their heilir Clyne fyrir Trent og lallana fyrir Woodburn á bekkinn.

  14. Það er engin miðvörður available sem er betri en þeir sem við höfum. Það að Man City var að reyna að kaupa Johnny Evans frá West Brom segir nánast allt sem segja þarf.

    Hvaða skilaboð er Klopp að senda Joe Gomez ef hann eyðir 30-40 milljón pundum í leikmann sem mögulega ekki einu sinni betri en Lovren?

    Klopp er bara þannig að ef hann hefur ekki 100% áhuga á leikmanni þá er hann ekki að fara að eyða pening í hann. Það var bara einn sem honum langaði til að kaupa og það var van Dijk og víst það gekk ekki upp þá er ekkert slæmt að treysta á Gomez sem þriðja kost og Klavan sem fjórða þangað til í janúar og meta stöðuna þá.

    Auðvitað er veikleiki Liverpool augljóslega núna að það vantar breidd í miðvarðarstöðuna en það er ekkert af top 6 liðunum sem fer inn í tímabilið án veikleika.

    Liverpool eru samt búnir að styrkja bæðið byrjunarliðið og hópinn þokkalega og án þess að hafa sett bókhaldið á annan endann. Við skulum ekki gleyma að það tók Klopp 3 ár að gera Dortmund að Þýskalands meisturum. Á næsta ári kemur Naby Keita og ef Coutinho fer þá er ég nokkuð viss um að Lemar eða einhver á sviðuðu kaliberi kemur í staðinn og ef það þarf að styrkja aðrar stöður eins og miðvörðinn þá verður það líka gert.

    Ég spái því að þessi hópur sé nógu góður til að skila amk 4. sæti og respectable árangri í meistaradeildinni og svo verðum við ennþá sterkari tímabilið eftir það.

    Klopp er að byggja upp eitthvað rosalega sérstakt fyrir okkur á komandi árum og hlakka til að fylgjast með þessari uppbyggingu.

  15. sko, þetta er allt á réttri leið. Coutinho er ennþá á svæðinu, þegar Keita mætir má hann fara fyrir 100+ kúlur. Nýja stúkan kostaði 115 milljónir og að selja einn leikmann á rúmlega það er klárlega eitthvað sem kemur klúbbnum áfram. Ég einfaldlega treysti Herr Klopp til að bæði fara með liðið áfram og að finna leikmenn í stað þeirra er fara. Ég held að þessi Woodburn sé okkar næsti Gerrard. Tek undir það að það sé óskiljanlegt að það finnist ekki miðvörður sem bætir okkar lið. Ég minni á t.d Shawcross hjá Stoke, Sami Hyppia var ekki mikið þekktur þegar hann kom. Við þurfum svoleiðis mann, gaur sem er búinn að spila í byrjunarliði einhversstaðar í Evrópu, er á aldrinum 23-28 ára. Ég er viss um að Rafa er með svona menn á skrá í sínum mörgu möppum um leikmenn. Því ekki Klopp? !

  16. Jónas H #11
    Markovic fékk að spila seinni hálfleikina á móti Wigan og að ég held Tranmere og var hann alveg skelfilegur!!! Tapaði boltanum ítrekað og var ragur í öllum sínum gerðum þannig að ég held að Klopp hafi bara séð nóg og ákveðið að hann hafi ekkert með hann að gera í Liverpool liðinu.

  17. Kannski full fljótt að færa umræðuna yfir í næsta sumarglugga en ég er hræddur um að við missum Can frítt til Juve. Hann er ekki enn búinn að skrifa undir og við erum að overloada miðjuna + Keita næsta sumar.

    Nennir einhver að hugga mig?

  18. Deili þeim áhyggjum #18kalli, og get því miður ekki huggað þig.
    Eða bara óvinir okkar í Barca !, eða Real Madrid, ef Can heldur áfram að spila jafn vel og hann hefur verið að gera í síðustu leikjum, þá munu lið berjast um frábæran leikmann á free signing, því miður :(.

  19. Eitt off topic, sem maður sér stundum og gleymir svo.

    Með hverju mælið þið til að horfa á bolta í beinni, sem er á góðu verði ?, sem linkar á góðan hátt við sjónvarpið, ekki bara að horfa í tölvu og er í góðum gæðum. Er einhver sem mælir sérstaklega með einhverju góðu ?

    IPTV, er t.d. einhver með reynslu af slíku ?, er það í góðum gæðum ?, bjóða 6 mánuði á 9.500 kr., sem hljómar sanngjarnt. Einhver með reynslu af því ?

    Eða eitthvað allt annað ?

  20. Fyrir mitt leyti þá var þessi gluggi frábær fyrir Liverpool að því undanskildu að Van Dijk (eða annar CB) hefði þurft að koma. Ef við náum að haldast nokkuð meiðslalausir í þeirri stöðu þá er ég mjög bjartsýnn á tímabilið.
    Ég vona svo bara að Liverpool fari á fullt í það í Jan að ná in CB og þá er liðið tilbúið í útsláttarkeppni meistaradeildarinnar og lokasprettinn í vonandi toppbaráttu í úrvalsdeildinni líka!

  21. Mjög góð yfirferð ! Takk fyrir það.

    Maður getur ekki annað en að vera bjartsýnn og hlakka til..þetta verður eitthvað…!
    :O)

    YNWA

  22. Brotið bein í baki las ég einhversstaðar.
    Þá er gott að hafa Alexander Arnold og Joe Gomez í backup.

  23. Hvað er i gangi með Can. Hvernig stendur á því að hann sé ekki búinn að skrifa undir nýjan samning. Ef hann spilar í allan vetur eins og herforingi á miðjunni þá er þessi drengur gulls í gildi, og fær líka feitan samning hvert sem hann fer, þeas ef hann fer frítt næsta sumar.

    Ég trúi ekki að hann sé svona ólmur að spila með Juve, þegar hann er að spila í stærstu deild heims. Eða er það kannski Bayern sem hann er að bíða eftir.

    Mjög svekkjandi því hann hefur vaxið gríðarlega undanfarin misseri og er að verða lykil maður á miðjunni hjá okkur.

  24. Vedja a Can fari aftur i bayern m. Tyskur og lidid hans og teir vilja hann potthett.

  25. Sagði ekki Klopp nýlega að E.Can væri að fara gera mikilvægasta samning ferilsins næst. Hann er 23 ára, búinn að sanna sig og er að fara fá feita launahækkun. Flestallir stærstu klúbbar farnir að taka á eftir honum. Verðið og samningurinn hans hækkar í hverjum mánuði. Hann sagði sjálfur að hann hefði verið meiddur á síðasta tímabili enda gat hann ekkert framan af. Ég held að þetta sé bara skynsamur náungi þótt að manni langi auðvitað að hann skrifaði undir í gær.

  26. Ég fór til Torino á Ítalíu í vor….Sá Juve spila….

    Það væri ekki ónýtt að búa þar og spila fótbolta…..
    :O)

    En vonandi náum við að halda honum Emre í Bítlaborginni áfram..!

    YNWA

  27. Can er pottþétt ekki að fara að skrifa undir 5 ára samning án klásúlu. Það er nokkuð ljóst.

    Það verður fróðlegt að sjá hvert hlutverk hans verður hjá Liverpool ef hann skrifar ekki undir samning. Spurning hvort það hafi áhrif á spilatíma.

    Ég gaf þessum sumarglugga 6, en ég er að elska það að Liverpool hafi tryggt sér Keita fyrir næsta tímabil. Held það hafi mjög jákvæð áhrif á hópinn. Og eins okkur stuðningsmenn. Við erum að horfa fram á að missa kannski Can og Coutinho næsta sumar en samt er ég rólegur.

    Get ekki beðið eftir næsta leik!

  28. Endalaust bras á Coutinho en sögur segja að hann muni ekki spila í CL og ætli sér til Barca í janúar. Eftir á að hyggja hefði verið draumadíll að selja hann á yfir 100 milljónir punda og Thomas Lemar í hans stað.

  29. Það er ekkert eftir á að hyggja fyrr en í maí. Það hefur ekki einu sinni verið spilað síðan glugginn lokaðist. Pipco á auðvitað eftir að spila.

  30. Að gera Emre Can að jafnlaunahæsta leikmanni LFC í stað þess að missa hann er no-brainer. Jafnvel á ofurháum launum er hann ódýr ef hann skrifar undir. Hættið nú vitleysunni FSG og fáið hann til að skrifa undir, sama hvað.

  31. Varðandi Emre Can þá las ég að launin eru ekki vandamálið, það er búið að semja um allt nema eitt atriði sem er ansi merkilegt.

    Liverpool vill ekki setja RELEASE CLAUSE í samninginn þar sem það myndi setja fordæmi fyrir aðra leikmenn og það er enginn með slíka klásúlu í sínum samningi hjá Liverpool.

    Skv. sömu grein vildi Klopp alls ekki selja hann í sumar þrátt fyrir að eiga þá á hættu að missa hann næsta sumar á free transfer.

    Einnig kom fram að það væri verið að skoða að gera styttri samning við leikmanninn án klásúlu en það leggst ekki nógu vel í menn þar sem það myndi líka setja fordæmi sem forráðamenn félagsins eru ekki sáttir með.

    Málið fjallar semsagt um Club power vs. Player power sem er efni í heilan pistil held ég bara.

    Ef menn vilja grafa upp þessa grein þá er ég nokkuð viss um að ég hafi lesið þetta á fotmob appinu í dag eða gær.

  32. Coutinho hlýtur að mæta til æfinga í dag, létt stemmning í kringum það væntanlega ; )

  33. Hefur Alexis Shanchez aldrei verið orðaður við LFC og ætti hann ekki vel heima í þessu liði..? Hann hefur reynt að draga vagninn í Arsenal en hefur svo í raun gefist upp þar enda andleysið þar allsráðandi.

    Væri gaman að sjá tilboð í hann í janúar….

  34. 38, ef ég man rétt þá reyndu menn að fá hann þegar Suares fór en konan hans Shanches vildi bara til London margir voru fúlir úti að félaskifti þarna væru ekkki tengd því að ef Súsi færi þá fengjum við Shanches í staðinn því hann smellpassaði fyrir okkur held og framhaldið hefði orðið ánægjulegra.
    Björn

  35. Sammála mönnum sem tala um að gera hvað sem er til þess að tryggja okkur Emre Can til nokkurra ára til viðbótar.

    Hann hefur vaxið jafnt og þétt á miðjunni og er alveg klárlega búinn að eigna sér byrjunarliðsstöðu í liðinu, sama hvað.

    Persónulega hef ég ekki miklar áhyggjur af CB málum liðsins eins og margir hverjir. Ég hef alveg bullandi trú á Joe Gomez og held að ef hann fær að spila reglulega, hvort sem það er í bakverði eða miðverði, er þarna framtíðarleikmaður sem er lykill í liðinu.

    Solanke er svo annar leikmaður sem maður er að missa vatnið útaf. Eitthvað er spunnið í þennan strák ef að Origi er sendur útá lán eftir að hann kemur inn. Auðvitað er Studge þarna líka en eins og fram hefur komið er ekki hægt að stóla á hann til lengri tíma.

    Bjartsýnn fyrir þetta tímabil og hef trú á því að “litlu strákarnir” verði lykillinn að því að okkur vegni vel.

    YNWA – In Klopp we trust!

Podcast – Plan A eða ekkert!

Upphitun: Alvöru verkefni! Manchester City úti.