Coutinho fer fram á sölu.

Höldum þessari umræðu aðeins til hliðar við frábæra upphitun MÞ

FSG gaf í morgun út yfirlýsingu á heimasíðu félagsins þess efnis að Coutinho yrði ekki seldur í sumar.

Þessi yfirlýsing kom svolítið úr lausu lofti þar sem það var engin sérstök þörf talin á yfirlýsingu frá eigendunum vegna þessa. Það var greinilega eitthvað meira í gangi bakvið tjöldin.

Klopp hélt blaðamannafund fyrir leikinn gegn Watford stuttu seinna og bætti engu við yfirlýsingu FSG.

Stuttu seinna láku fréttir þess efnis að Coutinho hefði farið formlega fram á sölu frá Liverpool í dag. Hann sendi þá beiðni um eittleytið (UK) eða um sólarhring fyrir fyrsta leik tímabilsins. Þvílíkur eindemis helvítis skíthæll, ég afsaka ekki orðbragðið.

Hann sem hefur alltaf verið svo hamingjusamur hjá Liverpool skv. fréttum, hann sem hefur ekkert viljað fara annað, hann sem er svo ánægður í borginni og með stuðningsmenn liðsins. Hann sem skrifaði undir nýjan og stóran samning í fyrra. Hann gefur skít í þetta allt við fyrsta mögulega tækifæri.

Það er ekkert að því að hann vilji fara til Barcelona, hann verður engu að síður að virða það að hann er með samning við Liverpool, þeir fá allt of lítinn tíma til að endurskipuleggja liðið án hans núna degi fyrir mót og öfugt við það sem margir halda er það ekkert skrifað í lög að öll lið verði að selja sína bestu menn til Barcelona um leið og það lið sýnir áhuga.

Barcelona hefur komið fram með grín tilboð hingað til á núverandi markaði, þeim hefur verið hafnað umsvifalaust og núna fer Barca fram á að leikmaðurinn noti aðrar leiðir til að komast í burtu. Þeir eru ekki að þessu í fyrsta skipti. Þetta er raunar í þriðja skipti á stuttum tíma hjá Liverpool.

FSG þarf að standa í lappirnar í þessu máli og ég trúi því að við séum í góðum höndum hvað það varðar. Þeir létu Suarez bíða heilt tímabil áður en hann fékk að fara. Fari Coutinho núna verður það á forsendum FSG og Liverpool og vonandi fyrir algjört topp verð. Þá er ég að tala um a.m.k. 65-75% af þeirri fjárhæð sem Barca fékk fyrir Neymar.

Mikilvægast er að Liverpool selji hann ekki nema vera búið að tryggja sér arftaka hans.

Þetta er að stefna í enn eitt vonbrigðasumarið hjá Liverpool, Van Dijk sagan var fáránleg, Keita sagan fór í 800 hringi og endaði ekki vel fyrir okkur. Það vantaði bara þetta Coutinho bull til að fullkomna þetta.

FSG þarf sannarlega að enda þetta sumar með látum. Væntingarnar voru að fá a.m.k. Keita og Van Dijk til viðbótar við það sem fyrir var. Ef ekki Keita og Van Dijk þá leikmenn í sambærilegum klassa. Alls ekki selja neinn af sínum bestu mönnum loksins þegar liðið kemst í Meistaradeildina (ef það þá tekst).

98 Comments

  1. Er ekki búinn að gera handtak í vinnuni síðan þessi frétt kom.

  2. tja, hver vill hafa óánægðan starfsmann? Það er leiðinlegt hvernig þessu gaurar hlaupa til þegar ,,stórliðin” kalla. þetta snýst aldrei um peninga. Það væri hægt að bera virðingu fyrir leikmanni sem tæki slaginn með liði eins og LFC og tæki þátt í þeirri velgengni sem framundan er. Berjast eins og ljón og vera sáttur við að a) hafa vinnu við að spila fótbolta b) vera hjá liði sem metur hann. Þarf ekki annað. Það er engin trygging fyrir titlum hjá Barca frekar en LFC.
    Það mætti segja mér að Barca ætti erfiða tíma framundan. Nýr stjóri og allt dáldið upp í loft eftir að Neymar frændi fór til PSG.

  3. Þarf þetta að koma á óvart í ljósi þess að Kia Jarobaci er umboðsmaður hans ? Eflaust mesti skíthæll fótboltans

  4. Maður kominn með nett ógeð af spænsku risunum.
    Það besta sem gæti gerst væri að mæta ógeðinum í CL og slá þá út ég segi það og skrifa!

  5. Þarf þetta að koma á óvart í ljósi þess að Kia Jarobaci er umboðsmaður hans ? Eflaust mesti skíthæll fótboltans

  6. Við erum akkurat núna Southampton og Leipzig.
    Hvernig getum við drullað yfir þetta og samt sagt að Soton eigi að selja okkur VVD sem er líka á löngum samning.
    Þetta er ógeðslega pirrandi en ég skil hann vel, við erum að tala um Barcelona og hann er brazzi.

    Vonandi nær Klopp að snúa honum við, annars verðum við að fara á eftir einhverjum heimsklassa leikmanni.

  7. #5 true en þeir eru líka búnir að segja okkur að halda kjafti ætlast þá til að LFC geri hið sama við Barca.

  8. Mér finnst þetta bara skítlélegt af Couthino.. degi fyrir fyrsta fkn leik. þvílíkt drasl manneskja sem þessi gaur er. Getur auðveldlega eyðilagt móral og annað í liðinu.
    Vona að fyrir hann að Liverpool standi á sínu og segji stórt NEI.

  9. Er ekki upplagt að breyta cover myndinni á síðunni í tilefni þessara frétta?

  10. Frábært að sjá að Liverpool standa fastir á sinni staðfestingu síðan í morgun.

    Spurning um að neita öllum tilboðum í hann, sama hversu há þau verða. PC10 verður að spila vel í vetur enda HM næsta sumar, ekki satt? Hann er á fimm ára samningi og með enga klásúlú.

    Það á ekki að láta þessa spænsku mafíuklúbba vaða svona fram.

    Ps. Ok, 200 milljónir væri flott sala því þá gætum við sótt Messi á 300 milljóna klásúluna.

  11. Akkúrat núna er Klopp að útskýra fyrir Coutinho að það séu 2 góð lið í borginni, LFC og varalið LFC, og hann ráði með hvoru hann vill spila.

  12. Selja manninn, það er það besta í stöðunni. Kaupa Manuel Lanzini frá West Ham sem er frábær leikmaður og að mínum dómi á pari við Couthino.

  13. það sem svarar segir maður sem er á 5ára samningi getur ekki farið í fýlu þannig að það bitni á spilamenskuni þegar World Cup er næsta sumar.
    hann er að gera þetta degi fyrir mót plús að sögur segja með Emaili…

    hann er ekki til sölu og FSG verða að standa í lappirnar.

  14. Það er sennilega réttast í stöðunni að selja manninn. Hafi hann lagt inn beiðni um slíkt. Ef við höldum til streitu því að selja ekki leikmann þá getum við ekki ætlast til þess að önnur lið geri slíkt.

    Ef við hins vegar seljum hann þá um leið sendum við Leipzig og Southampton skilaboð þess efnis hvernig leikurinn er gerður.

    Það er hins vegar enginn trygging fyrir því að sala á Coutinho verði til þess að við fáum Van Dijk og Keita. Við gætum líka setið uppi með engan þeirra í liðinu.

    Hins vegar vil ég ekkert sérstaklega hafa leikmann í Liverpool sem ekki vill vera þar. Þá kýs ég heldur 120 milljónir punda sem má nota í nýja leikmenn.

  15. Þetta er auðvitað hægt að skrifast á FSG og þá sem standa á bak við liðið. Hvernig er það átti ekki að bæta þetta lið allverulega núna í sumar? Aðeins Salah kominn og leikmenn eins og Keita og Van Dijk virðast ekki ætla að koma. Frábær lið bæta sig alltaf og reyna að fá betri leikmenn, ef fyrsti valkostur tekst ekki þá eiga aðrir kostir að koma fram. Það hefur ekkert þannig verið til staðar hjá Liverpool í sumar og verður erfiðara með hverju árinu að styðja liðið. Bara ömurlegt sumar.

  16. FSG out. Fíaskó þetta sumar. VVD skandallinn, keita misheppnast og svo 2face kútur sem líklegast nennir ekki þessu prodjecti lengur… Hagnaður í seinnasta glugga er byrjunnin á þessu. FSG out

  17. Ef hann vill fara þá fer hann bara. Það er enginn ómissandi. ÁFRAM LIVERPOOL.

  18. Þú hefur c.a. 15 sekúndur til að taka þetta til baka Einar Matthías. Menn grínast ekkert á svona degi.

  19. seljann,, á einn góðan leik af 5, hittir ramman 1 af 40 skotum. fínt að fá 100+ en að fá Gylfi Sig í staðinn væri stórt skref niður.

  20. Senda tilboð til Swansea og fá Gylfa áður en hann fer til Everton takk fyrir 🙂

  21. Það gengur ekki að vera með leikmann sem vill ekki spila fyrir Liverpool.

    Það yrði stór skellur fyrir Liverpool að missa hann og ekki létt verk að fá leikmann með svipuð gæði svona rétt fyrir lokun gluggans þó að borgað væri topp verð fyrir hann.

    Ég skíthræddur ef hann fer og ekki náist að kaupa 2-3 topp leikmenn því leikjaálagið verður bara meira en á síðasta tímabili og við vitum hvernig fór fyrir liðinu um síðustu áramót.

  22. Erfitt að anda með nefinu í dag. Mesta vandamálið er að svo mikið af taktík Klopp er byggð upp á að hafa mann eins og Coutinho til að búa til pláss fyrir hraða vængleikmenn. Það er bara ekkert rosalega margir snöggir litlir leikmenn sem geta skotið og skorað af teignum og sent stungubolta með báðum fótum. Er að reyna að ímynda mér hver í hópnum getur bætt sig sem skapandi sóknartengiliður. Helst Lallana og hann er ekki í myndinni fyrr en í október. Sé ekki nein innkaup fylla stöðu Coutinho.

    Niðurstaðan er því einföld. Ef LFC vilja vera í UCL eftir þetta tímabil þá verða þeir að finna einhverja leið til að halda Coutinho út tímabilið. Það er einfaldlega engin önnur lausn. Og ég hef trú á að hún finnist með því að gefa honum release clause sem hann hagnast á fjárhagslega næsta sumar.

    Og ósammála að þetta sé FSG eða Klopp mistök. Það var gengið frá samningi í janúar við Coutinho. Það sem hefur breyst er Neymar salan sem enginn sá fyrir. Vona að fyrirliðinn og þjálfarinn geti náð að þjappa mönnum saman í að taka út frústrasjónina með því að rúlla yfir Watford. Það hefði verið mjög skrítið að fara út og eyða miklu af leikmanna budget í einhverjum til að spila stöðu Coutinho.

  23. Maður þorir varla að opna lummuna og fotbolti.net lengur. Alltaf varpað risa vonbrigðar sprengju í andlitið á manni.

  24. Eg er byrjaður að hata Barcelona meira en Manu. Fyrst suarez og núna Coutinho. Hvað næst? Ragnar Klavan?

  25. Ég hef alltaf verið mikill Barcelona aðdáendi í gegnum árin en það fer mjög minnkandi þessa dagana. Er ekki best í stöðunni að selja kauða?
    En bara ekki til Barcelona…
    Bjóða Madrid að fá hann í skiptum fyrir annan góðan plús pening.
    Verður vonandi til þess að Barcelona hætti að tala við okkar leikmenn ólöglega til að þrýsta á sölu. #coutinho #Suarez #Mascherano

  26. Hárrétt hjá Svavari, HM á næsta ári þ.a. Kúturinn verður að standa sig vel í vetur. Seljum hann eftir ár og fáum Keita eða e-n annan verðugan í staðinn.

  27. Manni finnst auðvitað ömurlegt að þessi staða sé að koma upp núna. Áhugi Barcelona á Coutinho hefur auðvitað verið þekktur í alllangan tíma. Í raun óskiljanlegt að Coutinho og Klopp hafi ekki sest niður, rætt hvort hann vildi fara til Barca, og Klopp sagt við hann “gefðu okkur eitt tímabil í viðbót og svo máttu fara”. Allavega að þetta kæmist á hreint fyrr.

    Nú er spurning hvort þetta sé sambærilegt við Suarez sumarið 2013, og að það takist að sannfæra PC um að spila þetta tímabil, gefa allt sitt, og fara svo næsta sumar. Auðvitað væri það besta staðan.

  28. Er hægt að ásaka Barcelona fyrir að vilja fá Coutinho til sín? Barcelona er einfaldlega stórlið sem langar góðan leikmann og leikmaðurinn langar þanngað.

    Það er hægt að ásaka Coutinho fyrir að fara fram á sölu aftur á móti. Hann hefði getað tekið Suarez á þetta og boðist til að spila eitt tímabil í viðbót ef hann fengi svo að fara eftir þetta tímabil. Liverpool fengu þá fullt af penningum og gætu líka undirbúið sig.
    Suarez ætlaði meiri segja til Arsenal en Steve Gerrard náði að tala hann til og bað hann um að spila eitt tímabil í viðbót og ef hann ætlaði frá Liverpool þá væri Arsenal ekki málið.

  29. Gamlar anfield hetjur búnir að tala um þetta.. hefur orugglega verið vitað í allt sumar.

  30. Fjölmiðlar byrjuðu fyrir uþb mánuði síðan að segja frá því að Coutinho væri búinn að ná samkomulagi við Barcelona en þá voru þeir ekki búnir að leggja fram fyrra boðið.

    Ef það er satt er félagið þá ekki búið að ræða ólöglega við leikmanninn? Af hverju eru þeir ekki kærðir fyrir það?

  31. Við erum í öllum keppnum líkt og Barcelona, það er er Southampton ekki! Þetta er því ekki alveg sambærilegt en þetta er hinsvegar meira sambærilegt stöðunni á Keita en hann er þó með klásúlu sem er 1 ári frá að virkjast. Coutinho er á 5 ára samning án klásúlu og því á klúbburinn að nota öll sín spil. Ef þeir gera það ekki þá eru þeir ekki starfinu sínu vaxnir.

    Ég væri bara til í að sjá Coutinho fara illa út úr þessu fyrst hann gefur það mikinn skít í þá að sætta ekki við 1 árs uppsagnarfrest. Að gera þetta daginn fyrir fyrsta leik er ótrúleg vanvirðing við eigendur,þjálfara,samherja,aðdáendur og klúbbin, klúbbinn sem tók hann til sín þegar enginn vildi hann!

    Okkur vantar ekki aur og því væri vel við hæfi að gera fordæmi úr Coutinho, hann getur farið frítt eftir 5 ár, ekki búinn að spila leik í 5 ár. Það skiptir engu máli ef hann ætlar í fílu, hann verður þá bara heima hjá sér!

  32. Mér líður eins og konan hafi skilið við mig og tekið börnin með sér. Án efa uppáhálds leikmaður minn hjá Liverpool síðan hann kom til félagsins. Eins fúll og ég er þá get ég ekki verið mjög sár út í hann. Kannski hefur það alltaf verið draumur hans að spila fyrir Barca og sér tækifæri til þess núna.

    Á endanum er það Liverpool sem ákveður hvort hann verði seldur en ekki hann. Efast ekkert um að hann sé nægjanlega mikill atvinnumaður til að skila sínu besta fyrir liðið verði hann kjurt.

    Liverpool hefur ekki sínt neitt til þess að sannfæra hann um að liðið stefni á toppinn. Jú fín kaup að fá Salah en hvað hefur gerst umfram það til að styrkja byrjunarliðið. Metnaður hvers fótbolta hlýtur að vera að vinna bikara og hjá Barca fær hann tækifæri til þess.

    Að því sögðu vona ég að Liverpool segi ,,hoppið upp í ras****** á ykkur” við Barca.

  33. Þetta er frekar basic. Ef liverpool selja Coutinho án þess að vera búnir að tryggja replacement á sama caliber (sanches t.d.) að þá eru FSG að undirrita vissan dauðadóm yfir sér og klúbbnum.Það er nú þegar talsverð óánægja með FSG og þetta myndi hreinlega gera allt vitlaust.

    Auðvitað vill enginn þurfa að hanga á óánægðum leikmanni en það er allan daginn skárra heldur en að fara manni færri inní tímabilið því við getum sennilega ekki fengið neinn álíka í staðinn. Verðið á Coutinho er ekkert að fara að lækka á einu ári ef hann spilar svipað og hann hefur gert og ef hann verður verri eða verður með móral og ekki í liðinu að þá er hann að setja sýna eigin framtíð í hættu. Maðurinn er með 5 ára samning.

  34. Ef ég á að segja alveg eins og er þá er ég ekkert sérstaklega stressaður yfir þessu. Ef Klopp telur sig ekki geta fengið staðgengil fyrir Coutinho þá verður hann ekki seldur.
    Það sem ég held að gerist er að Klopp sannfærir Coutinho um að vera eitt tímabil í viðbót hjá Liverpool og hann fái svo að fara til Barca næsta sumar. Ef Coutinho vill spila fyrir Brasilíu á HM verður hann að standa sig vel þetta tímabil.
    Næsta sumar verður Klopp svo búinn að finna staðgengil fyrir hann og fær að auki topp verð fyrir Kútinn. Klopp missti oft sína bestu menn þegar hann var hjá Dortmund en náði alltaf að finna staðgengla sem urðu jafn góðir eða betri fyrir part af summunni sem hann fékk fyrir söluna.
    Ég held mikið upp á Coutinho og myndi auðvitað helst vilja hafa hann áfram hjá Liverpool en ég treysti Klopp fullkomnlega til að ráða út úr þessu.
    In Klopp er trust

  35. Hann er alltof seinn að þessu, búinn að lofa því að vera áfram í byrjun sumars og fer svo fram á sölu deginum fyrir fyrsta leik. Ekki séns að hann fari, það er ekki eins og verðið lækki á honum næsta sumar, þannig hann getur spilað eins og maður með okkur þetta tímabil eða farið í varaliðið.

  36. þetta segjir manni líka það að það þýðir ekkert að vera með þessa góðu suður ameriku stráka. þeir fara strax og þeir geta til suður evrópu um leið og tækifæri gefst.
    Suarez fór og nú Kúturinn, hver næst. Firmino ef hann slær endanlega í gegn.

    Maður veit hreinlega ekki hvað FSG ætti að gera, jú reina að mjólka þessa sölu eins og hægt er, þýðir nokkuð að vera með mann sem vill fara?

    YNWA

  37. Rétt hjá klúbbnum að halda honum.. Er enginn í boði á þessum tíma sem getur fyllt hans skarð. Klopp ætti virkilega að íhuga að kaupa menn áður en glugginn lokar, taka Costa og ná van djik, liverpool er engann veginn með nou sterkt lið fyrir veturinn og ef þeir myndu missa coutinho í sumar ætti liðið ekki séns í top4

  38. Auðvitað á að selja manninn, ef hann vill það, en virði hanns þarf að vera ansi hátt, þar sem hann er með 5 ára samning og engin ástæða fyrir okkur að selja, vandinn er að við eigum ekki að vera uppeldis stöð fyrir topplið, við einum ekki að vera viðkomustaður, við einum að vara áfangastaður.

    vandinn er að enhverja hluta vegna telja menn að baca sé skref upp frá Liverpool, þegar raunin er að Liverpool er alltaf síðata skrefið, það er markmiðið sem næst ekki með að selja alltaf bestu mennina ár eftir ár…

  39. Segjum að Kúturinn fari. Nú erum við væntanlega að líta á hann fyrst of fremst sem miðjumann. Hver gæti fyllt skarðið sem mest?

    Persónulega væri ég til að sjá Isco. Með auga fyrir boltum í gegnum varnir og ágætis markanef.

  40. oki. þó kútur okkar hafi beðið um sölu þá er það ekki stórmál. Kútur er ekki miðpunktur félagsins. Munið hann var meiddur ansi stóran tíma síðasta vetur.Kútur hefur verið í Liverpool í nær 4 ár. Hann er að verða 25 ára gamall auðvita vill hann komast áfram. Það þarf ekki að kalla hann skítapésa fyrir það. Það sem ég held er að hann verði í Liverpool þetta árið og fari síðan. Pælið síðan í Can sem var sá sem dró í raun Liverpool áfram þegar Henderson meiddist. Nú er talað um að Juventus vilji kaupa hann og Can vill ekki skrifa undir nýjan samning segir sagan. Í mínum huga er þetta orðið sami frasinn og með Suarez á sínum tíma. Hann vældi það sama og vildi burt sem sagan hermir að kútur og Can séu að gera. Hver veit nema þessir tveir sjái um að vinna báðar deildir til þess eins að geta farið frá Liverpool. Hvað segi þið um það?

  41. Vó… 1-2 fyrir Vardy og félögum gegn Arsenal. Eru refirnir komnir aftur í gang?

  42. Láta hann fara strax.
    Getur ekkert hvort eð er.
    Nota peninginn í að kaupa CR7.

  43. Við eigum 120 mills eftir sölu á Coutinho. Hljótum að geta að hent 50 í Isco, nýr samningur eða ekki.

  44. Sweepa inn og stela Gylfa frá Everton hratt og örugglega. Selja kútinn svo bara á einhverja risaupphæð.

  45. Hver á að koma í staðinn? Ef við fáum 100-120 væri ég til í Mharez og borga 50 sem Lei vill. Leikinn og góður í föstum leikatr.
    Geggjaðar hornspyrnur.

  46. Skil drenginn 100% en hann verður að átta sig á því að tímabilið byrjar á morgun.Allt of seint að heimta þetta núna eins og frekur krakki. Skil ekki klúbbinn að vera ekki búinn að taka þessa umræðu við hann og Barca og semja um að hann fari næsta sumar. Nægur tími að finna nýjan mann í staðinn osfr

    Vona innilega að við höldum honum bara í vetur og ekkert rugl. Hann á eftir að vera flottur í vetur og fer svo næsta sumar, allir sáttir.

  47. Getum nú ekki sagt mikið þar sem við viljum að Southamton leyfi VVD að fara eftir að hafa sent inn það sama, að því sögðu er þetta auðvitað frekar seint hjá honum og segir mér einnig að ef Barcelona hefur svona mikinn áhuga á honum af hverju komu þeir þá ekki fyrr með tilboð? eru þeir að panic kaupa eftir að Neimar fór… auðvitað, svona er bara brannsinn.

    getum ekki tekið áhættu á því að vera með leikmann sem vill fara og hefur gengið það langt að leggja inn formlega sölubeiðni. þetta eru ekki nautgripur sem þú getur neitað að senda í sláturhúsið, þurfum bara að bite the bullet og selja núna fyrir topp pening og leggja grunn að því að fá flottann í janúar eða jafnvel skoða listann yfir þá sem er nú þegar til á óskalistanum yfir eftirmann pc og henda pening eins og hann sé á síðasta neysludegi…..

    SAMT er þetta skítaleið að fara svona EN FSG verður að hysja upp um sig buxurnar og taka þátt í leikmannamarkaðinum, óþolandi að vera ár eftir ár næstum því búinn kaupa leikmanninn sem vantaði….

  48. Gazpacho súpa

    1 kg. Owen
    500 gr. Sterling
    300 gr. af stuttbuxum Mascherano
    1- 2 Torres lauf
    50 ml. af Rodgers-hvítvínsediki
    150-200 ml. jómfrúarolía al a Pepe
    100-150 gr. dagsgamalt brauð með Suarez-skorpu

    Svo má krydda með Coutinho-dufti eftir smekk.

    Skítt með það, við vinnum.

    YNWA

  49. það er nkl þetta sem Jóispói nefnir

    “vandinn er að enhverja hluta vegna telja menn að baca sé skref upp frá Liverpool, þegar raunin er að Liverpool er alltaf síðata skrefið, það er markmiðið sem næst ekki með að selja alltaf bestu mennina ár eftir ár…”

    Liverpool verður að fara vera á þeim stall að menn vilji ekki fara endalaust við komust ekki á þennan stall með því að búa til stjörnur fyrir aðra

    ath að barca var að tapa brassa og það góðum svo ekki allir vilja vera þar það er fullt af ástæðum .

    það er buið að segja að við meigum ekki missa couto í 5ar allavega en hann má fara næsta sumar. hvenar má hann fara?

    svarið er að hann má aldrei fara hann er hjá besta félagi í heimi og þarf að átta sig á því.

  50. Vá hvað við erum að fá þennan glugga rækilega skellt í smettið á okkur og allt í boði FSG.

  51. #43 ég veit þú munt varla trúa þessu en klásúlan í samningum hans Isco er 700 milljónir evra.

  52. 50mil fyrir Isco? Við gætum ekki fengið hann á láni í ár fyrir 50 millur hugsa ég 🙂

  53. Held að það séu litlar líkur á að Coutinho fari í þessum glugga, yfirlýsing FSG í dag ásamt ummælum Klopp síðustu vikur eru afdráttarlausar. Sala í þessum glugga myndi ekki bara rýra allan trúverðugleika eigenda heldur einnig þjálfarans og slíkt væri mikið áfall fyrir alla stuðningsmenn og ég hugsa líka leikmenn.

    Hitt er hinsvegar ljóst að það sem margir hafa óttast (brottför Coutinho) verður að öllum líkindum í allra nánustu framtíð, líklegast næsta sumar. Ég held að það sé risa verkefni að undirbúa liðið fyrir það. Salah er góð byrjun en ótrúlegt en satt þá erum enn þá með óleyst vandamál hvað varðar vörn og varnarsinnaðan miðjumann og að öllum líkindum þurfum við að bæta einum heimsklassa miðju/sóknarmanni við þann hausverk næsta sumar.

    Ég hef heyrt marga tala um að Klopp geti vel höndlað það að missa bestu mennina sína ár eftir ár. Ég er ekki alveg sammála, slíkt fer alltaf að bíta og sást það vel hvernig liðið hans missti móðinn á sínum tíma. Eftir að Suarez fór þá erum við enn að bíða eftir arftaka sem kemst þó ekki nema nálægt honum í gæðum…..Mané er í raun fyrsti sóknarmaðurinn sem maður leyfir sér að vona að búa yfir töfrum sem komast einhversstaðar í námunda við hæfileika Suarez.

    Ég er hjartanlega sammála Klopp að vilja einungis leikmenn sem bæta topp11 hjá liðinu en hann er búinn að fara í gegnum 4 leikmannaglugga og ef þessi gluggi endar eins og hann lítur út í dag þá held ég að liðið hans sé töluvert frá því að ná sínum markmiðum fyrir veturinn.

    Annars er öll þessi leikmannagluggavitleysa farinn að eyðileggja byrjun mótsins, helstu stórstjörnur PL eru með kvef eða eitthvað álíka og treysta sér ekki til að byrja fyrr en leikmannaglugganum lokar. Maður hefur séð þetta með Sanchez, De Gea á sínum tíma o.fl. Algjört bull að loka ekki glugganum fyrir fyrsta leik.

    Annars bara léttur.

  54. Ég get hvergi séd ad Hann sé búinn ad bidja um sölu kemur svona kjaftagangur ekki vegna frétta af heimasíduni um ad hann verdi ekki seldur ég hef allavega hvergi séd tad stadfest en tid!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  55. Það er algjörlega fáránlegt að glugginn skuli vera opinn eftir að mótið byrjar. Hann mætti í raun byrja fyrr og loka svo bara 1.ágúst. Held að flestar deildir séu að byrja um þetta leiti og hversvegna að bíða til loka ágúst.

  56. Hans innra eðli komið í ljós og ótrúlegt að þeir hafi ekki tekið hann inn fyrir löngu og komið því til skila að svona aðferðir duga ekki og hann verði áfram,sama hvað tautar og raular, og stuðningsmenn gætu jafnvel snúist gegn honum,ef hann fari þessa leið.

    Ef hann sér ekki að sér,þá er bara næsta skref að geyma hann á ís með u23 liðinu fram á næsta vor. Svona hegðun gengur ekki og spurning hvort að umbinn hans hafi ekki snúið honum í von um snöggan gróða.

    Ég hafði engar áhyggjur af öllum þessum fréttum á samfélagsmiðlum síðastliðna viku,en nú hef ég misst allan áhuga á að hafa hann hjá liðinu – sama hversu góður hann er í tuðrusparkinu.

  57. Klopp er flottur, hrikalega flottur. Mér er alveg sama hvort Kúturinn sé í fýlu eða ekki. Nú er kominn stjóri sem stýrir, þetta er fordæmi sem þarf að setja til framtíðar. Klopp hefur samið vel og fær að ráða hverjir koma og hverjir fara og svo hverjir fá ekki að fara. Nú þarf bara að setja hausinn á gaurinn aftur, þerra þessi brazzatár og fulla ferð. Ef haldið verður rétt á spilunum næstu ár og þegar við förum að hirða einhverjar dollur þá verður þetta liðin tíð.

    #meðkloppuppátopp

  58. Ég er trylltur! Drengurinn fer ekki rassgat og fær að dúsa með Sakho! Eða hann getur fokking dregið orð sín til baka og jafnað sig af þessum “bakmeiðslum” og mætt í fyrsta leik gegn Watford og 2mín gegn Hoffenheim, það myndi þýða að hann fengi ekki að spila í Meistaradeildinni með Barca! Það ætti að vera hæfileg refsing!

  59. Ég er mjög ósáttur við Coutinho, sérstaklega að gera þetta svona korter í tímabil. En mér finnst ákveðin tvíræðni hér þegar menn setja ekkert út á að menn sem Liverpool eru að reyna að fá fari fram á sölu (Virgil van Dijk), og fagna jafnvel, en eru á sama tíma brjálaðir þegar að borðið snýr í hina áttina.

  60. Ekki “tvíræðni”, hvaða vitleysa er þetta í mér. Tvöfallt siðgæði. Eða double standard.

  61. Djöfulsins spánverja druslur, ég hélt uppá barca fyrir nokkrum árum en ekki lengur, þvílíkt ógeð sem þessi klúbbur er. Nú vill ég bara að LFC og FSG standi fast á að selja ekki nema að replacement komi í Rakitic og einum til frá barca, plús ca 50 millur punda, eða þá bara að bjóða hann til sölu til PSG 😉

  62. Nú kvissast það út að hann sé kominn í verkfall og LFC eru búnir að setja upp verðmiða. Sem ég er ánægður með eða ca 140-150 millj. evrur.
    Barca borgar þetta verð bara eða drengurinn missir af HM.
    Hef aldrei þolað Barcelona en ég verð að viðurkenna að svona svikum frá Coutinho átti ég ekki von á.

  63. #1 Sama hér, vinnan fór til andskotans í dag. Helvítis fokking fokk.

    Leikritið mun halda áfram næstu vikuna eða svo. Ljóst að PC vinnur ekki verðlaunin sem vinsælasti strákurinn í liðinu þetta árið.

    Þeir hjá Liverpool Echo eru búnir að greina þetta ágætlega. Eftir nýjasta útspil PC að óska eftir sölu er alveg ljóst að hann verður ekki seldur fyrir 1. september nk. Honum tókst að reita eigendur og JK til reiði. Til hamingju með það Kútur! Ekki séns í helvíti að hann verði seldur í þessum glugga. Allir vita að þetta er hins vegar upphafið að endalokum hans hjá klúbbnum og hann verður seldur áður en tímabilið 18/19 byrjar. Klúbburinn hefur því eitt ár til að finna arftaka hans.

    Hef samt mestar áhyggjur af því hvaða áhrif þessi skrípaleikur muni hafa á liðið en tveir gríðarlega mikilvægir leikir framundan í fyrramálið og síðan á þriðjudaginn.

  64. Ef Cout­in­ho fer þá er ég hættur að halda með þessu ömurlega miðlungsliði sem Liverpool er orðið og mín vegna mega þeir fara norður og niður og falla niður í 3 deild í Englandi.

  65. er à dollunni að leaa þessa skitu … gat ekki verið à betri stað

  66. Robbi, nr. 66… Ég byrjaði að halda með Liverpool “heitt” þegar þeir voru í 8. sæti undir stjórn Kenny Dalglish (ég hef alltaf haldið aðeins með Liverpool, en ég varð hooked á fyrsta tímabilinu hjá Dalglish sem stjóra – held með liði í neðri deild líka, og Liverpool voru lengi vel bara mínir menn í efstu deild, fyrst hitt liðið mitt var aldrei í sjónvarpinu, en sem sagt “ást” mín á Liverpool liðinu varð meiri en á hinu liðinu, og það varð lið mitt nr. 1, því ég vonaði að prójektið myndi virka hjá þeim). Ég held ekki með liði af því að það er svo gott endilega. Ég t.d. held með Völsungi því ég átti heima á Húsavík þegar ég var lítill. Það skiptir ekki máli hvort þeir séu í 2. deild eða 1. deild eða hvar. Velur þú þér lið til að halda með eftir getu?

  67. Vill ekki spila fyrir félagið my ass. Beint á tréverkið með manninn. Ekkert svona 5 mínútum fyrir mót. Ef Liverpool getur ekki fundið mann í staðinn þá er ekkert hægt að taka Don Johnson á þetta bara og stinga af.

  68. Ég myndi vilja taka þessar 150 milljón Evrur úr því sem komið er, og finna nýjan mann fyrir janúar-gluggann

  69. Ef hann fér þá getur liverpool allveg bara gevisst upp liverpool á ekki að selja sína bestu menn en ef það heldur áfram þá vinnun við ekki neitt

  70. Getur verið að öll sagan sé ekki á yfirborðinu. T.d að PC hafi munnlegt samkomulag um að fá að fara til BCN ef t.d 100 m punda kemur eða eh álíka og Liv eru að svíkja hann og þess vegna fer hann í verkfall. En hver sem ástæðan þá er bara ekki tími til að gera eh að viti það sem eftir er af þessum glugga.

  71. Kaupa Mbappe, Aubameyang eða einhvern álíka leikmann. Væri ekki hægt að hafa Firmino í stöðu coutinho fremastan á miðjunni með alvöru sóknarmann fremstan.

    Fyrst að hann hendir fram sölubeiðni þá þá hann drulla sér til spánar.

  72. Eigendur liverpool og klopp eru bunir ad utiloka soluna og tà breytir engu um solubeidni… vid eigum hann og hann fær valid um ad spila vel i vetur eda drulla ser uppì stùku eda eitthvad lengra… seljann ekki NEI TAKK. Standidi vid yfirlysinguna FSG annars mun eg halda àfram ad dreifa skìt yfir ykkur um allann heim fucking ræflarnir ykkar 🙂

  73. Getiði vinsamlegast fjarlægt þessa viðbjóðsegu cover mynd á síðunni okkar. Hann á ekki skilið að vera þar

  74. Þetta er einfalt annaðvhort borgar Barcelona 150 evrur fyrir Coutinho eða hann verður um kyrrt. Ef þeir fallast á það þá hefur LFC meir en nóg pening til að kaupa góða leikmenn. Vissulega seint í glugganum en það er örugglega hægt að fá Gylfa yfir til LFC.

  75. Ég lít svo á að Coutinho viti vel hvað hann var að gera. Klopp hefur margoft sagt í gegnum tíðina að hann vilji ekki vinna með unroyalti mönnum. Ég spái því að hann fari fyrir c.a 120 milljónir punda. Þá er bara spurningin um hraða Fsg og Klopp til að sækja einhvern/ einhverja í staðinn.

  76. FSG gerðu góð kaup í Liverpool. Passa að halda liðinu i efri hluta deildarinnar, eins og eg held alltaf sagt, undir stjórn FSG er Liverpool 4-8 sætis lið.

    Coutinho til Barcelona hefur legið í loftinu í lengri tíma. Ekkert óvenjulegt við hann vilji fara. Betri borg, betra veður, betri laun, betra lið. Það er hinsvegar í verkahring Liverpool að vera undirbúnir fyrir svo lagað. En það er alltaf sama sagan. Alltaf jafn hissa. Engin leikmaður til að stíga upp og engin leikmaður keyptur í staðinn.

    Ég er mjög spenntur að sjá hvernig FSG ættla að klára þennan glugga. Fyrir mer er Coutinho farinn. Og liðið er veikara en á síðasta timabil. Þvílíkt klúður.

  77. RIP Coutinho.

    Hef núna áhyggur af Klopp. Hann fór að bera sinn samning við litla Kút. Gaf í skyn að hann væri með svipaðan samning og Kútur og það væri aldrei á vísan að róa. Bayern er 50 km. frá Ölpunum þar sem aldrei rignir en snjóar bara í fjöll. Svartiskógur og allt það. Sick.

  78. Það sem pirrar mig mest varðandi Coutinho er tímasetningin. Hingað til hefur áhugi Barca verið ljós og það er bara “gaman”. Coutinho lýsir oftar en einu sinni og tvisvar og þrisvar yfir því að hann sé ánægður í Liverpool. Liðið kemst í meistaradeildina og framundan er spennandi vetur og svo HM … og þá allt í einu kemur beiðni um að fá að fara og sögur heyrast af honum ósáttum gagnvart Klopp í einhverja mánuði. Hverju á maður að trúa? Af hverju heyrast þessar sögur bara núna? Ég dáist að Klopp og finnst hann frábær. Mér finnst Coutinho líka frábær. En Suarez má allaf eiga það að hafa verið eitt ár í viðbót. Og hann talar stöðugt hlýlega til Liverpool. Respect. — Coutinho? Vonandi á hann sitt besta tímabil framundan hjá Liverpool og brillerar á HM.

  79. Umboðsmenn. Vandinn í hnotskurn. Þeir fá svo stóra sneið af sölum leikmanna að þeir rugla og bulla svoleiðis í leikmönnum að það hálfa væri nóg. Núna á samband Klopp og Coutinho að vera slæmt, Coutinho ósáttur við sitt hlutverk og bla bla bla. Hvaðan ætli svona fréttir spretti upp? Úr herbúðum umbans hans.

    Mætti frekar vera bónus fyrir umboðsmenn þegar leikmenn þeirra eru hjá sama liðinu í 3 ár, 5 ár. ..10 ár. .. Ekki bara þegar leikmenn eru seldir a þessar geðsjúku upphæðir.

    Eitt slúðrið talar um að Liverpool sé til í að selja fyrir 140m punda. Slatti af pening EN standa í lappirnar og láta kauða rotna hjá oss

  80. RIP Choutinho – Þú ert steindauður fyrir mér.

    SuareZ heim.

  81. Hvar er best fyrir sveitamann að sjá leikinn á eftir á höfuðborgarsvæðinu?

  82. Suarez heim??!!?! Hallóhalló er það ekki sami “SVIKARINN” fór frá LFC til Barcelona.
    Og afhverju ætti Cúturinn ekki að fara til Barca þegar hann sér fram á t.d. fótbolta og leikmenn í hæðsta gæðaflokki, lið sem er í baráttu um alla tiltla betra veður að sjálfsögðu og sjálfsagt hærri laun svo eitthvað sé nefnt.
    Svo spurningin er,hvað myndir þú gera í hans sporum 🙂
    Og svo er hann Brazzi og er ekki uppalinn hjá LFC þannig að það er ekkert sem heitir trúnaður við klúbbinn frekar en hjá öðrum.

    Það er bara verið að bjóða honum betri vinnu – það er bara allt og sumt þegar öllu er á botninn hvolft.

  83. #84 má vel vera en vinnur þú ekki þinn uppsagnarfrest þegar þér býðst betri vinna eða stinguru af eins og sumir ræflar gera ?

  84. í því samhengi á ég nátturlega við það hefði verið í lagi að koma með þetta fyrr ekki þegar að liðið er að spila í dag.

  85. Liverpool: Mignolet, Alexander-Arnold, Matip, Lovren, Moreno, Henderson, Can, Wijnaldum, Mane, Salah, Firmino.

    Subs: Karius, Klavan, Gomez, Milner, Grujic, Solanke, Origi.

  86. rosalega skrítin staða hafandi í huga að allt var klappað og klàrt í byrjun gluggans. . Hvernig gat þessi gluggi snúist svona rosalega gegn okkur þegar undirbúningurinn virtist vera vel à veg kominn?

Upphitun: Watford í fyrsta leik

Liðið gegn Watford