Liðið gegn Watford

Þá er loksins komið að því! Enski boltinn er að byrja að rúlla af stað á ný og okkar menn heimsækja Watford í öðrum leik umferðarinnar. Mikið hefur gengið á hjá okkar mönnum síðastliðinn sólarhring eins og hefur líklega ekki farið framhjá mörgum. Coutinho, þótt ótrúlegt megi virðast er ekki með í dag vegna meiðsla í baki – hvort þau séu alvöru eða ekki er erfitt að segja til um.

Annars er liðið svona að mestu sjálfvalið. Matip og Lovren byrja í miðvörðunum, Mignolet í markinu og Salah, Firmino og Mane frammi. Miðjan nokkuð sjálfvalin og Trent Alexander Arnold byrjar í bakverði ásamt Moreno, sem stóð sig frábærlega í sumar og virðist geta fengið endurnýjun lífdaga hjá Liverpool.

Mignolet

TAA – Matip – Lovren – Moreno

Can – Henderson – Wijnaldum

Salah – Firmino – Mane

Bekkur: Karius, Klavan, Milner, Gomez, Solanke, Origi, Grujic

Sterkasta byrjunarliðið sem við getum að mínu mati stillt upp eins og staðan er í dag og sæmilegur bekkur, klárt mál að það vantar samt aðeins meiri breidd í þetta lið en meira um það seinna.

Koma svo!

180 Comments

  1. Mjög ánægður með að Moreno fái að byrja eftir mjög gott undirbúningstímabil.
    Miðjan okkar mjög varnarsinnuð en þetta er líklega það besta sem við getum boðið uppá í dag.
    Það vantar nokkra í dag Sturridge, Lallana, Clyne, Ings (ath vantar ekki Coutinho honum langar ekki að spila fyrir liðið).
    Við erum að fara í hörkuleik og ef þetta verður eins og undanfarinn ár þá eigum við bæði eftir að skora og fá á okkur mark eða mörk en vonandi förum við með 3 stig heim.

  2. Loksins er veislan að byrja.
    Flott byrjunarlið og það er spennandi að sjá hvaða Moreno mætir til leiks.

  3. Flott lið. Hefði viljað sjá Karius í marki og Grujic á miðjunni. Annars flott og 0-3 sigur

  4. Coutinhó út og salah inn, ekki mikil breyting milli tímabila, nema bakverðir hafa vonandi bætt sig

  5. Ætlaði á leikinn á síðustu stundu en miðinn var á 300 pund?? Hraun??.. Hefur einhver reynslu af að mæta fyrir utan völlinn að redda miða..

  6. Ég hefði alveg viljað sjá Kent eða Woodburn fá pláss á bekknum.

  7. þessi silva stjóri þeirra er erfiður dúddi. ég vona það besta en bý mig undir vonbrigði.

  8. Hvar sér maður leikinn á AK og hægt að fá sér eins og einn kaldan meððí?

  9. Kominn á skjálftavaktina. Svakalega framlína hjá okkur en vörnin ekki í sama gæðaflokki. Vinnum samt 1-2 (Firminio og Mane)

  10. Jæja maður sér allavega að sumt breytist ekki ef hitt liðið fær horn þá er það verra en víti

  11. genti.stream höktir og stoppar. Einhverjir aðrir straumar í boði?

  12. Ha ha ha þetta Liverpool lið hefur ekkert breyst sama skita á móti minni liðunum.

  13. hahahahaha Liverpool búið að bæta sig í að verjast föstum leikatriðum. Að Moreno skuli spila í bakverði er veikleikamerki.

  14. nú þurfa menn að girða sig í brók. en streamið sem ég er að nota núna er blabseal.com/frodo.

  15. Þarna gleymir Lovren sér illa. Spilamennskan fer hægt af stað, spurning hvort að fíaskó gærdagsins hafi sett menn úr jafnvægi ?

    Koma svo, YNWA !

  16. Fyrstu 10 skelfilegar. Watford spila eins og Liverpool ger?i gegn stærri li?unum á sí?asta tímabili ?

  17. Gaman að sjá hvað menn eru klárir í þetta. Verður greinilega topp season.

  18. góðir hlutir gerast hægt . það eru búnar tuttugu mínútur af þessu menn að kvarta strax . sóknin er að stilla sig af , þetta vinnst allr saman 🙂

  19. #25
    Ef að þú ert að tala um markið hjá Watford þá var það ekki Lovren sem um er að kenna. Matip og Firmino voru báðir með þennan Okaka en hvorugum tókst að stoppa hann.

  20. Hefur enginn spáð í því að miðað við hvernig glugginn er að þróast að þá verður liðið veikara heldur en þegar síðasta tímabili lauk! #metnaðarleysi

  21. Engin að kvarta strax en menn eru kanski pínu vonsviknir að sjá nákvæmlega sömu veikleika og á síðasta tímabili hitt liðið fær horn og það er nánast eins og þeir fái vítaspyrnu.

  22. Nú er það alveg rétt að þetta er bara að byrja en þetta er akkúrat það sem var að í fyrra lið sem liggja tilbaka og treysta á skyndisóknir og föst leikatriði við virðumst ekki eiga svör við því og það er áhyggjuefni.

  23. ég held að Lovren hafi blindast af grillinu á Firmino. Ég hef aldrei séð neitt svona hvítt

  24. Virkilega vandræðalegur sóknarleikur, alltof fyrirsjáanlegur. Matib alveg afleiddur það sem af er. Nú reynir á Klopp að bregðast við leiknum og breyta taktískt. Eitthvað sem mér finnst hafa skort hjá honum.

  25. Frábært mark flott spil og flott að sjá Mané klára sóknina sem hann startaði

  26. Þessi ógeðslega viðbjóðslega vörn sem Klopp er svo ánæagður með er algjört fokking disaster. Maður fær bara kjánahroll og hreint út sagt skammast sín. Jesús minn fokking almáttugur!

  27. Geggjað spil og frábær afgreiðsla hjá Mané en Adam var ekki lengi í paradís og Watford komnir aftur yfir.

  28. Er hægt að fá varnarmenn með smá heila og kunna að verjast. Hversu lélegur eru þessir varnarmenn eiginlega.
    Og Klopp, ég get léttilega talið upp 30 varnarmenn sem eru betri en þú ert með

  29. hérna.
    kann engin engin engin engin í þessu liði að spila vörn???? drullið helvítis boltanum frá og fram! jesúsminnalmáttugurhvaðettaerfáránlegalélegtþarnaaftast

  30. Það er greinilega þynnka í mönnum eftir gærdaginn… þetta er rosalega slappur varnaleikur hjá okkar mönnum… svo er nákvæmlega engin tenging á milli varnar og miðju..

  31. Eigum við að hrósa Trent eitthvað meira ?
    Hann gleymdir sér í fyrsta markinu þegar þeir komast bakvið vörnina og Lovren nær að bjarga í horn.
    Hann á svo annað markið þegar hann hreinsar í Matip í staðinn fyrir að láta boltan fara og vita að það er engin fyrir aftan hann eða ná að hreinsa betur.

    Þetta er ógeðslegt framistaða hjá Trent og Liverpool liðinu í dag.
    Watford hafa ekkert fyrir þessu. Þeir láta Gomez bara sjá um að negla fram og búa til smá læti í loftinu. Hafa farið í tvær sóknir og skorað tvö mörk.
    Á meðan að E.Can, Henderson og Winjaldum tapa baráttuni á miðjuni og ná ekkert að skapa neitt fyrir Mane, Salah og Firminho.

    Hvar er baráttan, hreyfanleikinn og sköpunin hjá liðinu í fyrirhálfleik. Liðið búið að vera flott á undirbúningstímabilinu(já ég veit æfingarleikir) en er liðið einfaldlega ekki að þola pressuna að það sé eitthvað undir í leikjum, þá stífna allir upp.

  32. Mikið væri nú gott að hafa Virgil Van Dijk inná núna.
    Lovren og Matip eru ekki málið

  33. Það var samt ákveðin óheppni í þessu marki líka. Trent hreinsar boltann beint í Matip sem liggur og boltinn dettur beint fyrir Watford manninn sem getur ekki annað en skorað.

  34. afhverju eiga þeir alla seinni bolta af miðjusvæðinu !

    fremmstu menn komast varla í boltana.
    þessi miðja verður að fara stjórna umferðini i leiknum.

    og varnarleikurin…

  35. En er ekki tilvalið að selja Coutinho og kaupa varnarmenn og markvörð

  36. Vá, eigum við ekki að kalla á vælubílinn hérna á kop.is?

    Tökum þetta í seinni hálfleik. En hafi einhver verið í vafa um að við þurfum alvöru varnarmann þá held ég að þessi fyrri hálfleikur sé búinn að eyða öllum vafa.

    Vinnum 2-4.

  37. Það er ég viss um, að Sakho hefði hámað í sig þessa bolta sem gáfu mörkin …

  38. Mér finnst vanta eitthvað î liðið nr 10 en hann vill fara ekki gott

  39. Liverpool var með flest stig(18)eftir að hafa lent undir á síðasta tímabili. Tökum þetta í seinni 2-4

  40. Fyrirhálfleikur

    Mignolet 5 – Djöfull væri gott að vera með markmann sem nær að fara út í hornspyrnu sem endar inn í markteig.
    Trent 2- algjör drulla í dag. Já hann er ungur en maður dæmir eftir framistöðu.
    Lovren 6 – líklega eini leikmaðurinn í dag sem er að vinna loftbaráttuna
    Matip 4- ekkert gengur og hefur verið að reyna að leika boltan fram og tapað honum nokkrum sinnum.
    Moreno 5 – átti þátt í markinu sem við skoruðum.
    Henderson 4 – ekki að rífa þetta lið upp og
    Can 4 – gengur ekkert hjá honum í dag
    Winjaldum 4- hleypur og hleypur skapar lítið sem ekkert.
    Mane 7 – frábært mark en annars lítið að frétta utan það.
    Salah 3 – eftir að hafa verið besti maðurinn okkar á undirbúningstímabilinu hefur hann átt skelfilegar fyrstu 45 mín
    Firminho 4 – hefur ekki komist í gang.

    Það eru 45 mín eftir en við erum að tapa fyrir Watford liði sem er drullulélegt og þeir eru ekki einu sinni að hafa mikið fyrir þessu. Liggja aftarlega og við ógnum lítið, þeir vinna baráttuna og hafa varla sótt allan leikinn en eru að vinna.
    Þetta er allt saman eitthvað sem maður hefur heyrt áður en maður var bara að vonast til þess að liðið færi að læra á þetta.
    Útaf svo fljótlega með einn af þessum miðjumönum okkar. Setjum Firminho fyrir aftan fremstu menn og látum Solanke uppá topp en hann hefur verið að skora undanfarið.

  41. Slakið á fólk. Watford er að spila game of their life. Það sést á látbragðinu á þeim hvað þeir halda að þeir séu bestir. Því miður er þetta dagurinn þeirra. Sést á svo mörgu.

    Þeir eru samt sprungnir eða fara að stífna strax á 65-70 og ef við höldum þessu í 2-1 eða jafnvel náum að pota inn einu þá tökum við 3 stig.

  42. Trent á ekki sök í seinna markinu hjá Watford því sem varnarmaður áttu ekki að láta boltann fara þvert fyrir markið ef þú getur hreinsað hann í burtu og þetta var bara algjör óheppni að hann skyldi fara í Matip.
    Miðjan hjá Liverpool er búin að vera skelfileg og það var enginn sem fylgdi inn í marki númer 2 sem er óafsakanlegt!!

  43. Klopp hefur haft allt sumarið til að kaupa varnarmann og hefur verið að eltast við eina varnamanninn í heiminum sem hann telur betri en Matip og Lovren og núna er tímabilið byrjað og miðverðir liðsins með jafnmikla skitu og allt árið í fyrra.
    Það þarf miðvörð og það eru klárlega fleiri en vvd sem myndu styrkja þessa vörn.
    Svo er þessi miðja með Hendo, Can og Winjaldum alltof geld sóknarlega.

    Henda Solenko inná og taka Can eða Winjaldum útaf, færa Firmino aftar á völlinn.

  44. Ekkert endilega að kenna Migno um þetta en fyrsta markið er inn í markteignum. Look alive man!

  45. Já afhverju fékk Cfc kante manutd matic okkur vantar mann sem vinnur miðjuna stoppar sókninar áður en þær enda í hvers skiptið á vítateig liverpool . stað fyrir að vinna boltan framar
    það verður að laga þetta.
    lfc er algjörlega undir í barattuni.
    þetta verður að lagast í seinni

  46. Það mætti segja mér að það verði smá hávaði í klefanum í hálfleik.

  47. Liverpool var að spila svæðisvörn í hornspyrnuni eins og svo mörg lið gera.
    Matip var á nærstöng, fyrir aftan hann er Firminho á því svæði sem Mignolet á að eigna sér og fyrir miðju var Lovren.
    Boltin fer yfir Matip og dettur fyrir framan svæðið hjá Firminho og Mignolet. Firminho hefur engan áhuga að ráðast á boltan eða stoppa leikmanninn sem er að koma á ferðinni og Mignolet er límdur á línuni. Þetta var einfaldlega barnarlegur varnarleikur svo ekki meira sé sagt.

  48. Þetta er furðulegur leikur. Taktískt ætla Watford að hafa boltann skoppandi á miðjunni og vita að okkar menn eiga ekki séns.

    Miðjan er vandamálið í dag þó vörnin mætti vera betri. Í svona leik eigum við að vera 70% með boltann og passa okkur á skyndisóknum. Við erum hinsvegar alltaf að missa boltann.

    Þetta er alger hörmung og ef þessu verður ekki snúið við í seinni, þá missir maður trúna. Strax í fyrsta leik! !!

  49. Það vantar alla baráttu í liðið. Lovren og Moreno þeir einu sem eru með hausinn í lagi.

  50. Ekki byrjar það vel, Klopp á eftir að hrauna yfir leikmennina í hálfleik. Við getum skorað tvö, en getum við haldið hreinu í seinni?

  51. Hverju áttu menn von á ?

    Liverpool er með Moreno í vinstri bakverði, hann kann ekki að verjast. Í hinum bakverðinum erum við með 18 ára strák sem er númeri of lítill fyrir úrvarlsdeildarbolta, gæti þróast í góðan bakvörð með tímanum en á að fá sína leiki í bikarnum. Svo er Lovren ennþá miðvörður númer 2 þrátt fyrir að hafa ekki gæðin í það. Til að toppa allt erum við með Mignolet í markinu sem bætt hefur bætt sig mikið en er ekki nógu góður fyrir lið sem ætlar sér að vinna deildina.

    Svo er sóknarleikur liðsins hræðilega fyrirsjáanlegur án Couthino og Lallana.

    Úff það er átakanlegt að horfa upp á liðið sitt ekki betra en þetta.

  52. Hver á að skapa eitthvað ef Kútur og Lalana eru frá. Þetta er að sjá í dag.

  53. Það er greinilegt að í sumar var lagt áhersla á að bæta varnarleikinn og brjóta niður varnarmúr andstæðinganna sem liggja aftarlega. Það virðist bara enginn hafa mætt á þessar æfingar!!

  54. Nákvæmlega Dude skil ekki menn sem tala um að Moreno og Lovren séu einu mennirnir sem eru í lagi í vorninni bæði mörkin koma frá vinstri síðunni í vörninni akkúrat þar sem þeir eru

  55. Að mínu viti á miðjan sök á seinna markinu. Ef að myndin er fryst rétt áður en þeir skora að þá sést að Watford eru 5 á móti 3 í og við teiginn, okkar miðja er sem sagt að elta þeirra leikmenn inní teiginn í stað þess að taka á móti þeim.

  56. Steinþegiði vælukjóarnir ykkar og farið ekki að grenja eftir einn fyrri hálfleik

  57. við skorum ekki 3-4 mörk gegn öllum liðunum @104!!

    Þeir eru fastir í Groundhog day þarna í vörninni og við eigum erfiðari leiki en þennan framundan.

  58. Frábært að sjá Salah stíga svona upp í seinni hálfleik. Fiskar víti og skorar svo sjálfur. Allt annað að sjá til hans.

    Er áfram skítsmeykur við pappakassana í vörninni hjá okkur. Sérstaklega núna þegar Andre Gray er kominn inn á.

    Þurfum fleiri mörk.

  59. Menn eru búnir að væla svo mikið hérna á síðunni að þeir eru hættir að kommenta á mörkin sem Liverpool skorar.

  60. Flott 2 mörk en sáuð þið hornið Frá TAA svona flotta hornspyrnu hef ég ekki séð lengi frá Liverpool

  61. Moreno á ekki sök á marki nr 2. Ræðst á mann með bolta sem enginn ætlar í.

  62. Mr. Maggi, ég held þú þurfir aðeins að rifja upp fótboltafræðin 🙂

    En svo getum við líka bara verið ósammála 🙂

  63. Moreno á stóra sök í marki 2 því hann ræðst á mann sem er í langskotsfæri og sleppir manni lausum inní vítateig.

  64. Þetta er rétt – högum okkur almennilega hérna. Allt annar bragur á liðinu í seinni.

  65. Langar að bæta við, að ég er ekki að segja að Moreno eigi ALLA sök á markinu. En hans mistök voru amk 7kg af 10kg renniskitu.

  66. En hvað segja menn um spyrnur TAA 2 hornspyrnur og ein aukaspyrna og það hafa verið 3 hættuleg færi

  67. Dude nr 117. Já held að við verðum sammála með þetta. Mér var kennt að frekar viltu fá mark á þig neð því að gera eitthvað frekur en að fá mark á þig með því að gera ekki neitt. Í þessu tilfelli gerir Moreno akkurat það.

  68. Við verðum að fá stöðugri og traustari miðvörð en Lovren, það er nokkuð llóst.

  69. Ég held að Moreno verði góður í vetur!!
    Látið mig bara heyra það #morenoout gaurar 🙂

  70. Salah hefði getað sett þrennu í þessum leik hann fékk allavega færin til þess. Mjög flottur seinni hálfleikur hjá honum en fyrri var ekki góður hjá honum.

    Gott debut hjá stráknum.

  71. Það var fullt af liði sem var svo ánægt hérna áðan… Menn sem eru raunsæir eru bara vælukjóar. Þetta er ekki top 4 lið sem við erum að tefla…..

  72. Rangstaða allan daginn ef þeir gefa Watford markið í staðinn fyrir sjálfsmark

  73. liðið kom mun betra í seinni vann boltana og kom þeim hratt i spil.

    en fast leikatriði og mark að venju
    maður er stressaður í hverri sókn hjá þeim.

    fengum færi til að klara en tokst ekki.

    hvað ætli klopp sé að hugsa vandamál síðasta timabil hefur ekki verið lagað..

  74. Virðist vanta karakter í liðið til að klára svona leiki. Eitthvað sem búið er að vera uppá borðinu lengi.

  75. Djöfull er þetta svekkjandi að missa unnin leik niður í jafntefli í uppbótartíma

  76. Engin heimsendir hér á ferð eins og menn eru að væla , fyrsti leikurinn á tímabilinu.
    Fín sókn léleg vörn er eitthvað annað að frétta já vatn er blautt

  77. Ok fyrsti leikur en ekki lofar þetta góðu 1 stig betra en ekkert stig

  78. flottur leikur þetta er allt skrifað í skýin tapa stigum á móti litluliðunum
    ótruleg vörn engin ástæða til að styrkja hana það geta nátturulega allir séð það

  79. Þurfum engan varnarmann, nei nei. Djöfulsins rugl alltaf hreint!!! Alltaf nauðvörn þegar liðið er ekki með boltann!

  80. Hrikalega er maður orðinn þreyttur á þessu félagi…

    Sömu vandamálin ár eftir ár og við ætlum ekki að bæta liðið augljóslega. 6-7 sætið ef við förum með þennan hóp inn í tímabilið.

  81. Þetta gefur vonandi Klopp spark í afturendan og eigendum FSG að kaupa Van Djik þetta hlýtur að liggja í augum uppi hvar aðal veikleikinn er á liðinu það eru þessi endalausi leki í markið okkar.
    Þurfum að vera SOLID þarna .
    Hef engar áhyggjur af sókninni eins og er.

  82. Hrikalega svekkjandi. Watford skoraði 2 ólögleg mörk. Við þurfum alvöru varnarmann það er alveg ljóst.

    Sóknarlínan okkar baneitruð og Salah öflugur, en maður lifandi hann þarf að nýta færin sín betur. Winjaldum átti skelfilegan leik. Klúðraði dauðafæri og varnartilburðir hans í marki númer 3 voru hræðilegir.

    Þá er það Hoffenheim á þriðjudaginn. Þessi leikur er búinn og það þýðir ekkert að velta sér upp úr þessu.

  83. Skil ekki af hverju leikmenn liverpool leyfa Britos að hanga utan í Mignolet? Af hverju er ekki ýtt manninum frá svo Mignolet hafi markmannsteiginn til að athafna sig. Svo skil ég ekki af hveju við höfum ekki mann á fjandans stönginni?
    Áttum að vera löngu búnir að klára þennan leik og Watford átti bara skilið að jafna útaf mistökum og klúðrum okkar.

  84. Hvaða djók er þessi markmaður sem að við höfum, nei svona í alvöru. Er þetta ekki fullreynt með þennan mann.

  85. Hvernig er þetta ekki rangstaða? Briton er greinilega fyrir innan og nánast fyrir aftan Mignolet. Þegar sendinginn/skotið kemur þá er hann klárlega fyrir innan og er klárlega að hafa áhrif á Mignolet.

  86. það sem við þurftum að laga frá síðasta timabili var léleg vörn, að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum og að fá á okkur mörk í lok leiks og missa stig gegn littlu liðunum !!!!! Og hvað hefur breyst ? eeeekkkkkkeeeerrrrttttttt 🙁

  87. þetta var klárlega tapaður leikur! við töpuðum 2 stigum, við unnum ekki eitt. Nú er kominn tími til og síðasti séns á að bjarga tímabilinu áður en það floppar alveg og drullast til að VERSLA LEIKMENN!!!! klárlega ekki hægt að treysta á vörnina né markvörð eins og vanalega, skipta þessu öllu út. fá einhvern í stað coutinho og gera eitthvað gáfulegt. klopp verður farinn fyrir áramót ef að ekkert verður gert.

  88. Við hverju er að búast, það er ekkert búið að styrkja miðverðina né að fá sterka DMC, svona verður þetta ef klúbbir styrkir ekki liðið.

  89. Vont að sjá liðið bakka í stöðunni 2-3 og bjóða Watford að sækja síðustu 10 mínúturnar. Skiptingar Klopp voru ekki að hjálpa. Liðið út um allt. Svekkjandi, en svona verður þetta.

  90. Þessi mörk voru svo ljót og svo ömurlega typical Liverpool mörk sem ekkert annað lið myndi fá á sig. Þessi aula mistök endalaust gera mann gráhærðann.

  91. hvaða fokking djók var þetta,,, hvaða cirkus mörk voru þetta og gefa 3 í sama leiknum,,,er þetta 8 flokkur eða hvað ? hvað á að taka mörg ár að laga þetta, föst leikatriði ?? fokking fokk. fengum færi til að klára þetta en þetta er sama brasið ….

  92. Plúsar:
    – Firmino er góður í vítunum
    – Salah skorar og þá léttir vonandi af hinum spennunni

    Mínusar:
    – *dæs* …

  93. Eftir að hafa átt flott pre-season, kemur að fyrsta deildarleik. Þar sést að Klopp er ekki búinn að laga það sem var að á síðasta tímabili. Vörnin er lin og lekur eins og sigti, við höndlum ekki að vera án okkar bestu manna og litlu liðin eiga ekki í teljandi vandræðum með að núlla út okkar taktík. Það hvilmleiðasta var að sjá hvað miðjan var bæði steingeld sóknarlega og léttu valta yfir sig. Þetta allt saman þarf að laga. Hvort sem það sem snýst um að kaupa betri leikmenn eða rækta karakterinn í okkar liði, eða bara bæði – þarf þetta lið að fara læra af reynslunni.

  94. #RH
    Nei, ég sá nú ekki hin tvö, ég vona fyrir hans hönd að hann hafi bara átt eitt mark í dag, það er nóg. Ég sá bara síðasta korterið, en hann var nánast búinn að gefa eitt nokkrum min áður en Watford skoraði. Mér finnst það ekkert óeðlilegt að við séum með shaky vörn á meðan við erum með þennan ótrúlega óhæfa markmann milli stanganna. Þetta mun ekkert skána fyrr en að það verður gert e-ð í þessari stöðu, kalt mat.

  95. Verið hreinskilnir. Það vissu allir að þeir mundu jafna. Erum með bestu sóknina í deildinni en lang lélegustu vörn deildarinnar

  96. Tvo varnarmenn djúpan miðjumann takk fyrir ,Klopp hlýtur að sjá að hann þarf að fara í plan B þetta gengur ekki upp.Moreno breytist ekki í einhvern klassa bakvörð overnight og við þurfum annan miðvörð,báðar bakvarðastöðurnar shaky,Clyne kemur að vísu inn í bakvörð góður varnarlega enn ömurlegur sóknarlega.

  97. Afhverju er Mignolet ekki búinn að ýta þessum sóknarmanni frá sér þarna í síðasta markinu! Alvöru markvörður myndi aldrei leyfa sóknarmanni að hanga svona í bakinu á sér. Mignolet vantar þetta element sem heimsklassa markmenn hafa — þeir eiga teiginn. Mignolet er með hörkuviðbragð en hefur alltaf vantað frekjuna og sjálfstraustið í það stíga skrefið til fulls.

  98. Við hverju voru menn að búast við. Það er ekkert búið að gerast til þess að laga vandamáinn sem hafa verið síðustu ár. Þetta lið sem heild er drasl og verður drasl ef þetta á að vera stefnan með.varnarmenn

  99. Sælir félagar

    Þetta er skita og alveg í samræmi við það sem hefur verið að gerast hjá LFC. Vörnin vandamálið alla síðustu leiktíð og hún er það enn. Ekkert hefur breyst nema þá til hins verra. Okkar sterkaasti varnarmaður saltaður ofan í tunnu. Okkar mest skapandi sóknarmaður í salti líka.

    Að tapa fyrir Watford í fyrstra leik er svo lélegt að ekkert getur afsakað það. Þetta skrifast á stjórann því miður því hann hefur ekkert bætt úr varnarvandræðunum.

    Það er nú þannig

    YNWA

  100. Líka eitt annað. Ef við töpum rimmunni við Hoffenheim og komust ekki í meistaradeild hefur samningsstaða okkar gagnvart Van Djik og Coutinho versnað allsvakalega. Þar sem Van Djik er einmitt sá leikmaður sem við þurfum í vörnina og við einfaldlega getum ekki misst Coutinho frá okkur þá einfaldlega verðum við að vinna Hoffenheim – eftir þessa frammistöðu í dag er maður orðinn nokkuð skeptískur. Maður vonar það besta og hefur trú á sínum manni Klopp – en efinn er til staðar. Sérstaklega í dag.

  101. Það eru komin 170 comment svo mönnum er greinilega ekki sama um félagið en eftir leiki helgarinnar eigum við hvorki séns í deildinni né meistaradeildinni. Og það sama hvort Van Dijk er keyptur eða ekki og kúturinn verði áfram eða ekki. Það vantar svo miklu meira en það, því miður.

Coutinho fer fram á sölu.

Watford 3-3 Liverpool