Sadio Mané til Liverpool (Staðfest)

Stóru kaup sumarsins klár

Frétt opinberu síðunnar má finna hér.

Það er því ljóst að Liverpool fer inn í undirbúningstímabilið með nánast fullmannað lið og þeir leikmenn sem fóru á stórmót í sumar eru flestir ef ekki allir að koma snemma heim.

34 Comments

  1. Ég óskaði mér þess í vetur að þessi leikmaður yrði keyptur og ég varð að ósk minni. Ég fylgdist með honum og þegar hann meiddist þá fóru Southamton að tapa en þegar hann koma aftur fóru þeir að vinna hver leikinn af öðrum og þar á meðal leik við Liverpool þar sem hann skoraði tvö frábær mörk. Einn besti leikmaðurinn í Ensku deildinni síðastliðinn vetur. Ég er glaður með þetta. Mér er alveg sama hvað leikmenn kosta því þeir peningar eru ekki teknir úr mínum vasa.

  2. Mjög sáttur við þessi kaup. Vonandi kaupum við 2-3 sterka til viðbótar og losum okkur við 4-5 leikmenn

  3. Það eru alveg mörk í þessu liði.
    Coutinho, Firminho, Ings, Sturridge, Lallana, Mane, Origi, ibe, Origi og Benteke(sem ég reikna að verði seldur)

    Ég hef séð verra ástand á liverpool hvað ógn framávið varðar 🙂

    Einfaldlega flott að fá Mane og ef Klopp langaði í hann eins og Mane sagði þá er ég bara farinn á Mane lestina og treysti Klopp.

  4. Af því sem ég hef séð, passar hann algjörlega inn í leikstílinn, teknískur, snöggur, vinnusamur og með góðan leikskilning og vita hvernig á að sparka tuðrunni í netið hjá andstæðingnum, sama hver hann er. Vonandi verður treyjan ekki of þung fyrir hann og hann lendir ekki í því sama veseninu og Benteke og fleirri á okkar fyrsta tímabili.

    Hópurinn lítur orðið mjög vel út, Mér finnst samt enn vanta vinnstri bakvörð og Ragnar Sigðursson í miðvarðarstöðuna. Þá verð ég sáttur. 🙂

  5. Þetta er orðið mjög sexy, Mané með Coutinho og Firmino fyrir aftan fremsta mann eða jafnvel henda í þriggja manna sóknarlínu með Origi, Sturridge og Mané, ágætis hraðinn þar á bæ!

  6. Það er ljóst að sóknarlínan er orðin ansi ógnvænleg þegar allir eru heilir. Lítið leikjaálag er mjög heillandi núna.

    Annars er ótrúlega rólegt hér á landi og raunar í Englandi yfir þessum stóru kaupum sumarsins. Var eitthvað að gerast annað í gær sem tekur athygli manna eða?

  7. Furðuleg timasetning a þessari tilkynningu, eflaust að liverpool reyna að taka pressuna af honum með að tilkynna þetta a sama tima og England skítur upp a bak.
    En hvað um það vertu velkominn Mane og gangi þer sem allra best i rauðu treyjunnix.

  8. Ef Klopp vill hann og hann vill LIVERPOOL þà er ég bara sàttur ?
    Sammàla hvað varðar þetta peninga rugl .. en svona er þetta bara ..
    Mikilvægt að hafa alla klàra þegar æfingar byrja ?

  9. Úff,ég var farinn að hafa gríðarlegar áhyggjur að við fengjum bara ekkert frá Southampton í ár.

  10. Stærstu kaupin gætu verið eftir, verði Ragnar Sigurðsson keyptur!

  11. https://www.theguardian.com/football/2016/jun/29/tottenham-leicester-ragnar-sigurdsson-iceland-premier-league

    ….However, it is understood that Sigurdsson, who would cost around €5m (£4.1m), would prefer a move to the Premier League and his representatives have already been sounded out by Tottenham and Leicester, while Liverpool and other unnamed clubs have also expressed an interest.

    Hversu fallegt væri það að sjá Ragga Sig í Liverpool treyjunni. Nú þarf bara annað eins display á móti Frökkum og við erum að dansa!

  12. Las flott comment hjá Echo um þessi kaup – Hann er í raun flottur staðgengill fyrir Sterling en munurinn er að hann getur klárað færin.. og að hugsa sér að City borguðu 50 Mil fyrir Sterling.

    Er mjög sammála þessu og segi bara velkominn Mané til LFC!!

  13. Mané eru góð kaup (hraði og mörk!) ef horft er framhjá verðinu, en við borgum það svo sem ekki úr eigin vasa. Vandamálið er meira áhrifin sem það hefur á okkar takmarkaða budget. Þyrftum kannski að sjá hvernig glugginn þróast til að meta hversu eðlilegt verð þetta er því þessi sjónvarpssamningur mun lyfta þeim upp úr öllu valdi.

    Við þurfum samt sennilega að leyfa aðeins af EPL glugganum að líða áður en við áttum okkur á þessu verði almennilega. Þegar við sjáum þessi kaup í samhengi annara kaupa á ‘nýja-snjónvarpssamnings-verðinu’, þá kannski kemur betur í ljós hversu mikið við erum að borga fyrir hann.

    Nú er talað um að Chilwell og Zielinski séu næstir (~20m báðir) og þar með lýkur okkar innkaupum sennilega. Gefið að við seljum Bogdan, Illori, Skrtel, Wisdom, Lucas, Allen, Alberto, Ibe, Benteke og Balotelli, þá væri hópurinn svona:

    Karius/Mignolet
    Clyne/Flanagan – Matip/Lovren – Sakho/Gomez – Moreno/Chilwell
    Can/Grujic – Henderson/Zielinski
    Mané/Markovic – Firmino/Lallana – Coutinho/Milner
    Sturridge/Origi/Ings

    Er fólk sátt við þetta?

  14. #23 Væri til í Dahoud einnig, talað um Lucas og Allen út, Zielinski og Dahoud inn. Annars væri ég ekkert á móti að halda bara Allen í staðinn fyrir að fá Zielinski, sá maður heillar mig ekkert en ég veit svosem voðalega lítið um kauða.

  15. Ef Raggi Sig kostar í alvöru ekki meira en 4 milljónir punda þá held ég að hann yrði geggjuð kaup. Hef sjaldan séð aðra eins frammistöðu frá “underdog” eins og í leiknum á mánudaginn. Hann berst með hjartanu, er nautsterkur og vinnur flesta skallabolta sem koma inn í teig. Nánast allt sem okkur hefur lengi vantað. Næsti Hyypiä.

  16. Ég myndi vilja sjá Gylfa í Liverpool. Hann myndi smell passa fyrir Klopp. Gylfi gerir allt sem Henderson gerir, nema hann gerir það allt betur.

  17. #27
    þetta er vél blautur draumur en eftir neið hjá honum er ég ekki vis að dyrnar standi opnar aftur. Nei veit ekki. Væri samt allveg til

  18. Af því að verið var að tala um að Mané væri allt sem Sterling væri + að klára færin.
    Paul Merson talar nú ekki alltaf af viti en hann sagði eitt á skysport.com í dag sem ég er hjartanlega sammála: Sterling hefur enga spyrnutækni. Og það reynist honum dýrt.

    “Sterling needs to learn the game, and it might sound a bit harsh, but I don’t think he kicks the ball properly. I’ve never seen him drill it. He puts his head down when he runs too, so I think he needs to stay behind in training, learn to get his head up and improve as a player.”

  19. sterling er heimskur krakki m gráðugan umba/imba. hann hafði alltaf val um að vera áfram og halda áfram að þróast.hann var ekki að brillera a EM og a eftir að læra mikið.hann verður aldrei seldur fyrir hærri upphæð en LFC fekk fyrir hann. hann einfaldlega mun líklega ekki ná a næsta stig.

  20. Zlatan mættur til United sem sýnir að lið verða ekki að verða í meistaradeildinni til að laða til sýn stjörnur. Þetta er sérstakt vegna þess að hann hefur aldrei unnið meistaradeildina og er ekkert að yngjast og það er ekkert sem bendir til þess að United sé að fara að vinna hana á næstu árum.

  21. Miðað við stefnu man-utd i leikmannakaupum i sumar Zlatan,Henrikh Mkhitaryan og Eric Bailly komnir og tala ekki um það að stærstu blöðin erlendis tala um viðræður milli man-utd og umbann hans Pogba. ógnvekjandi 🙁 og enn verra er að sennilega er móri ekki hættur að versla!

  22. Við keyptum mann sem var alltaf verið að kippa útúr liðinu hja southampton i vetur utaf hann var ekki með hausinn rétt skrúfaðann a, a 36 mill punda.
    Skrifað i skýin að verðmiðinn a eftir að stíga honum til höfuðs likt og hja carroll og benteke.. að minu mati fàrànleg kaup

Schadenfreude!

Undirbúningstímabilið