Liverpool 3 – Manchester City 0

Þann 23.ágúst í fyrra lék liðið okkar sinn fyrsta útileik, á City of Manchester Stadium. Mascherano nýfarinn í fýlu og þá tók þáverandi stjóri liðsins þá ákvörðun að stilla upp leikkerfinu 4-4-2 og úr varð sennilega einn sá mest “one-sided” leikur sem við höfum fengið á okkur í seinni tíð. Liðinu var stillt aftarlega á völlinn og reyndi að sparka langt á sentera sem aldrei höfðu upplifað slíkt áður.

Í kvöld, 11.apríl, á sama leiktímabili tók núverandi stjóri sig til og stillti líka upp 4-4-2 liði gegn þessu City liði sem slátruðu okkur þá.

Uppstillingin

Reina

Flanagan – Skrtel – Carragher – Aurelio

Kuyt – Lucas – Spearing – Meireles

Carroll – Suarezl

Bekkur: Gulacsi, Cole, Robinson, Shelvey, Maxi, Wilson, Ngog

En þar með lýkur líka samanburðinum! Nú voru skilaboðin önnur:

Pressa City liðið hátt, “senda-og-hlaupa” fótbolti og klára sóknir hratt!!!

Afraksturinn varð frábær, bestu 45 mínútur liðsins sóknarlega í ansi langan tíma og síðan fáránlega vinnusamar og skipulagðar 45 mínútur sem skiluðu einum sætasta sigri þessarar eyðimerkurgöngu sem veturinn í vetur hefur verið!

Næsti hægri bakvörður? - John FlanaganDalglish hafði greinilega lært á hræðilegri frammistöðu gegn W.B.A. að tími Carra í bakverðinum er liðinn og sennilega tími Kyrgiakos á Anfield bara almennt frá. Grikkjann myndi ég fara með í allar styrjaldir sem ég þyrfti að heyja en sennilega er hann of hægur í þessa deild. Í dag fékk sénsinn 18 ára uppalinn drengur og ættingi Carra (sem færður var í sína stöðu í hafsentinn), John Flanagan eftir verulega góða frammistöðu hans í vetur. Ætla bara að klára strák strax. ÞVÍLÍKUR FYRSTI LEIKUR!!! Eftir smá stress fyrstu 5 mínúturnar óx honum ásmegin, var skynsamur og spilaði einfalt í fyrri hálfleik, þorði ofar á völlinn í seinni og sýndi að þar er mikill möguleiki á framtíðarleikmanni. Frábært að sjá, vonandi fáum við fleiri unga að sjá áður en tímabilið er úti!

En aftur að leiknum, strax á 7.mínútu varði Joe Hart mjög vel frá Suarez eftir stungusendingu en á 13.mínútu átti hann ekki séns þegar Gladiatorinn Andy Carroll stimplaði sig inn á Anfield. Meireles átti skot sem hrökk af varnarmanni til Carroll sem tók hann viðstöðulaust dúndurfast eftir jörðinni af 20 metrum, algerlega óverjandi fyrir enska landsliðsmarkmannsins. Strákur fagnaði ógurlega og völlurinn með honum, 1-0 sem var algerlega sanngjarnt eftir mjög öfluga byrjun. Eftir 25 mínútna leik virtust gestirnir vera að komast inn í leikinn en alltaf sóttum við á mörgum mönnum þegar færi gafst og sóknarparið okkar magnaða olli miklum usla.

Það bar árangur þegar við uppskárum tvö mörk á tveimur mínútum. Fyrst kom mark á 34.mínútu sem var í raun holdgervingur frammistöðu okkar, Carroll skallaði erfiðan bolta sem virtist kominn útaf inní teig þar sem Meireles var í færi en náði ekki skoti á mark, boltinn hrökk til Aurelio sem skaut að marki en varnarmaður blokkaði skotið sem hrökk þá til Dirk Kuyt utarlega í teignum og Hollendingurinn magnaði stýrði boltanum í fjærhornið, 2-0 og síðan varð staðan 3-0 mínútu síðar þegar Meireles sendi bolta inn í teiginn sem oft á tíðum hefði bara verið skallaður meinlaust frá.

The pony-tailed monster!En ekki þegar þú ert með ákveðinn Andy Carroll í þínum röðum. Hann kom á ferðinni og dúndraði boltanum í fjær með höfðinu af vítapunkti, algerlega óverjandi. Einhverjir voru farnir að reyna að efast um þennan strák (ég alls ekki einn þeirra), en eftir kvöldið geta allir hætt að efast. Þessi strákur er svo svakalega kraftmikill að það verður ekki hægt að mæla!!! Vissulega á hann enn eftir að fínisera tæknina sína og verða betri í að linka upp við samherjana, en varnarmenn um allt England skjálfa yfir því að þurfa að mæta svona krafttrölli á fullri ferð.

Fyrri hálfleik lauk og við höfðum klárlega orðið vitni að magnaðri sóknarframmistöðu liðsins okkar, sennilega þeirri bestu í vetur.

Sá síðari var ekki sama sóknarsprengjan, en í staðinn fengum við að sjá vinnusemina og skynsemina í liðinu. Leikkerfið 451 / 433 var á sínum tíma sett til höfuðs (og hálf slátraði) 442 kerfinu, þar sem þá voru fleiri menn inni á miðsvæðinu sem stjórnuðu ferðinni og fljúgandi vængmenn áttu svo að kýla kantmenn aftur á völlinn.

Í kvöld sáum við fullkomna útgáfu á leik liðs með 4-4-2 sem svar við þeim tilburðum. Bakverðirnir okkar sáu um kantmennina og ótrúleg vinnusemi Dirk Kuyt á hægri kantinum sást enn einn ganginn. Drengurinn var STÓRKOSTLEGUR í varnarvinnunni sinni og svo var það alveg ótrúlegt að sjá að í ansi mörgum tilvikum var það hann sem var mættur til að sækja að marki. Ógurleg frammistaða einfaldlega hjá stáknum. Meireles var á vinstri kantinum og sýndi vinnuhliðina sína líka. Þeir komu inn til að aðstoða miðjumennina þegar þess þurfti og síðan á fullri ferð út á kanta þegar boltinn var fluttur þangað.

Inni á miðjunni voru svo tveir leikmenn sem mörgum langar að líka illa við. Ekki mér. Lucas Leiva átti magnaðan dag, vann helling af boltum og Jay Spearing sýndi á sér þá hlið að geta dreift boltanum hratt í allar áttir. Leikur þessara tveggja manna inni á miðjunni var magnaður og saman átu þeir miðju þriggja “lykilmanna” City, þeirra Toure, Milner og Barry.

Hálfleikurinn leið án stórra viðburða, við fengum öll færin sem skiptu máli, en þó engin dauðafæri, Kuyt næst því að skora upp úr horni og síðan Carroll með skalla eftir sendingu frá Suarez sem fór rétt yfir. Pepe Reina þurfti að verja eitt skot, á 83.mínútu frá Yaya Toure og gerði það vel.

Einhverjir munu reyna að tala um slakan leik City, en reynið ekki að hlusta á það!!! Þetta lið stútaði síðasta leiknum sínum 5-0 og er í harðri baráttu um CL-sæti, en í kvöld voru þeir teknir í bakaríið.

Kóngurinn!Sem ég held að sé algerlega einum manni að þakka, kónginum Kenny Dalglish. Það verður ekki hægt að skynja skarpari andstæður en þessa tvo leiki gegn yfirborguðu prímadonnunum í Manchester City. Fyrri leikur þar sem dregið var úr öllum sóknartilburðum og sköpunargleði, leikmannahópur sem fór í leik til að tapa ekki en í síðara skiptið há-aggressívt lið (þó án Johnson, Agger og Gerrard) sem þorði að sækja og lét boltann ganga á milli sín. Það er BARA EINN KENNY DALGLISH!

Ég segi enn og aftur að ég tel okkur ekki ná EL-sæti í vetur og held við verðum númer 6 í deildinni, leikirnir sem eftir eru eiga að sína okkur hverjir eru skyrtunnar verðir í framtíðinni.

Í kvöld sýndu allir ellefu byrjunarliðsmennirnir okkur það, mér finnst einfaldlega ekki hægt að velja einhvern einn mann þessa leiks, það leystu allir leikmennirnir sín hlutverk eins og þeir voru beðnir um, og jafnvel meira en það!!!

Næst förum við á Emirates um næstu helgi, mikið vona ég að við sjáum aðra slíka frammistöðu þar svo maður geti leyft sér að kreista fram bros og bíða spenntur eftir næsta tímabili!!!

153 Comments

  1. Maður leiksins klárlega Carroll! En Kuyt var stórkostlegur og Lucas og Spearing voru brilliant. Ég var ekkert smá ánægður með Flanagan. Frábært debut!

  2. Oleoleoleole—-oleeeee—-oleeeeee. Oleoleoleole—-oleeeee—-oleeeeee.

    Sigurvíma hérna megin og 11 nýjar stjörnur fæddar en einna helst 3, Carroll, Suarez og Flaaaaaaanagan!!

  3. Fuck yea !!!!
    Allgerlega frábær “pass and move” leikur hjá okkar mönnum… bara fegurð :o)
    Carroll að stimpla sig rækilega inn, miðjan frábær allann leikinn, báðir bakverðir flottir og bara ekki veikur hlekkur í liðinu í dag 🙂

  4. Ég þarf nú bara að fá almennilega staðfestingu á því að þetta hafi verið debut hjá John Flanagan, spilaði eins og hann hafi verið þarna í áratug og skaðar ekkert málstað þeirra sem vilja sjá þessa kjúklinga fá fleiri tækifæri líkt og Flanagan fékk í dag.

    Algjörlega frábær frammistaða í kvöld, City gjörsamlega rassskelltir og 5-0 hefði verið sanngjarnara. Núna er bara að ná svona leikjum oftar og gegn minni liðum líka.

    Hugsið út í það að við VERÐUM POTTÞÉTT með sterkari hóp á næsta ári og þá hefur Dalglish fengið undirbúningstímabil með þetta lið og auðvitað mikið meiri tíma

    Keep it up

  5. FLANAGAN!!!!!!!!!!!!!!!! dýrka þennan náunga hann er ekkert hræddur að dúndra niður leikmenn!!!!!!!

  6. Áttum hræðilegan leik gegn WBA sem við töpum og allir leikmenn úthrópaðir.

    Spilum svo flottan leik í kvöld og vinnum 3-0 og allir leikmenn orðnir snillingar 🙂

    Vissulega er frammistaðan í kvöld miklu betri en gegn WBA og ef við hefðum andskotast til að vinna þann leik þá værum við 2 stigum á eftir tottenham í staðinn fyrir 5 og eigum eftir að spila við tottenham…

    En það var mjög gaman að sjá hvað Flanagan var að koma vel út og geislaði af sjálfstrausti og var alltaf að bjóða sig fram til að fá boltann…

  7. Carroll getur svo sannarlega skorað mörk án þess aað skalla. Þvílík mörk hjá honum í dag

  8. Þvílikur leikur hjá Flanagan!!! Aljör framtíðarleikmaður þarna á ferðinni! En ég var orlaus með Spering og Lukas í dag … Gjörsamlega stjörnuleikur hjá þeim báðum… Og nær óslyljanlegt að þeir hafi getað leikið svona illa saman síðast !

  9. Skulum ekki missa okkur yfir Flanagan, þessi 19 ára bakvörður hjá City stóð sig vel í sínum fyrsta leik svo gat hann ekki neitt, frábær sigur engu að síður!

  10. Frábær frammistaða – frábær leikur! Mikilvægt að Carroll er kominn í gang líka.

    Hvernig er annars tölfræðin í heimaleikjum vs. útileikjum eftir að Dalglish tók við?

  11. Stórkostleg frammistaða í kvöld einsog í flestum stóru leikjunum á leiktíðinni.
    Ótrúlegt að þetta lið skuli steinliggja gegn West Brom og rúlli svo Man City auðveldlega upp.

    Virkilega gaman að sjá Andy skora þessi mörk í kvöld. En sá sem kom mér mest á óvart var John Flanagan. Það var einsog að hann hafi verið búinn að spila í deildinni í fjölmörg ár.
    Hann á fleiri tækifæri skilið og vonandi fáum við að sjá fleiri unga leikmenn í næstu leikjum.
    Er handviss um að nokkrir þeirra geti spilað eitthvað hlutverk á næstu leiktíð. 🙂

  12. Frábær leikur frá A-Ö. Kuyt maður leiksins að mínu mati. En þetta framherja-par Suarez/Carroll VÁ…..þetta er það mest spennandi par sem ég hef séð lengi.
    Ummæli leiksins af Twitter (man ekki frá hverjum): “Suarez makes Lescott look like an Everton player”….

  13. Þeir sögðu það þulirnir hjá mér að þetta væri fyrsti leikurinn hjá Flannagan. Hann stóð sig mjög vel enda voru menn duglegir að bakka hann upp.
    Frábær leikur og er sérstaklega ánægður með Kuyt, Carroll og Lucas.
    Áfram Liverpool!!

  14. Gríðarlega góð frammistaða í kvöld hjá öllu liðinu, gaman að sjá til Flanagan, einnig finnst mér allt annað að sjá til Skrtl þessa dagana hann virðist vera búinn að fá sjálfstraustið aftur. Þá er hann bara alls ekki svo slakur er það nokkuð ?

  15. fyrir leikinn sagði eg við sjálfan mig hver í fjandanum er John Flanagan, en hann var stórkoslegur verð ég að segja.

  16. Dalglish on John Flanagan debut: “We didn’t tell him until 6pm. We wouldn’t have had enough tickets to go round if he’d known earlier”

  17. Verð bara að þakka Liverpool fyrir frábæra afmælisgjöf 🙂 stóðu sig allir með sóma

  18. Snilldar leikur hjá okkar mönnum, þetta var aldrei í hættu. Frábært að sjá Carroll setja 2 mörk, ég er viss um að hann verði svakalegur hjá Liverpool. Samvinna Carroll og Suarez lofar mjög góðu. Kuyt átti óaðfinnanlegan leik og Lucas var frábær eins og vanalega. Vörnin var mjög örugg og nýliðinn Flangan átti snilldarleik. Virkilega gaman að sjá Flanagan og vonandi spilar hann miklu meira á þessu tímabili.

    Ég verð svo að tala sérstaklega um Jay Spearing. Stórkostlegur leikur hjá drengum, hann var eins og kóngur á miðjunni, sérstaklega í fyrri hálfleik. Menn hafa verið að segja að þessi strákur sé ekki nægilega góður og ég hef alltaf verið því ósammála. Spearing hefur vaxið jafnt og þétt á tímabilinu og Kenny virðist hafa mikla trú á honum. Þetta er nú það sem ég hef stundum verið að benda á, það gengur ekki að vera að gefa strákum í unglingaliðinu korter í 1-2 leikjum og dömpa þeim svo í championship deildina. Menn verða að fá tíma til að koma inn í liðið og venjast að spila með góðum leikmönnum á hæsta leveli. Þá er aldrei að vita nema það verði eitthvað úr þeim, eins og virðist vera að gerast með Spearing núna. Ég er virkilega ánægður með þessar framfarir hjá Spearing og vil sjá hann í byrjunarliðinu út leiktíðina.

  19. Þetta var alveg örugglega einn af tveimur bestu leikjum Liverpool á tímabilinu. Vinnslan í liðinu var þvílík og vinnusemi og leikgleði var alveg til fyrirmyndar. Það var líka erfitt að sjá að þetta hafi verið debut leikur hjá Flanagan. Strákurinn spilaði eins og sá sem hefur reynsluna á sínu bandi. En það er best að missa sig ekkert en ég hugsa að hægri bakvörður sé staða sem Liverpool þarf ekki að styrkja með 3 afbragðs leikmenn þar, Johnson, Kelly og núna Flanagan.

    Allavega allt liðið lég vel. Fyrra mark hjá Carroll var alveg 10 milljón punda virði og það seinna 15 milljón punda virði. Hann á þá bara eftir að borga upp 10 millur sem ég geri ráð fyrir að hann nái fyrir lok tímabilsins 🙂

  20. Liðið er búið að rasskella báðum manchester liðunum. markatalan 6-1 ekki slæmt. gegn liðum sem kosta eftlaust samanlagt 500 mills punda!

  21. Ég hugsaði hrikalega mikið um það í kvöld hvað það hefði verið gaman ef þessi leikur hefði verið leikur sem hefði skipt okkur gríðarlegu máli í baráttu um 1-4 sæti en ekki til þess að halda 6 sætinu, svekkjandi en það verður að bíða til næsta veturs bara.

    Frábært að sjá Carroll í kvöld og í fyrsta sinn sá ég Spearing virkilega góðan, viðurkenni að ég hélt að það yrði aldrei neitt úr þessum dreng en svei mér þá ef Dalglish er ekki bara að ná að búa til Fótboltamann úr honum. Frábær leikur hjá stráknum og hann finnst mér alveg eiga skilið nafnbótina maður leiksins.

    Einstaklega gaman svo að sjá Carrollinn, 2 stórkostleg mörk í kvöld og það verður æðislegt næsta vetur að sjá hann og Suarez saman og þá vonandi með 2 þrusu kantmenn með sér inná vellinum og kannski verður einn alvöru senter mættur líka til leiks þá.

    Virkilega skemtilegur leikur í kvöld en eins og ég segi þá böggaði það mig mikið meðan á leiknum stóð hvað okkar menn hafa klikkað mikið í vetur td gegn smærri liðum sem gerði það að verkum að þessi leikur skipti ekki jafn miklu máli eins og hann annars hefði getað gert.

  22. Skýrslan súmmerar þetta vel upp, nú er bara að vona að menn verði ekki búnir að gleyma hvernig á að spila svona skemmtilegan bolta eftir tæpa viku.

    Það mætti segja mér að Arsenal menn sé byrjaðir að skjálfa 🙂

  23. Dirk Kuyt sá nú eiginlega til þess að Flanagan átti góðan leik, það reyndi aldrei almennilega á hann varnarlega því duracell kanínan var alltaf mætt í backupið. En hann gerði allt rétt og vel og frábært debut hjá honum. Snilld líka að Carroll sé búinn að létta af sér talsverðri pressu með tveimur frábærum mörkum!

  24. Kuyt og Suarez voru fannst mér mest áberandi í mjög áberandi Liverpool liði í kvöld.

    Annars segi ég bara

    BRING ON YE ARSENAL SCUM!

  25. en vitiði hvað… ég held að Aurelio hafi farið í gegnum þennan leikn óskaddaður…
    kannski höfum við leftback í næsta leik…

  26. Þetta var GEÐVEIKT!! Þvílíkur leikur hjá hverjum einasta Liverpool manni inn á vellinum! ALLIR menn leiksins! (En samt Kuyt 100% ef það má bara velja einn)

    Carroll snillingur! Flanagan með þvílíkann fyrsta leik! Kuyt var útum ALLT og var geðveikur! Lucas og Spearing átu miðjuna! Og restin af liðin FRÁBÆR! Síðast en ekki síst…. KING KENNY! Þvílíkur meistari! Láta hann skrifa undir samning þangað til hann verður 90 ára!

    Ps. Aurelio kláraði heilann leik!

    YNWA!

  27. The performance of Flanagan was also cause for delight amongst Liverpool fans – and Dalglish was eager to praise the maturity of the young Scouser.

    The boss joked: “He never knew he was playing until about quarter to six – we wouldn’t have had enough tickets to go round if we had told him he was playing!

    “The family would have been inundating the club with ticket requests and there weren’t any to be sold, so we had to keep it quiet.

  28. Algjörlega frábær sigur hjá okkar mönnum í kvöld!

    Maður var hrikalega ánægður með allt liðið í kvöld, og ekki bara afþví við unnum 3-0, eða afþví Carroll skoraði eða af því þetta var nýríka shitty sem við unnum heldur útaf því liðið var að spila frábæran bolta og virtist njóta sýn á vellinum. Það er greinilegt að lífsgleðin er á Anfield og að sjá menn eins og Dalglish og fleiri höfðingja hoppandi af gleði á hliðarlínunni fær mann til þess að brosa.

    Tel það enþá raunhæfa möguleika að ná 5 sætinu en það þurfa hlutir að falla með okkur. Ég græt ekkert ef við komumst ekki í Evrópudeildina en vona að það náist þar sem það eru peningar fyrir klúbbinn og fleiri leikir fyrir okkur. Svo hafa að sjálfsögðu yngri leikmenn fengið að láta ljós sitt skýna í þessum leikjum í Evrópudeildinni.

    En í kvöld spilaði liðið frábærlega.. en það sem ég tók mest eftir var Spearing, almáttugur hvað þessi drengur hefur komið mér á óvart. Lítill kubbur sem ég var ekkert svakalega spenntur fyrir.. hélt að þetta væri bara varaliðs-leikmaður ef það má orða það þannig, hann er bara einfaldlega algjör VÉL inni á miðjunni. Hann á skilið mikið hrós fyrir frammistöðuna sína í dag.

    YNWA

  29. Vá hvað þetta var massífur leikur hjá þeim rauðu!

    Maður leiksins………?
    Það eru bara svo margir!

    Kuyt: Maðurinn hlýtur að hafa klónað sig fyrir þennann leik og sett 3 eintök inn á völlinn, hann var immense!

    Spearing/Lucas: Tek þá saman, því þeir bættu bara hvorn annann alveg fullkomlega uppí þessum leik. Ef einn leitaði fram, þá sat hinn eftir og passaði bakgarðinn. Gersamlega drápu city sóknirnar trekk í trekk!

    Flanagan: Leit alveg rosalega vel út! Var ekkert hræddur við rándýra leikmenn city og alveg game í að taka smá krúsídúllur til að losa um pressu á sér. Ef Kelly og Flanagan eru merki um það sem koma skal upp úr yngri deildunum, þá er ég vægast sagt spenntur fyrir framtíðinni!

    Carrol: Auðvitað verður pjakkurinn að fá línu hérna, með þessi líka tvö yndisleg mörk!
    Ég get varla lýst því hvað ég var kátur þegar hann dúndraði inn fyrsta markinu!
    Strákurinn var barasta stöðug ógn og einfaldlega óheppinn að ná ekki marki Kop megin.

    Suarez: síógnandi, líkt og maður er hreinlega farinn að venjast!

    Ég bara get ekki valið! Motm er hreinlega LFC eins og það leggur sig!!!!!!

    🙂

  30. En í sambandi við titilbaráttuna á milli Arsenal og Man utd. vilja menn að Liverpool vinni Arsenal og þar með “eyðileggja” titilbaráttuna hjá þeim? (minnka hana allavega svakalega)

    En annars þá var þetta fyrsti leikur í langan tíma sem að var virkilega gaman að horfa á, held barasta að enginn í liðinu hafi staðið sig illa.

  31. Það var íslendingur sem meðhöndlaði Aurelio síðustu tvær vikurnar fyrir þennan leik og kom honum svona líka vel í gang. Aurelio alveg í skýjunum með árangurinn….allavega fyrir leik 🙂

  32. Raul Meireles framtíðar eftirmaður Gerrard sem Brain Liðsins það virðist að öll þessi mest öll mörkin sem við höfum skorað hefur alltaf tengist Raul Meireles.

  33. Sást vel í þessum leik hvernig á að koma ungum leikmönnum inn í aðalliðið. Að láta þá leika með fringe-players í bikarkeppnum er ekki góð hugmynd, þar koma þeir inn í leikmannahóp sem er ekki með jafn mikla leikæfingu og verða því óöruggari.
    John Flanagan átti skínandi leik í dag og held ég að stór hluti af því hafi verið sá að hann lék með Dirk Kuyt fyrir framan sig, Jamie Carragher við hliðina á sér, Pepe Reina á bakvið sig og svo voru miðjumennirnir oft búnir að opna stutta sendingaleið til sín. Toppframmistaða sem gerir ekkert annað en að auka sjálfstraust þessa efnilega scousers.

    Annars var gleðilegt að sjá þrjá scousera í liðinu auk Lucas og Kuyt sem ég held að séu með Scouser-blóð í sér.

  34. Lucas og Spearing rústuðu miðjunni rétt eins og City rústaði henni í fyrri leiknum. Frábært “energy” í þeim, Meireles frábær og það sem mér fannst einna mikilvægast í þessu öllu: tveir frábærir vel spilandi bakverðir! Aurelio kemur með mikla yfirvegun í að koma boltanum í spil sem hjálpar Skrtel mikið. Framlínan á svo bara eftir að verða betri.

    Er ekki lífið dásamlegt?

  35. Carrol 2 mörk, Suarez 2 mörk, Torres 0 mörk. Skuldum Chelsea afsökunarbeiðni, seldum þeim gallaða vöru!!!

  36. Sælir félagar

    Sá ekki leikinn en mun horfa á hann á morgun. Glæsileg niðurstaða góðrar liðsheildar heyrist mér. Það er aðeins einn maður sem minnist á vörnina. það þýðir að hún hefur verið algjörlega solid – eða hvað?

    Það er nú þannig.

    YNWA

  37. Er ekki slæmt að Caroll vinni “man of the match” og fái flösku af Kampavíni 😉

    Er á því að auðvita förum við í alla leiki til að vinna og eigum að stefna að 5 sætinu þangað til það er ekki tölfræðilega mögulegt. Vill að sjálfsögðu ekki að ManU vinni titilinn en við eigum að sjálfsögðu að stefna að sigri um næstu helgi – annað ekki til umræðu.

  38. Enn sýnit Kuyt að hann er alltaf að vinna fyrir liðið og hann má sko vera áfram í LIV. Suarez óheppin að skora ekki og flott hjá Carroll 2 mörk, með betri leikjum sem Liv hefur spilað síðan??????.

  39. 1. Dagur Funi says:
    09.04.2011 at 21:26
    Flott upphitun. Spái 3-0 í ,,hundleiðinlegum” leik þar sem boltarnir eru meira og minna dældir á kollinn á Carroll og það muni heppnast 2 þar sem hann muni skora 2. Suarez klára þetta svo í lokinn með frábæru einstaklingsmarki

    Hvað sagði ég?

  40. Nr. 50

    Shit haha djöfull var þetta sjúklega nálægt því að vera 100%

    Þú sérð um að tippa á næsta byrjunarlið 😉

  41. Nr 50. þú spáðir 3-0 í hudleiðilegum leik, þú spáðir líka að það kæmu endlaust boltar á Carroll, þetta er nú alls ekki rétt hjá þér en þú gískaðir hinsvegar á það að Carroll myndi setja 2 og þú færð prik fyrir það..

    Geggjaður leikur hjá okkar mönnum, frábært að sjá Carroll setja 2 mörk og Kuyt var svakalegur eins og reyndar allt liðið…

  42. Ótrúlega góður leikur og af mörgu að taka. Liðsmenn Liverpool frábærir.

    Ég er virkilega ánægður með hvað lesendur kop.is virðast hafa tekið eftir framlagi Kuyt í þessum leik! Hann var stórkostlegur og klárlega maður leiksins.

    Flanagan mun líklega lifa á þessum leik ansi lengi og er vel að því kominn. Ég varla vissi hver hann var en þvílíkur fyrsti leikur.

    ég get varla beðið eftir næsta leik…

  43. Sá að það var einhver að spyrja um þetta. Tölfræðin hjá Liverpool eftir að Dalglish tók við:
    H: L:6, U:4, J:2, T:0, Stig: 14/18, Markatala: 12-4
    A: L:6, U:3, J:0, T:3, Stig: 9/18, Markatala: 9-7
    Samtals: L:12, U:7, J:2, T:3, Stig: 23/36, Markatala: 21-11

  44. Í þessum leik sannaðist það hversu mikil nyt hægt er að fá úr jafn hæfileikalitlum (með fullri virðingu) knattspyrnumanni og Dirk Kuyt.
    Að nota hann sem fremsta varnarmann í sóknarkerfi sem byggist upp á því að pressa og djöflast er akkúrat þar sem hann nýtist best, það sannaðist í kvöld.
    Annað sem sannaðist er að King Kenny er man-manager snillingur, að hafa fengið slíka frammistöðu úr ekki betri leikmannahóp er náttúrulega ekkert annað en ótrúlegt. Þrátt fyrir að Man City (sounds like a gay night club) hafi verið með dýrari og “hæfileikaríkari” leikmenn á pappír þá komu leikmenn Liverpool út á völl með akkúrat það hugafar sem þarf til að sigra leiki.
    Mér finnst oft alveg ótrúlegt að sjá og finna á eigin skinni hversu mikil áhrif hugurinn getur haft á líkamlega getu og oft vangetu manns, það sýndi sig í kvöld.

    Annar leikmaður sem ég vil minnast á er Mario Balotelli. Mér leiðist að tala illa um nokkurn mann og það getur vel verið og raunar frekar óumdeild að hann er mjög góður fótboltamaður – en guð minn hvað ég þakklátur að hann sé ekki í okkar liði. Hann mætti vera hæfileikaríkasti leikmaður veraldar en ég get bara ekki gaura með svona attidute. Í hvert einasta skipti sem hann var í mynd var hann fýldur. Þar að auki með litla sem enga virðingu fyrir þeim miklu hæfileikum sem honum hafa verið af guði gefnir og hegðun hans utan vallar hefur einnig sýnt að hann hefur ekki vott af auðmýkt, heldur hagar hann sér eins og honum lystir og skeytir ekki um þá sem líta upp til hans hugsanlega sem fyrirmynd. Ég ætla vona að þeir séu fáir.

    En annars frábær leikur og frábær úrslit. Mikið er gott að upplifa svona kvöld.

  45. Eitt sem mig langar til ad koma ad med Kuyt eftir thennan leik.

    26 leikir

    8 mork

    6 stodsendingar

    Og thetta er fyrir utan alla hina vinnuna sem hann leggur lidinu. Ja hann er alveg hreint “omurlegur” leikmadur.

  46. Ég held að Kuyt sé með 9 mörk reyndar 😉

    Kuyt hæfileikalítill?? Hann er ekki besti leikmaður í heimi en hæfileikalítill er hann ekki. Reality check.

  47. Kuyt er með 9 mörk í deildinni og 2 í Evrópu = 11

    6 stoðsendingar, þar af bæði mörkin hans Suarez.
    Greinilega hæfileikalaus

  48. Þetta fer mjög eftir því hvernig Kuyt er notaður. Það eru stöður og hlutverk sem hann er hreint ekki góður í og við höfum svo sannarlega fengið að sjá þá leiki hjá honum í LFC búning. En í þessu hlutverki, rétt fyrir aftan Carroll og með Suarez með sér er hann frábær. Tala nú ekki um ef við fáum svo Gerrard inn líka.

    Ég sé þetta reyndar sem meira 4-3-3 kerfi með Suarez og Kuyt meira á vængjunum…eða bara allsstaðar eins og þeir virtust vera í dag og Carroll alveg upp á topp. Í þessu hlutverki eru fáir í heiminum betri en Kuyt, Inside forward hægramegin með nokkuð frjálst hlutverk í liði sem pressar andstæðinginn.

    Kuyt þarf tíma, ef hann fær smá tíma þá er hann stórhættulegur og fyrir utan ævintýralega vinnusemi er hann mjög mark”heppinn”. Andy Carroll, Luis Suarez og t.d. Steven Gerrard eru allt leikmenn sem veita Kuyt tíma.

    Þá er sókndjarfur bakvörður ekki síður mikilvægur til að hjálpa og/eða taka til sín varnarmenn.

    En um hugarfar hefur enginn nokkurntíma efast, það er til fyrirmyndar.

  49. Frábær sigur hjá okkar okkar mönnum í gærkveldi held að Dalglish hafi ekki viljað skipta neinum inná fyrr en í lokinn(heiðursskipting þarna í lokin)rosalega erfitt að taka ein og velja mann leiksins en ætla samt að gera það.Númer 38 John Flanagan 18 gutti steig ekki feil spor allan leikinn fyrsti leikur hans byrjunarlið Liverpool í úrvalsdeildinni hann fær prikið mitt

  50. Hallur #52 eg spadi hundleidilegum leik innan gaesalappa , tho svo ad theim hafi ekki verid daelt a carroll tha notadi hann samt kassann og hofudid agaetlega oft. og ja babu, eg vaeri ekkert a moti tvi ad spa um urslit eda byrjunarlid hahaha 🙂

  51. Babu (#60) segir:

    „Þetta fer mjög eftir því hvernig Kuyt er notaður. Það eru stöður og hlutverk sem hann er hreint ekki góður í og bla bla bull bull útúrsnúningar dauðans og jada jada af því að hann er leiðinlegur leikmaður bleh bleh ég veit ekki hvað ég er að segja bla bla …“

    Kommon, Babú. Segðu það með okkur: KUYT – ER – GÓÐUR. Þrjú orð. You can do it. 😉

  52. Geðveikur leikur – en eins og venjulega hefur maður meiri áhyggjur af litlu liðunum sem eru eftir en stóru liðunum.

    Ef við gætum drullast til að vinna þau líka að þá væri maður rólegri.

    Dirk Kuyt MOTM

  53. Kuyt var góður í gær sem og allir leikmenn LFC. Það er sama með Kuyt og Lucas þeir eru frábærir í þessum leikjum þar sem við pressum hátt uppi og það er lítið um pláss. Það er þegar við erum að spila á móti “litlu” liðunum þar sem við fáum meira pláss og þurfum að sækja hraðar sem þeir nýtast ekki eins vel. Lucas og Kuyt hafa verið jafnbestu leikmennirnir okkar í leikjunum á móti Scum, Chelsea og City heima.

  54. Góður vinur minn sagði í gær: “Þetta lið okkar er svo schizo”, þ.e. kleyfhugi. Eins og tvö lið, hvort mætir til leiks?????

  55. #60 – Málið með Kuyt og mark”heppnina” hans sem þú vilt kalla held ég að snúist einmitt um allt annað en heppni. Drengurinn er sóknarmaður að upplagi og hefur maður séð það margoft á honum þegar hann er kominn inn í teig að maðurinn kann fjandakornið að staðsetja sig. Menn hafa reynt að gera lítið úr þrennuni hans gegn hinu Manchester-liðinu en hann hefði aldrei skorað þessi mörk hefði hann ekki staðsett sig þar sem boltinn lendir og komið sér þannig í frábæra stöðu til þess að skora mark

    Fyrir utan það hefur hann vinnusemi og elju sem Balotelli, Dzeko og Berbatov gætu ekki einu sinni keypt fyrir öll launin sín, jafnvel þó þeir myndu leggja saman í púkk þannig að bara einn þeirra fengi það

  56. Til hamingju með sigurinn .
    Þið spiluðuð frábæran fótbolta en við vorum mjög slakir.
    Liverpool liðið lýtur mjög vel út og eins og þið spiluðuð í kvöld þá munið þið berjast um topp 4 næsta season , engin spurning.

    En takk fyrir leikinn og gangi ykkur vel það sem eftir er.
    Ég hef séð hérna og á liverpool.is töluverða heift hatur og skítkast í átt að City og finnst mér það algjör óþarfi að þið sem haldið með Liverpool sem mun alltaf vera stærra lið en City skulið vera eyða orku í annað en að halda með ykkar liði sem mér hefur alltaf þótt flott lið með mikla sál

    Næsta laugardag er það United á Wembley og miða við þetta þá er ég svartsýnn.

  57. Skítkastið á City á alveg rétt á sér. Eyðslan er alltof mikil hjá ykkur, Chelsea all over again, nema bara miklu meiri. En hey að öllum líkindum verðið þið ekki í CL í nanustu framtíð þannig verð ykkur að góðu.

  58. NR. 63 Ég hélt ég hefði verið að því!!

    En ok minnsta mál í heimi, KUYT – ER – GÓÐUR.

  59. Nr. 67 Róbert

    Málið með Kuyt og mark”heppnina” hans sem þú vilt kalla held ég að snúist einmitt um allt annað en heppni.

    Nákvæmlega þessvegna skrifaði ég “heppni” enda eru þessi mörk hjá Kuyt alls engin heppni.

    Annaðhvort eruð þið ekki að skilja hvað ég var að skrifa um Kuyt eða bara höndlið ekki nokkra einustu gagnrýni á hann.

  60. Þarf eiginlega að taka undir með #68 þ.e. Citygaurnum. Verum stoltir yfir okkar mönnum og the Liverpool Way. Aðrir verða að fljúga eins og þeir eru fiðraðir.

    En algjörlega frábær leikur og að sjá litlu heimalingana og sjálfstraustið sem bjó í þeim var hrein Guðsgjöf til gamals manns.

  61. BBC: Is this what you meant when you said you wanted to make Anfield a fortress again?

    King Daglish: I don‘t think I ever said that because I don‘t think we ever lost that. I think it‘s always been a fortress.

    Þetta viðhorf Daglish er einmitt ástæða þess að hann á að leiða Liverpool næstu ár.

  62. Varðandi “heppni” Kuyt er vert að minna á orð Gary Player: “The more I trained the luckier I got”

  63. Babu!

    Hættu að drulla yfir Kuyt! :Þ Annars hætti ég að elta þig á Twitter! 😀

  64. Hættu að drulla yfir Kuyt! :Þ Annars hætti ég að elta þig á Twitter! 😀

    Haha ég hætti ég hætti.

  65. Já sæll! Þvílíkur leikur hjá okkur og þá sérlega fyrri hálfleikurinn. Allt komið hér fram held ég. Magnaður fyrsti leikur Flanagan í aðalliði okkar og sá er búinn að stimpla sig inn. Sá fór heldur betur í fullorðins tæklingar og skilaði sínu vel. Bauð sig endalaust allan leikinn og Pepe átti hann alltaf sem möguleika þegar Pepe þurfti að losa boltann út. Og talandi um Pepe. Þvílíkt kast hjá honum þegar hann hendir boltanum út til hægri á miðju þar sem Kuyt var. Allir leikmenn flottir í gærkvöld og fátt út á nokkurn að setja.

    Er að hugsa um tilnefna Aurelio mann leiksins bara fyrir það eitt að hafa sloppið við þessar 92 mín án meiðsla. Hef ekki sé neitt á Twitter eða á öðrum stað að hann hafi runnið til í göngunum eftir leik eða í sturtunni við að ná í sápuna eða neitt svoleiðis svo að nú er bara að vona að hann mæti heill í næsta leik á móti Nöllurum.

    Verð að ljúka þessu með tilvitnun í Bubba: Sumarið er tíminn.

    Djöfull verður gaman í sumar að fylgjast með nýjum mönnum inn í liðið okkar og sjá að við fáum almennilegt undirbúningstímabil. Ekkert HM eða EM eða annað að trufla. Veitir ekki af.

  66. suarez maður leiksins rólegir á vinnuseminni í gaurnum hann var alltaf komin á miðjuna til að fá boltann og svo hljóp á menn og sprengdi þá með góðum sendingum usssssss SUAREZ

  67. uuuuu…pínu pæling (til gamans). Er Andy Carroll sjálfur með Twitter? Viti þið eitthvað um það??

  68. Ég elska þegar ég les hatur á Kuyt og Lucas viku eftir viku og svo þegar svona leikir koma þá eru þeir bestir.

    Með fullri virðingu fyrir ykkur strákar þá er þetta svolítið leiðinlegt að sjá.

  69. BREAKING NEWS: David Blaine’s 40 day world record for doing nothing in a box has been broken by Fernando Torres

  70. Enn jafn glaður eftir gærdaginn!

    Var einmitt að velta fyrir mér hvernig Kenny hefur breytt viðhorfi leikmannanna á heimavelli, þó hann vilji ekki viðurkenna það. Bæði Rafa og Roy settu leikina upp á svipaðan hátt heima og úti, byrja varfærið og “vinna sér stöðu”. Vissulega tókst það oft en mikið ofboðslega var maður pirraður þegar það tókst ekki. T.d. hjá Rafa gegn Reading og Barnsley í FA cup, Roy gegn eiginlega öllum liðum nema Chelsea og Aston Villa.

    Anfield er eitt stærsta virkið (fortress) í sögunni og Bill Shankly hóf þá vinnu auðvitað með því að berja inn í sína menn að þegar þeir spiluðu fyrir framan sitt fólk ættu þeir að vera tilbúnir að deyja inni á vellinum. Það sást strax í fyrsta heimaleik KD gegn Everton og hefur sést í deildinni síðan.

    Nú er bara að vona að við fylgjum þessu eftir á útivöllum, þar þarf klúbburinn að vinna mest starfið, útivallarformið hefur verið vont frá vori 2009, þrátt fyrir 3 ólíka framkvæmdastjóra.

    Svo aðeins “off-topic” um stigatöfluna, sýnist svei mér þá Blackpool vera að detta niður trektina og í neðstu sætin. Mikið óskaplega pirrar það mig að það gleðji mig eftir farsann með Charlie Adam. Holloway og rugludallseigandi klúbbsins hljóta að pirra sig á að hafa ekki hirt pening 20.janúar og styrkt hópinn fram að gluggalokun.

    Satt að segja þá er ég bara farinn að efast um að við þurfum leikmann eins og Adam inn í þetta lið okkar núna… Fljúgandi vængmenn, tvo hafsenta og vinstri bakvörð þurfum við, aukna breidd í senterinn og þá erum við í góðum málum….

  71. Það eru ár og dagar síðan ég sá Liverpool-liðið leika svona vel. Eftir að Benitez fór hefði Kenny the King átt að taka við liðinu, þá væri staðan betrir. leikur liðsins í gær var í heimsklassa.
    ÁFRAM LIVERPOOL og KENNY THE KING!!!!!!!!!!!!!!

  72. suarezlfc7… menn geta gagnrynt lucas eftir marga leiki, hann spilar ekki svona vel í öllum leikjum, og eins og menn hér hafa verið að gagnrýna á hann, allavega það sem ég hef lesið þá hafa menn verið að tala um þessa leiki við lakarai liðin ekki þessi topp 4-5 lið sem hann er alltaf góður á móti. hann var frábær í gær og á mikið hrós skilið fyrir þann leik, og ég efa það ekki hann verður mjög góður á móti Arsenal, ég hef oft gagnrýnt hann en það er þá vegna þess að hann er að spila ílla á móti lélegum liðum. þá mega menn fá gagnrýni… og öfugt þegar vel gegnur en því miður finnst mér lelegu leikirnir vera fleiri en þeir góðu…. en það er frábært að hafa hann í liðinu, og vildi ég helst hafa sterkari mann í þessari stöðu, og hafa lucas á bekknum traustur varamðaur í þessa stöðu. ÁFRAM LIVERPOOL

  73. Til hamingju með sigurinn allir sem einn frábær leikur í alla staði 🙂 en ég spyr mig um leið og það er ljóst að gerrard er ekki með út tímabilið þá hrekkur þetta lið í gang??? veit að það er ljótt að segja það en er ekki tími til kominn að selja gerrard fá góðan pening fyrir hann og kaupa nýjan miðjumann held að hann sé bara orðin stærri en klúbburinn og það gengur ekki ef hann er að spilla mikið fer allt spil í gengum hann og ekki hefur það verið upp á marga fiska 2 síðustu tímabill……

  74. Ég get ekki að því gert en þegar ég sé KK hoppandi og skoppandi í hringi þegar Liverpool skorar, þá hrífst ég með og skríki eins og smástelpa. Er ég einn um þetta?

  75. Ég vil taka það fram að komment mitt númer 56 var alls ekki meint sem hatur á Kuyt.

    Ég vildi bara taka það fram hversu ánægjulegt sé að fá svona mikið út úr honum í þessu high pressure kerfi sem Kenny lét liðið spila í gær.

  76. smá off topic…… er mín skoðun með valtý á xinu hætt??? veit þetta einhver??

  77. Ég hugsa að leikurinn hefði farið 4 ef ekki 5-0 ef poulsen og konchesky hefðu verið með. Samt ekkert endilega fyrir Liverpool…

  78. djö…. verð eiginlega að viðurkenna að það er nett eftirsjá í valtý þó að hann sé umdeildur þá er alltaf gaman af þættinum hans……

  79. væri til í að sjá hvað Dirk Kuyt hljóp marga km í gær ! þvílíkur vinnuhestur…. þegar allir aðrir eru búnir á því í seinni hálfleik þá er Hollenska duracell kanínan bara rétt búinn að hita upp 😉

  80. Valtýr er í strekkingu í Rússlandi og spilar körfu með KR næsta vetur!!!!!!!!!!!!

  81. Eina sem ég hefði viljað bæta við í gær var að leyfa fleiri guttum að fá nokkrar mín af bekknum.

    Annars er ég sammála mörgum með Kyut, þoli hann ekki, en djöfull fer hann langt á endalausri vinnusemi.
    Kyut og Bolatelli eru eins og svart og hvítt 🙂

  82. veit ekki betur en að kuyt hafi verið að gera fína hluti i allan vetur , og var svakalegur með hollandi gegn ungverjum ,bara gaman að sjá að loksins eru fleiri en einn maður sem sjá um markaskor hjá liðinu, treystu allir a torres en nu eru suarez, carroll ,meireles ,kyut allir að setja hann , sé lika alltaf að spearing er hoppandi fyrir utan teiginn og þráir að hamra a markið , hefði verið gaman að fá gerrard i gang , finnst hann bara vera skugginn af sjalfum ser þegar hann hefur verið að spila.
    vill samt fa annan striker i liðið , engin samkeppni ef hann ætlar baraað keyra a þessa tvo og ef annar meiðist þa væri fint að hafa einn heitann a bekknum , finnst goggi ekki nogu goður fyrir lfc, svo spyr maður sig hvort það sé kominn timi a carra

  83. Ég verð að fá að vita eitt.

    AF HVERJU VAR ANDY CARROLL EKKI TILNEFNDUR SEM BESTI UNGI LEIKMAÐURINN?

  84. Veit einhver um einhverja tölfræði um gengi Liverpool þegar Gerrard spilar með vs að hann sé ekki með ?

  85. Owen færi fínn í backup. en að fá leikmann frá United er bara of sætt til að troða í andlitið á Ferguson, en Owen þarf líka þá að standa sig. Hann skuldar okkur fyrir þessi viðskipti sín til scum. En ég væri líka alveg klár í að fá Seedorf á 1 árs samningi.

  86. Ég ætla að fá mér áletrunina “Flanno” á næsta Liverpool búning sem ég kaupi mér.

  87. Davíð 107, frábær punktur, var ekki búin að kveikja á þessu með að Carroll sé ekki í þessum hópi en auðvitað er þetta hreinn og beinn SKANDALL.

    Kakka gætu við eflaust notað en það eru nefnd þarna 4 önnur lið sem virkilega vilja hann og ég gæti svo sem alveg trúað því að hann endi bara aftur hjá AC milan í sumar.

    Hjartanlega samála Magga hérna í kommenti númer 83 þar sem hann segir okkur vanta 2 fljúgandi vængmenn, 2 hafsenta, vinstri bakvörð og aukna breidd í senterinn og það er bara það sem ég er búin að segja ásamt fleirum ansi oft en fáum við allt þetta??? ef svo er er ég í draumaheimi en er ekki viss um að við verðum svo heppnir þó ljúft væri.

  88. Málið með kuyt er það að hann virkar vel á móti liðum sem sækja mikið. Þá kemur vinnuseminn og varnarleikurinn sterkur inn sem backup á bakvörðinn og hann hefur meira pláss í sókninni. Á móti liðum sem pakka í vörn og mæta í alla bolta er hraðinn og boltatæknin ekki til staðar. Þá þurfum við flinkari og sneggri kantmann sem þarf minna pláss til að koma boltanum fyrir. Þannig er nú það.

  89. You think Mourinho’s 9 year unbeaten home record is good, Kenny Dalglish is defending a 22 1/2 year unbeaten home record.

  90. 110#
    Nei takk. Owen hefur ekkert að gera til Liverpool.
    Þarf ekki einusinni að rökstyðja það.

  91. Það er samt ekki alveg svo gott, Daglish hefur tapað heimaleikjum síðan hann fór frá Liverpool, Mourinho tapaði bara ekki heima

  92. Að Nani sé tilnefndur sem besti ungi leikmaðurinn og hann er að verða 25 ára! Og ekki Andy Carroll tilnefndur? hvaða rugl er þetta

  93. Þetta með Carroll gæti haft eitthvað með það að gera að hann hafði ekki spilað frá því í nóvember fram til þess tíma er tilnefningar voru gerðar. Það væri óeðlilegt að tilnefna mann sem hafði spilað þrjá mánuði af tímabilinu.

  94. Steini 120: “Það væri óeðlilegt að tilnefna mann sem hafði spilað þrjá mánuði af tímabilinu.”

    Carroll er búinn að vera meiddur eitthvað og spila 23 leiki á tímabilinu en er ekki tilnefndur (11 mörk og 3 stoðsendingar fyrir síðasta leik) á meðan að Bale sem er búinn að vera mikið meiddur líka og spila þremur leikjum meira er tilnefndur í báðum flokkum (7 mörk og 1 stoðsending).

    Ég held alveg prívat og persónulega að þessar kosningar/tilnefningar séu ekki alltaf eitthvað að marka. Finnst þetta stundum vera eins og hálfgerðar vinsældarkosningar ef þannig mætti að orði komast. Eins og það að Nani sem er að verða 25 ára sé tilnefndur sem besti ungi leikmaðurinn er bara djók, eftir ár eða núna jafnvel þá myndu sumir ekki telja hann undir “kaupstefnu FSG” á yngri leikmönnum. 25 ára þá ertu orðinn fullmóta leikmaður, ert ekkert svo “ungur” ennþá. Finnst heimskulegt að það séu tilnefndir menn sem eru komnir yfir 23 ára aldurinn í þessum flokki. Nani ætti auðvitað að rúlla upp þessu kjöri en eitthvað segir mér að gulldrengurinn Wilshere taki þetta auðveldlega.

  95. Hætti að taka mark á þessari tilnefningu eftir að Giggs fékk þessi verðlaun en ekki Gerrard um árið, mikið skandalmál.

  96. Væri alveg klár í að fá Boas eftir tímabilið, og King Kenny dregur sig aðeins til baka, en verður samt yfirþjálfari, og kennir Boas “the Liverpool way”. Þetta er maður sem við getum haft næstu 10 árin, ef vel gengur. Vitum það allir að Kenny er ekki neitt ungalamb lengur og er þetta síðasta stóra hlutverkið sem hann mun gera í fótbolta, en hann mun gera það sem kemur klúbbnum best þegar til lengri tíma er litið. En ef Boas kemur ekki þá vil ég fá Kónginn áfram.

  97. Afhverju að fá Andre Villas Boas þegar við höfum KING Kenny Dalglish?
    Þetta er það heimskulegasta sem ég hef heyrt síðan einhver nefndi að að fá tíkina hann Owen aftur… COMMON! United menn sætta sig við að fá Púllara og eru stolltir af því, en við sættum okkur ekki við svona rugl strákar 🙂

    YNWA!

  98. Kenny áfram og svo tekur Carra við af honum eftir nokkur ár 🙂 keep it in the family….

  99. “Nethjálp Vodafone góðan dag. Get ég aðstoðaðД

    “Já, ég bara virðist ekki finna netið lengur.”

    “það er undarlegt. Hvað er nafnið?”

    “Fernando Torres”

  100. Dalglish hefur ekki enn fengið samning svo með hverri vikunni sem líður aukast líkurnar á því að þessi Boas orðrómur sé réttur. Amk þangað til KD skrifar undir langtímasamning.

    Þessi portúgali er óendanlega spennandi gaur,, hann tekur við Porto liðinu sem hafði ollið vonbrigðum og endað i 3. sæti og á hans fyrsta tímabili er hann að rústa deildinni. En mig grunar að hann sé allt of ungur í ensku deildina.

  101. Ég veit ekki með þennan Boas, vissulega er hann spennandi kostur og gæti verið framtíðarlausn en er hann ekki of ungur ?
    Ég vona bara að Kenny fái samning sem fyrst.

  102. Ef það er rétt ad Boas hefur samið við okkur
    hlýtur það að hafa gerst á valdatíma Hodgsons.
    Fsg menn hljóta nú samt að sjá að Boas hefur
    fengið nýjan keppinaut um starfið ,enda hefur
    Kóngurinn staðið sig eins vel og hægt er.

  103. Það var hringt inn í nethjálpina hjá Vodafone í morgun:

    “Já hæ, heyrðu ég virðist ekki finna netið lengur”
    “Já okey gefmér nafnið hjá þér”
    “Já það er Fernando Torres”

  104. já, einhversstaðar las ég að ráðningin a Boas hafi verið frágengin áður en Dalglish tók við. Planið hafi verið að hanga á Roy fram á vorið.

    Grunar þó að þetta sé slúður sem enginn fótur er fyrir, en þetta verður ekki þaggað fyrr en Dalglsih skrifar undir framtíðarsamning.

    Ef þetta er rétt þá eru nýju eigendurnir að tefla ansi djarft. Get varla gert upp við mig hvor kosturinn er meira spennandi, Dalglish eða Boas.

  105. Það verður að teljast einkennilegt að það sé ekki búið að ganga frá ráðningu Kenny. Þetta mál verður að vera komið á hreint fyrir lok leiktíðar. Mér lýst hinsvegar gríðar vel á þennann Boas náunga en staðan er bara einkennileg í auknablikinu og því skilur maður eigendurna upp að vissu marki. Þeir eru á milli steins og sleggju !

    Getur annars einhver sagt mér hvenær leikjadagskrá næstu leiktíðar er vön að líta dagsins ljós ??

  106. 135# Hún dettur ekkert inn fyrr en í júlí held ég!! Svo er ekkert að marka hana fyrst um sinn því sjónvarpsstöðvarnar breyta henni allri!!

  107. En hefur Daglish ekki allatíð verið hugsaður hærra uppi innan félagsins hjá FSG?
    Ég er klárlega feitt til í að hann fái samning næstu árin en EF þeir og kannski hann vilja
    frekar nýta hann öðruvísi innan félagsins þá held ég að Boas sé lang mest spennandi möguleikinn
    þarna úti.

  108. Finnst algjört rugla að fara ráða mann sem knattspyrnustjóra Liverpool FC sem hefur ca. 2 ára reynslu sem knattspyrnustjóri. Og það að það sé einungis verið að ráða hann því hann er að gera það gott með lið í PORTÚGÖLSKU deildinni og það lið sem hefur einokaða titilinn sl. 30 ár. Æj veit ekki, gæti alveg eins séð annað Hodgson tímabil með honum næsta haust en kannski er ég bara bulla.

    En ef hann verður ráðinn þá hefur hann fullan stuðning frá mér.

    YNWA

  109. Þegar King Kenny var ráðinn var slúðrið þannig að FSG hefði ekki fengið manninn sem þeir vildu á þeim tímapunkti og því var kóngurinn ráðinn spurningin er gerðu þeir eitthvað samkomulag við stjóra um að taka við í sumar, það er eini sénsin sem ég sé að Kenny verði ekki stjóri liðsins næsta tímabil

  110. Af hverju allt þetta slúður um Villas Boas? Upphaflega fréttin sem Fótbolti.net (sem ættu að vita betur) vitna í er frá Caughtoffside.com, ekki beint áreiðanlegur miðill. Það hefur ENGINN af stóru miðlunum sagt frá þessu og á blaðamannafundi í gær í Porto sagði Villas Boas að það væri nákvæmlega ekkert til í þessu. Þá sagði Henry við blaðamenn í síðustu viku að viðræður við Dalglish gengju vel en ekkert væri orðið klárt.

    Með öðrum orðum, slúður. Dalglish verður áfram með liðið og allt annað er rugl. Sjáiði bara LFCTour.com, opinbera heimasíðu Asíuferðar liðsins sumarið 2011 (sem er stórmál). Hvaða tveir menn eru andlit þessa ferðalags í upphafi næsta undirbúningstímabils? Fyrirliðinn Gerrard … og Dalglish.

    Dalglish verður áfram með liðið. Þetta Villas Boas slúður er bara það, slúður.

  111. ætlaði eimmitt að fara spurja hvernig í fjandanum mönnum dytti til hugar að taka mark á caughtoffside.com einhver lelegasti póstur í heimi ! ef það væri einhvað rett hja þessum pistli þá væri liverpool með yfir 400 leikmenn í aðalliðinu og svona 35 stjóra! kenny is the man !!! og hann ætti að fá Benitez með ser í smá ráðgjafa hlutverk

  112. Ég held að það sé best fyrir Torres að snúa aftur heim til Liverpool. Mönnum verður stundum á í messunni.

  113. Við þurfum ekki Fernando Torres heim aftur svo einfalt er það. Er honum hins vegar ákaflega þakklátur fyrir það að hafa reddað klúbbnum 50 milljónum punda sem mér sýnist félagið okkar hafa nýtt ákaflega vel enda komu 2 frábærir framherjar í staðinn sem báðir eru yngri, graðari og báðir betri en Torres eins og staðan er í dag svo ekki kvarta ég yfir viðskiptum janúargluggans heldur þvert á móti er ég ákaflega spenntur fyrir framtíðinni með Carroll og Suarez saman í framlínu liðsins ásamt vonandi fleiri frábærum leikmönnum sem geta gert þá 2 enn betri en þeir eru nú þegar.

  114. Hehehe virkilega gott twitt 🙂

    Hörður Snævar Jónsson, fréttaritari Fótbolta.net:
    „PL: Dirk Kuyt 27 leikir 9 mörk 5 assist Bale 26 leikir 7 mörk 1 assist. Er Bale svona rosalega ofmetinn, einn af þessum spræku?”

  115. Agust Bjarni (#144) – Bale er ekki ofmetinn, hann er þrusugóður. Það er Kuyt sem er vanmetinn. Kuyt er ekki með betri tölur en Bale af því að Bale er svo lélegur, heldur af því að Kuyt er svo góður. Og það að Dalglish virðist kunna að ná því besta út úr honum gerir mig spenntan fyrir næsta tímabili.

  116. Helvíti flottur nýji varabúningurinn! Maður kaupir hann 100% og það með Suarez aftan á!

  117. Truflar mig smá hvað búningurinn lookar einsog hann sé 5nr minni en stuttbuxurnar 😛

  118. Það var hringt inn í nethjálpina hjá Vodafone í morgun:

    “Já hæ, heyrðu ég virðist ekki finna netið lengur”
    “Já okey gefmér nafnið hjá þér”
    “Já það er Fernando Torres”

  119. Ég held að þessi brandari verði fyndnari ef einhver póstar honum í 4 skiptið….:)

Byrjunarliðið komið…

Nýr búningur & Maggi 40