Liverpool 4 – Benfica 1

Frábær skemmtun á fimmtudagskvöldi!

Var algerlega upprifinn eftir upphitunina hans Steina í gær sem hitti algerlega á mína réttu nótu, þetta er ekki neitt annað en gott uppbrot á erfiðum vetri og ég var alltaf viss um að við fengjum alvöru leik.

Byrjum á liðsvali kvöldsins:

Reina

Johnson – Kyrgiakos – Carragher – Agger

Mascherano – Lucas
Kuyt – Gerrard – Benayoun
Torres

Bekkurinn: Cavalieri, Ayala, Degen, Aquilani, El Zhar, Pacheco og Ngog.

Auðvitað langaði mig eins og aðra að sjá Aquilani inná, en í ljósi þess að sá virðist eitthvað ragur var kannski ekki óeðlilegt að hið klassíska miðjudúó Masch og Lucas hæfu leik. Ég veit ekki með ykkur hin, en mér finnst bekkurinn í kvöld sýna betur en margt ástand liðsins þegar kemur að breiddinni, unglingar og menn sem ekki hafa náð 10 leikjum fyrir félagið uppistaðan þar.

En nóg um það. Leikurinn hófst og firnasterkt Benficalið byrjaði betur. Strax frá byrjun var ljóst hvað Rafa ætlaði sér. Liggja aftarlega og nýta skyndisóknir og föst leikatriði. Við pressuðum aftarlega á vellinum, Torres þreyttur og því var planið að láta þá vera með boltann. Enda bara í fínu lagi.

Benfica pressuðu hátt og voru með boltann mest fyrstu 15 mínúturnar en án þess að skapa sér nokkur færi, fengu horn og innköst sem ekkert varð úr. Smátt og smátt komust okkar menn inní leikinn og Benfica virtust aðeins missa dampinn. Og ólíkt áður í vetur þá refsuðum við!

Fyrst á 27.mínútu. Hornspyrna frá Gerrard fast inn á markteiginn fór yfir Kyrgiakos á Dirk Kuyt sem skallaði hann af krafti í netið. Af einhverjum afar sérstökum ástæðum flaggaði línuvörðurinn en góður dómari leiksins sá vel að markið var fullkomlega löglegt og lét það standa. 1-0 og við í flottum gír. Næst var komið að verulega vel útfærðri skyndisókn, unnum boltann á okkar helmingi, boltinn barst á fyrirliðann, Torres átti flott blöffhlaup og Lucas stakk sér í gegn. Gerrard sendi snilldarsendingu á Brassann sem komst einn í gegn, lék á markmanninn snyrtilega og setti hann í netið. 2-0 og Anfield kominn í alvöru gír!

Á 44.mínútu var aftur komið að Lucas þegar hann bjargaði á línu langhættulegasta færi Portúgalanna og við með góða forystu í hálfleik.

Við byrjuðum svo síðari hálfleik sterkt en eftir um 10 mínútna leik virtist leikurinn vera að sveiflast gegn okkur. Torres virkaði þreyttur, lítil yfirferð á Gerrard og svei mér, maður var bara farinn að trúa þreytufréttunum. EN!

Misheppnuð aukaspyrna Benfica endaði í fótum Masch inni á okkar vallarhelmingi, hann bar boltann hratt upp, sendi á Yossi sem átti flotta sendingu á Dirk Kuyt sem negldi hann í fyrsta inní og þá var hver mættur, jú Fernando Torres og enginn annar. Ef það er ekki gæðamerki á framherja að sjást í raun í fyrsta sinn með því að skora eftir 59 mínútur þá veit ég ekki hvað slíkt er. Staðan orðin 3-0 gegn feykisterkum andstæðingum.

Þá kom líka að þeirra kafla í leiknum. Pressan þeirra þyngdist en þeir náðu þó illa að skapa sér opin tækifæri, Kyrgiakos og Carra verulega grimmir í miðri vörninni og miðjan þétt og grimm. Þegar svo vindurinn virtist vera að hverfa úr seglum gestanna braut Kuyt lítillega af sér rétt utan teigs og set-piece snillingurinn ótrúlegi, Oscar Cardozo negldi boltanum undir vegginn úr aukaspyrnunni og í markið. 3-1 eftir 69 mínútur og game on!

Okkar menn fóru þá aftur af stað, en þó ákvað Yossi Benayoun að skutla sér í tæklingu rétt utan teigs og gefa Cardozo annað skotfæri úr aukaspyrnu sem sleikti utanverða stöngina eftir að hafa hrokkið af varnarveggnum. Er ekki smá von að við ættum séns á að kaupa þennan Paraguayja í sumar? Öflugur með afbrigðum fannst mér í þessum viðureignum.

En Gerrard átti skot og var síðan ekki langt frá að skora úr horni. Eitthvað lenti markmaður Benfica í vandræðum þar og varð stuttu síðar að fara útaf.

Það varð svo fyrsta verk þess sem leysti hann af hólmi að pikka boltann úr netinu. Lucas vann boltann á okkar helmingi með snilldartæklingu, boltinn barst á Masch sem stakk honum í gegn á Torres sem sýndi engin þreytumerki þó á 82.mínútu væri komið og chippaði svakalega huggulega yfir ferskan varamarkmann Benfica, 4-1 og game over. Rafa gaf þumal af fögnuði!

Torres, Gerrard og Benayoun voru hvíldir og N’Gog, Aquilani og El Zhar komu inn í nokkrar mínútur. Mikil rífandi gleði á Anfield og við hefðum alveg getað bætt við. En 4-1 var látið duga og undanúrslit í Europa League framundan.

Frammistaðan í kvöld fannst mér verulega góð. Benfica hafði leikið 26 leiki án taps, frá í október og alveg ljóst að verkefnið var erfitt. En eins og oft í evrópukeppnunum fannst mér stjórinn hitta á rétta nótu með þann mannskap sem hann var með í höndunum (vildi hann væri jafn sleipur í PL) og frábær frammistaða liðsins gladdi mitt eldrauða Liverpoolhjarta!

Reina var öruggur. Johnson og Agger voru passívir í bakvörðunum og leystu sitt hlutverk afar vel. Johnson sýndi mér í þessum leik að hann getur vel varist, hélt feykigóðum Di Maria niðri allan leikinn. Carragher og Kyrgiakos voru rocksolid, sérstaklega gleðst ég yfir gríska naglanum sem var ofboðslega mikið fyrir Portúgölunum í leiknum! Masch og Lucas léku þarna sinn besta leik saman í vetur. Mascherano stakk Aimar algerlega í rassvasann og átti þátt í mörkum nr. 3 og 4. Lucas fannst mér eiga þarna sinn besta leik í rauðum búningi. Frábært mark, stanslaus vinna og lykilþáttur í rothöggsmarkinu. Kuyt var gríðarlega öflugur í kvöld, skoraði og átti frábæra stoðsendingu auk þess að vinna varnarvinnuna frábærlega. Yossi og Gerrard hafa leikið betur en áttu auðvitað mikið í mörkum kvöldsins, stoðsending fyrirliðans í marki nr. 2 var alger snilld. Torres hafði verulega hægt um sig lengst af en svakalega var hann tilbúinn þegar boltarnir komu til hans. Besti senterinn í heimi. Ekki spurning og bara Messi sem er hugsanlega betri fótboltamaður en hann.

Fjórir leikmenn keppa um titilinn maður leiksins hjá mér, Masch, Kuyt og Torres. En bestan vel ég Lucas Leiva sem mér fannst leika ótrúlega vel. Ekki síst vegna þess að ég er viss um að hann var vel meðvitaður um það að 90% aðdáenda LFC vildu sjá hann á bekknum í kvöld.

Ég er svakalega kátur að sjá liðið komið í undanúrslit Europa League. Ég hef ávallt haft gaman af útsláttarkeppnum og sætti mig alveg við það í dag að sjá LFC eiga möguleika á flottum úrslitaleik í evrópukeppni, þó ekki sé það Meistaradeildin. Fyrst á eftir að komast framhjá flottum spænskum mótherja auðvitað og það vona ég að verði, þá svei mér þá gæti veturinn litið allt öðruvísi út.

Eftir kvöldið allavega er ekki spurning í mínum huga að ég vill frekar vinna Europa League en að lenda í 4.sæti í ensku deildinni. Best væri að fá bæði, en ég styð Steina frá í gær. Gerrard að lyfta UEFA cup (eða Europa League) er draumurinn fyrir það sem lifir af þessu tímabili.

Næst eru það svo Fulham á Anfield á sunnudaginn. En njótið þess öll að við eigum lið sem á möguleika á að vinna evrópukeppni vorið 2010!!!

Uppfært

Mótherjinn er Atletico Madrid í undanúrslitum, komust áfram á útimörkum gegn Valencia í kvöld. Fyrri leikur í Madrid 22.apríl og sá síðari á Anfield viku seinna. Vonandi fær Torres nú að spila gegn gömlu félögunum!

71 Comments

  1. Endilega reynið að koma með skítkast á Lucas eftir þennan leik.. booyah!

  2. Til hamingju Poolarar nær og fjær. Sigurinn í dag er eingöngu áfangi í leiðangri okkar að Evróputittlinum 😀

  3. Benitez-boltinn uppá sitt besta í kvöld, legið til baka, lokað svæðum og refsað grimmilega með skyndisóknum. Ef einhver leikur er lýsandi fyrir leikstíl Benitez þá er það þessi leikur.

  4. Lucas Leiva maður leiksins !!!
    Besti leikur sem ég hef séð í alltof langan tíma 😉

  5. Torres verður vonandi heill heilsu til að mæta sínum gömlu félögum í Atletico… síðan er spurning hvort það verður Liverpool-Fulham í úrslitum 🙂

  6. Sælir félagar

    Gaman að sjá liðið spila svona og ekki hægt annað en óska Lucas tiul hamingju með markið. Það var glæsilga gert og vonandi er hann búinn að finna möskvana. Hann hefur fengið færin til þess áður en nú gekk það.

    Erfiðaðasta liðið í Evrópukeppninni að velli lagt með sóma. Svo er bara að hirða þennan titil.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  7. Alveg rólegir yfir Lucasi. Þetta var leikur nr. 33 hjá honum og eitt mark.

  8. Flottur leikur, flott frammistaða all flestra og umfram allt sigur liðsheildar.
    Rafa skynsamur, stillir upp 11 heilum mönnum.
    Ekkert óðagot og fum.
    Bring on Fulham @ Sunday.

  9. Nokkuð viss um að Lucas hafi farið létt yfir ummælin hér fyrir leik og notað það sem hvatningu fyrir besta leik sínum í Liverpool búning. Annars bara mjög flottur leikur og snilldar úrslit.

  10. Ljóst að bjartir tímar eru framundan. Við vinnum titilinn á næsta tímabili alveg pottþétt. Ótrúlegt að heyra í sumum hérna undanfarna mánuð með þetta svartsýnisböl. Benitez er maðurinn. Að mínu mati ætti að byggja þetta lið áfram upp og bæta eingöngu við 2-3 leikmönnum. Það sjá allir sem vilja sjá að eina ástæðan fyrir gengi okkar í vetur er óheppni og meiðsli lykilmanna.

  11. Þegar þú segir þetta svona JOL þá virkar þetta ekkert voðalega spennandi 🙂

    • Þegar þú segir þetta svona JOL þá virkar þetta ekkert voðalega spennandi

    Við mjólkum það sem við getum mjólkað eins og staðan er núna 😉

  12. Frábær leikur frá upphafi til enda : )

    Oscar Cardozo til Liverpool í sumar?

    Uhhh já takk 🙂

  13. Það var mikið að Lucas loksins sýndi afhverju hann var valinn besti leikmaðurinn í brasilísku deildinni. Húrra fyrir honum, tók ekki nema sirka 50 leiki. Og mikið hlakka ég nú til að spila aftur í þessari keppni á næstu leiktíð, enda liðin í allt öðrum klassa.

  14. Þeir þrír leikmenn sem hafa verið hve mest gagnrýndir hér í vetur tóku sig til og tróðu rækilega upp í gagnrýnendur. Lucas, Kuyt og Carra voru Awesome. Gladdist einnig yfir þumlinum sem Rafa sýndi þegar Torres skoraði fjórða. Annars fannst mér Torres rosalega góður og ég er að fíla Aggerinn í vinstri bakverðinum. Stóð sig vel.
    Liverpool – Atletico verður rosalegur, Forza Torres og haltu þér heilum í þetta skiptið.

  15. Algjörlega frábær leikur. Benfica hafði ekki tapað að ég held 27 leikjum í röð, mæta svo á Anfield og er pakkað saman.

    Okkar menn panic-uðu ekki þegar að Benfica minnkaði muninn (ólíkt mér – ég panicaði algjörlega) og kláruðu þetta á frábæran hátt.

    Ég held að Benfica sé sterkasta liðið sem við munum mæta í þessari keppni.

  16. Ég vil að menn horfi aftur á þennan leik áður en þeir fara að hrósa Lúcasi í hástert, hann var bara í sínu gamla leikskilningslega lélega formi og alltaf, slæmar sendingar, missandi boltann og ekkert að bjóða sig fram á miðjunni, nema í markinu sem var mjög vel leyst hjá honum. En í heildina séð þá var hann einn slakasti maðurinn á vellinum. Bestu mennirnir voru Kátur, Benayoun og Kyrgiakos. Í þessari röð. Svo mætti náttúrulega skella Agger og Carra þarna með. En Lucas og Torres voru því miður tveir slökustu mennirnir hjá Liverpool Mörkin eru hinsvegar það mikilvæg að það má ekki segja það. En í heildina séð þá var góð barátta hjá okkur og þennan sigur áttum við fullkomlega skilið.

  17. Kiddi varstu ekki örugglega að horfa á leikinn sem var áðan? Liverpool – Benfica á Anfield?

  18. Kiddi20# þú ert sem sagt 10 mín eftir leik búin að sjá allann leikinn aftur á fast forward (væntanlega) og búin að sjá þetta betur en við.
    Sumir geta hreinlega ekki hrósað Lucas fyrir góðan leik.

  19. Kiddi Keagan er klárlega frændi Grolsa! Sjá ljósa punktin í öllu, alveg frábært að lesa pósta eftir þá bakkabræður!

    En flottur leikur, Benfica skapaði sér ekki færi sem heitið getur í 90 mín – fín mörk hjá okkur mönnum – sérstaklega skyndisóknirnar 🙂

    • En Lucas og Torres voru því miður tveir slökustu mennirnir hjá Liverpool

    jahá!!!!

  20. Allir reikna nú með því að drepast einhvern daginn en að lucas skori mark, vinni boltann sem skapar síðasta markið og ekki nóg með það þá bjargaði hann líka á línu einu sinni !!!! Hvað er að gerast ?? en svona fyrir utan þessi atriði þá var hann eins og einhver bendir á bara nokkuð líkur sjálfum sér. En það verður að taka það til greina að hann spilar nú ekki marga leiki þar sem hann gerir meira gott en slæmt og fær hrós fyrir þennan leik frá mér. kuyt skoraði líka mark og lagði upp annað og þar fyrir utan átti hann bara nokkuð góðan leik heilt yfir þannig að hann fær líka hrós.
    Og þá erum við komnir að benites alveg rólegur á tilfinningunum maður setti bara þumalinn uppéftir fjórða markið og þá sennilega bara af því hann hefur ekki verið að skrifa neitt akkúrat þá stundina og óvart séð markið 🙂

    En ekki kem ég nú til með að hlaupa til og kaupa treyju með nöfnum þessar 3 manna það þarf mikið annað að breytast svo mitt álit breytist heilt yfir en í kvöld stóðu þeir sig vel ásamt bara öllu liðinu sem er hið besta mál.

  21. Frábær leikur. Eftir að maður sá að Reina hafði alla takkana í lagi. Skrúfað þá á, þá hafði maður á tilfiningunni að við hefðum sigur. Það var algjör óþarfi að fá á sig eitt mark þó svo að slakur dómari dæmdi í tvígang aukaspyrnu rétt utan teigs. Merkilegt hvað menn þurfa alltaf að hoppa upp eða láta skjóta í gegnum vörnina þegar bara hægt er að standa í stað og treysta sínum markverði. Það eru til menn sem eru í heimsklassa sem geta skorað yfir varnarvegg heimsklassa varnarmanna en þeir eru teljandi á fingrum annarrar handar. Nefni engin nöfn. Svakalega var gaman að njóta þess að horfa á þennan leik. Fór fyrst á Players sem er orðið svakalega þreytt, engin stemming. Labbaði niður á Spot og þá fóru fyrst hlutirnir að gerast. Frábær stemming og ódýr bjór. Lucas kom á óvart með markinu. Torres maður leiksins og gaman að sjá hann kljást við sína gömlu félaga í næsta leik. Leiðilegt þó að Benitez vilji aldrei sjá hann skora þrennu. Hvað mundi Messi segja við svona. Ó, stjóri ég er ekki þreyttur.

  22. Grolsi og Kiddi eru menn leiksins. Jákvæðnin er þvílík að manni líður einsog að hafa hitt Dalai Lama eftir að hafa lesið póstana þeirra 😉

    Ég vil samt segja við menn að A.Madrid er ekki auðveld bráð. Við munum ábyggilega ströggla gegn þeim en ég efast ekki um að ef við náum góðum úrslitum á útivelli þá munum við vinna þá…og mæta Fulham í úrslitunum 😀

  23. Frábær leikur…Lucas er enginn djúpur miðjumaður..Hann á að spila framar að mínu mati..Finnst eins og við séum með 3 leikmenn sem allir ættu að spila sem framliggjandi miðjumenn..Lucas, Postulani og Gerrard. En frábær framistaða hjá öllu liðinu, en mér finnst gríski stríðsmaðurinn gleymast í umræðunni hér..Hann var stórkostlegur..Svona vil ég hafa vörnina áfram meðan Aurelio og Skrtel eru meiddir…Insua…ehh NEI TAKK!

  24. Alveg er það magnað að þegar við vinnum efsta liðið í portúgölsku deildinni, sem hefur ekki tapað 27 leikjum í röð 4-1 á Anfield og komumst í undanúrslit í Europa League þá er samt sem áður dágóður hluti af kommentunum hérna pirringur útí ákveðna leikmenn eða lífið almennt.

    Við unnum í kvöld. 4-1. Gegn Benfica. Við erum komnir í undanúrslit í Evrópudeildinni. Ég allavegana fagna því. Já, það er ekki það sama og undanúrslit í CL, en ef ég ætti að velja á milli þess að hafa dottið útúr CL í gær og að hafa komist í undanúrslit í EL í dag þá myndi ég svo sannarlega velja hið síðarnefnda.

    🙂

  25. Frábær úrslit! Loksins loksins getur maður fagnað einhverju á þessu glataða tímabili.

    Eins og einhver sagði þá var þetta Benitez-bolti eins og hann gerist bestur. Náum 1 marki eftir fast leikatriði og erum áfram á útivallarmarki svo er legið aftur, lokað svæðum og keyrt á hröðum skyndisóknum par excellance. Frábær og öguð frammistaða. Hjálpaði reyndar að Benfica voru að spila á mánudag. Agger líka fínn í vinstri bak og langtum betri en Insúa.

    Verst að þetta leikskipulag gengur mjög vel í evrópukeppnum en mun aldrei nokkurn tímann vinna ensku deildina.
    Lucas hentar þessi bolti betur mun betur en harkan á Englandi og hann var alveg ágætur í kvöld. Kuyt ansi sprækur og alltaf góður í stórleikjum. Svo vil ég óska Gerrard og Torres til hamingju með að vera komnir tilbaka úr slömpinu, þetta eru alltof góðir leikmenn til að vera pirraðir og tuðandi yfir smáatriðum. Eiga bara einbeita sér 100% að sínum leik, Liverpool og að pakka liðum saman. Þetta eru slíkir yfirburðamenn á góðum degi.

    Gott að Johnson var hreyfanlegur og fljótur að skila sér tilbaka til að loka á hinn stórhættulega Di María. Mættum kaupa þann pilt og Cardozo fyrir næsta sumar. Annars sýnir þessi leikur líka bara muninn á ensku og portúgölsku deildinni. Þeir eru langbesta Benfica lið í áratugi og Liverpool í mikilli lægð bara keyrir yfir þá eins og að drekka vatn. Munurinn á hraðanum og gæðum í þessum deildum er gríðarlegur.

    Burt með…..já já……þið þekkið þetta. Áfram Liverpool.

  26. Gaman að þessu, mörg mörk og Lucas var drullugóður í kvölg og vonandi er hann kominn með þetta, að spila fótbolta. Ef Torres fær úr einhverju að moða þá skorar STÁKURINN, og meðspilarar hans eiga nú að vera farnir að fatta þetta.

  27. fyrir utan þess að vera ógeðslega ánægður með úrslitin í kvöld þá er Grikkinn okkar alltaf að verða meira solid leikmaður…. djöfull er gæinn öflugur í loftinu og reyndar líka vel staðsettur maður á mann… minnir pínu á Sami hinn Finnska… og ég væri til í að sjá Aggerinn í vinstri bak oftar…

  28. já já allir á bleiku skýi og liverpool verða meistarar á næsta tímabili, Lucas bestur í heimi?????? Eru allir að verða geðveikir.
    Nei annars frábær leikur hjá liverpool og vel upplagður hjá Benitez leikmenn stóðu sig með mesta prýði. En í kvöld fannst mér þetta ekki alveg svona öruggt eins og menn eru að tala um þeir pressuðu okkur stíft eftir að þeir skoruðu sitt mark en munurinn á liðunum fannst mér bara vera að við höfum heimklassa framherja sem heitir Torres alveg hreint frábær framherji og einn sá besti í heimi.

    Næst er það gamla liðið hans Torres og það verður ekki auðvelt slá það út ef ég man ekki betur áttum við í erfiðleikum með þá í meistadeildinni ekki fyrir svo löngu (í fyrra að mig minnir).
    Ég ætla að vona síðan að þessi spilamennska haldi áfram í deildinni,ég veit að við vinnum fulham á heimavelli, en síðan er það spurning með þessa helvítis útileiki?

    EN GOTT KVÖLD Í ALLA STAÐI:)

  29. Ég verð bara að segja það að þetta Benfica lið er þrælgott. Þeir mættu á einn erfiðasta útivöll í evrópu og höfðu algera trú á verkefninu. Kudos til þeirra.

    Svo er nú bara staðreyndin að þetta Liverpool lið er þræl-drullu gott. Horfiði á liðin sem eru kominn í undanúrslit í CL. Ef Barcelona er undanskilið ætti eitthvað lið þar breik í Liverpool? (Ef allir eru heilir auðvitað)

    Núna verða Benitez, Torres, Gerrard, stuðningsmenninir og hreinlega allir sem vettlingi valda, að leggjast á eitt og koma Gillet & Hicks í skilning um að nú verður bara að opna budduna!!! Það bara verður að gerast!!! Þetta er do or die moment.

    Á diskinn minn? Angel Di Maria, Cardozo, Simon Kjær og Raul!!!!

    Svo á sama tíma að ári hittumst við allir; Benitez, Kuyt, Lucas, Grolsi, Gunnar Ingi, Kiddi Keegan og margir margir fleiri. og klórum pungnum með hægri og klöppum EPL bikarnum með vinstri 😀

    díll?

  30. Mer thotti agger besti madur vallarins en vel gert strakar godur sigur a godu lidi og tha bara vona ad manchester tekur ekki deildina og vid euro og 4sæti þá er þetta fullkominn leiktíð að vissu leiti 🙂

    YNWA

  31. Ég fletti Kyrgiakos upp á Wikipedia og þar stóð:

    “In Roman mythology, Kyrgiakos (Latin, meaning “tall defender”) is the god of defending in association football.”

    Ok .. kannski ekki alveg, en þetta ætti að standa þarna 🙂

    Annars frábær leikur og mikið djöfull var gaman að sjá Lucas “púlla” einn léttan Torres bara.

  32. Hugsaði það með mér í kvöld að ég væri fjandanum óheppnari því ég gat ekki séð leikinn þar sem ég þurfti að vinna. Ég var nefninlega nokkuð bjartsýnn fyrir leikinn, að venju. Bitter sweet þá varð það raunin. Með þessi endalausu væl sem sumir eru með, þá er lítið við því að gera fyrir okkur hina, svona eru bara sumir.

    Ég gleðst mjög yfir því, eftir að hafa horft á mörkin á netinu, að sjá hvað okkar menn fagna mörkunum vel og innilega. Það veit á gott og segir manni að andinn sé í lagi þessa stundina. Nú er bara að halda honum þannig til loka leiktíðar og ná þessum tveim markmiðum okkar því, YNWA.

  33. ég ætlaði nú ekkert að æla úr mér neikvæðni heldur bara sjá leikinn eins og hann spilaðist. Benfica voru fínir fyrstu 20 mínúturnar en voru úti að aka restina af leiknum, misstu boltann langt frá sér sem gáfu miðjumönnum Liverpool góðan sjens á að stoppa nánast allar sóknir beggja vegna miðjunnar. Lucas var hinsvegar að vinna illa úr boltanum þegar hann kom til hans og var ekki að bjóða sig fram á miðjunni alveg eins og í öllum öðrum leikjum. Hans besti leikur og reyndar langbesti leikur til þessa var leikurinn fyrr á seasoninu á móti Utd. Þar spilaði hann mjög oflugan fótbolta. Í þessum leik var hann hinsvegar bara líkur sjálfum sér, fyrir utan markið. Eins með Torres, Hann virkaði ósannfærandi í 65 mínútur en átti gullfalleg finish. Annað var ekki að koma frá honum. Menn mega ekki blindast af markaskorurum heldur sjá spilamennsku þeirra í heild. En Mörkin eru mikilvægust og því ber að hrósa þeim sem þau skora. og að lokum finnst mér algjörlega fáránlegt að menn séu að gefa Lucasi meira kredit en Kát. Kátur var hjartað, sálin og vélin í þessum sigri. Og ekki er ég Kátsmaður.

  34. Já Lucas gat ekkert í þessum leik og getur ekki neitt yfir höfuð;) Þetta er farið að minna mann á Georg Bjarnfreðarson…það er bara misskilningur að Lucas hafi getað eitthvað í kvöld. Það er greinilega alveg ómögulegt að hrósa þegar vel er gert en ekki hikað við að drulla yfir mann og annan ef illa gengur. En að öðru leiti gott kvöld og góð úrslit, við vorum að spila við hörku lið og það mátti alveg búast við erfiðum leik og mér fannst þetta full tvísýnt í stöðunni 3-1 en sem betur fer kláraði Torres þetta með snilldar afgreiðslu. Nú er bara að halda þessu áfram, gera heiðarlega tilraun við 4. sætið (ég held í vonina þangað til að það verður tölfræðilega útilokað) og taka AÐAL Evrópudolluna.

  35. nei menn virðast bara sjá það slæma sem kátur gerir oft á tiðum en í kvöld var hann mjög godur eins og i flestum stórleikjum

  36. Liverpool hefur sýnt á þessu tímabili, að það getur spilað frábæran fótbolta.

    Ég nenni ekki að leita að því, en ég er viss um að einhver stuðningsmaður hefur sagt fyrir leik (ekki endilega hér inni): “Lucas inn á? Hvar er Aquilani? Hvað er Rafa að spá? Við þurfum að skora!”

    En liðið vinnur 4-1 og Lucas var góður. Kannski ættu Gerrard og hann að prófa að skipta um stöðu?

  37. sælir..
    nú er að nálgast miðnætti og komin innan við 50 komment, sem er lísandi fyrir sigurleiki.
    Allavega nenni ég ekki að fara tuða og þusa en LUCAS LEIVA held ég að hafi verið að spila sinn besta leik fyrir Liverpool(þ.e. sem ég hef séð til kauða). og eftir að staðan var 2-0 þá var ég viss um að við myndum fara leggjast í vörn og tapa þessu á seinustu mínutum eins og oft hefur verið, en NEI þá var haldið áfram að pressa og pressa :).
    Allavega Hattinn Ofan Fyrir Okkur Púllurum Og Gleðjumst Yfir Að Það Er Íþað Minst Möguleiki Á Einum Bikar………….

  38. Eitthvað fannst mér eins og ég hafi séð markið hans Kuyt áður (gegn Everton í ár).
    Ég sá ekki leikinn en miðað við mörkin sem ég hef séð úr leiknum þá verð ég að segja að mér fannst spilamennskan í aðdraganda markanna glæsileg. Vonandi er þetta eitthvað sem liðið byggir á fyrir komandi átök LÍKA í deildinni og við náum þessu 4 sæti (með sigri á Chelsea), og Man U. Nær ekki að vinna deildina:)

  39. kvöldið,
    þetta var fínn leikur hjá okkar mönnum og Kuyt líklega maður leiksins. Ég held að Lucas fái allt of harða gagnrýni hérna hjá nokkuð mörgum, hann átti fínan leik en það er eins og hann geti ekki gert neitt rétt hjá sumum.
    Ég var að velta einu fyrir mér á meðan ég horfði á leikinn, til hvers eru þessir auka dómarar sem eru við markið? Það voru nokkur atriði sem gerðust nálægt þeim en ekki virtust þeir hjálpa neitt með dómgæsluna, eða var það kannski hann sem dæmdi fyrsta markið löglegt???

  40. Flottur sigur hjá Liverpool.

    Jæja gott að Lucas Leiva hefur master´að besta move Riise og Luis Garcia. Þeir voru ansi duglegir að vera slakir í 10 leiki og eiga svo stjörnuleik sem oftast var bakkað upp af einhverju stórfenglegu marki. Skammsýnin var oftast slík að menn blinduðust af snilldinni og gleymdu þessum 10 slöku leikjum.

    Lucas Leiva hefur oft verið mér ráðgáta. Virkar ekki frammúrskarandi í varnarþætti stöðu sinnar né sóknarþættinum. Er fastur þarna á milli, hvorki né. En ég hef samt haft trú á að hann færi að stíga upp á öðru hvor sviðinu og beðið og beðið. Oft hefur glitt í góða hluti, en staðreyndin er sú að það er hefur bara verið of langt á milli þess sem ég hef fengið einhverjar sönnur á að hann hafi það til brunns að bera að sýna þessa snilld á consistent basis.

    Góður sigur samt. Vissulega vill maður að liðið sýni sitt rétta andlit og nái sem lengt, hver sem keppnin er. En þegar öllu er á botninn hvolft þá er framtíðin nú bara svo dökk að ef ekki eiga sér stað eigendaskipti eða einhver aðili kaupir ráðandi hlut í félaginu þá sitjum við uppi með Rafa.

    Ég vil að Torres og Gerrard stígi upp og krefjist þess að leikmenn verði keyptir, fjármagn verði gert aðgengilegt til leikmannakaupa eða þeir sigli á önnur mið.

    Í draumalandinu væri svo óskandi ef Real myndi “nappa” honum Benitez frá okkur. Það er gaman að láta sig dreyma um betri tíð en þetta er eins og óleysanleg mahjong þraut. Strandar allt á einum kubb = Gillet/Hicks undir honum er svo Benitez kubburinn og þá raknar þrautin upp.

    Stefnulaus ræða. En þegar öllu er á botninn hvolft þá er ég sáttur við sigurinn en það er erfitt að missa sig úr kæti þegar ástandi er eins og það er.

    Áfram Liverpool.

  41. Þeir tveir leikmenn sem hafa mátt þola hvað mestu gagnrýnina voru bestu menn liðsins þ.e. Kuyt og Lucas. Þá má ekki gleyma þætti Torres sem kláraði dæmið í kvöld. Þreyta stoppar ekki þennan mann frá því að skora mörk. Það ber að hrósa mönnum þegar vel er gert og K og L eiga hrós skilið ásamt öllu liðinu sem mér fannst spila virkilega vel í kvöld og vera gríðalega þétt fyrir. Vonandi að liðið nái að fylgja þessum árangri eftir næstu helgi.

    Liverpool – A. Madrid hefði verið drauma úrslitaleikur en það verður ekki leiðinlegt að fá bara tvo leiki milli þessara liða. Ekki verra að fá seinni leikinn á Anfield…..það verður svakalegt andrúmsloftið þá á Anfield 🙂

    • Liverpool – A. Madrid hefði verið drauma úrslitaleikur en það verður ekki leiðinlegt að fá bara tvo leiki milli þessara liða.

    Sannarlega og þó ég geri mér alveg grein fyrir að A. Madríd er erfiðara verkefni heldur en Benfica (ergo að við erum alls ekki komnir í úrslit) þá væri Liverpool – Hamborg ekkert minna flottur úrslitaleikur, þar sem hann er í Hamborg. Væri svona eins og þegar Liverpool stal CL í Róm frá afar reiðum Rómverjum 🙂

    Kæmi jafnvel inná að Bítlarnir hafi spilað í Hamborg ef væri með upphitun fyrir þannig leik 🙂

  42. nr 1 . Lucas verður nú að geta átt góðan leik drengurinn , það má ekki gleyma því að maðurinn er á launum við að spila fótbolta . ég er gríðarlega sáttur við þennan sigur en það breytir samt ekki skoðun minni á lucas greyinu . en hinsvegar ef hann fer að spila svona reglulega þá skal ég glaður taka mitt hatur á honum til baka 😉 .. EN ALLAVEGA FLOTTUR SIGUR TÓM GLEÐI 🙂 það er nú þannig hehe .

  43. já góður sigur en mikið finnst mér aumkunarvert að sjá gerrard fiska aukaspyrnur þegar engin snerting er hann er að skemma ímynd sína með þessu, lélegt og ætti að hætta þessu

  44. Ég er sammála einhverjum sem sagði að hann væri ekki að kaupa treyjur merktar Lucas og Kuyt, en þeir voru góðir í ÞESSUM leik og vonandi halda þessir menn áfram að bæta sig í fótolta, en það verður að segjast eins og er að þeir hafa verið mjög misjafnir og jafnvel skemmt marga leikina og þá sér í lagi Lucas, en hann verður að fá h-rós þegar að hann spilar vel. Halda svona áfram LIVERPOOL og gleðja okkar sál.

  45. Unnar Oddur #47 mælir sannleik mikinn. Við megum nefnilega ekki blindast af þessum frábæra sigri. En við skulum njóta hans,klára þessa keppni og taka þennan bikar með okkur heim á Anfield því gull er gott.

  46. Flottur leikur.

    Góð heild, við gerðum enginn stór mistök og héldum haus.

    Vörnin var þétt enda fyrir utan þessa aukaspyrnu var lítið reynt á Reina.
    Miðjan var góð þótt að maður hefði viljað sjá Gerrard setja eitt bara svona upp á gamlan máta. Kuyt var með góðan leik. Mér fannst markið sem við skorðum úr hraðupphlaupinu frábært. Einnig var 4. mark Torres flott.

    Maðurleiksins: var liðsheildinn sem fóru allir í vörn þegar hinir sóttu og spiluðu óeigingjarnan fótbolta.

  47. Frábær leikur, Lucas góður þegar hann spilar svona aðeins framar en venjulega, og frábært Reina vaar að skrifa undir nýjan 6ára samning.

    • Unnar Oddur #47 mælir sannleik mikinn. Við megum nefnilega ekki blindast af þessum frábæra sigri. En við skulum njóta hans,klára þessa keppni og taka þennan bikar með okkur heim á Anfield því gull er gott.

    Þrátt fyrir að þú og nokkrir fleiri hafi af því þungar áhyggjur að við séum að fagna sigri og góðum leik of mikið held ég nú að það hafi alveg örugglega enginn blindast af þessum leik og hvað þá haldið því fram að Lucas og Kuyt séu lausnin á öllum vanda. Sjálfur hef ég líklega gagnrýnt þá félaga einna mest hérna inni.

    En ef við fögnum ekki góðum sigrum, þó ekki nema bara svona í nokkra klukkutíma eftir leik er bara alveg jafn gott að sleppa þessu. Ef við ætlum að sleppa því að fagna því það er svo margt annað neikvætt búið að eiga sér stað fram að sigurleiknum þá held ég að við komum ekki til með að fagna oft.

  48. Hefur einhver tekið eftir því að Liverpool og Fulham eru einu ensku liðin sem eru eftir í evrópukeppni ! hahaha 🙂

  49. til að breikka brosið enn frekar þá er Pepe búinn að skrifa undir 6 ára samning við L’pool… heilt yfir besti maður tímabilsins hjá Liverpool hingað til (segir svo sem meira en mörg orð um tímabilið að manni finnst markvörðurinn vera bestur) og besti markvörður deildarinnar held ég, man allavega ekki eftir neinum öðrum sem ég mundi frekar vilja verja mark míns ástkæra liðs en Pepe

    http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/reina-signs-new-deal

    hérna er priceless video af kappanum fagna EM titli Spánverja ef svo ólíklega vill til að einhver hefur ekki enn séð það 🙂
    http://www.youtube.com/watch?v=21wYUaraZM4

  50. Er ekki á því að Atletico Madrid sé erfiðari andstæðingur en Benfica, heldur öðruvísi.

    Seigir varnarlega, líkamlega sterkir og svo auðvitað Aguero frábær. Benfica er hörkusterkt sóknarlið sem var tekið taktískt í bólinu í þessum leikjum. Vonandi verður það enn um sinn, á þeim sex árum sem Rafa hefur verið með LFC hefur held ég það bara einu sinni gerst að lið utan Englands slái okkur út í “two-legged” evrópuleik. Það var Benfica vorið 2006.

    Svo er ekki spurning að við græðum á því að hafa Maxi til að ræða við, hann þekkir upplegg þjálfarans og liðsins af eigin reynslu og það mun hjálpa okkur.

    En auðvitað hörkuerfiðir leikir framundan!

  51. Já það er ekki einleikið hvað athugasemdir eru alltaf margfalt fleiri eftir slæmu úrslitin.

    Þetta var flottur leikur hjá okkur. Mér fannst við samt ekki tilbúnir fyrstu mínúturnar og vanta einhverja stemmningu í liðið. Kannski var pressa Benfica bara að virka svona vel í upphafi. Svo unnum við okkur vel inn í leikinn og unnum sanngjarnt og sannfærandi. Ég var a.m.k. merkilega rólegur yfir leiknum þrátt fyrir að við hefðum ekki klárað þetta fyrr en í lokin. Eftir annað markið var stemmningin bara þannig að mér fannst liðið ætla sér áfram hvað sem á myndi dynja.

    Lucas já. Mér finnst hann heilt yfir hafa fengið ósanngjarna gagnrýni í gegnum tíðina þó hann geti bætt sig á ýmsum sviðum. Hann var flottur í gær en ég vil samt bara velja hann þriðja bestann. Mér fannst Kyriagos og Kuyt feti framar.
    Svo merkilegt sem það er fannst mér Torres okkar versti maður. Það kom ekkert út úr honum framan af en svo setti hann tvö stykki. Það lýsir kannski hæfileikum hans einna best, Torres er einfaldlega í allt öðrum heimi!

    Atletico rimmann verður flott. Okkur hefur gengið misjafnlega gegn þeim, unnu þeir okkur ekki 2-0 á Anfield í síðasta æfingaleiknum fyrir tímabilið í vetur? Tengslin milli félaganna eru mikil og augljós og Rafa þekkir spænska boltann út og inn sem við höfum nýtt okkur vel undanfarin ár.

    Bring it on!

  52. Og Kun Aguero verður í banni í fyrri leiknum í Madrid.

    Frábærar fréttir það!

  53. er það ekki rétt hjá mér að torres hefur skorað 52 mörk í 52 leikjum á anfield? getur einhver staðfest þetta?

  54. Frábær sigur, við skulum gleðjast og klára tímabilið með stæl núna. Hinn litli séns sem enn er á 4. sætinu er enn til staðar auk flottra leikja í Evrópudeildinni þannig að nú er bara að njóta þessara síðustu vikna fyrir HM í sumar.

    http://www.knattspyrna.bloggar.is

Liðið komið

Pepe endurnýjar: SEX ár í viðbót!