Birmingham á morgun!

Landsleikjahléð er búið, fullt af fótbolta í dag og á morgun heimsækja okkar menn Birmingham í næststærstu borg Englands. Eftir að hafa horft á Everton, Man Utd, Tottenham og Manchester City tapa stigum í dag er kjörið tækifæri fyrir okkar menn að hoppa upp hálfa töfluna og upp í Meistaradeildarsætin með sigri á morgun. Það er þó engan veginn klárt því þetta Birmingham-lið er sterkt og ekki auðsigrað, enda gerðu liðin jafntefli í báðum leikjum sínum í fyrra.

Hjá okkar mönnum er allt fínt að frétta. Landsleikjahléð fór ekkert of illa með okkur, Dirk Kuyt meiddist á æfingu með landsliði Hollendinga og verður frá í tæpan mánuð og þá er David N’gog tæpur fyrir morgundagurinn og verður því í mesta lagi á bekk. Eins er einhver óvissa með Fabio Aurelio, en það teljast varla tíðindi nú til dags. Aðrir eiga að vera heilir. Þá tekur Joe Cole út síðasta leik sinn í banni á morgun.

Ég er spenntur fyrir því að sjá hvernig Hodgson stillir upp á morgun. Ég spái því að nýju leikmennirnir Raul Meireles og Paul Konchesky komi báðir beint inn í liðið og Hodgson stilli því upp eftirfarandi liði:

Reina

Johnson – Carragher – Agger – Konchesky

Maxi/Babel – Poulsen – Meireles – Jovanovic
Gerrard
Torres

**BEKKUR:** Jones, Skrtel, Aurelio/Kelly, Lucas, Maxi/Babel, Pacheco, Ngog/Eccleston.

Sem sagt, eina vafaatriðið fyrir mér er með hægri kantinn. Hefði að öllu eðlilegu spáð Maxi þar inn í stað Kuyt en Hodgson gaf í skyn á blaðamannafundi fyrir helgina að Maxi væri ekki öruggur með þessa stöðu, auk þess sem hann talaði sérstaklega um að Babel þyrfti að fara að standa undir stóru orðunum. Þannig að kannski fær Babel sénsinn á morgun, ekki síst vegna þess að Birmingham hafa verið það lið sem hafa verið næst því að kaupa hann í síðustu tveimur gluggum.

Restin af bekknum raðar sér svo sjálf niður. Hodgson velur Agger fram yfir Skrtel, Poulsen fram yfir Lucas og svo koma Kelly og/eða Eccleston inn á bekkinn ef Aurelio og/eða Ngog eru ekki heilir. Basic.

**MÍN SPÁ:** Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýnn. Þetta leggst eitthvað vel í mig á morgun og þótt við séum að spila við lið sem getur vel hirt eitt eða þrjú stig í þessum leik held ég að vinna Hodgson fari að bera einhvern ávöxt á morgun. Við vinnum **3-1** í opnum og skemmtilegum leik. Ryan Babel skorar.

Áfram Liverpool! YNWA!

64 Comments

  1. Birmingham er sterkt lið og alls ekki auðvelt að sækja stig á þeirra heimavelli. Reyndar hefðum við átt að stela 3 stigum þarna á síðasta tímabili, en N’gog skaut í stöng undir lok leiksins. Niðurstaðan varð 1-1 jafntefli. Leikurinn í fyrra varð nokkuð frægur fyrir þær sakir að það náðist myndbrot af Gerrard missa hökuna niður í jörðina þegar hann sá að Rafa var að skipta Torres af velli.

    Torres er heill og hefur verið heitur undanfarið. Hann skoraði í siðasta leik og skoraði svo tvö með landsliðinu um helgina. Ég hef fulla trú á Liverpool þegar Torres er í formi. Gerrard er líka heill og þegar Torres og Gerrard eru báðir í formi þá er Liverpool til alls líklegt. Ég spái því að við vinnum þetta 1-2. Torres með bæði mörkin.

  2. Ekki nokkur spurning að við vinnum leikinn á morgun.
    Hef trú á að Torres skori a.m.k. 1 og Gerrard sem alltaf skorar gegn Birmingham setur hann af gömlum vana 🙂

  3. Halli # 1.
    “Leikurinn í fyrra varð nokkuð frægur fyrir þær sakir að það náðist myndbrot af Gerrard missa hökuna niður í jörðina þegar hann sá að Rafa var að skipta Torres af velli.”

    Það er langt síðan að upp komst um ensku sjónvarpsmennina varðandi þetta atriði, þessi viðbrögð Gerrard voru tekin á öðrum tímapunkti í leiknum og látið líta út fyrir að hann væri að bregðast við skiptingunni með þessum hætti. Dæmigert reyndar fyrir hvernig enska pressan gerði sitt besta til að láta Liverpool líta illa út.

  4. Nú er bara að duga, ekki má drepast, Liv tekur þetta 3-0 það VERÐUR bara að gerast og mér líst vel á uppst, hjá Kristjáni Atla, væri gott að Babel fengi séns, Maxi er ekki að ná sér á strik. Koma svo LIVERPOOOOOOOOOL

  5. Við þruftum enga auka hjálp við það á síðasta tímabili, líta illa út þ.e.a.s. 😉

  6. Varðandi 3, þá þurfti Liverpool svosem enga hjálp frá ensku pressunni til að líta illa út á sl. tímabilil. Liðið sá um það sjálft, með kannski smá aðstoð frá eigendunum.

  7. Ég vil sjá Babel vinstra megin og Pacheco hægra meginn með Poulsen og Meirales á miðjunni og Gerrard fyrir aftan Torres.
    Við höfum ekki unnið þarna í deild síðan 2004 þannig að það er komin tím til að breyta aðeins til í því.
    united, City og Tottenham töpuðu öll stinum í dag og því er nauðsynlegt að nýta þetta og ná 3 dýrmætum stigum.

  8. Mér finst nú á Hodgson eins og hann ætli að fara nota Babel frammi og gefa honum séns á að sanna sig þar. Ég vona það allavega.

  9. spái 0-2 sigri. Torres með bæði; annars að öðru óviðeigandi. Afhverju er ekki Torres á header síðunnar?

  10. Ég óttast svolítið þessa miðju: Maxi – Poulsen – Meireles – Jovanovic, þar sem þessir menn eru allir nýkomnir til félagsins og þekkja ekki vel inná hvern annan. Vil fá Gerrard inná miðjuna í e-s konar leikstjórnendahlutverk og skella Pacheco í holuna. Einhvern tíman fær Pacheco tækifæri í alvöru leik og hvers vegna ekki að gefa honum 70 mínútur núna þegar Joe Cole er í leikbanni?

  11. Ég vil sjá Babel vinstra megin, Pacheco hægra megin og Jovanovic í holunni. Þá Gerrard og Mereiles saman á miðjunni. Torres eðlilega frammi og svo er ég sammála vörninni í pistlinum. Ef ekki svona þá Jovanovic vinstra megin, Pacheco í holunni og Maxi hægra megin.

    Ég spái 2-1 sigri Liverpool. Svo væri rosa flott að fá að sjá eitthvað af þesum Suso sem allir þarna úti halda ekki vatni yfir víst !

  12. Ef Mereiles verður á miðjunni þá setjum við Gerrard í holuna.
    Helst myndi ég samt vilja sjá 4-4-2 á morgun og prófa Babel/Torres combo á móti liði eins og Birmingham.

    Hafliði, þetta var bein útsending og þetta var ekki klippt neitt til. Hinsvegar þegar þetta var sýnt seinna þá var tíminn á milli ákvarðarinnar og myndarinnar af Gerrard styttri til að geta sýnt þetta oftar í sjónvarpi. Gerrard missti andlitið eins og allir aðrir Liverpoolmenn þegar þessi skipting kom.

  13. Gerrard er eins og Hodgsons og Capello hafa verið að segja bestur aðeins aftar á miðjunni. Ég er viss um að ef Mereiles er virkilega góður varnasinnaður miðjumaður þá geti það skapað ansi gott miðjupar. Gerrard myndi svo sækja fram meira og detta svo tilbaka þegar þannig stendur á.

  14. 13.
    Ahh afsakaðu mig, bein útsending og þá er auðvitað ekki hægt að sýna neitt sem gerðist fyrr í leiknum?
    Ertu að grínast?

    Ekki að ég sé að afsaka þessa fáránlega ákvörðum Rafa, alls ekki.

  15. Það verð snilld ef Roy Hodgson endurlífgar Babel einsog hann gerði með Danny Murphy
    Og hvernig leikurinn fer verður 3-0 fyrir Torres, Babel, Gerrard
    Þar með gætum við verði í 5 sæt með 7 stig eftir daginn og þar með þriðja sæti næsta leik.

    Allt er gerst og snilld að Man utd, Man City og Tottenham gerðu jafntefli í dag. 🙂

  16. smá off top Mascherano að skíta upp á bak í sínum fyrsta leik fyrir barca:)

  17. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum er þetta byrjunarliðið á morgun:

    Reina

    Johnson – Carragher – Skrtel – Konchesky

    Maxi – Poulsen – Lucas – Jovanovic
    Gerrard
    Torres

    Sem sagt eins og liðið sem ég spáði nema að Meireles og Agger eru væntanlega á bekknum, Lucas og Skrtel inni. Kannski var það of mikið að ætla Meireles líka í liðið, nýkominn og þá hefðu allir miðjumennirnir okkar verið nýir leikmenn á árinu 2010 eins og einhver benti á hér að ofan.

    Þetta er samt feykisterkt lið. Skrtel eða Agger, Lucas eða Meireles, við eigum að geta unnið þennan leik. Fínt þá að eiga líka menn eins og Meireles, Babel, Ngog og Pacheco á bekknum ef það þarf að gera sóknarbreytingar á morgun.

  18. Ef þetta er rétt lið þá skil ég ekki af hverju Skrtel er tekinn fram yfir Agger! Hefði síðan viljað sjá Poulsen á bekknum og Meireles inná. Þessi leikur verður fróðlegur því Hodgson hlýtur að ætla sér 3 stig.

  19. Ég treysti á að þetta verði mjög góður dagur á morgun. Leikurinn byrjar klukkan 17.00 að norskum tíma, Liverpool vinnur örugglega og síðan bíður mín lambalæri með ansi fínu rauðvíni frá Chile. Viskí og vindill á eftir. Af hverju er ekki lífið svona alltaf? Og hver fann upp þessa djöfulsins lyftutónlist? Eða Campari, hver drekkur þetta ógeð? Maður spyr sig…

  20. Ef liðið verður eins og Kristján er að setja það upp hér í færslu númer 18 þá missi ég andlitið af undrun og reiði. Vil ekki sjá Poulsen og Lucas saman aftur á miðjunni eftir skelfilega frammistöðu í síðasta leik og eins væri það skandall að láta arfaslakan og stórhættulegan Skrtel i miðvörðinn en ekki Agger. Vona að Babel fái tækifæri í liðinu í þessum leik annaðhvort á hægri vængnum eða frammi með Torres bara. Er ekki viss um að Hodgson treysti Meireles í leikinn og þá vil ég sjá Gerrard á miðjunni og þá frekar með Lucas heldur en Poulsen.

    Annars sama hvernig liðið verður þá verðum við að ná í 3 stig og ekkert kjaftæði…

  21. 3 stig í hús á morgun !! og komast í 4 sætið á töflunni….. þetta verður sko hörku leikur með Lucas & Poulsen í miðjunni sem mér líst ekkert á .. en Hodgson er klárlega betri stjóri en ég svo ég bíð spentur 😉

  22. Mér finnst virkilega virkilega skrýtið að Skrtel sé í byrjunarliðinu. Hann gaf fáránlegt víti á móti City og var svo í tómu tjóni á móti WBA. Endalaust rífandi menn niður og stálheppinn að fá ekki dæmt á sig víti. Agger er miklu betri miðvörður að mínu mati. Svo getur hann líka skapað hætti fram á við því hann hefur tækni og sendingargetu og er frábær skotmaður. Þetta er óskiljanlegt dæmi fyrir mér.

    Ég hefði svo að sjálfsögðu viljað sjá Meireles í byrjunarliðinu.

  23. Væri líka gaman að vita það hvar Kristján fær byrjunarliðið gefið upp degi fyrir leik eftir áreiðanlegum heimildum, er ekki einu sinni viss um að Hodgson sé búin að segja leikmönnunum sjálfum hvernig liðið er á morgun.

    En það er klárlega brandari ársins ef Skrtel verður valinn í liðið á morgun á kostnað Aggers. Var ekkert pirraður þegar Kuyt meiddist en ef Maxi á að leysa hann af þá er ég ekkert sáttur við þetta , er alls ekki aðdáandi Babels og reyndar hef aldrei þolað hann en ef hann á einhverntimann að fá séns til að sanna sig þá hlýtur það að vera núna þegar vantar Kuyt, N gog tæpur og Joe Cole í banni, komist hann ekki í liðið undir þessu kringumstæðum þá getur hann byrjað að pakka saman. Auðvitað vil ég sjá Meireles í liðinu á morgun og væri gaman að sjá hann og Gerrard bara á miðjunni, Babel hægra megin og Torres og N gog saman uppi á topp eða bara Pacheco fyrir aftan Torres en þetta er bara ekki raunhæft og ég tel engar líkur á að hann hendi Meireles inn þegar hann er kannski buin að ná 3-4 æfingum með liðinu því hann fór auðvitað beint i landsleiki eftir að hann var keyptur…

    Spái samt 1-2… Torres og Johnson skora.

  24. Ég bara neita að trúa því að hinn arfaslaki Skrtel fái tækifæri í stað Agger.

    Sktrel er okkar langslakasti miðvörður og það er hrein synd að Kyrgiakos fái ekki frekar tækifæri.

  25. …úps vantar í setninguna

    Sktrel er okkar langslakasti miðvörður og það er hrein synd að Kyrgiakos fái ekki frekar tækifæri ef að Agger er meiddur.

  26. Ætli það megi ekki ganga út frá því vísu að Agger sé eitthvað tæpur fyrir leikinn? Eins hlýtur stjórinn að hafa ástæður fyrir að telja Meireles ekki tilbúinn en hann og Babel fá væntanlega tækifæri gegn Steaua. Annars er ég ekkert undrandi á þessu vali í byrjunarliðið. Vinnum með einu eða tveimur.

  27. Fullur……Djöfull finnst mér United vera mikið skítalið……og Djöfull er Liverpool flottasta lið allra tíma. Ef ég væri með leggöng myndi ég missa legvatnið yfir því hvað Liverpool er best. Tengist engu hérna en gott að vita fyrir alla! 🙂

  28. Ég veit að margir hérna inni gefa ekki mikið fyrir Everton. En mikið glöddu þeir mig í dag.

    It’s Fergie-time!!!

    Og að sjá Moyes sturlaðan í lokin skil ég vel, að dómarinn hafi flautað leikinn af á þessum tímapunkti. Svona viðbrögð eiga rétt á sér að mínu mati. Þetta var fáránleg ákvörðun.

    Maður með svona eldmóð má stýra skútunni okkar að mínu mati. Ekki hefðum við séð Benitez gera eitthvað þessu líkt (án þess að vera með skeifu á kjaftinum).

  29. reina
    johnson carra agger konhesky
    babel gerrard meireles jovanovic
    pacheco
    torres
    tetta er liðið sem byrjar á morgunn

  30. Börkur þetta er einitt eins og ég myndi vilja sjá liðið en eins og ég skrifaði í pósti hér fyrir ofan þá er þetta bara ekki raunhæft en mikið djöfull væri ég til í þetta nákvæmlega svona…

  31. Ég er ekki bjartsýnn. Held að við töpum nú ekki, en ég finn mjög mikinn jafnteflisfnyk af þessum leik. Birmingham tapar sjaldan á heimavelli og á síðasta tímabili töpuðu þeir einungis tvisvar á heimavelli. Ennfremur hafa þeir ennþá ekki tapað leik á þessu tímabili.

  32. Viðar Skjóldal – Ég sá liðið á RAWK, og það var svo staðfest af Richard Buxton á Twitter. Báðir aðilar hafa haft rétt fyrir sér um byrjunarliðin undir stjórn Hodgson hingað til (fyrir utan Mascherano-breytinguna á síðustu stundu gegn Man City).

    Þegar Rafa stýrði liðinu var það hans venja að segja leikmönnunum ekki frá byrjunarliðinu fyrr en örfáum klukkutímum fyrir leik. Menn vissu leikmannahópinn en ekki hverjir myndu byrja. Mig minnir að ég hafi lesið einhvers staðar að Rafa vildi meta líkamlegt- og hugarástand leikmanna fram á síðustu stundu, eitthvað þannig. Hodgson hins vegar tilkynnir liðið daginn fyrir leik og notar síðustu æfinguna til að stilla liðinu upp gegn hinum leikmönnum hópsins og fara yfir ákveðin taktísk atriði, þannig að byrjunarliðið hverju sinni sé alltaf búið að fá síðustu æfinguna fyrir leik til að stilla strengi sína.

    Báðar aðferðir hafa sína kosti og galla, að mínu mati, en þetta útskýrir allavega af hverju menn vissu aldrei byrjunarlið Rafa fyrr en liðið rölti inn á völlinn til að hita upp og svo hvernig menn geta vitað liðið hjá Hodgson með sólarhrings fyrirvara.

    Annars mæli ég með að þú slakir aðeins á afskriftunum. Poulsen og Lucas spiluðu í fyrsta skipti saman í deild gegn W.B.A. og voru slakir, þá á bara aldrei að nota þá saman aftur. Og af því að Skrtel átti slakan leik gegn City (betri gegn W.B.A.) þá á bara að setja hann á sölulista. Við megum ekki vera svona fljót að dæma, Hodgson er enn að vinna í að koma sínum hugmyndum áleiðis og það er ekki sanngjarnt að ætla að fella einhvern lokadóm um leikmann/menn eða uppstillingar hjá honum eftir þrjá deildarleiki.

    Fyrir mitt leyti verð ég spenntur að sjá Poulsen og Lucas saman á morgun því þá getum við séð hvort þeir spila betur saman en í síðasta leik, hvort Hodgson hefur getað miðlað einhverjum skilningi milli þeirra áleiðis.

  33. Mér finnst alltaf fínt þegar menn eru bjartsýnir og reyna að líta jákvæðum augum á leikina og liðsuppstillinguna sem boðið er uppá, en ég verð samt að viðurkenna að ég myndi ekki nota orðið “spenntur” þegar talað er um að Lucas og Poulsen saman á miðjunni á morgun. “Kvíðinn” væri miklu nær því að lýsa hvernig mér líður.

    Við sáum þetta oft brenna við í fyrra, að nota tvo varnarsinnaða miðjumenn spila saman, Lucas og Masch. Nú erum við í raun að sjá Poulsen taka stöðu Masch. Ég veit ekki hvort það verði betra. Poulsen verður seint talinn betri en Masch. En jújú Masch og Poulsen spila eflaust ekki eins og kannski smellur þetta saman.

    Að mínu mati á samt Meireles að koma þarna inn, og annaðhvort Lucas eða Poulsen með honum. Meireles getur varist en hann er líka sókndjarfari en Lucas og Polusen. Liverpool á að reyna að keyra yfir þessi minni lið með því að nota sóknaryfirburði sína líkt og stóru liðin gera, en ekki spila kraftabolta og þau. Þá er verið að bjóða hættunni heim. Menn eru að segja að Meireles geti ekki spilað þennan leik því hann þekki ekki liðsfélagana. Hvernig læra menn á liðsfélagana? Gera menn það ekki með því að spila með þeim? Er til önnur leið? Er þetta kannski eins og rökin sem Rafa notaði alltaf í fyrra með Aquilani? Þessi og hinn leikur “hentar honum ekki”?

    En ok, Meireles er nýkominn og þetta er bara einn leikur. Ég hafði samt viljað sjá hann í liðinu á morgun, og sé ekki rökin fyrir því að nota hann ekki. Ef Poulsen og Lucas hefðu verið að smella saman þá hefði þetta verið annað mál, en svo er ekki.

  34. Leikurinn á morgun er fyrsta skref að tveimur að toppi ensku deildarinnar.

    1. Vinna leikinn á morgun og komast í 4. sætið
    2. Vinna svo fleiri leiki en Chelsea og verða meistari.

    Skil ekki af hverju ég er ekki managerinn.

  35. Mér er drullusama um þetta Birmingham lið. Við erum LIVERPOOL og eigum að rúlla yfir þetta drasl. Það er himinn og haf á milli. Það eina sem þarf er að leikmenn viti fyrir hvaða lið þeir eru að spila. Skiptir ekki máli um skuldir eða eignir, heldur er það nafnið og aðdáendnir. Ef að einn einasti leikmaður getur ekki gefið 120% í það að spila fyrir félag eins og LIVERPOOL, þá getur hann bara farið eitthvað annað. Við skulum líka hafa það hugfast að þessir leikmenn eru að fá milljónir í laun í hverri viku. Það hlýtur að vera eitthvað að ef þeir geta ekki lagt sig fram í leik eins og þennan, og bara alla leiki.

    YNWA.

    0-2

  36. Sammála KAR, er bjartsýnn. Liverpool er hörkulið og flestir í okkar liði þurfa að sanna sig fyrir RH. Gott ef við lentum ekki í strandboltaævintýrinu í fyrra í þessum leik. Nú verður það á hinn veginn. Come on you REDS

  37. 37 Strandboltarævintýrið var gegn Sunderland. Það var Darren Bent sem skoraði það mark. Aftur á móti gerðum við jafntefli í báðum leikjunum okkar við Birmingham í fyrra. Mér þætti gaman að sjá tölfræði yfir síðustu viðureignir okkar við Birmingham í deildinni. Ég er nefnilega hræddur um að það sé ófögur sjón. Við höfum ekki unnið þá í deildinni í langan tíma.

  38. Ég neita að trúa því að karlinn stilli upp þessari steingeldu miðju. Hugsanlega slakasta miðja okkar manna í tæpa 2 áratugi. Okkar menn verða að blása til sóknar. Inná með Babel og Pacheco. Og Agger í miðvörðinn. Hvurslax sturlun er þetta eiginlega? Þetta getur bara ekki verið satt. Shit. Er ég að lesa síðuna í Twilight zone mode?

  39. Ef liðið sem KA stillir upp er byrjunarliðið þá þurfum við að losa okkur við Sammy Lee strax, Er enginn þarna á Merseyside sem sér að Liverpool byrjaði í ruglinu daginn sem Lucas varð byrjunarmaður
    Lucas/paulsen er verri útgáfan af Lucas/Mascherano miðjugeldingunni. Nema að Lucas fái skipun um að fara framar, koma sér í göt og holur og supporta boltanum á Gerrard. Lucas er annaðhvort með slæman leikskilning eða að fá skrítnar skipanir af bekknum, því hann getur ekki verið eins slæmur leikmaður og hann virðist vera.
    í fyrra vorum við að spila Lucas/Mascherano miðju og vorum að reyna að brjótast upp kantana og koma boltanum fyrir, yfirleitt með 1 mann í teignum því hvorugur miðjumannana sótti inn í teiginn. Það þýðir að við munum vera að rembast á köntunum allan helvítis leikinn og ekki skila neinu. Miðjan okkar mun stoppa sóknir Birmingham manna en mun líka stoppa sóknir Liverpool. og Þó svo að Mereiles sé ekki “alveg” klár þá er miklu mikilvægara fyrir okkur að setja Lucas og Gerrard saman í hjarta miðjunnar og hafa Pacheco í holunni.

  40. Ég vona að Mereiles fari beint í byrjunarliðið á kostnað Lucas eða Poulsen. Maður var orðinn langþreyttur á því í fyrra að sjá tvo varnarsinnaða miðjumenn spila stöðugt saman (Masch og Lucas). Vona RH fari ekki sömu leið. Eins væri ég til í að sjá Babel byrja. Ef hann á að vera á síðasta séns þá verður hann að fá tækifæri. Held að þessi leikur sé tilvalinn í það. Við tökum þetta 1-0 og ég hef trú á að Babel klári þetta.

  41. ég held að Meireles verði að byrja inn á eða alveg sleppa því að spila. Við sáum hvað skeði fyrir Aqua þegar það var alltaf verið að reyna að láta hann fá 5 mínutur svo 15 mínutur osfrv. Henda honum beint í djúpu laugina og láta hann komast að bakkanum sjálfur.

    Annars ætla ég að spá örruggum 2-1 sigri á morgun þar sem Jovanovic kemur okkur yfir í fyrri hálfleik Birmingham jafna um miðjan síðari hálfleik svo kemur maður að nafni glen johnson og setur hann undir blálokin. Og ég hoppa úr sófanum í gleðikasti bara til að fatta það að ég er að vinna og missi af leiknum.

  42. Takk fyrir þetta Kristján Atli.

    Ég vil nú alls ekki setja Skrtel á sölulista en maðurinn er bara alls ekki búin að vera með hausinn í lagi finnst mér síðan tímabilið hófst og finnst mér það því ótrúlegt ef hann er í liðinu á kostnað Aggers en ég er því miður ekki stjórinn.

    og eins og flestir hér eru samála þá vil ég alls ekki sjá Poulsen og Lucas saman á miðjunni í þessum leik, það má vel vera að það muni einhverntimann virka en eftir skelfilegan leik hjá þeim gegn WBA í síðasta leik vil ég ekki sjá þá saman aftur í erfiðum útileik gegn Birmingham þar sem við eigum fullt af öðrum möguleikum til þess að nota eins og að seja Gerrard á miðjuna og annaðhvort Babel, N gog eða Pacheco með Torres frammi eða fyrir aftan hann. Það sama á við hægri kantinn væri mun meria til í að sjá Babel fá sénsinn þar heldur en Maxi sem mér finnst alls ekki hafa smollið inní þetta hjá okkur síðan í Janúar.

    En vonandi mun þetta þá virka betur í þessum leik heldur en gegn WBA og verður að skila þremur stigum í hús þó ég sé alls ekki bjartsýnn á það…

  43. Ef liðið sem KA stillir upp er byrjunarliðið þá þurfum við að losa okkur við Sammy Lee strax

    Já sæll, heldur þú virkilega að það sé Sammy Lee sem stjórni því hverjir eru í liðinu og hverjir ekki? Sammy er AÐSTOÐARþjálfari og það væri nú ansi lítill pungur í RH ef það væri Sammy sem réði uppstillingu liðsins. Eða eru menn að reyna bara að blammera bara eitthvað út í loftið, bara loka augunum, snúa sér í hringi og skoða á hvern bent er á þegar augun eru opnuð?

  44. Ég held að við stuðningsmenn þurfum virkilega á stjóra sem þorir að taka sénsa að halda.
    Kennedy: Kantspil er nauðsynlegt til að brjóta niður varnir eins og hjá Birmingham en til að kantspil fúnkeri þarf að hafa miðju sem getur gefið 20 metra sendingar. Með Lucas og Poulsen gerist það ekki. Sammála Guðmundi Inga, það verður að henda mönnum út í, ef Meireles á að komast inn í þetta þá verður hann að spila, líka sammála mönnum að Agger á að vera inni frekar en Skrtel. Hvort Babel fái sénsinn eða ekki skiptir ekki öllu máli, hef ekkert alltof mikla trú á því að hann blómstri í svona leik þar sem hann fær lítið pláss og lítinn tíma.

    Er ekki sterkasta liðið okkar svona:

    Reina

    Johnson Carragher Agger Konchesky

    Maxi Meireles Lucas Jovanovid

    Gerrard

    Torres

  45. Það er hálf niðurdrepandi að horfa uppá það að Lucas og Poulsen verði saman á miðjunni. Ég er á því að við verðum að spila Gerrard á miðjunni í þessum leik, hann hefur ekkert að gera í holunni þegar hann hefur ekki almennilega miðjumenn með sér. Setja Gerrard á miðjuna og svo eru nokkrir menn sem geta spilað í þessari holu.

    Nema auðvitað að Hodgson ætli bara að passa sig að fá ekki mark á sig í þessum leik og treysta svo á eitthvað one trick magic hjá meistara Torres sem er reyndar ömurleg taktík.

    Er farinn að hallast að því að þó Hodgson hafi komið ágætlega fyrir enn sem komið er þá hefði ég viljað fá yngri og meiri sóknarþenkjandi mann í brúnna og reyna að búa til meira léttleikandi sóknarlið þrátt fyrir að árángurinn yrði kannski svipaður/lakari þegar upp væri staðið.

  46. ívar babel mun akkúrat blómstra í svona leik með hraða góðum skotum og öllu tilheyrarandi.

    4-0 babel 2 og torres 2.

    YNWA

  47. Er ekki sterkasta liðið okkar svona: segir Ívar Örn
    Reina
    Johnson Carragher Agger Konchesky
    Maxi Meireles Lucas Jovanovid
    Gerrard
    Torres
    má ekki Poulsen koma í stað Lucas

  48. Kom ekki út eins og ég vildi en Poulsen í stað Lucas spyr ég

  49. Ég viðurkenni alveg að vera að gera þriðju tilraun til að kommenta við fína færslu.

    Bara skil ekki hvaðan sumt hér kemur! Það er sniðugasta samsæriskenning sem ég hef heyrt að Sammy Lee skuggastjórni á Anfield – það virðist vera svo mögnuð leið fótboltans í dag að það á ekkert að velja eftir æfingum eða skoðunum þjálfaranna lengur. Heldur er bara raðað saman nöfnum að hætti tölvuleiks og skotið í allar áttir. Til að reyna finna neikvætt er dregin upp mynd af einum dyggasta þjóns í sögu félagsins og það á hann ekki skilið.

    Meireles er frábær leikmaður sem ég hefði viljað sjá spila frá byrjun í dag. Hann er þó að koma frá því að spila tvo stóra leiki með landsliði sínu á síðustu vikunni, auk þess að hafa ekki farið á nema þrjár æfingar hjá félaginu og það sem ég hef séð af Roy Hodgson virðist mér hann vera “stabíll” á undan því að vera “ævintýragjarn”. Hann velur það að láta leikmenn spila sem þekkja betur til þess sem hann vill að sé gert og þó ég sé því ekki sammála þá skil ég það.

    Svo átta ég mig ekki á því að menn telji okkur bara labba þarna frá og vinna stórsigur. Á liði sem hefur ekki tapað á heimavelli í heilt ár og er með ákaflega skipulagt varnarlið með vel útfærðar skyndisóknir, síðasti sigur okkar á Birmingham var 2004. Samt er hér talað um stórsigra eins og ekkert sé eðlilegra.

    Og Babel bara raðar mörkum, því hann er búinn að sýna svo geðveikt margt sem bendir til þess. Ég satt að segja á bara eftir að sjá hvað mikinn séns hann fær hjá RH. Maður sem ítrekað var reynt að selja allt til loka gluggans, en var þó ekki gert því enginn var fenginn áður (það var eina ástæða þess að hann var ekki seldur, nú þarf RH að reyna að peppa hann eitthvað til) er ekki að fara að slá botnlaust í gegn, því hann er augljóslega á eftir Torres og heilum N’Gog í senternum og á eftir allavega Jovanovic á vinstri kantinum.

    Ég leyfi mér enga ofurbjartsýni, bara alls enga. Ég segi enn að eðlilegustu úrslitin í dag verði jafntefli en ég hef ennþá ekkert séð í haust sem bendir mér í þá átt að leikur liðsins sé á einhverri hraðri uppleið.

    Liðið sem lék síðustu tvo leiki, gegn City og W.B.A. er ekki að fara að bakka yfir einn eða neinn. Öll stig sem við náum í með það lið sem RH hefur í höndunum verður í gegnum baráttu, skynsaman varnarleik og snilli einstakra leikmanna.

    Ég vona að við verðum fyrsta liðið til að vinna Birmingham á St. Andrews í heilt ár, en sætti mig fullkomlega við eitt stig eins og staðan er á Anfield…

    Það þykir mér leitt, en það er bara svoleiðis.

    Og svona til að svara því strax þá kenni ég ekki RH um eða vill fá einhverja fyrrum leikmenn eða þjálfara dæmda saklausa eða fegra þeirra mynd. Heldur eingöngu að horfa á það sem mér finnst raunhæft að óska eftir hjá besta liði í heimi þessa dagana.

  50. Auðvitað getur allt gerst, en staðreyndin er samt sú að við höfum í allnokkur ár verið í bölvuðu basli með Birmingham og jafntefli hefur verið útkoman í sorglega mörgum leikjum.
    Vona auðvitað samt að við náum í 3 stig í dag 🙂

    Veit einhver hvar maður getur nálgast tölfræði á aðgengilega hátt?
    Veit að á premierleague.com finnur maður allskonar tölfræði, en ekki á milli liða.
    Eina sem ég hef til að notast við er mbl og það vantar inní leiki þar.

  51. Reina
    Johnson Carragher Agger Konchesky
    Maxi Gerrard Lucas Jovanovic
    Pacheco
    Torres

    Bekkur : Ástralski markvörðurinn, Meireles, Skrtel, Ngog, Poulsen

  52. Egill eigum við ekki að leyfa liverpool að hafa 7 varamenn eins og allir aðrir? 😉

  53. Reina
    Johnson – Carragher – Skrtel – Konchesky
    Poulsen – Lucas
    Maxi – Gerrard – Jovanovic
    Torres

    Samkvæmt heimildum er þetta liðið á eftir

  54. Er vitað strákar hvar hann er sýndur á netinu. Er einhver með slóð?

  55. Maggi, thu thjalfar nu sjalfur svo thu ættir ad vita ad adstodarthjalfarinn hefur ansi stora rodd, serstaklega ef ad nyr madur mætir i brunna. Eg leyfi mer ad telja thad liklegt ad Sammy Lee komi ansi mikid nalægt lidstuppstillingu a medan Hodgson er ad læra a leikmennina. Eda eru adstodarthjalfarar bara ad sækja kaffi og svoleidis?

  56. Er ekki frá því að ég hefði viljað prufa Babel í holunni, gefa honum pínu frelsi þar og þar með “alvöru” tækifæri til að sanna eitthvað af því sem hann telur sig hafa… Er reyndar nokk sammála honum þar, það er enn hellingur af “potential” í þessum strák. Benítes fannst mér bara markvisst geyma strákinn í lokaðri krukku. Hann hefur sannað að hann hefur þrusu skotfót, hann hefur tækni, hraða og getur tekið menn á. Held að hann hafi mest vantað “uppeldi” af góðum stjóra og svo kannski eru þarna líka nokkur stillingaratriði í hausnum á honum, sem þó réttur stjóri ætti að geta lagað að stærstu leiti….. held ég. Ég væri í það minnsta spenntur að sjá strákinn spreyta sig aðeins framar og nær miðju en kanti, væri gaman að sjá hvaða hreyfingar hann kæmi með inn í þá stöðu. Hann gæti virkað þar sem back-up með J.Cole…. Gerrard kæmi þá til að stýra skútunni með Meireles og styðja hann þar með inn í liðið…

  57. Liverpool: Reina, Johnson, Carragher, Skrtel, Konchesky, Maxi, Poulsen, Lucas, Jovanovic, Gerrard, Torres. Subs: Jones, Agger, Kyrgiakos, Pacheco, Meireles, Ngog, Babel.

    Aaafhverju er Agger ekki í byrjunarliði?

  58. Hefði viljað Babel og Mereles í byrjunarlið í stað Poulsen og Maxi.

  59. Mikið agalega voru mínir menn slakir í fyrri hálfleik. Myndi vilja sjá Meireles inná. Og það fljótlega

Föstudags… ég veit ekki hvað…

Liðið gegn Birmingham