Leikmennirnir hafa brugðist þjálfaranum og stuðningsmönnum.

Steven Gerrard ræði á official síðunni um [gengi liðsins og sitt eigið.](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N153967061102-1356.htm) Hann er afar ósáttur við gengi liðsins á útivöllum sem og sína eigin frammistöðu. Hann segir m.a.:

“I needed to find my own form first, but as captain I have to help other players find their best form. I’ve been missing something since the start of the season and I have not had that spark to my game. I think coming back from the World Cup has been a factor.”

Það sem skiptir mestu máli er að það virðist sem Gerrard er að koma tilbaka og hann skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu gegn Bordeaux, sem var gríðarlega mikilvægt fyrir hann. En Gerrard segir einnig að Rafa sé maðurinn fyrir Liverpool og hann treysti honum 100%:

“You’ve got to trust the manager. I certainly trust him. I work with the man every day and I listen to what he’s got to say because I know he’ll help me improve and help me find my best form again. I trust his ideas and I know he’ll be proved right sooner or later. We couldn’t have a better manager in place to lead us out of our slump and we are coming out of it.”

Vissulega hefur liðið ekki staðið undir þeim væntingum sem gerðar eru til félagsins hins vegar VONA ég að sigurinn gegn Aston Villa hafi verið vendipunkturinn og núna getum við vænst eftir bjartari tíð.

2 Comments

  1. Skyldusigur gegn Reading á morgun, svo er prófraunin gegn Arsenal aðra helgi. Arsenal hafa ekki farið vel af stað á nýjum heimavelli þannig að það möguleikarnir eru vissulega fyrir hendi. Vonandi að fjórir sigrar í röð náist og geri það að verkum að liðið komi öflugt til leiks gegn Arsenal. Kannski að útisigur gegn Birmingham verði til þess að brjóta útileikjamúrinn. Vona að Benitez stilli upp öflugu liði gegn Birmingham þar sem að útivallarsigur gæti haft jákvæð áhrif á leikmenn fyrir leikinn gegn Arsenal.

    Vona svo innilega að liðið fari að komast á skrið svo maður geti hætt að lesa þessar hefðbundnu neikvæðu fréttir í fjölmiðlum um að Benitez sé að fara, Gerrard sé fúll og sé á förum, deilur þeirra á milli og svo framvegis.

  2. Ég held að sama hvað við vinnum marga leiki þá losnum við aldrei við svona leiðindafréttir. Frekar en önnur lið. Of margir blaðamenn með of lítið af fréttum.

Þegar Man U tapaði fyrir FCK!

Reading á morgun