Kop.is Podcast #14

Hér er þáttur númer fjórtán af podcasti Liverpool Bloggsins!

KOP.is podcast – 14.þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.

Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum sem fyrr og með mér að þessu sinni voru Einar Örn, Maggi, SSteinn og Babú.

Í þessum þætti ræddum við meðal annars Suarez/Evra-málið og atburði síðustu helgar, leikina tvo gegn United og leikina gegn Wolves og Tottenham, og hituðum upp fyrir Brighton í FA bikarnum og svo bikarúrslitaleikinn gegn Cardiff eftir tæplega tvær vikur.

Ath.: Það er smá suð/feedback á upptökunni fyrstu tæpu 5 mínútur þáttarins. Ég veit ekki af hverju þetta kemur svona út og biðst afsökunar á þessu. Vonandi truflar þetta ekki hlustun þáttarins of mikið. -Kristján Atli

31 Comments

  1. ég var að lesa á daily mirror að Suarez gæti farið í sumar… þetta slúður er alveg að drepa mig

  2. Sigmar
    Hættu að lesa slúður á Mirror, það að þeir segi að Suarez fari þýðir líklega að hann fari ekki neitt. Þeir fá upplýsingar í gegnum drauma held ég svei mér þá. Sofðu allavega alveg rólegur með það að þegar eitthvað er að frétta af leikmannamálum þá verða Mirror þeir síðustu sem fá að vita það þetta tímabilið. (Þarf ekki að taka fram á eftir The S*n)
    Það er a.m.k. ekkert sem við getum gert í slúðri tengdu Suarez núna, hættu að hugsa um þetta og hlustaðu bara á podcastið 🙂

  3. Trúi því heilshugar að ef við vinnum Cardiff á Wembley þá fáum við aukin styrk til að næla okkur í síðasta meistardeildarsætið.

  4. Ágætur þáttur en eitt finnst mér virkilega vitlaust,

    Í tilfelli Wayne Bridge og John Terry þá var það Terry sem braut af sér og skiljanlegt að Bridge hafi ekki viljað taka í höndina á honum. Hins vegar hjá Evra og Suarez þá var brotið á Evra, þetta eru allt öðruvísi tilfelli.

    s.s það er munur á því að sá sem hafi brotið af sér bjóði hönd sína og að sá sem var brotið á geri það.

    Terry bauð sýna, Suarez ekki.

  5. Suarez bauð sýna hönd en hönd Evra var niðri…til að búa ekki til sceen þá hraðaði hann sér fram hjá Evra sem var í kjölfarið meira en tilbúinn að gera sceen, reif í hönd Suarez horfandi í myndavélina eins og eitthvað fórnarlamb.

    Mundu síðan að Suarez hefur allt aðra sögu að segja en Evra af upphaflega málinu, þar finnst Suarez að sér vegið og að Evra hafi logið uppá hann….eitthvað sem líklega enginn veit 100% nema þeir tveir.

  6. Það er fullt af dæmdu saklausu fólki í fangelsi. Það að Suarez hafi verið dæmdur í bann á vafasömum forsendum gerir hann svo sannarlega ekki sekan. Við munum aldrei fá að vita staðreyndirnar í þessu máli

  7. Flott Poscast.
    United #6. Þó að Suarez hafi verið dæmdur þá Er ekki víst að það honum finnist það hafi verið rétt. Þannig að við getum held ég aldrei verið vissir um hver braut á hverjum. En eins og sagt var í podcastinu þá eru flestir liverpool menn sammála um að fyrst að Suarez sagðist ætla að taka í höndina á honum þá átti hann að gera það.
    En ég er alveg sammála strákunum um það að Suarez er ekki eini sem hefur gert mistök í þessu máli og það ættu margir aðrir að biðjast afsökunar.
    En ég get ekki beiðið eftir næstu tveim sunnudögum. Þá sérstaklega Cardiff leiknum, það verður frábært að sjá Liverpool spila um bikar.

  8. Ég bíð enn eftir afsökunarbeiðni frá Evra, Rio og sérstaklega Ferguson….þetta eru mennirnir sem settu ljótan blett á leikinn á laugardaginn!

  9. Skemmtilegur þáttur. Gaman að hlusta á þá yfir kaffibollanum og einum PES (pro evolution Soccer). eftir mörg ár af anti-sportisma þá byrjaði ég að fylgjast aftur með fótbolta fyrir nokkrum árum og er alltaf að læra hluti sem ég vissi ekki áður. Fróðlegt að hlusta á menn með viti ræða málin, takk fyrir mig.

  10. #10, don’t hold your breath.

    Persónulega fannst mér Fergie fara frammúr sér, en mig grunar að það hljóta að hafa verið ‘samkomulag’ milli félagana að þetta yrði bara klárað með handabandi, amk miðað við yfirlýsingar sem komu fyrir leikinn. Þetta hefur æst hann upp.

  11. Ég er búinn að vera á þessari skoðunn lengi, að mér finnst bara kjánalegt að láta alla leikmenn raða sér upp í formlegar raðir og heilsa hvor öðrum með handabandi, fyrir leik. Að taka í höndina á mótherjanum og þakka honum fyrir leikinn, EFTIR LEIK, er skiljanlegt, en algerlega tilgangslaust fyrir leik.

    Mér finnst bara ekkert að því að menn heilsi þeim sem þeim langar að heilsa, og PUNKTUR !! Ef Bridge vill ekki heilsa Terry (af því að hann er fáviti), þá er það bara ekkert stórmál. Ef Anton Ferdinand vill ekki heilsa Terry (af því að hann er fáviti), þá er það bara ekkert stórmál heldur. Ef Suarez vill ekki heilsa Evra (af því að hann er fáviti), þá er það bara ekkert stórmál heldur.

    Viðbrögðin hjá Evra, þegar Suarez tekur ekki í hendina á honum, eru eins og hjá smákrakka, sem telur sig eiga heimtingu á því að fá eitthvað af því að hann er vanur að fá það. Hverjum er ekki drullu sama hvort Suarez tók í hendina á Evra eða einhverjum öðrum fyrir þennan leik… svona í alvöru talað ? Spáið í fávitaskapnum, og ruglinu í þessu ? Hvernig tókst Evra að gera mál úr þessu atriði ?

    Ég er sammála því að Suarez brást knattspyrnustjóranum sínum með þessari framkomu, en það er á hreinu, að hann brást engum öðrum með þessari hegðun. Menn hljóta að ráða því hverjum þeir taka í höndina á og hverjum ekki !!!

    Þetta er nú ekki meira prinsipp mál en það, að það var hægt að sleppa þessu formsatriðar dansatriði í viðureign QPR og Chelsea af því að menn voru hræddir um að Ferdinand myndi ekki taka í hendina á Terry !!! uuu.. news flash… það er öllum drullu sama um það, hver tekur í hendina á hverjum þarna fyrir leik, og flestum finnst þetta bara hallærislegt !!!!

    Það má segja margt um Suarez, en að nenna að pæla í því í margar vikur hvort hann tók í hendina á einhverjum pappakassa, er bara svo út úr korti fáránlegt, að ég næ ekki uppí það !!

    Þáttur Fergusons í þessu máli, hvorki sýnir neitt, sannar, né afsakar. Hann er bara nákvæmlega sami skíta-drullupésinn og hann hefur alltaf verið ,og hvorki hækkaði né lækkaði í virðingarstiganum hjá mér við þetta. Hann er svo löngu kominn á botninn í drullupyttinn, að hann gat ekkert sokkið neitt neðar, fyrir mér !! Ég ætla ekkert að fara nákvæmar út í þá sálma að þessu sinni. Maðurinn er bara the lowest of all time low, ef ég er spurður, og hefur lengi verið !!

    En skemmtilegt Podcast að vanda, en ég á eftir að taka þig SSteinn og flengja, fyrir ummælin þín um Aron Einar, og kímnina varðandi það að hann sé Akureyringur !! Síðast þegar ég vissi, þótti bæði eftirsóknarvert, og stórkostlegt að vera Akureyringur !!!

    Ég vil líka bæta því við (fyrst ég er með orðið), að ég er ekki sammála því að það megi spila út “told you so” spilinu, varðandi það hvort Suarez hefði átt að spila þennan leik. Ég útskýrði mitt mál í þeim þræði, og stend ennþá við það, að mér fannst það umhugsunnarefni asnalegt. Suarez skeit ekkert á sig í þessum leik, og þó hann hefði gert það, þá er alltaf hægt að vera vitur eftir á. Maður sleppir því ekki að spila bestu fótboltamönnunum sínum, vegna þess að þeir eiga þá hættu að fá rautt spjald, meiðast eða verða þreyttir, eða hvað það nú er …. Ég er bara enganveginn sammála þeirri nálgun á þetta mál !!

    En afhverju þurfum við svo sem að vera sammála ??

    Insjallah…
    Carl Berg

  12. Held áfram að vera sama rispaða platan.

    Við erum öll sammála því að Suarez hefur verið beittur ranglæti af enskum og Evra er í besta falli athyglissjúkur kjáni.

    Vandi Suarez í þessu máli er að hann gekk gegn vilja þjálfarateymisins og félagsins, sem var búið að bakka hann upp í málinu. Með því varð rof í trausti hans og stjórans, sennilega eigendanna líka. Bendi t.d. á grein Aldridge í Liverpool Echo þar sem hann talar um málið og er sammála mér í því að nú þarf þessi frábæri knattspyrnumaður að ná sér í fyrirsagnir fyrir fótbolta og óendanlega hæfileika sína í fótunum.

    Þá hættir hann fljótlega að vera óvinsælasti knattspyrnumaður á Englandi og við getum haldið áfram að dýrka hann óendanlega.

    Æji, ég var hættur að skrifa um þetta. Stend við það héðan af…..

  13. Smá lokaorð um Suarez.

    Sammála því að hann brást knattspyrnustjóranum og félaginu en fyrst og fremst brást hann sjálfum sér. Héðan af verður erfitt fyrir hann og aðra að halda því fram að hans útgáfa af atvikinu á Anfield sé réttari en Evra. Suarez skaðaði sinn eigin trúverðugleika gífurlega mikið.

    Einnig er ég á því að það var rétt að spila honum fyrst hann sagðist sjálfur vera tilbúinn í það. Könnunin um daginn hefði kannski frekar átt að snúast um hvort við hefðum trú á að hann væri með hausinn í lagi til að byrja. Því miður reyndist svo ekki vera. Ef hann hefði bara brotið odd af oflætinu væri staðan allt önnur í dag, málið úr sögunni og hann tekinn í sátt.

    Ein mistök sem við höfum allir gert er að rugla saman þætti Evra og FA í þessu öllu. Það er mín skoðun að Evra hafi ýkt allt mjög mikið og líklega logið einhverju. Það breytir þó ekki því að það er FA sem fór með málið og felldi úrskurð. Kjánaleg meðferð FA er ekki skúrkinum Evra að kenna.

    THE END

  14. Nú er FA búid ad kæra Ravel Morrison fyrir ad kalla mann “faggot”, sem mirror tekst ad kalla “meinta” hommafóbíu trátt fyrir ad skrif hans séu engan vegin ord á móti ordi. Nú verdur fródlegt ad sjá hvad hann fær marga leiki í bann, enda FA búid ad koma sér í bobba hvad vardar lengd banna.

  15. Ég hef lítið tjáð mig um þetta “tók-ekki-í-hendina-á-Evra” máli svona opinberlega, enda er ég alveg kominn með nóg af þessu máli. Evra spilaði bara vel úr því sem hann hafði, ekkert um það að segja. Suarez kúkaði upp á bak í öllu þessu máli, og Liverpool FC gerði allt rangt hvað PR varðar. Skiptir ekki máli lengur. Þetta er búið og gert, og tími til þess að líta fram á við.

    Eitt samt um Suarez og framtíðina – Að mörgu leyti finnst mér hann vera í svipaðri stöðu og C.Ronaldo var um árið þegar hann var nýkominn til manutd. Hann fékk fljótlega allt England (og þó víðar væri leitað) upp á móti sér vegna ýmissa stæla sem fóru illa í enska. Hæfileikarnir voru þó ótvíræðir.

    Hraðspólum nokkur ár svo fram í tímann og hvað gerðist svo hjá C.Ronaldo? Hann spilaði sig upp í það að verða næstbesti fótboltamaður heims – algjör yfirburðamaður á Englandi síðustu tvö tímabilin með manutd, og þó hann væri hataður af öllum nema eigin stuðningsmönnum þá hló hann mann hæst að lokum.

    Suarez hefur klárlega mikla hæfileika, á því er enginn vafi. Hann er svo sannarlega með bakið upp við vegg í dag, og reyndar búinn að kúka allhressilega upp á bak. Núna hefur hann tækifærið til þess að sýna öllum úr hverju hann er gerður. Bara halda kjafti, halda áfram að spila sinn fótbolta, og verða einn af allra bestu leikmönnum í heimi – hann hefur sannarlega hæfileikana í það.

    Ég vona bara að Liverpool FC hafi þá skynsemi til þess að halda honum áfram hjá félaginu, og leyfi sér ekki einu sinni að hugsa til þess að selja hann á þessum tímapunkti. Og við stuðningsmenn Liverpool ættum heldur ekki að kalla eftir því að selja hann – ég neita að trúa því að menn séu svo veruleikafyrrtir að halda, að Liverpool sé stútfullt af hæfileikamönnum og að við getum alveg séð af einum svoleiðis!

    Já, og Carl Berg – Amen 🙂

    Homer

  16. Sammála Carlberg hérna, hann segir eitthvað af viti einu sinni á ári og þetta var fyrir árið 2012

    En Gummi Daða

    Héðan af verður erfitt fyrir hann og aðra að halda því fram að hans útgáfa af atvikinu á Anfield sé réttari en Evra. Suarez skaðaði sinn eigin trúverðugleika gífurlega mikið.

    Hvernig í fjandanum færðu þetta út? Ef eitthvað er finnst mér þetta sýna ennfrekar fram á hvað Suarez finnst Evra hafa beitt hann miklu óréttlæti! Það er mjög skiljanlegt að hann hafi neitað að taka í spaðann á Evra, sérstaklega miðið við þær aðsætður sem þarna sköpuðust. Trikkið er að hann fór á bak við það sem hann sagði Dalglish
    .
    Það hefur ekkert með upprunalega málið að gera.

  17. Svona til að undirstrika orð Tomkins um að við þurfum nýja stjörnu að dýrka í LFC og hætta að ræða hendi-ekki hedni-málið!
    Við þurfum beittari sóknarleik, það er klárt og þetta er náttúrulega bara kjaftasaga en nokkuð spennandi að mínu viti!
    Tekið af http://www.liverpool.no
    Den søramerikanske fotballeksperten Jose Alberti hevder Ezequiel Lavezzi blir Liverpool-spiller neste sesong.
    – Ezequiel Lavezzi kommer definitivt til å forlate Napoli etter sesongen, men han blir ikke værende i Italia. Han kommer til å reise til England og signere for Liverpool.
    CalcioMercato.it!

    Yfir og út!

  18. Hættið þessu væli um Suarez. Það eru svona gaurar sem gera fótbolta að skemmtilegustu íþróttagrein ever. Frábærir inni á vellinum en smá villtir í hausnum. Mér gæti ekki verið meira sama um þetta “ekki handtak”. Málið er dautt og Evra er fífl og húsbóndi hans hræsnari.

    Þegar við fáum okkur bjór eftir 2 ár, þegar að Suarez hefur leikið lykilhlutverki í enduruppbyggingu LFC, og spjöllum um þetta rugl, munum við þakka fyrir þetta atvik og skellihlægja í leiðinni. Þá munum við ræða um þetta sem mikilvægt skref í þroskaferli knattspyrnumanns sem er kominn í hóp þeirra langbestu.

    Óhamið keppnisskap Suarez sem kom honum í smá og tímabundin vandræði er sami keppnisviljinn sem kemur okkur í hæstu hæðir á ný. Punktur.

    Losa sig við Suarez? Nei, fá frekar fleiri eins og hann!

  19. Babu # 19

    Ég er í raun alveg sammála þér. Það eru hins vegar nánast bara við stuðningsmenn Liverpool sem höfum virkilega kynnt okkur málið í heild og vitum því “sannleikann”. Fyrir alla aðra horfir málið svona við: “Suarez laug að Dalglish og klúbbnum, það segir í yfirlýsingu félagsins. Skyldi hann þá ekki líka hafa logið að FA dómstólnum?”

    Punkturinn minn er sem sagt að félagið okkar segir hreint út að Suarez hafi verið staðinn að lygi. Hvernig getur það annað en skaðað hans trúverðugleika?

    En eins og ég sagði vitum við betur og skiljum okkar mann því fullkomlega. Og styðjum. Núna set ég endanlega punkt við þetta mál.

  20. Það á að selja Suarez í sumar. 20 leikir, 6 mörk og 1 stoðsending réttlætir ekki þessa framkomu…..og þetta mun ekki breytast. Ekki nema að hann verði sendur í strangan grunnskóla í Liverpoolborg svo hann geti náð sér upp úr þessum vonþroska.

  21. Maður nennir ekki að tala um þetta lengur, allir held ég komnir með meira en nóg af þessu máli, uuuuh kannski fyrir utan tvo scummara (stjórann og fyrirliðann).
    http://www.visir.is/evra-tharf-ad-jafna-sig-eftir-liverpool-leikinn/article/2012120219263
    Ástæðan fyrir því að evra er ekki með er klárlega sú að þetta er evrópudeildin og þar hafa stærri liðin oft hvílt menn. En neeeeiii, skv ferguson þarf fórnarlambið evra tíma til að jafna sig eftir að skrímslið hann Suarez mætti á old shitthouse og tók ekki í höndina á honum. Djöfull vona ég að mannfílann hann ferguson fari að hætta, og nei það er ekki út af því hann er svo sigursæll blablabla svo við eigum meiri séns á titlinum blablabla, MAÐURINN ER SKÍTHÆLL (PUNKTUR)

  22. Sammála mönnum sem segja að sá eini sem Luis Suarez sveik var Dalglish….og mér finnst það meira að segja fullt sterkt til orða tekið ef atburðirnir eru eins og þulurinn á sky var að tala um og ég hef áður sagt. Þegar Suarez sér hönd Evra niðri(og hún er klárlega niðri) þá drífur hann sig framhjá til að make-a ekki sceen…eitthvað sem Evra var vel tilbúinn að gera og kasta fram fórnarlambsspilinu þegar hann greyp í hönd Suarez horfandi í myndavélina og passaði sig á að allir vissu að þeir tókust ekki í hendur. Sem sagt, tilraun hans til að búa ekki til vesen mistókst algjörlega því Evra ákvað að notfæra sér augnablikið sem hann bjó sjálfur til og sverta Suarez….hann er nú ekki óvanur því.

    Auðvitað hefði ég viljað að þeir hefðu bara tekist í hendur og allt búið, en ef þessi atburðarás er sönn finnst mér erfitt að hengja Suarez…í það minnsta á að hengja Evra jafn mikið. Hann sýndi þarna að hann er til í að taka litla titlingaskíta og hæpa þá mikið upp, samanber að vera kallaður svartur á Anfield.

  23. Maggi, babú, ssteinn eða kristján atli !!… getiði sagt mér hversu líklegt það er að suárez verði seldur í sumar ???…. því ef svo er missi ég alla trú á þessum helv. stjórnendum og eigendum að hafa ekki staðið við bakvið stjórann og leikmannin og illa komið fram við Suárez af okkar hönd !… Eru miklar líkur á þessum sögusöfnum ?? loksins þegar við erum komnir með “næsta” torres þá ætlum við að losa okkur við hann vegna þess að fávitar og hræsnarar í man yoo segja svo !!

  24. Nr. 24 Tómas

    Eina ástæðan fyrir því að Evra er ekki að fara með til Amsterdam er klárlega sú að þeir eru að fara spila við Ajax. Suarez er vinsælli hjá þeim heldur en okkur ef eitthvað er og ég er nokkuð viss um að hann fengi fyrst að kynnast yfirdrulli færi hann þanngað svona stuttu eftir þetta mál.
    Svo er spurning hvort allir á meginlandinu trúi Evra jafn einhliða og breska pressan (almenningur) hefur gert. Efast stórlega um að það sé málið í Amsterdam.

  25. Babu – trúðu mér, fyrir utan einstaka öfgamann er þetta anti-handshake álíka mikið átakamál utan Englands og hvort jólasveininn er finnskur eða sænskur.

    Í fréttalegu samhengi er búið að skrifa 10 sinnum meira um Tevez en Suarez í spænskuskrifuðum blöðum síðustu daga svo dæmi sé tekið. Það sem ég er að reyna að segja að við púlarar erum algjörlega að ofmeta neikvæð áhrif þessa máls og fullkomlega að ofmeta áhuga annarra.

  26. Sky Sports Breaking News:
    FA charge and find Luis Suarez guilty of the murder of Whitney Houston,
    There were no witnesses, but Patrice Evra said…
    ‘he probably did it!’

  27. Held að allar umræður um Suarez og sölu í sumar komi nákvæmlega upp núna þegar sá “tvistur” kom í umræðuna að hann var látinn biðja Liverpool FC afsökunar. Þar lesa menn í (skiljanlega) að upp sé komið ákveðið rof í samband hans við liðið og þá auðvitað leggja menn saman tölur og fá út sínar útkomur.

    Ég held ennþá að boltinn liggi hjá þessum frábæra leikmanni. Hann er dáður af stuðningsmönnum fyrir það sem hann hefur sýnt okkur, þó vissulega hafi þessi vetur verið erfiðari en sá í fyrra, og hann þarf bara að stramma sig af og fara að njóta þess að spila fótbolta fyrir Liverpool aftur, skora mörk, fífla andstæðinga og brosa.

    Ef hann gerir það fram á vor verður hann ekki seldur. Ef að hann dettur í hina áttina og heldur áfram að lenda í uppákomum sem eiga ekkert skylt við að sparka í knött held ég að hann verði seldur, og þá utan Englands.

  28. Nenni ekki að tala um þetta evra mál. Hann er og verður áfram viðbjóður fyrir mér, skiptir engu máli með litarhátt, þó hann væri hvítur sem kríuskítur væri hann sami viðbjóðurinn fyrir mér.

    Annars er ég 10000000% sammála Sigursteini um að KK sé að sjá um alla vinnuna í þessu máli EINN, og að Ian Airy sé búin að skíta uppá bak í þessu máli.

    YNWA

Góðar greinar

Opinn þráður – allt annað