Hversu mikil áhrif hafa úrslit Liverpool á þig?

steve_mcmahon.jpg
Hversu mikil áhrif, ef einhver, hefur það á mig þegar Liverpool vinnur eða tapar? Tja… ég verð pirraður ef við töpum leik gegn liði sem við eigum að vinna en hins vegar ef við erum að spila t.d. gegn liði sem yfirspilar okkur og við erum einfaldlega lélegir þá er ég fyrsti maðurinn til óska hinu liðinu til hamingju.

Vissulega skiptir mikilvægi leiksins máli, klárt mál. Er þetta í deildarbikarnum, deildinni eða meistaradeildinni? Ég var snöggur að jafna mig eftir tapið gegn Burnley í fyrra en lengi að jafna mig eftir sigurinn gegn Milan í maí… úff timburmenn 🙂

Eftir að hafa lesið [pistilinn hans Paul Tomkins](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N150049050921-1035.htm) þá hugsar maður og setur hlutina í rétt samhengi, alla vega ég.

There is a danger for anyone who treats football as his or her Prozac. If you look to football to cheer you up, or to fill a hole in your life, you are skating on thin ice.

Það er mikið til í þessu þótt klárlega séu einhverjir ósammála þessu. og Tomkins heldur áfram:

Football, like life, has a habit of coming back to bite you on the backside.

Bad times eventually follow good ? all teams, whoever they are, slump sooner or later ? but then, as a Liverpool fan, good times have tended to never be too far away.

So true…:)
ps. Ef þú ert að spá í hvers vegna ég er með mynd af Steve McMahon þá er það vegna þess að hann var ávallt minn uppáhaldsleikmaður og nr. 11.

5 Comments

  1. True so bloddy true, ég á oft erfitt með að sofna eftir tapleiki, maður verður bara “BLUE”, sem við vitum að er ekki gott mál :rolleyes:

  2. Þú ert mikill og góður maður Aggi … 🙂 … ég á það til jú að óska þeim sem sigra mína menn til hamingju, en ég á ofboðslega erfitt með að vera ekki fúll eftir á. Ég er KA-maður í handbolta og Framari í fótbolta… hundfúlt sumar í knattspyrnunni heima, en á Akureyri er kappið komið í mann … og núna í augnablikinu er ég svo hás eftir leik KA-Þórs. Ég lifi mig inn í leiki, “tala” við leikmenn en er fljótur að ná sambandi við móður Jörð eftir leik.

    Tapið á móti Burnley var drullufúlt, but life goes on. Ekki óskaði ég þeim Burnley mönnum til hamingju, heldur bölvaði mínum. Svo kom annar dagur.

    Ég fæ ekki ánægju bara frá knattspyrnunni, eða handboltanum, ég fæ hana annars staðar líka. En ég hafði “lofað” mér að hella mér virkilega í Liverpool þetta season t.d. og nöldur mitt/skrif mín hér á þessari síðu eru dæmi um það.

    Fótbolti er lífsstíll – að horfa á fótbolta er góð skemmtun!

  3. Steve McMahon… ég hélt þetta væri Sami Hyypiä með sítt að aftan :laugh:

  4. Steve McMahon??? Af öllum???

    Annars er ég sammála Tomkins … maður verður að passa sig að taka þetta bara temmilega alvarlega. Sem er hins vegar ansi erfitt…

Benitez bestur í Evrópu og Kewell að verða klár.

Tomkins og Chelsea