Byrjunarliðið

Veit það er seint og staðan er 0-1 í hálfleik en hér getum við allavega spjallað aðeins á nýjum hlekk um leikinn…

Reina

Arbeloa – Carragher – Skrtel – Insua

Lucas – Mascherano
Kuyt – Gerrard – Benayoun

Torres

Bekkurinn: Cavalieri, Dossena, Alonso, Riera, Babel, Ngog, Skrtel.

Alvöru lið og ekkert slakað á, Rafa ætlar sér í 83 stig í dag.

13 Comments

  1. Hvað í andskotanum var Carra að spá? Fáranlegt hjá honum að dissa Arbeloa eitthvað, ef ég væri Arbeloa myndi ég verða brjálaður.

  2. Ég varð bara hálf fúll út í Carra áðan yfir þessum stælum í honum.

  3. Ég er að verda þreyttur á þessari Arbeloa-Alonso klíku. Audvitad tharf Cara að segja eitthvad vid Arbeloa. Madurinn dekkadi ekki einu sinni rétt upp i leiknum.

    • Audvitad tharf Cara að segja eitthvad vid Arbeloa

    Já enginn að kvarta undan því, menn eru að undra sig á/pirra sig yfir að hann hafi hrint honum og verið 3 skrefum frá því að ráðast á hann.

  4. hann var ekki sáttur með þetta ballerínu hopp hjá honum, vildi að hann stæði í lappirnar og dekkaði manninn, þá hefði hann ekki náð þessu skoti. Það er líka hann sem stjórnar vörninni, hann á að skamma menn…

  5. Held ég hafi nú bara ALDREI séð Carra eins reiðan… shit… þegar þetta var sýnt hægt… í alvörunni… það var drápssvipur á Carranum… Ef ég hefði verið Arbeloa.. hefði ég heimtað skiptingu… útaf hræðslu… En hugsa þetta sé nú hluti af gremjunni að titilinn kom ekki heim þetta árið… Uppsafnaður pirringur. En á ekki að sjást hjá atvinnumönnum, en menn hlaupa á sig hver sem það er… Fínt að vinna okkar vinnu þó seint sé:) YNWA

  6. Alonso gerði þó eitthvað núna, í stað aðgerðaleysisins í Mascherano atvikinu í fyrra á old Trafford

  7. Ánægjulegt að menn sýni að þeir hafi smá skap, það er etv. sú breyting sem maður hefur einna helst séð á tímabilinu, menn hafa haft skap og hungur til að vinna. Annars er Arbeloa búinn að vera alveg úti á túni stundum sbr. Arsenal leikinn og etv. eitthvað uppsafnað þarna að springa út.!

  8. Áfram Carra. Þeir sættast eftir leikinn, en það er flott að sjá að það sé ennþá hugur í mönnum þó við séum ekki að eltast við titilinn lengur.

  9. Ég er að verda þreyttur á þessari Arbeloa-Alonso klíku. Audvitad tharf Cara að segja eitthvad vid Arbeloa. Madurinn dekkadi ekki einu sinni rétt upp i leiknum.

    Hahahahaha

  10. Það er algerlega fáránlegt að verja það að Carra hafi einhvern rétt til að ráðast að liðsfélaga sínum vegna þess að hann hefur ekki staðið sig… það er í lagi að láta menn vita en það á ekki að sjást til manna að ósætti éigi sér stað innan liðsins og í annan stað þá hefur Carra bara ekkert efni á að hann hefur sjalfur orðið uppvísa af mistökum í vörninni í vetur… svona hlutir gerast í fótbolta.. en menn verða að kunna að haga sér… Auðvitað sættast þeir eftir leikin en þetta er bara eitthvað sem á ekki að gerast. Baddi ef það er eitthvað uppsafnað að springa út hjá Carra þá finst mér hann nú ekki mikill atvinnumaður ef hann ætlar að leisa það á þessum tímapunkti… held bara að þetta hafi verið í hita leiksinns… og svo vinnum við bara deildina á næsta ári…. það hefur engin heirt þetta áður er það…

    Áfam LIVERPOOL

  11. Ég var gríðarlega ánægður með Carragher þegar hann las yfir Arbeloa. Það er óþolandi þótt að leikurinn sé unninn að gefa eftir og slaka á og atvinnumaður eins og Arbeloa á að standa sína vakt allan leikinn. Varnartilburðir hans í þessu tilviki voru hlægilegir, þú leyfir ekki andstæðingnum að taka boltann niður í teignum og horfir á.

    Carragher stjórnar vörninni og ber ábyrgð á henni. Þeir sem spilað hafa fótbolta vita alveg að það er einn í vörninni sem að stjórnar henni og segir mönnum til. Ef að aðrir leikmenn þola það ekki á fá hárblásarameðferðina frá reyndum varafyrirliða eftir að hafa gert í brók eins og Arbeloa þá er nóg pláss hjá öðrum liðum fyrir slíkar prímadonnur. Gleymum því ekki að þetta er vinnan hjá þessum mönnum.

    En kannski er bara best að klappa mönnum á bakið og hughreysta?

WBA á morgun.

W.B.A – Liverpool 0-2