WBA á morgun.

Þá er það víst orðið ljóst að ekki verður af þeim draum okkar að lyfta bikar þetta árið á Anfield Road, ekki það að vonin hafi verið mikil í morgun en samt er tilfinningin súr.

Hins vegar óskum við auðvitað sigurvegurunum til hamingju með gullið og treystum því að þeir fái að hafa duglega fyrir því á næsta tímabili.

Fyrst er auðvitað að klára okkar mál og ná besta árangri félagsins í 38 leikja deild, þ.e. stigalega eftir að þriggja stiga reglan var tekin upp. Til að það takist þurfum við minnst þrjú stig út úr þeim tveimur leikjum sem eftir eru, auk þess sem við ætlum okkur auðvitað annað sætið í deildinni, sem ég held að sé sterkt sálrænt gagnvart Chelseamönnum.

Á morgun mætum við neðsta liðinu í deildinni, WBA. Borðleggjandi sigur…. Eða hvað?

Ég viðurkenni að mér fannst hundfúlt að umferðin var ekki öll spiluð í dag, því þá hefði maður séð enn meira af því hvaða sigurvegarakarakter liðið okkar geymir. En í staðinn verður gaman að sjá hvernig þeir bregðast við þeim vonbrigðum að sjá fagnaðarlæti dagsins og hvaða karakter býr í þeim að standa undir kröfum stjórans um annað sætið og stigin 86 sem við eygjum.

Ég held að Rafa haldi sig við alvöru byrjunarlið í þessum tveimur leikjum og reyni að minnka stigamuninn í United eins mikið og hann getur. Eina sem maður ekki veit alveg er standið á Torres, en ég held að hann verði með og liðið verði svona.

Reina

Arbeloa – Skrtel – Agger – Insua

Alonso – Mascherano
Kuyt – Gerrard – Riera

Torres

Ef Torres verður ekki heill verður Kuyt í senter og Benayoun á kantinum. Ég held að Rafa vilji nota tækifærið í þessum leik og láta Skrtel og Agger spila saman, nokkuð sem ég er sannfærður um að við sjáum oftar á næstu árum. Auðvitað er ég pínulítið að leggja til við hr. Benitez en ég held það samt.

Held svo að við sjáum óvanaleg nöfn á bekknum, t.d. Spearing eða Darby. Ef vel gengur fáum við að sjá þá í einhverjar mínútur.

Leikurinn er lykilleikur fyrir heimamenn, allt annað en sigur mun væntanlega þýða fall, svo þeir munu selja sig dýrt. Lið WBA hefur reynt að fara í gegnum deildina með því að spila góðan fótbolta, en hefur ekki náð þeim árangri sem þeir vonuðust eftir. Markvarsla og vörn hefur svikið þá í mörgum leikjum, en ágæt frammistaða að undanförnu hefur gefið þeim smá von.

En ég er sannfærður um að sú von verður úti að loknum leik á morgun. Við einfaldlega eigum að vera of sterkir til að tapa þarna stigum og mín spá er að strongvið vinnum 1-3/strong og gott sem tryggjum okkur annað sætið í deildinni og sendum heimamenn um leið niður í Championshipdeildina.

20 Comments

 1. JÆJA ekki tókst ars að skora, en getur það verið að það sé hægt að mínusa mu vegna mútur við dómara eða út af teves eða bara OK OK mu tók bikarinn og ég játa að mu eru búnir að jafna bikarara, staðan 19- 19 en við erum með í meistaradeild 5-3. Tökum þetta á morgun.

 2. 18-18 reyndar Már, ekki að það sé aðalmálið.
  Já já við munum valta yfir WBA á morgun og minkum þannig stigamuninn á okkur og meisturunum (ömurlega að skrifa þetta).

  0-4

  Torres með 1

  Gerrard með 2

  Alonso með 1

 3. Eins og þetta leit vel út á sínum tíma þá endar þetta tímabil í algjörum bömmer….Chelsea sló okkur út úr meistaradeildinni, Man.U. tók titilinn og sennilega meistardeildina líka (vonandi ekki samt) og Everton gæti endað á því að taka bikarinn (eftir að hafa slegið okkur út). Dagurinn í dag var erfiður svo vægt sé til orða tekið…..Gvuð minn almáttugur hvað það getur tekið á að vera Liverpool maður stundum

 4. “Hins vegar óskum við auðvitað sigurvegurunum til hamingju með gullið og treystum því að þeir fái að hafa duglega fyrir því á næsta tímabili.

  Treystir síðuskrifari því sem sagt að United vinni á næsta ári líka? Freudian slip kannski? :)))

 5. Hafliði : Alveg rétt 18-18 ég var með töluna 19 vegna þess að ég hélt að LIV, tæki 19 titilinn, smá rugl hjá mínu. En LIVERPOOL eru bestir, og tökum þetta næst, POTTÞÉTT…….

 6. Smá þráðrán! ‘island varð í öðrusæti í eurovision eftir noregi með 218 stig.
  Eftir vonbrigði dagsins með man utd leikinn þá get ég glaðst yfir frábærum árangri í eurovision.
  þvílík snild. 🙂

 7. Hvað er þetta með mig og annað sæti Liverpool Ísland á ólympíuleikunum og eurovision

 8. *10 Addi.

  Við erum hérna á fótboltasíðu og þú talar um Eurovision. Hvað í fjandanum er að þér?

 9. Shankly hlýtur að velta sér í gröfinni vitandi að united var að jafna okkur í englandsmeistaratitlum.

 10. og Paisley fer 2 hringi en ætlar Ferguson ekki að fara að segja þetta gott, ég er kominn alveg með upp í kok að þurfa enn einu sinni að horfa uppá Skota djö…. fagna titlum með United.

 11. Ef Ferguson verður áfram, þá verðr hann að horfa upp á tap næst. 😉

 12. Sælir,
  Hvar er hægt að horfa á leikinn á netinu (er með Mac)? Er veikur heima og kemst ekki á Players:-)

Og þá er það Arsenal

Byrjunarliðið