Byrjunarliðið gegn Crewe komið

Jæja, byrjunarliðið fyrir leik kvöldsins í Deildarbikarnum er komið og Rafa stillir upp eftirfarandi liði:

Cavalieri

Degen – Hyypiä (c) – Agger – Insúa

Pennant – Lucas – Plessis – El Zhar

Ngog – Babel

**Bekkur:** Gulacsi, Dossena, Carragher, Skrtel, Alonso, Keane, Torres.

**ATH.: Bein útsending frá leiknum á netinu HÉRNA!**

Sem sagt, ekki einn einasti leikmaður í liðinu sem mætti segja að væri fyrsti kostur í sína stöðu. Gerrard fær algjört frí í dag, sem og menn eins og Benayoun, Arbeloa, Riera, Kuyt og Mascherano, á meðan Torres og Keane sitja á bekknum ef ske kynni að við þyrftum á þeim að halda í kvöld.

Þetta verður áhugaverður leikur. Þetta lið er nógu sterkt og reynt til að klára Crewe á Anfield og ég efast um að við getum skammað Rafa fyrir þessa liðsuppstillingu. Það er svo undir þessum leikmönnum sem leika í kvöld komið að sanna sig fyrir augum stjórans.

29 Comments

  1. Gríðarlega sáttur við þessa uppstillingu og er frekar svekktur með að fá ekki að sjá leikinn.

    Spennandi að sjá Degen og Insúa, sömu sögu er að segja með alla miðjuna og eins N´gog.
    Lucas ætti að vera í hlutverki Alonso og Babel í hlutverki Gerrard/Keane.

    Svo ef þetta klikkar þá erum við dottnir úr deildarbikarnum, bú hú

  2. Og SSteinn, þetta er ákaflega sjaldgæft. Hvað er þetta, í þriðja sinn eða eitthvað álíka sem einhver okkar pennanna nær 100% réttu byrjunarliði hjá Rafa? Snilld.

  3. Já, ég er ekki frá því að þetta sé mesta “afrekið” þegar kemur að mínum spádómum hingað til, þar sem nánast öllu liðinu er umvarpað. 🙂

  4. Frábært framtak að vera með link á útsendingu. Mætti gera þetta fyrir hvern leik. Takk fyrir góða síðu.

  5. Ég er að lenda sjálfur í vandræðum með þennan link, þannig að ég er í sömu stöðu og þið. Vonandi verðum við ekki svikin.

  6. Skv því sem ég les er þessi leikur hreinlega ekki sýndur á neinni sjónvarpsstöð!

  7. Ég er búinn að ákveða hér með að fara út af síðunni, ætla að horfa á leikinn klukkan 23:00 í kvöld ÁN þess að vita úrslitin 🙂

  8. Goal!! Daniel Agger hits a very good left footed shot to the lower left corner from the right channel (aprox. 25 yards) and scores!! Liverpool now leads 1 – 0

  9. 1-0 fyrir Liverpool. Agger skoraði á 15. mínútu! 😀

    Dórig: Hann er sýndur á LFC TV kl. 11

  10. Sorrý, mér sýnist þessi linkur ekki virka. Ég er loksins kominn inn á eSeason og farinn að hlusta á leikinn í beinni, staðan orðin 1-0 fyrir okkar menn. Ég næ ekki að horfa á leikinn neins staðar. 🙁

    Kíki svo á þetta kl. 11 í kvöld á LFC TV eins og SSteinn.

  11. sumir linkar á justintv.com eru plat…
    Við þurfum að verja liðið okkar þegar við mætum til vinnu á morgun,
    getum aldrei neitt á móti þessum lélegri liðum…

  12. Sjitt, eruð þið að horfa á leikinn milli mufc og m’boro ?!?

    Þessi tækling hjá Pogatetz (fáviti) var ein sú versta sem ég hef séð í langan tíma ! Maðurinn á að fá a.m.k. 10 leikja bann.

    Greyið strákurinn er sennilega stórslasaður, fótbrotinn og með góða takkaskurði.

  13. Hve skammarlegt er það að að spila við Crewe sem er í 21. sæti í 2. deild og við erum rétt að vinna 2-1 og svo spilar Arsenal við Sheffield United sem er í 8. sæti í 1. deild og þeir vinna 6-0 og meðalaldurinn í liðinu er rétt yfir bílprófsaldri… Helmingurinn ekki orðinn sjálfráða…
    Hvers konar aulaskapur er þetta eiginlega???

  14. Virðist þessi leikur á lágu tempói, lýsararnir ekki sáttir og við búnir að sólunda fjölda dauðafæra, Torres tvisvar frá því hann kom inná….

  15. Hehe, það var verið að bæta við 9 mínútum í uppbótartíma hjá mufc og m’boro. Þá getið þið ímyndað ykkur hversu lengi strákurinn lá á jörðinni, á börum og með súrefni.

  16. David Fairclough skammast út í “slack finishing and slack defending” eftir leik eftir að Crewe voru nálægt því að jafna í lokin, svo endaði dæmið á því að Babel gaf ekki á Keane sem stóð fyrir opnu marki, og Írinn sleppti sér á Hollendinginn.
    Þeir leikmenn sem fengu kredit hjá þeim voru Agger og El Zhar.
    En við komumst áfram og squadleikmennirnir okkar fá nýjan leik.
    Neikvæðast var að Philip Degen staulaðist meiddur útaf, virtist alvarlega tognaður á baki….. Sýnist hann muni eiga erfiða byrjun……

  17. Voru þeir að horfa á leikinn Maggi? 🙂 El Zhar var by far slakastur okkar manna. Degen er rifbeinsbrotinn.

Crewe á morgun

Liverpool 2 – Crewe 1