Crewe á morgun

Jæja góðir hálsar. Þá er komið að fyrsta leik okkar í Carling Cup þetta tímabilið og er það gegn 2. deildarliði Crewe í þessari 3. umferð keppninnar. Liverpool átti vægast sagt slakan leik um helgina gegn Stoke City þar sem seinheppni fyrir framan markið og slakur sóknarleikur kostuðu okkur 2 stig. Nú verða leikmenn að sýna hvað í þeim býr og hreinlega merja lífið úr Crewe með rótbursti á Anfield Road. Ég hef aðeins verið að renna í gegnum netið og skoða umræðuna um leikinn og Rafa Benítez býst eðlilega við mjög enskum leikstíl Crewe en að þeir muni þó sækja meira en Stoke gerði á laugardaginn, það þarf nú reyndar ekki mikið til þess og ég er nokkuð viss um að lið Sindra myndi sækja meira á Anfield en Stoke gerði um helgina.

“I think they will probably attack more than Stoke did on Saturday,” he said. “I think they will play direct to their strikers, look to win second balls and also have some success from set-pieces. They will be well organised and will look to break on the counter attack.”

Crewe er eins og staðan er í dag í 21. sæti í 2. deild og þegar ég leit yfir leikmenn liðsins þá þekkti ég ekki einn leikmann . En eins og við vitum öll þá getur oft kviknað í þessum litlu liðum og einhver neisti kviknað sem fleitir mönnum oft langt, sbr. leikurinn gegn Havant & Waterlooville í fyrra , sem var vandræðalegur framan af. Því ber að varast vanmat og hreinlega byrja leikinn af krafti og klára hann sem fyrst. Liverpool hefur oft mistekist það og lent í vandræðum þegar að minni liðin ná að vinna sig inn í leikinn og valdið þá usla. Það verður því algjört krúsjal atriði að skora sem fyrst og brjóta þá niður, opna leikinn og fá þá framar og negla þá svo á hröðum sóknum. Sama einfalda formúlan fyrir þessa leiki gegn litlu liðunum, en nú þarf hún bara að virka!!

Ég held að þeir “kjúklingar” sem fá sénsinn í kvöld komi til með að sýna virkilega hvað í þeim býr, því allir vilja þeir að sjálfsögðu sanna sig og komast í hóp fyrir stærri leiki.
Meiðsli hjá Liverpool eru af skornum skammti og eini leikmaðurinn sem á við einhver meiðsli að stríða er guess who??? Fabio Aurelio. Hann á enn í vandræðum með kálfann á sér eftir Man Utd leikinn.

Um lið Crewe hef ég kosið að fjalla ekkert voðalega mikið um, þar sem vitneskja mín um það lið er ákaflega takmörkuð.

En reynum að átta okkur á hvaða byrjunarlið Rafa velur fyrir leikinn á morgun.
Það er eitt öruggt og það er að Cavalieri byrjar í markinu, það hefur Rafa gefið út nú þegar. En ég spái liðinu svona.

Cavalieri

Degen – Skrtel – Agger – Dossena

Gerrard – Lucas
Benayoun – Keane – Riera
N´gog

Hvað vörnina varðar þá vona ég að Carragher kallinn fái smá hvíld og fái að pústa fyrir Everton leikinn. Ég á von á að við fáum að sjá Skrtel og Agger saman í hjarta varnarinnar, þeir eru jú framtíðarpar þarna í miðvarðarstöðunum og ég efast um að ég sé sá eini sem vilji sjá þá spila saman allavega einn leik. Ég er einnig að vonast til þess að Degen fái að byrja núna og Arbeloa verði hvíldur eftir að hafa átt fínan leik um helgina. Ég vona líka til þess að Insúa fái sénsinn en ég held að Rafa velji Dossena, það er mín tilfinning.
Ég er nokkuð viss um að Gerrard byrji og verði skipt útaf um miðjan síðari hálfleik, hann setur 100. markið og bætir leikformið. Lucas verður þá væntanlega við hlið hans og mun liggja aftar en Gerrard. Tel algjöran óþarfa að blæða Alonso eða Masch í þennan leik, Gerrard er líka betri sóknarmiðjumaður en þeir báðir og ætti að geta drepið leikinn frekar en hinir tveir.
Ást Rafa á Benayoun mun lifa í kvöld með sæti í liðinu og Robbie Keane verður hreinlega að byrja þennan leik og skora sitt 1. mark. Annað er bara ekki hægt, maðurinn þarf að fá eins margar mínútur og mögulegt er til að komast í gang, ég er sannfærður um að þetta fari að koma hjá honum. Riera hefur byrjað mun betur en Keane á þessu tímabili og ég vona að hann byrji til að sprengja vinstri kantinn upp og valda einhverjum skaða og drepa leikinn snemma. Svo er spurning hvort Torres byrji frammi eður ei. Ég held að hann verði til taks ef þetta dettur í bullið og verður spennandi leikur. Ég spái því að N´gog byrji leikinn og fái að sanna sig.

Það er oft mjög erfitt að átta sig á liðinu í þessum leikjum, en ég er nokkuð pottþéttur á 6-7 leikmönnum þarna. Rafa er ekki að fara að sleppa sér í að gefa tækifærin í kvöld og því á ég ekki von á of mörgum kjúllum.

Spá mín um þennan leik er eftirfarandi:
Liverpool mun byrja mjög sterkt og komast yfir með marki frá Riera og bæta svo öðru við fyrir hálfleik, þar verður að verki Keane. Svo í síðari hálfleik mun Gerrard gera út um leikinn með sínu 100. marki og leikurinn endar 3-0. Þetta yrði allavega fullkomið ef ég reynist sannspár, sem ég er nú oftast eins og lesendur ættu að vera löngu farnir að þekkja!

Annars fer leikurinn fram klukkan 19:00 annað kvöld (Þriðjudagskvöld).

En ég læt þetta duga í bili og þakka fyrir mig.

30 Comments

 1. Leikjaálagið á grunnstoðum Liverpool er gríðarlega mikið ef allt fer eins og við óskum (CL + deildin + landsleikir + deildarbikar). Auðvitað á að fara í alla leiki til þess að vinna þá og þessi leikur er enginn undantekning.
  En menn geta spurt sig að því, hvort Liverpool eigi að þurfa að stilla upp sínum sterkustu kanónum til þess að leggja lið sem er á botninum í 2.deild að velli.
  Ef þetta er ekki kjörið tækifæri til þess að gefa öðrum séns á að sanna sig, þá veit ég ekki hvenær hann er. Ég myndi vilja sjá Gerrard hvíldan, ásamt Torres, Carragher, Babel, Kyut, Reina (sem er sá eini sem maður veit að verður pottþét hvíldur) og jafnvel Skrtel.
  Það verður enginn heimsendir þótt við vinnum ekki þessa keppni og það vita það allir að áherslan í vetur verður annarsstaðar. Ég tel fulla ástæðu til þess að leyfa fleirum að bera ábyrgð á gangi liðsins í þessari keppni.

  Ég bið menn um að hugsa sig tvisvar um áður en þeir fara að gera tilraun til þess að skíta yfir mig, vegna skoðanna minna og segja að við eigum að fara í allar keppnir til þess að vinna þær og það sé tilgangslaust að taka þátt í keppnum ef menn ætli ekki að vinna þær. Ég virði þær skoðanir, en tel bæði að við eigum að geta tekið svona lið,með “minni spámönnum”, ásamt því að ég yrði mjög sáttur við að dreifa ábyrgðinni á gengi liðsins yfir á fleiri menn. Þetta yrði mikil og góð reynsla fyrir marga stráka í þessu liði og ef svo illa vill til að við dettum út úr þessari keppni, þá er það bara enginn heimsendir. Ef menn eru á móti því að senda lið í þessa keppni án þess að stilla upp sýnu sterkasta liði, þá mega menn bara velta því fyrir sér hvort við ættum að endurskoða það eitthvað að senda lið í þessa keppni.

  Carl Berg

 2. Ekki það að ég sé að mótmæla því eitthvað að það eigi að hvíla Carragher í þessum leik þá er þetta orðin eins og slæm mantra á þessari síðu. Ef við skoðum allar upphitanir þessa árs, sem ég nenni ekki, þá gæti ég trúað því að Agger í stað Carragher komi fram í þeim nokkrum! Það er alla vega mín tilfinning

  Gæti verið að þeir sem riti á þessa síðu séu eitthvað veikir fyrir Agger?

 3. ég er sammála ýsmu hjá þér carl berg að vanda.
  en þetta lið hjá mér er meira spá heldur en óskhyggja. ég vill fá að sjá slatta af ungum mönnum í liðinu en ég held að rafa hafi þetta bara góða blöndu. hann er aldrei að fara að hvíla alla þessa leikmenn sem þú taldir upp held ég.

  og villi sveins.
  ég set agger í liðið í dag því að hann þarf á leiknum að halda. ég er ef ég á að vera hreinskilinn hrifnari af skrtel sem varnarmanni heldur en agger og hef sagt það hér á síðunni. ég vill sjá skrtel og carra í stærri leikjunum og hafa þá agger á bekknum. en þar sem carra er farinn að eldast og agger þarf að fara að fá mínútur þá set ég agger þarna inn.

 4. Já….held að síðuhöfundar ættu að hætta að spá fyrsta marki Keane, held að það hafi verið gert síðustu 5 leiki eða eitthvað (sett fram án ábyrgðar)

  Spurning um að þið séuð eitthvað að jinxa þetta, gott að spá því að einhver annar skori í næsta leik og þá kemur þetta kannski 🙂

 5. Ég trúi því ekki að Rafa mun nota svona sterkt lið gegn Crewe.

  Cavalieri
  Degen Agger Hyypia Insúa
  Lucas Spearing
  Pennant El Zhar Riera
  Keane

  Keane er þarna eingöngu til að setja sitt fyrsta mark til að aflétta pressunni af honum, trúi ekki öpru en að það takist.

 6. Ég spái því að Agger verði EKKI í hóp og Keane muni EKKI skora í leiknum.

  Annars sammála Olla í einu og öllu.

 7. Mér þykir þetta full sterkt lið sem sett er upp. Tel að það eigi fleiri kjúklingar eftir að fá tækifæri.

 8. Fín upphitun Olli. Svona vil ég sjá liðið:

  Cavalieri
  Degen – Hyypia – Agger – Insúa
  Lucas – Plessis
  Pennant – El Zhar – Babel
  Ngog

  Spurning með Babel reyndar, gætum sett El Zhar þangað og Keane inn með Ngog ef menn eru harðir á að reyna að koma honum í gírinn. En þetta er fullkomlega nógu sterkt lið til að leggja lið Crewe að velli.

 9. Varaliðið á að sjá um þessa keppni sem er ekki svo eftirsótt, nema kanski af nýliðum í úrvalsdeildini. Hefði verið til í það að Owen hefði komið í stað Keane, hann væri örugglega búinn að skora mark í 8. leikjum. Ef Keane verður með í kvöld og skorar ekki, þá er um að gera að stoppa hann upp, á meðan hann lítur enn vel út. 🙂

 10. Voðalega eru menn með Owen á heilanum. Hann skilaði fínni vinnu fyrir Liverpool á sínum tíma og hans verður minnst sem mikils framherja fyrir liðið. En því fer fjarri, að ég sé með einhverjar stjörnur í augunum yfir því að fá hann aftur til Liverpool. Hans tími er einfaldlega liðinn hjá klúbbnum og ég vona að honum gangi vel annarsstaðar.
  Hann hefur auk þess verið að meiðast allt of mikið fyrir minn smekk og margir myndu nota orðið meiðslahrúga þegar kemur að honum, því miður. Nei takk fyrir minn smekk.

  Carl Berg

 11. Owen? Já nei takk. Maður sem fór því hann var of stór, að hann hélt, fyrir Liverpool vil ég ekki sjá aftur.

 12. Ég held að Owen hafi verið þokkalega góður af meiðslum,síðasta tímabil,en skítt með það sitt sýnist hverjum um hann. En getur einhver útskírt söluna á Crouch. honum var boðinn nýr samningur en jafnframt sagt að hann yrði mikið á bekknum, svo að hann fór. Keane kemur í hans stað og spilar og spilar, hvers vegna gat ekki Crouch fengið að spila eins og Keane? Maður sá ekki allmennilega hvernig hann og Torres hefðu virkað saman, vegna þess að Rafa hafði þá ekki oft saman inná. Bara smá pæling.

 13. Umm, kannski afþví að Keane virkar í holunni á bakvið Torres en ekki Crouch. Það hefur komið fram að Rafa vildi færa Gerrard niður á miðjuna og fá mann í holuna í staðinn, sá maður er Robbie Keane.

  Crouch fékk eðlilega ekki marga sénsa uppá topp útaf Torres svo eðlilegt að hann hafi hafnað nýjum samning til að fá að spila reglulega…Crouch salan er bara fullkomlega eðlileg, bæði frá Liverpool og Crouch séð.

 14. Var Crouch eitthvað prufaður í þessari holu sem Keane er ekki að virka í. 🙂 En ef Crouch hefði ekki farið, þá væri Babbel eflaust þar núna eftir að Riera kom og þá held ég að mörkin væru fleirri en 5, og þessi hola sem Gerrard var í, tja hann var helv, góður þar, enda maðurinn snillingur, en takk Benni Jón skil hvað þú ert að fara. Einar Örn, ég ætla það að hann sé ekkert sýndur vegna þess að hann er ekki mest spennandi leikurinn í kvöld, þótt mér finnist engin leikur í þessari keppni spennó.

 15. Ekki málið, ég er alltaf tilbúinn að ausa úr viskubrunni mínum, hehe.

  En ekki mest spennandi? Ef þú getur sannfært mig um annan leik sem háður er í kvöld sem er meira spennandi en Liverpool – Crewe þá skal ég kaupa handa þér kassa af bjór!

 16. Einar og fleiri, hann er hvergi sýndur, ekki einu sinni á LFC TV. Þeir sýna hann þó kl. 11 að íslenskum tíma í kvöld, eða tveimur tímum eftir að leik lýkur. Það er hægt að hlusta á lýsingu í beinni á netinu, en hann er hvergi sýndur.

  Þetta verður áhugaverð leikskýrsla hjá mér … 😉

 17. Ég held að leikurinn með Stoke og Reading sé mest spennandi, þar sem Brynjar Björn og Gylfi þór fái kanski tækifæri að spila, og þá getum við kanski séð hvernig á að vinna Stoke og miðlað því til Rafa. 🙂

 18. Ekki tókst þér að sannfæra mig. Í mínum huga er æfingaleikur hjá Liverpool mun meira spennandi en Barcelona – Real Madrid eða Inter – AC Mila eða hvað þessi svokölluðu “stórleikir” heita, hvað þá Stoke – Reading eða eitthvað álíka prump…ef það heitir ekki Liverpool þá einfaldlega hef ég ekki áhuga á því 🙂

 19. Mér datt það í hug. En það mátti reyna, gott skot hjá mér, en hárfínt framhjá. Kristján Atli. þú verður bara að horfa á leikinn kl 11 og gera skýrslu í nótt

 20. ég veit að þetta komment á kannski ekki heima við þessa færslu en mig grunar að flestir renni augunum hér yfir í dag og á morgun þannig að… vildi benda þeim á sem ekki höfðu skoðað þetta nýlega
  http://www.skysports.com/story/0,19528,11096_2705370,00.html

  þarna kemur það fram svart á hvítu hvað við erum búnir að vera lélegir.. okkar eini fulltrúi meðal þeirra bestu það sem af er tímabili skvt. tölfræðinni er maðurinn sem við reyndum að losa okkur við !! og það á verði sem hefði þótt hlægilegt fyrir 1-2 árum…

  ennig finnst mér áhugavert að sjá það staðfest sem ég held reyndar að flesta grunaði.. við getum varla hitt markið úr okkar skot tilraunum !!!
  erum með næst lægstu hittnina og getiði hverjir eru í neðsta sæti??? :O
  jú auðvitað hið geysi öfluga sóknar gengi frá stoke 🙂

  við erum reyndar með ansi góða tölfræði í heppnuðum sendingum sem bendir til þess að við höldum boltanum einna best innan liðsins.. töluvert betur en man utd t.d. en vert er að benda á að við erum líka búnir að spila við stoke þar sem boltinn gekk nánast eingönu innan heimaliðsins í 90 mínútur og erfitt að gefa feilsendingar þar sem útiliðið bakkaði frá boltanum allan leikinn en engu að síður ágætt en telur ekki baun.

  ég veit að það er alltaf vafasamt að dæma út frá þessu og þetta segir auðvitað ekki allt… en samt sem áður áhugavert að kíkjá etta og meina… tölurnar ljúga ekki

 21. Ég segi að þetta byrjunarlið sé mjög langt frá því að vera það sem Benitez stillir upp……held að hann eigi eftir að gefa stórum hluta af varaliðinu tækifæri í þessum leik, hann verður kannski með 3-5 leikmenn úr aðalliðinu…….

  Persónulega er ég ekkert rosalega spenntur fyrir þessum leik………

  En við tökum þetta svona 2-1

  Go Liverpool

 22. Ást Rafa á Benayoun mun lifa í kvöld með sæti í liðinu

  Þess vegna sem honum er alltaf hent á bekkinn eða út úr hóp eftir að hafa spilað vel?

 23. staðan verður 4-0 fyrir liverpool mig lángar að Robbie Keane skorar 1. og torres skorar 1 markið en lið liverpool verður svona ngog 1 Babel 1 mark Cavalieri

  Degen – Hyypiä (c) – Agger – Insúa

  Pennant – Lucas – Plessis – El Zhar

  Ngog – Babel
  Bekkur: Gulacsi, Dossena, Carragher, Skrtel, Alonso, Keane, Torres.

Af tölfræði gegn litlu liðunum…..

Byrjunarliðið gegn Crewe komið