Mennirnir bakvið Rafa.

Þótt Rafa Benitez sé alráður hjá Liverpool þá er hann með marga hæfa menn með sér í þjálfarateymi sínu. Ég ætla mér ekki að gera uppá milli þeirra heldur einungis fara í gegnum þá og skoða þeirra kostir/galla.

Aðstoðarmaður Rafa: Sammy Lee.
Litli kallinn er kominn heim eftir 4 ára útlegð með enska landsliðinu og sem aðstoðarmaður Big Sam hjá Bolton (stjóri í fáeina mánuði). Ég var gríðarlega sáttur þegar ég sá þessa ráðningu og tel jafnvel að hún geti reynst ein sú besta sem Rafa gerir þetta tímabilið. Á síðasta tímabili hætti Pako Ayesteran skyndilega eftir ágreining við stjórann og var Rafa því án aðstoðarmanns allt tímabilið. Ég veit ekki hversu mikil áhrif það hafði en einhver hlýtur það að vera því annars væri lítil ástæða að hafa aðstoðarmann.

Sammy hefur stjórt hjarta og er í raun Liverpool. Hann er með gríðarlega mikla reynslu úr boltanum og ég held að hann verði betri í því en Rafa að hafa púlsinn á liðinu þe. hvernig menn eru stemmdir, hvort eitthvað sé að o.s.frv.

S.s. gríðarlega jákvætt að fá Sammy heim og klárt mál að hann mun hafa jákvæð áhrif á liðið.

Aðalþjálfari varaliðsins: Gary Ablett
Ég man vel eftir Ablett sem leikmanni Liverpool og var hann ávallt frekar solid. Hann var reyndar aldrei í neinu uppáhaldi hjá mér, líklega vegna þess að hann skoraði aldrei og verður seint sakaður um að vera snoppufríður (svona var maður “shallow” á yngri árum). Ablett er einnig einn af fáum leikmönnum sem hafa spilað við góðan orðstír hjá bæði Liverpool og Everton en hann var seldur af Souness til Everton. Það var einmitt hjá þeim bláklæddu sem hann hóf þjálfaraferil sinn og hafði verið þar í nokkur ár sem unglingaþjálfari er Rafa fékk hann sumarið 2006 til að taka yfir varaliðinu eftir að Paco Herrera hætti. Ablett hefur gert mjög góða hluti með varaliðið m.a. vann liðið í vor enska titillinn sem hefur ekki gerst síðan 17hundruð og súrkál (nenni ekki að athuga það). Einnig virðast þeir vinna vel saman, Rafa og Ablett, og margir gríðarlega efnilegir leikmenn eru á leið upp í aðalliðið.

Ég tel það hreint út sagt frábært að hafa “heimamann” sem þjálfara varaliðsins þar sem hann þekkir félagið út í gegn sem og tengir drengina við gamla og góða tíma hjá félaginu.

Þjálfari aðalliðsins: Mauricio Pellegrino
Hann hefur líkt og Sammy Lee verið leikmaður Liverpool en væri synd að segja að það hafi verið jákvæð upplifun. Þegar Pellegrino kom var hann búinn að vera út úr myndinni hjá Valencia í lengri tíma og því í engu formi. Ennfremur var hann kominn á aldur og í raun búinn sem leikmaður á hæsta leveli. Vel má vera að Pellegrino hafi látið gott af sér leiða til yngri leikmanna á æfingu en ljóst er að Rafa hefur mikið álit á honum, bæði sem leikmanni og persónu. Pellegrino hefur ekki mikla reynslu sem þjálfari en hann hafði þjálfað í ár hjá C-liði Valencia áður en Rafa fékk hann núna í sumar. Hann leysir af reynsluboltann Alex Miller sem fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað að þjálfa í Japan.

Það er jákvætt að fá inn þjálfara með nýjar áherslur sem og hann ætti að eiga auðvelt með að tengja við leikmenn þar sem einungis ár er liðið frá því hann lagði skóna á hilluna.

Þjálfari varaliðsins og yfirmaður tæknideildarinnar: Angel Vales.

Ég skal alveg viðurkenna að til hans þekki ég ekkert en skv. official síðunni er hann með doktorsgráðu í íþróttafræðum og hefur unnið með liðum bæði á Spáni og Portúgal áður en hann kom til starfa hjá Liverpool. Fyrir þá sem vilja fræðast nánar um Angel þá vísa ég í viðtal við hann úr spænska blaðinu La Voz de Galicia og hefur verið þýtt yfir á ensku: “Benitez is one of the best managers in the world”

Sérfræðingur: Dave McDonough
Með yfir 20 ára þjálfarareynslu sem og hefur verið hjá félaginu síðan 1997 hlýtur það að vera mikill akkur fyrir Rafa að hafa svona menn innanborðs. Hans starf felst m.a. í því að skoða andstæðingana sem og skoða leik okkar manna ásamt yfirmanni sínum Angel Vales.

Þrekþjálfari aðalliðssins: Paco De Miguel
Rafa fékk hann sumarið 2007 frá Valencia en þar hafði hann verið í 2 ár. Á undan því hafði hann verið í heil 10 ár hjá Atletico Madrid. Paco vinnur náið með Sammy og Angel til að halda leikmönnu í sem besta formi allt tímabilið. Slúðurblöð gerðu því skóna þegar hann var ráðinn að það hefði verið upphafið á enda tíma Pako Ayesteran hjá félaginu en sel ég það ekki dýrara en ég keypti það. Undir Paco eru þrekþjálfarinn Gerard Nus en hann vinnur einnig með varaliðinu. Hann kom til félagsins á sama tíma og Paco.

Markmannsþjálfari: Xavi Valero
Xavi kom til félagsins síðasta sumar þegar Jose Ochotorena fór tilbaka til Valencia. Hann hefur á sínum ferli sem markvörður m.a. spilað með Mallorca, Carellón, Murcia og endaði sinn leikmannaferil sem markvörður hjá Wrexham (til að læra ensku). Í fyrsta skipti sem ég tók sjálfur eftir nafninu hans var þegar Torres hrósaði honum og gaf honum ”credit” fyrir hversu mörg mörk hann skoraði.

Yfirnjósnari: Eduardo Macia
Macia kom til félagsins sumarið 2006 og eins og svo margir áður var hann hjá Valencia. Þar hafði hann m.a. verið yfirmaður knattspyrnumála en er hjá Liverpool yfirmaður ”scout-deildarinnar” og ferðast um heiminn endilangan til að skoða hugsanlega nýja leikmenn fyrir Liverpool. Þetta er maður með miklar reynslu og ljóst að Rafa treystir Macia fyrir gríðarlega mikilvægu verki þe. að búa til meistaralið næstu áratuga!

Það eru auðvitað fleiri aðilar sem aðstoða þessa menn en ég ákvað einungis að taka þá helstu. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á official heimasíðunni.

6 Comments

  1. Flott yfirferð. Ég er alveg sammála að bestu “kaup” sumarsins gætu verið í Sammy Lee. Ég held að það hafi sagt til sín á síðasta tímabili að hafa ekki traustan og góðan aðstoðarmann. Þó ekki væri nema bara til að peppa Rafa upp í öllu ruglinu gagnvart eigendunum!

    Ég er meira að segja svo bjartsýnn að ég held að þrátt fyrir að engir fleiri leikmenn verði keyptir gætum við alveg gert atlögu að titlinum, svo lengi sem eigendurnir haldi sig á mottunni og gefi Rafa vinnufrið 🙂

  2. gott að fá scouser í þetta. annars held ég að við eigum góða möguleika í deildinni. við töpum fáum leikjum en það eru $%”#!!””$& jafnteflin sem
    er að drepa okkur. föst leikatriði og annað sem var að ganga illa sl season.
    en rafa hefur sagt okkur að hann sé meðvitaður um þetta þannig að ég geri ráð fyrir að þetta verði tekið í gegn.

  3. Flott yfirferð nafni. Heimamenn og Spánverjar, flott blanda. Held líka að það sé mjög jákvætt að fá Sammy Lee, altalandi á spænsku, og Pellegrino, enskumælandi Spánverja, í þjálfarateymið. Alveg ljóst að liðið er með mikið af spænskum áhrifum og getur skipt lykilmáli að allir skilji alla.
    Man t.d. að Benitez var spurður út af hverju Masch gengi svo vel hjá sér á móti hve illa gekk hjá West Ham. Hann sagði: “Ætli hann skilji ekki bara fyrirmælin hér betur en í London, við erum jú betri í spænskunni”.
    Verður gaman að sjá breytingarnar á liðinu í vetur…..

  4. Sammála mönnum hér að ofan, flott yfirferð. Það er ágætt að fá samantekt yfir mennina sem eru í teymi Rafa núna, eftir allar mannabreytingarnar sem hafa orðið síðasta árið eða svo.

  5. 24th July 2008 By Geoff Marsh for dailystar.co.uk LIVERPOOL have signed French forward David Ngog from Paris St Gemain for a reported £1.5 million today.
    The 19-year-old, who has been been linked with a move to Rafa Benitez’s outfit for weeks, has signed a four-year contract with the Reds.
    Ngog, who turned down PSG’s offer of a new four-year contract, will go straight into the Merseysiders’ first-team squad, joining the club’s new summer arrivals Andrea Dossena, Diefo Cavalieri and Philipp Degen.
    The cousin of former Rangers and Newcastle defender Jean-Alain Boumsong, Ngog struggled in an under-performing Paris St Germain team last season as the French club barely maintained their Ligue 1 status.
    He scored just once in 18 appearances but has been far more effective at various levels for France.
    The pacy forward has scored at every youth level for his country, including a brace against England Under-19s last season.
    His exit from the Parc des Princes seemed inevitable from the moment he refused to sign a new contract with Paul le Guen’s side as he entered the final year of his deal, and Liverpool soon stepped in with a bid thought to be around the £1.5million mark.
    Ngog’s arrival adds welcome reinforcement to manager Rafael Benitez’s strikeforce following the departure of Peter Crouch for Portsmouth.
    With Fernando Torres not due back in training following his heroics for Spain in Euro2008 until Friday, and Steven Gerrard also absent with a groin injury, Liverpool were anaemic in attack and pedestrian in midfield against Bundesliga side Hertha Berlin last night.
    “We are working very hard on transfers at the moment, ” said Benitez.
    “Maybe we will be able to do something soon.”
    The Anfield manager is still waiting with baited breath for Tottenham’s Robbie Keane, who is rumoured to be expected to sign following Spurs appointing a replacement for the striker.

  6. Kudos fyrir gott yfirlit

    Kannski ágætt dæmi um gúrkuna að ég var bara í þessari viku að lesa mig til um þessa kappa á official síðunni.

    p.s. Rosco, hefði ekki bara verið nær að setja link?

One Ping

  1. Pingback:

Ungur bakvörður kominn.

N’Gog kominn til Liverpool (staðfest)