Barry spilar með varaliði Villa.

Gareth Barry fékk að finna fyrir því frá stuðningsmönnum Villa þegar hann spilaði varaliðsleik í gær gegn Walsall en þetta er í fyrsta skiptið sem hann spilar fyrir Villa eftir að hann sagðist vilja fara til Liverpool.
M.a. var hann kallaður: You’re not fit to wear the shirt” og “Judas” af Villa stuðningsmönnum og í raun get ég vel skilið þá og ég hefði gert slíkt hið sama ef ég væri stuðningsmaður Villa.

Ég á bágt með að trúa því að Barry geti í raun verið leikmaður Villa eftir það sem undan hefur gengið og þykir mér ótrúlegt ef Martin O´Neill ætli að halda í ósáttann leikmann sem og stuðningsmennirnir eru búnir að snúa við honum baki. Ef ekkert lið er tilbúð að borga uppsett verð fyrir drenginn þá verður hann einfaldlega að lækka verðmiðann.

Líklegt verður að teljast að Barry fari frá félaginu en hvert? Liverpool eða kannski Arsenal?

15 Comments

  1. Úff.
    Ekki veit maður í hve margar áttir þetta mál fer eiginlega. Gareth Barry er eins og lambafile í augum Aston Villa, kjötbiti sem á að elda yfir hægum eldi til að sýna öðrum fram á innræti þeirra sem stjórna.
    Ekki skemmtilegt fyrir hann og auðvitað væri best fyrir alla að hann fengi sölu á Anfield. Ég hins vegar styð framkomu okkar manna, það er afar erfitt ef við ætlum bara að fylgja verðhugmyndum þeirra sem við erum að kaupa af í blindni. Þá hverfa okkar peningar fljótlega.
    Í raun sérkennilegt að Aston Villa láti hann spila. Ef hann meiðist illa í þessum leikjum hafa þeir nú tapað ansi miklum peningum…….

  2. en einn unglingurinn til Liverpool

    Liverpool sign yet another Spaniard-Official
    Wednesday 23 July 2008 – 10:11:46

    It has just been announced today on the official Liverpool website that Murcia defender Emmanuel Mendy has arrived on a three-year deal.

    The 18 year old comes on a free transfer from Murcia Deportivo and can play at either right back or left back.

    He is expected to start of in Gary Ablett’s reserve team for now.

    He surprisingly has the same name as one of Al Capone’s henchmen, who was famously accused of gunning down the gangster known as Dutch Schultz. Maybe Liverpool can really say they have signed a famous “hitman”!

  3. Vonandi að það fari eitthvað að gerast í “transfer” málum þegar að Rafa og félagar koma heim frá Sviss.

  4. Ég get nú ekki orða bundist vegna framkomu Martins O´Neil gagnvart Barry og þá á ég við mannlega þáttinn. Barry er búinn að vera leikmaður Villa í 10 ár og staðið sig frábærlega fyrir félagið. Liverpool gerir formlegt tilboð í hann og Barry vill fara og allt verður vitlaust. Hann er sektaður og niðurlægður á allan hátt af knattspyrnustjóra félagsins og framkoman í hans garð er viðbjóður. Liverpool gerðu líka tilboð í Keane og hann vill fara. Þó stjórnendur félagsins séu ósáttir er framkoman í garð Keane allt önnur en í garð Barry. Þarna er gjörólíkt tekið á málum og virðingin fyrir einstaklingnum mjög ólík. Vonandi verður af þessumkaupum sem allra fyrst því éghef álit á Barry sem leikmanni og trúi því líka að hann eigi eftir að vinna vel fyrir nýtt lið í framhaldi af þessari óþveraframkomu núverandi stjóra síns.

  5. Einn punktur um þetta mál. Liverpool seldi Baros á sínum tíma til Aston Villa (var það ekki) fyrir lægri upphæð en eitthvað annað lið bauð í hann. Baros vildi frekar fara til Villa og því fór hann fyrir minni pening en ella. Er ekki 100% viss um þetta en þetta sýnir að Liverpool fer ekki eins illa með sína leikmenn eins og Martin O’Neil.

  6. Góður punktur, Örvar og Aggi.

    Ég held samt að það sem hafi skemmt þetta var þetta fyrsta tilboð frá Liverpool, sem kom áður en að tímabilinu lauk. Það olli því að A.Villa menn fóru í þessa mega-fýlu, sem þeir hafa ekki náð sér úr. Ef að Liverpool hefði bara komið strax með síðasta boðið, þá væri þetta búið.

    En það er svo sem auðvelt að vera gáfaður eftirá og á hliðarlínunni.

  7. En Aggi, ég er samt ekki sáttur við það sem þú segir að þú hefðir gert hið sama ef þú hefðir verið stuðningsmaður Aston Villa.

    Hvað er óeðlilegt að leikmaður, sem hefur spilað í 10 ár fyrir liðið í baráttu um miðja deild vilji spila í Meistaradeildinni ef honum gefst möguleiki á því? Hvaða líkur eru á því að Barry fái að spila í Meistaradeildinni ef hann heldur áfram með A.Villa? Ég myndi segja að þær væru afskaplega takmarkaðar. Í fyrra voru Everton með betra lið og ég myndi telja líklegt að í ár væru hugsanlega Portsmouth, Everton og Tottenham með betra lið en Villa, auk svo auðvitað stóru liðanna fjögurra.

    Það var til að mynda ekki púað á Michael Owen þegar hann kom tilbaka.

    Þegar að umræðan var um brottför Gerrard, þá var Liverpool nýbúið að vinna CL og var í Meistaradeildinni tímabilið eftir. Það er ekkert líkt þeirri stöðu sem að A. Villa er í núna.

    Hérna er myndband af púinu.

  8. vill bara minna menn á það þegar að Gerrard var búinn að gefa það út að hann ætlaði í Chelsea á sínum tíma sem betur fer varð ekkert af þá brendu menn treyjuna hans fyrir utan Anfield

  9. Rosco, sjá komment mitt númer 8.

    Gerrard var líka að fara til Chelsea, sem var á þeim tíma (við höfðum tapað fyrir þeim í deildarbikarnum, unnið þá í undanúrslitum CL og Mourinho hafði ítrekað móðgað aðdáendur Liverpool) alveg hræðilegt. Það væri álíka og ef að Barry hefði beðið um að fara til Birmingham.

    Hann er hins vegar að biðja um að fara til Liverpool, sem ég veit ekki til þess að sé svo slæmt fyrir aðaéndur Villa.

    Ekki það að ég afsaki það að menn brenni treyjur. Það var frekar kjánalegt, svo ekki sé meira sagt.

  10. EÖE: Ég er sammála þér EN er þess fullviss að ég myndi aldrei ALDREI vilja hafa leikmann í mínu liði sem hefur gefið það út að hann vilji fara. Engu máli skiptir hversu duglegur hann hefur verið eða lengi hjá félaginu. Tilfinningarnar myndi bera mig ofurliði en síðan þegar rykið hefur fallið þá myndi ég sjá af mér og óska honum velfarnaðar í því sem hann myndi taka sér fyrir stafni.

    T.d. þegar Gerrard gaf út að hann vildi fara til Chelsea þá var hann um leið mesti hálfviti í heiminum fyrir mér en daginn eftir var hann fyrirliði LFC! Og líklega líður stuðningsmönnum Man U í dag þannig gagnvart Ronaldo og hafa margir sagt við mig að þeir vilji hann einfaldlega burtu!

  11. svo var nú reyndar sungið Einar um Owen í hans fyrsta leik með Newcastle Where were you in Istanbul !!!!!!!

  12. Rocco, ef Aston Villa mun komast í meistaradeildina haustið 2009 og ef þeir munu komast þangað á kostnað Liverpool, þá mega Aston Villa menn syngja það sem þeir vilja mín vegna. Því þá verður ljóst að Gareth Barry hefur tekið ranga ákvörðun og allt í lagi að nudda honum svolítið upp úr því.

    En þangað til eiga þeir að halda kjafti, þakka pent fyrir sig og óska manninum velfernaðar, sem hefur sýnt liðinu ómælda tryggð seinustu tíu árin.

    Ég er sammála Einari. Þessi framkoma stuðningsmanna Aston Villa er smánarleg og á engan hátt hægt að líkja henni við Gerrard eða Owen uppákomuna.

  13. Michael Owen segir frá því í ævisögunni sinni að honum hafi sárnað mjög þegar margir Liverpool aðdáendur púuðu á hann þegar hann sneri aftur á Anfield með Newcastle. Svona er nú mannskepnan breysk…og púllarar engin undantekning.

Liðið gegn Hertha Berlín

Ungur bakvörður kominn.