Glugginn að opna

Þá styttist óðum í formlega opnun „gluggans“ sem er 1.júlí. Í raun hefur júnímánuður verið alveg ótrúlega rólegur á öllum stöðum, þegar maður fer yfir stóru nöfnin í enska boltanum höfum við gengið frá flestum málum af enskum liðum, Dossena og Degen í aðalliðshópinn og tveim kjúklingum í yngri liðin.

Í dag birtist nýr vinkill á söguna endalausu um Gareth Barry. Hann hefur nú komið fram og lýst því afdráttarlaust að hann vill eiga heimavöll á Anfield Road næsta vetur. Þessi félagaskipti eru örugglega ein þau lengstu í sögu Liverpool og maður hefur það á tilfinningunni að O‘Neill sé bara að nota þau til að fá sem mesta samúð aðdáenda Villa og sé sá þrjóskasti í bransanum. Ég hef áður lýst aðdáun minni á hans þjálfarahæfileikum, en mannlegur er hann ekki. Barry er illa leikinn finnst mér hjá sínu liði. Hefur verið besti leikmaður liðsins í 10 ár, farið í gegnum ömurlega tíma og á skilið að reyna við stóru leikina og liðin. Þessi kaup munu verða, en viðbúið er að þau dragist enn á langinn um sinn. Sennilega þýðir það að Xabi Alonso flytji sig um set, en það er þó ekki víst.

Þá skyldi maður ætla að varnarstöður liðsins séu nú klárar. Auk áðurnefndra þriggja er Agger kominn aftur eftir meiðsli og San José og Hobbs jafnvel að fara að fá einhverjar mínútur.

En það hefur enn lítið staðfest heyrst af sóknarstöðunum. Ég persónulega var svekktur í gær þegar tilkynnt var að Motormouth hafi krækt í Quaresma til Inter, leikmann sem ég held að okkur vanti eilítið í hópinn, ævintýragjarnan sóknarkantmann.

Nýjar sögur fóru á flug í gær, þá komu fréttir um að tveir þekktir jaxlar yrðu á meðal áhorfenda á Prenton Park í fyrsta æfingaleiknum, gegn Tranmere.

Svo kom frétt í morgunn um að fóstursonur Phil Thompson væri mögulega á leið til Anfield, kannski í skiptum fyrir Peter Crouch.

Allt eru þetta enn vangaveltur, í kjölfar umræðna um Silva og Villa frá því fyrir nokkrum dögum og ég held að það hljóti að fara bætast eitthvað í hóp sókndjarfra í rauðum búningi. Það er auðvitað engin ástæða til að örvænta, við erum ekki í ströggli við að halda í ásana okkar eins og Scum United, Chelski og Arse, og undanfarin ár hafa stóru kaupin á Anfield komið rétt fyrir mót.

En eitthvað segir mér að við förum innan skamms að fá góðar fréttir……

Nýr haus

Gott viðtal við Wenger