Liverpool orðaðir við David Silva

The Guardian halda því fram í dag að næsta stóra nafnið á óskalista Rafa Benitez sé hinn spænski David Silva hjá Valencia. Í blaðinu er því haldið fram að Silva sé til sölu fyrir um 20 milljónir punda.

Silva er auðvitað frábær leikmaður og þrátt fyrir að vera bara 22 ára gamall er hann orðinn fastamaður í spænska landsliðinu og hefur verið lykilmaður í liði Valencia. Hann yrði klárlega frábær kostur fyrir það leikkerfi sem að Rafa hefur spilað að undanförnu, þar sem hann getur í raun spilað allar þrjár framliggjandi stöðurnar, sem að Gerrard, Babel og Kuyt spiluðu í stærstu leikjunum í fyrra.

The Guardian tala þó um það að Liverpool þurfi að klára ákveðnar sölur áður en að þeir geti keypt Silva, en mennirnir sem eru talaðir um í því samhengi eru nú ekki slakir leikmenn, þannig að ég tel litlar líkur á að þeir seljist ekki á góðu verði (Pennant, Crouch, Alonso og Scott Carson).

19 Comments

  1. Væri alveg til í að sjá þennan dreng í Liverpool. Vonandi gengur þetta eftir en ég vil samt ekki selja Crouch né Alonso ef betri/jafn góðir leikmenn koma ekki í þeirra stað t.d. Barry og framherji.

    Gaman að sjá í endanum á fréttinni að Franco Baldini er í toppmálum! Lucky Luciano er ekki karakter sem maður vill hafa sem óvin, held ég!

  2. Já takk!

    Ég vona að af þessu verði. Ef við getum klárað Barry, auk Degen og Dossena, og fengið svo David Silva inn, skrifast ég sáttur við þetta sumar á markaðnum. Vonandi verður af þessu.

  3. Virkilega flottur leikmaður þarna á ferðinni sem smellpassar inn í leikkerfið. Já takk!!!!
    En hvað finnst mönnum um Zhirkov????

  4. Ég yrði himinlifandi að sjá þennan mann í liðinu. Þrátt fyrir að ég vilji ekki missa hann frá mínu heittelskaða Valencia myndi ég frekar vilja hann í Liverpool. 😀

  5. Já, ég er sammála Kristjáni (magnað!) – ef þetta væri svona.

    Inn:
    Degen, Dossena, Barry, Silva

    Út:
    Finnan, Riise, Alonso, Pennant, Crouch, Carson

    Þá er spurningin samt sem áður: Hver á að koma í staðinn fyrir Crouch? Eða hefur Rafa í huga að fá annan framerja, þar sem hann spilar ávallt bara með 1 frammi og við erum jú enn með Torres, Babel, Kuyt og Voronin sem geta spilað í þeirri stöðu auk væntanlega Nemeth.

    Og hver á að vera varamarkvörður – ekki þó að ég æsi mig mikið yfir þeirri stöðu.

  6. Var ekki verið að tala um að við værum að reyna að fá Steve Harper sem varamarkvörð? Svo er Voronin væntanlega #2 á eftir Torres miðað við að Crouch fari og enginn komi inn í staðinn. Það gæti þó alveg breyst. 🙂

  7. Já, það verður aldeilis gaman… á meðan t.d Chelsea skiptir Anelka inná í sóknina, þá skiptum við Voronin inná í sömu stöðu…hmm..

    Bragðdauf súpa finnst mér..

    Carl Berg

  8. Væri bara snilld ef Silva kæmi.
    Zhrikov vinstri bakvörður Rússana er mjög góður leikmaður sem við gætum notað, vonandi er Dossena betri.
    Rússinn Arshavin er líka mjög góður leikmaður sem gaman væri að sjá í Liverpool því hann smellpassar inn í þrjár sóknartengiliðsstöðurnar í okkar leikkerfi eins og Silva.

  9. Ég er búinn að bíða frá því síðasta sumar eftir að Liverpool sé sterklega orðað við David Silva, langar mikið í þann leikmann. Ef Silva kemur höfum við lítið við annan framherja að gera, Benitez ætlar sennilega að spila 4-2-3-1 kerfið áfram á næsta tímabili og ef Torres þarf einhvern tíman hvíld að þá höfum við Babel og Kuyt til að troða fram á toppinn og Silva tekur þá stöðuna sem losnar á vængnum (þ.e.a.s. ef hann er ekki í byrjunarliðinu og annar hvor hinna kemur inn af bekknum). Í hallæri mætti svo alveg leyfa nemeth að fá smá séns, einhvern tíman þarf hann jú að fá sitt breik.

  10. þetta eru spennandi fregnir og hafa legið í loftinu í svolítinn tíma finnst mér, þó þetta sé nú bara slúður enn sem komið er… Spurningin er hisnvegar hvort hann sé nógu sterkur líkamlega í enska boltann.

  11. Arshavin og Silva á diskinn minn.

    Langar ekkert í Barry ef Alonso fer ekki! En er mjög til í að skipta á þeim ef við borgum ekki of mikið á milli (átta mig ekki alveg hvar sársaukamörkin liggja, þau fara eftir því hvað við höfum mikinn pening til þess að styrkja sóknina).

    Finnst forgangsatriði að styrkja okkur með einum heimsklassa sóknartengilið og/eða framherja!

    Varðandi 1. varamenn fyrir Torres ef Crouch fer og segjum Silva komi þá eru Babel og Kuyt töluvert langt á undan Voronin í minni goggunarröð! Vona að við náum að selja Voronin til einhvers þýsks lið og höldum Crouch ef það kemur enginn heimsklassa center..

  12. Er ekki viss um að Arshavin virki í Englandi, er of hægur þar held ég. Er sammála því að með kaupum á Silva þurfum við ekki eins á stórkostlegum senter að halda með Torres.
    Ég reyndar er mjög skotinn í þeirri hugmynd að kaupa Roman Pavlyuchenko sem senter, flottur með Torres ef við þurfum að spila 4-4-2 og er þrælvanur að vera upp á topp í 4-2-3-1 með Zenit og Rússlandi og þyrfti því ekki langan tíma til að aðlagast. 10 millur og málið dautt.
    Voronin fer. PLEASE!!!!!

  13. lýst vel á Silva. Ég held að við komust allveg af án heimsklassa framherja þó svo að við seljum Crouch. 20-30 m er líka frekar óraunhæft fyrir Liverpool að eyða í skiptimann, reyndar bara heimskulegt.
    En hvað finnst ykkur um Lukas Podolski? Hann getur spilað vinstramegi og frami og kannski hægramegin líka. Gæti hann ekki verið góður kostur?

  14. hvað með bara david villa frammi með torres ?
    góð blanda það 🙂
    en væri alveg til í að sjá silva í röðum liverpool ..

  15. Þetta finnst mér upplögð lausn… Smellpassar inní það sem Rafa virðist vera að pæla. Gaurinn er líka 22 ára, hann coverar AM frá RC til L. Babel fengi fleiri sénsa í sinni bestu stöðu og Nemeth og Voronin eða Crouch myndu koma inn af 7 manna bekknum. Svo eru fleiri úr varaliðinu sem koma til með að fá sénsa vegna þeirrar reglubreytingar. Teljið þá upp fyrir ykkur sjálf en að mínu mati eru þeir margir.
    Svo með “sáttum” H&G koma vonandi peningar, þó maður sé hættur að taka mark á flestu sem frá þeim kemur. Við ættum að tryggja okkur þennan leikmann, sama hvað það kostar.

  16. silva góður kostur villa líka og dosena skipta síðan alonso út fyrir barry málið dautt

  17. Ég get ekki annað en brosað þegar menn halda að Voronin komi til með að spila meira með Liverpool og jafnvel sem annar senter. Það eru líklega 5 menn á undan honum inn í framherjastöðuna……jaaa eða að mínu mati allir leimenn Liverpool sem eru á launaskrá hjá klúbbnum.

    David Silva væri frábær kaup!

  18. Voronin er einn Versti leikmaður Liverpools burt með hann. Silva væri fínn í liðinu en held að hann kemur ekki

EM 2008: 8-liða úrslitin að hefjast

Hicks og Gillett farnir að tala saman.