EM 2008: 8-liða úrslitin að hefjast

Jæja, þá er riðlakeppninni á EM 2008 lokið. Ég verð að viðurkenna að eftir fyrstu fimm leiki mótsins var ég að verða hálf þunglyndur yfir þessu móti. Tékkar höfðu stolið sigri gegn Sviss í eina dauðafæri dapurs opnunarleiks, Portúgalir höfðu unnið Tyrki í tíðindalitlum leik, Þjóðverjar og Króatar höfðu unnið skyldusigra og á mánudeginum fyrir einni og hálfri viku gerðu Frakkar og Rúmenar markalaust jafntefli í leik sem er enn leiðinlegasti leikur mótsins hingað til. Ég var við það að slökkva á sjónvarpinu og gera eitthvað annað við sumarið.

Þá gerðist svolítið. Hollendingar og Spánverjar mættu á svæðið, og skyndilega lifnaði yfir mótinu. Ég hef svo sem ekki horft á alla leikina en ég get tekið undir með það að þetta mót hafi heldur betur staðið undir væntingum, ef frá eru taldir fyrstu fimm leikirnir eða svo. Viðureign Tyrklands og Tékklands frá síðustu helgi er t.a.m. klassísk viðureign, og Hollendingar gleyma seint stórsigrum á Ítölum og Frökkum, né heldur Rússar frábærum sigri sínum í gær á Svíum.

Framundan eru 8-liða úrslitin og af því að ég er í einhverju upphitunarfráhvarfi og sakna þess að spá í leiki ætla ég að hnoða í eins og eina spá hérna. Þið vitið öll hvað ég er annálaður alsjáandi þegar kemur að því að vita úrslit fyrirfram þannig að ef þið viljið ekki vita hvernig leikirnir fara, ekki lesa lengra. 🙂

Fimmtudagur: Portúgal – Þýskaland
Þetta er hörkuspennandi viðureign. Portúgalir byrjuðu mótið sterkt en gerðu í brók með því að láta varaliðið sitt tapa í síðasta leik. Sá leikur skipti engu máli, en maður spyr sig hvort þeir hafi tapað niður stuðinu sem þeir voru í með þeirri ákvörðun. Þjóðverjar aftur á móti fóru frekar auðveldlega í gegnum riðil sinn en töpuðu samt fyrir Króötum og lentu því í öðru sæti. Engu að síður er vöxtur í þessu þýska liði og menn afskrifa það ekki, svo einfalt er það bara.
Mín spá: Þýskaland vinnur í hörkuleik. Einar Örn fær loks að sjá Ronaldo og Nani fara í grátsleik. 🙂

Föstudagur: Króatía – Tyrkland
Króatarnir hafa verið eitt besta liðið í mótinu til þessa og eru að mínu mati hreinlega líklegir til að fara alla leið í þessu móti. Þeir sem telja Tottenham hafa verið að borga of mikið fyrir hinn unga Luka Modric þurfa að horfa á króatíska landsliðið spila, þessi drengur er algjört dýnamít og það segir allt sem segja þarf um þetta lið að þeir eru að rústa sumum af bestu liðum Evrópu (í alvöru, 2-0 sigur á Þjóðverjum var of lítið miðað við gang leiks) án markahæsta leikmanns undankeppninnar, Eduardo da Silva.
Mín spá: Tyrkirnir eru baráttuglaðir en Króatarnir verða of sterkir fyrir þá og fara áfram úr þessari viðureign.

Laugardagur: Holland – Rússland
Úff! Þetta er að mínu mati athyglisverðasti leikur 8-liða úrslitanna, og eru hinir leikirnir þó ekkert slor. Hollendingar hafa, eins og Spánverjar, verið sérfræðingar í að toppa á vitlausum tíma í undanförnum stórmótum. Það lék einfaldlega ekkert lið nálægt því jafn góða knattspyrnu og Hollendingar í riðlakeppninni en maður hlýtur að spyrja sig hvort þeir hafi toppað of snemma. Rússar hins vegar byrjuðu mótið á að láta Spánverja niðurlægja sig en hafa í kjölfarið blómstrað og eftir frammistöðu þeirra gegn Svíum í gær væri algjört rugl að afskrifa þá. Gleymið því heldur ekki að þjálfari þeirra, Guus Hiddink, er hollenskur og þekkir spilamennsku og hugsanagang þeirra appelsínugulu betur en flestir.
Mín spá: Ég held jafnan með Hollandi á stórmótum en ég held að Guus Hiddink sé færari stjóri en Van Basten. Hollendingar toppuðu of snemma og Rússar taka þá í þessum leik.

Sunnudagur: Spánn – Ítalía
8-liða úrslitunum lýkur með látum á sunnudag þegar heimsmeistarar Ítala mæta Spánverjum, sem ég held að flestir séu að spá velgengni í þessu móti. Ef bæði lið væru með sína sterkustu menn myndi ég spá Ítölum sigri, enda eru þeir frægir fyrir að fara hægt af stað í stórmótum (eins og í ár) en vaxa svo ásmegin og fara alla leið. Þeir misstu hins vegar Fabio Cannavaro í meiðsli rétt fyrir mót, sem hefur háð þeim mjög í mótinu til þessa, og til að toppa það verða þeir án bæði Pirlo og Gattuso á miðjunni í þessum leik. Það held ég að sé einfaldlega of stór biti.
Mín spá: Spánverjar vinna Ítali af einni einfaldri ástæðu: hvaða varnarmaður Ítala getur stoppað Fernando Torres og David Villa?

Sem sagt, samkvæmt minni spá fáum við Þýskaland, Króatíu, Rússland og Spán í undanúrslit EM 2008. Þetta er skjalfest, og þið vitið að ég hef alltaf rétt fyrir mér stundum. 😉

38 Comments

  1. Eitt finnst mér alveg einstaklega asnalegt við þetta annars frábæra mót. Að menn skuli ekki hafa “víxlað” riðlunum, svo sömu liðin séu ekki að mætast í 4 liða úrslitum og mættust í riðlakeppninni. Sú staða gat vel komið upp að lið í A eða B riðli (annarsvegar) og C og D (hinsvegar) myndu mætast í síðasta leik í riðlakeppninni..spila svo einn leik í 8 liða úrslitum og mætast svo aftur í undanúrslitum. Þetta finnst mér alveg fáránlegt.
    Annars hef ég alltaf haldið með Hollandi og fagna því að þeir séu loksins að finna sig. Ég vona að þeir taki Rússana, þó svo að ég búist við erfiðum leik þar. Ég vona einnig að Þýskaland slátri Portúgölum, því það er einfaldlega ekki til leiðinlegra fótboltalið en landslið Portúgala.
    Þá mætast aftur Krótatar og Þjóðverjar, og ég á bágt með að sjá Þjóðverja gera í brækurnar tvisvar í röð á móti Króötum, sem þó eiga skilið að fara langt í þessari keppni, bara fyrir það eitt, að hafa flengt Þjóðverjana svona skemmtilega í riðlakeppninni.
    Ég ætla bara rétt að vona að Ítalir taki ekki uppá því að fara alla leið á þessum móti, fyrst þeir slefuðu uppúr riðlakeppninni…það yrði hræðilegt.

    Góðar stundir…Carl Berg

  2. Já, þetta er asnalegt, ég tek undir það með þér. Ef spá mín gengur upp mætast Króatía – Þýskaland og Spánn – Rússland í undanúrslitum, en þau mættust einnig í riðlakeppninni. Asnalegt.

  3. Ef allt er eðlilegt ættu Króatía, Holland og Spánn að komast áfram, sé bara ekki tyrki eða rússa eiga breik í króata og hollendinga þrátt fyrir prýðilega lokaleiki í riðlunum og spánverjar eiga ekki að eiga í miklum erfiðleikum með vængbrotið ítalskt lið sem hefur verið langt því frá sannfærandi. Spánverjar hafa þó verið sjálfum sér verstir í stórmótum og Ítalir eru alltaf Ítalir þannig að það gæti svo sem allt gerst í þeim leik.

    Fyrsti leikurinn er svo sá sem á pappírunum ætti að vera mest spennandi, endurtekning á leiknum um 3. sætið á síðasta HM og ég fyrir mitt leyti vonast eftir svipuðum úrslitum og þá. Ég get bara ekki fyrir mitt litla líf haldið með portúgal og hefur það ekkert með tengsl þeirra við manutd að gera, þessi óbeit mín á liðinu á sér lengri sögu en það. Það er nánast hægt að ganga svo langt að segja að vælukjóa- og leikaraskapur hafi verið fundinn upp í portúgal, í hvert skipti sem þeir missa boltann liggja leikmenn í grasinu og væla eins og þeir hafi verið skotnir, hvort sem tæklingin var lögleg eða ekki, og í 50% tilvika þegar andstæðingur kemur nálægt þeim henda þeir sér í grasið, hvort sem þeir voru snertir eða ekki. Óþolandi lið og vonandi vinna þjóðverjar sem stærst.

  4. Þetta fer að verða vandræðalegt……ég er nánast alltaf sammála Kristjáni Atla. Spurning með einn grátsleik?

  5. Pussurnar í Portúgal detta út í kvöld!! Og Ronaldo grætur eins og smástelpa!!

    Áfram Spánn.

  6. Áfram Ítalía. Niður með Carl Berg!

    Með vegsemd og virðingu,
    Mr. Pálsson

  7. held að Rússarnir séu nokkuð saddir og hollendingar of sterkir
    annars er ég hæddur um að spánverjar tapi fyrir Ítölunum því miður.
    skemmtilegustu 4 liða úrslitin væru Portúgal – Króatía og Holland – Spánn

  8. grát-sleik er miklu áhugaverðara að sjá. einhvað sem maður sér ekki alltaf

    • grát-sleik er miklu áhugaverðara að sjá. einhvað sem maður sér ekki alltaf

    Pant missa af því

    En varðandi 8-liða úrslit:
    Ég held að Þjóðverjar taki Portúgal á seiglunni. Jafnvel í framlengdum leik.
    Holland tekur Rússa í hörkuleik, hef samt enga trú á að Holland vinni mótið btw.
    Ítalía tekur Spán sem fellur enn eitt stórmótið út á grátlegan hátt.
    og Króatía tekur Tyrkland eftir framlengdan leik

  9. Grát-sleik skal það vera. Einar Örn talaði um það í ummælum við einhverja færslu held ég (finn það ekki þótt ég leiti) að draumaúrslitaleikur Meistaradeildarinnar fyrir honum væri þannig að Liverpool ynni United, Ronaldo færi að gráta, Nani kæmi til að hugga hann og þeir enduðu í sleik, grátandi, á meðan Ferguson brjálaðist út í Liverpool-aðdáendur og fengi ævilangt bann.

    Þessi sannkallaði draumaúrslitaleikur varð aldrei en það er ekki of seint fyrir Einar að sjá draumakossinn sinn verða að veruleika. Vonandi geta Ballack og félagar séð um þetta fyrir okkur í kvöld. 😉

  10. (í alvöru, 2-0 sigur á Þjóðverjum var of lítið miðað við gang leiks)

    Smáleiðrétting. Ekki það að það skipti öllu máli en Króatar unnu “bara” 2-1. Podolski potaði inn einu þarna í seinni hálfleik. En það er náttúrulega vitað mál að Þjóðverjar eru ekkert að spila betur en þeir þurfa nauðsynlega að gera.

    Ég spái Þjóðverjum, Hollendingum, Króötum og Spánverjum áfram og Þjóðverjar vinna Spán í úrslitunum.

  11. Spánn eða Holland vinna mótið og kæmi ekki á óvart að þessi lið spili úrslita leikinn

  12. Það kæmi mér gríðarlega á óvart ef Holland og Spánn myndu spila úrslitaleikinn í ljósi þess að þau munu mætast í undanúrslitum ef bæði lið vinna næsta leik

  13. Ég hef það frá áreiðanlegum heimildum að á næstu dögum verði knattspyrnureglunum breytt þannig að einungis landslið með Liverpool-leikmenn innanborðs geti spilað úrslitaleikinn á EM. Það lið með flesta Liverpool-menn innanborðs mun svo vinna EM. Þetta verða umdeildar reglubreytingar, en afar sanngjarnar og eðlilegar að mínu mati.

  14. Mér finnst að það ætti að draga um 8-liða úrslitin og undanúrslit. Það væri hægt að draga bara á sama tíma og dregið er í riðla. Varla hægt að draga í miðju móti.

  15. Þjóðverjar taka Portúgala á eftir 2-1. Klose blómstrar loksins og smellir tveimur forljótum skallamörkum í netið meðan Ronaldo setur hann fyrir Crytugal.
    Tyrkir mæta brjálaðir til leiks (eins og alltaf) gegn Króötum og koma á óvart og sigra þá eftir framlegningu. Spái 1-1 eftir venjulegan leiktíma og 3-2 eftir framlengingu.
    Hollendingar taka Rússland sannfærandi 2-0 í leik þar sem Rússar klúðruðu glás af dauðafærum. Rússar fara stoltir heim.
    Spánverjar sigra loks Ítali 2-1. Torres og Xavi með mörkin meðan Toni smellir loks einu fyrir Ítalina. Ítalir komast yfir 1-0 en Spánverjar skora tvívegis snemma í seinni hálfleiknum. Eftir það fara Ítalir meira að hugsa um að væla og leika í dómaranum en að spila tuðruspark.

    Undanúrslit:
    Þýskaland – Tyrkland
    Þjóðverjar taka þetta ósannfærandi 2-1 þar sem Tyrkir hefðu átt meira skilið. Svínasteik og Ballaða með mörk þýskarana.
    Holland – Spánn
    úff, erfitt að spá þessu en tvö skemmtulegustu lið keppninnar eifa eftir að gera 0-0 jafntefli í einum leiðinlegasta leik í sögu stórmóta. Á 115-120 mínutu mun þó draga til tíðinda þar sem gulldrengurinn Torres smellir honum í þaknetið.

    Úrslitaleikurinn:
    Þýskaland – Spánn
    Leikurinn er varla byrjaður þegar Podolski kemur Þjóðverjunum yfir. Spánverjar er ekki lengi að Jafna þegar David Silva skorar fallegt mark. Í seinni hálfleik skorar svo Fabregas og Villa sitthvort markið og Spánverjar sigra loksins í Stórmóti.

    Til hamingju Spánn.

    PS: Ef þessi spá mín mun að einhverju leyti ekki vera 100% rétt þá skal ég borða sokk.

  16. Lolli þú ert svo sannfærandi að ég ætla að smella þessum úrslitum á lengjuna!

  17. Þýskaland-Ítalía í úrslitinn.

    Sorrý en ég man ekki eftir því hvenær alvöru sóknarbolti sigraði stórmót.

  18. Hrafnkell með algeran gullmola í lýsingunni.

    Gummi Torfa: “Hann er alla vega ekki að bjóða honum í afmælið sitt”

    Hrafnkell (alverlegur): “Ætli það sé einhver sem bjóði Lehmann í afmælið sitt?”

  19. Einn leikur búinn og hafði ég rétt fyrir mér um hann. 🙂

    Sigurjón Njarðarson, þú mátt ekki dæma þýska liðið fyrirfram af fyrri verkum. Þeir spiluðu fantaflottan sóknarbolta í kvöld og voru verðskuldaðir sigurvegarar. Ég sé ekkert slæmt við það að þýska liðið sé komið svona langt.

  20. Það er reyndar alveg rétt hjá þér Kristján. Minn hugur var full mikið við Ítalska liðið. Þjóðverjar voru mjög flottir fram á við í kvöld.
    Það breytir samt ekki því að sóknar þenkjandi lið hefur ekki unnið HM eða EM síðan 1988.
    Og áður en einhver talar um brassana ’94. þá var það ekki neitt ógurlegt sóknarlið, Dunga og félagar í vörninni unnu það mót.
    Ég stend við fyrri spá Ítalía-Þýskaland í hundleiðinlegum úrslitaleik.

    Megi ég hafa rangt fyrir mér 🙂

  21. Lolli er með þetta alveg gjörsamlega á hreinu.
    Ég ætla ekki einusinni að horfa á restina, Þetta er bara búið!

  22. Sigurjón :

    Brassarnir 2002 með þrenninguna hans Scolari ; Rivaldo, Ronaldo og Ronaldinho voru nú ágætir.

  23. Sammála Nonna, Brassarnir 2002 voru flott sóknarlið. Ég vona svo sannarlega að þetta mót endi með glæsibrag. Ég hef verið virkilega ósáttur við tvö síðustu stórmót sem enduðu í þunglyndi; annars vegar vegna framgöngu Grikkja og hinsvegar vegna stundarbrjálæðis besta knattspyrnumanns í heimi, Zinedine Zidane.

    Ég er mjög sáttur við spilamennsku Þjóðverja, Spánverja og Hollendinga. Rússarnir spiluðu frábærlega gegn Svíum. Mér er eiginlega sama hvaða lið stendur uppi sem sigurvegari, svo lengi sem það spilar góða og skemmtilega knattspyrnu. Það útilokar líklega ekkert af þeim liðum sem eftir eru, nema Ítali 🙂

  24. Sammála með Brassana 2002 það var sóknarþenkjandi lið með Ronaldo, Rivaldo og Ronaldinho þrjá fremsta í fantaformi.

  25. Þýska stálið tekur þetta enda með skemmtilegasta og besta liðið 😉
    Podolski og Sveinstager til Liverpool takk fyrir!

  26. Djöfull er Altintop góður.

    Tyrkland – Þýskaland, verður eflaust stuð í Germaníu þegar þessi leikur fer fram! Þjóðverjar brjóta svo hjarta Hollendinganna með því að taka þá á þrjóskunni í úrslitum.

    • Ég held að Þjóðverjar taki Portúgal á seiglunni. Jafnvel í framlengdum leik. og Króatía tekur Tyrkland eftir framlengdan leik

    Fjandinn, þetta jöfnunarmark Tyrkja var ekki í handritinu og í raun er spáin hjá mér ennþá rétt, það voru komnar nokkrar sek framyfir þegar Tyrkir jöfnuðu;) , hafði þó framlenginguna 🙂

  27. 3 af 3 vitlaust … ok, ég er seriously gallaður í spádómum í 8 liða úrslitum. Ef Spánn vinnur ekki á morgun þá megið þið kalla mig Paris Hilton í mánuð!

One Ping

  1. Pingback:

Þrír Liverpool menn með Spáni

Liverpool orðaðir við David Silva