Crouch er ekki að fara neitt

Jæja, þá er Rafa búinn að [slökkva þær slúðursögur um að Peter Crouch væri á leið frá Liverpool](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N154530061229-1306.htm). Og einnig að hann hafi ekki áhuga á að kaupa David Villa:

>”I have seen the stories in the press saying that we need to sell Crouch to raise the money to sign Villa. I can tell you now we are not interested in Villa.

>”I think he is a fantastic player but at this moment we are not thinking about signing him and that means we are not thinking about selling Crouch.”

17 Comments

  1. Það hefði verið flott að losna við Ouchy Crouch… á 12 millur… :biggrin2: en það er spurning um að fá annan framherja sem er spænskur :rolleyes:

    Er ekki bara málið að selja Ouchy Crouch og kaupa Klose !

  2. Getum við ekki átt í eðlilegum umræðum án þess að þurfa að uppnefna **leikmenn Liverpool**? Menn, sem spila fyrir **okkar lið**!!!

  3. Já ég verð að viðurkenna að ég varð svolítið spenntur þegar ég las greinina á Teamtalk í morgun. Þrátt fyrir að ég sé mikill Crouch áðdáandi, kann að meta knattspyrnuhæfileika hans og vaxtarlag, þá myndi ég skipta á honum og David Villa hvenær sem er. En þetta virðist ekki á rökum reist og því ekkert vert að pæla í því meir, annars er Rafa svo mikill refur á markaðnum að maður veit aldrei hvað hann er að spá.

  4. Já, ég myndi líka vilja skipta og Crouch og Ronaldinho. En þeir bara kosta ekki sama pening. Ekki frekar en Crouch og Villa.

  5. Við skulum ekki sleppa okkur í saurugum hugsunum um að við séum að fá Ronaldinho og einhverja leikmenn frá plánetunni sem hann kom frá. EF satt er að 12m boð sé á leiðinni í Crouch að þá myndi ég vilja sjá okkur taka því! Hinsvegar að borga 22m eða þaðan af meira fyrir leikmann er bara kjaftæði! Ég myndi nota allar 12m í að kaupa leikmann í staðinn fyrir Crouch og jafnvel annan leikmann í viðbót því við þurfum að losa okkur við gamla sófasettið sem amma og afi áttu (Fowler). Það yrði hreint frábært að fá 2 klassa sóknarmenn (Defoe og ?) í staðinn!

  6. Má ekkert segja? Ekki það að mér hafi þótt “Ouchy” fyndið en samt sem áður tekur þú svona hlutum alltof illa Einar!

    Þó svo að Crouch væri búinn að skora 0 mörk á tímabilinu í öllum keppnum þá myndir þú verja hann. Maðurinn hefur skorað 2 mörk í hvað, 17 eða 18 leikjum í deildinni og það er slakt. Hann sannaði svo það sem ég var að reyna að segja Hjalta að hann væri slakur skallamaður er hann dreif ekki á markið í tvígang í fyrri hálfleik í dauðafærum.

    En aftur að því sem ég byrjaði á:)

    Menn hljóta að mega að koma með saklaust grín sem skaðar engan. Ég sem hélt að þú hefðir sagt að þú værir lífsglaður einstaklingur. Ekki er mikil lífsgleði í þessu og menn kannski of hátíðlegir á sjálfri jólahátíðinni:)

    Þess má samt geta að Klose skorar í deildinni en það sama er ekki hægt að segja um Crouch. Þeir eru ólíkir heima fyrir og í Evrópu.

  7. >Þó svo að Crouch væri búinn að skora 0 mörk á tímabilinu í öllum keppnum þá myndir þú verja hann.

    Þetta er kjaftæði og ef þú hefur lesið þessa síðu eitthvað þá ættir þú að vita það vel.

    >Má ekkert segja?

    Jú, þú mátt segja ansi margt. En hverju í ósköpunum bætir það við umræðuna að uppnefna **Liverpool** menn? Það er barnalegt, hræðilega ófyndið og á að mínu mati ekki heima í skynsamri umræðu um Liverpool. (talandi um uppnefni, að líkja Fowler við sófasett er líka ferlega ófyndið og barnalegt).

    Ef við reynum ekki að gera eitthvað til að sporna við svona barnaskap og innihaldslausum kommentum, þá verður umræðan hérna sífellt líkari þeirri sem viðgengst á liverpool.is. Þá hefur okkur stjórnendum bloggsins mistekist takmark okkar.

  8. Þegar ég las þetta þá vísaði ég þessu frá einfaldlega vegna þess að við erum ekki að fara að kaupa leikmann á 20+ milljónir punda sem og Newcastle er ekki að fara að kaupa Crouch á 12 millj. punda.

    David Villa er frábær framherji og myndi styrkja hvaða lið sem er en 25 milljónir punda? Valencia er ennþá í meistaradeildinni og í baráttunni um spænska titillinn!

    Sem sagt engar líkur á þetta sé að fara að gerast og við þurftum varla að fá staðfestingu frá Rafa til að sannfæra okkur um það.

    Ennnnnnnnnnn vonandi gerist eitthvað á nýju ári sem gerir liðinu kleift að berjast um þá toppleikmenn sem eru að fara á milli félaga ár hvert.

    Undanfarin ár t.d.: Joe Cole frá West Ham til Chelsea, Essien frá Lyon til Chelsea, Duff frá Blackburn til Chelsea, Carrick frá Spurs til Man U , Javier Mascherano frá Corinthians til West Ham, Defoe frá West Ham til Spurs, Drogba frá Marseille til Chelsea o.s.frv. (man ekki meira og alltof mikið að núverandi Chelsea leikmönnum hérna) 🙂

  9. Sama skapi hefur Klose verið að spila gegn mun erfiðari andstæðingum í Meistaradeildinni. Crouch er slakur í tilviljunarkendum sóknarleik Liverpool. Ég þakka Guði fyrir að Kuyt var keyptur, hann dregur liðið framar á völlinn og liðið er líklegra til að skora með hann í framlínunni. Bellamy er svo klárlega númer tvö. Annars held ég Gerrard muni ráða úrslitum á morgun. Góður leikur hjá honum fer með okkur langa leið. Spái okkar mönnum 1-2 sigri.

  10. >Sama skapi hefur Klose verið að spila gegn mun erfiðari andstæðingum í Meistaradeildinni

    Já, og hann hefur skorað **núll mörk**.

  11. Ég er enginn sérstakur fylgjandi Klose, hann spilar í skemmtilegu og góðu sóknarliði, var bara að benda á að andstæðingar Werder Bremen í meistaradeildinni hafa verið erfiðir. Crouch skorar heppnis mörk að mínu mati, það verður þó ekki tekið af honum að eitt þeirra var stórglæsilegt og ekki síður mikilvægt. Hann hefur staðið sig vel í meistaradeildinni, með heppnina að vopni.

  12. Ég bara verð að fá að skipta mér af þessari umræðu aðeins:

    1. Það er barnalegt að uppnefna leikmenn, sérstaklega ef þeir hafa þegar uppnefni. Crouch er kallaður Crouchy eða RoboCrouch, að segja Ouchy er óþarfi og gerir lítið úr honum.

    2. Að líkja Robbie Fowler við sófasett er ekki góður rökstuðningur fyrir því að hann sé ekki nógu góður fyrir Liverpool. Það er einmitt svona ummæli sem við vorum orðnir svo þreyttir á á spjallborði Liverpool.is að við vorum knúnir til að stofna þessa síðu. Hér viljum við helst fá málefnalega umræðu um málefnin – ef það þýðir að við erum ekki nógu hressir fyrir suma lesendur síðunnar verður svo bara að vera.

    3. Peter Crouch hefur skorað fimm mörk í sjö leikjum Meistaradeildarinnar, Miroslav Klose ekkert í jafn mörgum leikjum. Af hverju í ósköpunum þarf þá að gera lítið úr Crouch af því að hann vogaði sér að skora þessi mörk á móti lakari liðum, á meðan við þurfum að afsaka Klose fyrir að skora ekki á móti sterkari liðum?

    4. Síðan hvenær voru PSV, Galatasaray og Bordeaux einhver aumingjalið? Þetta eru kannski ekki Chelsea eða Barcelona (hann skoraði líka gegn Chelsea í haust, nota bene) en þetta eru engir aukvisar.

    5. eikifr, þú ert til í að selja Crouch á tólf milljónir en vilt frekar fá tvo góða strikera í staðinn en að setja þann pening í David Villa? Er Liverpool ekki hvað mest gagnrýnt fyrir að kaupa miðlungsleikmenn frekar en að eyða meira í toppgæði? Af hvaða kalíberi heldurðu að þeir tveir sóknarmenn sem Rafa gæti fengið á 12m punda yrðu? Betri eða verri en Crouch, Bellamy og Kuyt?

  13. Róbert, það er satt hjá þér……held að það vanti líka Skota í liðið. :rolleyes:

  14. Að uppnefna leikmenn Liverpool….! Málið er nú það að ég hef aldrei notað rétt nafn við þennan mann og mun sennilega aldrei gera. Ég hef aldrei viðkennt þessi kaup sem góð þrátt fyrir alla tölfræði og hvað sem menn tauta og raula. Þetta er mín skoðun og annaðhvort tekur þú henni eður ei.(það hefur þegar komið í ljós hvernig þú tekur því….)

    Ég kom með Klose sem kost þar sem að hann er nær örugglega að fara frá Bremen en Villa er ekki að fara neitt… sér í lagi þar sem að chels$i hefur einnig áhuga á honum…(er í lagi að uppnefna önnur lið :blush:)

  15. ÆÆ þarftu að vera með þetta bögg ?! Þessir peyjar eru hérna að reka þessa síðu sjálfir og eru ekki að fá neitt fyrir (…og gera þetta samt jafnvel betur en flestir sem fá borgað fyrir þetta) og það er einmitt svona vitleysa sem fær menn bara til að gefast upp á þessu. Svona svipað og er að gerast með liverpool.is.

    En að efninu, þá væri maður að sjálfsögðu til að sjá Villa koma en feisum það bara strax, ain´t gonna happen. Valencia í harðri barráttu í deildinni og CL + það að nánast allir sóknarmenn þeirra eru meiddir þessa stundina.

    Hvað Crouch viðkemur gæti ég varla verið ánægðari með kappann. Hafði litlar væntingar fyrir komu pilts en hann hefur sannað að það býr mikið í honum. Kannski ekki skorað alveg nógu reglulega en nefndu mér mann sem hefur leikið með Liverpool síðustu 3 árin og skoraði reglulega yfir heilt tímabil ?!

Tottenham á morgun!

Liðið gegn Tottenham