Grískur framherji á leið til Liverpool?

lazaros.jpg
Fram kemur á vef Sky Sports að [grískur framherji muni æfa með Liverpool](http://home.skysports.com/list.asp?hlid=405247&CPID=8&clid=14&lid=2&title=Reds+look+at+Greek+ace) í þessari viku. Hann heitir [Lazaros Christodoupoulos](http://www.paokfc.gr/player.jsp?PLCode=20040915125149906&SSCode=20050701095402421&depType=1), er 20 ára gamall og spilar með PAOK Saloniki. Hann þykir víst eitt mesta efnið í Grikklandi og ef hann stendur sig vel þá er hægt að kaupa drenginn fyrir heilar 200.000 pund voru víst evrur.

Ef Lazaros kemur til okkar þá verður hann fyrst Grikkinn til að spila með Liverpool fyrr og síðar.

2 Comments

  1. Hefur einhver fundið umsögn eða tölfræði um strákinn?

    annars sá ég einhverstaðar að um væri að ræða 200.000 evrur.
    skiptir svo sem ekki öllu, ef hann getur eitthvað þá er þetta upphæð sem er álika há fjárfesting fyrir klúbbinn og fyrir mig að kaupa lítinn brúsa af LGG.

Kemur Simao eftir allt?

Nýju Búningarnir Opinberaðir (uppfært)