Kemur Simao eftir allt?

Sky fréttastofan greindi frá því í kvöld að Simao væri líklega á förum frá Benfica. Fyrir mér eru það stórkostleg tíðindi þar sem þetta er maðurinn sem ég hef alltaf viljað fá mest til Liverpool, til dæmis frekar en Joaquin og hvað þá Alves sem ég er skíthræddur um. Efast auðvitað ekkert um Rafa en ég þyrfti ekki að hugsa mig tvisvar um ef ég ætti að velja um að borga 10 milljónir punda fyrir Simao eða Alves…

Já og Steve Bruce hefur sagt Liverpool að hækka boð sitt í Pennant ef við ætlum okkur að fá hann. Málin virðast vera svolítið snúin, ef við kaupum kantmann dýrum dómum (td Simao eða Alves) þá er ekki til peningur fyrir framherja (Kuyt), en er Liverpool tilbuið til að borga í kringum 12 milljónir punda fyrir Kuyt hvernig sem fer?

Draumurinn minn núna væri að fá Simao og Trezeguet en það hefur ekkert heyrst um áhuga á honum í smá tíma. Reyndar verður úrskurður áfrýjunarinnar frá Ítalíuskandalnum kveðinn upp í dag, síðasta lagi á miðvikudaginn og spurningin er hvort þeir séu ekki að einbeita sér að því að reyna að fá úrskurðinum hnekkt á einhvern hátt. Svo er spurningin hver verðmiðinn á honum sé….

6 Comments

 1. Sælir verið þið,

  Aðal atriðið er að fá kantmann, Bæði Garcia og Kewel geta spilað framherjastöðuna og mér sýnist þeir einmitt vera hálf landlausir í liðinu. Ef mikil markaþurrð verður staðreynd í vetur verður það leyst í janúar.

 2. Mér líst mjög vel á Simoa, hann er leikmaður í hæsta gæðaflokki sem myndi styrkja liðið til muna. Að borga 10-12 millj punda fyrir gæðaleikmann eins og hann er ekki mikið að mínu mati. Stóra spurningin er hvort stjórnarmenn LFC vilji lenda í annari eins sápuóperu og á síðasta ári.

  Annars rak ég augun í stórgóð ummæli frá meistara Benitez, þar sem rætt er um huganlega kaup LFC í sumar(á hægri kanti og/eða sóknarmanni):

  “Við verðum að finna aðra leikmenn sem eru sterkari til að gera okkur sterkari”

  Þetta er nefnilega málið, til að liðið geti tekið framförum og orðið sterkara en á síðasta tímabili þurfum við sterkari leikmenn en þá sem fyrir eru.
  T.d ef Gerrard á að fara af hægri kanti inná miðju í stað Sissoko eða Alonso þá verður sá sem kemur í staðin að vera betri en þeir og betri en Gerrard eða Garcia á hægri kanti. Einföld speki sem liðið viðhafði á tímum Bill Shankly og Bob Paislay.

  Því segji ég nei takk við Pennant (hvað þá á 6 millj), við þörfnumst frekar leikmanna eins og Simao, Alves eða Joaquin.

  Newcasle voru að gera kaupa sumarsins því þeir borguðu bara 5 millj punda fyrir Duff.

 3. Gleymum Pennant. Hann er alltof dýr miðað við Alves og Simao. Ég vil heldur fá Alves en Simao en aðallega finnst mér mikilvægast að fá hægri kantara þannig að ef það er annað hvort Alves eða Simao, fínt mál.

  Hvað snertir framherjamál þá erum við í dag með Crouch, Fowler og Bellamy. Síðan eins og staðan er í dag einnig með Pongolle, Mellor og Linfield. Annað hvort höfum við efni á að fá Kuyt eða leikmann í hans gæðaflokki eða látum þetta duga og skoðum málið frekar í janúar.

  Forgangsatriði er hægri kantur! Og ég nenni ekki sömu sápuóperunni og síðasta ágúst.

 4. Bara svona til að vera með og út úr þá er Alonso þvílíkur snillingur og meistari:
  “I only want to play for Liverpool.”

  Segir allt sem segja þarf 🙂

 5. Ég er sammála Inga að það má alltaf skoða framherjamálin í janúar ef þess þarf og einbeita okkur að því að fá góðan hægri kantmann til okkar. Vissulega þurfum við heimsklassa framherja í viðbót en þegar peningarnir eru ekki til staðar er betra að gefa t.d. Mellor, Lindfield og Pongolle sénsinn til að sanna sig. Ef það virkar ekki erum við klárlega að horfa upp á janúargluggann með nýjan framherja. Við erum komin með sterkt lið sem ógnar úr öllum stöðum og veitir fínan service fram á við þannig að það væri hægt að planta pálmatré inn í teig andstæðinganna og fá út úr því 12-15 mörk yfir tímabilið ef þess ber undir.

Xabi er EKKI til sölu

Grískur framherji á leið til Liverpool?