Xabi og Djib að hressast

Ok, ég er kominn heim, þannig að nú ætti uppfærslum aðeins að fjölga á síðunni. Ekki það að Kristján og Benni hafa staðið sig einsog hetjur!

Allavegana, góðar fréttir svona á föstudegi. Echo skrifa nefnilega um það að [Xabi Alonso muni mögulega spila síðasta mánuðinn á tímabilinu](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/tm_objectid=15179410%26method=full%26siteid=50061%26headline=alonso%2drecovery%2dis%2dboost%2dfor%2dbenitez-name_page.html). Þetta eru magnaðar fréttir, þar sem Rafa hafði gefið það út að hann ætti ekki von á að sjá hann spila á þessu tímabili. Þannig að Xabi getur spilað úrslitaleikinn í Meistaradeildinni, sem er gott.

Einnig góðar fréttir að Djibril Cisse mun hugsanlega byrja að hlaupa eftir aðeins mánuð! Harry Kewell mun hins vegar ekki hafa náð sér enn nógu vel.

Benitez gefur svo í skyn að annaðhvort Smicer eða Nunez muni fylla í skarðið hans Luis Garcia á morgun gegn Birmingham. Ég hef ekki séð Liverpool leik í meira en 2 vikur, svo ég er að deyja úr spennu 🙂

Star Man

Besti miðjumaður Liverpool FC: (+viðbót)