Latest stories

  • Manchester United 4-3 Liverpool

    Mörkin

    1-0 McTominay (10.mín)

    1-1 MacAllister (44.mín)

    1-2 Salah (45+2.mín)

    2-2 Anthony (87.mín)

    2-3 Elliot (105.mín)

    3-3 Rashford (112.mín)

    4-3 Amad (120.mín)

    Hvað gerðist helst markvert í leiknum?

    United byrjaði betur, áttu tvö hálffæri áður en þeir skoruðu. Okkar menn voru týpískir, hálffæri frá Salah og nokkrar álitlegar sóknir sem vantaði endahnút á. Eftir rúmar tuttugu mínútur settlaðist leikurinn að mestu þannig að Liverpool réði ferðinni, United náðu nokkrum skyndisóknum en í sjálfu sér var lítið að frétta. Þangað til bæði lið fengu góð færi á sömu mínútunni, McTominay fyrir United og Luis Diaz fyrir Liverpool eftir geggjað hlaup og einstaklingsframtak. Wataru Endo skoraði síðan fyrir Liverpool á 37. mínútu en millimetrarangstaða Salah ógilti markið réttilega. Á 44. mínútu hóf Jarrell Quensah hlaup neðan úr öftustu vörn, Matip-style. Hann sendi boltann fyrir á Darwin Nunez sem skilaði honum svo á McAllister sem skaut föstu og hnitmiðuðu skoti á nær sem Onana réði ekki við. Á 48. mínútu vann Joe Gomez síðan boltann uppi í horni af Bruno Fernandez eftir góða pressu. Hann kom honum fyrir þar sem varð smá kraðak í teignum, Nunez náði skoti, Onana varði en boltinn datt fyrir fætur Salah, sem setti hann nett í stöngina og inn. Þrettánda markið hans í fjórtán leikjum gegn Man Utd. 1-2 í hálfleik, travelling kop tónaði Allez, allez, allez langt inn í hléið.

    Seinni hálfleikur byrjaði á hálfgerðu ping-pong, mikil hlaup fram og til baka, leikurinn einhvern veginn hálf tættur og stefnulaus. Unitedmenn kvartandi yfir því að fá ekki dæmd brot á Liverpool trekk í trekk eftir að Liverpool vann af þeim boltann. Á 57.mínútu fékk Liverpool aukaspyrnu eftir brot Fernandez á Szoboslai, mögulega seinna gult og maður óttaðist sannarlega í smá stund að tímabilið væri búið hjá Szobo. En hann stóð upp og Liverpool náði yfirhöndinni í leiknum.

    Það var algjörlega ekki nokkur skapaður hlutur í kortunum síðustu mínútur leiksins annað en að Liverpool myndi bæta við markið eða mörkum. Liverpool var gjörsamlega með yfirhöndina en einhvern veginn tókst varamanninum Anthony af öllum mönnum að skora, jafna leikinn og koma honum í framlengingu.

    Framlengingin

    Ágætis æsingur. Rashford var ógnandi en fór illa með sína sénsa. Heppnismark frá Elliot, skot í Eriksen og í gegnum klofið á McGuire. United byrjaði síðan að pressa meira í seinni hluta framlengingarinnar þegar ansi margir af okkar mönnum voru orðnir mjög þreyttir, Nunez átti mjög slaka sendingu, McTominay komst inn í, sendi á Rashford sem lagði boltann í hornið, 3-3. Þreytumunurinn á liðunum er kannski skiljanlegur þar sem Liverpool hefur spilað 18 leiki frá áramótum en Manchester United 12. Liverpool spilaði á síðasta fimmtudag en Manchester United hefur haft viku til að græja sig í leikinn.

    Á síðustu mínútu framlengingarinnar átti Liverpool síðan hornspyrnu. Harvey Elliot tapaði návígi við Amad, hann og Garnacho brunuðu upp völlinn, voru tveir gegn Conor Bradley, Garnacho skilaði síðan boltanum til baka á Amad sem lagði hann í fjærhornið, ekkert sérstakt skot en inn fór hann.

    Hvað réði úrslitum?

    Það var vissulega algjör óþarfi að láta þetta fara í framlengingu. Breytingarnar sem Klopp gerði upp úr 70. mínútu breyttu leiknum til hins verra fyrir okkur. Liðið tapaði hálfpartinn jafnvæginu og Man Utd komst meira og meira inn í leikinn. Ég ætla þó ekki að vera illur út í Klopp. Szoboslai og Mo Salah eru að stíga upp úr meiðslum og geta eflaust ekki spilað 90 mínútur, sama gæti alveg átt við um Robertson.

    Hverjir stóðu sig best?

    Lengi vel fannst mér Darwin Nunez vera bestur á vellinum, tvö mikilvæg móment þar sem hann átti þátt í báðum mörkum Liverpool í venjulegum leiktíma. Hann hefði þó alveg mátt skora og gera betur í nokkrum góðum skyndisóknum. Van Dijk var að venju traustur og Endo ekki síður. Bestur í liði Liverpool, og á vellinum í 120 mínútur var Alexis MacAllister. Hann stjórnaði umferðinni á miðjunni og skoraði gott mark. Hann er kominn á virkilega góðan stað og á eftir að vera gífurlega mikilvægur á lokasprettinum.

    Hvað hefði mátt betur fara?

    Erfitt að segja. Of miklar breytingar í leiknum vegna meiðsla undanfarinna vikna breyttu leiknum. Við hefðum átt að klára leikinn í venjulegum leiktíma.

    Umræðan eftir leik

    Slakt að tapa leiknum eftir algjöra yfirburði í stöðunni 2-1. En, svona er þetta.

    Hvað er framundan?

    Landsleikjahlé. Tveggja vikna pása þar sem hópurinn styrkist vonandi töluvert fyrir lokasprettinn, sem hefst gegn Brighton 31.mars, á páskadag.

    [...]
  • Byrjunarliðið – leikþráður gegn Man Utd.

    Klopp er ekkert að flækja hlutina, bara líklega sterkasta liðið sem völ er á í dag.

    Manchester United stillir upp einhvern veginn svona (líka sterkasta þeirra):

    Onana

    Wan Bissaka – Varane – Lindelöf – Dalot

    McTominay-Mainoo

    Garnacho – Fernandes – Rashford

    Höjlund.

    Koma svo, game on, stórleikur og erkifjendaslagur af bestu gerð.

    [...]
  • Stelpurnar fá West Ham í heimsókn

    Enn eina helgina eru bæði liðin okkar að spila, í dag eru það stelpurnar sem hefja leik kl. 12:00 á Prenton Park og fá West Ham í heimsókn. Maður hefði kallað þetta Dagný Brynjars og félaga, en hún hefur ekkert spilað með í vetur þar sem hún var að eignast sitt annað barn núna í febrúar, og óskum við henni og fjölskyldu hennar auðvitað innilega til hamingju með það. Líklega er engu logið þegar við segjum að stöllur hennar í Hamraliðinu hafi saknað hennar á leiktíðinni, síðustu tímabili hafa Hamrarnir verið um og fyrir ofan miðja deild, en eru í botnbaráttu á þessu ári. Reyndar í hæfilegri fjarlægð frá Bristol sem sitja örugglega í neðsta sæti, og við munum að það fellur aðeins eitt lið í vor. Það eru því allar líkur á að þegar að téð Dagný snýr aftur á völlinn verði það í efstu deild, hvort sem það verður í lokaleik tímabilsins eða í haust. Talandi um stöðuna í deildinni, þá er hún svona:

    Eins og sést eru okkar konur í baráttu við United um 4. sætið í deildinni, og vilja rétta sinn hlut eftir leiðinlegt tap gegn Leicester í bikarnum um síðustu helgi. Sérlega böggandi tap í ljósi þess að Leicester drógust svo á móti Spurs, og ef okkar konur hefðu unnið um síðustu helgi þá hefði það verið vel raunhæft að komast á Wembley. En það er frá og búið spil og áfram gakk. United mæta Bristol á sama tíma á eftir, við erum kannski ekki að reikna með að United tapi mörgum stigum í dag, en vonandi ná þær Amy Rodgers og Amalie Thestrup eitthvað að stríða þeim og mögulega hirða einhver stig. Annars fór stórleikur umferðarinnar fram á föstudaginn þar sem Niamh Charles og félagar í Chelsea unnu Arsenal, og í gær töpuðu Everton stelpurnar gegn Villa.

    Svona stillir Matt Beard upp liðinu í dag:

    Laws

    Clark – Fahey – Fisk

    Koivisto – Lundgaard – Matthews

    Holland – Höbinger

    Kiernan – Roman Haug

    Bekkur: Micah, Parry, Kearns, Daniels, Lawley, van de Sanden, Enderby

    Ég man ekki hvort Leanne Kiernan hafi byrjað deildarleik áður á þessu tímabili, allavega gaman að sjá hana og Niamh Fahey fá tækifæri til að fagna “St. Patricks day” með 3 stigum vonandi. Fuka Nagano er enn frá með “hamstring” en hún var vel á veg komin og ætti að vera klár í slaginn í næsta leik, sem er einmitt gegn grönnum okkar í Everton á sunnudaginn eftir viku. Sá leikur fer fram á Goodison Park, og nú er ekkert annað í boði en að vinna helvítin. Kannski verður Taylor Hinds líka komin til baka þá, en það er þó held ég ólíklegra.

    Hægt verður að fylgjast með leiknum á The FA Player – sé ekki að hann sé sýndur á Viaplay – en ef lesendur vita af honum á fleiri streymisveitum þá er um að gera að láta vita.

    KOMASVO!!!!!

    [...]
  • Heimsókn til erkifjandas, United í bikarnum

    Hundar og kettir. Batman og Jókerinn. Liverpool og Manchester United. Sumir eru bara fæddir óvinir, andstæðingar af guðs náð. Á morgun fara Liverpool á Old Trafford í næst síðasta sinn undir stjórn Jurgen Klopp og freista þess að tryggja sér farseðil í undanúrslit elstu fótboltakeppni sem keppt er í.

    Saga liðanna.

    Í FA bikarnum hafa Liverpool og Manchester United mæst átján sinnum á 125 árum. Fyrsti leikurinn fór núll núll á því herrans ári 1898, en Liverpool sigraði einvígið á Anfield. Í átján leikjum, hafa Liverpool aðeins sigrað fjórum sinnum en United farið áfram tíu sinnum. Á jákvæðari nótum þá hefur Liverpool farið áfram í sautján af síðustu átján átta liða úrslitum í bikarnum. Eina tapið kom á því herrans ári 1995, mér finnst ég verða að minnast á að það er jafn langt síðan Liverpool hefur tapað í átta liða úrslitum bikarsins og síðan Everton vann bikar.

    Síðustu ár hefur Liverpool haft heljartak á United. Í síðustu tíu leikjum liðanna hafa United unnið tvo, þrír farið jafntefli og Liverpool unnið fimm. En þessir fimm hafa upp til hópa verið slátranir, sú frægasta var sjö núll sigurinn í fyrra. Í síðustu fimm leikjum hafa Liverpool skorað átján mörk og síðan Salah kom til Liverpool hefur hann fengið fleiri gul spjöld fyrir að fara úr að ofan eftir mörk gegn United á Anfield, en United hafa skorað mörk á Anfield.

    Hvað er annars hægt að segja um United árið 2024 sem ekki hefði verið hægt að segja um Liverpool árið 1998. Það er rúmur áratugur síðan þeir unnu deildina. Tíu ár, tuttugu og fimm krísur og átta þjálfarar. Ef Ryan Giggs og Ole Gunnar Solskjær geta talist þjálfarar. Nú var spennandi nýr eigandi að taka við félaginu, hver veit hvernig næstu mánuðir munu líta út hjá þeim.

    Erik Ten Hag, er hann maðurinn fyrir United? Það er erfitt að dæma um það. Fótboltinn sem hann stóð fyrir áður en hann kom til United var spennandi og skemmtilegur en eins og síðustu sjö forveran hans hefur hann ekki náð að setja mark sitt á spilamennsku liðsins. Hann hefur persónutöfra þvottatusku, en gæti einhver náð stjórn á svo illa samsettum og rándýrum leikmannahóp? Það sem United þurfa líklega er Arteta eða Klopp týpa. Það er að segja mann sem er tilbúin að taka fjóra-fimm leikmannaglugga í að hreinsa út rotnu eplin og byggja upp nýjan hóp. En það þarf þolinmæði og tíma og það hefur verið af skornum skammti í leikhúsi draumana.

    En leikurinn. FA bikarinn er eini séns United á alvöru bikar þetta árið og eins mikið og okkar menn vilja kveðja Klopp með fjórum bikurum, væri ekkert sem myndi gleðja United eins og að vera þeir sem skemma þann draum. Þeir munu tefla fram sínum sterkasta hóp og Old Trafford verður hópandi óður í þessum leik. En okkar menn eiga að vera verkefninu megnir.

    Liverpool.

    Eftir að hafa niðurlægt tékkana koma leikmenn Liverpool brattir inn í leikinn gegn United. Eftir þennan leik eru tveggja vikna pása þar sem einhverjir fara í landsliðsverkefni en mun færi en ætla mætti. Vonandi mun sú pása nýtast í að tjasla saman einhverjum af meiðslalistunum, jafnvel koma meiðslalistanum undir það fylla venjulegan varamannabekk.

    Það er svolítið síðan maður gat spáð næstum því sterkasta byrjunarliði Liverpool. Kelleher er auðvitað engin Alisson en strákurinn hefur staðið sig vel undanfarið. Hverjir voru teknir útaf á fimmtudaginn er ákveðin vísbending um hverjir eiga að byrja þennan leik.

    Varnarlínan verður væntanlega Bradley, Quansah, Van Dijk og Robbo, þó margt væri verra en Gomez í bakverðinum. Endo virðist geta spilað heilan leik fimm daga í röð svo hann verður á sínum stað. Szoboszlai tók allan leikinn fyrir helgi, en ég held að hann byrji samt við hlið Mac Allister. Elliot kemur svo inn til að sprengja upp leikinn í seinni hálfleik.

    Framlínan verður svo Salah, Nunez og Diaz. Þetta verður þá svona:

    Spá.

    United munu liggja til baka og reyna að sækja hratt á okkar. En það mun ekki virka. Okkar lið mun reynast alltof sterkir og enda á frægum 3-0 sigri.

    [...]
  • Atalanta í 8 liða úrslitum í EL

    Það var dregið í dag í 8 liða úrslitum, og niðurstaðan er sú að okkar menn mæta Atalanta. Fyrri leikurinn á Anfield, sá seinni á Ítalíu.

    Ef þetta einvígi vinnst, þá mætum við sigurvegurunum úr leik Benfica og Marseille.

    Nú og ef það einvígi vinnst líka (og þetta n.b. gætu orðið tveir síðustu Evrópuleikirnir á Anfield undir stjórn Klopp 🙁 ), þá verður liðið í heimabúningunum í Dublin í vor.

    Svo var dregið í einhverri annarri keppni þarna á undan, en við hirðum ekki um þessar smáfréttir.

    Stóru fréttirnar eru hins vegar þær að Jayden Danns er búinn að skrifa undir nýjan samning!

    [...]
  • Liverpool 6 – 1 Sparta Prag

    1-0 Darwin Nunez 7.mín

    2-0 Bobby Clark 8.mín

    3-0 Salah 10.mín

    4-0 Gakpo 14.mín

    4-1 Birmancevic 42.mín

    5-1 Szoboszlai 48.mín

    6-1 Gakpo 55.mín

    Leikurinn hófst á því að bæði lið voru aðeins að máta sig hvort við annað. Bæði fengu hornspyrnu snamma leiks áður en að Darwin Nunez kom boltanum í netið eftir aðeins sjö mínútna leik. Eftir gott spil upp hægri vænginn kom Szoboszlai með sendingu með fram jörðinni þver í gegnum teiginn á Darwin sem skoraði. Liverpool voru þó alls ekki hættir því úr miðjunni spiluðu leikmenn Spörtu boltanum tilbaka en Liverpool pressaði og náði Salah að ræna af þeim boltanum gaf hann yfir á Bobby Clark sem skoraði og Liverpool komnir í 2-0 aðeins mínútu eftir að hafa komist yfir.

    Tveimur mínútum seinna launaði Clark Salah greiðan. Í þetta skiptið var það Clark sem vann boltann af varnarmönnum Spörtu og kom honum á Salah sem kom Liverpool í 3-0 eftir tíu mínútna leik. Enn héldu Liverpool þó áfram af ákvefð þrátt fyrir að leiða einvígið með sjö marka mun. Aftur unnu þeir boltann hátt á vellinum og Salah kom með fyrirgjöf á Gakpo sem skoraði gott mark sem vonandi kveikti á honum. Þá voru fjórtán mínútur búnar staðan 4-0 í leiknum og 9-1 í einvíginu og þá loks fóru Liverpool aðeins að keyra hraðan niður.

    Það þýddi þó ekki að það væri ekkert að gerast því Darwin náði að sýnar báðar sínar hliðar í dag því eftir rúmlega hálftíma leik átti Salah frábæran bolta inn á Darwin sem var einn og óvaldaður fyrir framan markið en náði að skófla boltanum yfir markið á ótrúlegan hátt.

    Sparta náði þó að klóra í bakkan fyrir hlé þegar þeir náðu góðri stungusendingu inn fyrir vörnina og Endo tapaði kapphlaupi við Birmancevic sem skoraði laglega framhjá Kelleher í markinu.

    Klopp fór svo að hvíla og í hálfleik komu Gomez, Endo og Darwin af velli fyrir Tsimikas, McConnell og Elliott og það merkilegasta við þá skiptingu var að Robertson fór þá í miðvörðin við hlið Quansah. Seinni hálfleikur byrjaði svo eins og sá fyrri með Liverpool marki þegar Salah setti boltann til hægri á Szoboszlai sem sótti að teignum og skaut svo í varnarmann og þaðan í netið. Lokamarkið kom svo eftir 55. mínútna leik en þá hreinsuðu Spörtu menn frá hornspyrnu Liverpool en boltinn barst til Elliott sem hlóð í skot og í fyrstu virtist hann vera að skora en í endursýningu sást að hugsanlega var boltinn á leiðinni framhjá þegar Gakpo náði að hæla hann í átt að marki og kom Liverpool í 6-1. Eftir það var leikurinn lengst af leikinn á gönguhraða og það helsta sem gerðist eftir það var að Van Dijk kom inn sem varamaður og gaf Quansah hvíld sem gefur okkur líklegast vísbendingu um það að hann byrji gegn Manchester United um helgina. Gakpo virtist vera að klára þrennu sína á lokamínútunni en var rangstæður og endaði leikurinn með 6-1 sigri Liverpool.

    Bestu menn Liverpool

    Bestur allra í dag var Mo Salah með mark og þrjár stoðsendingar. Gakpo átti flottan leik en hann hefur átt erfitt undanfarið en einnig þurft að spila mikið í fjarveru annara sóknarmanna. Ungi strákurinn Bobby Clark átti líka mjög flottan leik á miðjunni og er að sýna okkur að hann er bara flottur kostur á miðjuna en ekki bara auka kostur. Szoboszlai átti líka flottan leik í dag, hann er vonandi að komast í rythma eftir meiðsli.

    Umræðupunktar

    • Salah varð í dag fyrsti leikmaður í sögu Liverpool til að skora 20 eða fleiri mörk í sjö tímabil í röð. Roger Hunt og Gordon Hodgson tókst þetta afrek fimm tímabil í röð en metið átti Ian Rush sem náði sex tímabilum.
    • Möguleikar á að kveðja Klopp með fjórum titlum er enn á lífi og nú er bara að fara og jarða Manchester United

    Næsta verkefni

    Næst á dagskrá er ferð á Old Trafford þar sem við mætum Manchester United í FA-bikarnum á sunnudaginn klukkan 15:30. Við fáum hinsvegar að vita hvað verður næsta verkefni í þessari keppni á föstudaginn þegar það verður dregið í átta liða úrslitum, en hin liðin í pottinum eru Benfica, AC Milan, Villareal, West Ham, Atalanta, Roma og (miðað við veðbanka)lið okkar næsta stjóra, Leverkusen

    [...]
  • Byrjunarliðið gegn Sparta Prag

    Ansi sterkt byrjunarlið í dag miðað það sem búist var við. Sjáum þó Bobby Clark í byrjunarliði og nokkrir guttar á bekknum.

    Bekkur: Adrian, Mrozek, Van Dijk, Diaz, Mac Allister, Elliott, Tsimikas, Gordon, McConnell, Koumas, Danns, Musialowski

    Vonandi sjáum við menn á borð við Endo, Robbo, Salah og Nunez spila innan við klukkutíma fá þá fínar mínútur í kroppinn en megum ekki við endurtekningum í meiðslum sjá þeim þremur síðastnefndu og svo hefur Endo verið að spila mikið.

    [...]
  • Níu fingur á næstu umferð í Evrópudeild

    Annað kvöld kemur Sparta Prag á Anfield þegar liðin mætast í seinni leik sextán liða úrslita Evrópudeildarinnar en staða Liverpool eftir fyrri leikinn er ansi góð þar sem liðið leiðir 5-1.

    Það má því segja að leikurinn á morgun sé í raun bara algjört formsatriði sem þarf að klára á þá veg að Liverpool má ekki tapa með fjórum mörkum eða meira. Þar sem bikarleikur við Man Utd á Old Trafford er um næstu helgi þá má nú alveg búast við einhverjum breytingum á liðinu – sem að ég held að verði þó alveg nokkuð sterkt.

    Ryan Gravenberch sást á æfingu með liðinu í dag og verður spennandi að sjá hvort að hann verði tilbúinn og Konate virðist ekki tilbúinn fyrir þennan leik en vonandi verður hann tilbúinn á sunnudaginn.

    Þar sem Konate er off og auðvitað Matip þá verður áhugavert að sjá hvað verður gert með vörnina. Joe Gomez gæti auðvitað fært sig í miðvörðinn en hann hefur meira en minna spilað bakvörð undanfarnar vikur og mánuði svo spurning hvort hann verði við hlið Quansah eða Van Dijk. Ég yrði þó ekkert hoppandi hissa ef Quansah og Van Dijk byrji leikinn saman og Gomez jafnvel á bekknum.

    Nallo, miðvörðurinn ungi sem hefur verið á varamannabekknum einhverja leiki undanfarið, er ekki gjaldgengur í keppnina sem er synd því þarna hefðu kannski opnast mínútur fyrir hann.

    Því miður virðist Danns enn vera frá eftir heilahristing sem hann hlaut gegn Nottingham Forest og hefði verið gaman að sjá hann í framlínunni. Koumas hins vegar er líklega í hóp ásamt Musialowski, Nyoni og Gordon og eflaust sjáum við einhvern þeirra fá mínútur og mögulega byrja leikinn.

    Kelleher

    Bradley – Quansah – Van Dijk – Tsimikas

    Szoboszlai – McConnell – Clark

    Salah – Gakpo – Koumas

    Ætli ég giski ekki á þetta einhvern veginn svona. Leikmenn eins og Salah og Szoboszlai fá mínútur til að vonandi spila sig aðeins í gang, Nunez byrjar eflaust á bekknum og líklega byrjar einn af yngri leikmönnum frammi. Clark byrjar pottþétt og ég myndi giska á McConnell líka. Spurning hvort Adrian gæti jafnvel byrjað líka en ég efa það.

    Engin meiðsli, þægilegur leikur og vonandi einhver mörk þegar Liverpool tryggir sig enn öruggara í næstu umferð er vonandi það sem við fáum að sjá á morgun og krafan er svo sannarlega sú að það skuli takast.

    [...]
  • Gullkastið – Alvöru Toppslagur

    Enn eitt helvítis jafnteflið í þessum stóru leikjum tímabilsins og enn einu sinni dómaramistök sem falla ekki með okkar mönnum. Frammistaða Liverpool hinsvegar ekkert annað en stórkostleg í báðum leikjum vikunnar, bæði innan sem utan vallar. Leikurinn á Anfield er alveg á lista fyrir einn besta leik tímabilsins.

    Spennandi fréttir í síðustu viku þess efnis að Michael Edwards væri líklega að snúa aftur til Liverpool ásamt vini sínum Richard Hughes sem hefur verið yfirmaður knattspyrnumála hjá Bournemouth undanfarin átta ár. Vonandi fréttist meira af því í þessari viku.

    Skoðum hvernig staðan er fyrir síðustu tíu leiki tímabilsins – sjá líka færslu hér neðar

    Framundan er svo seinni leikurinn í Evrópudeildinni sem er hálfgert formsatriði og upphitun fyrir stórleikinn næstu helgi gegn Man Utd.

    Liverpool er vel á lífi eftir ótrulegt mótlæti í byrjun þessa árs

    Stjórnandi: Einar Matthías
    Viðmælendur: Maggi og SSteinn.

    Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.


    Egils GullHúsasmiðjan / Verdi Travel Jói ÚtherjiÖgurverk ehf / Done

    MP3: Þáttur 466

    Meiðslalisti Liverpool

    Til að reyna setja meiðslalista Liverpool í eitthvað samhengi er ósanngjarnt að skoða hvernig hóparnir hjá Man City og Arsenal með sambærilega leikmenn frá (miðum við stöðu fyrir stöðu eins og hægt er).

    Svona hefur þetta verið mikið til undanfarnar vikur og samt erum við nýlega búin að endurheimta Robertson, Szoboszlai, Nunez og Tsimikas. Bradley var frá hálft tímabil og Endo tók nokkrar vikur out líka. Það er ekkert annað en sturlað að vera ennþá í séns þegar 10 leikir eru eftir.

    Hvernig væri staðan hjá City og Arsenal með þessa rauðmerktu frá undanfarnar vikur?

    Það leiðir okkur að spurningunni:

    Hverjir hafa mest bensín í lokasprettinn?

    Grænt (+85%) / Gult (70% – 85%) / Blátt (60% – 70%) / Appelsínugult ( 50% – 60%) / Rautt (undir 50%)

    Arsenal er í tveimur keppnum og búið að spila á nánast sama liði í allan vetur? Bítur það líkt og undanfarin ár?

    • Sex leikmenn hafa spilað +85% og þrír +70% Hinir tveir partur af rotation.
      • Jesus eini sem ekki er með meira en 50% og hluti af því er rotation

    Arsenal hafa verið á fáránlegu rönni í markaskorun eftir áramót

    • Eru með 33 mörk í átta leikjum eftir áramót úr 20,63xG eða 12,4 mörk umfram xG.
    • Það lið i deildinni sem hefur verið næst “heppnast” hvað xG varðar er Tottenham með +7,1 í 28 leikjum!
    • Þetta er ekki sustainable
      • Liverpool áhugavert einnig eftir áramót með xG 26 þrátt fyrir ótrúlegan meiðslalista. Verra að félagið skorar EKKERT aukalega umfram xG.

    Arsenal var í miklu betri stöðu á sama tímapunkti tímabilsins fyrir ári síðan, bara í keppni við Man City og hættir í öllum öðrum keppnum.

    • Arsenal vann leik 29 og 30 en fengu svo 12 af 24 stigum eftir það. Skrifuðu það á meiðsli Saliba.
    • Arsenal lauk leik í Deildarbikar á síðsta tímabili í nóvember, FA Cup í janúar og Evrópudeildinni í mars. Þeir voru bara að spila deildarleiki í lokin.

    Man City fór alla leið í öllum keppnum í fyrra og virðast ætla fara langleiðina í ár líka. Þeir eru líka enn að keyra rosalega mikið á sama mannskap.

    • Fimm leikmenn City spilað +85% af deildarleikjum og þrír eru með +75%
    • Stones hefur verið töluvert frá en fyrir hann eiga þeir vissulega Gvardiol og Akanji eða Kovacic
    • KDB er eina alvöru áfallið en bæði hann og Stones eru komnir aftur fyrir nokkrum vikum núna.
    • Veikleikamerki að vera svona mikið undir þetta vængbrotnu Liverpool liði?

    Liverpool veltur allt á meiðslalista eftir apríl þegar deildin fer af stað aftur, eða er það ekki?  Gætum alveg endurheimt alvöru Liverpool liðið fyrir endasprettinn á sama tíma og fer mögulega að draga af City og Arsenal sem bæði eru í CL líka?

    • Alisson og Jota eru skrifaðir til 14.04 – out í þrjá deildarleiki í viðbót ef það gengur eftir
    • Trent, Jones, Gravenberch og jafnvel Bajcetic eru skráðir til 31.03 eða eftir landsleikjahlé
    • Konate gæti náð United leiknum um næstu helgi
    • Thiago og Matip eru líklega alveg out
    • En þá mega þeir sem nú eru heilir ekki halda áfram að detta endalaust aftur í meiðsli. Það þarf einhversstaðar að vera botn.

    Meiðslalistinn fram til nú hefur gefið okkur leikmenn sem gætu vel nýst vel á lokakaflanum og eins sparað tugi milljóna á leikmannamarkaðnum í framtíðinni.

    • Quansah og Bradley eru bara komnir til að vera í hópnum og ekkert sjálfgefið að taka af þeim stöðuna.
    • Bobby Clark hefur ekki fengið eins afgerandi séns þar sem Liverpool hefur ekki lent í eins miklum meiðslavandræðum í hans stöðu en augljóst að Klopp telur hann sem part af aðalliðshópnum.
    • Danns – McConnell gætu fengið mínútur og þá vonandi núna til að hvíla lykilmenn ekki sem break glass option
    • Kelleher og Tsimikas hafa líka stigið verulega upp í vetur, sérstaklega eftir að þeir komust í smá leikform.
    • Eigum Doak og Bajcetic alveg inni næsta vetur, þeir leikmenn sem voru afgerandi efnilegastir fyrir tímabilið.

    Þetta er hrikalega jafnt og spennandi og öll lið geta klárlega hitt á formið sem þarf til að klára þetta. En að Liverpool hafi lifað þennan kafla af er með hreinum ólíkindum og vonandi fáum við að sjá okkar raunverulega lið eftir apríl þegar lykilmenn fara að koma aftur.

    Arsenal og Man City hafa að sjálfsögðu virkað sprækari í mörgum leikjum undanfarið enda ekki að glíma við nein meiðslavandræði að ráði, ekki í deildarbikarnum (og Arsenal ekki heldur í FA Cup).

    Liverpool er vel á lífi enn og meira er erfitt að biðja um frá okkar mönnum, eðlileg dómgæsla og forskotið væri töluvert á toppnum núna.

    [...]
  • Stórmeistarajafntefli staðreynd – Liverpool 1 City 1 (Skýrsla uppfærð)

    Mörk

    Stones (’23) 0-1

    Mac Allister (’50) 1-1

    Hvað gerðist helst markvert í leiknum?

    Fyrstu mínúturnar réðu City öllu á vellinum en í fyrri hálfleik skiptust liðin á að vera með stjórn á leiknum á fimm til tíu mínútna fresti. Liverpool náðu að lifa af fyrsta storminn og eftir korter voru okkar menn komnir í taktinn fræga sem öllu skiptir. City fengu ekki nema andartak á boltanum í hvert sinn þeir náðu honum, áður leikmaður Liverpool var komin í hann. Þrátt fyrir hápressuna og að leikmenn Liverpoll næðu að skapa fínustu stöður þá vantaði upp á gæðin í lokaákvörðunum og raunar kom fyrsta skot Liverpool sem hitti ramman ekki fyrr en í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

    Það var því aðeins gegn gangi leiks þegar City unnu sér horn og skoruðu fyrsta mark leiksins. Hornspyrnan var beint af æfingasvæðinu, Pep búin að lesa svæðisvörn Klopp og Stones laumaði sér fram fyrir stöngina á með MacAllister var haldið frá.  Kelleher vantaði ekki mikið upp á að verja en allt kom fyrir ekki og gestirnir leiddu.

    Út hálfleikinn voru okkar menn ívið sterkari en náðu ekki að nýta færin og þegar City náðu að halda boltanum smá þá voru þeir hættulegir eins og venjulega.

    Þegar blásið var til hálfleiks hefur Klopp líklega verið sáttur við að munurinn á liðunum var ekki meiri. En í upphafi seinni hálfleiks skall Anfield stormurinn á. Eftir mínútu af seinni hálfleik tók Aké klaufalega sendingu til baka á Edersons. Brassinn panikaði og hljóp út í Nunez, braut á okkar manni, gaf víti, fékk gult spjalt og náði að meiða sjálfan sig í leiðinni.

    Mac Allister fór á punktinn og jafnaði leikinn af gífurlegu öryggi og Anfield fórum yfir um.

    Eftir þetta voru Liverpool algjörlega með yfirhöndina en ekki gekk að skora. Verra lið en City hefði líklega brotnað undir orrahríð Liverpool að marki þeirra en City þrátt fyrir að vera undir í baráttunni lentu ekki undir í leiknum. Þeir áttu líka nokkrar stórhættulegar sóknir, sérstaklega eftir að Doku kom inn á og áttu skot bæði í slá og stöng.

    Á alltof stuttum tíma leið þessi geggjaði seinni hálfleikur, líklega viðeigandi endir á baráttu Klopp og Pep síðustu ár. Fyrir leik hefði ég glaður þegið jafntefli en allt kom fyrir allt er maður hundfúll yfir að okkar menn hafi ekki knúið fram verðskulduð þrjú stig.

    Hvað réði úrslitum?

    Það sem innilega vantaði var eilítil ró fyrir framan markið. Þessi leikur réðst á minnstu smáatriðum og þó okkar menn hefðu náð að berja City niður þá vantaði herslumuninn í að klára bevítans færin.

    Hverjir stóðu sig best?

    Varnarlínan gerði gjörsamlega frábærlega í þessum leik og náðu að skrúfa fyrir flest sem City reyndu. Ég skil ekki hvernig menn eins og Quansah og Bradley geta spilað svona stórleik og það sést engan vegin hversu ofboðslega ungir og óreyndir þeir eru.

    En bestu maður vallarins var Mac Allister. Hann (og Elliot og Szoboszlai og Endo) sigruðu orrustuna um miðjuna í dag, auk þess sem Mac Allister ætti líklega að vera vítaskyttan okkar númer eitt.

    Hvað hefði mátt betur fara?

    Diaz náði að vera gjörsamlega frábær og gera mann gráhærðan í dag. Hann fékk allavega tvö færi þar sem hann átti einfaldlega að klára þennan leik. Á gegn liði eins og City er það bara ekki boðlegt. Að sama skapi voru hann og Elliot eins og óðir menn í pressunni allan leikinn og það þarf að hrósa fyrir það

    Umræðan eftir leik

    Það má alveg spyrja hvort Liverpool hefði átt að fá víti á lokasekúndunum þegar Doku hreinsaði boltann með því að sparka í bringuna á Gary Mac Allister. Ég hef ekki þorað út í umræðuna á samfélagsmiðlum um þetta brot og ætla held ég að sleppa því.

    Nánast vængbrotið Liverpool hafði yfirhöndina í leik gegn alveg ómeiddum City mönnum. Það eru tíu umferðir eftir, Arsenal efstir og okkar menn næstir á markatölu. Það stefnir í bilaða baráttu fram á síðasta dag, svo einfalt er það.

    Hvað er framundan?

    Evrópudeildin á fimmtudag áður en Liverpool fer í heimsókn til hins Manchester liðsins á sunnudaginn. Nú eru bara stórleikir eftir, spennið beltin!

     

    [...]
Load More
Congratulations. You've reached the end of the internet.
Back to Top
Close