Liverpool 2 Tottenham 1

1-0 9. mín. Sturridge
2-0 64. mín. Sturridge
2-1 76. mín. Janssen

Bestu leikmenn Liverpool

Liðið var heilt yfir fínt í kvöld. Ég hefði viljað sjá aðeins betri takt í spilamennskunni í fyrri hálfleik en liðið var þó alltaf með stjórn á leiknum gegn bitlausum andstæðingum. Í seinni hálfleik batnaði spilamennskan fram á við og liðið átti að skora fleiri en tvö mörk í kvöld.

Upp úr stóðu kannski helst Stewart og Wijnaldum á miðjunni á meðan Origi átti frekar rólegan leik á kantinum og Lucas átti heimskulegt spark sem gaf Spurs ódýrt víti og leið inn í leikinn.

Maður leiksins var þó klárlega Daniel Sturridge sem er einfaldlega of góður leikmaður til að spila bara deildarbikarleiki gegn neðrideildarliðum eða varaliði Spurs. Hann skoraði bæði í kvöld og hefði getað náð í tvö í viðbót með smá heppni, auk þess sem hann bjó til 3-4 góð færi fyrir félaga sína. Yfirburðamaður sem minnti rækilega á sig í kvöld.

Hvað þýða úrslitin

Liverpool er komið í 8-liða úrslit keppninnar ásamt Arsenal, Hull og Newcastle. Leeds og Norwich eru að spila framlengingu núna og svo bætast þrjú lið í pottinn á morgun. Ég væri til í að fá Rafa og Newcastle í heimsókn á Nýja Anfield í næstu umferð, takk.

Dómgæslan

Moss dómari var slakur, fannst mér. Hafði lítið að gera framan af en varð svo full spjaldaglaður á bæði lið þegar tiltöl hefðu átt betur við. Víti Tottenham var ódýrt fannst mér en Lucas gaf honum kannski tilefni til að dæma með spörkum í áttina að Lamela. Sleppur þó frá þessu þar sem hann hafði ekki úrslitaáhrif á leikinn.

Umræðupunktar eftir leikinn

Sturridge minnti á sig í kvöld. Það er galið að halda að hann sé búinn hjá Liverpool þótt hann komist ekki í aðalliðið akkúrat núna, það vill bara svo til að það eru þrír sjóðheitir að halda honum fyrir utan liðið og þá bíður fagmaður eins og Sturridge rólegur og heldur sér heitum í bikarnum. Um leið og einum af Firmino, Mané eða Coutinho fatast flugið (sem gerist alltaf yfir tímabil) er hann mættur á sinn stað í byrjunarliðinu.

Ungu strákarnir komust vel frá þessu. Trent Alexander-Arnold spilaði sinn fyrsta leik en alls ekki síðasta fyrir liðið og var góður á meðan Grujic og Ejaria byrjuðu hægt á miðjunni en unnu sig svo inn í leikinn er leið á.

Svo var gaman að sjá Danny Ings koma frískan inn. Hann átti samt að skora þegar hann slapp í gegn. Samt, leiðin hefur verið löng hjá honum og þetta var jákvætt skref í rétta átt.

Næsta verkefni

Kvöldleikur á laugardag gegn Crystal Palace á útivelli. Benteke biður að heilsa.

YNWA

35 Comments

  1. Sigur er allt sem skiptir máli. Sturridge flottur, hefði getað sett 3-4 mörk. Flott frammistaða sem við gerðum þó enn og aftur spennandi með því að halda ekki hreinu. Mig langar svo að við förum að halda hreinu í leik.

  2. Sa einungis seinni halfleik. Mer fannst Origi hrikalega flottur og asamt Sturridge sennilega besti madur Liverpool. Finnst alls ekki rett ad hann hafi att rolegan leik. Amk ekki i seinni.

  3. Kevin Stewart var magnaður á miðjunni. Verður fljótlega í byrjunarliðinu ef að líkum lætur.

  4. Takk fyrir þessa skýrslu Kristján.

    Vonandi verður þessi frammistaða hjá Störra til þess að sumir hér hætta að væla um að hann verði seldur.
    Algjörlega frábær framherji með stórkostlega spyrnutækni sem ekki svo margir hafa.
    Ekki veitir af breiddinni af sóknarmönnum þegar við spilum þennan bolta.

    Annars voru ungu strákarnir að standa sig mjög vel og ná að spila þann bolta sem Klopp vill eins og þeir hafi aldrei gert neitt annað.

    Gaman gaman. Til lukku við öll. 😀

    K.k. Ingó

  5. Sælir félagar

    Þetta var frekar létt hjá varaliðinu enda eru engir aular í því liði. Sturridge er ótrúlega góður í fótbolta og var óheppinn að skora ekki 4 í kvöld. Ings átti allavega að skora 1 en svona fór þetta. Dæmt víti vegna brots á þeim leiðinklega en öfluga leikmanno Lamela. Það þurftir mikinn vilja til að dæma vítið og hefði alveg eins mátt spjalda Lamela gaurinn fyrir leikaraskap. Það mátti svo aftur stuttu seinna en því var sleppt.

    Þarna komu kjúklingar og stóður sig vel og framtíðin er björt með þessa stráka í akademíunni. Góður sigur sem var aldrei í hættu þrátt fyrir góðan vilja slaks dómara.

    Það er nú þannig

    YNWA

  6. Góður sigur en þetta var gert óþarflega spennandi. Sturridge tvímælalaust maður leiksins. Mignolet líka mjög góður og Karius er að mínu mati ekki alveg öruggur fyrsti kostur.

  7. Man þá tíma þegar maður óskaði þess að Liverpool gæti skipt um heilt byrjunarlið í deildarbikarnum eins og t.d. Arsenal án þess að það þýddi automatísk skita. Það var gaman að horfa á þetta í kvöld og þvílíkt sem Surridge gleður augað þegar hann er á toppi leiks síns!

  8. Sæl og blessuð.

    Er nokkuð annað en gott um þennan leik að segja?

    Spólgraðir varamenn og Ings-arinn var ákveðinn í að láta til sín taka. Ekki létt verk að henda sér svona inn á, eftir að hafa verið í kuldagallanum svona lengi. Það tekur tíma að finna taktinn, og þó hann hafi farið illa með þessi tvö fínu færi þá er það engu að síður gott að komast í slíka aðstöðu. Alvöru senterar eiga það til að brenna mikið af – því þeir eru alltaf með puttann á púlsinum og finna leiðir til að komast í færi. Hefði hann verið lengur inn á, er aldrei að vita…

    Ég var himinsæll með alla þarna inn á og augljóst er að sjarmatröllið Karíus hefur fundið hitann undir sólunum þegar belgíski konfektmolinn sýndi hvað í honum býr. Spennandi ef þeir fara nú að æfa myrkranna á milli. Þá gætu þeir jafnvel náð einhverjum alvöru hæðum og við í góðum málum.

    Held nú bara að liðið sé í topp málum og þegar maður sá gegenpressuna komna í gang, sem gerðist nokkuð oft í leiknum. Þá fór ekki á milli mála að handbragð meistarans er farið að koma í ljós hjá varaliðinu einnig.

  9. Mér fannst Kevin Stewart yfirburða maður í dag. Ég man ekki hvað hann stal mörgum boltum og braut upp sóknir Tottenham í kvöld. Svo er hann líka teknískur og með flotta snúninga. Ég held ég vilji bara sjá hann í stað Can….

  10. Liðið heilt yfir mjög gott. Lucas var stòrgòður ì þessum leik. Ok gaf vìti sem var mjög soft. En hann vann flöldan allan af boltum og dreifði boltanum sìðan mjög vel. Galoppnaði vörn tottenham einu sinni snildarlega með fràbæri sendingu ùt à kannt sem við fengum dauðafæri ùr. Skil ekki þà sem eru alltaf að gagngrìna hann. Moreno var nokkuð gòður, en allveg bùinn ì endann og skilaði sér illa til baka ì dauðafærinu sem þeir fengu næstum þegar ungi guttin mistòkst að taka boltann à bringunna og þà hefðan verið einn ì gegn, sluppum vel þar. Verð að mynnast à geggjaða sendingu hjà Grujic sem sendi Ings ì gegn, hùn var augna konfekt. Sturrige bestur heilt yfir en origi var fràbær ì seinni hàlfleik. You never walk alone

  11. Þessir snúningar á miðjunni hjá Stewart eru augnayndi. Lætur þetta líta auðvellt út. Verður gaman að sjá þennann strák þróast ennþá meira, ég hef allavega tröllatrú á honum. Hann hefur líka kraftinn og er óeigingjarn. Var það ekki Spurs sem losaði sig við hann á sínum tíma?
    Ánægður með Mignolet hvað hann kom ákveðinn í leikinn. Bekkurinn gerir honum yfirleitt gott. Hann fær sjálfsagt bikarleikina í vetur. Get ekki beðið eftir næsta leik , maður bara trúir ekki á tap eins og formið er á þessu liði.

  12. Flott sigur og við komnir áfram.

    Það er ekki hægt að ætlast til að við spilum gallan lausan leik þegar leikmenn sem eru ekki vanir að spila saman fá að spreytta sig. Auðvita vantar þá aðeins upp á flæðið og að menn læri inná hvern annan.

    Bestu menn Liverpool.
    Kevin – Stewart var ekki galla laus en vann boltan trekk í trekk og hjálpaði vörninni mikið.
    Sturridge – tvö mörk og nálagt því að skora tvö í viðbót.
    Origi – ætla að vera ósamála pistlahöfundi en mér fannst hann virkilega sterkur. Hélt boltanum mjög vel, tók á rás með góðum árangri og lagði upp tvö dauðafæri fyrir Sturridge(eitt í sitthvorum hálfleiknum).
    Ég var líka sáttur við unga hægri bakvörðinn sem lét mann anda pínu léttar að það er allavega til nothæfur hægri bakvörður ef Clyne meiðist.

    Jæja liðið komið í 8.liða úrslit og vona ég að Man utd komast áfram svo að við fáum að mæta þeim aftur á Anfield og sjá hvort að þeir ná að halda hreinu aftur.

  13. Enn einn sigurinn?
    Skil ekki í þessum neikvæðu Lucas nöldrurum. Getur fólk ekki notið þess að flest gangi okkur í haginn þessa dagana, verið svolítið jákvætt. Mér fannst Lucas eiga góðan leik. Það eru samt alltaf vafaatriði og mistök í hverjum leik hjá öllum leikmönnum og liðum, engin leikur hefur verið 100% eins og meistarinn orðaði það, þó það nú væri!
    Efa að margir leikmenn kæmu jafn sterkir til leiks þegar kallið kemur ef Klopparinn hefði sama hugarfar og sumir “stuðningsmenn”. Hvað þá ef viðbrögð hans væru í líkingum við sumt af því sem fólk lætur frá sér.

  14. Ætlar enginn að nefna sendingarnar hjá Grujic? Þær voru dýrð.

  15. Kevin Stewart !!! hvernig datt spurs i hug a? lata hann fara. mikid held eg ad tessi drengur verdi drjugur til framtidar tegar lidid aetlar ad verjast i leikjum eda hluta teirra. annars mikid djoful er gaman ad vera poolari i dag!

  16. Sturridge var rosa góður, sem og Stewart. Gott líka að hafa besta markvörða liðsins, með hans kostum og göllum, í rammanum. Simon Mifnolet.

  17. Hefði samt viljað sjá Karíus í þessum leik. Góð frammistaða hefði kannski getað komið honum í gang hjá okkur.

  18. Skrtl nr 14. Morena var jafn langt í burtu frá sóknarmanninum og ég er frá Íslensku þjóðfylkingunni í koaningaprófinu fræga.

  19. #14 Hugsaði þetta líka með Moreno í þessari sókn. Ennþá of villtur greyið. Milner á orðið vinstri bak skuldlaust.

    Annars góður sigur sem var kannski öruggari enn tölur gefa.

    Þetta tímabil lítur bara þokkalega út ?

    YNWA

  20. Hvað með söngvana sem Origi fékk!? Þvílíkt Respect. Sturridge búinn að skora 2 og eina sem áhorfendur sungu um var Divock Origi!!!

  21. Sindri G #17#18og #19 viltu ekki líka koma með eitthvað gott í númer #22 🙂
    Bara smá bæling.
    Flott kvöld og mikil trú á 2 góðum liðum Liverpool.

  22. Hvað eru menn að væla. Allan dagin víti ., klaufalegt hjá lucas. Áttu sennilega að fá annað viti ;). En. Sturridge atti líka að fá viti. Þurfum að kenna þessum gæjum að detta. Ala ronaldo. Samt óþolandi að þess þurfi

  23. Þetta varalið spilar betra og er 100 sinnum meira spennandi en Manutd, ég er ekki að reyna vera fyndinn með þessu commenti í alvöru talað. Ég ætla að vona að menn eru byrjaðir að átta sig á því að við erum með besta hópinn í deildinni í ár, bekkurinn er frábær allt menn sem geta breytt leiknum. Í Þokkabót er Liverpool í besta hlaupaformi í deildinni og þegar illa gengur að skora fyrsta markið þá er ekkert lið sem getur parkað rútunni í 90.mín gegn Liverpool og nælt sér í jafntefli eða 1-0 sigur gegn mönnum með þessa hlaupagetu og gæði í liðinu, fyrir utan leikinn gegn manu, sem er dýrasta lið í deildinni og jafnvel í heimi og leggur rútunni sem er hlæginlega fyndið og vona ég að þeir haldi því áfram og fá alla knattspyrnuaðdáendur á móti sér.

    Eitthvað annað en 1-2 sæti er ekki sættanlegt tímabil með þennan hóp.

  24. tvennt til að velta fyrir sér. Inga(s)
    og Albert litli eru ekki menn sem not er fyrir. núna eru lið farin að kvarta yfir hvernig lfc þjalfarara haga sér a bekk….Munið rauðnef?

  25. Since losing to Burnley, Liverpool have gone 10 games unbeaten across all competitions:

    WDWWWWWDWW

    Goals: 26
    Conceded: 7

    Það var allt vitlaust hér eftir tapið gegn Burnley (undirritaður engin undantekning) en svona á að bregðast við. Vonandi helst þetta áfram lengi lengi og við vitum að það koma slæmir kaflar en mega þeir vera í styttra lagi 🙂

  26. Sæl öll.

    Frábær leikur hjá Liverpool og sigurinn í raun aldrei í hættu. Ég hefði viljað sjá Mignolet fara út í þennan fallhlífabolta frá Lamella í lokinn og bara grípa hann. Að mínu viti hefði hann auðveldlega geta það því hann var ennþá að bakka niður að línu þega hann kom í mynd. Annars áttu allir first 11 leikmenn Liverpool góðan leik og áttu þetta mjög skilið. Að mínu viti er Danny Ings ekki nóg og góður eins og holningin var á honum í leiknum. Dómarar á Englandi halda áfram að vera ljósárum á eftir gæðum deildarinnar. Alveg ótrúlega soft víti sem Spurs fékk en það hefði verið hægt að réttlæta það ef það hefði verið flautað þegar Sturidge var teikaður á ca.54. en þar þorði hann því ekki því það hefði verið rautt.

  27. Sæl öll.

    Gleymdi einu. Ég vona svo innilega að andstæðingar man.utd. fari ekki upp til hópa að opinbera andúð sína á spilmennsku þeirra með fúkyrðum heldur sýni samúð sína með yfirvegaðri og rökstuddri gagnrýni og t.d. samanburði við liðið undur stjón sörsins. Ef hið fyrra gerist þá hefur Mourinho unnið því það er nákvæmlega það sem hann vill því hann hefur alltaf mótiverað leikmenn neikvætt þ.e.a.s. “það hata okkur allir”. Þótt stutt sé liðið á tímabilið og alls ekki ljóst hvort við endum fyrir ofan man.utd. að þá ætla ég að njóta þess í botn að fylgjast með jákvæðninni og frábærum fótbolta hjá Liverpool.

  28. mori er a vondum stað og mun ekki ná sér a strik. það hnígur að kveldi hjá móra.

  29. Svakalega góður sigur í gær og hann undirstrikar snilli okkar frábæra þjálfara.

    Móri er engin vorkunn, hann talar virðingarlaust um aðra og hefur gert lengi vel. Þegar þannig fólk lendir í mótlæti þá er lítið um samúð. Ég er mjög sáttur við að manjú skyldi hafa ráðið hann en ekki t.d. ítalska snillinginn hjá spurs nú eða Herr Klopp, fæ aðsvif að hugsa um það. Þetta er akkúrat það sem ég vil, að þeir spreði skrilljónum ár frá ári og hugsi ekki til langs tíma. Peningaveldi eru aldrei eilíf og manjú er engin undantekning á því.

    Get ekki beðið eftir næsta hlaðvarpi!

  30. Tekur undir með síðasta ræðumanni… Get ekki beðið eftir næsta hlaðvarpi!

  31. Enn slæ ég óvart inn klopp.is til að komast á þessa ómetanlegu síðu.
    He´s getting under my skin.

    Ég var virkilega ánægður með varaliðið okkar. Margt verulega flott og mikil hreyfing.
    Auðvitað ekki sama heildarjafnvægið og í aðalliðinu eðlilega en fullt af flottum hlaupum og sjálfstraust í mönnum.

    Menn nefna Stewart, hrikalega ánægður með hann.
    Ejaria átti góðar stundir en Grujic þó enn fleiri.
    Alexander-Arnold dálítið villtur ennþá en flottur sóknarbakvörður.

    Eitt með Ings. Dálítið eins og spyrnir á kvartmílubraut en gleymir að það eru beygjur líka.
    Vantar aðeins meiri skynsemi með ákafanum. En ákafinn sannarlega til staðar, enda hungraður.

    Næst er að loka á Benteke, sá ætlar að sanna eitthvað.
    YNWA.

  32. Skemmtilegur dráttur að fá Leeds á Anfield! Fínt að vera lausir við city, chelskí og spurs. Það glittir í eitthvað spennandi í þessari keppni.

Liverpool – Tottenham (dagbók)

Kop.is Podcast #126