Liverpool 1 – Sion 1

Fjórði heimaleikurinn í röð endaði með þriðja jafnteflinu.

Í dag var það Evrópudeildin og Rodgers sýndi okkur áfram að sú keppni er aftast í hans huga.

Byrjunarliðið

Mignolet

Can – Toure – Gomez

Clyne – Rossiter – Allen – Ibe
Lallana

Origi – Ings

Bekkur:Bogdan, Coutinho, Sakho, Moreno, Brannagan, Randall, Chirivella

Jebb. Þið sáuð það. Ibe vinstri vængmaður…

Leikurinn byrjaði vel. Flott samvinna Origi og Adam Lallana á 4.mínútu lauk með marki og vonin vaknaði, Sion búið að vera það slakir að formaðurinn hraunaði yfir þá eftir tap fyrir Vaduz!!!! um helgina, þetta hlyti að verða leikur þar sem örlaði á brosi. Eftir 18 mínútur slökknaði það bros. Clyne tapaði bolta illa, langur bolti þvert yfir völlinn í gegnum vörnina þar sem Joe Gomez hafði látið teyma sig of langt þannig að Assifuah nokkur skoraði undir Mignolet sem var frosinn á línunni. Ings skoraði mark sem var dæmt af vegna rangstöðu, hitti ekki boltann í góðu færi og Origi lét varnarmann éta sig í dauðafæri. 1-1 í hálfleik.

Clyne var skipt út af, Ibe færður á hægri væng og Moreno kom inn á vinstri. Við héldum áfram að skapa okkur færi sem við ekki nýttum. Á 60.mínútu kom Coutinho inn fyrir Ings og Brendan breytti um taktík.

Mignolet

Toure – Can – Gomez – Moreno

Rossiter – Allen
Ibe – Lallana – Coutinho

Origi

Þarna fannst mér aðeins kvikna sóknarlega en varnarlega varð þetta enn erfiðara. Út af hverju Toure var í bakverði skil ég ekki alveg og ekki löngu síðar kom Toure útaf fyrir Sakho sem tók þá stöðu Can hægra megin í hafsentaparinu og Emre Can fór út í hægri bakvörð. Í síðari hálfleik fengum við fullt af sénsum, Origi, Lallana og Coutinho hefðu allir getað skorað en það tókst ekki og ömurleg úrslit enn einu sinni á Anfield staðreynd!!!

Mér fannst Jordan Rossiter skástur í þessum leik.

Eftir þennan leik

Ég hef orðið var við það margir þeir sem hér koma inn telja mig vera orðinn of neikvæðan fyrir því sem er að gerast hjá okkur…þeir kannski ættu þá bara að hætta að lesa núna.

Því þessi leikur var enn ein sönnun þess sem ég staðhæfði í podcasti gærdagsins.

Það er ekki allt með felldu hjá félaginu og það verður að bregðast við!

Uppstillingin í kvöld sýndi auðvitað ýmislegt, við erum undirmannaðir á vinstri væng, meira að segja ég var að hugsa hvers vegna við skiluðum ekki fullskipuðum EL hóp með Enrique sem möguleikann þar. Í pirringnum mundi ég eftir langtímasamningnum sem var gerður við Flanno vorið 2014…en það er önnur saga.

Varnarlínan átti erfitt, Kolo þar sterkastur. Gomez átti erfiðan leik, Mignolet bjargaði arfadapri vörn hans í síðari hálfleik og af þessu að dæma er langt í land að hann verði hafsent. Hvers vegna hann fékk ekki að spila hægri bakvörð eins og hann gerði vel á undirbúningstímabilinu og með enska U-21s árs liðinu skil ég ekki, m.a. í ljósi þess að Kolo var sterkastur í vörninni. Svo það að hafa hann við hlið Moreno og Sakho hægra megin? Svör óskast.

Mest pirra ég mig á þeirri tímaeyðslu að stilla Joe Allen upp. Twitter logaði í kvöld af Vine-myndböndum þar sem glaðhlakkalegur Rodgers kynnti “the Welsh Xavi” fyrir umheiminum. Ég bara vorkenni þessum strák. Þetta er ekki vondur fótboltamaður og að mér skilst gæðadrengur. En hann hefur ekkert í LFC-treyju að gera núna frekar en áður. Jordan Ibe er algerlega rúinn sjálfstrausti, er ekki vængbakvörður frekar en Höddi Magg og kemst ekki lengur framhjá varnarmönnum. Clyne virkaði áhugalaus eða kannski bara þreyttur. Origi byrjaði vel en átti að klára fullt af sínum færum betur.

Rodgers kom svo eftir leik og henti pressunni á að menn nýttu ekki færin, tiltók Origi sérstaklega.

Göfugmannlega gert.

Hvað svo?

Ég bara veit ekki. Fjórir heimaleikir, gegn Norwich, Carlisle, Aston Villa og Sion hefðu átt að slétta aðeins misfellur haustsins. En vá hvað það fór öðruvísi en ætlað var. Stemmingin eftir leik kvöldsins er í alveg sama lágmarki og var eftir Carlisle. Völlurinn var ekki fullur, hann tæmdist hratt upp úr 88.mínútu eftir að hafa þagað allan tímann á meðan gestirnir sungu úr sér lungun. Í eina skiptið sem ég heyrði í heimamönnum var baulið eftir leik.

Þess utan alls þá eru þessi úrslit enn ein döpur fyrir enska, ef svo fer sem horfir stefnir nú margt í það að Ítalía hirði af þeim 1 CL sæti og jafnvel að EL sæti verði í fyrri umferð. Hrokinn fyrir þessari keppni telur nefnilega líka…

Ef Rodgers vantaði fleiri af fyrrum leikmönnum til að kommenta á liðið þá bættist Steve McManaman í hópinn í kvöld – væntanlega einn af þeim sem “vill Rodgers burt frá Anfield”…

Framundan er stærsti útileikur tímabilsins í huga okkar margra, ég er þar á meðal. Eftir það er landsleikjahlé.

Pressan á Rodgers og liðinu er meira en mikil. Hún er gríðarleg eftir þessa fjögurra leikja hrinu á heimavelli þar sem fólk fór þrisvar fúlt heim…eftir að hafa baulað.

Ég stend við það sem ég sagði í gær. Tap á sunnudag, hvað þá svona tempó-, hjarta- og baráttulaust eins og í kvöld bara hlýtur að þýða eitthvað.

Því það er ekki boðlegt lengur að LFC sætti sig við frammistöður eins og við höfum séð að undanförnu!

114 Comments

  1. Andleysi og úrræðaleysi. Hvenær ætla eigendur að sjá hið augljósa? Þetta er bara lið sem sekkur dýpra með hverjum leik. Ætla þeir að leyfa liðinu að halda áfram þessu afhroðsgengi mikið lengur? Þetta er ekki boðlegt og þeim sem finnst það eru á villigötum, því miður. Löngu kominn tími á breytinar.

  2. Okay þetta fyllti mælinn. Ég hef hingað til verið bjartsýnn og á því að Rodgers eigi að vera áfram en að vinna ekki f****** SION??? Á ANFIELD????

    Sem betur fer ákvað ég að stream-a þennan leik og þarf því ekki að vera umkringdur öðru fólki. Ég skammast mín.

  3. Sælir félagar

    Eru ennþá einhverjir stuðningmenn sem eru á þeirri skoðun að BR eigi að vera áfram með þetta lið?
    Eru ennþá einhverjir stuðningsmenn sem vilja að BR haldi áfram að niðurlægja nafn Liverpool?
    Eru ennþá einhverjir stuðningsmenn sem vilja að BR haldi áfram að trítla niður töfluna með liðið?
    Eru ennþá einhverjir stuðningsmenn sem telja að niðurlægingin sé ekki næg?
    Eru ennþá einhverjir stuðningsmenn sem vilja ekki snúa þessu við með nýjum manni?
    Eru ennþá einhverjir stuðningsmenn sem telja að BR geti náð átrangri með liðið?
    Eru ennþá einhverjir stuðningsmenn sem vilja kasta þessari leiktíð á glæ?

    Mitt svar er klárt og skýrt og heiðarlegt og afdráttarlaust. Brendan Rodgers burt og það strax.

    Það er nú þannig

    YNWA

  4. Mikið var þetta lélegt hjá okkar mönnum.
    Margir leikmenn hvíldir og þessir sem komu inn í staðinn stóðu ekki undir væntingunum, Origi, Ings og Lallana hefðu getað klárað þennan leik margsinnis en endalaus klúður aftur og aftur.

    Coutinho gerði svo nákvæmlega ekkert og var ég óánægður með hans innkomu enda var hann með lélegar sendingar trekk í trekk.

    Ég er hundfúll að þetta lið hafi ekki náð í 3 stig í kvöld og áhorfendur á Anfield voru á sömu nótum eftir leik og púuðu niður á völlinn og ég heyrði ekki einu sinni sönginn okkar í lokin.

    Uppgjöf og vonleysi lísti þessu ágætlega.

    Mikið vona ég að Sturridge meiðist aldrei aftur því að restin af þessu liði virðist ekki kunna að skora mörk.

  5. Ég er búinn að reyna að halda með Can, Allen, Ibe, Mignolet, Origi og Lallana. Þessir drengir eru bara ekki nógu góðir til að vera í liði sem vill berjast um sæti í C.L. Þeir eru ekki nógu góðir til að vera í F.C. Liverpool. Þeir verða það kannski síðar, en það virðist vera þar sem klúbburinn vill vera…síðar. Hver er að nenna því?

  6. Plís hættu með 3 manna vörn Brendan. Er einhver snillingur með eitthvað info afhverju er verið að spila þetta kerfi?

  7. Menn þurfa að anda í gegnum nefið hérna. Ein mistök og mark hjá Sion. Ef Liverpool hefði nýtt færin hefði þetta átt að fara amk 3-1.
    Ekki hægt að setja þetta einungis á Rodgers hann setti upp lið sem skapaði nóg af færum til að vinna þennan leik. Með öllu réttu hefði Liverpool unnið. Lallana/Origi sofa væntanlega ekki vel í nótt, það vantaði gæði í að klára færin. Ekki ómerkari menn en Suarez voru að ströggla við að nýta færi á sínum tíma. Þetta dettur á móti Everton.
    Ekki það að ég hafi tröllatrú á Rogders finnst bara ekki hægt að kenna honum einungis um þetta tap.

  8. Sælir felagar, er buin að vera á spáni í 2 vikur og ekki seð Liverpook leik síðustu 3 eða 4 leiki, kærastan mín veit ekki hvernig bolti er i laginu og eg hef ekki nennnt að pina hana a einhverja breska pöbba.. er samt nuna að sja seinni halfleik i kvöld a einhverju kaffihúsi og finnst okkar menn bara sprækir..

    En þegar manni er farið að verða sama að missa af liverpool leikjum þa er eitthvað að. Hef varla misst af leik i 15 eða 20 ár en nuna buin að missa af þremur í röð og bara er alveg sama…

    Eigum við ekki bara að fara skipta um eigendur, einhverja sem eru til i að kaupa leikmenn fyrir 50 milljónir stikkið og borga yfir 200 þus pund a viku i laun.. Rodgers er ekki vandamalið. Þetta snyst allt um seðla þvi miður.. þau lið sem eiga mesta peninginn eru liðin sem eru a toppnum i öllum stærstu deildum evrópu, sjáið city, chelsea og man utd, celtic i Skotlandi, FH, KR, PSG, BARCA OG REAL, JUVENTUS OG BAYERN MÜNCHEN. þetta snyst ekkert um leikmennn og þjálfarar heldur snyst þetta að 99 prósent leyti um þá sem eiga dyrasta liðið og borga mestu launin.. það er buið að eyðileggja fótboltann því miður. Okkar menn eru ekki að fara keppa við bestu lið Englands eða evropu með FSG sem eigendur því miður, sættið ykkur við það.. við þurfum moldríka eigendur til að eiga breik, leiðinlegt en þannig er bara staðan.. á meðan þetta er svona þa er manni farið að verða sama að missa af einum og einum leik, niðurstaðan er alltaf su sama, við erum 5 til 7 sætis lið enda með hóp sem kostar 5 til 7 sætið..

    Ömurlegt er þetta en þetta er staðreynd 🙁

     5

  9. Ég er svo að reyna að vera á Brendan vagninum en OMG – þegar maður er hugsar bara BORING, BORING LIVERPOOL þá er þetta ekki nógu gott – samt finnst mér eins og það vanti svo lítið en samt svo mikið … það er ekkert að þessum leikmönnum – það vantar einhvern til að kveikja neistann sem tendrar bálið en því miður hallast maður meir og meir að því að það sé ekki Brendan nokkur Rodgers. …en þetta var a.m.k. alveg ofboðslega leiðinlegt þó auðvitað hafi Liverpool fengið færin til að klára þetta…

  10. Ekki nógu gott en einu sinni. Rodgers hefði betur sleppt því að hrósa sjálfum sér eftir Villa leikinn. Það virðast líka nokkrir inná vellinum ekki hafa trúna á þessu lengur, t.d. Coutinho og Ibe sem virðist kominn inní einhverja skel sem Roger virðist búinn að týna honum inní. Er þetta ekki annars bara komið gott hjá Rodgers? Hversu lengi eigum við að þola þetta úrræðaleysi?

  11. Ósáttur við úrslitin.

    En hvaða fíflagangskomment er þetta hjá þér Sigkarl? Jafntefli á móti lélegu liði í Europa League með algert varalið (kannski 1-2 af þeim leikmönnum sem spiluðu í dag byrjar á sunnudaginn) er ekki tilefni til þess að vera með þetta rant um aðra stuðningsmenn.

    Er það að vilja ekki reka þjálfarann í Október = og að vilja kasta tímabilinu á glæ og niðurlægja Liverpool?

    Þvílíkt bull.

  12. þetta er furðulegur fótbolti sem liðið spilar.. það er enginn hraði í neinu.. stoppar allt á miðjunni og svo endalausar sendingar framm og til baka..

    tja.. ég veit ekki hvaða djók þetta er en þessi brandari hjá rodgers er orðinn þreittur.

  13. Áhorfendur „púa“ á stemmningslausum Anfield……

    Hin frægu Evrópukvöld liðin tíð…..

    Stevie G farinn og engar bombur á síðustu mínútu……

    Vinna ekki Sion á heimavelli er skandall og ekki reyna „plástra“ þetta með einhverju „varaliðskjaftæði“!!!

  14. Sigkarl #4 er algjörlega með þetta. Rodgers er búinn. Út með kallinn, þetta er komið gott.
    Nýjan mann í brúnna áður en þetta sekkur dýpra.
    Hef gríðarlegar áhyggjur af mínum mönnum um næstu helgi.

  15. Rodgers er farinn að minna á Ólaf F. Magnússon í starfi borgarstjóra Reykjavíkur – alveg galinn.

  16. Sæll Siggi. Þetta er mín skoðun. Þú ert henni ósammála og ég virði það. fer fram á það sama af þinni hálfu. Það er engin skýlda að vera sammála mér – eða þér.

    Það er nú þannig

    YNWA

  17. Og annað.

    Hvað kom fyrir Ibe? Hann vonaði svo góðu. Hann er að toppa marga með nokkrum slökustu frammistöðum sem maður hefur séð.

  18. Meira að segja fram að þessum leik hafa menn verið bjartsýnir sé ég hér. Í alvöru?

  19. Sigkarl.

    Það er ekki skoðun að segja að þeir stuðningsmenn sem vilja ekki reka þjálfarann núna séu líka fylgjandi niðurlægingu félagsins, trítli niður töfluna og því að kasta tímabilinu á glæ.

    Það er fullyrðing.

    Og það að þú kastir einhverri fullyrðingu út í kosmósinn gefur þeirri fullyrðingu engann rétt á því að standa ógagnrýnd. Mér finnst þessi upptalning hjá þér glötuð og ég þarf alls ekkert að “virða” hana frekar en ég vil.

  20. Það sem bjargar Sturridge er að hann er búinn að vera svo mikið meiddur að Rodgers hefur ekki geta sett hann í ranga stöðu á vellinum!

  21. Alltaf gaman af mönnum sem koma inn eftir svona skelfingu og segja mönnum að anda með nefinu, eru þeir ekki bara að anda með rassgatinu? 🙂

  22. Siggi hann lofaði góðu en vonandi er hann búinn að horfa á Vonarstræti enda fín mynd.

  23. Jaaaaahérna. Heyra í mönnum eftir þennann leik. Við vorum að mæta þrusu sterku liði Sion sem mættu þræl skipulagðir.
    Við stilltum líka upp þrusu……… Neeeeeeei ég nenni þessu ekki. Kaldhæðni skilar sér illa á netinu.
    Við stilltum aftur á móti upp “veikara” liði en í bikarnum um daginn.
    Getið þið rifjað upp fyrir mér hvor keppnin getur skilað meistaradeildarsæti og hvor ekki??
    Ég bara man það ekki.
    #BRout

  24. Jæja þetta er komið gott. Taktu núna poka þinn og hatt Hr Rodgers og farðu eitthvað langt í burtu.

  25. Ég er hundpirraður yfir þessu öllu saman sjálfur.

    Ég bara horfi á þetta með öðrum augum en margir.

    Við erum í fínni stöðu í deildinni, komnir áfram í bikarnum og á góðri leið með að labba upp úr þessum riðli í Europa league.

    Mér fannst tímabilið í fyrra vont.

    En ég bara sé ekki hvað er svona yfirgengilega hræðilegt núna.

    Ef það gengur ekki betur á næstu 2-3 mánuðum skal ég vera fyrstur til þess að heimta brottrekstur Brendan Rodgers, ég er einfaldlega á móti því að reka þjálfara í byrjun tímabils.

  26. #12 þetta er ekki fíflagangskomment hvaða hroki og dónaskapur er þetta? VIð erum fleiri hérna sem erum sammála honum en þér. Hver er þá fífl?

  27. Eins og sumir sáu fyrir sér, þá átti Ísland að vera æðislegast……svo varð hrun. Margir, þar á meðal ég varð sár en sætti mig orðin hlut.
    Núna, þá elska ég klúbbinn. Búinn að elskan hann síðan ca ´79.
    Held áfram að elska klúbbinn en er að verða betri og betri að sætta mig að klúbburinn minn er bara miðlungsklúbbur og líklega verður það áfram nema aukið fjárstreymir komi frá austulöndum fjær.

    Held að fleiri verið kannski að fara sætta sig við að klúbburinn er bara meðalfiskur í mjög stórri tjörn.

    Áfram Liverpool

  28. [img]file:///C:/Users/notandi/Pictures/lfc.jpg[/img]

    Síðan um áramót höfum við spilað 40 leiki í öllum keppnum.
    Unnið 18, 12 jafntefli og tapað 10
    Skorað 46 mörk og fengið á okkur 43 mörk.

    Er þetta ásættanlegt hjá félagi eins og Liverpool?

    Rodgers’ record in Europe:
    Played: 22 Won: 9 Drawn: 6 Lost: 7
    Goals for: 28, Goals against: 25
    Win Ratio 40.9%
    Of those wins 3 were in qualifiers for the Europa in 2012 to Belorussian team Gomel twice and Hearts.
    Without them in actual Europa and Champions league games his record is:
    Played: 18 Won: 6 Drawn: 5 Lost: 7
    Goals for: 21 Goals against: 23
    33% Win ratio.

    2 wins in 7 at Anfield in group stage matches – 1-0 vs Anzhi and barely beating Ludogorets 2-1.

    [img]https://i.imgur.com/mpKZg.png[/img]

    Er þetta einhver spurning um hvort reka eigi manninn eða ekki?

  29. Mér sýnist að hafi verið að lesa mín síðastu komment á þessari góðu síðu. Auðvitað er margt gagnrýnivert í spilamennsku og uppleggi. Hvenær er það ekki? En ég er því miður farinn að sjá hvað margir stuðningsmenn annarra liða sjá í púlurum; bolmóðsýki, vandlæti og hreina og klára firru þegar kemur að sjálfum fótboltanum. Farvel kæra fólk, ég vona að þið finnið friðinn.

  30. Spurningin er, hvernig töpum við gegn Everton. Með einu eða tveimur eða þremur.

    Það er meiri stemming og fjör í svefnherbergi Englands drottningar en á Anfield þetta árið. Jafnvel meiri læti….

    Rodgers out….. FSG selja please. Abu Dabi eða Dubai whatever…. save us.

  31. Lélegt. Vægast sagt.

    En það sem verra er; stemningin í kringum klúbbinn er skelfileg.

    Nokkrir punktar:
    – Það heyrist meira í stuðningsmönnum einhvers miðlungsliðs frá Sviss.
    – Áhorfendur yfirgefa völlinn áður en flautað er til leiksloka.
    – Þeir sem eftir voru púuðu á liðið í lok leiks.
    – Enginn söng YNWA þegar leikurinn var að klárast.

    Þetta segir allt um þá stöðu sem FSG og Brendan Rodgers eru búnir að koma klúbbnum okkar í.

  32. [img]http://i.imgur.com/gS0D3H3.jpg[/img]

    Síðan um áramót höfum við spilað 40 leiki í öllum keppnum.
    Unnið 18, 12 jafntefli og tapað 10
    Skorað 46 mörk og fengið á okkur 43 mörk.

    Er þetta ásættanlegt hjá félagi eins og Liverpool?

    Rodgers’ record in Europe:
    Played: 22 Won: 9 Drawn: 6 Lost: 7
    Goals for: 28, Goals against: 25
    Win Ratio 40.9%
    Of those wins 3 were in qualifiers for the Europa in 2012 to Belorussian team Gomel twice and Hearts.
    Without them in actual Europa and Champions league games his record is:
    Played: 18 Won: 6 Drawn: 5 Lost: 7
    Goals for: 21 Goals against: 23
    33% Win ratio.

    2 wins in 7 at Anfield in group stage matches – 1-0 vs Anzhi and barely beating Ludogorets 2-1.

    [img]https://i.imgur.com/mpKZg.png[/img]

    Er þetta einhver spurning um hvort reka eigi manninn eða ekki?

  33. Mjög svekkjandi úrslit förum merkilega illa með færin og getum greinilega aldrei spilað leik án þess að gefa allavega mark til andstæðinga okkar. Ibe var alveg skelfilegur sérstaklega í lokin þar sem hann var greinilega búinn að gleyma á hvort markið við vorum að sækja

  34. Í beinni textalýsingu á Liverpool Echo henda menn þar á bæ inn grín vídeói af BR eftir leik syngja “We’re simply the best” fyrir framan steinrunna leikmenn.

    Hér inni eru menn farnir að henda pílum í hvorn annan hundfúlir yfir gengi liðsins…….

    Ég segi að spennan sé að verða óbærileg og ef úrslit verða ekki hagstæð á sunnudag þá springur allt í loft upp!

  35. #32 Muggi

    Hroki og dónaskapur? Er það ekki hroki og dónaskapur að koma með þá yfirlýsingu að þeir sem vilji ekki reka þjálfarann núna í október séu fylgjandi niðurlægingu félagsins?

    Þegar að hvorki staðan í deildinni, bikarnum né í Europa league er hræðileg?

    Ég skil alveg að menn séu ósammála, en að tala eins og maður hafi sannleikann í höndunum en þeir sem séu ósammála vilji Liverpool illt, er fíflagangur.

    Ég er auðvitað áhyggjufullur yfir spilamennsku liðsins, en ég sá leikina á móti AV og Norwich og sé alveg að liðið er með hellings potential.

    Sem eg hef trú á að muni koma í ljós.

  36. Svo segir BR m.a. þetta eftir leik: “………… I am immensely enjoying the job, it is a great challenge and it is a rebuilding job”

    Ef ég ætti að greina þessi ummæli þá er BR að segja: “FSG, mér líkar vel við djobbið en ég skil það vel ef ég verð rekinn en ég er til í að fá önnur þrjú ár til að búa til nýtt lið”!

  37. Þetta væri alveg galin tímapunktur til að láta Rodgers fara við erum þrátt fyrir allt 2 stigum frá 3 sæti og getum enþá vel farið upp úr þessum riðli í Evrópu keppnini. Fyrst að Fsg ákvað að standa með Rodgers í sumar þá verða þeir gefa þessu lengri tíma.

  38. Þetta lið er bara orðið grín, því miður, áhugaleysi og andleysi er algjört. Í guðanna bænum borgum þessar 8,7 millur punda og kaupum þennan miðlungsstjóra út.

    Guð minn góður hvað þessar prinsessur sem eru í þessu liði okkar verða jarðaðar af enskum leikmönnum everton á sunnudaginn. Þar eru leikmenn sem skilja hvað derby leikir snúast um, hjá okkur eru bara farþegar og prinsessur.

    Svei mér þá ég held að ég sé alltaf meira og meira sammála Redknapp um að þetta Liverpool lið sé það lélegasta sem ég hef horft á síðan ég byrjaði að halda með því árið 1973 ! ! !

    BRING BACK WOY ! ! ! !

  39. #41. Það er hroki að kalla menn fífl ef þeir eru ekki með sömu skoðun og sjálfið þitt og lýsir betur álitsgjafanum heldur en þeim sem skotið er á. Fótbolti er ekki stærðfræði. Menn mega hafa aðrar skoðanir en eina í þessari lífsins list án þess að þurfa að þola að vera kallaður ónöfnum hvað þá af “samherja” á þessari frábæru síðu okkar Púllara. Við höldum með sama liði (núna eilítið þjáningabræður) og eigum að virða hvern annan þótt við séum ekki sammála. Gagnrýni þarf ekki að fela í sér uppnefni. Þetta er grundvallarfræði í Einelti 103. Þessi rétttrúnaður sem viðgengst hérna af mörgum stuðningsmönnum að ekki megi gagnrýna liðið (þá er viðkomandi ekki eins mikill stuðningsmaður – hvernig sem hægt er að halda þeirri furðulegu fullyrðingu fram). En annaðhvort skilurðu þetta eða ekki – nenni ekki að ræða þetta frekar.

  40. Nákvæmlega. #45.

    Menn leyfa ekki Rodgers að skipta um þjálfaralið og gefa nýtt tímabil þess að reka hann í Október.

    Við erum í góðri stöðu á öllum vígstöðvum, öll stóru liðin eru að tapa stigum, gæðin í BPL eru einfaldlega það mikil að lið sem vilja pakka í vörn geta eytt háum fjárhæðum í gæða varnarmenn.

    Ég hætti að kommenta eftir þetta komment, það er eins og menn séu veruleikafyrrtir.

    Aftur.

    Brendan Rodgers fékk séns eftir síðasta tímabil, það væri fáránlegt að reka hann fyrsta október.

  41. #45, sem sagt, ef FSG átta sig á því núna að þeir gerðu stór mistök með því að láta BR ekki fara í sumar,þá eiga þeir ekki að leiðrétta þau mistök heldur halda áfram að troða marvaðann í kviksyndinu???

    Held varla.

  42. Siggi, er það veruleikafirring að vilja sjá smá árangur eftir að það er búið að ausa ómældum fjárhæðum í liðið???

    Held varla

  43. # 48 Muggi.

    Kanntu að lesa?

    1. Það var einmitt ekki ég sem að var að tala um að menn væru minni stuðningsmenn, heldur félagi Sigkarl sem þú ert í vörn fyrir.

    2. Ég kallaði auðvitað aldrei neinn fífl, heldur kallaði þetta fáránlega komment hans Sigkarls (sem ég hef oft verið sammála enda verið lesandi síðunar síðan hún hét eoe.is/Liverpool.) fíflagangskomment.

    3. Rétttrúnaður? Ég get ekki betur séð en að ég sé í miklum minnihluta hvað þetta varðar, liðið er 2 stigum frá þriðja sæti, komið áfram í bikarnum og í fínni stöðu í riðlunum í EL.

    4. lestu það sem ég hef skrifað hingað til aftur.

  44. Held að án nokkurra stóryrða og öfga yfirlýsinga þá megi fullyrða að besti tíminn til að skipta um í brúnni hjá okkur er núna um helgina hvernig sem Everton leikurinn fer. Í kjölfarið er landsleikjahlé og örfáir dagar fyrir nýjan mann að aðlaga sig nema að það sé sjálfur Carrager þá vil ég hann á morgun og tökum sigur í grannaslagnum. YNWA

  45. eftir, ef guð væri til má hann vita, marga leiki án sigurs vinnum við um síðustu helgi gegn liði sem allir halda að muni falla, síðan núna jafntefli á heimavelli gegn miðlungs liði í Svissnesku deildinni, jahérnahér, hefur enhver hérna yfirgefið RogersOutLangferðabílinn.

  46. Anton hvernig geturu sagt að besti tíminn til að reka Rodgers eftir Everton leikinn jafnvel þó hann vinnist. Ef við vinnum er við líklega komnir top 4 hvaða rök væri þá hægt að koma fram með að Rodgers eigi skilið að vera rekinn á þeim tímapunkti?

  47. “án stóryrða”

    “Þá megi fullyrða…”

    Hvernig er það án stóryrða 🙂

  48. Ég vill kaupa næsta starfmann Liverpool FC inn, og selja þann sem við erum með núna á 8,7 millur. Á MORGUN PLEASE ! !

    Að heyra ca 3000 stuðningsmenn frá Sviss yfirgnæfa 40 þús stuðningsmenn Liverpool er bara grín, og heyra þá svo púa eftir leik segir mér bara eitt, tími BR er liðin. Feita konan var að syngja, nú þurfa bara Klopp eða Anchelotti að syngja viðlagið.

    FSG, over to you ! !

  49. Siggi, ég er ekki endilega alltaf sammála Sigkarli fremur en öðrum hér inni alltaf, og ég er frekar mikill andstæðingur hroka og yfirgengi…. En, það sem Sigkarl skrifar í sínu fyrsta kommenti við þennan þráð eru ekki fullyrðingar heldur spurningar og í endan kemur hann með sitt svar og sína skoðun….. Og þú kallar hann svo obeint fífl og kemur þér svo undan rökræðum með því að segjast hættur að kommenta.

    Ég er svo aldeilis bit!

  50. Cry me a river og þeir stuðningsmenn sem eru á Rodgers out Fjölmiðlavagninn.

    Það voru 4 í byrjunarliði kvöldsins sem byrjuðu á móti Villa.

    Þarna voru leikmenn sem vantar spilatíma(Origi ), aðrir sem hafa verið afleitir og þurfa að finna taktin (Can, Ibe) og sumir þurfa að komast í form(Lallana).
    Fínt flott fyrir þá að fá 90 mínútur.

    Það er ástæða fyrir því að Clyne var tekin útaf hann hefur byrjað alla leiki Liverpool frá því hann kom í sumar og hann virkaði þreyttur, Ings var skipt útaf til að hvíla hann fyrir Derby slaginn á sunnudaginn þar sem Bentake er meiddur, ekki verður Origi frammi með Sturridge það sjá það allir að Origi er hrátt talent sem á eftir að vinna í sínum leik til að bæta sig.

    Sjá menn ekki að við keyrum ekki á okkar bestu mönnum í þessum fimmtudagsleikjum í Evrópudeildinni við höfum ekki mannskap í það.
    Everton spilaði síðast á mánudaginn og þeir virka mjög sterkir, nei nei stuðningsmenn LFC setja þá kröfu að við mætum með okkar besta lið í fimmtudagsleik og aftur í laugard eða sunnudagsleiki í deildinni, það þarf engan Einstein til að sjá að þetta dæmi gengur aldrei upp.

    Við erum aldrei að fara að sjá BR stilla upp sínu besta liði í Evrópudeildina og er ég algjörlega sammála því, markmið Liverpool er að enda í topp 4 í deildinni og miðað við hvernig hún er að spilast þá þurfum við á öllum okkar styrk að halda.

    YNWA

  51. Þetta eru spurningar á borð við “ertu hættur að lemja konuna þína? ” sama hverju maður svarar getur maður ekki haft rétt fyrir sér. Allar spurningarnar eru orðaðar þannig að BR se að gera vont fyrir félagið og maður sé þá sammála því með já-i.

    Ert þú stuðningsmaður sem vill halda áfram að leyfa BR að niðurlægja nafn félagsins?

    Ef maður svarar já er maður stuðningsmaður sem vill félaginu illt, en ef maður svarar nei þá er maður ekki stuðningsmaður félagsins.

    Kommon, þetta er ömurlegt komment, ég fer ekkert ofan af því.

  52. tja þetta eru mjög leiðandi spurningar hjá Sigkarli og soldið furðulega settar fram og svona gefið til kynna að menn séu eitthvað skrítnir ef þeir samþykkja ekki þessar spurningar.

  53. Maggi: Eins og talað frá mínu hjarta og sál um stöðu Rodgers og félagsins.
    Neikvæðni!!! Þetta er bara ískaldur djöfullegur veruleikinn!

    Sem Liverpool manni þá hefur manni einu sinni liðið svona illa sem stuðningsmanni, aðeins einu sinni. Það var Hodgson tímabilið og félagið nánast gjaldþrota með útbrunna meðalmenn í hverri stöðu. Hversu langt og illilega hefur Rodgers sökkt þessari skútu!

    Þessi Hodgson tími átti bara að geta gerst undir bölvun sem fólst í því þegar himinn, jörð, tungl og mars mættust á 30 breiddargráðu undir heröskrum afríkumanna þar sem slátrað var hreinni mey á hlaupári.

    Maður er bara orðlaus að öðru leyti.

  54. Siggi, er reyndar á því að kommentið hefði getað verið orðað betur. Er hinsvegar ekki sammála ,,að lemja konuna” líkinguni sorry því jú maður getur alveg sagt já við spurningu Sigkarls og rökfært svarið án þess að fara út í skítkast, hinsvegar getur maður aldrei fært rök fyri heimilisofbeldi, aldrei.

    Með fullri virðingu!

  55. Sælir félagar

    Látum Sigga í friði hann er sár og bitur eins og við hin. Ég þakka samt þeim sem hafa tekið svari mínu og eins og Kalling hér fyrir ofan bent á að ég kalla enga stuðningmenn liðsins minni eða meiri stuðningsmenn. Ég einfaldlega spyr nokkurra spurninga sem (geta alveg falið í sér fullyrðingar) og svara þeim svo sjálfur fyrir mína parta. Annað er nú ekki í gangi hjá mér þetta kvöldið sem hefði getað verið skemmtilegra. En svona er nú heimurinn misjafnlega góður við mann stundum.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  56. Siggi, Siggi, Siggi alveg rólegur. Kannski ekki vel orðað hjá mér en bara að benda á einu vikuna sem ekki er leikur hjá okkur næstu mánuðina.

    Jan Martin ég er ekki að halda að 3 stig á móti Everton breyti neinu EF… FSG ætla sér að breyta í brúnni á annað borð. Þeir ráða og reka og eru annsi staðfastir hingað til.
    Ég persónulega vil skipti strax.

  57. æji kommon, þú veist vel að líkingin átti við spurninguna sjálfa og ómöguleikann á “réttu” svari. Enginn var að líkja neinu við heimilisofbeldi, þetta er einfaldlega vel þekkt dæmi um óömulega spurningu til þess eins að styrkja þína eigin sýn á hlutina.

  58. Ég er samt sallarólegur.

    Bara að benda á að fullyrðing er einmitt það sem menn myndu kalla stóryrði 😉

  59. Ég er búinn að tala fyrir nýjum stjóra í sennilega svona 18 mánuði. Ég bendi í kvöld bara á staðreyndir-ekkert annað. Síðustu 21 leikir Liverpool: 6 sigrar 7 jafntefli og 8 töp. Mörk skoruð 21 mörk fengin á sig 32. 11 í mínus. Á þessum tíma er liðið búið að spandera hátt í 100m punda. Í stað Gerrard var ENGINN keyptur. Besti leikmaður í sögu félagsins hættir og við setjum gefins James Milner í hans stöðu!!!!!!!!!!!! Samt er búið að eyða öllum þessum peningum. Þetta er verra en martröð og Liverpool er enn og aftur orðið að athlægi um allan heim fyrir hörmungarfótbolta, hörmungarframmistöður og hörmungaleikmannaviðskipti. Ég hef fylgst með Liverpool með arnaraugum frá 10 ára aldri eða réttum 25 ár og í fyrsta skipti get ég ekki meir og nenni ekki að horfa á leiki.
    Everton um næstu helgi og ef Liverpool vinnur þann leik þá skal ég heita Hundur það sem eftir er.

  60. Ég held að BR verði látin fara áður en leikurinn við Everton fer fram.

  61. #Siggi og #Sigmar
    þið röflið hérna ykkar á milli einsog virkir í athugasemdum á DV.is
    Er ekki mál að þið hættið þessu í stað þess að vera eyðileggja spjallið með röflinu ykkar á milli og reynið að einbeita ykkur að fótboltanum.

  62. Jæja…….. er ekki kominn tími á að sumir komi sér í háttinn. :0)

  63. Ekki miskilja Siggi, var ekki að meina að þú værir að líkja neinu við heimilisofbeldi, ég var að reyna að undirstrika að það væri ef til vill hægt að færa rök fyrir já-svari við spurningu Sigkarls sem ekki væri hægt í hinu tilfellinu. Það átti alls ekki að líta hinsegin út, sorry með það.

  64. Ég skal (kannski) hætta.

    En að eyðileggja spjallið?

    Það er ekki einn hérna sem talar um taktík eða leikmenn, það eru komin 70 komment. Menn einblína algerlega á brottrekstur þjálfarans eftir leik sem hefði átt að vinna ef menn með milljónir á viku hefðu klárað færin sín.

    Neikvæðnin er í algerlega sögulegu hámarki. Ég er að reyna að vera ákveðið mótvægi.

  65. # 73

    Algerlega tekið til greina, ég er ekkert sérstaklega pirraður. Búinn með fleiri bjóra en eðlilegt getur talist og fingurnir lausari á lyklaborðinu en þeir hefðu annars verið.

  66. Ekki hætta Siggi, það á enginn að geta þvingað nokkurn til að hætta nema þá síðuhaldarar 😉

  67. Leikskýrslan góð og súmmerar vel á leikskipulagið og hringlandaháttinn sem virðist aukast með hverjum leiknum. Menn að spila 2 og jafnvel 3 stöður í leik gefur ekki góða raun. Menn(FSG) hljóta að vera með púlsinn á áhorfenda tölum og stemningunni á heimavelli og sjá hvert stefnir.

  68. Tja eitt er víst að það var margt áhugaverðara hérna í commentum en það sem gerðist á Anfield í kvöld. Berum höfuðið hátt kæru vinir til sjávar og sveita. Við elskum Liverpool, stærsta og besta klúbb veraldar. Tímabilið er rétt að byrja, hvað sagði rauðnefur Ferguson svo oft ? Tímabilið hefst um jólin, fram að því er þetta meira að hanga inni í sjénsinum. Koma svo og fulla ferð.

    Ég finn til með Rodgers, hann er minn maður en ég skil pirringinn í mörgum. Ömurlegt að heyra púið á Anfield. Hann verður bara að sýna það að hann sé á réttri leið. Við vinnum Everton og þá mun umræðan varða eitthvað allt annað en BR. Vitiði til.

    Herra Bjartsýnn is out.

  69. FlugstjórI : Hvernig fór leikurinn í kvöld, over
    Flugturn : Ekki vel, Liverpool gerði jafntefli over
    Flugstjóri : Rogers over and out

  70. # 74….Tja….hvaða taktík…..?

    veit Brandur Roggni hvað það orð þýðir yfir höfuð…..?

    Ástæðan fyrir því að mæta með varalið í Evrópukeppnina er örugglega sú að BR er ekki viss um að vinna þó að hann mæti með sitt sterkasta lið…..

    ÞENÞ

  71. Maður skrifar nú orðið æ sjaldnar hérna inn, og meðal annars til að taka ekki þátt í svona sandkassaleik, eins hefur átt sér stað hér að ofan.
    Ég bara get ekki setið á mér að svara þessu sem ég hef lesið so far, því þetta fer í pirrurnar á bæði mér, og fullt af fólki.

    Ég hreinlega þoli ekki þegar mönnum eru gerðar upp skoðanir eða dregnir í einhverja helvítis dilka, eftir skoðunum sínum. Rétt eins og þeir sem hafa trú á því að BR geti komið til baka, séu þannig átomatískt aðilar sem haldi ekki með Liverpool, eða vilji að klúbburinn tapi stigum, eða vilji að liðinu haldi áfram að ganga illa !!!

    Eruð þið í alvörunni svona þenkjandi ?? Ég ætlaði að spyrja hvort þið væruð virkilega fimm ára, en það er öllum ljóst að t.d Sigkarl er ekki fimm ára.

    Svo vogar sér einhver “Siggi” að mótmæla svona blammeringum, og spjallborðið fer á hliðina. Mest af því fáir skyldu hvað hann var að gagnrýna.

    Áður en lengra er haldið, þá ber best að ég taki það fram að ég styð stjórann ekki, og hef ekki gert lengi. Það er MJÖG margir mánuðir síðan ég gerði það upp við mig, að ég héldi að hann væri ekki rétti maðurinn fyrir þetta starf.

    En þýðir það að þeir sem eru á annarri skoðun, vilji klúbbnum það versta ? Uu.. Getur ekki verið að þeir séu bara ósammála mér ?

    Sigkarl skrifar :

    ” Eru ennþá einhverjir stuðningmenn sem eru á þeirri skoðun að BR eigi að vera áfram með þetta lið?
    Eru ennþá einhverjir stuðningsmenn sem vilja að BR haldi áfram að niðurlægja nafn Liverpool?
    Eru ennþá einhverjir stuðningsmenn sem vilja að BR haldi áfram að trítla niður töfluna með liðið?
    Eru ennþá einhverjir stuðningsmenn sem telja að niðurlægingin sé ekki næg?
    Eru ennþá einhverjir stuðningsmenn sem vilja ekki snúa þessu við með nýjum manni?
    Eru ennþá einhverjir stuðningsmenn sem telja að BR geti náð átrangri með liðið?
    Eru ennþá einhverjir stuðningsmenn sem vilja kasta þessari leiktíð á glæ? ”

    Ég er bara algerlega sammála téðum Sigga, að þetta er bara fíflalegt komment og snýst ekkert um það að virða þína skoðun. Þú ert að halda því hérna fram að það hafi verið ( í það minnsta hingað til) stuðningsmenn hér, sem telja niðulæginguna ekki næga, og það séu hér menn sami hafi hingað til viljað kasta þessari leiktíð á glæ, hafi viljað sjá BR trítla niður töfluna og hafi hingað til, viljað sjá BR niðurlægja nafn Liverpool.

    Ég ætla að endurskoða spurninguna og orða hana eins og mér datt fyrst í hug:

    Eru menn fokkíng fimm ára hérna ?

    Er það þetta Sigkarl sem þú ert að gefa þér, ef það eru ennþá einhverjir þarna úti sem eru á annari skoðun en þú í þjálfaramálum ??

    Er skrítið að menn kalli svona komment fíflagang ??

    Menn geta rætt stöðuna eins og þeir vilja, og menn geta haft misjafnar skoðanir á þessu öllu. En þegar það fer öll umræðan í sandkassaleik (sem ég ætlaði ekki að vera partur af), þá verður þetta bara leiðinlegt og..tja..barnalegt.

    Mér finnst bara óþolandi þegar mönnum eru gerðar upp skoðanir með þessum hætti og finnst þetta nákvæmlega ekkert öðruvísi spurningar en ” ertu hættur að berja konuna þína”

    Insjallah…

    Carl Berg

  72. Ég er sérlega ánægður með það að annar reynslubolti “Carl Berg” (sem ég hef verið margoft ósammála síðan svona 2004) sem er ósammála mér með BR, sér að ég var ekki gagnrýna það að menn væru á því að BR ætti að vera rekinn.

    Heldur að gagnrýna þessa tvíhyggju að annaðhvort vilji menn BR burt, eða að menn séu ekki með hina bestu framtið Liverpool að leiðarljósi.

  73. verum slakir. landsleikjahlé er alltaf besti tíminn til að skipta um mann í brúnni, svo við þurfum einungis að harka af okkur 1 leik í viðbót

  74. Liðið er bara ekki betra en þetta, ef kalla má lið. Það er engin liðsheild í þessu liði. Það batnar ekkert ef Rodgers verður rekinn. Liverpool er bara miðlungslið ekki ólíkt WBA eða öðrum sambærilegum liðum.

  75. Ég ætla ekki að taka þátt í þessu orðaskaki hérna.
    Hinsvegar langar mig að koma með smá hugleiðingu.

    Ég sé fleiri og fleiri blóðheita stuðningsmenn koma hér fram eftir leikina undanfarið
    og lýsa því hvernig áhugi þeirra á liðinu okkar er að hverfa.
    Sama hvað menn segja að styðja eigi liðið í blíðu og stríðu og þetta séu ekki alvöru stuðningsmenn, ég er mjög ósammála þeirri fullyrðingu og skil þessa stuðningsmenn vel.

    Ég hef miklar áhyggjur af því að áhugi stuðningsmanna á liðinu okkar sé að fjara út með hverjum leik. Við, lesendur þessarar frábæru síðu, erum bara eitt brotabrot af fjöldanum. Það er ekki séns að við séum þeir einu sem eru að missa áhugann.

    Ég hef miklar áhyggjur af stöðu Liverpool.

    Það er eins og menn séu smám saman að missa alla von.

  76. Það er enginn alvöru áhugamaður að missa áhugan. Það á náttúrulega ekki að hlusta á þetta væl í þessum tilfinningaríku dramadrottningum sem í hita leiksins koma með asnalegar yfirlýsingar. Liverpool verður alltaf áhugamál sama hvort Rodgers verður áfram eða ekki.

    Hjá mér togast á hugmyndir um að gefa LFC stöðugleika og halda sig við planið í einhven tíma EÐA að fá eitthvað “heitt” nafn sem á að redda einhverju (sem LFC hefur svo sannarlega reynt frá 1990).

    Ég legg til að LFC verði selt konungsfjjölskyldunni í Dubai. Þá geta menn hætt að skrifa hérna á grátmúrinn 🙂

  77. “Það er enginn alvöru áhugamaður að missa áhugan. Það á náttúrulega ekki að hlusta á þetta væl í þessum tilfinningaríku dramadrottningum sem í hita leiksins koma með asnalegar yfirlýsingar.”

    OK ég kaupi þetta.

  78. McAteer #87.

    Jamm, svona er víst orðið ástandið meðal stuðningsmanna Liverpool um allan heim. Menn eru bara að missa áhuga á liðinu og farnir að sætta sig við að meðalmennska sé það sem koma skal næstu ár.
    “…a second string side playing second rate football in the kind of night that we’re becoming increasingly familiar with and even more increasingly resigned to seeing.” http://paisleygates.com/?p=25429

    Ímyndið ykkur líka alla þessa þó góðu og efnilegu stráka sem við höfum Coutinho, Ings, Gomez, Rossiter,Clyne, Moreno o.fl. sem gætu orðið framtíð Liverpool. Þeir eru núna að upplifa að spila á Anfield gegn crap mótherjum og lúsera-viðhorfið bara síast hægt og rólega fast inní þá með þessu áframhaldi. Evrópukvöldið sem í eina tíð fengu rasshár frægra heimklassa fótboltastjarna til að rísa og langa að ganga til liðs við Liverpool til að spila fyrir svona aðdáendur eru orðin að algeru djóki í dag. Ömurleg stemmning og hreinlega púað á liðið sem er nánast fáheyrt í sögu klúbbsins. Því lengur sem þessu verður leyft að halda áfram því meiri verður skaðinn á móralnum hjá framtíðarleikmönnum Liverpool og því vanari verða þeir því að tapa og sætta sig við meðalmennsku.

    Það er tilgangslaust að rökræða þetta lengur hér á kop.is – Rodgers er bara Dead Man Walking og ræður augljóslega ekki við stórlið eins og Liverpool í dag. Þetta er bara staðreynd sama hvað menn reyna að vera sanngjarnir og málefnalegir til að halda einhverjum smá debatt í gangi og síðunni hér skemmtilegri.
    Að lesa það hjá einhverjum hér að Liverpool sé í fínni stöðu í þessum riðli og nokkrum stigum frá meistaradeildarsæti í byrjun október er bara ótrúlegt aflestrar þegar við vitum öll að liðið og umgjörðin í kringum það er í fullkomnu rugli. Rodgers er keyrandi á leikkerfum frá miðri 20.öld í algerri desperasjón að ná einhverju úr þessum hóp sem tók hann +300m punda að safna saman.

    Rodgers hefur ekki hundsvit hvað hann er að gera og FSG virðist bara vera að bíða eftir feitu tilboði til að selja klúbbinn. Allt sem þeir gera miðast að því að auka markaðsvirði Liverpool FC — FSG hafa flakkað á milli að hafa Comolli sem DOF, svo spandera þeir 50m Torres peningunum í tóma þvælu og svo koma þeir á þessari blessuðu Transfer Comittee.
    Þeir hafa hlýtt áhangendum og rekið Hodgson, þeir hafa storkað áhangendum með að henda goðsögninni Kenny Dalglish út eins og hundi. Þeir hafa selt alla bestu leikmenn liðsins undanfarin ár, svo neita þeir að selja Sakho og bjóða honum nýjan 5 ára samning framhjá Rodgers sem þeir voru þó nýlega búnir að gera allt til að þóknast. Þeir sveiflast eins og vindhænur með hverjum þjálfara á fætur öðrum og eru enn að reyna skilja fótbolta sem íþrótt. Í byrjun tala þeir digurbarkalega um að Liverpool geti sko keppt við hvaða lið sem er um hvaða leikmann sem er. Í dag heyrist ekki bofs frá þeim um nokkurn skapaðan hlut. Þögnin orðin gersamlega ærandi um hvað þeir ætla eiginlega að gera við fótboltaklúbbinn okkar sem við dáum svo heitt.

    Það sem mér gremst mest er að það virðist ekki vera nein heil brú í neinu sem er í gangi hjá klúbbnum. Ekkert framtíðarplan sem meikar sens og lætur mann þora að vera þolinmóðan meðan núverandi niðurlæging gengur yfir og fenginn til liðsins þjálfari og leikmenn með einhvern alvöru pung og þungavigt. Óvissan er algjör þessa dagana.
    Ég t.d. fullkomlega skil ekki afhverju t.d. Lazar Markovic var lánaður til Tyrklands þegar verið er að nota Evrópudeildina til að koma mönnum í gang og sanna gildi sitt. Fullkomlega óskiljanlegur gerningur og meðferð á manni sem kostaði engar smá upphæðir. Maður sem fékk aldrei að spila sína stöðu frekar enn annar hver leikmaður sem Rodgers þjálfar. Í dag var Ibe spilandi vinstri wing-back stöðu /(what the fuck?) og Can kominn í vörnina á ný. Sterling fékk fullkomið ógeð á að spila þessar Wing-back stöður og það var mögulega stór ástæða fyrir því að hann missti trú á Rogers og Liverpool. Er Rodgers að reyna eyðileggja Ibe sem leikmann bara svo hann geti ríghaldið í eldgamalt leikkerfi?

    Ég gæti nefnt svo margt sem er svo stórundarlegt hjá Liverpool þessa dagana. FSG hentu t.d. Steven Gerrard útaf Anfield en einhvern veginn gleymdist að halda í hann hjá liðinu sem þjálfara þótt Rodgers segist hafa viljað það. (Rodgers gefnar frjálsar hendur að ráða sér aðstoðarmenn en samt gerist þetta?) Óskiljanlegt og greinilegt að það er eitthvað mikið að á bakvið tjöldin og samskipti milli manna í tómu rugli. Fyrst Dalglish og svo Gerrard, goðsagnir sem fá svona hrikalega skítameðferð. Eins og segir í leikskýrslunni þá er greinlega ekki allt með felldu hjá liðinu. Eru FSG að reyna senda einhver skilaboð til okkar aðdáaenda með þessu?
    Liverpool stjórnað af einhverju bandarísku bönker “Shock &Awe” US Army mentality?
    Eigum við að falla í stafi og þora ekki að gagnrýna hversu nískir og metnaðarlausir Kanarnir okkar eru á leikmannamarkaðnum í staðinn?

    FC Liverpool er bara stefnulaust rekald í dag. Mjög fallegt skip en enginn veit hvert það stefnir og skipstjórinn kominn í einhvern ofurþrjóskan Moby Dick ham rausandi fullur tóma þvælu á þilfarinu meðan óveðursgusurnar eins og í kvöld hellast yfir hann. Það verður að láta skipstjórann ganga plankann sem fyrst annars steytum við bara á einhverju skeri í ballarhafi og náum kannski varla til lands í mörg mörg ár. Staðan gæti orðið fljótt virkilega alvarleg og veiðarfærin eru að verða ónýt útaf ryði.
    Þessi FSG/Rodgers kombinasjón er komin útí algjört rugl. Þetta virkar augljóslega ekki til árangurs og annar hvor aðilinn eða báðir verða að hætta sem allra fyrst. Rodgers er meðalmaður en FSG hafa enn smá séns að sýna að þeir séu ekki full of shit.

    Áfram Liverpool.

  79. Ætli Sigga frænka velji Liverpool-liðið á sunnudaginn gegn Everton?

  80. Ég býst við að að Carl Berg sé meðal annars að beina spjótum sínum að mér fyrir það eitt að hafa fundist málflutningur Sigga ekki góður. Þess vegna vil ég árétta:

    1. Ég dró engann í dilk eftir skoðun.

    2. Ég gerði engum upp skoðun.

    3. Hef áður sagt að hroki fer í taugarnar á mér, sama hvaðan hann kemur.

    4. Ég sagði aldrei að ég væri sérstaklega sammála eða ósammála Sigkarli (finnst það ekki skipta máli).

    Þú hins vegar ferð að upphefja sjálfan þig með því að kalla menn krakka, sem hreinlega skiptir ekki máli því allir Liverpool áhangendur eru jafnir hvort þeir eru 5 eða 95 ára. Svo vil ég að þú lesir það sem ég skrifaði varðandi ,,að lemja konuna” að ef til vill væri hægt að færa rök fyrir já-svari við spurningu tengdri fótbolta og fótboltaklúbb á Englandi en ekki obeldi. Fannst og finnst þetta vond samlíking.

  81. Sælir félagar

    Allha el akbar. Ég þakka C. Berg fyrir falleg orð og afdráttarlausa skoðun á því sem ég segi hér á spjallinu. Allha sé lof fyrir að til skuli vera menn sem eru þess umkomnir að dæma oss pöpulinn sem er bæði illa upplýstur og með fáránlegar skoðanir sem eru hinum réttbornu guðsbörnum ekki þóknanlegar. Vér hneigjum oss í auðmýkt fyrir dómnum. Amen.

    Það er nú þannig

    YNWA

  82. AEG.

    Takk fyrir þessi skrif því þau eru nákvæmlega það sem mér fynnst um okkar klúbb.

    Það hvernig komið var fram við King Kenny og Gerarrd er lýsandi dæmi um hvað menn hafa
    lítið vit á um hvað klúbburinn stendur fyrir.

    Það er búið að rífa hjartað úr liðinu hægt og bítandi og því fer sem fer.
    Þeir sem eru eldri en tveggja vetra í þessum bransa hafa áttað sig á þessu fyrir löngu og hafa nefnt það hér alltaf öðru hvoru.

    Með von um að fsg fari að vakna og viðurkenni mistök og ráði Kónginn aftur og Krónprinsinn sem aðstoðarmann.

    Guð blessi Liverpool.

  83. Ég velti því fyrir mér hvaða áhrif þetta kann að hafa á söluna hjá klúbbnum. Það er nokkuð ljóst að stækkunin á vellinum mun ekki skila miklu ef þessu verður ekki snúið við og treyjusala og annað slíkt hlýtur að vera á niðurleið á meðan þessari eyðimerkurgöngu stendur. En mér fannst vanta í leiknum í gær leikgleðina. Finnst svolítið eins og að horfa á múmmíur að horfa á steinrunna leikmenn Liverpool. Eins og þeir hafi enga trú á þessu og nenni þessu varla lengur.

  84. Ég er vonsvikinn með úrslitin móti Sion. Við þurfum vera miklu beittari og fara nýta þessi færi. Við áttum vinna Norwich og við áttum vinna Villa með stærri mun.
    Það eru batamerki leik liðsins en ég vill sjá betri varnarleik og Bogdan í markið. Við vorum með boltann 60% leiks, 19 skot móti 8 og 8 hornspyrnur móti 1. Lallana og Origi áttu tryggja okkar þrjú stig enn það tókst ekki.
    Leyfum Rodgers vinnufrið og leyfum nýja þjalfaraliðsins koma með sínar áherslur. Minnsta kosti til jóla enn auðvitað Þarf Rodgers fara sýna árangur og fara vinna leiki til lægja öldurnar.

  85. Þessi síða fer að verða jafn leiðinleg og fótboltinn sem Liverpool leikur þessa dagana.

  86. Leikurinn í gær, var fyrsti Liverpool leikurinn sem ég hef misst af síðan 2012. Skrýtið, datt aldrei í hug að horfa á hann. Er svo semí spenntur fyrir derby slagnum á sun.

    Kannski Rodgers sé blessun í dulargervi. Eitt er víst að konan grætur ekki ef þetta heldur svona áfram.

  87. Tilfinngaríkar dramadrottningar já….hef nú þá fengið ágætan titil sýnist mér.

    En það er blinda að halda það að svona frammistöður skipti ekki máli, McAteer og AEG með frábær innlegg hérna sem ég er alfarið sammála.

    Góður ættingi minn hefur stutt klúbbinn frá upphafi síns vegar, er á þrítugsaldri í dag. Sá er alls ekki eins “heitur” og ég – hefur í gegnum tíðina sveiflast í áhuga. Síðast fórum við saman að horfa á leiki vorið 2014. Þann vetur keypti hann sér búning, trefil og uppgjörsdiskinn með mörkunum. Hann fór oft á leiki á þeim stöðum sem sýna leikina hér og keypti sér veitingar. Enda þeir staðir yfirfullir og mögnuð stemming. Hver man ekki eftir tveim nýjum lögum sem búin voru til…”poetry in motion” og “now you’re going to believe us”.

    Hann horfði á Stoke leikinn í haust eftir að hafa hætt að horfa eftir Wembley í fyrra. Sat svo fyrri hálfleikinn gegn West Ham og labbaði út af staðnum þar sem hann horfði á, enda varla svipur hjá sjón, mun færri LFC-aðdáendur og í stað laganna görguðu menn og löbbuðu með honum út. Hann er ekki að fara að kaupa sér búning eða trefil…ef hann horfir á leik verður það á “stream-i” á tölvunni.

    Er hann ekki “alvöru” stuðningsmaður? Ég trúi ekki á svoleiðis skilgreiningar og vill ekki greina þær. Hins vegar er fótbolti í dag árangursdrifinn skemmtanaiðnaður. Árangur LFC er afar dapur…og ekki er skemmtanagildið hátt nema annað slagið. Myndum við kaupa okkur inn á fokdýra hljómsveit sem var vinsæl fyrir 20 árum ef við vitum það að ekki hefur náð að gefa út vinsælt lag um stund…í henni er ekki lengur stjörnusöngvarinn eða gítarleikarinn flotti heldur eru komnir menn sem ná ekki þeirra gæðum reglulega og eru mistækir á tónleikum?

    Þá spyr ég líka. Hvort er það “alvöru” áhugamaður sem heldur sinni tryggð no matter what eða sá sem kýs það að stíga frá þegar liðið er komið á þær brautir að það er leiðinlegt að horfa á það og geðheilsa hans sjálfs (og stundum fjölskyldunnar þá líka) í lágmarki???

    Ég held að enginn “alvöru” eða “dramadrottning” sé til í okkar hópi. Klúbburinn er í einum harðasta bransa sem er til og eins og AEG og McAteer koma inná þá er nú harla lítið að sjá sem maður getur sagt…”þetta hjá LFC er FRÁBÆRT”…nema kannski stúkubyggingin sem manni líst á. Það var sjokkerandi að sjá hversu mörg auð sæti voru í Asíutúrnum og nú eru að hvíslast út fréttir að verulega hafi dregið úr sölu á alls konar varningi klúbbsins.

    Þetta eru “vinsældalistar” íþróttafélaga og við vitum það að þar liggur líka viðmið um velgengni. Mér hefur fundist umræðan undanfarin ár of oft snúast um það að við eigum einhvern rétt á að vera bestir eða á meðal þeirra bestu. Við höfum ekki orðið meistarar í 25 ár og á því tímabili unnið í það heila níu keppnir þar sem meira en einn sigur þurfti, semsagt ca. titill á þriggja ára fresti. Ef við horfum svo til þess að þrjá þessa titla unnum við á einu ári, 2001, þá er það ekki okkar guðsgefni réttur að vinna titla.

    Enda er það orðin algeng staðreynd að “veik” lið séu sett í keppnir og við töpum leikjum…og það er bara orðinn sjálfsagður hlutur því deildin “er aðalmálið”. Þar höfum við nú einu sinni verið í topp fimm síðustu SEX leiktímabil (sætaröð 7,6,8,7,2,6)…og af þessum fimm leiktímabilum hafa FSG átt okkur í fimm þeirra.

    Við höfum engan fyrirfram ákveðinn rétt til að vera stórir. Engan. Fyrir þeim rétti vinnur maður einfaldlega með frammistöðu á vellinum. Þá verða allir glaðir, fólk mætir á völlinn og kaupir sér badge, leikskrá og trefil. Syngur og fer ánægt heim og elur börnin sín upp við það að það er gaman að elta LFC. Smitar jafnvel inn í vinahóp og allt.

    Eða stormar á pöbbinn til að splæsa á sig borgara og drykk og hitta félagana…af sömu ástæðu.

    Mér finnst því “uppbyggingarræðan” úrelt og út úr korti þessa dagana þegar það er morgunljóst að áhugi alheimsins á LFC fer dvínandi í takt við þessa árangursþurrð sem hefur nú staðið mjög lengi. FSG hafa vonandi áttað sig á því vorið 2014 hvað þeir gætu átt von á ef að tekst að ýta klúbbnum aftur í gang…og verða að sjá hvaða kúrs hefur verið valinn frá þeim tíma. Sjá til þess að sá kúrs verði leiðréttur og ALDREI tekinn upp á ný.

    Þá kemur fólk með og við hættum að rífast. Vinurinn minn á þrítugsaldri kíkir á pöbbinn, fer svo og kaupir sér nýja treyju og gefur nýfædda barninu sínu aðra….

  88. Sammala AEG og Magga hérna i þeirra skrifum. En vona lika að FSG selji sig út hið
    fyrsta þvi þeir eru algjörlega stefnulausir.

    Takk fyrir

  89. Bara ein “hvað ef” pæling sem mig langar til að varpa fram:

    Hvað ef Coutinho hefði skorað úr dauðafærinu gegn Norwich (eða rennt á Ings sem var líka dauðafrír)? Leikurinn hefði unnist 2-1 og liðið væri í 3-5 sæti.

    Væri umræðan eins og hún væri?

    Ég vil svo árétta að ég er ekki ánægður með úrslitin í gær. Enn eina ferðina byrjar liðið á því að skora, fær svo á sig mark, og nær ekki að nýta aragrúa færa til að skora aftur. Það er alveg ljóst að liðið verður að bæta markaskorunina, og þá er líka ljóst að úrslitin batna í framhaldi af því.

  90. Ef ég bara ætti nokkur hundruð milljón pund á lausu og gæti keypt klúbbinn handa mönnum eins og Magga og AEG, mönnum sem skilja nákvæmlega um hvað málið snýst.

  91. Sælir LFC studingsmenn og takk fyrir skemmtilega sidu.
    Eg er svo lansamur ad stydja lid sem er deild nedar og nær aldrei upp fyrir midja deild…
    Thess vegna thekki eg ekki stjornlausa gledi ne ømurleg vonbrygdi..
    Her hafa menn upplifad mikil vonbrigdi sidustu manudi og edlilega lata menn skodanir synar i ljos , en lausnin alltaf ad skipta um stjora ? Er ekki komin timi ad ad LFC vidurkenni ad their eru ekki storklubbur lengur og reyni ad haga ser eftir thvi ? Hvers vegna kaupir LFC mikid af leikmønnum fyrir hvert timabil , ju krafan endalausa um meistaradeildarsæti. Hvad skedur , ju mikid af vanhugsudum kaupum og endalaust verid ad finna leidir til ad fa nyja menn til ad spila saman sem lid. Hvernig væri ad staldra vid og gefa ser 3 timabil i ad na i topp 4 sæti ? Byggja a ungum og efnilegum leikmønnum og gefa theim tima til ad spila saman sem lid og ekki sem einstaklingar sem vilja komast eitthvad annad. LFC er ekki ad fara ad keppast um bestu leikmennina ne bestu stjorana eins og stadan er i dag…Svona er thad bara og ef LFC heldur afram a thessari braut tha endar thetta enn verr.
    Annras verdur lika ad vidurkenna ad EPL er buin ad vera a nidurleid i 4-6 ar nu og su thronun er alls ekki ad hægja a ser thetta timabilid.
    Eg skil tha sem vilja BR burt og eg skil tha sem vilja gefa honum lengri tima en thad sem eg elska vid BR eru vidtølin yfir og eftir leiki….Hann er fyndin tho eg efist um ad thad se meningin…
    Gangi ykkur vel a moti Everton , eg reyndar setti mina peninga a tha blau thetta skiptid..

  92. Síðuhaldarar.
    Er ekki málið að henda í pistil svo þessi þráður falli í gleymskunnar dá?

  93. #102 ég er samála þér. Menn tala um að svona spilamennska sé ekki liðinu boðlegt og eitthvað í þá áttina en fyrir mér er þetta lið sem er að stjórna leiknum og skapa færi og nýta þau illa. Allavega eins og síðustu leikir hafa verið.

    Menn voru ánægðir með varnarleikinn til að byrja með en töluðu um að það þurfti að fara að skapa meira. Nú er liðið farið að skapa mun meira en er ekki að nýtta þessi færi.
    Coutinho á móti Norwitch var ekki eina færið sem við klúðruðum í þeim leik og Lallana og Origi átti að bæta við mörkun í gær.

    Það er svo stutt á milli í þessari íþrótt.
    Liverpool vinnur Norwitch eftir að hafa verið miklu betri og fengið 10-12 mjög góð tækifæri og þá væri staðinn í deildinni allt önnur.
    Lallana nær að pota inn í dauðafærinu sínu eða Origi úr einum af sínum færum og þá er allt í einu deildinn og Evrópukeppninn bara í góðum málum.

    Mér finnst eins og menn séu að tala um lélegasta fótbolta frá sögu Liverpool en vill minna menn á:
    Síðata tímabil Bentiez þá var hann farinn í overdrive í taktísktri hugsun og liðið var ekki að spila fallegan fótbolta og skemmtilegan. Það sem versta var að árangurinn var líka á niðurleið.
    Daglish sem er besti fótboltamaður Liverpool og algjör öðlingur náði ekki að láta liverpool spila vel í deildinni. Liðið beiti háum sendingum þar sem Carroll átti að gera eitthvað.
    Hodgson var bara ánægður með að fá að mæta á völlinn frítt og fótboltinn var gjörsamlega ömurlegur en stopaði hann ekki lengi og voru eiginlega engin mótmæli í kringum hann því að hann var bara ekki nógu góður.

    Svo dýrka ég pínu þegar menn tala um 300m punda eyðslu Rodgers.
    Á hver var ástæðan fyrir því að hann átti þennan penning? jú hann og liðið misstu sinn besta leikmann Suarez og sinn efnilegasta Sterling. Ég er viss um að hann hefði viljað haldað þeim báðu og eyða aðeins 100m punda síðustu 4 ár.

    Ég vill taka það fram að ég er ekki stuðningsmaður Rodgers númer 1. Hann verður dæmdur á úrslitum og framistöðu liðsins og hann þarf að fara að gera betur og ef ekki þá verður hann án liðs fljótlega.
    En þetta blindra hatur á kallinn finnst mér eiginlega vera orðið leiðinlegt þar sem ákveðnir menn eru fyrir löngu búnir að ákveða að allt sem hann gerir er honum að kenna eða ef eitthvað gott gerist þá er það ekki honum að þakka.

  94. AEG er með þetta og talar örugglega fyrir marga hér inni, þar á meðal mig.

    Og miðað við hvað flestir ef ekki allir eru á hvolfi eftir síðustu leiki, hvað gerist þá ef okkar menn tapa á sunnudaginn?!

  95. Sigkarl #94

    Í alvörunni ?? Er þér alveg fyrirmunað að tala bara um fótbolta og sleppa þessum útúrsnúningum endalaust ef einhver er ósammála þér ?

    Þú þarft ekkert að þakka mér fyrir falleg orð, því þau skrifaði ég ekki. Þú þart heldur ekki að þakka mér fyrir afdráttarlausa skoðun á því sem þú segir hér á spjallinu, því hana lét ég ekki í ljós.
    Þá þarftu ekki að þakka guði fyrir að til skuli vera menn þess umkomnir að dæma þig, því það var enginn að því heldur. Það sagði heldur enginn að þú værir með fáránlegar skoðanir. Þetta er bara útúrsnúningur hjá þér og veik vörn til að verja bullið sem þú lést frá þér í upphafi.

    Afhverju svararðu ekki bara þessum spurningum á þokkalega málefnanlegan hátt og eyðir svo púðrinu í að rökræða um fótbolta, frekar en að vera að standa í þessu ?

    Finnst þér þú vera að lýsa þinni skoðun þegar þú spyrð hvort það séu ennþá einhverjir stuðningsmenn sem vilji að BR haldi áfram að niðurlægja nafn Liverpool ?
    Þannig að ef það er einhver sem vill ekki reka stjórann strax, þá vilji sá hinn sami að haldið verði áfram að niðurlægja nafn Liverpool ??

    Ert þú ekki pínulítið að gera öðrum upp skoðanir hérna ? Þeim sem vilja hafa stjórann áfram ? (séu þeir til)

    Annars hef ég lítinn áhuga á þessum sandkassaleik en mín skoðun er engu að síður sú að mér finnast svona komment kjánaleg… og vittu til… það er mín skoðun, hvorki spurning né fullyrðing.
    Svo vona ég að menn eyði púðrinu í pælingar um fótbolta og rökræður um tengd málefni og sleppi alfarið þessum sleggjudómum og dilkadráttum varðandi aðra stuðningsmenn.

    Það heldur hver og einn með Liverpool á sínum forsendum, en ég held að allir vilji það saman, að liðinu gangi vel…

    Insjallah…

  96. Eitt finnst mér ekki hafa fengið nógu mikla athygli, hver valdi þessi svörtu jakkaföt með svarta bindinu? Það er engu líkara en að allir séu mættir í jarðarför!

    Sem þetta reyndist kannski vera í gærkvöldi. En fyrr má nú aldeilis vera.

  97. Ég mæli með því að menn setjist saman biður með kaffibolla og fari að rífast fyrir alvöru, gætum síðan fengið að heyra það besta í næsta podcasti.

  98. Nei Atkinson kom með fínan punkt í þessar endalausu og einhæfu umræður núna um daginn.

    Neil: Liverpool were quite poor in spells tonight but should still have scored five against Sion. Not “created five good chances” but all in should have scored five goals.

    But that will be seen only in the context of Brendan Rodgers. Liverpool may as well no longer exist. How Liverpool do isn’t a thing any more. It is about Brendan Rodgers. Everything is about Brendan Rodgers.
    The players picked included two internationals up front who missed a series of gilt edged chances. As did scorer Lallana and Emre Can, both also internationals. But all this will be forgotten or glossed over or possibly even laid at his door as though he can kick it in.

    Let’s be clear, there are a ton of reasons why Brendan Rodgers possibly shouldn’t be Liverpool manager. But not every minute of every game has to be about this. Some days the lads miss gilt edged chances. It has been forever thus in football. This wasn’t Carlisle with no penetrative play and daft shots, this was a poor Sion side riding its luck like nobody’s business and Liverpool looking less likely as it wore on due to nerves.
    Brendan Rodgers goes to Goodison on Sunday. Brendan Rodgers faces Everton. Hopefully Liverpool win. If they don’t though the eleven players can relax. Because only Brendan Rodgers will lose.

    Annars 2010 stemming í þessum þræði og vont þegar maður tekur undir með Carl Berg vini mínum, það gerist bara í þau skipti er tunglið hefur nýlega verið fullt. Eins og núna.

  99. Það sem er eiginlega verst við þessa stöðu er hvað baráttan virðist vonlaus! Sjálfur er ég nógu gamall til að hafa fengið að upplifa lok gullaldaráranna. Í frh er búið að skipta um eigendur, þjálfara, ný byrjun og ný von (oftar en einu sinni) og hvað svo??

    Maður trúði því að nú væru góðu tímarnir loksins að koma aftur tímabilið þegar S og S fóru hamförum á vellinum en hvað svo? Einu sinni virtist líka Benitez bara vanta herslumuninn, allir muna hvernig það fór.

    Það sem er mest bölvað við þetta allt saman er að jafnvel þó að allt myndi smella saman og BR kæmist á sigurbraut á ný, Couthinio brilleraði og Sturridge raðaði inn mörkum þá yrði niðurstaðan væntanlega sú í frh að Couthinio yrði seldur til Spánar og guð má vita hvert Sturridge færi.

    Ég hef mikla trú á Klopp og þegar Dortmund var hvað best undir hans stjórn var það æðislegt lið. Það dugði samt ekki til, hans bestu menn voru seldir og allir vita hvers vegna Klopp er atvinnulaus og sí og æ tengdur við Liverpool.

    Því miður er ég mest sammála #9 Viðari. Ríkustu liðin vinna nánast alltaf og á Englandi eru þau því miður of mörg. Ég er að vísu ekki hrifinn af því að fá ofurríka eigendur til að kaupa árangur.

    Ps. Ég er sennilega ekki mjög merkilegur stuðningsmaður. Ég gafst upp á því að pína mig á því að horfa á leiki í framhaldi af tapinu á móti Aston Villa í vor. Hef sparað áskrift síðan.

  100. Uu…erum við ekki bara oftast nokkuð sammála Babú ? 😉

    Nema um golfáhuga, Selfoss, Þór Ak, auk þess hugsanlega tónlist, fatasmekk, matarsmekk, hártízku, trúmál, stjórnmál, kvótakerfið, örvhenta, og blessaða lúpínuna 🙂

    Insjallah

    Carl Berg

  101. Sælir félagar

    Ég nenni ekki að rífast við mannkynsfrelsara eins og C. Berg. Það þjónar ekki tilgangi mínum en sjálfsagt lund hans. Skoðun mín, sem á alveg sama rétt og skoðun frelsarans, kemur skýrt fram í mínu fyrsta kommenti.

    Skoðun mótast af atburðum, einstökum eða röð atburða, og túlkun á þeim. Þeir atburðir hafa gerst, því miður, í lok síðasta tímabils og svo á þessu tímabili að ég er kominn á þá skoðun sem fram kemur í kommenti mínu. Fólk getur svo verið sammála mér eða ósammála eða bara nákvæmlega sama um hvað ég segi.

    Það að ég skuli hafa þessa skoðun er ekki málið hjá einstaka frelsurum heldur vilja þeir fría lesendur þessa þráðar við lestri á því sem ég segi. Þesskonar rétthugsun er í besta falli einkennileg og í versta falli sjúkleg. Ég hefði haldið að væri hlutverk þeirra sem reka þessa síðu að ritskoða hana en ekki sjálfskipaðra dómara í sök minni og annara sem þeim eru ekki þóknanlegir.

    Þetta er auðvitað ekki mitt vandamál heldur þessara sjálfskipuðu ritskoðara sem telja sig þess umkomna að ákveða hvað sé kórrétt og hvað villa, jafnvel trúvilla. Já Allha er mikill og mikil er trú þín kona sagði maðurinn um árið.

    C. Berg hefir nákvæmlega ekkert um það að segja hvað ég skrifa hér inn né þarf ég eða aðrir að standa honum einhver reikningsskil. Ráðalegg ég honum að halda sig við leistann sinn og ég mun halda mig við minn enda hefi ég ekki lagt í vana minn að hnjóða í þennan mann.

    Það er nú þannig

    YNWA

Byrjunarliðið gegn Sion

Borgarslagur á sunnudag