Liverpool 1 Wigan 1

Okkar menn gerðu í dag 1-1 jafntefli á Anfield gegn Wigan Athletic í 27. umferð Úrvalsdeildarinnar. Leikurinn var jafn og frekar daufur á báða bóga og á endanum var jafnteflið sennilega bara sanngjörn niðurstaða.

Kenny Dalglish var án Steven Gerrard og Daniel Agger í dag og stillti því upp þessu liði:

Reina
Kelly – Carra – Skrtel – Johnson
Maxi – Lucas – Meireles – Aurelio
Kuyt – Suarez

BEKKUR: Gulacsi, Kyrgiakos, Wilson, Poulsen, Pacheco, Jovanovic (inn f. Kuyt) og Ngog (inn f. Meireles).

Fyrri hálfleikur var kaflaskiptur. Liðin byrjuðu nokkuð jafnt og okkar mönnum gekk illa að ná stjórn á leiknum en um miðbik hálfleiksins var eins og liðið hrykki í gírinn og næði að pressa stöðugt á mark gestanna. Það skilaði sér í fyrsta marki leiksins þegar Aurelio gaf fyrir frá vinstri, varnarmaður Wigan skallaði boltann út í teiginn þar sem Meireles hitti boltann viðstöðulaust í bláhornið. 1-0 fyrir Liverpool.

Fljótlega eftir markið lék Suarez vel inn í teiginn, sólaði varnarmann Wigan upp úr skónum og skaut flottu skoti frá vinstri að fjærhorninu hægra megin en boltinn fór í stöngina. Eftir þetta fjaraði undan leik okkar manna og Wigan komust aftur inn í leikinn en staðan í hálfleik var þó enn 1-0.

Fyrir utan þessar tuttugu eða svo mínútur um miðjan fyrri hálfleik var enginn rythmi og kraftur í liði okkar manna í dag og spilamennskan fjaraði endanlega út þegar Meireles fór útaf með tognun í læri eftir um 55 mínútur. Botninn datt algjörlega úr spili okkar manna sem virtust kraftlausir í dag, einhverra hluta vegna, og það var því bara sanngjarnt þegar Wigan-menn jöfnuðu, þótt markið reyndist ólöglegt. Fyrirgjöfin kom frá hægri kanti eftir aukaspyrnu og inná teignum skallaði Wigan-maðurinn Alcaraz boltann áfram inn á fjærstöngina þar sem Gohouri var rangstæður en stökk á boltann og potaði honum inn fyrir stöngina. Markið átti aldrei að standa en var þó bara það sem sofandaháttur okkar manna verðskuldaði.

Við þetta hrökk liðið aðeins aftur í gang og reyndi síðasta hálftímann að pressa Wigan og ná sigurmarkinu, án þess þó að ná að skapa sér nægilega mörg færi. Það helsta kom þegar Aurelio og Maxi spreyttu sig á sitt hvorri aukaspyrnunni en skutu báðir vel yfir markið og svo átti Caldwell, miðvörður Wigan að vera rekinn út af með sitt annað gula spjald fyrir að toga Suarez niður þegar hann var við það að sleppa í gegn en arfaslakur dómari leiksins, Kevin “Friend” þorði ekki að setja á hann seinna gula spjaldið. Suarez skaut svo í slána úr aukaspyrnunni.

Lokatölur urðu því 1-1. Hrikalega pirrandi að missa tvö stig á heimavelli gegn liði sem við eigum að vinna en þótt jöfnunarmark Wigan hafi verið ólöglegt og þeir hefðu átt að spila síðustu tuttugu mínúturnar manni færri er erfitt að segja að þetta hafi verið annað en sanngjörn úrslit, svo daufir voru okkar menn í dag.

Í raun má segja að þessi leikur hafi verið þörf áminning til eigendanna: það er engin breidd í þessum leikmannahóp og þegar menn hitta á leik þar sem liðið er þreytulegt og spilar ekki af sama krafti og í síðustu leikjum, sem leiknir hafa verið nokkuð þétt, er nauðsynlegt að geta sett menn af einhverju kalíberi inn ferska. Í dag gátum við sett David Ngog, sem virðist hafa farið langt aftur sem knattspyrnumanni síðustu 2-3 mánuðina, og algjörlega vonlausan Milan Jovanovic inná og spilamennska liðsins datt niður um eitt plan í stað þess að hressast eins og maður vill helst að gerist með tilkomu varamanna.

Í stuttu máli, þá eru þarna ennþá leikmenn sem þurfa að hverfa á braut í sumar, og er ég þá að tala um menn eins og Jovanovic, Poulsen og jafnvel Aurelio og Maxi líka. Það ætti í öllu falli að banna Maxi að skjóta meira á markið þetta tímabilið enda hefur hann ekki hitt markrammann síðan hann skoraði gegn Aston Villa þann 6. desember tvöþúsundogtíu (í fyrra, sem sagt). David Ngog gæti hæglega verið á þessum lista en hann er ungur og getur enn bætt sig en hröð afturför hans frá því í haust er mikið áhyggjuefni.

Í þeirra stað þurfa að koma betri leikmenn og fleiri þannig að þjálfari liðsins hafi úr fleiri gæðaleikmönnum að velja þegar hann velur í byrjunarlið, og ekki síður þegar leikurinn er ekki að ganga upp og hann þarf að geta kallað á góða leikmenn til að breyta gangi leiksins. Það var aldrei líklegt til að gerast í dag án Gerrard, Agger og Carroll og eftir að Meireles fór út af var bara einn maður eftir sem virtist geta gert eitthvað úr engu…

MAÐUR LEIKSINS: Luis Suarez. Langhættulegasti maður okkar í dag og gífurlega óheppinn að hafa ekki skorað í dag. Í fyrsta lagi var ljóst frá fyrstu mínútu að dómari leiksins ætlaði að taka nýliðann fyrir, kenna útlendingnum aðeins á enska knattspyrnu og Suarez fékk ekkert framan af leik. Svo eins og fyrr sagði skaut hann tvisvar í tréverkið þegar hann átti skilið að skora og loks þegar hann virtist vera sloppinn í gegn mátti varnarmaður Wigan rífa hann niður, ræna hann kláru tækifæri einn gegn markmanni, án þess að vera refsað sérstaklega fyrir.

Engu að síður þá var frammistaða Suarez í dag ljósi punkturinn og ég hef engar áhyggjur af honum þótt hann hafi verið óheppinn í dag. Hann þarf bara betri samherja í sóknarlínuna.

183 Comments

  1. Skelfilegur dómari(dómarar) leiksins gáfu Wigan þetta helvítis jafntefli.

  2. Daglish hefur gert kraftaverk með þennan hóp, en þegar öllu er á botnin hvolft þá er hópurinn bara ekki betri en þetta. Var ekki mikið spenntur þegar ég sá liðið, varð bara spenntur því ég veit hver er að stjórna. Nú er bara að minnka væntingarnar og bíða eftir sumarglugganum.

  3. Þetta var virkilega svekkjandi. 2 afar dýrmæt stig í súginn í dag.

  4. Skelfileg frammistaða og það vantar svo sannarlega kantmenn í þetta blessaða lið.

  5. Andsk…. Jova vonbrigði mikil vonbrigði, loksins að sjá afhverju hann er ekki að spila meira með liðinu. Það sem drap okkur samt í dag var að við gáfum Wigan of mikið þegar við vorum yfir 1-0 er ekki nóg!

  6. Það hefði verið allt í lagi að fá rautt þarna á 76. mín á grímuklæddan Caldwell og vera í kjölfarið 11 á móti 13… Kevin Friend, svo sannarlega ekki vinur minn. Ég hef nú reyndar aldrei haft gaman af því að væla yfir dómurum, það eru vafasamar dómgæslur í hverjum leik. En þegar þrjú helstu vafaatriðin falla gegn Liverpool þá getur maður vart orða bundist. Afleitt.

  7. Ekki kenna dómaranum um þessi úrslit. Þarna var það sem ég hef alltaf talað um að leikmenn sem þarna eru eru einfaldlega ekki nógu góður fyrir þetta lið. Ef okkar bestu menn eru ekki með þá hvað. Sjáiði vin ykkar Lucas og Maxi í dag. Ég tali nú ekki um Glen J. Þeir vour skelfilegir.

  8. Voðalega var þetta eitthvað andlaust og þreytt, fyrir utan kannski Suarez. Gamla sagan með landsleikjahléið? Annars vantar slatta af betri leikmönnum í þetta lið ef það á að eiga séns í topp fjögur sæti í þessari deild.

  9. Sælir félagar

    Það er því miður ekki hægt að hæla liðinu fyrir þennan leik. Liðið virkaði andlaust og kraftlaust og vörnin óörugg. Það er grenilegt að Gerrards og Aggers var saknað og svo meiðist besti maður vallarins og N’Gog kemur inná og hann bara getur ekki neitt. Svo einfalt er það. Ég er sem sagt mjög óánægður með þessi úrslit á Anfield.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  10. Alveg hreint gríðarlega svekkjandi niðurstaða sem skellir manni aftur niður á jörðina.

  11. Ömurlegt að missa þetta niður í jafntefli. Breiddin í hópnum kom í ljós þegar Jovanovic kom inn á, hann á ekki erindi í þessa deild. Suarez virkilega óheppinn að klára ekki leikinn fyrir okkur með skot í stöng og slá. Þetta var skildusigur en því miður töpuðum við þessum 2 stigum. Fuck it, björtu hliðarnar: Meireles funheitur, vörnin mjög solid (1 mark í 5 leikjum og það var ólöglegt) og Suarez lítur vel út. Þá er næst á dagskrá að tryggja sig áfram í Europa League.

  12. Sýnir að það er mikil vinna framundan í sumar, en ef allir haldast heilir á þetta lið að vinna slatta af þeim leikjum sem eftir eru. Meira af einnar snertingar boltanum sem sást í fyrri hálfleik takk!

    Suarez er sannarlega live wire og frískandi að horfa á hann.

  13. Frekar slappt og tvö töpuð stig á Anfield. Maður sá stóran mun á vörninni þegar Agger er ekki með, algjör lykilmaður. Við verðum að bæta við okkur topp miðverði í sumar, algjört lykilatriði.

    Tilhvers erum við að taka hornspyrnur, gætum alveg eins sleppt því. Það verður þó breyting á þegar Carroll mætir til leiks.

  14. ahhhhhh ansans!!!!! Ef það á að stefna á 4 sætið verður að klára svona leiki. En hey.. það er bara þannig í fótbolta að ekki er hægt að vinna alla leiki.

    Fúlt með dómgæsluna en svona er bara þetta allt saman. Í síðustu viku átti klárlega að dæma víti á johnson, en við sluppum þar. Dómari eða ekki dómari. Jafntefli á heimavelli gegn Wigan er aldrei dómaranum að kenna.

  15. Slakur leikur okkar manna. Kuyt og Johnson gátu ekki gefið hann frá sér nema dúndra í mótherja. Ómarkvisst spil og Vigan fékk bara of mikið. Suarez grátlega óheppinn að skora ekki. Rangstöðulykt af marki Wigan?

  16. Við erum bara ekki betri en þetta, það eru menn inn á milli sem geta ekki rassgat. Vona bara að við höldum evrópusætinu.

  17. Dómarinn var lélegur en það breytir því ekki að Liverpool á að vinna Wigan. Held að þessi leikur hafi endurspeglað veikleika Liverpool þ.e. að leikmannahópurinn er mjög slakur. Það vantar nokkra klassa leikmenn í þennan hóp. Liðið sem lauk leiknum í dag myndi ekki vinna Reyni Hellisand á góðum degi. Jova, Skrtel, Maxi, Aurelio og Ngog eiga það sameiginlegt að vera allir B-leikmenn. Úrvalið á bekknum í byrjun leiks var svo sem ekki beisið, fyrir utan tvo unga leikmenn sem fengu ekki tækifæri í dag. Hefði gjarnan viljað sjá Pacheco koma inná í stað Ngog.

    Niðurstaðan 1-1 eru gríðarleg vonbrigði og fjarlægur draumur að setja pressu á Tottenham og Chelsea fjarlægðist enn frekar.

    Þá á Suarez eftir að slípast betur inní liðið, en hann var einn af fáum ljósum punktunum í þessum leik.

  18. Ömurlegur leikur að hálfu Liverpool. ódýrt að kenna dómara um jafnteflið. Við erum bara ekki tilbúnir ennþá að hugsa um meistaradeildina. Of mikið af miðlungs leikmönnum. En áfram Liverpool, gengur betur næst!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  19. Þetta var pirrandi “tap” á svo allt öðrum grundvelli en svipuð úrslit hafa verið í vetur. Núna áttum við alls ekki skilið að missa þessi tvö stig og getum verið ákaflega svekkt yfir þessum tveimur töpuðu stigum. Liðið hefði auðvitað getað gert mikið betur og á að klára þennan leik en jesús hvað dómarinn átti líka dapran seinni hálfleik.

    Það var rangstaða þegar Wigan jafnaði og það er ekki lítið svekkjandi að fá þannig mörk á sig. Stuttu seinna sleppur Maxi í gegn og er einn á móti markmanni þegar bölvaður bjáninn er búinn að dæma aukaspyrnu fyrir utan. Klárlega hagnaður til Wigan þar og leikmaðurinn sem braut fékk ekki einu sinni gult. Stuttu áður var búið að láta leikinn ganga í 10 sek til að sjá hvort Wigan myndi hagnast á broti sem þeir gerðu ekki og því dæmd aukaspyrna (sem var vel dæmt).

    Svo var þetta svo svakalega mikið rautt spjald (seinna gula) á “Batman” þegar Suarez var að sleppa í gegn en Friend hafði ekki kjark í að gefa honum spjaldið.

    Við erum engu að síður að reyna að spila fótbolta og vorum mjög óheppin að klára ekki þennan leik, Suarez er flottur þó hann hafi kannski verið heldur til eigingjarn í leiknum. Hann átti skot í stöng og slá í leiknum sem er í raun saga leiksins.

    En það myndu öll lið finna fyrir því að vera án jafn margra lykilmanna og Liverpool í dag og hvað þá þegar þeir sem eru inná eru flestir þreyttir eftir merkilngarlausa landsleiki í vikunni.

    Það vantaði Agger og Gerrard sem er gríðarlega mikil blóðtaka upp á spil liðsins. Vörnin er ekki svipur á sjón án Agger og Skrtel og Carra eru bara ekki í sama klassa þegar kemur að því að koma boltanum upp völlinn. Að auki eigum við Joe Cole enn alveg inni sem ætti að vera lykilmaður og Andy Carroll er ekki enn orðin klár. Þetta eru allt leikmenn sem skipta máli í svona leikjum.

    Lucas og Meireles voru síðan báður augljóslega þreyttir eftir vikuna enda báðir að spila með landsliðum sínum, þó Meireiles hefi auðvitað skorað markið sitt í leiknum og Lucas verið sterkur lengstum á miðjunni í sínum 100. leik fyrir liðið. Sama á við um Kuyt sem var tekinn af velli í leiknum.

    Við áttum að vinna þennan leik og myndum vinna hann á svipaðri spilamennsku í flestum tilvikum. Blóðtakan fyrir hann var þó of mikil og lykilmenn of þreyttir til að ná að klára þetta. Síðan gengur ekki að fá innkomur frá ferskum leikmönnum eins og N´Gog og Jova buðu uppá í dag. Þeir voru skelfilega slappir og vissu ekkert hvað þeir voru að gera inná vellinum.

    Mjög svekkjandi og maður er gríðarlega pirraður á þessum tveimur töpuðu stigum. Þetta var hræðilega svekkjandi. En engu að síður alveg hægt að byggja ofan á þetta og Suarez lofar svo sannarlega góðu.

  20. Hey, sá ekki leikinn en mér heyrist þeir ekki hafa verið að standa sig þessir Liverpool menn, svo var einhver að segja mér að Suarez hafi verið eigingjarn, passar það eða?

  21. Fannst nú Suarez einmitt ekki eigingjarn, hann var mikið í spilinu þannig að sú lýsing passar engan veginn að mínu mati. Hann var fókuseraður á rammann eins og allir framherjar eiga að vera en alls ekki eigingjarn þannig að taki að því að tala um.

  22. Bíddu við afhverju má ekki kenna dómurunum um lengur? hvar stendur það skrifað, dómararnir voru yfirburða slakir í þessum leik, markið hjá Wigan var rangstæða, Suarez átti að fá víti í byrjun og það toppaði allt þegar brotið var á Suarez og hann hugsaði ekki um hagnaðar regluna því að Maxi var einn á móti keeper! ok hann dæmi og átti þá að gefa manninum gult og þar með rautt…

    Þetta var ekta dómaraskandall

  23. Þessir tveir varamenn sem komu inn á í dag, N’Gog og Jovanovic gáfu liðinu akkúrat ekkert. Miðað við það sem Jova bauð upp á í dag þá kemur manni nákvæmlega ekkert á óvart að hann hafi ekki spilað meira í vetur. Gætum allt eins haft Alfreð Finnbogason þarna eins og Jovanovic. Báðir eiga þeir heima í belgísku deildinni.
    Annars áttum við klárlega sigurinn skilið, dómaratríóið átti ekkert sérstaklega góðann dag og sýndu tímamóta lítinn leiksskilning á leiknum. Svekkjandi tvö töpuð stig í dag.

  24. Er KK veislan buin eda bara sma setback ?

    Það var enginn að segja að liðið myndi vinna alla leiki og þetta komment er frekar barnalegt. Við höfum ekki tapað núna í 6 deildarleikjum og varla fengið á okkur löglegt mark. Það er svakaleg bæting frá því sem gekk á í upphafi tímabils.

    En svo ég svari þessu þá er svarið auðvitað nei, hvað í fjandanum fær þig til að halda það?

  25. Merkilegt að geta ekki unnið litlu liðin en svo geta tekið þessi stóru / stærri og skellt þeim ! Þetta er alveg skelfilegur ósiður sem verður bara að laga. Leikurinn datt niður of snemma, og það sem var á bekknum var ekki að bæta liðið. Lucas, Kuyt, Maxi og Aurelio er ekki burðug miðja. Suarez var að gera fína hluti fram á við og greinilega á allt öðrum hraða en allir aðrir !

    Þurfum breiðari hóp og það kemur líklega þegar þessir meiðslapésar verða komnir í lag.

  26. Suarez stórkostlegur, Meireles magnaður, Kelly frábær, Carra .. Carra!, Lucas og Maxi herfilegir, dómarar arfaslakir. Jafntefli svekkjandi niðurstaða. Wigan átti miðjuna í dag meðan við söknuðum Gerrard og Agger ógeðslega mikið! Þeir spiluðu sóknarbolta en þrátt fyrir það þá sköpuðu þeir sér fá eða engin dauðafæri (Markið ólöglegt). En okkar menn voru miklu hættulegri í sínum sóknaraðgerðum og þar munaði allt um lang besta leikmann dagsins … Luiz Suarez. Hreint út sagt stórkostlegur og þrátt fyrir að vera sparkaður niður ítrekað þá hélt hann áfram og vara ótrúlega óheppinn að skora ekki. Einn af þessum dögum staðreynd og Liverpool áhangendur enn eina ferðina að finna sig á fullri ferð í tilfinninga rússibana… Þetta var að verða næstum því of gott til að vera satt!! Það eru samt bara bjartir dagar framundan!

    YNWA

  27. Þessi leikur var reyndar enn eitt dæmið um það hvað lánssamningur Aquilani fyrir þetta tímabil var svakalega vitlaus og dýr fyrir okkur. Að eiga miðjumann í þeim gæðaflokki á láni hjá öðru liði er sorglegt þegar maður horfir á svona leiki þar sem hann hefði að öllum líkindum passar frábærlega inn á miðjuna.

    Ef ég man rétt þá var hópurinn allt of stór vikuna sem sá samningur var gerður skv. manninum sem tók við WBA í hálfleik í dag.

  28. Það var margt á móti okkur í dag, línuvörður skeit uppá bak í jöfnunarmarkinu og yfirsást mígandi rangstaða og svo sú staðreynd að við áttum að vera manni fleiri síðustu 15 – 20 mínúturnar.

    En aðal sökin liggur hjá leikmönnum liðsins og stjórnendum sem komu inní seinni hálfleik hálf sofandi og hleyptu baráttuglöðu liði Wigan algerlega inní leikinn, og því fór sem fór.

    Ef Lucas átti góðan leik gegn Chelsea þá átti hann jafnlélegan leik í dag, alveg óþolandi seinn með boltann og virkaði eins og hann væri með 40 stiga hita og beinverki. Þeir leikmenn sem komu inná í seinni hálfleik voru sorglega lélegir, Ngog sérstaklega slappur og Jovanovic virkaði stressaður.

    Suarez átti flottan leik, og ef þetta sem hann var að gera flokkast undir eigingirni þá vil ég fá meira af því, hann var mjög óheppinn að skora ekki í dag, skot í stöng og annað í þverslá úr aukaspyrnu en því miður boltinn vildi ekki inn.

    Ég er drullusvekktur eftir leikinn, við áttum að vinna leikinn og þurftum þess svo sannarlega ef við ætlum að blanda okkur í baráttu um 4 sætið.

    En það sem ég kýs að taka úr þessum leik er þetta: spilamennska liðsins í fyrri hálfleik var framúrskarandi, pass and move alla leið og því ber að fagna.

  29. Nú er Suarez búinn að taka þátt í þremur leikjum og hefur ekki enn skorað. Ég vil meina að markið sem skráð var á hann í leiknum gegn Stoke hafi verið sjálfsmark. Hvað ef varnarmaðurinn hefði ekki sett boltann í stöngina og inn heldur í horn. Hefðu menn þá talað um það að Suarez hefði brennt af dauðafæri? Liðið mun sigla lygnan sjó í vetur. Það vantar Torres að mínu mati, því miður.

  30. Ég held að Kenny hafi því miður gert taktísk mistök í dag, þegar að Meirales meiðist þá hefði hann átt að setja Poulsen inná til að þétta miðjuna enda var Lucas eini miðjumaðurinn í Liverpool búning.
    N´Gog átti ekki að koma inná völlinn nema þá inn fyrir Maxi sem var ömurlegur í dag sem fyrr.

  31. HB. Suarez skoraði geng Stoke hvort sem þér líkar það betur eða verr, hann kom svo ekkert við sögu gegn Chelsea og því varla hægt að ætlast til að hann hafi skorað gegn þeim.

    Sástu hann í leiknum áðan?

  32. Sammála mönnum hér að dómarinn og línuverðir voru ekki að vinna vinnuna sína. Suarez óheppinn að setja hann ekki tvisvar inn en svo fór sem fór og hefði geta farið verr eða þannig.

  33. Nú er Suarez búinn að taka þátt í þremur leikjum og hefur ekki enn skorað.

    Þú meinar tveimur leikjum og er þegar með eitt mark (jú víst, sama hvað þér finnst) og skot í slá og stöng í hinum leiknum þar sem hann átti líka að fá leikmann andstæðiganna af velli.

    Hann virkar nú bara alveg sæmilegur verð ég að segja…og við eigum annan inni!!!

    Djöfulsins svartsýni er þetta?

  34. HB, þrír leikir? Var hann ekki ónotaður varamður gegn Chelsea. Varla hægt að gagnrýna hann fyrir að skora ekki í þeim leik, eða hvað?

  35. # 34
    Hann er búinn að “skora” eitt eða allavega eiga hriikalega stórann þátt í einu marki og átti tvö skot í markrammann i þessum leik.
    Þetta eru einu leikirnar sem hann er buinn að taka þátt í, sem sagt TVEIR leikir
    Mig sýnist ekkert vanta hann of mikið.
    Eigum Carroll inni og ef hann stendur sig þá vantar okkur Torres núll mikið

  36. HB…….mitt mat.
    Torres er farinn og ég græt það ekki, hann var svo engan vegin að nenna að spila fyrir Liverpool og þá er alveg hægt að mæta bara 10 til leiks heldur en að vera með einhvern áhugalausan meiðslapésa í framlínunni, Suarez á eftir að reynast miklu betur en Torres þegar fram líða stundir. Suarez hefur mun meira auga fyrir spili og dettur neðar á völlinn og skapar meira fyrir samherja sína og þegar við erum með miðjumenn sem geta skorað á góðum dögum (Gerrard, Meireles, Cole, Maxi, Kuyt) þá passar hann betur í liðið, auk þess er hann drjúgur sjálfur í markaskorun…… mitt mat.

    Liðið átti bara ekki góðan leik í dag og það sást klárlega í dag að miðjan hjá okkur má alls ekki við því að missa bæði Meireles og Gerrard.
    Lucas var arfaslakur í dag og það er stundum eins og hann sé bara ekki í sambandi strákurinn, allar aðgerðir rosalega hægar og ákvarðanataka kolröng, spurning hvort að hann sér að fá sér í haus fyrir suma leiki! 🙂

  37. Tek undir með þeim, þetta sýndi og sannaði að hópurinn er “aðeins” of lítill. En það verður reyndar að taka fram að öllum liðum hefði sviðið undan þessum brottföllum hjá Gerrard, Agger, síðan Meireles og loks Kyut sem fór örþreyttur útaf. En Suarez kom skemmtilega á óvart, hefur næmt auga fyrir spili, er gráðugur (eins og markahrókar eiga að vera) og það er alveg ljóst að Dalglish hefur fjárfest í verulega góðum pilti þarna, hann var bara óheppinn að skora ekki.
    Ég er ekki sammála mönnum með Skretel, honum hefur vaxið ásmeginn með hverjum leiknum og bæði Glen Johnson og Martin Kelly gerðu það sem lagt var upp með, hins vegar hefur ég dálitlar áhyggjur af Lucas Leiva, hann á frábæra leiki inná milli en svo koma stundir eins og í dag þar sem hann virðist skapa meiri hættu uppvið eigið mark en mark andstæðingana. Hins vegar skulum við ekkert missa okkur í svartsýni; síðustu sex leikir eru tvö jafntefli og fjórir sigurleiki. Þetta lítur allt saman vel út; slysin gerast, líka hjá Dalglish.

  38. Ég er ekkert að pirra mig á að hafa bara gert jafntefli í dag vegna þess að inná vellinu var stórkostlegur leikmaður, Suarez á ekki orð yfir honum, frábær í dag og hrikalega óheppinn að skora ekki 1-2 mörk plús bara touchin hjá honum, auga fyrir spili, hraði og allur pakkinn. Maðurinn er búin að koma við sögu í fokking 2 leikjum og eg man ekki eftir manni koma í þessa deild og spila jafn sannfærandi og Suarez í þessum 2 fyrstu leikjum sínum og gleymum því ekki að maðurinn er ekki einu sinni í fullri leikæfingu. Þessi drengur á eftir að valda öðrum liðum gríðarlegum vandræðum í vetur og á næstu árum það er á hreinu og PUNKTUR…..

  39. Afhverju heyrði maður Kop stúkuna ekkert syngja í þessum leik, fannst vera vandræðalega hljótt á Anfield í dag. Skítfúlt jafntefli annars með ólöglegu marki frá Wigan en við Liverpool menn erum löngu orðnir vanir þessu, maður fór að hugsa sér ef að þessi leikur hefði verið á Old Trafford þá hefði líklegast ein rangstaða og 1 rautt komið….

    bitur en samt YNWA

  40. Þegar liðið er án Gerrard, Agger, Carrol, Joe Cole og Meirales að hluta til þá vantar bara of mikið í þetta lið enda Agger okkar besti varnarmaður (rétt á undan Kelly) Meirales og Gerrard okkar langbestu miðjumenn og Svo Carrol sem er markahæsti leikmaður Liverpool (reyndar ekki okkar mörk en hann á þau samt)

    Ég verð svo að hrósa Martin Kelly, mikið rosalega er gott að fá upp svona ungan Enskan strák úr akademíunni sem er búin að henda landsliðsbakverði Englands úr stöðu.

  41. Ngog er slakasti center í sögu félagsins. Má ég þá frekar biðja um Sean Dundee.

  42. Dalglish gerði hræðileg mistök í dag með því að stilla upp í 4-4-2 við höfum hreinlega ekki rétta mannskapinn í það……….

    Þannig að sama hvað hver segir þetta skrifast að stærstum hluta á stjórann.

    Það er bara þannig !!!!!!!!!!!!!!!!!!

  43. @ 29…

    Eg sa ekki leikinn en skv. frettum a helstu vefmidlum var jafntefli sanngjørn urslit.
    Reyndar allir sammala um ad mark Wigan hafi verid rangstada. Thad er hins vegar oft thegar nyr stjori tekur vid tha koma nokkur hagstæd urslit i kjølfarid og sidan dettur spilamennskan i sitt gamla horf. Thvi spurdi eg thessara einføldu spurningar , var thetta leikur sem hefdi getad verid undir stjorn RH + ad Suarez komin ( munar um minna ).

  44. Get eingan veginn tekið undir að þetta hafi verið sangjörn úrslit,djöfulsins kjaftæði,liverpool átti skot í stöng og slá og voru mun meira með boltan svo þegar dómarinn stöðvaði leikinn þegar maxi var með boltan fyrir framan markvörðin og langt í varnarmenn,en NEI þá stöðvaði dómarinn leikinn og dæmdi aukaspyrnu á wigan,hvar var hagnaðurinn þá,HA,,,eina skiptið sem wigan ógnaði marki liverpool var rangstöðumarkið sem átti aldrei að standa,hvernig fá menn eiginlega út að þetta hafi verið sangjarnt,,,BULL.

  45. Maxi hægur , Kuyt Þreyttur Ngog var slappur Jova var hörmulegur og á ekki einu sinni að fá að sitja á bekknum! Dómarinn var samt verri en jova. Meireles og Suarez bestir

  46. Liverpool óheppnir að klára ekki þennan leik. Söknuðum Gerrard og Agger (og já Carroll). Slökum svo á í neikvæðninni margir hérna, við vorum að fá á okkur fyrsta markið eftir að hafa haldið hreinu í fjóra leiki, mark sem var þar að auki skorað úr bullandi rangstöðu. Áttum skot í stöng og slá og Suarez að stimpla sig sterkur inn. Dómarnir í dag félllu ekki með okkur því miður en við áttum klárlega að klára þennan leik þrátt fyrir það.

    @Ásmundur – Get ekki sagt að það sé hægt að segja að við söknum Joe Cole, hann hefur ekki verið lykilmaður í vetur og þeir leikir sem hann hefur spilað hefur hann ekki verið góður. Ekki hægt að sakna þess sem aldrei hefur verið.

  47. Djööfull gaman að hafa svona líflegann Striker! Suarez var útum allann völl, og þegar hann misti boltann hljóp hann oftast á eftir manninum alveg aftur að vítateig okkar. Sammála að hann var klárlega maður leiksins, þetta var bara eins og að horfa á mann með baráttu Kuyt, frammherja getu Torres og boltaleikni jaá Suarez! Svakalega óheppinn að skora ekki í dag, átti sannalega skilið að setja minstakosti eitt. Vonandi bara að hann komist í 100% form bráðlega því það hlýtur að vera madness! Hann var nú orðinn svolítið þungur á sér í lokin.

    Smá í lokin

    Markið hjá Wigan var klárlega rangstæða. Mennirnir sem komu inn voru ekki að geta neitt. Spilið datt svolítið mikið út þegar Meireles fór útaf. Og helvítis landsleikirnir að þreyta menn greynilega. Og Meireles er snillingur!

  48. 54# sammála þér maður er orðinn langþreyttur að sjá dómarana eiðileggja leik eftir leik,ekki boðlegt fyrir ensku úrvalsdeildina

  49. Er virkilega enþá til Liverpool áðdáendur þarna úti sem eru ekki búnir að taka Lucas í sátt?
    Þessi maður er án efa búinn að vera okkar einn besti maður síðustu tvö tímabil punktur!

    Þeir sem horfa virkilega á þennan mann spila leikina, sjá klárlega að það eru fáir sem hlaupa jafn mikið og hann, fer í ALLA bolta, hann tapar boltanum sjaldan, sendir boltan vel frá sér(Það þarf ekki að vera alltaf á fremsta mann), yfirvegaður þegar hann er á boltanum, les leikinn vel og stendur alltaf beint upp og vælir ALDREI.
    Ég mundi meiri segja vera svo djarfur að segja að Lucas mundi smell passa inn í Barcelona liðið. Einfaldlega útaf því að hann situr aldrei á botlanum og eins og við vitum þá er hann frábær varnasinnaður miðjumaður.

    Ég er samt ekki að segja að Lucas sé besti fótboltamaður í heimi, langt því frá, en hann hefur allt sem leikmaður, sem maður vill hafa í liðinu sínu.
    Það er ekki af ástæðulausu að síðustu þrír þjálfarar Liverpool velja þennan mann í byrjunarliðið sitt og svo tveir síðustu landsliðsþjálfarar Brasilíu hafa valið hann í hópinn sinn.

    Við vorum virkilega óheppnir að hafa ekki tekið öll stigin í leiknum í dag og það er ekkert hægt að væla meira yfir því, það er bara næsti leikur og sigur er eina sem við viljum. Áfram Liverpool!

  50. Þetta var býsna sundurlaust hjá okkar mönnum í dag en á milli gæði. EN á Anfield er vitanlega verið að byggja upp og eitt af þeim sökum er mikilvægast að skoða hvernig nýju stykkin í LFC vélinni koma út.

    Suarez var að mínum dómi stórkostlegur miðað við þá þjónustu sem hann fékk. Yfirferðin, krafturinn og græðgin alveg ótrúlega lofandi. Þessi gaur á eftir að verða á heimsmælikvarða undir handleiðslu Kenny.

    En það þarf að taka til í liðinu og henda farþegunum í sumar.

  51. nr 58 Lucas er fínn spilari og er sá leikmaður sem hefur bætt sig mest á síðustu 2 árum , það getum við verið sammála um en að segja það að hann sé í Barcelona klassa er klár heimska, Lucas er alltof lengi að koma boltanum fyrir sig í þröngri leikstöðu hann getur ekki sent langar sendingar til þess að sprengja upp varnir, svona eins og Gerrard og Alonso geta, hann er svo langt frá því að vera jafn góður og þeir 2 td…

    Ég er sammála þér um að hann sé duglegur og hann á fínar stuttar sendingar en hann kemur nánast aldrei með úrslita sendingu, hann er fínn leikmaður en að mínu mati þurfum við betri mann í hans stöðu og það gerist í sumar

  52. nr. 53: Það er svolítið sérstakt að skamma fólk fyrir að segja að við söknum Joe Cole, en segja í sama innleggi að við höfum saknað Carroll…

  53. eg gjörsamlega skil ekki afhverju þið setjið alltaf þessa leikmenn sem þið viljið losna við og þið nefnið aaaldrei lucas… lucas er meðalleikmaður, væri goður fyristudeildar maður.. en að minumati og margra aðra þa finnst mer að þetta se maðurinn sem þarf að fara fyrst af öllum!!

  54. Hef lítið að segja um leikinn, vorum lélegir eftir að Meireles fór útaf en áttum samt ekki að tapa.
    Markið ólöglegt og þeir áttu að vera einum færri.

    Eitt sem mig langar að koma að varðandi leikmenn og hreinsun. Maxi, Jova og Poulsen eru menn sem mega hverfa undireins, Kuyt, Skrtle og Lucas mega fara í sumar ef það fæst einhver smá aur fyrir þá. Mér finnst óþolandi að þeir séu varðir útí hið óendanlega bara útaf þeir eru duglegir. Kuyt og Lucas drepa niður spil, eru ekki góðir skotmenn og eru með sexkannt fyrir lappir, mér er alveg sama þó að Lucas hafi verið duglegur á móti Chelsea eða ekki, hann getur ekkert sem !FÓT!boltamaður. Ætlum við að sætta okkur við að hafa svona menn í liðinu, erum við búnir að vera það lengi á lágu plani að þetta sé ásættanlegt? Ekki fyrir mér.

    Ef við lítum á muninn á Aurelio á miðjunni og Lucas á miðjunni þá sést það alveg að Lucas er betri varnalega, en allt annað þá Aurelio betri. Móttaka, sendingar, skot og útsjónarsemi er eitthvað sem Aurelio hefur langt framyfir Lucas. Ef við lítum á Barcelona þá leitast þeir ekki eftir miðjumönnum sem eru góðir varnalega. Að hafa miðjumann sem missir ekki boltann í gríð og erg er miklu betra en að hafa mann sem missir boltann, en er svo góður í að vinna hann aftur. Mascherano spilar ekki hjá Barca! Lucas er finn 4 – 5 miðjumaður en einhver lykilmaður í Liverpool, sama má segja um Kuyt. Einu notin sem ég sé fyrir Kuyt í stórliði, er að djöflast á móti liðum með góða bakverði og byggja sóknarleik sinn mikið uppá þeim, t.d. Barca, Man U. og Real Madrid.

    En ég á von á því að flestir séu ósammála mér, en mér er sama, ég kýs hæfileika framyfir vinnslu. Bottomline:

    Góður > Duglegur

  55. eybbi9

    þú ert asni … sagt í góðu samt en er bara svo LANGT frá því að vera sammála að það er ekki eðlilegt.

  56. Asked what the cause of Meireles’s illness could have been, Dalglish joked: “Well it’s not the cooking at Melwood.

  57. Ég neita að trúa því að menn eins og HB og eybbi9 séu Liverpool stuðningsmenn. Annaðhvort eru þetta menn sem hafa ekki séð leik síðan 2008 og fylgjast bara með úrslitum í mogganum á mánudagsmorgnum eða þetta eru Utd menn sem villast hingað inn og njóta sín í skjóli nafnleyndar.

    Annars er ég ekki svo sammála mönnum um hve lélegur leikurinn var. Í okkar lið vantaði Agger, Gerrard, Carrol, Meireles og Jonjo sem hefði verið fínn inn í stað Meireles. Þessi leikur fer ekki í sögurbækurnar fyrir annað en hugsanlega lélegustu innkomu varamanna í áratugi – N´gog og Jova (guð minn góður) voru vægast sagt slakir og eru langt langt langt frá því að vera í LFC klassa.

    Suarez fannst mér frábær – virkaði á annarri pláneta hvað varðar “töts” og útsjónarsemi í sendingum, virkilega óheppinn að ná ekki inn marki.

  58. Mennirnir sem vantaði og eru í LFC klassa og vantaði í dag eru: Gerrard, Cole, Agger og Carrol.
    Ungu mennirnir sem eru að brjótast inn í liðið sem vantaði eru Spearing og Shelvey. [Wilson og Pacheco].
    Hef fulla trú á því að Kanarnir bæti í safnið í sumar og kaupi unga og efnilega leikmenn eins og Kenny og Commoly vilja hafa það.

    Ef Hodgson hefði stýrt þessum leik þá hefðum við tapað 1-3.

    Hættið svo þessu nöldri, framtíðin er björt.

  59. Mér líst rosalega vel á Suarez 🙂 Þar er feikna sjöa í uppsiglingu. Sömuleiðis er frábært að sjá hvað Meireles eflist með hverjum leik.

    Hinsvegar kemur ekki nóg út úr Johnson. Engar hárbeittar fyrirgjafir eða neitt svoleiðis. Spurning hvort hann væri nokkuð betri á hinum kantinum ?

    Og hvað er með Maxi? Hefur hann ekkert sjálfstraust eða sér hann ekki nógu vel? Hann hittir markið bókstaflega aldrei.

    Svo legg ég til að menn séu ekki að eyða plássi í einhvern Torres hérna. Hann spilar ekki með Liverpool 🙂

  60. @58 – Ég verð að vera ósammála því að Lucas myndi smellpassa inn í Barcelona liðið. Hann kæmist einfaldlega ekki í hóp þar. Ég held að Stoke sé eina liðið sem hefur sýnt Lucas áhuga og hann gæti örugglega plummað sig vel þar. Hann hefur einfaldlega ekki getuna til að vera í toppklúbbi. Ég held að vandamál liðsins síðustu 2 ár megi að einhverju leyti skrifa á aukinn spilatíma Lucas og brotthvarf Alonso.

  61. Ég er sammála um að Lucas sé bara meðalmaður þrátt fyrir að hafa verð besti leikmaður liðsins heilt yfir á tímabilinu…. en ef hann væri betri og væri búinn að spila á því calaberi í vetur þá væri staðan eflaust betri. Hann semsagt lítur vel út meðal skussanna en ef til væru heimsklassa leikmenn í kringum hann sæist hvað hann er slakur.

  62. Ó frábært. Liðið lék illa í dag, nánast hver einasti maður, en endilega notum tækifærið og ræðum enn einu sinni hversu ógeðslega lélegur Lucas er og hvernig þetta er allt saman honum að kenna.

    Sumt fólk…

  63. Varðandi blessaðann Lucas þá er kannski alveg hægt að segja að hann sé ekki heimsklassa leikmaður, en aftur á móti þá er hans besta stað djúpur miðjumaður og ekki að það sé nokkur afsökun eða skýring en þá virðast djúpir miðjumenn sjaldan vera flokkaðir sem heimsklassa leikmann. Svo er líka hægt að ræða um það hversu marga heimsklassa leikmenn þurfi í hvert topp lið? jú ég myndi vilja 5, það er raunhæft en hinir 11 (í hóp það minnsta) verða líka að vera mjög góðir. Það er Lucas Leiva, hann er mjög góður í því sem hann gerir vel þ.e.a.s. stoppa leikmenn, elta leikmenn og trufla þá, fá boltann og færa hann einfalt og halda knettinum á hreyfingu, sendingar eru nákvæmar og þegar þetta er það sem hann á að gera þá á hann góðan leik. Hins vegar eru hans takmörk fólgin í því þegar hann á að bera uppi bæði varnarleik og sóknar uppbyggingu liðsins, eins og gerðist í dag eftir að Meireles fór útaf. Þegar svo ber undir þá er hann fórnarlamb lítillar breiddar liðsins. Djúpir miðjumenn annarra “topp liða” lenda ekki í þessu sbr. Essien, A.Song, Kompany, Fletcher, Anderson, Gago, Diarra, Khedira og svo margir fleiri. Ástæðan, að mínu mati fyrir því að hann þarf að gera þetta er sú, eins og svo margir hafa bent á, er skortur á breidd liðsins.
    Annað sem sem ég verð að benda á í umræðunni um Lucas er þegar litið er á heppnaðar sendingar hans að þá koma alltaf fram spekingar og segja “já og hvað? hann sendir boltann alltaf til baka” þetta er bæði rétt og rangt. fyrir það fyrsta þá er mjög oft að senda boltann til baka, eða þangað á það leiksvæði sem leikmaðurinn hefur yfirsýn yfir. Svo er það hitt, í leiknum í dag þá sendi hann boltann í þrígang hárnákvæmt frá miðju inn á samherja á hættulegasta svæði vallarins sem er fyrir framan vítateigi andstæðings. boltinn fór yfir miðjumenn Wigan og á kassann á Suarez tvisvar og til Kuyt einu sinni. Þetta er ekki einhver leikmaður Stoke eða þá fyrstu deildar liðs að fara að gera.
    Framlag Lucas og spilamennska hans er ekki oft eftirtektarverð, nema gegn stórum liðum, hans framlag er mikið og má ekki vanmeta.
    En svo er það alltaf misjafnt hvernig menn líta á fótbolta og hafa mismunandi skoðanir hvaða leikmenn eru góðir. Mín er sú að Lucas sé mjög góður leikmaður, ekki heimsklassa þó, og mikilvægur fyrir liðið.

  64. Heyr heyr Birkir!

    Þessi Lucas umræða hérna er á ótrúlega lágu plani alltaf hreint. Sammála hverju orði hjá þér eða svona nánast.

  65. Lucas hefur hæfileika til að spila djúpan miðjumann, en hann tekur svo mikið af röngum ákvörðunum þegar hann er með boltan að það er stórhættulegt að hafa hann sem djúpan miðjumann vegna þess að þegar hann missir boltan er það yfirleytt á stórhættulegum stað….. ef hann lagar það, kannski er það reynsluleysi verður hann topp maður, en ekki fyrr !!!

  66. Úff, það kom berlega í ljós í þessum leik hvað leikmannahópurinn er þunnskipaður af gæðaleikmönnum. Þegar menn eins og Ngog og Jova eiga að koma að bekknum til að fríska upp á leik liðsins er fokið í flest skjól. Hins vegar er maður ekki í nokkrum vafa um að KK leysir úr þeim vanda í sumar. Okkar menn eru á stöðugri uppleið og þó þeir hrasi aðeins á leiðinni þá veit maður að betrí tíð er í vændum.

    Og djöfull er gaman að hafa loksins húmorista sem stjóra. Þeir síðustu hafa ekki beint rutt frá sér gamanmálum, svo vægt sé til orða tekið, en KK er fisléttur og fjörugur. Enda er orðið skemmtilegt á ný að vera stuðningsmaður okkar manna.

  67. Verð að segja það að Liverpool er á uppleið og það er bara drullu gott. Hinsvegar er ég sammála mönnum hér að nokkrir mega fara í sumar en við megum ekki ætlast til þess að allir leikir vinnist þótt að við ætlumst til þess (djúpur). Gefum King Kenny tíma til að vinna með liðinu og þjálfara teyminu og þá fara bikarar að streyma í hús. Ef Gerrard hefði verið með í leiknum þá hefði Liv, unnið. Svo að lokum er ríkissjónvarpið með betri myndir en aðrar stöðvar sem ég ætla ekki að nefna. 😉

  68. Jú Liverpool er greinilega betra en þetta… Þau tækifæri sem liverpool fékk til þess að skora. dæmi bæði skot Suarez í markrammann, markið sjálft og þegar maxi komst í gegn en dómarinn flautaði komu eftir góðan undirbúning sem opnuðu vörn Wigan og sköpuðu færi. Ef annað þessara stangarskota, hvað þá bæði, hefðu farið inn þá væru ekki einn og einn stuðningsmaður að efast jafn mikið og raun ber vitni. Einnig má ekki líta framhjá því að Wigan hefur aðeins 5 sinnum í vetur fengið 3 mörk eða fleiri á sig í leik í vetur. það er ágætt miðað við að liðið er í næst neðsta sæti deildarinnar. Ef ekki væri fyrir dapran sóknarleik sem byggist á tveimur mönnum þá væri liðið líklegast ofar. þ.e.a.s liðið spilar góðan varnarleik en er frekar gelt fram á við og virðist treysta á happa glappa “neglum boltanum inn í teiginn og vonum það besta” taktík.
    Það að Liverpool sé byrjað að spila bolta þar sem við treystum fyrst og fremst á okkar spil til að skapa færi fremur en að reiða á heppni og mistök andstæðinganna er vel. Heppnin og mistök andstæðinga fylgja svo liðum sem skapa sína eigin velgengni.

  69. Okei, menn (þar á meðal SSteinnÁBrynjólfsson =) ) eru greinilega ekki sammála mér með menn einsog Lucas og Kuyt, en mig langar aðeins að rökstyðja mitt mál.

    Í leiknum í dag, sem var á móti Wigan, ekki Barcelona, Arsenal eða Chelsea, þá var Lucas alls ekki að spila vel, og ekki í fyrsta skiptið. Auðvitað á hann góða leiki, t.d. á móti Chelsea, en ekki gleyma því að Sissoko átti líka mjög góðan leik á móti Chelsea, og menn eru sammála um að hann sé ekki í Liverpool klassa. En erum við ekki að sækjast eftir því að Liverpool verði í heimsklassa, einsog þeir voru fyrir löngu síðan. Það eru 2 ár síðan þeir voru nálægt því en svo hrundi allt. Hvað gerðist? Við misstum Xabi Alonso(heimsklassi) og hver kom í hans stað, Lucas (Aquilani keyptur, spilaði lítið og fór). Fleirri dæmi um þetta.

    Ef við berum okkur saman við þann flokk af liðinum sem við viljum vera sambærilegir, þá sést greinilega að Lucas kæmist ekki í neitt af þessum liðum. Afhverju? Vegna þess að hann er ekki góður á boltann, hann er með slakar sendingar og hann hefur ekki gott auga fyrir spili. Það má vel vera að hann sé ágætur varnalega, en á ég að trúa því að við getum ekki fundið leikmann sem getur bæði? Ætlum við að sætta okkur við Lucas og halda okkur í meðalmennsku? Auðvitað spilum við Lucas núna, og hann á að vera í byrjunarliðinu einsog staðan er í dag, en einsog við vitum allir þá er staðan í dag ekki góð. Vonandi verður honum skipt út í sumar fyrir betri mann, eða manni bætt við og hann getur verið á bekknum.

    Mig langar dáldið að bera saman Aurelio og svo Lucas (sem miðjumenn). Lucas er betri varnarlega en Aurelio (sem er varnarmaður, kaldhæðnislegt), en Aurelio hefur: Auga fyrir spili, góða móttöku á bolta, mjög góðann vinstri fót, bæði í stuttum sendingum, skotum og löngum boltum. Lucas er slappur á boltann, ekki gott auga fyrir spili (spilar 70% til baka eða til hliðar á bakverði) og afspyrnu lélegur í löngum boltum og skotum. Og þá spyr ég, hvorn viljiði í liðið? Baráttu eða gæði? Er betra að hafa Lucas tapandi boltanum, og vinnann aftur, því hann er svo góður í því, eða Aurelio sem er góður á boltann og á erfiðara með að tapa honum og í þau fáu skipti sem það gerist, lélegri að vinna hann aftur? (Gott dæmi er leikur í dag þegar Lucas var næstum búinn að gefa mark vegna þess að hann hangir á boltanum missir hann, heimtar auka og Wigan geysast í sókn).

    Við erum með heimsklassa leikmenn í liðinu, en bilið virðist vera svo mikið milli þeirra og svo þeirra sem “fylla” uppí er svo gríðarlegt. Við erum með heimsklassa markvörð, ekkert að þar. Við erum með 3 varnarmenn sem ég vil halda (fyrir utan carragher), það eru Kelly, Agger og Johnson. Skrtle og Kyrgi eru hrikalega lélegir. Okkur vantar ekki “gamaldags” varnarmenn heldur leikmenn sem verjast vel og geta spilað bolta úr vörninni, eitthvað sem Agger er einn miðvarðana fær um.

    Á miðjunni erum við með Lucas, Gerrard, Meireles og Poulsen. Við þurfum ekkert að ræða Poulsen, hann er ömurlegur, en þarna sé ég bara Gerrard og Meireles sem leikmenn sem ég vil halda.

    Kanntarnir eru svo algjörlega geldir, Maxi og Jova geta ekkert og eiga heima í miðlungs liðum á spáni/þýskalandi. Kuyt er svo leikmaður sem ég fýla, en hann hægir samt á öllu spili og er með lélegar sendingar, lélegar fyrirgjafir og er tæknilega fatlaður. Hann hefur hinnsvegar vinnslu sem er góð í einum tilgangi, að spila á móti liðum sem byggja spil mikið upp á bakvörðum. Hann getur djöflast í Evra, Cole og Alvez, en á móti Wigan, nei takk. Ég vil samt ekki losna við hann, hann er fínn fyrir breidd og bekkjarsetu.

    Frammi bættum við svo okkur þvílíkt og erum komnir með quality í fleirri en einum manni (þegar Torres var). Ekkert meira um þá.

    Nú er ég ungur, og veit ekki hvaða bolta þið voruð að horfa á Liverpool spila fyrir 10 – 30 árum, en ég vil ekki sjá duglegann mann keyptann eða tekinn fram fyrir í lið fyrir góðan mann. Ég held að kraftaverkin gerist ekki oft, þar sem Liverpool geta unnið Meistaradeildina með liði fullu af meðalmönnum + Gerrard og Alonso.

    En mig langar bara að spyrja ykkur Lucas/Kuyt fans. Eru þeir nógu góðir til að spila í stórliði, sem við stefnum á að verða í náinni framtíð? Hafa þeir quality í fleirri en einum þætti fótboltans? Sjáiði þá komast í lið hjá Barca, Real, Inter, Chelsea og Bayern?

  70. @81 HJBrynjólfsson… Góður rökstuðningur og vel sett fram. alltaf gott þegar menn rökstyðja skoðanir sínar á því hver vegna og hvers vegna mönnum líkar ekki við ákveðna leikmenn.
    Hins vegar þá er í raun ekki hægt að bera saman Lucas og Aurelio. þá er Auerilo bara ótrúlegt fyrirbæri útaf fyrir sig. Afhverju? jú hann er vanalega flokkaður sem varnarmaður. en hann er ekki hár og getur ekki unnið marga skallabolta, hann er ekki sterkur líkamlega og vinnur ekki mörg návígi, hann er ekki hraður og vinnur ekki menn á sprettinum og svo er hann ekki brjálæðingur sem hendir sér í hvað sem er sama hvað gerist. Hins vegar er hann með frábæra syrnugetu, nákvæmar sendingar og rosalega gott auga fyrir spili, en hann getur ekki tekið mann á. Hvar getur svona maður spilað á vellinum? í raun þá getur hann ekki virkað án þess að vera með mann eins og Lucas með sér.
    Annað, þú segir orðrétt “Lucas er slappur á boltann, ekki gott auga fyrir spili (spilar 70% til baka eða til hliðar á bakverði) og afspyrnu lélegur í löngum boltum og skotum” ekkert af þessu er rétt hjá þér nema með skotin. Lucas er með mjög góðar móttökur, hann sendir alltaf á þann fót samherja sem að er lengra frá mótherja, sem djúpur miðjumaður þá Á hann að senda boltann til hliðanna eða til baka (þar sem hann er oftast að fá boltann þegar hann snýr baki í vallarhelming mótherja). Hann er að gera það sem Djúpur miðjumaður á að gera. Lestu það sem Birkir segir í commenti 74 um hvernig veikleikar hans koma í ljós.

    Varðandi hvort hann kæmist í lið Barca, veit ekki reynir sjaldan á Keita sóknarlega en hann gefur boltann næt alltaf til hliðar, Real uuuu já Lucas er ekki síðri en Keidhira (eða hvernig þetta er stafað), Inter = Cambiasso er besti djúpi miðjumaður að mínu mati í dag, Chelsea = engin spurning, Lucas er mun betri en Mikel sem hefur byrjað 19 leiki í deildinnni í ár en hefur aldrei þurft að fara fram yfir miðju vegna breiddarinnar á sóknar miðjumönnum og með Bayern þá þekki ég það ekki nógu vel hver er þeirra holding midfielder né hvernig hann hefur verið að spila í ár. en svona allt í allt þá er Lucas alveg að standast viðmið við þessa holding midfielders liða sem þú nefnir
    19

  71. Hvernig væri nú að hætta að tala endalaust um Lucas ? höfum engan betri hvort eð er 🙂

  72. NR 81. HJ Brynjólfsson.

    Þetta kallast að seigja hlutina nákvæmlega eins og þeir eru.

    Ég gæti ekki verið meira sammála!

    Flott grein!

  73. Að mínu mati er Lucas ekki að stíga feilspor þessa daganna. Einhver besti afturliggjandi miðjumaður heims í dag. Hann missir aldrei boltann, kemur honum alltaf á samherja og stöðvar þær sóknir sem hann á að stöðva. Vandamálið í dag var örlítið meira bit frammi.

  74. Ég er sammála flestu þarna í nr. 81 nema með Lucas. Mér finnst hann sinna sínu hlutverki vel en þegar hann fer framar eins og undir lok leiksins í dag og missti boltann alveg nokkrum sinnum þá á hann að fá stórskotahríð í átt til sín ? Suarez missti boltann líka undir lokin útaf hann var alltaf að reyna að fara framhjá leikmönnum. Lucas sá greinilega enga hreyfingu í Liverpool liðinu enda sást að enginn var að nenna að spila þennan leik í seinni hálfleik nema mjög fáar undantekningar, Kelly, Suarez, Lucas, Carra. Það eru einu leikmennirnir sem voru að reyna að vinna þennan leik.. hinir treystu bara á 4 games unbeaten runið sitt.

    Verð að segja líka að ef Maxi og Jovanovic fara ekki í sumar þá verður þetta lið ekki í meistaradeild strax. Þetta eru án gríns, vanhæfustu fótboltamenn sem ég hef séð spila.. öll 20 liðin í ensku úrvalsdeildinni myndu hafna þessum mönnum enda ömurlegir og alltof launaháir leikmenn að mínu mati.

    Ég vill sjá keypta 2 fljóta og flinka kantmenn eins og Eljero Elia og Eden Hazard og svo kannski einn djúpann VARNARMIÐJUMANN sem getur eitthvað í fótbolta annað en Poulsen. Væri þá til í að sjá 4-3-3 á næsta tímabili með Gerrard, Meireles og nýjann leikmann á miðjunni, 1 nýjann hægri kantmann, Suarez og Carroll frammi.

    Ef NESV/FSG klára þetta mál og gefa Kenny nýjan 5 ára samning þá mun ég taka af ofan fyrir þeim og gjörsamlega dýrka þessa menn. Með þannig lið, þennan þjálfara og metnaðarfulla eigendur mun þetta lið komast á meðal toppliða á næsta tímabili. Og með því áframhaldi sé ég fyrir mér Liverpool verða Englandsmeistari árið 2013.

  75. Ég er sammála þeim hér fyrir ofan varðandi Lucas. Hann er að skila sínu hlutverki vel, það er samt enginn að segja að mætti ekki bæta sig á boltanum.
    Aftur á móti varðandi Kuyt þá hreinlega skil ég ekki þessa ást sumra á honum. Jú hann skorar góð mörk við og við en þess á milli er hann ekki að gera neinar gloríur. Hann á erfitt með að taka á móti boltanum og þegar það tekst á hann oftast í miklum erfiðleikum með að koma honum frá sér og oft virðist einsog hann sé að halda aftur að sóknarleik liðsins. Mér persónulega fanns t.d. sóknarleikur liðsins í gær komast á betra flug eftir að hann fór útaf, Jovanovi er samt engan vegin betri leikmaður.
    Ef að Cole og Carroll verði heilir á þessu tímabili vil ég sjá framlínuna skipaði af þeim og Suarez með Gerrard og Meirels fyrir aftan þá og síðan Lucas(með bæta tækni 🙂 ) að halda miðjunni.

    Að smá öðru þá talið þið um að þið viljið losna við þennan og hinn en í sumar er algjört möst fyrir Liverpool að kaupa tvo fyrir hvern einn leikmann sem er seldur vegna þess að það er enginn breidd í hópnum. Salan á Babel er í þessu samhengi mjög skrítin t.d. því hann bauð uppá ákveðna breidd á bekkinn.

  76. Búinn að horfa á leikinn, fór eins og mig grunaði að drengirnir myndu sakna mín, þar sem ég náði ekki leiknum live :=)

    Sammála leikskýrslunni í öllum aðalatriðum, það er einfaldlega mikill missir að hafa ekki Agger, Gerrard, Carroll og Cole þegar við þurfum að skapa hættu. Það að Meireles var lasinn hjálpaði heldur ekki.

    Við verðum bara að halda áfram að þola þetta tímabil sem ég er sannfærður um að mun að mestu fara í að sjá hvaða leikmenn eru tilbúnir að halda númerunum sínum næsta vetur. N’Gog, Jovanovic, Maxi og Aurelio gerðu ekki mikið til að réttlæta sig fannst mér og auðvitað verður maður að sætta sig við að Martin Kelly er enn ekki 100% stöðugur í öllu sem hann gerir.

    Dirk Kuyt átti erfitt í gær, en ég trúi því ekki að menn vilji afskrifa þennan dreng eftir tvær frábærar frammistöður, gegn Stoke og Chelsea. Hann er með þvílíkt LFC hjarta og leggur sig svo mikið í vinnu fyrir félagið að allir þeir sem hafa stjórnað honum hjá klúbbnum hafa haft hann sem lykilmann. Þeir eru á æfingasvæðinu að sjá hvað gengur þar á og hann græðir örugglega á því drengurinn!

    Lucas Leiva er á góðri leið með að verða einn besti holding midfielder í heimi. Hann spilar sömu stöðu og t.d. Diaby hjá Arsenal, Obi Mikel hjá Chelsea og Fletcher hjá MU og er algerlega á pari eða betri en hinir. Það sást augljóslega gegn Stoke hvað við söknuðum yfirvegunar hans á miðsvæðinu. Hann er lykilmaður í þessu liði og verður áfram.

    Tökum eitt stig út úr þessu og höldum áfram, CL sæti er auðvitað fjarlægur draumur sem mér finnst klúbburinn í raun ekki geta krafist eftir bullið sem gekk á fram í janúar, en vonandi tekst að undirbúa okkur öll undir frábæran vetur næsta tímabil.

    Næst er að komast áfram í Evrópudeildinni, þar er dolla sem hægt er að vinna!

  77. Mig langar dáldið að bera saman Aurelio og svo Lucas (sem miðjumenn). Lucas er betri varnarlega en Aurelio (sem er varnarmaður, kaldhæðnislegt), en Aurelio hefur: Auga fyrir spili, góða móttöku á bolta, mjög góðann vinstri fót, bæði í stuttum sendingum, skotum og löngum boltum. Lucas er slappur á boltann, ekki gott auga fyrir spili (spilar 70% til baka eða til hliðar á bakverði) og afspyrnu lélegur í löngum boltum og skotum

    Kallast það góð grein þegar maður fullyrðir bara svona út í loftið, hvernig væri að sýna fram á þetta með statistík…

    Það er nú þannig að Lucas er ekki valin í liðið trekk í trekk vegna þess að hann er svona skelfilega lélegur í fótbolta… Maðurinn skilar bara sínu virkilega vanmetna hlutverki mjög vel á vellinum…

    fyrst þú berð saman Lucas og Aurelio þá langar mig að benda á að Aurelio hefur spilað lítið sem ekki neitt fyrir landsliðið sitt og er meiðslapési…

    Sjálfur finnst mér þessir menn vera veikustu hlekkir Liverpool: Maxi, Jovanovic, Aurelio, Skrtl, Poulsen, Konchesky, Ngog,

    Aðrir mega vera þó að það sé sjálfsagður hlutur að styrkja stöður út um allan völl og skapa samkeppni í byrjunarliðið.

  78. Ég hef grun um að mistökin í þessum leik hafi verið að setja N´Gog inn á en ekki Poulsen. Dalglish gat svo sem ekki séð það fyrir að N´Gog myndi ekkert gera, en hann hefði þá getað sett Poulsen inn fyrir Kuyt til að fá meiri vigt inn á miðjuna.

    Þessi Lucas umræða er orðin ansi þreytt, Lucas er að þróast í afar góðan djúpan miðjumann. Hann er alls ekki gallalaus en samanburður við t.d. Mikel er Lucasi mjög hagstæð. Sama má segja um samanburð við t.d. Carrick, Huddlestone og fleiri slíka. Lucas hefur síðasta árið verið að bæta sig mikið í sendingum fram völlinn og hefur nú mun betri yfirsýn en áður. Þótt hann geri enn mistök þá hefur þeim fækkað mjög og eru á leiðini í ásættanlegt horf.

  79. @#86 Almar – Alveg hjartanlega sammála, Maxi er alls ekki byrjunarliðsmaður fyrir LFC og Jovanic enn síður og mega fara í sumar. Þreyta í Lucas eftir landsleikinn og ef við ætlum að tryggja okkur meðal 4 efstu á næstu leiktíð þurfum við fljótan kantmann því að Kuyt er ekki sá maður sem sprengir varnir þó hann gefist aldrei upp. Tveir snillingar úr U-20 ára liði Brassa og passa inní hugmyndafræði NESV eru Lucas (nr.10) og Neymar. Neymar er t.a.m. kominn með 9 mörk á mótinu. chelski reyndi mikið að fá hann í sumar en hann vildi vera áfram hjá Santos…að sinni.

    Hér er 6-0 sigur á Uruguay:
    http://www.101greatgoals.com/videodisplay/uruguay-brazil-8483369/

    og 5-1 sigur á Chile:
    http://www.youtube.com/watch?v=5iAbti_jB-Q&feature=player_embedded

  80. Þegar Carroll kemur inn í liðið þá myndi ég vilja sjá Suarez á vinstri kanntinum, Meirels frammi með Carroll, Gerrard og Lucas á miðjuna og svo einn nýjan á hægri kanntinn næsta sumar til að leysa Kuyt af hólmi. Cole, Kuyt, Pacheco ofl gætu verið flottir squad players og leyst af kanntana og holuna með góðum árangri.

    Svo myndi ég vilja fá einn heimsklassa miðvörð í liðið, örðuvísi munum við aldrei vinna neitt í þessari deild. Agger meiðslahrúga og Carra gætu skipts á að vera með honum í vörninni.

    Spái því svo að fyrstu kaup Hodgson í sumar verða……….Skirtle !

  81. Það eiga allir leikmenn upp og niður leiki. Í gær voru greinilega Meireles veikur og Lucas ekki alveg að finna sig. Lucas var með Maxi og Aurelio með sér á miðjunni eftir að Meireles fór útaf og þá datt Kuyt niður á miðjuna og N’Gog fór upp á topp með Suarez. Þá var miðjan semsagt Lucas, Maxi, Kuyt og Aurelio. Hann þurfti svo að verja 2 hafsenta en ekki 3 eins og í síðustu tveimur leikjum og annar er hægur og hinn held ég heimskur og “inkaður”.
    Ergó: Lucas stóð sig vel. Hættiði svo þessu kjaftaæði um að hann geti ekkert.

    Mig langar hinsvegar að taka áfram smá pælingu útfrá innleggi Magga, þar sem hann talar um framtíðina. Aðeins 3 leikmenn eru 30 ára eða eldri í dag sem eru að mínu mati “hardcore” púllarar, Carrager, Kuyt og Gerrard. Allir aðrir eru undir 30 ára aldri og ætli meðalaldurinn sé ekki í kringum 26 ár. Reina á c.a. 10 ár eftir í boltanum líka. Spurning er þá hvað vantar í klúbbinn okkar drengir?
    Framtíðar menn LFC í vörn í dag eru þá:
    Kelly, Johnson og Agger. Skrtel verður áfram og brekkan niður fyrir Carra. Squad players verða þá væntanlega Kyriagos og Aurelio. Minnir þó að Kyriagos sé að renna út á samningi í vor og reikna ekki með því að hann verði endurnýjaður. Wilson gæti komið inn og spuring hvað verður um Insua. Okkur vantar þá einn hafsent og einn vinstri bakkara. Annars erum við nokkuð góðir.

    Framtíðar menn LFC á miðju eru þá:
    Lucas, Meireles, Gerrard og Kuyt. Promisin eru Jonjo, Spearing. Squad spilarar eru Maxi og Cole. Svo er spurning hvernig kallinn leggur þetta upp. Í 4.4.2 kerfi vantar okkur 2 miðjumenn en í 4.3.3. kerfi sennilega ekki nema 1. Lucas er eini holding midfeilderinn og spurning er að mínu viti hvernig Spearing kemur út. Gæti vantað einn holding midfielder. Eigum tvo ágæta framliggjandi menn [Gerrard / Meireles ]. Spurning hvernig maður metur Kuyt. Hægri kant? VInstri kant? stiker? … Allavega, hér vantar a.m.k. einn holding midfielder og mögulega 1-2 kantmenn eftir því hvað kallinn vill geta gert. Spurning hvort Aurelio, Kelly, Johnson og mögulega Insua geta gert og hvað ekki. Klárt þó að mínu viti að það þarf ekkert panik buy hingað. Ekki gamlan rassíðan júgga allavega.

    Framherjar:
    Carrol og Suarez. Promising er Pacheco. En hann hefur fengið allt of lítið af mínútum m.v. hvað hann er promising. Spurning hvort hann verði bara promising, hvað veit ég. Kuyt gæti svo líka stutt við hérna og jafnvel Cole en vil þó ekki taka hann með í spilið. Ngog er búinn að sýna nóg eins og Babel og vil ég þakka honum sitt framlag og biðja hann um að finna sér annan klúbb.
    Hérna vantar okkur finnst mér eins og einn góðan striker í viðbót. Það er alveg ljóst. Það verða dýr kaup en … við verðum að taka það.

    Mín niðurstaða er að LFC á 18 leikmenn sem ég tel LFC kvalifíkeraða. Menn sem hægt er að treysta á að komi inn og breyti leik og klári jafnvel ef út í það er farið. Það vantar þetta 4 stykki svo klúbburinn geti farið að verða challenger. Ég tel það líka full sannað að stjóraskiptin hafa sýnt fram á að með réttum talent í stjórn er hægt að fá lúðanna og sleðanna sem menn skældu sem mest yfir til að spila eins og karlmenni. Það er ótrúleg breyting.
    Svo er það spurning að láta Carra, Gerrard og Kuyt fara í sama jóga prógram og Giggs í gær. Gaurinn er 58 ára gamall og spólaði fram og til baka í gegnum vörn City á 85 mínútu ….. Ótrúlegur gaur.

  82. Þessi breidd sem við höfum er bara djók, bekkurinn í gær var ,,Gulacsi, Kyrgiakos, Wilson, Poulsen, Pacheco, Jovanovic,,. Enginn af þessum leikmönnum er að fara breyta Liverpool leikjum til hins betra. Það verður gaman að sjá hvort það verði eitthvað úr mönnum eins og Pacheco, Wilson, Shelvey og Spering. Kuyt og Lucas umræðan er orðinn þreytt, Kuyt er frábær leikmaður og leggur sig alltaf 110prósent í leikina. Lucas er leikmaður sem ég blótaði alltaf eins og margir en hann er að sanna sig sem góður leikmaður og á hrós skilið. Svo eitt að vera varnarsinnaður miðjumaður er þú lítið að sækja, þú átt að brjóta upp sóknir andstæðingana og koma boltanum á mann sem sér um sóknarhlutverkið.

    Fyrir mér þarf að hreinsa til í sumar og er ég sammála Kristjáni Atla að það sé menn eins og Poulsen, Jovanovic, Maxi og Aurelio mega fara. Það þarf að versla í sumar til að Liverpool verði samkeppnishæft um 4sætið. Það þarf nýja miðvörð, nýjan vinstribak, miðjumann og vinstri kanntmann. Vissulega getur maður nefnt nöfn en ég treysti Kenny Dalglish og Damien Comolli fullkomlega.
    En minn listi fyrir sumarið er G.Cahill/S.Kjær, F.Coentrao, C. Adam og A.Young. En þetta er nú bara til að láta hugann reika.

  83. Trúi því varla að ég sé að segja þetta en

    Ég hef grun um að mistökin í þessum leik hafi verið að setja N´Gog inn á en ekki Poulsen.

    ég er hjartanlega sammála þessu. Við töpuðum miðjunni alveg við þessa skiptingu þó eins og Ívar segir var ekki hægt að vita það fyrir hversu slæmur N´Gog yrði.

    Svo finnst mér þessi Lucas umræða furðuleg enda okkar besti og lang stöðugasti leikmaður sl. ár og líklega rúmlega það. Ef við ætlum að bera sóknarhæfileika hans saman við einhvern þá ætti það að vera með Mascherano og þarf að ræða það eitthvað frekar? Hann er síðan ekki langt að baki honum hvað vinnusemi og varnarleik varðar.

    Hann var krossfestur af stuðningsmönnum Liverpool þegar hann átti að taka við af Alonso enda bara fáránlegt að ætlast til þess að hann tæki við af honum enda erfitt að finna ólíkari leikmenn, en þeir myndu virka vel saman í dag.

    Svo mættu menn aðeins huga að því að hann er fokkings 23 ára.

    Ef allt er eðlilegt verður þetta lykilmaður hjá okkur og fyrsta nafn á blað í flestum leikjum næstu 5-8 árin.

  84. Skulum róa okkur yfir Lucas, hann var skelfilegur á tíma í gær en annars er hægt að sjá bætinguna hans mikið.

  85. Ég er alveg steinhættur að botna í mönnum hérna. Rakkandi niður leikmenn liðsins eins þetta séu bara hundar. Sýnið smá klassa félagar og reynið að koma með eitthvað málefnalegt fram og rök fyrir máli ykkar í stað þess að rífa bara niður. Lucas var ekki eini maðurinn inn á vellinum í gær sem var ekki upp á sitt besta. Liðið allt gerði jafntefli í þessum leik með hjálp frá aðstoðardómaraleiksins og jú aðaldómara einnig. Það er eiginlega hjákarlalegt að hann skuli heita Friend því hann er enginn Friend ! Allavega ekki Liverpool Friend 🙂

    Hinsvegar er allt annað mál ef maður lítur raunsætt á hlutina að í Liverpool eru alltof margir farþegar. Leikmenn sem eiga ekkert erindi í byrjunarlið eða einu sinni á bekkinn. Eru ekki einu sinni squad players. Ekki í byrjunarlið í það minnsta sem ætlar sér að berjast um titla. Ef við horfum á toppliðin þá eru þau lið með gríðarlega sterka leikmannahópa sem virka þannig að þótt einn fari útaf úr byrjunarliði þá kemur annar inná sem að veikir samt ekki liðið. Liverpool hefur fáa ef nokkra þannig að mínu mati. Ég gæti alveg sest yfir og rýnt í static núna en ég bara nenni því ekki. En hún er þarna máli mínu til sönnunar.

    Ég efa það ekki að hjá Liverpool FC verður hreinsað til vel í sumar. Leikmenn eins og Ngog, Jovanovic, Maxi, Poulsen, Skertl, Aurelio, Cole og eflaust einhverjir fleiri verða látnir flakka og aðrir yngri og hungraðri leikmenn fengnir til liðsins. Það er einnig hugsanlegt að menn eins og Kuyt verði einnig leiddir að gapastokknum. Það er alveg klárt að það á að bæta gæði hópsins næsta sumar ásamt því að yngja hann upp í sömu andrá ! Þetta er allavega mín spá að þessir fari út og 4 -5 yngri gæðaleikmenn verði fengnir inn í staðinn ! Þetta er engin óskhyggja af minni hálfu heldur bara mat. Dettur ekki í hug að rakka þessa menn niður.

    Það allavega virðist vera svo sterk lenska hjá mörgum hérna inni að þurfa ALLTAF að finna einhverjum eitthvað til foráttu í liðinu eða staffinu. Kenny Dalglish var og er ekki að fara að gera kraftaverk með hópinn heldur gera sitt besta. Það kannski jaðrar við kraftaverk það sem hann gerir en hann var aldrei að fara að vinna alla leiki sem eftir eru á tímabilinu ! 6 leikir í röð án þess að tapa og einungis 3 mörk fengin á sig. Ég kalla það bara mjög gott og er honum og liðinu þakklátur fyrir það :=)

    Hættið þessu þvaðri strákar og styðjið við bakið á liðinu fram á vorið. Eftir það verður ykkur örugglega að ósk ykkar með að losna við suma leikmenn :=) YNWA

  86. Voðaleg viðkvæmni er þetta varðandi Lucas, hann átti ekki góðann leik í gær og þá má ekki minnast á það án þess að sumir hérna hrökkvi í vörn.

    Lucas hefur stöðugt verið að bæta sig og á mikið hrós skilið fyrir sitt framlag, en ekki fyrir leikinn í gær, hvort sem hann hafi verið þreittur eða eitthvað annað.

    Það mætti halda að hann sé hafinn yfir gagnrýni vegna þess hversu mikið hann hefur bætt sinn leik, hann hefur bætt sig mikið, og hann þurfti líka að gera það.

  87. Hafliði það er munur á að gagnrýna á uppbyggilegan og málefnalegan hátt og svo að rakka hreinlega niður án raka. En ég er allavega ekki í vörn ef þú ert að tala um mig. Mér fannst Lucas lélégur í gær ásamt fleirum í liðinu. Fyrir það má alveg gagnrýna mín vegna !

  88. ég held að Lucas ætti taka Sergio Busquets til fyrirmyndir þarsem þeir báðir eru mjög svipaðir leikmenn.
    þetta er það sem XAVI sagði um Sergio Busquets:
    Look at [Sergio] Busquets – the best midfielder there is playing one-touch. He doesn’t need more. He controls, looks and passes in one touch. Some need two or three and, given how fast the game is.

    Góður Djúpur miðjumaður þarf ekki alltaf geta send hintmiðað langar sendingar.
    Svo held ég að hann Lucas mun passa meira í pass-move en í kick an run fótbolta.

  89. Núna er Torres ánægður með sína ákvörðun. Að vera laus við að gera jafntefli við lið við botn úrvalsdeildarinnar.

  90. Ég skoðaði svolítið tíman sem Liverpool mennirnir spiluðu í sínum landsleikjum.Kuyt og Meireles spiluðu held ég 80+ mín Agger,Poulsen,Glen Johnson,Lucas 90min.Held að þetta skýri úthaldið í leiknum þreytan sagði til sín og meiðslin en ég er sammála því að mér finnst 4-4-2 ekki virka með þennan mannskap.Hefði líka viljað sjá nota allar skiptingarnar.Svo söknum við líka Cole þó sumum finnst það ekki ef hann bætir sig jafn mikið og aðrir undir stjórn Kennys þá verður hann mikilvægur.Þetta voru óheppileg úrslit en margt jákvætt samt.

  91. Xabi fór og síðan hefur leikur liverpool aldrei náð sér lúkas er bara ekki nóu góður

  92. Já lucas hefur líka nokkur ár til þess að ná Xabi,man ekki til þess að Xabi hafi verið einhver heimsklassa leikmaður 23 ára gamall…..klárlega vert að halda Lucas og miklar framfarir hjá honum í vetur…við erum eitthvað að jafna okkur og vonandi eftir sumarið verður búið að signa 2 heimsklassa leikmenn til viðbótar við þessa 2 sem við fengum í jan…það er eitthvað að birta til hjá okkur…

  93. ekki reyna að líkja lucas við alonso.. alonso er einn besti playmaker í heimi og lucas spilar ekki playmaker stöðu, hann er miðjuböðullinn og getur spilað þá stöðu ágætlega en er svipað ef ekki verri sendingamaður en mascherano var, þarf bara að fara að læra betur takmörk sín og reyna að hætta að taka þessa úrslitasendingu alltaf, jú það hefur tekist nokkrumsinnum hjá honum en sárasjaldan ef litið er á fjölda tilrauna til þess. þeir leikmenn sem þekkja takmörk sín í fótbolta þurfa ekki endilega að vera þeir bestu í heimi til að vera ótrúlega skilvirkir, hann ætti að taka þetta til sín því þetta er hörku leikmaður ef hann spilar á styrk sinn sem er í því að vinna bolta og skila honum snöggt stutt frá sér á betri sendingamenn

  94. Já þessi umræða er alveg eðlileg eftir leikinn.Það má alveg segja að Poulsen hefði mátt koma inn á í staðinn fyrir ngog.Skelfilegt að sjá varnar vinnu skrtel á þessu annars kolólöglega marki sem við fengum á okkur.En gaman að sjá margt hjá suarez og ég spái því að hann komi sterkur inn í næsta leik svo þurfa aðrir leikmenn að venjast hans spilamennsku ekki bara að hann venjist enska boltanum.En sammála því að það þarf að kaupa inn í sumar ætla ekkert að gefa út hverjir þurfa að fara,læt kónginn um það.YOU NEVER WALK ALONE..

  95. Mér fannst kuyt lang verstur í leiknum jú jú hann er duglegur að verjast og svoleiðis en hann klúðraði þó nokkrum auðveldum sendingu þar sem suarez hefði sloppið einn í gegn alveg hræðilegt að horfa á þetta og lucas var bara jafn lélegur og allir hinir ég dæmdi hann mikið síðustu leiktíð en hann er bara flottur þessa leiktíð og búin að koma mér skemtilega á óvart

  96. hoddij: Á móti Chelsea var Lucas með 88% sendingarnýtingu (40 af 45 heppnuðust), þannig að hann getur þetta. En jú, hann er svolítið mistækur í þessu, en hefur batnað mikið.

  97. Ég er kominn heim að norðan og búinn að horfa á leikinn…

    Hef litlu við að bæta sem ekki hefur verið sagt. Liðið var slappt… Gerið betur!

    Annars mun ég líklega ekki stíga fæti aftur inn á Kaffi Akureyri eftir að þeir sögðust ætla að sína leikina á Laugardeginum þar til að hann fattaði að ég var að tala um Liverpool (er eitthvað annað lið?) og þá sagði hann eitthvað í þessa áttina:”ekki séns að ég sýni eitthvað svoleiðis rusl!”

    Legg til að þetta verði brennt hið snarasta og breytt í bílastæði…

  98. Þriðja komment =)

    Finnst ykkur skrítið að það sé talað mikið um Lucas og Kuyt? Við þurfum ekki að efast um ágæti Gerrard, Meireles, Reina og Agger. Við þurfum heldur ekki að halda því fram að Maxi, Jova og Poulsen séu góðir. Við ræðum aðalega um þessa tvo útaf þeir eru umdeildir.. menn hafa ekki sömu skoðun.

    Málið er það að mér finnst Lucas ekkert meira en bekkjarsetumaður hjá stórliði, einsog er í besta falli. Hann er mjög klaufalegur, á erfitt með að skýla bolta og leika úr vandræðum. Menn eru alltaf að tala um pass and move hér á síðunni. Er það ekki ideal að vera með mann sem getur þá spilað boltanum vel og fljótt en mann sem þarf 3 touch og kemur svo með slappann bolta. Það er ekki hægt að dæma allan fótbolta á statistics. Sending frá X getur farið á samherja Y, hann fær “complete passing” fyrir það, en það þarf ekki að vera að sendingin hafi verið góð, kannski var hún fyrir aftan Y í hlaupi upp kanntinn, eða Y þarf að taka extra-touch til að ná control á boltanum.

    Síðan hafa menn verið að tala um að Lucas hafi verið bestur síðustu 1 – 2 tímabil. Þessi 2 tímabil hafa verið svo afspyrnuléleg að ég sé ekkert ljós í því að vera bestur þar. Flestir að spila undir getu og þjálfarinn að klúðra þess á milli.

    Og annar punktur, þegar menn tala um að Kuyt leggji sig allann framm og sé svo duglegur. Er nóg að vera bara duglegur, hvaða helvítis lið er með hægri kanntmann sem sinnir aðalega varnarhlutverki, önnur en Stoke, Wigan og Wolves? Kuyt er ekki góður í sendingum, taka menn á, fyrirgjöfum, ekki hraður og lélegar móttökur. Hann er samt duglegur, áræðin og mikilvægur einsog ég hef tekið fram áður í stórleikjum á móti góðum bakvörðum og liðum sem byggja upp á hröðu kanntspili og overlaps. En við spilum í 20 liða deild, spilaðir 38 leikir og aðeins 8 – 12 af þeim eru ideal fyrir hann.

    Þriðji og síðasti punkturinn. Hér ræða menn alltaf um þetta pass and move og ég er mikill aðdáandi þannig fótbolta. Meðan sendingargeta í liðinu er svona slök, þá er ástæða til að spila með holding midfielder. Lucas er kannski ágætur í því hlutverki. En um leið og sendingargeta eykst þá verða þannig menn alltaf nær því að verða óþarfir. Lið sem er gott að halda boltanum þarf ekki einhverja kanínínu á kanntinum sem hleypur endalaust, það þarf ekki holding midfielder til að ryksuga eftir liðið. Það er hægt að hafa djúpann miðjumann, einsog Alonso eða Xavi sem stýra spili en láta menn einsog Puyol eða Carvalio hreinsa eftir sig, í þau fáu skipti sem þeir tapa boltanum.

    Fótbolti er að þróast úr því að vera einsog Stoke spilar og í það að verða einsog Barca spilar. Besta dæmið um þetta er gervigraskynslóðin á Íslandi. Lið einsog FH og Breiðablik sem spila pass and move eru farin að geta eitthvað í fótbolta og “Kuyt-arnir” á skaganum sitja í 1.deild! Með Kórnum, Egilshöll og Fífunni æfa krakkar við bestu aðstæður allt árið og þar er áherslan á sendingar, móttöku og tækni. Útihlaup eru nær úrelt fyrirbæri. Menn með góða móttöku og sendingar tapa síður boltanum og þeir sem eru síðri í því lenda í því að elta. Hvort viljið þið elta eða halda?

  99. Ætla að koma með aðra kenningu um af hverju Skaginn er verr en FH og Breiðablik.

    Hafnarfjörður og sérstaklega Kópavogur er að stækka. Fleira fólk = meiri gæði.

    Akranes er að landsbyggðarbær sem vex ekki eins hratt og fyrrnefnd bæjarfélög. Held að það sé nærri lagi að útskýra það að Íslandsmeistaratitlillinn er í Kópavogi en ekki Akranesi.

  100. HJBrynjólfsson hvað villt þú þá gera við Gerrard, Carra ofl. af máttarstólpum liðsins sem að hafa verið langt undir pari seinustu 24 mánuði. Menn sem að áttu að sýna fordæmi og leiða hina yngri og óreyndari með sér finnst að þú getur verið svona harðorður gagnvart Lucasi sem hefur verið einn allra besti leikmaður liðsins seinustu 24 mánuði og er gríðarlega vaxandi leikmaður.

    Þú ert greinilega bara blindaður af einhverju óskiljanlegu hatri á drengnum. Það hefur einhver náð að heilaþvo þig illilega, en greyið mitt farðu nú að opna augun.

  101. Var einhver sem sá atriðið með Suarez í byrjun leiks betur, hvort það hefði átt að dæma víti eða ekki? Það var ekki tekið fyrir í messunni

  102. Setjum þessa Lucas-umræðu aðeins í samhengi. Menn virtust sammála um að hann hefði ekki verið jafn góður gegn Wigan og hann var gegn Stoke og Chelsea í leikjunum þar áður en svo leiddist þetta bara einhverra hluta vegna út í það hversu ömurlegur eða ekki nógu góður fyrir Liverpool hann er. Sem er kjaftæði. Hér er tölfræðin:

    Gegn Stoke er hann með 89,2% sendingargetu (66 heppnaðar af 74 reyndum). Hann reynir 6 tæklingar og vinnur 5 þeirra. Gegn Chelsea er hann með 88,9% sendingargetu (40 heppnaðar af 45 reyndum, Liverpool minna með boltann í þessum leik sem útskýrir hvers vegna þetta eru færri sendingar en gegn Stoke). Hann reynir 13 tæklingar og vinnur 7 þeirra auk þess að „stela“ 5 boltum (þ.e. komast inn í sendingar Chelsea). Tveir frábærir leikir hjá honum sem varnartengiliður liðsins.

    Svo er það Wigan-leikurinn. Þar er Lucas með aðeins slakari sendingargetu en hún er samt 84,5% (49 heppnaðar af 58 reyndum) sem er mjög gott. Hann reynir 9 tæklingar og vinnur 6 þeirra (bara Kelly, Johnson og Suarez reyna fleiri tæklingar í þessum leik og Kelly og Johnson vinna fleiri, Suarez ekki) auk þess að „stela“ 2 boltum. Þetta er ööörlítið lakari tölfræði en gegn Stoke og Chelsea en samt mjög góð tölfræði yfir heildina.

    Berum hann svo saman við hina tvo miðjumenn leiksins. Fabio Aurelio er með 73,5% sendingargetu (50 heppnaðar af 68 reyndum, horn ekki talin með) gegn Wigan, reynir 7 tæklingar og vinnur 5 þeirra og „stelur“ 3 boltum. Aftur, mjög góð tölfræði og hann er með stoðsendingu til að styðja við tölfræði sína en samt er Lucas með talsvert betri sendingargetu og vinnur fleiri tæklingar, sem hann á að gera sem varnartengiliður.

    Raúl Meireles lék bara 50 mínútur og skoraði mark en skoðun sendingarnar hans, hann á að vera bestur af þeim þremur í því. Hann er með 79,3% sendingargetu (23 heppnaðar af 29 reyndum, horn ekki talin með) gegn Wigan, reynir 2 tæklingar og vinnur 1 þeirra og „stelur“ 2 boltum. Mjög góð tölfræði fyrir 50 mínútur, nær að skora og eðlilegt að hann tækli minna en Lucas og Fabio sem eru aftar á vellinum en hann. En engu að síður er Lucas með betri tölfræði.

    Með öðrum orðum, tölfræðin bendir klárlega til þess að Lucas hafi ekki verið neinn veikur hlekkur eða lélegur í þessum leik. Ég tek undir það að hann var ekki jafn fráááábær gegn Wigan og í síðustu tveimur leikjum þar á undan, en það er ekki eins og hann hafi verið að gefa frá sér boltann í sífellu eða klúðra öllu sem hreyfðist. Átti bara mjög fínan og stöðugan leik sem varnartengiliður, átti ekki sök á marki Wigan og það er ansi langsótt að ætla að kenna honum sem varnartengilið liðsins um skortin á sóknargetu.

    Tölfræðin sýnir klárlega að miðjan var ekki vandamálið í þessum leik. Botninn datt úr spilamennskunni þegar Meireles fór út af og Ngog – sem skilaði engu – kom inná í staðinn og við getum varla kennt vörninni og Reina í markinu um þetta tap þar sem þeir fengu bara á sig eitt, ólöglegt mark. Nei, sökin á þessum leik liggur í því að okkur skorti sóknarþunga. Suarez var frábær en dómarinn og tréverkið hindruðu hann í að komast á blað, þess utan voru Kuyt, Maxi Rodriguez, Aurelio (markskotin hans, ekki miðjuspilið) og svo varamennirnir Ngog og Jovanovic ábyrgir fyrir því að ekki tækist að skora annað mark í síðari hálfleik. Öðrum fremur, þá er það starf sóknarmanna að skora mörkin og/eða leggja þau upp og þótt allt annað virki aftar á vellinum er lítið hægt að gera ef þessir menn eru ekki á skotskónum.

    Þannig að ef þið viljið kenna einhverjum um þennan leik, kennið þá Maxi, Kuyt, Ngog, Jovanovic, Aurelio og jafnvel Suarez (menn eiga jú bara að hitta á rammann, ekki í tréverkið, ekki satt?) um þetta.

    Ekki Lucas.

    Það er það sem pirrar okkur sem reynum að verja Lucas. Liðið gerir 1-1 jafntefli á heimavelli þar sem varnartengiliðurinn á klárlega enga sök á því að ekki tókst að skora fleiri en eitt mark en samt hrúgast menn hér inn og vilja bara ræða það hvað Lucas er ljótur og leiðinlegur. Það er hvorki vitsmunaleg umræða né skemmtileg.

  103. 5ta frumefnið á púlsinum með umræðuna eins og alltaf … zzzzz.

    Annars er þessi skýring hjá þér út í hött – ættir frekar að reyna að útskýra hversvegna litli fiskimannabærinn Akranes sé langt um sigursælli en bæði félögin í kópavogi til samans. Og FH einnig ef út í það er farið.

    En að þessai Lucas umræðu – þá er hún sorgleg á alla kannta. Það er alveg rétt eins og nefnt er hér að ofan að hann má gagnrýna eins og aðra leikmenn liðsins. En það er samt sem áður orðið ótrúlega þreytt þegar menn drulla eftir hann eftir tapleiki, þó að hann hafi ekki verið slakasti maðurinn á vellinum, lagt því frá.

    Tala nú ekki um menn sem segja hann ekki í L´pool klassa og vilja selja hann helst í gær. Klárlega ekki menn sem eru að fylgjast reglulega með LFC því hann hefur verið okkar besti maður síðustu 12-18 mánuði. Ef hann er ekki nógu góður (sérstaklega þegar horft er til aldurs) þá ætti að setja alla leikmenn LFC á sölulista með þessum rökum, enda allir verið heilt yfir slakari en hann síðasta árið eða svo.

  104. Týpískur leikur eftir landsleiki. Þol þessa landsleiki ekki, sást á mönnum að við vorum alltof þreyttir í leiknum.

  105. Ef menn ætla að fara kryfja Lucas og komast að þeirri niðurstöðu að hann sé vandamálið í leik Liverpool þá myndi ég gjarnan vilja að þeir myndu fara í sömu greiningu á Carra, Skrtel, Johnson, Maxi, Aurelio, Kuyt, Kyrgiakos, Poulsen, Jovanovic, Cole og Ngog, því allir þessir leikmenn myndi ég segja að hafi verið slakari en Lucas á þessari leiktíð. Ef menn hafa farið í gegnum sömu greiningu á þeim og Lucas þá held ég að niðurstaðan væri önnur en að Lucas sé lélegasti leikmaður Liverpool.

    Ég skal alveg játa að Lucas hefur aldrei verið í uppháldi hjá mér og helst af öllu hefði ég viljað selja hann fyrir um tveimur leiktíðum. Ég virði hann hins vegar af því leiti að hann hefur ekki brotnað heldur sett hausinn undir sig, lagt harðar að sér og ignorað allar gagnrýnisraddir. Í dag finnst mér hann einn af betri leikmönnum liðsins og ég er nokkuð viss um að Liverpool allan þann pening til baka sem þeir fengu hann á ef hann yrði seldur. Ég sagði þegar Mascherano fór að Lucas gæti alveg fyllt það skarð sem hann skildi eftir og það hefur hann svo sannanlega gert.

    Til þess að blása enn frekar á þessar gagnrýnisraddir þá hefur Lucas verið einn af örfáum leikmönnum sem hefur verið að bæta sig á meðan aðrir leikmenn hafa algjörlega brugðist og þá erum við ekki að tala um aukaleikarana í liðinu, heldur lykileikmenn eins og Gerrard, Carra og Torres(þegar hann var). Þá hafa mikilvægir leikmenn ekki verið náægt sínu besta eins og Kuyt, Cole, Skrtel, Agger og Johnson. Persónulega tel ég spilamennska þessara kappa sé meira áhyggjuefni hjá liðinu heldur en frammistaða Lucasar á þessu tímabili.

  106. Það þarf varla að gráta jafntefli þegar maður horfar á sóknarmöguleika liðsins síðustu 35 mínúturnar. Jovanovic, Aurelio, Lucas, Kuyt, Maxi, Ngog og svo Suarez sem var nánast einn síns liðs.
    Þetta eru alltof lélegir leikmenn fyrir Liverpool nema kannski Kuyt á góðum degi. Aurelio ágætis backup í v bakvörð. Hinir mega allir fara. GJ og Kuyt áttu ekki eina einustu sendingu sem hvað að allan leikinn þrátt fyrir 60% possession

  107. Varðandi Lucas umræðuna þá eru þeir sem hafa gagnrýnt hann hvað mest eftir Wigan leikinn kanski ekki meðvitaðir um það að ástæðan fyrir því að hann var ekki upp á sitt besta sé að hann var að einhverju leiti að spila úr stöðu. Fyrir 2 árum síðan fannst mér Lucas vera algert drasl, þá var hann líka að spila taktískt öðruvísi en hann hefur gerð frekar vel upp á síðkastið. Þegar hann var keyptur töluðu menn um Gerrard týpu (ég hef reyndar ofnæmi fyrir samlíkingum á leikmönnum, eiga yfirleitt aldrei við rök að styðjast og skemma eðlilega þróun leikmanna, hver man ekki eftir Bruno Cheyrou=næsti Zidane) hvenær ætla menn að átta sig á því að hann er ekki playmaker? Það var nefnilega það sem gerðist í Wigan leiknum að þegar Ngog kom inná fyrir Meireles þá hvarf playmaker elementið og Lucas reyndi að uppfylla þá stöðu.

    Málið er að ef leikmenn eru sérhæfðir í stöðum á vellinum þá er frekar erfitt að ætlast til að þeir leysi aðrar stöður óaðfinnanlega af hendi. Sbr. ef Kyrgiakos væri settur í framherjan og Maxi í markið og Reina á kantinn. Það yrði fiasko.

    Góðar stundir

  108. Eruð þið til í að væla aðeins meira um Lucas? Mætti halda að honum hefði verið troðið ofan í íþróttatösku og sparkað á milli manna.

  109. Sumir segja að tölfræðin ljúgi ekki! En það er ekki alveg rétt… tölfræðin getur verið blekkjandi. HJ Brynjólfsson #63, 82, 112 færir sannfærandi og málefnaleg rök fyrir afstöðu sinni og var engan veginn að taka Lucas eitthvað sérstaklega út. Það voru aðrir sem gerðu það!

    Ég hef aldrei verið hrifinn af Lucas en ég hef aftur á móti dýrkað Kuyt… segir kannski mest um hversu mikið vit ég hef á fótbolta! Ég horfi á með hjartanu og leyfi mér að hafa skoðanir á þessu öllu saman út í rauðan dauðann! Ég horfi á hvað mér finnst menn vera að gera fyrir liðið í það og það skiptið. Í leiknum á laugardaginn fannst mér Lucas og Maxi herfilegir.. bara herfilegir! Lucas hægði á spilinu þegar hann fékk boltann… var að gefa aukaspyrnur á afleitum stöðum þar sem hann var að tækla menn. Tölfræðin segir ekki hvar og hvernig þessar tæklingar eru framkvæmdar. Tölfræðin segir ekki hversu lengi er verið að koma frá sér bolta og hvert boltinn fer. Tölfræðin getur verið blekkjandi.

    Að þessu sögðu þá tek ég það fram alveg sérstaklega og að gefnu tilefni! Það er alveg fráleitt að skrifa jafnteflið á Lucas eða Maxi. Margir aðrir þættir komu þar til og ég held að eins og svo oft áður þá var það hún Lady Lukka með dyggri aðstoð lélegs dómara (Ekki í fyrsta skipti) sem réði úrslitum meir en nokkuð annað á laugardaginn.

    Friður og YNWA

  110. Ég er einn af fjölmörgum (örugglega allir fagnað því) sem fögnuðu því þegar Kenny Dalglish tók við liðinu. Ég ætla bara að leyfa mér að treysta honum og Steve Clark fyrir því að velja liðið og ef þeir telja Lucas nægilega góðan til að spila þá sætti ég mig við það. Lucas er að mínu mati ekki eins arfaslakur eins og margir vilja meina. Hann á sína góðu daga sem og slæmu en hann spilar afar vanþakklátt hlutverk og þá stöðu sem menn taka ekki alltaf eftir.
    Leikurinn gegn Wigan var slakur heilt yfir. Ljósi punkturinn var Suarez, greinilega frábær leikmaður á ferð þar og á vonandi eftir að skila liðinu mörgum mörkum.

  111. Ætli Lucas Leiva yrði fyrsti kostur ef Charlie Adam kemur í sumar.Ekki held ég það,ekki ef Gerrard og meirrelles séu heilir.En það þarf ekki endilega að selja lucas.Eins og komið hefur fram þá skortir okkur grátlega breidd.Sést best á því að annar hver maður sem vill fara frá Tottenspam skuli vera orðaður við Liverpool.Hvað er í gangi?þetta á að vera öfugt.En eins og áður hefur komið fram þá er Lucas ungur og á framtíðina fyrir sér.En GERRARD MEIRRELLES ADAM hljómar vel svo er verið að spá í framtíðar vinstri bakverði þannig að það verður gaman að fylgjast með í framtíðinni!!!!

  112. 70% ef sendingum lucas meðan hann er að spila fyrir framan miðverðina eru 10m sendingar sem á ekki að vera hægt að klúðra, þannig að það er ekki hægt að bera tölfræði hans saman við aðra á vellinum… t.d. var makalele hjá Chelsea alltaf með yfir 90% heppnar sendingar en var samt sennilega ein að verri spyrnumönnum í liðinu.

  113. Spes þessi Lucas umræða hérna. Lucas er að verða að ágætis leikmanni sem er líklegast einhverstaðar mitt á milli þess að vera heimsklassa leikmaður sem væri yfirburðaleikmaður í Barcelona eða leikmaður sem getur ekki neitt og er ávallt sökudólgurinn þegar að Liverpool fær ekki sín 3 stig. Lucas er örugglega búinn að vera einn besti leikmaður Liverpool síðustu tvær leiktíðir, svona heilt yfir en því miður segir það meira um aðra leikmenn Liverpool en Lucas að mínu mati.

  114. Ég skil ekki alveg hvers vegna má ekki ekki gagnrýna Lucas eftir slæman leik, hann átti vondann leik og það gerir leikinn hans ekkert betri að aðrir hafi verið svipað lélegir.

    Sendingaprósenta er gagnslaus tölfræði, sendingaprósenta segir mér að Michael Carrick sé frábær leikmaður.

    Ég get ekki séð það fyrir mér að Lucas Leiva sé lykilmaður í meistaraliði þó hann sé óumdeilanlega okkar besti kostur í þessa stöðu í dag.

  115. Ef að þið Lucas hatarar vilja leita að blóraböggli þá getið þið litið á hann Maxi,

    Hann er bókstaflega ósýnilegur í 90 mínútur.

    Lucas reynir þó að gera eitthvað í þessar 90 mínútur sem hann fær.

    Eins mikið og ég elska Kónginn þá get ég ekki skilið þá ákvörðun hans að hafa Maxi alltaf inná.

  116. það er nú fokið í flest skjól þegar menn þykjast vita betur en landsliðsþjálfari brassa…..
    ætla biðja menn að vinsamlegast draga hausinn ú rassgatinu á sér…… miðjan á móti wigan var skipuð dauðþreyttum leikmönnum og mönnum sem voru að spila úr stöðu…. sum kommentin hérna eru gjörsamlega fáránleg einsog að tala um að lucas sé fínn í bekkjarsetu sem er algjört kjaftæði…. lucas er langbesti kosturinn í CDM rulluna og skiljanlega þegar miðjan er strípuð að hann eigi lélegan dag, skiptir ekki einu einasta máli hvort mascherano hefði verið í hans stað hefði útkoman ábyggilega veruið sú sama þar sem backupið var ekki neitt

  117. Þetta er nákvæmlega það sem ég er að segja.

    Hvernig eru það einhver rök fyrir því að Lucas sé góður að segja að einhver annar sé lélegur eða lélegri. Eða það að segja að Mascherano hefði ekki gert betur.

    Hvernig færir það rök fyrir nokkrum sköpuðum hlut.

  118. rökin eru einsog ég var að segja…….. dauðþreyttir menn, að spila úr stöðu og backupið ekki neitt….
    að mínu mati er það frekar augljóst…….

  119. Þannig að við erum sammála um að Lucas hafi verið lélegur í gær.

    ég hélt það.

  120. njaaa……….. við erum sammála um að liðið sem heild var ekki að uppfylla væntingar… ekkert endilega bara hann…..

  121. Enda er ég ekkert að tala um neinn annan.

    Mér er sama um leikmenn eins og Maxi, poulsen, jovanovic og fleiri vegna þess að það liggur alveg fyrir að þeir eiga ekki eftir að hafa nein áhrif á liðið til lengri tíma litið.

    Það hins vegar gerir Lucas og þess vegna geri ég einfaldlega meiri kröfur til hans heldur en þessara leikmanna.

    Mér fannst hann ekki standast þessar kröfur á móti Wigan. Hann var hægur á boltanum, gaf lausar sendingar sem komu öðrum í vandræði og hélt miðjunni illa.

  122. Það má segja það nákvæmlega sama um Kuyt í leiknum líka, ég gagnrýni hann vegna þess að ég geri kröfur á hans leik sem hann uppfyllti ekki.

    Móttökurnar í rugli og lykilsendingarnar vondar.

  123. Jæja…..er það ekki Milan á morgun, eða var það Barca ? Æj nei það er auðvitað Bursaspor á fimtudaginn ; )

    Einn sem getur ekki beðið eftir að komast aftur í Meistaradeildina !!!

  124. Roy Hodgson, the Great Motivator: “West Brom head coach Roy Hodgson has admitted he is not yet sure whether the Baggies have the players to keep them in the Premier League.”

  125. # 141 – Þetta comment Hodgson: Er þetta ekki hrós fyrir liðið? Miðað við hvað hann dró í búið hjá okkur þá hefur hann mjög takmarkaða getu í að spotta góða leikmenn.

  126. Sælir félagar

    Djöfull er ég orðinn þreyttur á þessu Lucasar naggi. Sú var tíð að ég hafði lítið álit á Lucasi Leiva. En það er liðin tíð. Hann er einfaldlega búinn að stinga upp í mig og ég hef því vit á að þegja frekar en að vera alltaf að höggva í sama “knérörið”.

    Djöfull væri fínt að fá nýjan þráð um eitthvað annað en síðasta leik og Lucas kallinn Leiva.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  127. Í kvöld kemur pistill um Kop-gjörið, eftir að Danny Murphy verður búinn að refsa Torres!!!

  128. # 142 Hann spottaði nú Mereiles, hann má eiga það kallkvölin! 😉

  129. Ég bíð spentur eftir nýjum pislli !! ég kominn með ofnæmisútbrot á þessari Lukas umræðu! það er eins og sumir vilji bara fá að drulla eftir leik og eru svo hugmyndasnauðir að það kemur alltaf sama umræðan upp…

  130. 6-0 og hálfleikur að bresta á 🙂 Svona eiga fótboltaleikir að vera!!!!

  131. Sterling er að lesa þennan leik helvíti vel, er að koma boltanum vel frá sér og að skora sjálfur heil 4 stykki hingað til.
    Annaðhvort er þetta skelfilegur bakvörður sem hann er að spila á móti eða þá að við þurfum að henda honum inn fyrir Maxi ASAP.

  132. Kom einmitt inn til að benda á risasigur okkar manna á móti southend. Leikurinn er að verða búinn að staðan 9-0! Ekki slæmt það. Eru að láta mótherjana líta út fyrir að vera…. ja ég veit ekki alveg hvað. eru allavega alveg helvíti góðir!

  133. Horfði á þennan leik í kvöld hjá U18. Sterling endaði með 5 mörk í þessum leik en ég var virkilega hrifinn af því sem hann var að gera. Má vissulega setja út á styrk andstæðingana, en ég efast um að Ngog hefði skorað meira í þessum leik. Þetta er gutti fæddur 1994 og verður 17 ára í desember. Talinn vera einn efnilegasti sóknarkantmaður í Englandi en hann var keyptur í fyrra frá QPR.

    Svo er annar leikmaður þarna sem ég bind miklar vonir við en það er Suso sem verður 18 ára í nóv. Það væri óskandi að það sjá Dalglish taka inn á bekkinn í einhverja leiki þessa tvo kjúklinga í stað Ngog og Jovanovic.

  134. What.. eru Chelsea með sama Torres-lag og Liverpool sungu?
    Frumlegir þessir örfáu chelseaplebbar..

  135. Þetta eru Fulham stuðnigsmennirnir þeir syngja
    Fernando Torres Liverpool no.9

  136. Hvernig væri að gera pistil um þá ungu drengi sem eru innan okkar fallega klúbbs? Sem sagt þeir sem eru taldir efnilegastir eða sem ykkur finnst. Bara smá hugmynd, ætla nú ekki að vera að segja ykkur hvernig þið eigið að vinna vinnuna ykkar (enda gerið þið hana betur en allir aðrir).

  137. Sterling var að gera mjög góða hluti í þessum leik, og það skipti engu máli hvoru megin hann var að spila. Hann var líka ekkert að dúndra inn mörkunum heldur voru flest mörkin hans hnitmiðuð skot. Suso var hinsvegar ekki að gera sig, enda spilaði hann hægri væng sem er ekki hans náttúrulega staða. Það er alveg ljóst að það mætti leyfa Sterling að taka næstu 2 evrópuleiki og leyfa hinum metnaðarlausa Maxi að hugsa sinn gang á meðan. Eins má Dalglsh alveg fara að nota Pacheco meira á kostnað Kuyt og Ngog.

  138. Ég held að eftir sumarið, ef kanarnir halda áfram á sömu braut þá verði lítið pláss fyrir þá félaga Kuyt og Lucas, verði þeir áfram hjá okkur. Skil samt ekki afhverju má ekki gagnrýna þá, báðir mjög takmarkaðir sóknarlega og eiga sinn þátt í afar döprum sóknarleik okkar. Þeir eru eiginlega holdgerfingar metnaðarleysisins(peningaleysisins) sem hefur plagað Liverpool undandarin ár.
    Ég hef mikla trú á að sumarið reynist okkur hið besta í mörg ár. Og miðað við hvað Dalglish er búinn að umbreyta þessu vængbrotna liði, þá bíð ég spenntur að sjá hvað hann gerir þegar hann er búinn að fá 2-3 sterka leikmenn í viðbót.

  139. John Flanagan, hægri bakvörður
    Jack Robinson, vinstri bakvörður
    Stephen Sama, hafsent
    Conor Coady, miðjumaður
    Thomas Ince, kantmaður/framherji
    McGiveron, hafsent
    Kristian Adorjan, miðju/sóknarmaður

    Þetta eru svakalega efnilegir strákar, svona til þess að bæta við það sem áður var komið. Verður gaman að sjá hvort að þeir spili ekki rétt úr spilunum sínum. John Flanagan er sérstaklega efnilegur, hugsa að hann nái langt.

  140. Hvenær ætla menn að skilja að það er ekki galli á varnartengiliði ef hann er “takmarkaður sóknarlega”. Staðan er takmörkuð sóknarlega, by definition. Hinsvegar er allt annað mál ef menn eru það slæmir í stuttu, einföldu sendingunum að það komi niður á liðinu. En í tilfelli Lucasar þá er það bara ekki tilfellið (eins og sést ef statistíkin sem Kristján Atli bendir á er skoðuð). En nú er ég að endurtaka eitthvað sem hefur verið margoft sagt áður – það vill bara svo til að menn halda áfram að rengja þessa niðurstöðu..

  141. Það er eitthvað að ef Raheem Sterling fær ekki tækifæri með aðalliðinu fljótlega. Er hægt að senda eitthvað skýrari skilaboð til stjórans en að skora 5 mörk í varaliðsleik?
    Eigum að nota þetta handónýta tímabil í að gefa leikmönnum séns og hrista úr þeim stressið. Ég er viss um að við eigum nokkra flotta stráka þarna í varaliðinu. Sjáið bara Martin Kelly!

  142. Þvílíkur endir á Chelsea-Fulham.

    Luiz gefur víti á ´93 með því að brjóta á Dempsey sem tekur vítið sjálfur en Cech ver!
    Þeir hefðu betur látið Eið taka það.

  143. þá er þetta rangstöðu mark sem við fengum á okkur um helgina ennþá meira pirrandi!!! chelsea að gera jafntefli og dempsey að klúðra víti á 93

  144. Vill einhver segja Dempsey að maður á aldrei að taka víti sem maður fiskar sjálfur.
    Djöööös klúður.

  145. Nr. 162

    Ég veit ekki hvort að Kuyt og Lucas séu bestu dæmin til að tala um holdgerfinga metnaðarleysisins (peningaleysisins) sem hefur plagað Liverpool undandarin ár.
    Kuyt var keyptur fyrir 10 milljón pund og Lucas fyrir 6 milljón pund. Kuyt hafði verið markakóngur og fastamaður í hollenska landsliðinu og Lucas hafði verið valinn leikmaður ársins í Brasilíu aðeins 20 ára aldri (sá yngsti í sögunni).

    Þessi kaup myndi ég ekki flokka undir metnaðar- eða peningaleysi.

  146. Vá hvað ég þyrfti að gubba oft yfir Chelsea leiknum… “Fernando Torres Chelsea nr 9” *Gubb*

  147. Er þetta bara fyrsta Chelsea lag sem sungið hefur verið? Hann var hörmulegur í þessum leik og þeir sungu þetta fjandans lag í næstum hálftíma!

    Hvað var Dempsey að spá að taka þetta sjálfur? Búinn að hlaupa í 93 mínútur og nýbúinn að hrynja á hausinn inní teig. Ég sagði við hann stjúppabba minn áður en hann tók spyrnuna: “hann klúðrar þessu, hann stendur varla í fæturna af þreytu”.

  148. 174 : já og svo stóð Eiður fyrir aftan hann þegar hann ákveður svo að klúðra þessu með bakmarksspyrnu… alveg fáránlegt, Guddy hefði klárað þetta 😉

  149. Flottir Chelsea aðdáendurnir, fyrst hafa þeir Shankly-hliðið á Torres fánanum sínum, og svo kópípeista þeir lagið okkar.

    Money: yes, class: no.

  150. Mikið ofboðslega hlýnaði mér í hjartanu að sjá hvað torres var ömurlega lélegur.

  151. ef Liverpool mun ekki nota pacheco ætti við ekki senda hann í lán til Bolton þar virðast ungir efnilegir leikmenn í lánu blómstra 🙂

  152. Liverpool 4 – Chelsea 1 síðan Torres fór. Hvernig líst ykkur á að halda utan um þessa tölfræði í hverri viku. Ekki beint vegna Torres heldur til að sjá okkar stöðu gagnvart Chelsea?

  153. Along with an apparent bid for Elia, the in investment in young talent seems set to continue with Liverpool tipped to launch moves for Portugal international Fábio Coentrão and Aston Villa winger Ashley Young in the closed season. Spörning hvort við þurfum ekki að bíða fram á sumar 🙂

Liðið komið, Suarez byrjar!

Kop-gjörið!