Luton á morgun.

Á morgun kíkjum við í heimsókn á Kenilworth Road, heimavöll Luton og leikum við heimamenn í 3. umferð FA Cup. Þegar litið er á liðin á pappírnum þá er formsatriði fyrir okkar menn að klára Luton, en það er ekki spurt um verðmæti leikmanna og stærðargráðu liða í þessari sögufrægu keppni. Við höfum áður leikið við Luton í sömu keppni og þá áttum við í vandræðum með þá framan af, en glæsileg mörk hjá okkar mönnum ( m.a. mark Xabi frá eigin vallarhelming ) tryggðu okkur 3-5 sigur. Það er alveg að hreinu að ef að menn ætla sér sigur í þessum leik þá þurfa menn að vera einbeittir allan leikinn, þessi litlu lið munu alltaf mæta snarbiluð í svona leiki og berjast til síðasta blóðdropa. Þess vegna mæli ég eindregið með því að við klárum leikinn snemma og gerum leikinn þægilegri með 1-2 mörkum í fyrri hálfleik. Liverpool hefur oftar en ekki farið fjallabaksleiðina að hlutunum og unnið þá dramantíska og sætari sigra fyrir vikið. En þegar við leikum gegn svona litlum liðum þá gerir maður eðlilega kröfu um að leikmenn Liverpool hafi gæðin í að klára dæmið, snemma.

Ég ætla svo sem ekki að fara að ræða mikið þetta Luton lið, en einhvers staðar las ég að þeir væru búnir að tapa 1 heimaleik af 11 í deildinni og eiga að vera fyrnasterkir heim að sækja. Ég þekki fá nöfn í liðinu þeirra en það skiptir ekki öllu þegar út í svona leik er komið. Liverpool er að koma í heimsókn og þá munu allir þessir leikmenn spila með hjartanu á móti okkur því það er ekki á hverjum degi sem þessir leikmenn spila við eitt besta lið landsins og þeir munu sko njóta hverrar mínútu í leiknum.

Hvað varðar okkar menn þá eru 3 leikmenn í meiðslum sem við getum því ekki notað, en það eru þeir Steven Gerrard, Fabio Aurelio og Alvaro Arbeloa. Svo er spurning hvort að Daniel Agger fái að byrja, ég tel það ólíklegt, en held að hann komi inná sem varamaður fyrir Carragher snemma í síðari hálfleik. Ég hef saknað Agger mikið á meðan á meiðslum hans stóð og vona að hann nái fyrra formi sem fyrst, við þörfnumst hans. Hyypia er spurningarmerki ásamt Agger, ég tippa á að Hobbs fái að byrja, Agger verði á bekknum og Hyypia ekki í hóp. Ég á í mestu vandræðum með að stilla upp liði fyrir morgundaginn því ég veit lítið um það hvort Rafa ætli að hvíla mikið eða ekki. Næsti leikur er gegn Middlesbrough eftir viku og því þarf lítið að vera að hvíla menn. Eina spurningin er, hversu margir ungir leikmenn fá að sanna sig? Svona spái ég byrjunarliðinu:

Reina

Finnan – Hobbs – Carragher – Insúa

Pennant – Lucas – Alonso – Kewell

Voronin – Crouch

Bekkur: Itandje, Agger, Spearing, Benayoun, Torres.

Ég held að núna fái hinn ungi Insúa loksins að spreyta sig þar sem Arbeloa og Aurelio eru meiddir. Riise fær vonandi að víkja fyrir þessum unga og spennandi leikmanni. Finnan verður því pottþétt í hægri bakverði og ég set svo Hobbs og Carragher saman í hjarta varnarinnar. Miðjan gæti verið hvernig sem er, en ég vona að Lucas spili allan leikinn ásamt Alonso sem þarf að koma sér í leikform eftir meiðslin. Vinstri kantur gæti orðið Riise, Kewell eða Yossi, en ég held að Yossi fái flís í rassinn á meðan Kewell fær að spila. Framlínuna er líka erfitt að spá fyrir um, en ég held að Voronin og Crouch fái að spreyta sig og Torres kemur svo inn ef við lendum í vandræðum. Svo set ég ungan og gríðarlega efnilegan miðjumann á bekkinn sem ég vona að fái nokkrar mínútur. Hann heitir Jay Spearing og hefur hreinlega farið á kostum á miðjunni hjá varaliðinu og hefur verið þeirra besti maður í vetur. Mér finnst að hann eigi skilið allavega bekkjarsetu gegn Luton.

Svo er spurning með títt og téð nefndann Momo Sissoko, fær hann að byrja? Ég hef ekki hugmynd um það, en eitt er víst. Ef Sissoko verður ekki í hóp á morgun, þá eru 99% líkur á því að hans dagar hjá klúbbnum séu taldir. Hann hefur spilað mjög lítið upp á síðkastið og það er orðið frekar augljóst að hann er ekki inni í framtíðarplönum Rafa. En þetta kemur allt saman í ljós og við þurfum bara að bíða og sjá.

En hvað um það, við hreinlega eigum að valta yfir þetta lið og koma okkur í næstu umferð og það sannfærandi. Ég vonast eftir skemmtilegum leik þar sem við munum leika vel og agað og ég vona líka að við klárum þá snemma í leiknum og drepum vonir og sjálfstraust þeirra helst í fyrri hálfleik.

Mín spá: Það er erfitt að vera sannspár þegar kemur að FA Cup. Ótrúleg úrslit höfum við reyndar séð í gegnum tíðina en ég vona að okkar menn láti Luton ekki vera fyrir á leið okkar að dollunni! Ég spái að við sigrum 1-3 en förum erfiðu leiðina, þeir komast yfir en Crouch, Lucas og Benayoun klára dæmið fyrir okkur í síðari hálfleik.

YNWA.

44 Comments

  1. Flott upphitun og held ég að Rafa láti nokkra fastamenn út og þá ungi inn. 4 – 0 fyrir Liverpool myndi ég segja.

  2. Það eru eflaust flestir búnir að lesa þessa grein http://www.timesonline.co.uk/tol/sport/football/article3134370.ece þýdda inni á fotbolti.net en mig langaði samt til þess að benda á hana.
    Sem Liverpool-aðdáanda finnst mér þetta gjörsamlega ömurlegt af félaginu að hjálpa ekki litlu liði sem er í miklum kröggum, vandamál sem leikmennirnir bera enga ábyrgð á og þessir peningar myndu hjálpa félaginu að borga þessum mönnum laun.

    Ég hélt alltaf að Liverpool væri þessi klúbbur þar sem allt snerist um fótbolta en þegar maður sér svona nirfilshátt hjá nýjum eigendum félagsins stendur manni ekki á sama.

    Annars vonast ég eftir því að Liverpool sýni það að þeir geti klárað minni liðin með stæl, stilla upp sterku liði og sýna gestgjöfunum smá virðingu.

  3. Ja hérna Róbert. Nirfilsháttur? Nei, þarna get ég ekki verið sammála þér. Luton eru búnir að koma sér í vond mál fjárhagslega og ég hreinlega sé ekki af hverju Liverpool á að gefa eftir sinn hlut til þeirra. Þeir eru dottnir í lukkupottinn að dragast gegn okkur, en ég bara hreinlega sé ekki af hverju við ættum að gera þetta. Áttum við t.d. að borga extra 2 milljónir punda til Leeds vegna Harry Kewell, bara af því að þeir voru búnir að klúðra sínum málum fjárhagslega? Nei, ég er afar ánægður með að stjórnendur félagsins séu með hag Liverpool FC fyrir brjósti.

  4. Þetta verður ekkert “walk in the park” en aðalatriðið er að allir séu 100% klárir hvort sem hann heitir Alonso, Insúa eða Hobbs. Það eru lið að tapa í dag fyrir neðri deildarliðum líkt og Blackburn gegn Coventry og Birmingham gegn Huddersfield.
    Tilvalinn leikur til að koma Agger í gang sem og fyrir Kuyt að ná upp sjálfstraustinu.

    Hvað varðar fréttina um að Liverpool ætli ekki að gefa Luton sinn hluta af aðgangseyrinum þá hefði ég gjarnan viljað sjá félagið gefa “litla” félaginu sinn hluta. Sjáum hvað setur.

  5. Fjögur úrvalsdeildarlið duttu út gegn neðri deildarliðum strax í fyrstu tilraun, þar af þrjú á heimavelli. Blackburn tapaði 1:4 gegn Coventry, Bolton 0:1 gegn Sheff U og Everton 0:1 gegn Oldham. Síðan tapaði Birmingham úti gegn Huddersfield 2:1

  6. Itandje
    Finnan-Hobbs-Agger-Insúa
    Pennant-Alonso-Lucas-Kewell
    Kuyt-Crouch
    bekkur: Martin, Carragher, Spearing, Gerrard og ætla síðan að skjóta í myrkri á að Nemeth verði á bekknum, enda skorað eins og berserkur með varaliðinu.

    Þetta verður leikur sem snýst um að koma mönnum aftur í leikform og að gefa ungu strákunum séns. 5-0 Carragher skorar einhvern tímann á fyrstu 10 mín, Kuyt kemst loksins á skotskóna aftur og skorar 2, það gerir Crouchinho líka síðan kemur Spearing inná fyrir Alonso í lokin og fylgir eftir sláarskoti frá Insúa.

  7. Ekki bara hressandi, heldur yndislegt. Sé alveg fyrir mér grátbólgin augu þeirra blámanna. Nú þurfa Scott Carson og félagar bara að klára sitt dæmi til að gera þennann dag gjörsamlega fullkominn.

  8. Ég held að við ættum lítið að vera að tala um stórsigur. Við lentum í vandræðum með Derby á útivelli með þá Gerrard og Torres innanborðs.

    Menn hafa verið að tala um að þeir verði hvíldir og fyrir mér er þetta einfalt, Liverpool dettur út í 3. umferð FA Cup fyrir Luton Town.

    Ef ég ætti að segja í tölum þá myndi ég segja 2-1 fyrir Luton.

  9. Var að lesa yfir mitt eigið comment og þetta átti auðvitað að vera 6-0, bara smá prentvilla ekki stærðfræði klúður 🙂

  10. Já, af því að við hvílum Gerrard og Torres, þá hljótum við hreinlega að tapa fyrir liðinu sem er í botnbaráttu í fyrstu deild.

  11. Ég er hræddur við þennan leik, ef við náum ekki stemningu upp í liðið fyrir heimaleik gegn Wigan – hvernig er það þá á útivelli gegn Luton?

    Vona að Insúa, Hobbs, El Zhar og þessir félagar fái að spila leikinn, jafnvel Leto á vinstri vængnum þar sem Kewell var hrikalega lélegur í seinasta leik.

    Helvítis Ronaldo samt að skora gegn Villa, neikvætt. Jákvæð eru úrslitin hjá Everton í dag 😀

  12. Einar, þeir eru reyndar í 11. sæti. En það voru 10 stig tekin af Luton sökum einhverja fjárhagsvandræða, ef þeir hefðu þau væru þeir í öðru sæti, stigi á eftir því efsta.

  13. Okei, ég vissi það ekki.

    Mér finnst menn samt vera komnir full-langt í svartnættinu að spá okkur tapi gegn þessu liði.

  14. Gefum ekki krónu, höldum þessu…..hugsiði um kaupin á Marcherano, talað er um að okkur vanti pening fyrir þeim kaupum svo að við erum ekkert að láta frá okkur. Þetta er mjög einfallt mál, ÞAÐ GETUR ALLT GERST!! Vanmat er einfallt, það býður uppá tap, ekkert annað!!

    4-0 og ég stend við það!!

  15. Fyrir það fyrsta er ein aðalástæða þess að Luton er svo neðarlega í sinni deild að af þeim voru dregin 10 stig vegna fjármálaóreiðu þar á bæ í haust.
    Völlurinn þeirra er sannkölluð gryfja, þröngur og stuttur með áhorfendurna ofaní hálsi allra leikmanna. Eru semsagt í raun búnir að ná í fleiri stig en Oldham og Huddersfield sem slógu út úrvalsdeildarlið í dag.
    Eins og er getum við ekkert vanmetið eitt eða neitt. Enda setur Sky upp auglýsingar í dag, “Luton in endless trouble facing giants in enough trouble themselves”.
    Ég held að það sé allavega volgt undir Benitez og eftir útreið Everton, Blackburn, Bolton og Birmingham í dag leggi hann ekki í mikla hvíldarvinnu á leikmönnum.
    Því held ég að Riise taki bakvörðinn (þó ég vonist eftir Insúa) og Hyypia verði pússaður í hafsentinn (þó ég vonist eftir Hobbs).
    En sigur er skilyrði.

  16. Everton gat tapað heima 0-1 gegn Oldham, Blackburn gat tapað sannfærandi 1-4 gegn Coventry, Bolton tapaði fyrir Sheffield Utd. 0-1.

    Þessi lið töpuðu á sínum heimavöllum og eflaust hafa einhverjir haldið að það væri ekki hægt fyrirfram. Ég er ekki að setja Bolton og Blackburn í sama styrkleikaflokk og Liverpool en að sama skapi erum við að fara á völl sem er sannkölluð gryfja og ætlum okkur að hvíla einhverja lykilmenn. Menn tala um að þetta sé eitthvað “walk in the park” en því fer fjarri lagi.

    Ég rökstyð mína spá en að sama skapi hraunar þú með kaldhæðnistón yfir mig sökum þess. Ekki sé ég þig rökstyðja eitt né neitt Einar, eina sem þú gerir er að hæðast að minni spá. Gerrard og Torres eru algjörir lykilmenn og liðið hefur sýnt það að það má illa án þeirra vera.

    Leyfðu fólki að hafa skoðanir og mín spá stendur, 2-1 fyrir Luton á Kenilworth Road.

  17. Grolsi þú verður að passa þig!!! það má ekki segja svona ljótt um Hr. Einar Örn, hann hefur einkarétt á því vegna þess að hann á síðuna. Passaðu þig líka á stafsetningunni því hann þolir ekki komment með stafsetningarvillum (lesblint fólk á ekki að skrifa hér á síðuna), að eigin sögn.

  18. Er búið að selja Babel úr því enginn vill hafa hann í liðinu ?Eða í hópnum….
    Þetta vverður hörkuleikur verðum að passa okkur ,stilla upp okkar sterkasta liði enginn spurning….

  19. Grétar, í fyrsta lagi þá á „Hr. Einar Örn“ ekki síðuna einn. Í öðru lagi, þá skora ég á þig að benda okkur á dæmi þar sem Einar Örn hefur sagt að lesblint fólk eigi ekki að skrifa á síðuna, hann þoli ekki komment með stafsetningarvillum eða að það megi ekki segja neitt ‘ljótt’ um hann.

    Ef þú getur ekki orðið við þessum áskorunum mínum skora ég á þig að slaka á persónuárásunum í garð „Hr. Einars Arnar“.

    Ókei? Ókei.

  20. Ég vona að Lucas fá að spila í þessum leik og fá i að spila sem framsækinn miðjumaður frekar en hitt. Svo væri gaman að sjá Leto og Insúa líka spila þarna vinstra megin. En mér finnst að Babel ætti að vera frammi með Crouch, hraði hans og kraftur fara illa með Luton í dag.
    Vona allavegana að sjá 3 suðurameríska leikmenn í liðinu í dag, fá svona smá “samba” fíling í þetta.

  21. Grétar… úff… á að svara þessu?

    Hvað varðar Agger sem Hannes minnist á í færslu nr. 18 þá er þetta samband knattspyrnumanna (verkalýðsfélag þeirra) sem valdi Agger sem leikmann ársins 2007 og er hann vel að því kominn. Hins vegar var Knattspyrnumaður ársins að mati DBU (danska knattspyrnusambandsins) Dennis Rommedahl (eigum við að ræða það eitthvað?)

    Hvað varðar leikinn í dag þá væri náttúrulega afar jákvætt ef leikmenn sem lítið hafa spreytt sig að undanförnu myndu fá tækifæri í dag hins vegar legg ég mikla áherslu á að við förum sem lengst í FA Cup þetta árið. Sérstaklega í ljósi þess að allar vonir um meistaratitil eru horfnar.

  22. Rommedahl hefur reyndar verið að spila mjög vel með Ajax og Agger hefur verið lengi frá þannig maður skilur þetta frá hlutlausu sjónarhorni en sem Liverpool maður er ég brjálaður að Agger hafi verið rændur titlinum 🙂

  23. Hvað segiði um þetta aukna slúður um að Rafa verði rekinn? Gúrkufréttir eða eitthvað til í þessu

  24. Á mbl er sagt frá því að Rafa verði rekinn í sumar og hinn óþolandi taki við,
    en á visi.is er fullyrt að Rafa verði rekinn eftir að hafa fallið úr meistaradeildinni gegn Inter, og Jurgen Klingsman taki svo við : )

    Slúður slúður slúður !

  25. Ég held að Rafa sé kominn á grátt svæði. Nú er næstum talað jafn mikið um að hann verði rekinn líkt og talað er um Sam hjá Newcastle. Mikil og langvarandi umfjöllun í breskum fjölmiðlum endar gjarnan með því að maðurinn fari, hvort sem um ræðir stjórnmálamann eða þjálfara úrvalsdeildarliðs. Vonandi fyrir Rafa að þetta fari að vatnast út, skjótasta leiðin til þess væri ef Hicks og Gillet segji hreint út að Rafa verði þarna til langframa – eins og er virðast þeir ekki tilbúnir til þess.

    Til að setja hlutina í samhengi, Ferguson var 7 ár í starfi áður en hann vann deildina og var þá nálægt því að missa starfið. Wenger vann deildina hins vegar á öðru ári. Mér finnst Rafa eiga skilið a.m.k. eitt ár í enn hjá klúbbnum úr því að hann vann Meistaradeildina, en hann verður hins vegar að sýna meiri áræðni í úrvalsdeildinni ef hann vill vera hjá Liverpool til frambúðar.

  26. Varðandi þetta mál með Rafa og hugsanlega brottför hans þá setur þetta væntanlega strik í reikninginn hjá Mashcerano. Ekki víst að hann sé tilbúinn að skrifa undir langan samning við lið þar sem allt virðist vera í lausu lofti.

  27. Draumur = Tap og Rafa rekinn, hann er kominn í strand með þetta lið, því miður.

  28. Ok, ég sem sagt sett inn þetta komment:

    Já, af því að við hvílum Gerrard og Torres, þá hljótum við hreinlega að tapa fyrir liðinu sem er í botnbaráttu í fyrstu deild.

    Og fæ fyrir það svarið:

    að sama skapi hraunar þú með kaldhæðnistón yfir mig sökum þess.

    Hvernig færð þú það út að ég sé að “hrauna” yfir þig? Ég hefði haldið að til að verðskulda slík ummæli þá hefði ég þurft að segja að þú værir vitleysingur eða eitthvað slíkt. Viðkvæmni þín er samt slík að þú tekur kaldhæðni frá mér sem einhverri persónulegri árás. Ja hérna!

    Ég nenni svo ekki einu sinni að svara kommenti númer 20, enda er það jú ekki svaravert.

    Og Einar M, þú ert sko sannur stuðningsmaður! That’s the spirit!

  29. Og varðandi þetta

    Leyfðu fólki að hafa skoðanir

    Eigum við þá algerlega að hætta að svara kommentum? Hvar bannaði ég þér að hafa skoðanir? Eyddi ég kommentunum út? Sagði ég að þessi skoðun væri bönnuð? Nei, ég svaraði einfaldlega þínu kommenti. Það er náttúrulega ritskoðun og kúgun af verstu gerð, er það ekki?

    Slakaðu á þessu væli.

  30. Við erum búnir að klúðra síðustu “litlu” leikjum, og ég vona bara innilega að við vinnum þennan. Ég get ekki spáð neinu fyrir þennan leik, en ég giska 2-1 fyrir liverpool.
    ynwa.

  31. Liðið var að koma.
    The Liverpool team in full: Itandje, Finnan, Riise, Carragher, Hyypia, Lucas, Alonso, Benayoun, Babel, Crouch, Kuyt. Subs: Martin, Hobbs, Mascherano, El Zhar, Voronin.

  32. Anton! kommentin hjá þér #6 og #10 eru alveg hreint stórkostlega fyndin. Þetta er ekki meint sem árás á þig á nokkurn hátt, mér finnst þetta bara fyndið.
    Þú segir í kommenti 10 að þú hafir lesið yfir komment 6 og séð að þú hafir gert vitleysu og leiðréttir hana réttilega.
    En…….hvernig þú færð það út að maður sem situr á bekknum skori mark á fyrstu 10 mínútunum finnst mér svolítið varasamt nema búið sé að breyta reglunum án þess að ég viti um það.
    Það sem mér finnst fyndið er að þú lest yfir póstinn þinn aftur og sérð villu sem fæstir hafa rekið augun í (þú getur alveg hafa átt við að Crouch skori 1 mark) en rekur ekki augun í augljósu villuna.
    En að leiknum, það á ekki að vera með of mikla tilraunastarfsemi í þessum leik, þetta er ekki worthless-cup. Við erum nokkurnvegin búnir að missa af meistaratitlinum og því verðum við að tjalda öllu í þessum leik þar sem við eigum þó séns á þessari dollu.
    kv

  33. Ég gerði það viljandi hef spáð í öllum leikjum að Carragher muni skora og hefðir má ekki brjóta. Ef það væri hægt að breyta þessu hefði ég sagt “Carragher skorar á fyrstu 10 mínútunum sem hann er inná” og ég tek þessu ekki illa maður verður að hafa húmor fyrir sjálfum sér 😀

  34. Nýir eigendur og knattspyrnustjórinn eru að eiðileggja félagið mitt, sem ég er búinn að dá og elska frá því að þeir komu til Reykjavíkur og spiluðu sinn fyrsta Evrópuleik sem var gegn KR. Ég sá þann leik og hef dýrkað félagið síðann.
    ÉG GET EKKI SÆTT MIG VIÐ ÞAÐ AÐ EINHVERJIR AMER’IKANAR MEÐ SPÁNSKAN VONLAUSAN STJÓRA SEM VEIT EKKERT UM ENSKA KNATTSPYRNU SÉU AÐ SKEMMA FORNA FRÆGÐ ÞESSA HEIMSÞEKKTA KNATTSPYRNYFÉLAGS!!!!!!!! Nú er að mál að linni!!!!!!!!!!!!!!!

    MAGNÚS ÓLAFSSON
    heiðursfélai Liverpool-klúbbsins á Íslandi

Dýrustu leikmenn deildarinnar.

Liðið gegn Luton komið: