Dýrustu leikmenn deildarinnar.

Í Mogganum í dag er farið yfir dýrstu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar:

  1. Andrei Shevchenko (Milan til Chelsea) 30,0 millj. punda
  2. Rio Ferdinand (Leeds til Man Utd) 29,1
  3. Juan Sebastian Veron (Lazio til Man Utd) 28,1
  4. Wayne Rooney (Everton til Man Utd) 27,0
  5. Fernando Torres (A. Madrid til Liverpool) 26,5
  6. Micheal Essien (Lyon til Chelsea) 26,0
  7. Didier Drogba (Marseille til Chelsea) 24,0
  8. Shaun Wright-Phillips (Man City til Chelsea) 21,0
  9. Ricardo Carvalho (Porto til Chelsea) 19,9
  10. Ruud Van Nistelrooy (PSV til Man Utd) 19,0

Þegar litið er yfir þenna lista er ákveðin atriði sem ég tek eftir:
Það eru einungis 3 lið sem eru þarna á listanum, Chelsea (5), Man Utd (4) og Liverpool (1).
Að mínu viti er einungis einn leikmaður sem telst vera “flopp” á þessum lista og það er Veron. SWP var of dýr en hefur ennþá möguleika á því að standa undir þessum verðmiða og síðan er spurning hvort Shevchenko sé 30 millj. punda virði. En einn leikmaður sem er klár mistök og það er Veron.

Ferdinand, Rooney eru báðir lykilmenn Man Utd í dag og Nistelrooy er búinn að vera í frábæru formi undanfarin tímabil fyrir Real Madrid. Essien, Drogba og Carvalho eru lykilmenn hjá Chelsea og erfitt að fylla skarð þeirra þegar þeir eru frá vegna meiðsla eða annarra verkefna (t.d. Afríkukeppninnar). Síðan að sjálfsögðu Fernando Torres en ég tel mig ekki þurfa að ræða um hans mikilvægi fyrir Liverpool en geri það samt: ÓMETANLEGUR.

Hvaða lærdóm er hægt að draga af þessu? Jú það borgar sig að versla í Sævari Karli í stað Dressmann. Vonandi gera hinir bandarísku eigendur Liverpool sér grein fyrir því.

27 Comments

 1. Ricardo Carvalho er ekki 20 milljón punda virði og ekki heldur SWP. Og Shevchenko þarf að framkvæma kraftaverk á hverju ári sem hann á eftir til að geta mögulega réttlætt þennan verðmiða.

 2. Ég næ því heldur ekki hvers vegna fjölmiðlar eru að rokka til og frá með kaupverðið á Torres. Hann var EKKI keyptur á 26,5 milljónir punda, kaupverðið var rétt rúmar 20 millur punda. Skiptir kannski ekki höfuð máli, en allt í lagi að hafa hlutina rétta, en það skiptir engu máli hjá blaðamönnum frekar en fyrri daginn. 🙂

 3. Miðað við það sem Shevchenko hefur afrakað til þessa þá er hann lang mesta floppið á þessum lista m.v. þennnan verðmiða í mínum augum.

 4. Rétt hjá SSteina, er að gera heimildaritgerð um kappann og hann sagði sjálfur að kaupverðið væri kringum 20mp í podcasti hjá Times.

  Líka rétt hjá Einari, Sheva er ekkert beinlínis búinn að vera að rífa netmöskvana eins og El Nino okkar 🙂

 5. Náðu menn örugglega pointinu með þessum pistli hjá Agga? Mér er sama hvort Schevchenko borgar sig að fullu eða ekki, eða hvort SWP var of dýr. Það vildu öll stóru liðin fá SWP en Chelsea fengu hann af því að þeir vildu borga toppverð. Schevchenko er maður sem hvert einasta lið í heiminum hefði þegið en aðeins Chelsea höfðu efni á, á þessu verði.

  Eins er hægt að fara rétt fyrir utan þennan lista og telja þar upp fleiri menn. Rafa vildi t.d. fá Theo Walcott en gat ekki boðið einhverjar 12m í hann eins og Arsenal, og því fór sem fór. Við vildum fá Gareth Bale en Tottenham yfirbauð okkur. Houllier fannst Essien vera of dýr á einhverjar 5-6m punda, tveimur árum síðar fór hann til Chelsea fyrir 26. United hirtu Vidic undir nefinu á okkur, við vorum orðaðir við Evra áður en hann fór til þeirra, Thompson og Houllier vildu frekar eyða 5-7m í Le Tallec og Pongolle en að eyða 8m í Cristiano Ronaldo (fór á endanum til Utd fyrir 12-13m), og svona mætti leeeeeeeengi telja.

  Pointið er að í gegnum síðasta áratuginn, á meðan kaupverðin á leikmönnum hafa snarhækkað upp úr öllu valdi og gert aðeins tveimur eða þremur klúbbum kleift að keppa um toppTOPPleikmennina, hefur Liverpool alltaf verið skrefi eða tveimur á eftir.

  Og í dag er staðan hver? Jú, við erum með Javier Mascherano hjá okkur. Hann hefur verið hjá Liverpool í tólf mánuði núna, og verið frábær alla þessa tólf mánuði. Við vitum hvað hann kostar – 17m punda – en samt er verið að draga fæturnar með að versla hann, vegna lausafjársvanda.

  Berbatov, eigi hann að fara frá Tottenham, mun kosta 30m punda. Ef Ronaldinho er falur frá Barcelona mun hann kosta að lágmarki svipað og Berbatov. Goran Pandev, framherji Lazio sem hefur þrálátlega verið orðaður við okkur, er væntanlega á leiðinni til Bayern München fyrir einhverjar 18m punda (sem við væntanlega eigum þá ekki til til að keppa um hann) og svo virðist sem þær 8.5m punda sem þarf til að virkja kaupklausuna í samning Ezequiel Garay sé of mikið fé fyrir Liverpool og Rafa þurfi því að leita að ódýrari kosti til að styrkja miðvarðarhóp sinn.

  ÞETTA er pointið með því sem Aggi er að segja. Klúbburinn var seldur til nýrra eigenda. Rétt áður en Hicks & Gillett keyptu klúbbinn virtist hann stefna nær óhindrað í hendur DIC frá Dubai. Ef það hefði gerst hefði ekki leikið neinn vafi á að liðið hefði endalaust fé til leikmannakaupa. Sjáið hvernig Shinawatra virðist styðja Eriksson – Eriksson lætur hann vita hvaða leikmann hann vill og hvað hann kostar, og Shinawatra skrifar ávísun.

  Okkar eigendur? Eh, Rafa, sorrý, en þú verður að selja til að kaupa. Mátt ekki semja við menn á frjálsri sölu, og við ætlum að tapa FÁRÁNLEGA áhættu með því að bíða þangað til í sumar með að eignast Mascherano.

  Að þessu leyti er það klárt í mínum huga að nýju eigendurnir fá nákvæmlega ekkert kredit fyrr en þeir hafa sýnt hvað í sér býr. Þeir gerðu það upp að vissu, litlu marki með kaupunum á Torres (fengu mikið af því fé til baka með sölum á öðrum leikmönnum), en betur má ef duga skal. Ef við þurfum að horfa upp á þennan janúarmánuð og næsta sumar koma og fara án þess að Rafa (eða hver sem verður við stjórnvölinn í sumar) fái fé til að keppa við United og Chelsea á leikmannamarkaðnum, verð ég brjálaður næsta haust!

 6. Sammála þér Kristján í öllu sem þú tekur fram þarna. Vonum svo að það verði Rafa næsta sumar 🙂

 7. Þetta er bara enn eitt D’OH augnablikið hjá Liverpool undanfarin ár.

 8. Jamm. Við höfðum efni á Berbatov áður en öll hin liðin fengu áhuga. Eftir það þurfti 12m eða svo til að kaupa hann, sem var of mikið fyrir okkur, og því keyptum við Kuyt í staðinn fyrir 9.5. Það var meiri peningur en klúbburinn átti til, svo að David Moores borgaði fyrir stóran hluta af því kaupverði úr eigin vasa. Það var síðasti peningurinn sem hann lagði inn í leikmannakaup áður en hann seldi klúbbinn.

  Æji, ég nenni þessu ekki. Ekki í dag. Þetta er niðurdrepandi umræðuefni.

 9. Var að horfa á LFC TV í gær og þar var “þátturinn” Kop 10 matches of 2007 sá að vísu bara einn leik, það var leikurinn á móti Chelsea 20.janúar í honum skoraði Pennant sitt eina mark fyrir Liverpool og Dirk Kuyt skoraði líka og sýndi afhverju hann var keyptur á sínum tíma tók vel á móti boltanum og nýtti færið eins og heimsklassa framherji. Síðan þegar maður horfir á hann í dag myndi maður frekar velja Titus Bramble og Jamie Carragher framyfir hann. Ætli það hafi eitthvað klikkað hjá honum andlega og hann hafi bara misstallt sjálfstraust fyrir framan markið?

 10. Nei, hvaða hvaða Kristján. Ég legg til að við ræðum það í þaula hvernig Houllier vildi ekki kaupa Cristiano fokking Ronaldo fyrir 5 milljónir punda. 🙂

 11. Já, og svo ákvað Benitez náttúrulega að kaupa frekar Kuyt og Pennant heldur en Dani Alves.

  Já, og upphaflega keyptum við ekki Alves af því að við tímdum ekki 12 milljónum punda í hann Oh brother.

 12. Takiði eftir einu að toppliðið í deildinni í dag kemst ekki inná þennan lista.
  Væntanlega er Henry næst því á ca 14 millur.

 13. Já, tek undir þetta með þér Anton. Kuyt er ekki svipur hjá sjón, því ég var ansi hrifinn af honum á síðasta tímabili. Ég veit að fráfall föður hans hafði mikil áhrif á hann nýlega, en hvort það sé ástæðan eða ekki, ekki gott að segja til um. Ég veit þó klárlega að Kuyt er betri leikmaður en hann hefur sýnt okkur á þessu tímabili.

 14. þessi listi gerir manni ljóst hvers konar snillingur Wenger er fyrir Arsenal

 15. Þetta er einfalt. Chelsea og Man U hafa keypt til sín titla en við ekki. Síðan er bara til einn Wenger sem getur þetta án þessa að eyða 15 millj + í leikmenn. Á meðan við dettum ekki í þennan flokk vinnum við ekki deildina. Held því miður að það sé ljóst.

 16. Kristján Atli #6

  “Rétt áður en Hicks & Gillett keyptu klúbbinn virtist hann stefna nær óhindrað í hendur DIC frá Dubai. Ef það hefði gerst hefði ekki leikið neinn vafi á að liðið hefði endalaust fé til leikmannakaupa.”

  Þetta er einmitt það sem ég vonaði að mundi gerast, selja gaurum þetta sem eiga OF mikið af peningum og tíma þar af leiðandi að eyða einhverjum af þeim í stór nöfn, þeir hefðu aldrei sætt sig við neina meðalmennsku!

 17. Ég er sammála að það er eitt “flopp” á listanum og það er Veron. Það sýnir einnig á þessum lista að það er ekki nein slembilukka að Scums og Chelsea séu á toppnum verandi með kjarnan af liðinu fokdýrar stjörnur, stjörnur sem höndla pressuna.

  Ég legg til að Liverpool troði sér inn á þennan lista með því að bjóða 20-25m í Micah Richards hjá Man City en þar erum við að fá ungan leikmann með 12 góð ár eftir í það minnsta (eða 2m fyrir hvert ár af þessum tólf sem hann á inni). Síðan festum við kaupin á Mascherano og ef það þarf að selja Sissoko og Crouch til að þessir tveir getið komið að þá er það mjög góður riddance í því.

 18. Þetta hefur nú verið meira bíóið í gegnum árin, held að allir hljóti að pirrast allverulega eða einfaldlega komast í mjög vont skap eftir að hafa lesið í kommentunum hér fyrir ofan hvaða leikmenn við höfum misst af.

 19. Þetta er ekki einu sinni fyndið… þetta getur ekki verið endalaus ÓHEPPNI!!! Vonandi að með nýju ári komi nýir tímar… koma svo BROSUM! (úff)

 20. pabbi hans kuyt dó í sumar gæti verið ein af ástæðunum afhverju hann er ekki að gera gott mót….en það er klárt mál að við þurfum meiri peninga í leikmanna kaup ef við eigum að eiga séns í eitthvað annað en 4 sæti…

 21. Ekki gleyma að við erum búnir að kaupa líka FULLT af ungum leikmönnum sem hugsanlega gætu verið næstu stjörnur ensku úrvalsdeildarinar, málið er bara að leyfa þeim að spila og prófa sig. Ég er alveg viss um að ef við gæfum einhverjum af þessum ungu kantmönnum okkar úr varaliðinu séns þá ættu þeir ekki í vandræðum með að henda þeim Kewell og Pennant úr liðinu. Eins og Lennon söng um árið; “all you need is balls” kjark til að leyfa þeim að spreyta sig.

 22. Smá pæling:

  Wenger kaupir menn sem henta hans taktík og þjálfar þá uppí þá taktík svo allir eru eins og sniðnir að hans þörfum. Þetta virðist virka ágætlega í deildarkeppninni en ekki í Evrópukeppninni.

  Benitez gerir það sama er að búa til lið sem hentar hans hugmyndafræði og fær menn til að spila eftir henni (eins og Babel hefur minnst á). Virkar mjög vel í Evrópukeppninni en ekki ensku Úrvalsdeildinni.

  ps. Wenger hefur einnig misst af fullt af köppum því hann tímdi ekki að eyða peningunum í þá en eytt þeim í menn eins og Jeffers, Richard Wright og fleiri.

  pps. Einnig finnst mér athyglisvert hvernig margir sem hafa gagnrýnt önnur lið fyrir að hafa “keypt” sér titilinn virðast núna vilja feta í þau spor.

 23. auðvitað hefur Wenger gert léleg kaup – en Baldur ertu að segja að við höfum ekki gert enn verri kaup seinustu árin?

 24. Þegar það er eina leiðin að kaupa sér titilinn, ættum við þá bara að draga okkur í hlé í deildinni sökum prinsipp mála?

Liverpoolleikmenn á láni

Luton á morgun.