Er Owen á leið heim? (uppfært)

Í gær og í dag greina flest öll ensku blöðin frá því að Owen sé að koma aftur til Englands og það til Liverpool. The Times [segja](http://www.timesonline.co.uk/article/0,,428-1735787,00.html) m.a. frá því að Rick Parry muni hefja samningaviðræður við Real varðandi Owen og að kaupverðið sé um 12 milljónir punda.

Ég er persónulega á því að þótt hann kosti okkur aðeins meira en við seldum hann á fyrir ári síðan þá eigum við að fá hann aftur. Baros virðist 100% á leið frá okkur og þrátt fyrir að Rafa hafa ítrekað sagt að varnarmaður og hægri kantmaður séu aðalatriðið þá sleppir hann ekki möguleikanum á að fá Owen aftur.

Í gær var Owen sjálfur að spila gegn úrvalsliði Puskas í Ungverjalandi og að sjálfsögðu skoraði hann í 3-1 [sigri](http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/europe/4151782.stm) Real Madrid.


**Uppfært (EÖE)**: Steven Gerrard er allavegana ekki í nokkrum vafa með það að hann vill sjá [Owen á Anfield](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=15859591%26method=full%26siteid=50061%26headline=missing%2dowen%2dwould%2dbe%2da%2dnightmare-name_page.html):

>”It goes without saying I would love Michael Owen back here and think everyone at the club would love him back,” Gerrard told the ECHO.

og

>”I’m waking up every morning, looking in the papers and hoping to read he’s on his way here. Could you imagine him coming back to Anfield and scoring against us for another club? It would be a nightmare.

>”Whoever signs him guarantees themselves 20 goals and, in my opinion, the best striker in the league.”

Þegar að Steven Gerrard kemur með svona yfirlýsingar, þá er **hlustað**. Það er nokkuð ljóst.

6 Comments

  1. Tek heilshugar undir þetta og tel að Owen sé maðurinn sem við þurfum til að klára færin. Held því fram að Morientes geti verið um 15 marka maður, Cisse og Owen geti verið 20 marka menn og með Gerrard í skor-formi, þá erum við með þrælsterkt sóknarlið og auðvitað pottþétta miðju og vörn. Crouch á eftir að verða mikilvægur líka. Um leið og við náum að skora fyrsta markið, þá hef ég trú á markaregni okkar í vetur.

  2. :smile:Owen 🙂 🙂
    Svo sem ekki meira um það að segja

  3. mér finnst að ef við ætlum að fá owen aftur verðum við með of marga góða framherja. við verðum þá allavega að selja Baros. þá finnst mér þetta vera allt í góðu:smile:

  4. ?Whoever signs him guarantees themselves 20 goals and, in my opinion, the best striker in the league.?

    Ég held að hr. gerrard sé eitthvað að gleyma því að í deildinni eru tveir menn sem heita Thierry Henry og Ruud van Nistelrooy. Þeir eru ekki bara 30 marka menn á leiktíð, láta 20 mörk ekki nægja.

    Nistelrooy sagði t.a.m. að síðasta tímabil hefði verið martröð hjá honum þar sem að hann skoraði “einungis” 16 mörk, en hann var frá meira og minna allt tímabilið.

Bestur í öllu hjá enska landsliðinu?

Tveir 17 ára (uppfært)