Cissé: “Carra, taktu þig taki!!!”

Við elskum Jamie Carragher, ekki satt? Okkur finnst hann ekki geta stigið feilspor, ekki satt? Hvert orð sem kemur út úr munni hans verður samstundis að gulli, ekki satt? Hann er okkar maður, ekki satt?

Ekki alveg satt. Mér finnst hálf fyndið að pæla í því, en ég held að Carra skammist sín eilítið fyrir að hafa látið nappa sig í landhelgi með ákveðin ummæli sín. Og hver var það sem sýndi honum villu síns vegar? Hver annar en … Djibril Cissé!

Atburðarrásin var nokkurn vegin svona:
-18. júlí: Carra segir LFC ekki geta unnið deildina í vetur!
-25. júlí: Cissé segir LFC bara VÍST geta unnið deildina í vetur!
-26. júlí: Carra sér villu síns vegar og skammast sín, við getum víst unnið deildina eftir allt saman… 🙂

Þar hafiði það. Við erum komnir með nýjan ‘Top Dog’ á Anfield. Carra, færðu þig … Djib, velkominn. Það verður að segjast að Carra getur ekki verið fúll yfir þessu, það er bara eðlilegt að Cissé segi honum til syndanna enda augljóst að sá franski er miklu harðari. Ég meina, getur Carragher gert ÞETTA:

cisse02.jpg

Hmmmm??????? 🙂

4 Comments

  1. Annað mál…Hvernig er þessi Jorge Andrade hjá Deportivo? Hann náði allavega ekki að stoppa Biscan! …Sem er reyndar ekkert skrýtið! :tongue:

  2. Þetta lyktar af sjálfshvatningu.

    Í mínum huga er ekki feitur séns að við keppum við Chelsea um titilinn, þó við séum klárlega með betra lið en á síðasta tímabili og ættum því að fá fleiri punkta og minnka þannig 37 punkta bilið eitthvað…

Parry: Figo enn möguleiki (uppfært)

Liðið gegn Kaunas komið