Byrjunarliðið gegn Chelsea klárt: Thiago á bekknum, Fabinho í hafsent

Eftir klukkutíma endurnýja Klopp og Frank Lampard ögn erfið kynni sín á Stamford Bridge. Klopp hefur valið sinn ellefu manna hóp, nýji kallinn Thiago byrjar á bekknum (ætla að giska formlega á að hann komi inn á 75. mínútu). Það stóra óvænta er að Fabinho er í vörninni en það er minna óvænt að það sé vegna þess að Gomez og Matip eru meiddir. Hinn nýji maðurinn Jota fær að slaka á og horfa á úr stúkunni eða kannski heima hjá sér, það kemur í ljós.

 

 

Á móti þessum hetjum og heljarmennum hefur Frank valið þetta lið:

 

24 Comments

  1. Sæl og blessuð

    Þetta verður sálfræðitryllir.

    1. Werner mun leggja auka kapp í spretti og skot svo rauðliðar iðrist þess að hafa ekki boðið honum í veisluna á sínum tíma.
    2. Lambert mun brýna sitt fólk af enn meiri sannfæringu en áður, eftir allt nuddið undanfarnar rimmur.
    3. Miðja Liverpool mun spila og pressa af ólgandi krafti enda sturlað góður miðjumaður á bekknum.
    4. Firminó – Nían okkar falska – mun leggja sig fram um að sýna að ekki sé brýn þörf á ekta níu.
    5. Þegar Thiago okkar nýjasta stjarna skoppar inn á völlinn (á 68. mínútu – leiðrétti hér með spá pistlahöfundar) þá sjáum hvað fólk á við þegar það talar um x-faktor.

    Stórleikur framundan, sófabuddurnar mínar, og endar 4-5. Firmino með tvö, salah tvö og tveir af miðjumönnum með sitthvort. Dr. Werner von Braun setur þrjú og Havertz skorar eitt í blálokin.

    4
  2. Þarf ekki að fara að uppfæra þessa varnarmenn okkar eitthvað fyrst þeir eru báðir meiddir Matip og Gomez?

    3
  3. Klopp búin að sannfæra Fab að hann er miðvörður og mun spila við hlið Virgil flesta leiki í vetur. Hef þetta smá á tilfinningunni.
    Tökum Þennan leik 1-3

    4
  4. Ég myndi vilja sjá Gini í miðverðinum, frekar en Fabinho

    En ég hef fulla trú á okkar mönnum… skorum fleiri en andstæðingurinn

    2
    • Ég dreg þetta til baka. Eins og bent hefur verið á hérna er Gini ekki alveg með á nótunum í dag, þ.a. þá er gott að hann sé ekki miðvörður í dag. Fabinho hefur hins vegar staðið fyrir sínu, þótt bláir hafi töluvert sótt á hann.

      1
  5. Græðgin, eigingirnin og frekjan í sumum nr. 11 í okkar liði er alveg ótakmörkuð. Skorar glás af mörkum já, en hann veit ekki hvað það þýðir að senda boltann á samherja. Eins gott að hann skori allavega í leiknum því ekki gerir hann gagn að öðru leyti.

    3
    • Að mínu mati er Salah, ásamt Fabinho og Mané, búinn að vera alveg frábær. Það krefst áræðni og hugmyndaflugs að brjóta upp svona afturliggjandi vörn. Blessuð nían falska hefði nú getað gert betur þegar Salah sendi fyrir markmannslaust markið.

      2
  6. Jæja nu veðrur bara park the bus hja chelsea.
    Verðum að skjota utan teig a þennan markman,

    Koma svo og troða sokk upp i Frankie og Gudjonsen

    1
  7. Sæl og blessuð.

    1. Salah, Mané og Fabinho hafa verið frábærir. Vinnusemin og hugmyndaflugið virkilega til fyrirmyndar og Wernerinn hefur ekki komist framhjá nýskipuðum hafsentinum.
    2. Æ, hvað ég er orðinn þreyttur á níunni okkar fölsku – farðu nú að girða þig í brók, maður!
    3. Keita og Gini eru sannarlega ekki að heilla mig. Eru báðir nánast ósýnilegir.
    4. Er ekki bara Thiago að koma inn á???

    Mmmmmmmama

    2
    • Tekur Hendó af velli… hann hlýtur að vera eitthvað laskaður!

      1
      • Það þurfa fleiri en ég að draga commentin sín til baka í dag.

      • Firmino girti sig í brók eins og ég kallaði eftir!

        Allt samkvæmt bókinni 😀

        1
  8. Fabinho fer ekkert úr þessari hafsentsstöðu… þvílík frammistaða!

    7
    • Algjörlega mögnuð frammistaða hjá liðinu í dag. Fabinho frábær í þessari stöðu.

      4

Aukaþáttur / Diogo Jota – nýjasti meðlimur LFC (staðfest)

Liverpool 2 – Chelsea 0 – Skýrsla (Uppfærð)