Liverpool 4-3 Man City

Meistaraefnin himnabláu frá Manchester komu ósigraðir í deildinni á Anfield til að mæta Rauða hernum í toppformi að lokinni Liverpool-rauðri jólatörn. Bæði lið lögðu langar ósigraðar leikjaraðir að veði og ljóst að mikið væri undir í toppbaráttunni.

Mörkin

1-0 Alex Oxlade-Chamberlain 9.mín
1-1 Leroy Sané 40.mín
2-1 Roberto Firmino 59.mín
3-1 Sadio Mané 61.mín
4-1 Mohamed Salah 68.mín
4-2 Bernardo Silva 82.mín
4-3 Ilkay Gundogan 91.mín

Leikurinn

Eins og búast mátti við hjá þessum tveimur stórskemmtilegu fótboltaliðum þá var leikurinn hraður og opinn frá fyrstu mínútu. Ekki þurfti að bíða lengi eftir stórtíðindum því að strax á 9.mínútu tók Alex Oxlade-Chamberlain öflugan sprett beint upp af miðjunni og hlóð í fast skot með grasinu sem söng í netinu út við stöng. Hugsanlega hefði Ederson átt að gera betur en þetta eru akkúrat þau skot sem markverðir eiga í vandræðum með og við gefum Ox-Cham hrósið fyrir fantafínt framlag.

Man City hrukku ekki í kút við markið heldur blésu til sóknar og ógnuðu hraustlega stuttu síðar þegar að De Bruyne átti fasta fyrirgjöf sem Aguero var skónúmerinu frá því að klára í netið. Gott tempó var áfram í leiknum með bæði lið öflug í að pressa hvort annað og hágæði í boði fyrir stuðningsmenn sem hlutlausa.

Leikurinn var í góðu jafnvægi fyrir Liverpool þegar að hárri sendingu var skipt yfir á vinstri vænginn á 40. mínútu. Gomez tók dreymið boltagláp og gleymdi sinni staðsetningu þannig að Sane keyrði framhjá honum inn í teiginn, tók tvist og bast og bombaði boltanum í netið á nærstönginni. Klárlega tvöföld mistök hjá Gomez og Karius og dýrkeypt þegar að Liverpool var með leikinn undir þægilegri stjórn.

1-1 í hálfleik.

City byrjuðu ferskari eftir te-tímann í hálfleik og Otamendi átti skalla í slánna eftir hornspyrnu á 52.mínútu. Liverpool vaknaði við þetta og stuttu síðar hlóðu þeir í tvöfalda ógnun þar sem Ederson varði þrumuskot Salah eftir hornspyrnu og í kjölfarinu átti Ox-Cham skot í utanvert netið við nærstöng. En við vorum komnir í gírinn og á 59. mín. settum við í túrbó með nítró-innspýtingu. Títtnefndur Chamberlain átti sendingu upp vinstra megin við vítateiginn, Firmino tók grjótharða öxl á Stones og vippaði með snúning í stöngina inn yfir samlanda sinn í markinu. Geggjað mark og kveikti vel í Anfield.

Liverpool voru komnir með yfirhöndina og létu kné fylgja kviði. Tveimur mínútum síðar pressum við boltann af City og Mane setti gott skot í stöngina og framhjá. Senegalinn ætlaði sér að skora og á 61. mínútu fékk hann boltann rétt við vítateig og klíndi vinstrifótar-utanfótar-snúningsnuddu í nærskeytin hjá varnarlausum Ederson. Krafturinn og stemmningin var öll okkar megin og við hjuggum áfram grimmilega í sama knérunn. Efnileg sending inn fyrir vörn City var tímanlega hreinsuð af Ederson en sú hreinsun varð að hreinsunareldi þegar að Salah náði valdi á boltanum og sendi hann í listilegum boga yfir hinn brasilíska. 4-1! Game over???

Þetta virtist vera banabiti City og Liverpool hélt áfram þannig að þeir myndu hlaða í enn meiri niðurlægingu fyrir þá himnabláu. Pressan hjá Robertson var sérlega lýsandi fyrir kjarkinn og ákveðnina í okkar mönnum þegar að Skotinn knái pressaði alla leið niður í vítateig með góðum árangri. En ekkert er búið fyrr en það er búið og skjótt skipast veður í lofti. Á 84.mínútu á City sóknarfærslu sem endar með því að boltinn fellur vel fyrir varamanninn Bernardo Silva í teignum sem hamraði hann í netið. Óverjandi fyrir Karius og allt í einu fór taugaskjálfti um Anfield allan.

Leiktíminn var að fjara út þegar á 91. mínútu fær Gundogan sendingu frá Aguero sem hann klárar með tápoti og í netið. Enn tími eftir og ekkert öruggt. City áttu tvær hættulegar ógnanir með tveimur skotum frá Aguero en við náðum að hanga á sanngjörnum sigri.

Bestu menn Liverpool

Margir leikmenn Liverpool áttu flottan leik í dag og þrátt fyrir að við höfum fengið 3 mörk á okkur þá fannst mér vörnin eiga góðan dag, sérstaklega Robertson sem var ódrepandi og einnig hafsentarnir Matip og Lovren. Augljóslega voru einnig sóknarmennirnir okkar flottir með 4 mörk skoruð og sérstaklegt gleðiefni er að Mane virðist vera að komast aftur í gang þó að hann sé enn mistækur inn á milli. Minn maður leiksins er Alex Oxlade-Chamberlain sem bara vex og vex í sínu hlutverki. Setti glæsilegt upphafsmark sem gaf tóninn og með stoðsendingu að auki. Frábær kaup á öflugum enskum leikmanni fyrir nútíð og framtíð.

Vondur dagur

Enginn átti alvondan dag en mistök Gomez og Karius í fyrsta markinu gefa þeim mínus í kladdann.

Tölfræðin

Tvær sigurhrinur mættust í þessum leik og sem betur fer þá var hrina Liverpool hlutskarpari. Þetta var 18. leikur Liverpool án taps í röð í öllum keppnum og geri aðrir betur. Að auki stoppuðum við draum City um að fara ósigraðir í gegnum deildarkeppnina þó að vissulega séu þeir ennþá ótrúlega sigurstranlegir með 15 stiga forskot á næstu lið. Einnig eru þetta 5 sigurleikir í röð og lengi megi sú sigurganga halda.

Umræðan

Það verður létt yfir Púlurum næstu vikuna eftir að glæsilegur derby-sigur á Everton var dempaður með sölunni á Coutinho. Liverpool kann að vinna leikina með skorinu 4-3 og við tókum Istanbúlíska-þrennu á stuttum tíma til að vinna leikinn. Það er alveg ljóst að verðmætasti maður Liverpool FC er Jurgen Klopp þannig að liðið mun halda sínu striki undir hans mögnuðu leiðsögn. Maður kemur í manns stað. Vonandi verða styrkingar í janúar en þessi leikur sýndi að núverandi liðshópur er nógu góður til að vinna “besta” lið Englands að öllu óbreyttu. Til að keppa um toppinn þá vantar okkur nokkrar hágæða viðbætur en við erum nálægt þessu og framtíðin er okkar. Gleðjumst á meðan gleðin er í boði. YNWA!

100 Comments

  1. JEEEEEEESSSSS!!!! Gjörsamlega geggjaður leikur!

    Mesta surpriseið var miðjan. Mætti afhenda Can, Wijnaldum og Oxlade-Chamberlain afsalið. Sá síðastnefndi átti algjöran stórleik.

  2. Frábær sigur !!!!, en óþarfa spenna sett í leikinn rétt í lokin og varnarleikur okkar manna ekki nógu góður, en sóknarmenn okkar voru alveg frábærir og ekki að sjá að einhvers sé saknað þar.

  3. GLÆSILEGUR LIÐSSIGUR, og sýnir karakter eftir að missa Kút, og svo Virgil fyrir þennan leik. Okkur vantar enn markmann eins og De gea til þess að vinna svona leiki örugglega 🙂 Óþarfa stress í lokin.

  4. Ég er þeirrar skoðunar að það var vörnin sem skóp sigurinin. Auðvitað verða margir furðulostnir við að lesa svona fáranlegt koment en staðreyndin er aftur á móti sú að sóknarmenn Liverpool skópu þennan sigur með því að verjast framanlega og þvinga andstæðingin til að gera mistök.

    Slík sóknarvörn er alltaf þess valdandi að það skapast hætta aftar á vellinum, sérstaklega gegn Man City en með því að fækka hreinræktuðuum varnamistökum eins og t.d þegar Gomez seldi sig í fyrri hálfleik þá mun þessi vörn bera alltaf árangur.

    Ef ég á að velja mann leiksins, þá er það tveir sem mér finnst standa upp úr. Alex Oxelade Chamberlein og Andy Robertson. Andy var með Sterling í vasanum allan tímann og Chamberlain skoraði mark sem hann bjó til sjálfur, einmitt með því að verjast og ef ég sá rétt þá átti hann eina stoðsendingu líka og skapaði hltty, bæði með sendingum og sterkum varnarleik á miðju eins og sannaðist kannski best í markinu sem hann skoraði.

  5. VÁ VÁ VÁ VÁ VÁ VÁ!!!!!!

    Hvað getur maður sagt!!!

    Geta þessi lið ekki alltaf spilað á móti hverju öðru?!?!

    Nú þarf maður 2 kalda til að ná sér niður. Takk Liverpool fyrir frábæran sunnudag!

    YNWA

  6. Geggjaður sigur en það skyggir aðeins á hann að hafa misst 4-1 niður í 4-3. Þrjú stig í hús sem er alltaf takmarkið og það sem skiptir öllu máli. Besti fótboltaleikurinn á tímabilinu í Premier league allavega. Chambo geggjaður og þessi sóknarlína er svakaleg. Heavy Metal football.

    Up the Reds!

    YNWA!

  7. Frábær leikur og allt það en ég vill aldrei sjá Karius í markinu aftur!! Ver ekkert. Mignolet er veisla á meðað við Karius

  8. Mínir menn leiksins eru báðir sumarkaup, Ox og Robertson. Frábær leikur!

  9. Þvílík rússibanareið. En Karius er enn og aftur glápandi á eftir boltanum í 3 markinu – Boltinn rúllar framhjá honum og hann horfir bara á eftir honum og ekki í fyrsta sinn í vetur…….

    Framlínan alveg mögnuð en vörnin er “sloppy”þó svo að Robertson hafi verið flottur og geggjuð barátta hjá honum nánast allan tímann.

    Milner átti heldur ekki góða innkomu og seldi sig í ö’ru markinu og gefur kjánalega aukaspyrnu undir lokin og City hársbreidd frá jöfnunarmarkinu.

    Takk fyrir mig og nú er það handboltinn næst á dagskrá 😉

  10. 4-1 yfir og erum enþá að pressa þá eins og brjálæðingar. Þessi hápressa hjá Robertson er besta hápressa alla tíma. Get ekki ýmindað mér hversu mikið Manutd hefðu lagt rútinni ef þeir hefðu verið 4-1 yfir. Varnalína þeirra hefði líklega verið kominn á Goodison park!

  11. Takk fyrir þetta frábæru leikmenn Liverpool. Úrslitin koma bara alls ekki á óvart enda margoft búið að tala um hve liðið okkar er gott. Eru það ekki 19 leikir í röð án taps á heimavelli?

  12. Þetta er leikur sem mun seint gleymast. Liverpool er komið með frábært lið. Okkur vantar bara góðan markmann. ÁFRAM LIVERPOOL.

  13. Frábær leikur og með betri fótboltaleikjum sem hafa sést. Þetta lið okkar mun vinna titla ef við kaupum toppklassa markmann.

  14. Stórkostlegur sigur og frábær framistaða.
    Leikmenn liðsins gáfu sig allt í verkefnið og er greinilegt að klefin var ekki dauður þrátt fyrir Coutinho missir og Dijk meiddur.
    Það var bara hápressa sem gestirnir voru í miklum vandræðum með allan leikinn. Liverpool sótti á mörgum mönnum og náði Man City í fyrsta skipti í allan vetur ekki að stjórna leik.

    Karius 6 – Var að grípa vel inní en fyrsta markið átti hann að gera betur í.
    Robertson 10 – Rústaði Sterling í þessum leik og
    Lovren 9 – var frábær í leiknum, vann boltan aftur og aftur og las leikin mjög vel.
    Matip 8 – mjög góður leikur hjá kappanum
    Gomez 7 – en og aftur klaufalegur og átti stóran þátt í fyrsta markinu en vann sig vel inn í leikinn.
    Can 9 – átti frábæran leik og gaf tónin í byrjun. Var einfaldlega sprungin þegar hann var tekinn af velli
    Winjaldum 9 – átti í vandræðum sóknarlega en þvílík vinnsla hjá kappanum og var eins og Mascerano væri mættur í varnarvinnuna.
    Ox 9 – frábær leikur og frábært mark. Er að koma betur inn í leik liðsins og virkar sem mjög góð kaup.
    Salah 9 – var rólegur framan af en sýndi svo öllum í síðari afhverju lið mega ekki gleyma honum.
    Firminho 10 – þvílík afgreiðsla og þvílík vinnsla. Menn héldu að af því að Coutinho væri farinn þá myndi þessi detta niður neibb hann gaf bara í.
    Mane 9 – stórkostlegt mark og er farinn að líkjast sjálfum sér.

    3 stig ,18 leikir án taps og fyrsta tap Man City.

    KLOPP 10 – Takk fyrir mig og ef liverpool langar í nýja leikmenn í janúar þá endilega sendið þeim leikmönum fyrstu 80 mín af þessum leik og sendið bara higlights af Dijk gegn Everton síðustu 10 mín.

    YNWA – Djöfull var þetta gaman

  15. Salah er með þessu fjórða marki að taka af öll tvímæli um það að hann hefur tekið við keflinu af Nafna!

  16. Sælir félagar

    Þrátt fyrir allt og allt er ekki hægt annað en vera sáttur með niðurstöðu þessa leiks. Liverpool betra liðið í 80 mín en maðurinn sem á að stoppa svona lokamínútur sat á bekknum og því varð þetta óþarflega spennandi í lokin. En það er vel af sér vikið að vinnaa þessa MC maskínu hvernig svo sem það er gert. Takk fyrir mig.

    Það er nú þannig

    YNWA

  17. Þvílíkt statement til allra að við finnum ekki fyrir því að hafa selt Coutinho.
    Unnum eitt besta lið Evrópu um þessar mundir og það lang besta í PL fyrir utan auðvitað okkur!

    Ox sturlaður í þessum leik djufull er hann að troða sokk í margan ég bjóst ekki við því hann kæmi svona fljótt inní liðið og standa sig þetta vel. Hann er að fara eigna sér byrjunarsætið ef hann ætlar að spila svona.

    Robertson þvílíkur leikmaður hvað getur maður sagt? Moreno labbar ekki inní liðið auðveldega aftur meðan hann spilar svona.

    Firmino , Salah og Mané bara geggjaðir allir saman allt liðið var sturlað í dag maður sat stjarfur að horfa á þá slátra City alveg þangað til að okkar menn urðu þreyttir sem er skiljanlegt á móti liði sem City er það varð óþæginlegt þarna í lokinn verður að viðurkennast.

    Nenni ekki að ræða eitthver mistök sem voru gerð og eh álíka Liverpool VANN Manchester City það er nóg til að grjóthalda kjafti!

  18. Man City höfðu fyrir þennan leik verið marki undir í 17 mínútur samanlagt. Þeir voru að tapa í rúman klukkutíma í dag!

  19. Veisla og besti leikur tímabilsins klárlega. Markvarslan engin og vörnin shaky enn unnum samt. Hvar værum við með betri markverði eða kannski betri markmannsþjálfara? Oxlade ch klárlega að sýna af hverju Herr Klopp vildi fá hann. Get ekki beðið eftir næsta leik okkar manna en læt strákana okkar í handkastliðinu skemmta mér þangað til.

  20. Það verður erfitt fyrir moreno að komast aftur í liðið…. andy robertson var alveg magnaður í þessum leik…
    emre can var frábær og vonandi eru menn að leggja blek á blað fyrir hann hjá Liverpool og síðast en ekki síst þá var Uxinn kötturinn og kyrnan í þessari frábæru miðju!!!!

    Geggjað statement frá liðinu eftir fíaskóið með
    Kútinn og meiddan van dijk

    YNWA !!!!

  21. Þessi kaup á Andy Robertson, 8 milljónir pund ! Ekki gat ég t.d séð að Kyle Walker er eitthvað mikið betri en hann.

    Þetta vil ég sjá líka hjá Klopp í næsta sumarglugga. Að hans teymi kaupi allavega einn leikmann sem þeir sjá ýmis gæði við en kostar kannski ekki mikla peninga. Auðvitað vil ég slíkt í bland við stórkaup, því það þarf klárlega að dekka upp rúmið sem Coutinho skildi eftir sig og þrátt fyrir að við vorum að vinna Man City eigum við nokkra leikmenn í land til að verða samkeppnishæfir við þá um baráttu um titilinn.

  22. Vill þakka guði fyrir að Moreno meiddist. Annars hefði Robertson aldrei fengið þessa sénsa. Fkn magnaður leikmaður. Vill líka þakka guði fyrir að Henderson meiddist. Annars hefði Ox aldrei fengið sénsinn. Henderson hefði gefið hliðarsendingu í stað fyrir að skjóta. Murinn a Ox og Henderson

  23. Stórkostlegur sigur á móti frábæru City liði. Lið okkar algerlega frábært í þessum leik og baráttan algerlega meiriháttar. Var að horfa á pressuna og það er bara eitt orð yfir pressuna……VÁ!

    Erfitt að velja mann leiksins. Nánast allt liðið var frábært, vörnin, miðjan og sóknin. Ætla að fá að taka tvo sérstaklega, þ.e. Wijnaldum og Robertsson. Þeir voru geggjaðir…..eða kannski má ég taka þann þriðja, þe. Chamberlain? Vá!

    Smá einbeitingarleysi í lokin og leikmenn orðnir dauðþreyttir, en við héldum út. Líka pínu neikvætt hvað það sloknar oft á Gomez, miðað hvða hann var heilt yfir mjög góður. Karius verður ekki aftur í byrjunarliði hjá okkur í deildarleikjum.

    Erum í 3. sæti og fáum góða hvíld áður en við mætum Swansea á útivelli eftir rúma viku. Get ekki beðið!

  24. Nú eru Liverpool búnir að spila 4 leiki í seinni umferð mótsins gegn Burnley, Leicester, Arsenal og City. Allt lið í topp 8. Það finnst mér jákvætt.

  25. Liverpool er með frábært lið, en það er sturlun að hafa Karius í markinu ef Mignolet er heill.

  26. Virkilega spennandi að sjá hvað Chamberlain bætir sig í hverjum leiknum á fætur öðrum.

    The Klopp Effect!

  27. Andy Robertson’s wages this week have increased from £50,000 to £50,001 tonight after the extra Sterling in his pocket.

  28. Staða Liverpool á janúarglugganum eftir þennan sigur i dag styrktist til muna….örugglega einhverjir umboðsmenn hangandi á dyrabjöllunni hjá Klopp….

  29. Greinilegt hver er flavor of the month á let’s hate a player matseðlinum

  30. Frábært í dag og allir goðir nema markmaðurinn,svo ef það á að versla i januar þá skal nota peing i þá stóðu. Og svo má alveg eyða fullt af pening í að fa undirskrift hjá Can sem er alger lykilmaður á miðjunni ég efast alveg stórlega um að hann vilji burt eftir þennann sigur og þessa stemningu á Anfield í dag,á svona degi finnst ekki betri stadion í heiminum.

  31. Allir frábærir í dag nema markmaðurinn. Ég er á því að gefa Ward tækifæri í markinu.

  32. Ég ætla að éta hatt minn og sokk.
    Ég algjörlega vanmat Uxann og skildi engan veginn þau kaup.
    Hjá Klopp fær hann að spila sína stöðu og ekki hefur hann verið þekktur fyrir markaskorun en hann er kominn strax með 4 mörk hjá Liverpool.

    Maður skilur þetta núna sem Klopp sá í honum sem er kraftur og áræðni sem smell passar inní pressubolta Jürgens.

  33. Já Karius er greinilega svarti pétur mánaðarins. Ekki Gomez samt sem hefur gert röð mistaka í síðustu leikjum sem hafa kostað mörk. En svona er þetta líf bara, menn sjá bara það sem þeir vilja sjá.

  34. Hvað er ekki nýtt? Léleg markvarsla vörnin sofnar og liðið tapar niður öruggri stöðu… sem betur fer tókst þeim það ekki í dag samt 🙂

    En núna er mér slétt sama liðið tók city og fyrstir til þess og eru frábært lið…
    Klárið bara þessi fáú pússl sem upp á vantar og vinnið þessa helvítis dollu!!

  35. Það var dásamlegt að fylgjast með því hvernig framlínan og miðjan okkar gjörsamlega ÁT city miðjuna sem er nú ekkert slor. Einn besti leikur efstu 6 í vetur. Robertson var með Sterling í rassvasanum. *****

  36. Gunnar 30 ég vona að þú sért að djóka að þakk fyrir það að leikmenn meiðist er ekki í lagi, það eru að verða fáir leikmenn Liverpool sem þú ert ekki búin að rakka niður.
    En að leiknum í dag er bara eitt að segja frábært leikur.

  37. Takk fyrir skýrsluna Magnús, frábær penni!

    Þessi leikur lýsir liðinu svo vel. Án efa eitt af bestu liðum Evrópu sóknarlega og varnarlega á meðan pressan heldur dampi en um leið og liðið þarf að verjast á síðasta þriðjungi vallarins er 50/50 að mótherjinn skori. Lovren og Matip voru báðir fáránlega góðir í að taka boltann af mönnum við miðjulínuna með pressu og ákefð, létu meira að segja Aguero stundum líta illa út.

    City voru fyrir þennan leik búnir að fá á sig 13 mörk í 22 leikum í deildinni.

    Ég er á því að ef Liverpool styrkir markmannsstöðuna í sumar, ásamt 2-3 góðum kaupum í viðbót erum við komnir mjög nálægt því að geta veitt almennilega samkeppni um titilinn. En það er orðið of seint á þessu tímabili svo 2. sætið á að vera okkar markmið.

  38. Takk fyrir frábæra skýrslu, þvílíkur penni!

    Mér fannst allir leikmenn standa sig heilt yfir vel og í raun alveg óþarfi að rakka Karíus niður. Líklega myndi hann verja þetta í 8 af hverjum 10 skiptum en þetta var hrikalega fast og hann var líka að hugsa um Aquero sem lúrði á fjarstöng. Ekki auðvelt að fá Sane svona hratt á sig nokkrum metum frá marki með skot á 100 km hraða.

    En… njótum sigursins og brosum framan í alla í dag og líka á morgun! Strákarnir okkar stóðu sig allir vel í dag. Það er eitthvað magnað í vændum…

  39. Svona í ljósi myndbútsins af Robertson að pressa alveg upp í hægra hornið, þá fannst mér þessi góður:

    Ég er afskaplega ánægður með liðið. 18 leikir án taps? Það er ágætt. En sannið til, næst þegar liðið tapar (því já, það kemur að því), þá munu koma fram raddir sem segja að liðið sé fullt af farþegum og það þurfi að hreinsa til. Nei, það þarf ekkert að hreinsa til. Það má kannski styrkja liðið örlítið.

  40. Frábært… eina svekkelsið hja manni er hvernig hefði fyrri leikurinn endað þegar Mane var rekinn útaf… og við inni í leiknum…. hefði verið gaman að sjá 11 á móti 11 þá… en þessi leikur var magnaður og mátti litlu muna í restina en fokk it 3 OFURSTIG í hús og skal hundur heita ef þetta gefur okkur ekki mikið extra í vetur!

    Og skiptingarnar i vetur að borga sig… hefðum aldrei unnið á sama tíma í fyrra… þvilik pressa allan leikinn… nóg eftir af orku nuna

    YNWA

  41. Góða kvöldið.

    Gjörsamlega geggjað að vinna lið eins og Man City þar sem þeir áttu aðeins 4 skot á ramman!!! lið sem er búið að vera gjörsamlega óstöðvandi og eitt af betri liðum í heimi.

    Eitt sem mér finnst frekar ósamgjarnt það eru blessuða neikvæðnin á Karius grei-ið ég er eflaust einn á þeim vagni að mér finnst hann eigi að byrja alla leiki fyrir okkar ástkæra lið, ekki má gleyma því að De Gea var mjög mistækur á sínu fyrsta seasoni hja Manuer en eftir það þá er hann búinn að vinna allt of mikið af stigum fyrir þá og vonast ég til að Real sæki hann sem fyrst. Það má ekki gleyma því að Karius er ekki að fá að spila leik eftir leik og fá að gera sín mistök til að læra af þeim. skulum frekar vera sáttir að hann fékk að læra ein mistök í dag og við unnum Man City !!
    ég vona að Mignolet (sem ég er búinn að afskrifa með öllu ) spili ekki mikið meira á þessu seasoni og frekar myndi ég kjósa að hafa Ward á bekknumm. svo miðað við fyrsta leik Van Djik þá á vörnin og markmaður eftir að sinka sig miklu betur þar sem að Van Djik er algjör leiðtogi og rosalega vocal

    Annars til hamingju allir með frábæran sunnudag YNWA

  42. Veit einhver um full match link? Fullmatchandshows því miður ekki með allan leikinn.

  43. Karius er markmaður númer 1 segir Klopp. Frábærar fréttir. Miklu betri alhliða keeper en Migno. Hann á teiginn, fer útí bolta, fljotur að koma boltanum í leik og góður spyrnumaður. Migno er kannski betri shot stopper en thats it.

    Annars frábær sigur og gullöldin er hafin

  44. Mignolet ver erfiða bolta en því miður vantar það hjá Karius. Meðan valið er á milli þeirra tel ég Mignolet töluvert betri, man varla að Karius hafi einhvern tíma varið alvöru skot og bjargað marki eitthvað sem Mignolet hefur gert margoft. Vill samt endilega fá nýjan markvörrð fyrir Couthino gullið.

  45. Ég talaði við mikinn stuðingsmann MCity og sagði honum að eina liðið sem gæti sigrað þá væri LFC. Og Klopp stóð við það. Hann er að byggja upp frábært lið og enginn maður er stærri en klúbburinn. Við verðum bara að fá á bak við okkur góðann markvörð. Við höfum marg off sýnt að við getum spilað án þess að KÚTURINN sé með. Þeir sem ekki vilja spila með Liverpool eiga bara að fara. Far vel KÚTUR. Áfram Liverpool, FRÁBÆR LEIKUR;

  46. drífa sig svo að láta can krota á nýjan samning hann er stór hluti af þessu púsli

  47. Nákvæmlega ekkert óvænt við að þetta var besti leikur tímabilsins í deildinni. Hrikalega hressandi að vera fyrsta liðið (og mjög líklega eina) til að vinna City. Sérstaklega eftir þessa hundleiðinlegu Coutinho viku.

    Gjörsamlega næ samt ekki megninu af umræðunni eftir leik varðandi frammistöður liðsins, vörninni er hrósað í hástert á meðan markmaðurinn er sagður fullkomlega ónothæfur með öllu. Það er svona Moreno andúð á Karius hjá ansi stórum hluta stuðningsmanna Liverpool (ekki bara að tala um hér inni). Ótrúlegt stundum að lesa menn finna honum allt til foráttu, hvað þá eftir fimm ár af Mignolet.

    Vörnin var bara alls ekkert nógu góð í dag, Man City skoraði þrjú fokkings mörk! Liverpool þurfti enn eina ferðina að skora fjögur til að vinna, menn horfa framhjá því í fögnuði yfir frábærum mótherjum en öll mörk City er miklu miklu miklu meira hægt að skrifa á slæman varnarleik Liverpool heldur en markmanninn sem í öllum tilvikum fær opið skot á sig.

    Joe Gomez steinsofnar á verðinum í fyrsta marki City, tökum ekkert af Sane, móttakan er geggjuð og hann á eftir að gera helling áður en hann nær þessu þrumuskoti ofarlega á nærstöng. Breytir því ekki að Joe Gomez var þarna með janúarútsölu dauðans, 70% afsláttur. Auðvitað á Karius að gera betur líka en það er ekki eins og nokkur maður geti haldið því fram að Mignolet hefði gert eitthvað betur.

    Varnarleikur liðsins í heild var lengst af frábær í leiknum og þess vegna óþolandi að leka þessum tveimur mörkum í lokin og hleypa þessu upp aftur. Persónulega fannst mér átakanlegt að sjá muninn á Can og Milner eftir að hann kom inná og held að þetta hefði farið 4-1 hefði Can getað klárað leikinn. Ekki að ég skrifi mörkin endilega á hann en Liverpool missti mikið þegar Can fór af velli í dag (og Milner er ekki miðjumaður á þessu City leveli lengur). Þetta var einn af betri leikjum Emrae Can hjá Liverpool.

    City hefur heppnina mjög mikið með sér í öðru markinu en þeir komust engu að síður of auðveldlega í gegn, lítið við markmann að sakast þar.

    Þriðja mark City er svo sýnidæmi 5.987 á því afhverju Van Dijk var keyptur.

    Karius er líklega ekki nógu góður, hann er eins og Mignolet samt alls ekki eins lélegur og af er látið. Hann er ekkert verri en Mignolet og það er mikið fagnaðarefni ef Klopp ætlar að skipta um aðalmarkmann núna. Vonandi hefur hann með því fengið nóg af Mignolet og bregst þá við í sumar bæti Karius liðið ekkert. Eftir fimm ár af Mignolet er ég tilbúinn að taka sénsinn á fjórum mánuðum af Karius, hann mun ekki verja minna en Mignolet hefur verið að gera. Karius er líka miklu fljótari að koma boltanum í leik og passar þannig betur inn í sóknarþenkjandi leikstíl liðsins.

    Þetta er góður punktur

    Af vörn Liverpool fannst mér Andy Robertson klárlega standa uppúr og það er frábært að hugsa til þess að þessi staða er ekki lengur vandræðastaða hjá Liverpool. Robertson hefur verið að vaxa með hverjum leik og átt algjörlega frábæra 10 daga núna. Hver hefði trúað því að hann þyrfti nokkra leiki til að aðlagast? Hann var gríðarlega til í slaginn í dag og einnig gegn Everton. Hann virðist líka fullkomlega elska það að spila fyrir Liverpool, sérstaklega í síðustu tveimur leikjum. Að fá hann á 8m virkar eins og rán á þessum markaði eftir frammistöður Robertson undanfarið. Það er til marks um breiddina sem er komin í þessa stöðu að við vorum að tala um Moreno á svipuðum nótum áður en hann meiddist.

    Talandi um að elska það að spila fyrir Liverpool þá er stórskemmtilegt að horfa á Ox-Chamberlain vaxa undir stjórn Klopp. Sá er að eigna sér þessa stöðu á miðjunni. Hann lét okkur gleyma brottför Coutinho í 90 mínútur í dag, svo mikið er víst. Verðskuldað maður leiksins í dag, hann er æ oftar meðal bestu manna Liverpool þegar hann spilar. Hann hefur einnig verið að koma frábærlega fyrir utanvallar.

    Sumarkaup Liverpool eru að batna með hverjum leik og einu leikmannakaupin í janúar (það sem af er) hafa verið sérdeilis ágæt líka.

    Salah, Mané Mané og Bobby Firmino ættu svo að hafa tryggt írska grínistanum topp sætið á vinsældarlistunum í þessari viku með því að skora allir.

    Góð pása í næsta leik og því fjandi hress vinnuvika framundan fyrir okkur Púllara.

  48. Hjartanlega sammála Einar. Karíus stóð sig heilt yfir vel í leiknum og ég er ósáttur við félaga okkar Carra að stimpla Mignolet sem betri keeper eftir leikinn. Míga hefur jú bætt sig eitthvað undanfarið en hann hefur líka fengið tímann til þess. Karíus hefur ekki fengið neitt Rún af leikjum svo heitið getur. Samt er hann strax betri sweeper, fljótari að Jóns bolta í leik og betri í fyrirgjöfum. Ég allavega vil trúa því að hann finni sjot stopping formið sitt ef hann fær tækifæri til.

  49. Leroy Sane bara hress í viðtali e.leik. “Þessi leikur skiptir engu máli þegar við vinnum dolluna í vor” 18 leikir eftir og 15 stiga munur á Liverpool. Þeir geta auðveldlega tapað 2-3 leikjum og ef einhverjir leikir detta í jafnteli þá er þetta fljótt að breytast. Væri æðislegt ef þetta byrjar að hiksta ef svona er hugsunarhátturinn í liðinu.

  50. Ég horfði á Peter Schmeichel slátra Karius í settinu eftir leik. Einfaldlega ekki nógu góður markmaður. Því miður ?

  51. Einar #65,

    Svooooo sammála, algjörlega frábært comment.

    Klopp telur dæmið líklega fullreynt með Mignolet og það er ekki fræðilegur að neitt alvöru lið selji aðalmarkvörðinn sinn í janúar. Karius mun fá vorið til að sanna sig og ef honum tekst það ekki verða líklega settir alvöru peningar í markvörð næsta sumar.

    Síðasta myndband kvöldsins, Jürgen Klopp að droppa f-bombu í beinni á NBC, þetta er algjör epík: https://twitter.com/TheMengisKhan/status/952613396704382976

    Afsakið spammið, en það er erfitt að vera ekki upprifinn eftir aðra eins veislu! YNWA 🙂

  52. Sælir félagar

    Takk fyrir þennan frábæra dag og svo vil ég gera orð Einars Matthíasar #65 að mínum. Algjörlega eins og talað út úr mínu hjarta þótt ég hafi verið helv . . . fúll eftir markið hjá Sane.

    Það er nú þannig

    YNWA

  53. Maður er í skíunum eftir þennan leik, FRÁBÆRT, en alltaf fellur LFC í þá gryfju að fá á sig mörk er leikurinn er nánast búinn og þetta er ansi þreytandi. Það hefur gerst ansi oft að unninn leikur hefur farið í jafntefli og 1 tapaðist osf. Þetta þarf KLOPP AÐ LAGA.

  54. Stórkostlegur sigur og maður er lengst upp í skýjunum.

    Vonandi fer nú grenjukórinn hinn neikvæði að stórminnka hér og amk brosa út í annað. Fólk hlýtur að fara að sjá að Klopp er með plan, hann veit hvað hann vill og stundum þarf að bíða. Klopp er með þetta og hann þarf tíma sinn til að púsla þessu saman. Liðið okkar er gríðarlega sterkt! Við erum komin með eitt flottasta fótboltalið í Evrópu, lið sem getur sprengt önnur lið í tætlur á örfáum mín.

    Núna fær Virgil viku til að jafna sig og koma sterkur tilbaka inn í þetta… Og kannski Keita líka. Strákgreyið að mega ekki koma yfir núna.

    Djö… er ég ánægður með Liverpool, við erum rosalegir. scums. arsemal, spurs og hinir blikna við hliðina á okkar frammistöðu og manni grunar að flestum leikmönnum langi nú frekar að vera undir Klopp en ekki hjá hinum fýlupúkunum.

  55. Þegar Liverpool keypti Robertson þá var tuðað yfir því hér á síðunni að þetta væri ekki mikill metnaður. City kaupir Mandy á fúlgur fjár en við einhvern miðlungsleikmann frá Hull fyrir smáaura. Ég sagði þá að þetta væru ein af kaupum ársins því hann var eini ljósi punkturinn í liði Hull og að fá svona ungann mann fyrir 8 millur. Hann er að verða einn af bestu bakvörðum í ensku deildinni. Kloop hefur ekki unnið með honum nema hálf ár og slípað þennan demant af snilld.

  56. Epískur punktur #65. Karius mun líklega verja markið okkar það sem eftir lifir leiktíðar og þá kemur í ljós úr hvaða efni hann er gerður.

    Kannski er Karius ekki nógu góður og þá þarf að kaupa nýjan markmann því að eftir fimm ár með Mignolet verður að segjast að sá kappi hefur brennt sínar brýr til ösku.

    Svo er hinn möguleikinn að hinn 23 ára gamli Karius nái vopnum sínum og verði sá markmaður sem búist var við að hann þróaðist í.

    Liverpool er skemmtilegasta fótboltalið Evrópu í dag og besta auglýsing sem til er fyrir töfrum fótboltans og PL. Hættum við að vera í þessari fýlu út í einstaka leikmenn.

    En til gamans er hér teik Jamie Carraghers á stöðu markmannsmála hjá Liverpool í dag: https://www.youtube.com/watch?v=yNrD8Eap5eY&t=1s

  57. Það sem ég var að tala um varðandi vörnina er að öll mörk sem Man City fékk á sig komu út af sóknarmistökum af þeirra hálfu og hefur það með góða varnarvinnu að gera. Bæði mistu þeir bolta á okkar vallarhelmingi og fengu þeir í kjölfarið á sig skyndisókn og síðan í pressu framanlega á vellinum.
    Mér finnst furðulega lítið talað um það að auðvitað er vörn berskjaldaðari þegar lið spilar blússandi sóknarbolta og gáskafulla vörn. T.d í stöðunni 4-1 hefði Liverpool hæglega getað bara bakkað aðeins aftar og treyst á skyndisóknir en þess í stað heldur liðið áfram að spila sinn bolta. Sem er skiljanlegt vegna þess að sú spilamennska hafði gefið Liverpool fjögur mörk. Persónulega hef ég ekkert á móti því en auðvitað þýðir það að þá á liðið alltaf á hættu á því að lið eins og Man City jafni.
    Ég tek heilshugar undir að Gomez var úti á túni og seldi sig allt of ódýrt þegar Sane skoraði og mörkin sem Liverpool fengu á sig voru heldur ódýr og staðsetningar á varnarmönnum frekar vafasamar og í raun finnst mér vörnin hafa verið langbrothættust í þessum leik sem ég hef séð undanfarið. Hún hefur í flestum tilfellum verið mjög traust á þessu tímabili. Hvort það er út af gæðum Man City eða út af gáskafullum sóknar og varnarleik skal ósagt látið.

    Liverpool mun ekki geta spila svona gegn Swansea einfaldlega vegna þess að liðið mun aldrei hætta sér svona langt fram á völlinn. Þeir munu liggja aftarlega og þeirra stolt mun byggjast á því að reyna að ná stigi eða stelpa sigri.

    Fyrir mér var þessi leikur um heiður.Um hvort liðið spilaði betri sóknarbolta og finnst mer Peb Gardiola eiga heiður skilið fyrir að spila bara sinn bolta og þora að mæta okkar mönnum af fullu afli í stað þess að liggja aftarlega eins og t.d Man Und gerði gegn okkur. Fyrir vikið varð útkoman skemmtilegasti leikur tímabilsins til þessa þar sem bæði lið sköpuðu sér þónokkuð mikið af færum.

    En ef við skoðum færanýtingu þá var Liverpool með nokkuð fleirri færi en Man City. Liverpool var með átta skot á markið en Man City fjögur. Liverpool var með sex skot utan rammans en Man City fjögur. Man city var miklu meira með boltan og einni meira af hornspyrnum.

    það eitt segir mér að vörn Man City var síður en svo betri en vörn Liverpool í þessum leik og vil ég nú samt meina að vörn Man City sé sú besta í deildinni.

    Vogum vinnur, vogum tapar, í þetta skipti sigraði hugrekkið. Jafnvel þó það kostaði okkur þrjú mörk.

  58. “Robertson did really well despite being weighed down by having Sterling in his pocket all game”

  59. Þvílíkur munur á Guardiola og Mourinho. Tek ofan fyrir Guardiola sem gat tekið þessu tapi með jafnaðargeði, óskaði liverpool til hamingju, hrósaði þeim og sagði að liverpool hefði verið betra liðið.

    Mourinho hinsvegar vælir bara eftir leiki, dómarinn, völlurinn, áhorfendur og síðast en ekki síst hans eigin leikmenn. Aldrei við hann að sakast samt. Þvílíkt sem ég held að sé leiiðinlegt að hafa hann sem stjóra hjá sínu liði.

  60. Auðvelt að taka þessu tapi og sýna jafnaðargeð þegar maður er 15 stigum á undan næsta liði á toppnum með billjónir til leikmannakaupa. Hann var ekki alltaf svona svalur á síðasta tímabili.

  61. væri alls ekkert vitlaust að gefa Karius gott run fram að sumri. Það er fullreynt með mignolet svo nú má láta reyna á hvort karius stígi upp, annars má ath að verlsla í sumar

  62. Ég er svo óendanlega ánægður að Jurgen Klopp er að þjálfa Liverpool. Svo langsamlega svalasti þjálfarinn í heimsfótboltanum. Engin annar sem eyddi síðasta sumarfríi á þennan hátt! http://www.mirror.co.uk/sport/football/news/liverpool-jurgen-klopp-ibiza-holiday-10729055

    Liverpool er að spila “Sexy Football” þessa dagana og liðið að verða betra með hverjum mánuðinum og leikmannakaupunum. Bikarar verða hinsvegar að fara detta inn næstu ár. Mikið djöfull elska ég þetta lið sama hverju á gengur.

  63. Arsenal eru sagði vera nálagt því að ná í Pierre-Emerick Aubameyang á c.a 60m punda

    Þessi leikmaður er í heimsklassa, hraður og áræðinn sem skorar fullt af mörkum og myndi vera flottur arftaki Coutinho í liðinu okkar.

    Ef hann er í boði þá vona ég að Liverpool séu að skoða þennan möguleika.

    Það hefur nefnilega dottið niður þessir liverpool orðrómar eftir söluna á Coutinho.

  64. #65 Málið er bara að eftir 5 ár af Mignolet þá er Karius ekkert mikið betri og maður vill meira og hann ver nánast ekkert og þetta er nánast eins og að hafa útileikmann í markinu – Gott flæði og snöggur að koma honum í leik en það verður að viðurkennast að hann er ekki merkilegur í að verja boltana sem á hann koma.

  65. Þetta eru engin geimvísindi mignolet er búinn að vera að spila í þessari deild í 5-6 ár og við vitum allir hvað við fáum frá honum og hann er bara löngu staðnaður á meðan karíus hefur spilað örfá-a leiki og á að geta bætt helling við sinn leik.

  66. Nr. 86

    Varðandi þetta, nú hef ég ekkert stúderað Oblak sérstaklega en er alveg öruggt að okkar vandamál leysast með honum? Markmaður sem er vanur því að spila fyrir aftan gríðarlega þéttan og góðan varnarleik A.Madríd í Spænsku deildinni. Eins og ég segi ég veit ekki mikið um Oblak annað en að vörn A.Madríd er góð sem heild, en eitthvað held ég að sjokkið yrði að fara úr því verndaða umhverfi í það að verja vörn Liverpool!

  67. Getum við plís pressað utd liðið svona næst þegar við mætum þeim því þá mun vörnin hjá þeim lenda í miklum vændræðum og mundum vinna þennan rútubílstjóra sém er að stíra þeim.

  68. er þetta rétt að það sé búið að það sé búið að segja við migno að karius sé fyrsti kostur?
    ef svo er þá er ég mjög sáttur því karius hefur eiginleika sem nýtast okkur mun betur en migno

  69. #90 Mignolet var að segja að hann sé að íhuga framtíðina og þurfi að fá spilatíma til þess að vera í standi fyrir HM en það er samt alveg ljóst að hann verður aldrei byrjunarliðsmaður í sínu liði fyrir Courtois enda er hann einn af liklega 3 bestu markmönnum deildarinnar. Skil ekki alveg að hann haldi að það sé í hættu að hann verði ekki í hóp til að verma bekkinn það eru engar líkur á að hann verði í byrjunarliðinu allavega.

  70. Jan Oblak er hugsanlega besti markmaður heims í dag. Stórkostlegur í teignum og með viðbrögð kattarins milli stanganna. Ég myndi vilja Oblak til Liverpool og er viss um að hann myndi bæta markmannsstöðuna gífurlega.

    Hitt er svo annað mál að vart er hægt að hugsa sér ólíkari lið en sóknarlið Liverpool undir stjórn Jurgen Klopps og Látrabjargið Atletico Madrid eftir hugmyndafræði Diego Simeoni.

    Ef Liverpool spilar heavy metal fótbolta mætti líkja boltanum hans Simeoni við óperuna I Puritani eftir Bellini sem er líklega leiðinlegasta tónverk sem enn hefur verið samið. Hræðilega gróft og neikvætt fótboltalið þar sem vörnin er í aðalhlutverki. Liðin hans Mourhino´s eru hrein gjöf Guðs til sóknarfótboltans borið saman við hryllinginn í Madrid.

    Ef Oblak kæmi er nokkuð ljóst að hann yrði að breyta sínum leikstíl verulega sem tæki sinn tíma. Ég held að þokkalegir möguleikar séu á að Karius geti vaxið inn í starf sitt ef hann fær tækifærið. En ef það gerist ekki verður að fá mann af hlaupvídd Oblaks í markið í sumar. Donnarumma væri kannski málið eða þessi Handanovic hjá Inter. Svo eru nokkrir ungir þýskir markmenn eins og Fahrmann og Timo Horn hrikalegir (sem raunar kepptu við Karius okkar um að verja mark yngri landsliða Þýskalands).

    All in all er þá ekki best að sjá hvað Karius getur ef hann fær traustið til lengri tíma? Just sayin.

  71. Eru menn búnir að sjá .net apa lið vikunnar upp eftir Daily Star eða eitthvað álíka? Enginn Wijnaldum, enginn Can, enginn Robinson, Salah né Firmino. Aðeins tveir af 6 manna miðju/sókn sem hápressaði verðandi meistara og The Invincibles Wannabe’s á þann hátt að enginn hefur séð annað eins. Mjög skemmtileg yfirferð yfir það í MOTD2 t.d. Shearer var gáttaður og hann hefur nú ekki verið sá jákvæðasti gagnvart Liverpool.

    Þætti eðlilegt að sjá ca 5-6 Liverpool menn í liði helgarinnar. Ekki það að eitthvað dragi mann niður eftir svona helgi, ekki einu sinni leikur gærkvöldsins 🙂

  72. Rétt að ná mér niður eftir leikinn og get því loks kommentað.
    En ekki um leikinn, ekkert ósagt.
    Markmenn.
    Selja Migno núna strax. Karius í marki og Ward á bekknum.
    Þangað til annar sterkari er keyptur.
    Hvort sem það er núna, strax eða í sumar.
    Oblak ef strax. Annars leita betur.
    Þurfum markmann með reflexa því mörkin koma oftast af styttri færunum.
    Verðum komnir ? annað sæti eftir tvær umferðir.
    YNWA

  73. Ég vil sjá Klopp losa sig við Sturridge og Ings og bjóða í Pierre-Emerick Aubameyang sem var að fara fram á sölu og er líklega að fara til Arsenal.
    Það er alveg pláss fyrir Firmino og Aubameyang í liðinu.
    Þessi myndi skella frábærum sóknarleik upp annað level.

  74. Held nú persónulega að klopp hafi engan áhuga á að fá aubameyang. Hvað er maðurinn búinn að fá margar viðvaranir útaf agabrotum? Klopp hefur ENGAN húmor fyrir svoleiðis löguðu.

  75. Hvernig má það vera að umboðsmenn eru farnir að taka 5-10 milljónir punda í vasann fyrir leikmannaskipti. Eru leikmenn og félög rasshausar?

  76. Er fólk enn að nota orðið “rasshaus”? Það er rosalega 2005 eitthvað.

Byrjunarliðið gegn Man City

Podcast – Er Karius plat markvörður?