Byrjunarliðið gegn Man City

Það er skammt stórra högga á milli þessa dagana. Derby-bikarsigur um síðustu helgi og í dag er það risaslagur Rauða hersins við ósigrað ofurlið Guardiola & co. frá ljósbláa hluta Manchester. Leiksins hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu og nú er komið að veislunni. Fyrstu fregnir af mannavali fyrir okkar menn voru þó ekki sem bestar því að um hádegisbil bárust þær fregnir að stóri leikmaðurinn okkar missir af stórleiknum í dag. Van Dijk ku vera tæpur aftan í læri (tight hamstring) og ekki verður tekin áhætta með hans heilsu að þessu sinni.

En Liverpool-liðsval Klopp hefur verið kunngert og er eftirfarandi:

Byrjunarlið Liverpool gegn Man City

 

Bekkurinn: Mignolet, Milner, Klavan, Lallana, Ings, Solanke, Alexander-Arnold.

Mo Salah er kominn aftur inn eftir meiðsli og styrkir framlínuna. Karius heldur sínu sæti frá síðasta leik og fær því annað tækifæri til að sanna sig. Lallana og Milner fara á bekkinn og Wijnaldum kemur inn á miðjuna.

Hjá Man City er uppstillingin svona:

Bekkurinn: Bravo, Danilo, Mangala, Bernardo Silva, Diaz, David Silva, Zinchenko.

Koma svo og keyra upp stemmninguna! Þetta er okkar tími – þetta er okkar stund!

Come on you REDS! YNWA!

Við minnum svo á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan.


125 Comments

 1. Já og Lovren fyrirliði. Hann væri varla í byrjunarliðinu ef van Dijk væri heill.

 2. Þetta er eini leikurinn á tímabilinu þar sem Liverpool eru underdogs á heimavelli. Þetta Man City lið er einfaldlega lang besta liðið í deildinni í ár en það þýðir ekki að við getum ekki nælt okkur í 3 eða 1 stig úr þessum leik.
  Ömurlegt að missa af Dijk en við megum ekki gleyma því að liðið er taplaust í 17 leikjum og hafa 16 leikir verið án hans. Varnarleikur liðsins hefur farið batnandi á tímabilinu eftir vægast sagt brösulega byrjun en það mun reyna mikið á varnarlínu liðsins í dag.

  Við erum að berjast um meistaradeildarsæti við Man utd, Chelsea, Tottenham og Arsenal. Tottenham fengu 3 stig á heimavelli gegn Everton, Chelsea fengu 1 stig á heimavelli gegn Leicester þar sem þeir voru manni fleiri í 25 mín, Arsenal fengu 0 stig tapaði úti gegn Bournemouth og Man utd á leik á morgun.

  Svo að það er mjög gott að liðinn í kringum okkur eru að tapa stigum á meðan að við erum að spila gegn erfiðastas andstæðingnum í deildinni en það væri helvíti gott ef við mundum sýna öllum að við getum unnið þá bestu.

  YNWA

 3. Agalegt að missa VVD, en maður kemur í manns stað, arsenal að tapa og virka bara eins og miðlungslið án sanchez og özil. Við verðum bara að halda hreinu í dag, þótt það sé í raun ólíklegt. Liverpool er eina von annara liða í þessari deild, um að stöðva þetta man city lið. Ég vill sigur í dag og að við höldum öllum 11 inná, vonandi verður dómarinn ekki í aðalhlutverki.

  KOMA SVO RAUÐIR ! !

 4. Góðar fréttir samt af VVD

  Klopp
  On Virgil van Dijk: “He is a little bit injured, if it’s the last game of the season you can take the risk, but not today, because we have more games coming up. He will be back for the next game, for sure.”

 5. Sterkasta byrjunarlið sem völ er á í dag. Lovren fær sénsinn og mun vonandi nýta hann vel í dag. Er alls ekki viss um að það verði sjálfgefið að Matip muni automatic verða partnerinn hans Virgil. Þetta verður rosalegur leikur. Held að hungrið sé meira okkar megin og það muni ráða úrslitum í dag. Bæði Chelsea og Arsenal misstigu sig í þessari umferð og mikilvægt að vinna leikinn. 3-1 fyrir okkur. Salah með 2 og Firmino eitt. Auguero skorar að venju á móti okkur.

 6. Eru þá allir sem eru orðnir 25 ára búnir að bera fyrirliðabandið í vetur?

 7. Sæl og blessuð.

  Þetta verður svakalegt. Síðast þegar liðin mættust var allt opið. Eftir að Mané var rekinn út af þá kom skellurinn og þeir komust á þessa líka rennireið sem ekki sér fyrir endann á.

  Hópurinn hjá City er rosalegur. Engu virðist breyta þótt Silva sé ekki með.

  Í fljótu er Can ekki að fara stöðva De Bruyne, eða að blessaðir hafsentarnir og Karius eigi roð í Aguero og framlínuna. En allt getur auðvitað gerst.

 8. Nú þurfum við að bæta við öðru marki því ég efast um að við náum að halda hreinu 🙂

 9. Skemmtileg staðreynd:

  Andrew Beasley @BassTunedToRed 11 minutes ago
  Oxlade-Chamberlain now has three league goals for Liverpool – more than he managed in any individual season for Arsenal.

 10. Gomes i ruglinu enn einu sinni, og góður markvörður ver svona skot á næststöng. púffff

 11. Enn og aftur gomez að klikka á þessu, úff, þarf ekki að fara að kenna honum að verjast þessu 🙁

 12. Sorglegt að Gomez geri svona auðveld mistök alltaf og kostar mark.

 13. Gomez er okkar lang veikasti hlekkur varanlega. 3 eða 4 markið sem hann gefur á stuttum tíma.

 14. Þessi sending átti auðvitað aldrei að valda minnstu hættu. Tveggja manna klúður.

 15. Gomez og Karius hlaða bara í tvennu!!

  Mignolet er skárri ef eitthvað er….

 16. Þetta er nú farið að slaga í 10 mörk á tímabili sem hægt er að skrifa á klúður aftast. Get ekki beðið eftir að góður markmaður lætur sjá sig.

 17. Gomez átti þetta mark, enn og aftur lélegur varnarleikur hjá honum.

 18. Ekki skritð þo það verði kluður i varnarlinunni, hafa einhvern timann a timabilinu verið sömu 5 aftast, endalausar roteringar þar bjóða hættunni heim

 19. Gomez er svo enganveginn klár í PL. Senda hann á lán og leyfa honum að gera mistök annars staðar.

 20. getum við fengið umferða keilu í markið hún myndi nýtast okkur betur en tannálfurinn

 21. Alexander Arnold og Mignolet alltaf fyrir Gomez og Karius. Þessir tveir trúðar kosta okkur mörk í hverjum einasta leik!!

 22. Frábær leikur og við erum með alvöru andstæðinga á Anfield. Miðjan hjá okkur búin að vera frábær sem og sóknarlína og hafsentarnir báðir og Robertsson.

  Nú er þetta í 3. sinn á skömmum tíma sem það slokknar á heilanum á Gomez og hann gefur mörk! 3. sinn!! Karius átti síðan klárlega að gera betur. Mjög ergilegt en held að við tökum þetta í seinni. City eru klárlega þreyttari.

 23. Stórskemmtilegur fyrri hálfleikur en ætti með réttu að vera 1-0. Oxlade-Chamberlain búinn að vera frábær, ekki bara markið heldur góð vinnsla bæði á miðjunni og hægra megin.

  Seinni hálfleikurinn verður eitthvað.

 24. já, by the way. Ef það væri búið að slokkna svona oft á hausnum í Lovren á skömmum tíma þá væri allt brjálað og menn að heimta hausinn á honum. Gomez flýtur hins vegar á því að hann er ungur og Englendingur.

 25. Vörnin er heilt yfir búinn að vera fín fyrir utan þessi mistök hjá Gomez sem kostuðu mark. Hann seldi sig og fékk ærlega borgað til baka. Staðsetning Karius í markinu var með þeim hætti að hann hefði átt að taka þetta skot ef hann á að kallast markmaður með toppgæði. T.d held ég að MIgnolet hefði tekið þetta skot. Hef séð hann taka svipað án þess að fá hrós fyrir.

  Mér finnst Mignolet mun skárri en Karius og skil ekki þessa róteringu í markinu. Karius hefur ekki sýnt neitt í leikjum sem verðskulda byrjunarliðssæti.

 26. Karius átti að verja boltann..

  En þetta er sagan endalausa með gomez 🙁
  Menn eru endalaust að sleppa í gegn hjá honum

 27. Okkar menn að selja sig dýrt í þessum leik. Miðjumenninir okkar Winjaldum/OX/Can að vinna fyrir kaupinu í dag með þvílíkri baráttu og vinnusemi.
  Markið sem við skoruðum kom upp úr engu og maður setur spurningarmerki við markvörðinn.
  Markið sem þeir skora kom upp úr engu og maður setur spurnignarmerki við markvörðinn.

  Karius á klárlega að gera betur en þetta með Gomez er hætt að vera fyndið. Aftur og aftur er hann að gera barnarleg misstök sem er að kosta okkur mörk og stig.

  Burt séð frá þessu þá er maður stoltur af liðinu í dag, það sjá það allir sem vilja að þetta Man City lið er frábært fótboltalið og eru komnir lengra en við í gæðum en það þýðir ekki að við getum ekki klárað þá í dag. Þeir eru stórhættulegir sóknarlega en vörnin okkar hefur staðið sig mjög vel(fyrir utan þetta Gomez/Karius gjöf).

  Koma svo Liverpool !!!!

 28. Klopp gaf það út fyrir leik að Karius yrði aðalmarkvörður!
  Sorglegt ef ekki verður keyptur markvörður.

 29. Ég hef mikla trú á Gomez en hann á það til að slökkva á skynseminni og gefa mörk, þessi ákvörðun þarna hjá honum var skelfileg, hann átti að sleppa því að fara alla leið í boltann.
  En miðjan er góð og kraftmeiri en hjá city, vonandi náum við að keyra upp pempóið í seinni og klára þetta city lið.

 30. Enn er það markvarslan!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Hvað eigum við að þola þetta lengi?

 31. Getur fróður maður sagt mér hvernig er hægt að selja sig svona ódýrt og ekki verja skot sem guðmundur hrafnkels myndo verja í núverandi formi?

 32. Gomez að gefa 10x markið sitt á þessu seasoni.Finnst hann bara mjög ómerkilegur leikmaður.Karius byrjar ?? Er ekki í lagi með hann klopp ????

 33. Gomes eins og hauslaus hæna. Menn hefðu átt að hæla honum meira. Búinn að gefa nánast mark í leik undanfarið. Hann er veiki hlekkurinn í vörninni ásamt markvörslunni. Er að komast á þá skoðun að Karíus verði aldrei annað en miðlungsmaður með svona viðbrögð. Eins og gamalmenni.

 34. Peter Schmeichel í Liverpool stúdíóinu í hálfleik var ekkert að skafa utan af því: „Massive goalkeeper mistake!”

 35. Ef Karius mun ekki bæta fyrir þessi mistök með heimsklassamarkvörslu í seinni hálfleik þá held ég að dagar hans hjá LFC séu brátt taldir.

  Klopp getur ekki barið hausnum endalaust í steininn með þetta!

 36. 1-1. Þetta var svo fullkomlega óþarfi. Nær ekkert að gerast og Gomez hleypur eins og graður hundur á eftir boltanum. Þetta hefði verið lélegt hjá 5.flokks strák hjá Leikni á Fáskrúðsfirði. Gomez og háar sendingar er veikleiki sem andstæðingar sjá og nýta sér reglulega. Við söknum Clyde ansi mikið. Svo er satt sem menn segja, alvöru markmaður staðsetur sig rétt og tekur svona bolta á nærstönginni.

  En svosem vitað að þessi leikur yrði svona. Nú er bara að bíta í skjaldarrendur. Halda áfram að pressa. Getum yfirspilað þetta Man City lið ef við höfum trú á okkur.

 37. Ég styð Gomez 100% og vil ekki krítísera hann of mikið, þó að hann hafi gert sömu mistökin núna nokkrum sinnum í röð. Að mínu mati er hann frábært efni sem er að spila aðeins of mikið á efsta level. Plús það að hann er miðvörður að upplagi, ekki bakvörður. Hann á eftir að reynast okkur mjög vel þegar hann kemst í sína réttu stöðu og bætir við sig árum.

 38. Tvõ langbestu lið englands i dag….við erum sannarlega á uppleið..ekkert grin að verjast city…miðjan og allt liðið er að verjast vel..það koma fleirri mörk i þessum leik…

 39. Krakkar mínir!

  3-1!!!

  Chambo með mark og tvær stoðsendingar!!!

 40. Váááááááá…………………………………… hvað er í gangi 🙂

 41. Minnir að við höfum verið að selja mann úr sóknarlínunni … vonandi er sá að fylgjast með þessum flotta sóknarleik.

 42. LFC að nýta sér veikleika Man. City!!! Sitt eigið EGÓ!! Meistari Klopp!!

 43. Djöfulsins rugl að selja coutinho… og vera ekki tilbúnir með mann til að replace-a hann!!! Burt með stjórnina!!!!!!! Okkur vantar OLÍUPENGINGA!!!!!

 44. Tapað/fundið

  Litill pjakkur með stafinn sjö a bakinu, sást siðast i rassvasa Robertson, engin fundarverðlaun i boði.

 45. Að hugsa sér að fyrir c.a. 2-3 mánuðum vildu sumir láta reka Klopp!

  Annars hlaut að koma að því að Ederson yrði refsað. Hann er búinn að spila nær allan leikinn á vítapunktinum sem Sweeper.
  Hversu góður er líka Robertson búinn að vera í vinstri bakverðinum. Búinn að pakka Sterling gjörsamlega saman. Erum greinilega með mjög fínan varnarmann þar. Þeir þurfa ekki allir að kosta +50m.

 46. Algjörlega frábært.

  En tek eftir því að Mane er ekki að taka sín hlaup, það er eitthvað í gangi með þann dreng.

 47. Kanski orðinn þreyttur hann er bara mannlegur samt búinn að vera frábær.

 48. Sæl og blessuð.

  Leiðtogar á færibandi! Robertson og Chambo stórbrotnir báðir tveir að ógleymdum Rauðu örvunum. Wijnaldum? eigum við að ræða hann? Lovren sólid en hefði viljað sjá Matip gera betur í markinu.

  Magnað, alveg hreint!

 49. Heavy Metal í gangi á Anfield, maður er bara slammandi hérna fyrir framan sjónvarpið vantar bara mosh pit . \m/

  YNWA

 50. #89 mané búinn að vera redy í tvö hlaup núna en ekki fengið sendingarnar :/

 51. Alveg óþarfi samt að hleypa inn mörkum í lokin og gera þetta spennandi

 52. Klopp gera breytingu núna strax, bregðast við, ekki leyfa City að ná upp mómenti.

 53. Andy Robertson, er þetta ekki besti leikurinn hans? Sá er búinn að hlaupa og hlaupa og hlaupa. Persónulega væri mér sama þó að hann setti stuttbuxurnar sínar bara beint í þvottavélina, án þess að taka MC leikmann #7 upp úr vasanum!

 54. þetta fer 4-4. Afhverju getur þetta lið ekki haldið forustu!

 55. Okkar menn alveg sprungnir….afhverju að bíða með skiptingu þangað til 92.mínútu?

 56. Hahah, shit, þvílíkur leikur! Auðvitað tókst okkar mönnum að skaffa butt-clenching spennu í lokin. Það væri ekki Liverpool annars.

 57. Við mörðum sigur á ManCity samkvæmt Gaupa lýsanda, mikið er ég orðinn leiður á Gaupa sem lýsanda 🙁

 58. Salah var geggjaður líka en já liðið var frábært mikil þreyta í endan en þetta hafðist!

 59. Chambo: Maður leiksins í mínum huga. Stórbrotnar framfarir hjá honum eftir að hann yfirgaf konunglegu balletakademíuna í Lundúnum.

 60. Frábær leikur tveggja frábærra. Skítsama þó að við höfum fengið á okkur þrjú mörk við skoruðum 4 mörk gegn liði sem talið hefur verið ósigrandi og unnum.
  Það er Liverpool sem er ósigrandi.

 61. Við skoruðum 4 mörk á móti City og búnir að selja Coutinho?
  what the actual fuck.

City menn mæta á Anfield á sunnudaginn

Liverpool 4-3 Man City