Watford – Liverpool 3-0

Liverpool heimsótti Vicarage Road Stadium í dag og töpuðu sannfærandi 3-0.

Klopp stillti þessu svona upp:

Bogdan

Clyne – Skrtel – Sakho – Moreno

Can – Lucas – Henderson

Lallana – Firmino – Coutinho

Bekkurinn: Fulton, Toure, Benteke, Allen, Origi, Ibe, Randall

Bogdan, sem margir voru búnir að kalla eftir að fengi tækifæri, kom inn í stað Mignolet og Sakho var orðinn leikfær (eða svona) og kom inn í stað Lovren.

Ég nenni ekki að skrifa mikið um þessa hörmung, en síðan liðið spilaði sig inn í topp 4 baráttu með frábærum sigrum gegn Chelsea og City ásamt 1-6 útisigri á Southampton þá hefur liðið runnið allrækilega á rassgatið og tapað SANNFÆRANDI gegn Newcastle og Watford og rétt náð stigi á heimavelli í uppbótartíma gegn WBA. Þessi deild er bara þannig að menn fá ekkert upp í hendurnar, það þarf að berjast fyrir hverjum einasta bolta og hverju einasta stigi.

Að leiknum…..

Bogdan gaf Watford mark á 3 mínútu þegar hann missti slaka hornspyrnu niður í markteignum og úr varð mark. Það má deila um hvort að hann hafi haft fullt vald á boltanum þegar honum var sparkað , en þetta var hans klúður engu að síður því boltinn var auðveldur og enginn maður sem hoppaði með honum í rauninni. Ighalo kom svo Watford í 2-0 12 mínútum síðar eftir slaka sendingu Lucas á miðjunni og hörmulegan varnarleik hjá Skrtel.

Ef eitthvað var þá voru leikmenn Watford mun nær því að bæta við en Liverpool að minnka muninn. Bogdan varði a.m.k. 2 sinnum mjög vel, þ.á.m. þegar Ighalo komst aleinn innfyrir.

Þetta var líklega allra slakasti leikur Liverpool þetta tímabilið, og er valið þó alveg vandræðilega gott. Öll varnarlínan var virkilega slök, líklega enginn slakari þó en Sakho þó að Skrtel hafi vissulega lagt sig allan fram við að ná því. Ég veit ekki hvort það sé formleysið eða hvað það nú var, meira að segja svona beisik hlutir hjá Sakho eins og öxl í öxl náði hann að klúðra. Ég gæti eflaust laumað í einn klúrinn fimm aura brandara yfir það hve oft Sakho fór niður í leiknum, en ég er ekki í skapi til þess.

Miðjan var svo slök í þeim Can, Lucas og Henderson (Henderson þó líklega skásti leikmaður Liverpool í dag) að maður var farinn að sakna Milner. Engin pressa, engin ógnun og voru að klúðra einföldustu hlutum trekk í trekk.

Firmino, Coutinho og Lallana. Þvílíkir lúxusleikmenn. Frábært að geta tekið sér frí svo vikum skiptir og mætt bara í einn leik í mánuði eða svo. Þeir voru skelfilegir allir saman, er reyndar farinn að halda að Firmino hafi orðið eftir á Ethiad, hefur ekki sést síðan. Við hentum helling af pening í sóknarmenn í sumar en byrjum leikinn án sóknarmanns. Það segir í rauninni allt sem segja þarf. Benteke átti Benteke innkomu, var nánast bara í mynd þegar hann var dæmdur rangstæður. Hann kom auðvitað inn á erfiðum tímapunkti en við þurfum svo mikið mikið meira frá honum en við höfum fengið síðustu vikurnar.

Það er engin tilviljun að Liverpool sé í þeirri stöðu sem þeir eru í. Leikmannahópurinn er bara einfaldlega ekki sterkari en þetta, að vera klúbbur sem er á bilinu 6-8 sæti. Ef það er hægt að taka eitthvað gott úr þessum leik þá er það kannski bara að þessar frammistöður s.l. 2 vikur hljóta að hafa gert Klopp það ljóst að vandamál Liverpool FC hurfu ekki með Brendan Rodgers. Það er mikið verk framundan.

59 Comments

 1. Á ég að trúa því að þetta sé stefnan?

  Sveiattan!!!

  Það þarf að rasskella þessa leikmenn almennilega. Ekkert jólapartý!!

  YNWA!

 2. Klopp komst að ýmsu í dag. Það eru margir leikmenn í byrjunarliðinu í dag sem verða ekki leikmenn Liverpool í byrjun þess næsta. Það er ljóst.

 3. Alveg eins og að maður er ekki að gera sér vonir um titilinn eftir sigur á Chelsea og City, þá er líka engin ástæða til að sjá bara dauða og djöful eftir svona tap. En þau eru alveg jafn djöfulli pirrandi fyrir því. Það er alveg ljóst að flestir áttu off dag, í raun var það bara Henderson sem var að spila af eðlilegri getu. Þessir leikmenn kunna allir alveg jafn mikið að spila fótbolta eins og á móti City, og þá vorum við nú ekki að kvarta mikið.

  En alveg ljóst að Klopp er búinn að fá sinn skammt af raunveruleikanum í enska boltanum.

 4. Vill sjá Klopp leggja allt kapp á Evrópudeildina. Eigum ekki séns í þessi ensku lið.

 5. Ég sagði eftir tapið gegn Liverpool að Klopp væri stundum hálf furðulegur. Ég stend við það, liðs uppstilling er mjög furðuleg og sýnir manni að hann er ennþá að læra á ensku deildina. Hann þarf að læra hraðar. Þú ferð ekki í leik gegn liðum eins og Newcastle, WBA og Watford og ætlar að spila samba bolta, þú ferð bara í harkið og reynir að vinna þá á líkamlegu hliðinni. Það geriru ekki með að hafa Firmino (sem átti einn versta dag sem ég hef séð leikmann Liverpool spila) Coutinho, Lallana alla inná og eiga að skapa mörk. Þú að sjálfsögðu byrjar með menn eins og Benteke og Origi sem eru alla vega hreinræktaðir framherja. En þetta er eitthvað sem hann þarf að læra og vonandi gerist það fljótt hjá honum.
  1 stig er niðurstaðan úr leikjum gegn Newcastle, WBA og Watford, við eigum Leicester næst og ég er alls ekki bjartsýn á þann leik. Eitthvað hefði verið sagt ef Rodgers hefði verið að ná þessum stiga fjölda.
  Það má gagnrýna Klopp og svo sannarlega fær hann falleinkunn hjá mér eftir þennan leik. Þetta er alls ekki boðlegt og liðið þarf að vera miklu betra. Höfum ekki unnið núna í 4 leiki í röð sem er tölfræði sem á ekki að sjást hjá Liverpool.

  En eitt er öruggt, leiðin getur ekki legið annað en uppá við. Við hljótum að kaupa eitthvað í Janúar ég trúi ekki öðru.
  Áfram Liverpool.

 6. Miðað við spilamennskuna í síðustu leikjum verður þetta slátrun á annan í jólum, við eigum engann séns.

 7. Sælir félagar

  „Stórlið“ Liverpool heimsækir smáliðið Watford og er tekið í bakaríið. „Stórliðinu“ er snýtt ræklega, rækilega og fer það heim með með lafandi skottið og er ekki hægt að segja að það hafi átt færi í leiknum. Sanngjarn sigur eins af „litlu liðunum“ staðreynd og þarf greinilega að fara í grundvallaruppbyggingu og margmenn skipti á leikmönnum.

  Jurgen Klopp á margra ára uppbyggingarstarf fyrir höndum og þarf að manna flestar stöður upp á nýtt ef marka má þennan leik. Enginn, ég endurtek; ENGINN leikmaður stóð undir því að vera í Liverpool búningi í þessum leik og hefði ég viljað skipta hverjum einasta leikmanni útaf. Það er magnað, eftir að hafa horft á stuðningmenn liðsins um allan heim gera grín að MU eftir afar slaka frammistöðu þeirra í gær, að frammistaða Liverpool liðsisns skuli vera enn lakari.

  Ég er að verða búinn að fá nóg af frammistöðu leikmanna undanfarið. Jafnvel maður eins og Jurgen Klopp getur ekki barið fram viðunandi árangur út úr þessu saman safni af miðlungsmönnum og svo þaðan af lakari leikmönnum. Gífurlegt uppbyggingarstarf og manna skipti er fyrir höndum.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 8. Lið sem nennti ekki að leggja sig fram í dag, undir á öllum sviðum fótboltans. Skammarleg frammistaða,næst er það toppliðið, guð hjálpi okkur !

 9. Ég þori ekki að hugsa um næsta leik. Bara einfaldlega get það ekki.

 10. Sæl og blessuð.

  Fann hjá mér óstöðvandi þörf til að skúra gólfin á heimilinu. Vildi a.m.k. hafa hreint á einhverjum stöðum.

  Viðurstyggileg frammistaða. Firmino er flopp. Sakho átti slæman dag. Henderson hafði enga stjórn. Skrtel blessaður er rýr að gæðum. Bogdan var skelfing í fyrsta markinu. Æ, ég nenni ekki að telja fleiri leikmenn upp. Svakalegt. Og já… Klopp er úti á túni.

  Watford voru á hinn bóginn graðari, hraðari og gáfaðari en okkar menn. Það er bara þannig. Ósköp einfalt. Og þegar heppnin er þeirra megin þá er ekki að sökum að spyrja. Það vantaði engan herslumun, engan stigsmun eða meira af einhverju. Bara allt annars konar frammistöðu.

 11. Hvað finnst mönnum um getu Lucasar. Ég einfaldlega þoli ekki að hafa jafn hægan og getulausan leikmann í okkar liði.

 12. Tap Li­verpool gegn nýliðum Wat­ford í dag er stærsti ósig­ur liðsins á móti nýliðum í ensku úr­vals­deild­inni í knatt­spyrnu í 22 ár.

 13. Ég vona að menn sjæa það nú loksins að Mignolet er sko langt frá því að vera vandamálið í þessu. ég ætla ekki einu sinni að kenna Bogdan greyinu um allt. þetta miðvarða par þá sérstaklega Sakhu er bara langt frá því að vera nogu góður til þess að spila í fyrstu deildinni hvað þú úrvasldsdeild getur ekki tekið á móti bolta komið honum frá sér og leikskilningurinn hreinlega enginn maður tekur andköf ef hann er nálægt boltanum inn í t eig. Get nú bara rétt ýmindað mér stressið og panikið að vera með þetta fyrir framan sig eins og sást greinilega nuna að vörnin er ekki minn vandamál

 14. Hvernig getiði sumir verið að kvarta undan Klopp??? Er hann ekki stjórinn sem þið vilduð? Það er augljóst að hópurinn sem hann þarf að vinna með er einskis nýtur. Ekki gleyma því að hann hefur ekki keypt einn leikmann fyrir þetta félag. Þetta mun bara batna á næstu 3 árum afþví með hverjum félagsskiptaglugganum sem líður munu fleiri leikmenn sem hann hefur keypt vera í liðinu.

 15. Ég skil ekki alveg þetta tal um lítil lið og stór lið. Hafið þið ekki fylgst með úrslitum í vetur?? Watford var ofan við Lpool á töflunni áður en þessi leikur byrjaði í dag og vann sinn 4. leik í röð. Það er hinsvegar ekki afsakanlegt að skíttapa leikjum eins og í dag sama hvaða liði í deildinni menn eru að mæta. Skelfilegt varnarvinna hjá Skrölta í marki nr 2 og það fannst mér verra að sjá en klaufamistök varamarkmanns sem ekki hefur spilað leik lengi, (þau voru að vísu alveg nógu slæm).

  Annars ótrúlegt að sjá að menn séu ekki til í þá baráttu sem allir sem fylgjast með bolta vissu að myndi þurfa í dag.

 16. Anda inn….anda út….
  Telja upp á …10.000
  Skúra gólfin eins og einn hér fyrir ofan og hugsa málið af yfirvegun
  og….svo skrifa það sem býr í brjósti hér 🙂

 17. Liverpool vinnur 6-1: “VIÐ ERUM AÐ FARA AÐ TAKA ÞESSA DEILD!!!!”
  Liverpool tapar 3-0: “ÞETTA ER NÚ MEIRA SAMANSAFNIÐ AF AUMINGJUM OG VESALINGUM. ÞAÐ ÞARF ALLSHERJARHREINSUN!!!”

  Slakiði á, gott fólk. Þetta tímabil verður eitt stórt jó-jó. Það er bara þannig.

 18. Hvar er liðið sem vann Man. City og Chelse????????? Þvíkík hörmung, ég er hræddur um að ekki verði margir eftir af þessu liði þegar Klopp er búinn að gera það sem þarf!!!!!!!!!!!

  Áfram Liverpool.

 19. Að mínu mati var Clyne eini maðurinn sem spilaði á pari.
  Ætla að fara að einhenda mér í að ryksuga gólfin.

  Nýja vörn í skóinn.

 20. Held annars að þetta hafi verið dropinn sem fyllti mælinn, og að ég sé kominn á #RodgersOut vagninn.

 21. Til að bjarga þessu timabili þa mæli eg með að setja allt power i Evrópudeildina og vinna hana og na þar meistaradeildarsæti. Einfaldlega að hvila frekar menn i deildinni og passa uppa að na bara i efri helming deildarinnar. Setja Powerið i Evrópudeildina og bikarkeppnirnar.

 22. Ef að Klopp ætlaði að sleppa því að versla í janúar var þetta bara akkurat það sem þurfti. Frekar tek ég þessu en að sleppa því að kaupa í janúar. FSG kaupa hinsvegar aldrei góða leikmenn þannig að það kannski skiptir ekki öllu.

  Rodgers keypti bara ‘amc’ (svo maður tali í FM máli), ofgnótt af þeim og fyllti svo í allar sóknarstöður með slíkum leikmönnum. Nú eigum við 3 leikmenn um þessa einu stöðu og sá besti kostaði 8m, hinir +25m punda. Þvílík flækja…

  Það að kenna Klopp um þetta er eins og að kenna kokkinum um máltíðina, ef veitingahúsið skaffar honum rotina ávexti og úldið kjöt sem hráefni. Hvernig á hann að stilla þessu liði upp? Það eru engir match winners í þessu liði og flestir ekki deildinni sæmandi, hvað þá Liverpool. Hvernig á hann að stilla upp þessu andskotans liði? Það eru öll möguleg byrjunarlið hundléleg.

  Óháð getu leikmanna var baráttan, pressan og andlega hliðin bara til skammar og við hlæjum af Chelsea leikmönnum fyrir þeirra leikrit. Held að Liverpool ætti að hlæja sem minnst af CFC og Manu, þessi lið vinna titla. Við erum bara krónískt fail-lið.

  Watford er miklu betra lið en við og ef okkur fannst þetta slæmt, þá er ég nokkuð viss um að næsti leikur verði talsvert verri. Þar er lið með betri menn í næstum öllum stöðum með þvílíkan baráttuvilja. Hugsa að sá leikur gæti orðið verri en Stoke hörmungin.

  Það jákvæða í dag var hversu brjálaður Klopp virtist vera. Ég vona að hann sé enn að drulla yfir þessa leikmenn. Vonandi verður það til þess að einhverjir (helst svona 10 allavega) verði settir á sölulista bara strax í dag. Ég treysti því þó að hann hafi vit fyrir því að gera þetta bakvið tjöldin en hann ætti að vera froðufellandi af öskri og ekki væri verra ef þessir leikmenn fengu nokkra kinnhesta.

  Svo er það já-fólkið með andskotans saltið. Djöfull finnst mér pirrandi að hlusta á eitthvað “þetta kemur allt”, “framfarir”, “engin heimsendir”, o.s.frv. Þetta er liðið sem vill að allir fái verðlaunapening fyrir að taka þátt og eru svo bara sáttir við síðasta sætið. Svona er þessi veröld orðin, veröld metnaðarleysingjans og allir fá klapp fyrir að vera með, jafngott að vera bestur og verstur.

  Veit ekki hvað maður talaði oft um að það þyrft markvörð, miðvörð og varnartengilið í sumar. FSG settu svo bara traust sitt á mann sem trúir ekki á varnarleik. Takið sama byrjunarlið og setjið Lloris, Smalling og Coquelin inn fyrir Bogdan, Skrtel og Lucas (+ Sakho ekki nýkominn úr meiðslum), haldiði í alvöru að það lið myndi fá 3 mörk á sig gegn Watford?

  Bestu leikmenn liðsins eru vanalega “góðir miðað við aldur”. Emre Can er fínn (stundum) en hann er einmitt svona leikmaður, góður miðað við aldur. Hann kæmist samt ekkert í liðið hjá keppinautum okkar.

  Hér kemur smá upptalning af ruslinu sem við þurfum að losa okkur við. Sumir spiluðu ekki í dag en ég ætla samt að telja þá með, vandamálið er bara af þeim skala.

  Mignolet. Versti aðalmarkvörður LFC í efstu deild. Í mesta lagi fínn shotstopper og allt annað gerir hann MJÖG illa. Myndi teljast gott að fá 4m fyrir hann í dag.

  Bogdan. Varamarkvörður versta markarðar LFC og kemst ekki í landsliðið útaf markverði sem er fjórum mánuðum frá fimmtugsaldri. Varamarkvörður í Bolton, Rodgers FFS! Gefa hann til að losna við hann af launaskrá.

  Skrtel. Algjörlega vanhæfur varnarmaður. Skil ekkert hvað fólk sér gott í þessum leikmanni. Hann er ágætis tæklari svo sem en á móti kemur að hann er fáranlega klaufskur. Vinnur ekki skalla nema gegn framherjum eins og Defoe. Staðsetningar lélegar. Sífellt peysutog. Gefa til að losna af launaskrá.

  Lovren. Hefur átt eitt sæmilegt tímabil með 2 mjög góða varnartengiliði fyrir framan sig og talsvert betri miðvörð við hliðina á sér. Var lélegur í Frakklandi og er lélegur í Liverpool. Verðmiðinn blekkir fólk til að gefa honum séns en hann er alveg up there with the worst of them. Myndi hrósa Ayre fyrir að fá 5m fyrir hann.

  Milner. Hlauparinn mikli. Einhverjir túlka tapið í dag sem mikilvægi tilvistar hans. Hann spilaði samt alveg í öllum hinum drullunum og ég myndi nú kannski bara frekar túlka þetta sem lélega heild í þessar stöður. Maðurinn gerir gjörsamlega ekkert. Fín víti og harkalegar tæklingar er mesta hrós sem ég get gefið honum. Sanngjarnt að leyfa honum að fara frítt þar sem hann kom frítt og við værum að losna við risa launapakka sem við erum bundin í mörg ár.

  Benteke. Frábær framherji í Tony Pullis liði en algjörlega tilgangslaus í liði sem vill spila fótbolta. Hreyfing án bolta ekki til staðar og hann er aldrei hluti af spilinu. Í raun erum við einum færri meðan hann er inná. Mörk hans virðast tilviljunarkennd þó þau geti verið falleg. Andy Carroll all over again. Myndi taka 15m fyrir hann og vita upp á mig sökina ef ég væri FSG/Ayre.

  Lallana. Herra flækjufótur. Man einhver hvernig Cr. Ronaldo var fyrstu 2 árin hjá manu? Tók 20 skæri í hraðaupphlaupi og leyfði andstæðingnum að koma sér í stöður. Ímyndið ykkur ef hann hefði svo endað á því að detta, þá ertu kominn með Lallana. Hann er enskur svo ætli við ættum ekki að geta kreyst út 2-3m fyrir hann, væri annars á svona 1m róli.

  Allen. Æi ert þú ennþá hér. Gefa.

  Lucas. Upp á sitt besta var hann frábær en mjög langt frá því í dag. Blinda margra stafar af því að Rodgers spilaði í 3 ár án varnartengiliðs svo það eitt að hafa slíkan gerir helling, hversu lélegur eða góður sem hann er. Lucas er samt bara hægur og klaufskur en getur vissulega átt góða leiki. Sennilega besti maðurinn á þessum missfit lista. 2-3m.

  Balotelli. Fullorðni maðurinn sem situr fyrir aftan þig í sal og potar hinu megin í öxlina á þér og finnst það geðveikt fyndið. Svoleiðis fólk… Með hans laun væri vel gert að gefa hann án þess að borga með í launapakkanum hans.

  Enrique og Toure. Fara í sumar en tilgangslausir engu að síður.

  Teixeira, Illori, Wisdom, Alberto. Engin tilgangur með þessum leikmönnum, gefa/selja þá bara strax.

  Næstir inn eru svo Sturridge, Markovic og Firmino en myndi nú segja nei við að selja þá í janúar ólíkt öllum hinum. Sturridge þarf að haldast ómeiddur út tímabilið, annars má hann fara. Firmino verður að fara að sýna eitthvað. Markovic þekki ég ekki hvernig er að spila en öll von um hans getu er nokkurnvegin úti eftir lélegt fyrsta tímabil og svo heilsárslán. Á þó vissulega skilið séns en ég hef litla þolinmæði.

  Framundan… enn eitt uppbyggingarstarfið. VEI! Undir FSG þýðir það vanalega að 20 leikmenn verða keyptir á 10m hvern yfir næstu 3 árin og hugsanlega mun einn þeirra verða góður. Þyrftum einhvern til að halda guð blessi Liveprool ræðu eins og Geir gerði um árið.

 23. Ef allt væri “eðlilegt”, hvað svo sem það er þegar Liverpool er annars vegar, þá værum við á pari við ManC í 3-4 sæti eftir sigra á Newcastle, WBA og Watford. Lið sem einhvern tíma var gefið að Liverpool “færi létt með”. Og næsti leikur á móti toppliði……… Leicester!

  En nú er öldin önnur. Enn eitt uppbyggingarstarfið að hefjast og við Liverpool aðdáendur þurfum að bíða nokkur ár til eftir alvöru titli………. já sú var tíðin.

  Já og eitt enn……. hvaða kjaftæði er þetta alltaf með “falska níur” o.s.frv.?? Er ekki hægt að bjóða nokkrum sinnum upp á bolta með tveimur alvöru framherjum “a la” Sturridge/Suarez??

  Ég bara spyr….

 24. 1 stig af 9 í síðustu 3 leikjum gegn “lakari” spámönnum guð minn almáttugur ættum að vera í meistaradeildarsæti um jólin en nei þessi deild er stöppurugluð eg dreg mig í hlé þangað til þessi lester bóla hvellspringur annan í jólum !

 25. Djöfull yrði gaman að sjá suma spesjalistana hérna inni taka við mídíóker liði í ensku deildinni, mídíóker liði með gríðarlega hefð á bak við sig. Taka við þessum mannskap. Sjá hvernig þeim myndi ganga. Greinilega mjög vel, ef þeir þyrftu bara að hafa skoðun á bak við tölvuna. En í raunveruleikinn er allt annar. Á Melwood á hverjum degi. Sjá menn. Hvernig er standið, andlegt, líkamlegt. Hvert er næsta lið. Spila þessum leikmanni eða hinum. Gefa ungum séns? Er hann tilbúinn? Hvernig taktík? Benteke? Ekki Benteke? Falsa níu og vona að brassarnir eigi góðan dag? Og það allt á 2 mánuðum. Menn eru held ég orðnir raunveruleikafirrtir í þessum kommentaheimum.

  Já, skítaframmistaða í dag. Það gerist, því miður. En ekki haldið að þið vitið allt um það sem gerist á bak við tjöldin og hvernig er að vera manager þarna. Plís.

 26. Hélt með Liverpool í dag og geri áfram hvað sem á gengur. Það að tapa er auðvelt taka þegar okkar lið er verra liðið er ekki svo mikið mál. Andstæðingarnir voru góðir Í dag og áttu sigurinn fyllilega skilið. Athygli mína vakti Lucas í miðverði en lítið jákvætt í okkar leik. Næsta leik takk og gleyma þessum.

 27. #27 Ætliði bara að byrja á þessu strax? Manstu kannski ekki eftir því þegar hann vann deildina tvisvar? Hann fær þennan leikmannahóp í hendurnar og hefur ekkert fengið að ráða sjálfur, Liverpool stuðningsmenn eru þeir óþolinmóðustu í veröldini.

 28. Elideli, ertu að tala um síðustu leiktíð þegar Dortmund kláraði leiktíðina í 7.sæti? Vissulega gekk hörmulega framan af því tímabili en liðið var langt frá því að falla.

 29. Ég get ekki annað en fundið til með Klopp að taka við þessum leikmannahóp. Það virðist vera auðvelt að vinna þetta Liverpool liði í dag, lið bakka á okkur og mæta svo með styrk, pressu og grimmd. Þegar tvö fótbolta lið mætast á vellinum vinnur oftast liðið sem er grimmara og vill þetta meira. Því miður ætla leikmenn Liverpool ekki að nenna þessu jafn mikið og gegn ,,stóru liðunum,, og þá er þetta alltaf erfitt. Ég veit að sjálfsögðu er ekki hægt að vinna alla leiki en að mæta ekki með grimmd og vilja til að vinna er ekki boðlegt hvorki fyrir Liverpool stuðningsmenn né Klopp.
  Það sem er sorglegast við þenna leikmannahóp er hversu dýr hann er og lítið er að koma úr honum. Ef ég horfi á þennan hóp, þá vanntar klárlega leikmenn sem bæta leikmenn í kringum sig. Þessi hópur er ekkert ömurlegur en það vanntar leikmenn með þennan X-factor sem gera hina leikmennina betri. Ég treysti hins vegar Klopp 100% til að kaupa leikmenn til að laga þetta blessaða Liverpool lið.

  Ég ætla að enda þetta á þessu

  When Klopp decides HIS first-choice XI #LFC will go for the top.

 30. Þessi rússíbani reynir á.
  Étum City, Chelsea og Southampton á útivelli og lítum út eins og topplið í Evrópu. Næsta dag gætum við ekki sigrað Sindra frá Siglufirði.

  Hvar er þessi fu**ing stöðugleiki í leikmönnum? Klopp þarf svo sannarlega að vinna fyrir kaupi sínu næstu mánuði

 31. Watford var betra liðið og úrslitin eftir því. Klopp á mikið verk óunnið. Sakho er greinilega ekki alveg orðinn klár en það kemur fljótt að því. Hlakka til að sjá hann í næstu leikjum. Liðið fer að slípast saman þegar það nær sér upp úr meiðslavandræðunum. Held að liðið og Herr Klopp eigi bjarta framtíð þegar frá líður.

 32. Brandari ársins, lið sem endaði leiktíð í 7. sæti var við það að falla.
  Er algerlega brjálaður yfir frammistöðu manna í þessum leik, telja menn sig virkilega svo góða að menn þurfa ekkert að leggja sig fram. Það er eitt að vera lélegur í fótbolta en legðu þig fram í því sem þú ert að gera, fjandakornið. Það voru allt of margir, og sömu mennirnir aftur og aftur,, sem vour ekki að leggja sig fram í dag frekar en oft áður. Þetta drasl sem Rodgers keypti mun ekki lifa Klopp byltinguna af og mig grunar að þeir verði ekki margir eftir úr þessu liði þegar hann er búinn að ljúka sér af. Klopp hefur ítrekað talað um að ef menn leggja sig hundrað prósent fram og vinna vel þá sé ýmislegt hægt en sú var ekki raunin í dag og því voru menn gjörsamlega rassskelltir.
  Skammarleg frammistaða og ljóst að allt of margir leikmenn í þessu liði þurfa að taka sig í alvarlega naflaskoðun.

 33. Góður stjóri byrjar aftast þegar hann ætlar að byggja upp gott lið. Jurgen Klopp ætti að vera orðið það ljóst nú þegar að hann þarf að gera einmitt þetta hjá Liverpool og það strax eftir mánaðarmót. Hann er með fínan grunn hjá Liverpool en það er augljóslega gríðarlega mikil vinna framundan og þá sérstaklega aftast. Takist honum að laga vörnina batnar hitt um leið.

  Verst er að maður hefur ekki hugmynd um hvaða leikaðferð Liverpool spilar, hvert er uppleggið varnarlega/sóknarlega? Meiðsli eru auðvitað að drepa þetta tímabil endanlega en við sjáum bókstaflega aldrei sömu mennina spila saman meira en 2-4 leiki, hvorki í vörn, miðju né sókn. Það dugar hvaða liði sem er að koma með þaulæft plan og vel samtillt lið og Liverpool ræður ekki neitt við neitt. Klopp er ekki að gera margt frábrugðið því sem Rodgers var að gera þannig séð, það er random hvernig lagt verður upp milli leikja og jafnan gert miklar breytingar á meðan leik stendur. Ekki nokkur einasti stöðugleiki.

  Rodgers var fullkomlega clueless þegar kom að varnarleik og virtist hreinlega ekki hafa áhuga á þeim hluta leiksins. Það varð honum að falli og er ennþá að hrjá okkur illa núna. Klopp verður að byrja strax á að bregðast við, hann fær auðvitað tíma út þetta tímabil í það allra minnsta en engu að síður er ekki boðlegt að taka eitt stig úr leikjum gegn Newcastle, WBA og Watford. Eftir slíkt run er ljóst að bregðast þarf við, strax. Gef honum þó að hann lagði strax upp með varnartengilið sem veitti vörninni smá cover til að byrja með.

  Þetta sem við sáum í dag frá Liverpool var líklega versta frammistaða liðsins síðan í lokaleik síðasta tímabils.

  Markmannsstaðan:
  Þessi leikur var risatækifæri fyrir Bogdan. Hann hefur spilað vel í þeim deildarbikarleikjum sem hann hefur fengið og virkað mun traustari en Mignolet. Hann átti að manni fannst skilið tækifæri enda litlu sem engu að tapa, hinn gerir stór mistök í hverjum leik. Bogdan var svo stressaður að hann hélt ekki æfingabolta og þó boltanum hafi klárlega verið sparkað úr höndunum á honum buðu þessi barnalegu mistök hans hættunni heim og honum var refstað 100% Vörnin bar ekkert traust til hans eftir þetta og spilaði reyndar ekkert betur en hann í leiknum.

  Það sorglega við þetta er að ég er ekki ennþá sannfærður um að Mignolet sé betri markmaður, hann er búinn að vera nákvæmlega svona lélegur líka. Annað markið sem Watford skoraði var sjötta markið sem Liverpool fær á sig úr fimm skotum á markið. Það er eins mikið Liverpool tölfærði og hægt er að finna.

  Liverpool var í nákvæmlega sömu stöðu fyrir ári síðan með Mignolet og varamarkmann sem veitir honum nákvæmlega enga samkeppni.

  Þessi staða er búinn að vera vesen í fimm ár núna og ljóst hún verður að vera í forgangi hjá Klopp, sama hvað hann segir í fjölmiðlum til að peppa sína menn upp. Núna loksins þegar Liverpool er komið með þýskt þjálfarateymi hlýtur að vera hægt að finna góðan markmann sem kúkar ekki á sig í hvert skipti sem hann þarf að bregðast við fyrirgjöf. Arsenal keypti einn leikmann í sumar, hann bætti þeirra lið meira en allir sem komu til Liverpool í sumar hafa bætt okkar lið.

  Það þarf að breyta allri hugsun í þessari stöðu og byrja á því að losa okkur við markmannsþjálfarann. John Achterberg lék allan sinn feril hjá Tranmere en kom til Liverpool árið 2009 sem þjálfari í akademíu Liverpool. Dalglish tók hann inn í aðalliðið þegar hinn sjötugi markmannsþjálfari Mike Kelly fór með stórvini sínum Roy Hodgson. Það er því spurning hvort það sé hrein tilviljun að markmenn Liverpool hafi ekkert getað undir stjórn þessara virtu fagmanna? Achterberg er sá eini sem er eftir af þjálfarateymi Hodgson/Dalglish að ég held og voila, þetta er mesta vesenið eins og stendur.

  Vörnin:
  Sakho var líklega að spila sinn versta leik á ferlinum og var augljóslega ekki klár í slaginn eftir 6 vikna meiðsli. Hann var gríðarlega úr karakter og þrátt fyrir ömurlega frammistöðu eru mörkin frekar skrifuð á alla í kringum hann. Hann er engu að síður svo oft meiddur að það er ekki hægt að treysta á hann til langframa.

  Skrtel er í besta falli ágætur miðvörður og hans helst kostur hefur verið að meiðast lítið. Núna á það ekki einu sinni við og hann leit ömurlega út í öðru marki Watford. Ef Neven Subotic er laus í janúar er það væntanlega no brainer og þá hugsaður í stað Skrtel. (Veit einhver afhverju hann er svona lágt skrifaður um þessar mundir? Hann er 27 ára og var kóngur í ríki sínu undir stjórn Klopp).

  Lovren var án gríns saknað í dag í baráttu við þessa tvo líkamlega sterku sóknarmenn Watford sem pökkuðu miðvörðum Liverpool saman.

  Lucas fór svo í miðvörðinn í stað þess að setja Toure inná. Það segir allt um okkar fjórða kost í þessa stöðu þó ég botni reyndar nákvæmlega ekkert í því afhverju hann færði ekki Can frekar niður.

  Það vantar klárlega gæði í miðvarðarstöðuna þó þetta hafi nú aðeins batnað undanfarið. Það er klárlega ekki nóg að hafa Toure sem fjórða kost enda hafa núna allir miðverðir Liverpool meiðst á þessu tímabili, það eru ekki komin áramót.

  Moreno var lítið inn í leiknum í dag, hann sást lítið sem ekkert sóknarlega og 3-0 lokatölur segja það sem þarf um okkar menn varnarlega. Clyne hinumegin var ennþá verri og var líklega að spila sinn versta leik fyrir Liverpool. Þessir tveir brenna út ef þeir fá enga hvíld og virðast reyndar vera að gera það einmitt það.

  Miðjan:
  Þrátt fyrir að spila með sex miðjumenn og helmingi meira possesion fannst manni Liverpool ekki eiga neitt í miðjunni. Lucas réð ekkert við líkamlega sterka hlaupagikki Watford og kom hræðilega út í öðru markinu. Hann hefur ekki kraft eða hraða í þessa stöðu þó hann sé vissulega betri en enginn og eigi stundum góða leiki. Þetta var sannarlega ekki einn af þeim og hann er alls ekki miðvörður.

  Emre Can var eins og samherjar sínir bara ekki nógu góður í dag, hann þarf að vera miklu grimmari þegar hann lendir í svona baráttu. Watford virtist langa þetta meira og það var hræðilegt að sjá, nákvæmlega það sem Klopp stendur ekki fyrir.

  Henderson var eini leikmaður Liverpool sem fær meira en fimm fyrir þennan leik. Langbestur í liði Liverpool en ég veit ekki ennþá hvaða stöðu hann var að spila? Jafnan þegar hann kom í mynd var hann á hægri kantinum. Bæði hann og Can þurfa einhverja Alonso týpu af leikmanni með sér á miðjuna. Einhvern sem tekur leiki yfir og stjórnar tempóinu. Lucas og Allen verða aldrei þessir leikmenn og ekki heldur Milner. Mögulega er þessi 19 ára Serbi sem sagður er nálgast Liverpool sá maður til framtíðar?

  Sóknarlínan:
  Hvernig fékk Origi ekki séns frá byrjun? Notaðu eina leikmanninn sem virðist vita hvar markið er!

  Mestu vonbrigðin eftir frábæran sigur á Man City hafa verið Firmino. Hann var frábær í þeim leik og sýndi nákvæmlega afhverju hann var keyptur. Hvað gerðist síðan í kjölfarið? Þetta var fullkomlega afleitur leikur hjá honum og ég skil ekki afhverju Klopp leggur eins upp gegn Watford og hann gerði gegn Man City? Þ.e.a.s með engan sóknarmann inná. Hvað um það, Firmino á að spila mun betur en þetta fyrir því.

  Coutinho var ennþá lélegri en Firmino í dag og Lallana litlu skárri. Enginn þeirra hafði hugmynd hvert uppleggið var. Gomes, einhver mistækasti markmaður í sögu Úrvalsdeildarinnar, kom varla í mynd allann leikinn. Það moment sem lýsir sóknarleik Liverpool best er þegar Coutinho hljóp 40 metra kolrangstaður og skammaði svo Origi fyrir að senda ekki á sig. Liverpool fékk á sig 10 rangstöður í leiknum sem gefur til kynna að þeir viti ekki hvernig sú regla virkar.

  Varamenn:
  Hvað segir þessi leikur okkur um stöðu Benteke hjá Liverpool? Hversu mikið copy/paste af Andy Carroll kaupunum er þetta að verða? Sturridge og Ings eru auðvitað meiddir, samt leggur Klopp útileik gegn nýliðum Watford upp án þess að byrja leik með 32,5m sóknarmanninum sínum. Svo þegar liðið er 2-0 undir og ákveðið er að setja sóknarmann inná þá er frekar sett 19 ára pjakkinn inn heldur en Benteke. Það versta við þetta er að maður er ekkert að gagnrýna Klopp fyrir þetta, Benteke hefur verið svona lélegur undanfarið. Það kemur varla á óvart að hann sé orðaður við önnur lið núna strax í janúar. Það þarf kraftaverk til að hann verði nokkurntíma Liverpool leikmaður.

  Andy Carroll kom undir stjórn Klopp sem lagði upp með fótbolta sem ætti að henta honum. Hann átti enga von þegar Rodgers tók við. Ekki veit ég hvar Benteke átti að passa inn í leikaðferð Rodgers, enda veit ég ekki hver hans leikaðferð var, en ég sé hann enganvegin passa inn í leikskipulag Klopp m.v. síðustu leiki.

  M.ö.o. copy/paste af Andy Carroll kaupunum. Þetta eru tvö dýrustu leikmannakaup í sögu félagsins. Stórir lurkar frá tæplega miðlungs liðum í EPL á þrefölldu verði. Frábært.

  Prove me wrong Benteke.

  Enn eina ferðina á Liverpool leik á sunnudegi (þökk sé fokkings helvítis Europa League) og mætir til leiks vitandi að nú sé gott tækifæri til að saxa forskotið á andstæðinga sína í deildinni. Hveru illa þarf United t.a.m. að skíta upp á þak til að Liverpool geti þó ekki væri nema minkað aðeins forskotið? Gleymið því svo að Liverpool eigi betri séns í gegnum Europa League, þetta lið er ekkert að fara lengra í þeirri keppni frekar en deildinni með svona spilamennsku.

  Fullyrði að það er ekkert lið meira pirrandi um þessar mundir en Liverpool ekki einu sinni United og Chelsea.

 34. Spilamennska Liverpool ekkert annað en sjokkerandi léleg síðustu 4 vikur. Liðið skorað í einum leik af síðustu 4 og verið aðhlátursefni. Liverpool er rétt rúmlega miðlungslið í dag og hefur verið ansi lengi. Maður á eiginlega ekki til orð yfir því hvað liðið getur verið lélegt. Ég er sorgmæddur yfir þessu en að sama skapi gleðst ég yfir því að sjá hvernig minni liðin eru hreinlega orðin betri en stóru liðin með því að kaupa rétt, byggja upp LIÐ og eru bara flottir. Mér finnst bara ansi mörg lið betri en Liverpool í deildinni í dag (Man City, Leicester, Arsenal, Tottenham, Watford, Crystal Palace, Everton, Man Utd. Miðað við þetta erum við svona 9. eða 10. besta lið deildarinnar í dag verðskuldað….

 35. Frammistaðan í dag var ekki boðleg. En málið er að Klopp er búinn að vera með liðið í ca 10 vikur, og erfði alla leikmenn og flestöll vandamálin sem Rodgers skildi eftir sig. Ef menn geta ekki haldið niðri í sér andanum og gefið honum séns út tímabilið, þá verða menn aðeins að endurskoða sýn sína á því hver staðan var orðin.
  En þótt frammistaðan væri ekki boðleg, þá er enn verra að sjá það sem menn eru að skrifa á netinu. Ég hefði ekki búist við því að sjá þann skítastorm sem ég hef orðið vitni að í dag. Þetta er ekki okkur sæmandi að mínu mati. Kannski er það veruleikafyrring mín, en við eigum að vera betri en þetta, við aðdáendurnir.

 36. Vondur leikur í alla staði. Allir að spila illa og það vantaði allan vilja. Verð samt að segja að Watford liðið var fanta gott og pressuðu hátt allan tímann. Sanngjarn sigur.

  Held að við verðum að sætta okkur við að þetta tímabil fer í það hjá Klopp að stilla saman strengi og finna út hvar vantar mannskap. Hann er líka að læra að e-h leiti.Eigum eftir að sjá fleiri svona frammistöður því miður.
  Það jákvæða er að ég held að það skipti ekki höfuðmáli að ná meistaradeildarsæti eins og áður. Ástæðan er að menn vilja koma og spila fyrir mann eins og Klopp óháð Evrópu. Gefum manninum amk 2-3 glugga áður en við leggjumst í gólfið grenjandi.

  Ég er e-h veginn viss um að þetta fer 3-0 fyrir Liverpool næstu helgi. Heyrðuð það fyrst hér.

 37. Sælir félagar

  Ég veit ekki hvað Rúnar Geir #36 er að tala um. Það eru örfáir sem eru að hnýta í Klopp og það eru greinilega skrif sem skrifuð eru í mikilli geðshræringu. Það sem stuðningsmenn liðsins eru að bölsótast yfir er liðið sem slíkt. Liðið sem BR bjó til og keypti nánast frá A til Ö.

  Það sem menn eru að segja um Klopp gegnumsneitt er það hvað hann á mikið starf óunnið og það að hann þarf að líkindum að skipta út nánast hverjum einasta leikmanni. Einar M.#34 fer mjög vel í gegnum það mál og þakka ég honum fyrir dugnaðinn að nenna að fara í gegnum þá larfahrúgu. Þá þarf maður ekki að gera það sjálfur.

  Það er nú þannig

  YNWA

 38. Ég vil fá Jack Butland í liðið strax um áramót og vonandi fáum við líka Subotic frá Dortmund.
  Ég missti sem betur fer af þessum leik og það er nokkuð ljóst að Klopp þarf að fá menn inn strax sem bæta liðið.
  Sóknarlega erum við líka ansi sorglegir.

 39. Jól 2015. Við erum í níunda sæti í deildinni. Fyrir ofan og okkur eru lið eins og West Ham, Watford, Crystal Palace og Leicester…já og Tottenham…og ég sem leyfði mér að hlægja að Manure í gær.

 40. Rangstæða í fyrsta markinu en það skiptir ekki máli, liðið er þar sem það á heima!

 41. Ég vil fá Jack Butland í liðið strax um áramót

  Vona einmitt að Klopp og félagar séu vel meðvitaðir um að heimurinn er miklu stærri en bara England og kaupi markmann í svipuðum eða hærri gæðaflokki og Butland á verði sem er í sama sólkerfi og virði leikmannsins. Það er ekki hægt að kaupa slíkt í Úrvalsdeildinni, það er ekki oft sem Cech gæði eru fáanleg. Hvað myndi Butland t.d. kosta í janúar? Stoke á nóg af pening og hvorki vill né þarf að selja.

  Liverpool á leikmannamarkaðnum hefur að mínu mati oft svipað til steríótýpunnar af meðal Bandaríkjamanni sem heldur að Bandaríkin séu allur heimurinn, nema þá að í því tilviki er Úrvalsdeildin allur markaðurinn.

 42. strákar, er búinn að segja ykkur þetta í 5 ár.lið með Skrtel og Lucas , ná engum framförum

 43. Sæll Sigkarl.

  Ég er því miður búinn að sjá alls konar vitleysu í dag. Sumir vilja losna við Klopp, en sem betur fer ekki margir svo vitlausir. Flestir af þeim sem eru að missa sig eru að drulla yfir allt annað.
  Það sem ég var að benda á, er að Klopp þarf tíma til að slípa hópinn, og hópurinn þarf að frá tíma til að venjast nýjum áherslum. Það er óþarfi að missa sig og henda út 19 leikmönnunum eins og einn hérna var að fram á.
  Anda inn og anda út. Það er yfirleitt best að hugsa málið vel og kyrfilega áður en menn ausa úr koppi sínum. En það er því miður of oft reyndin í þessum málum sem öðrum.

 44. Var að komast að því að Bogdan er 28 ára. Ég sem hélt að hann væri um tvítugt og gæti kannski lært eitthvað.
  Eins og sagt hefur verið þá þarf að bæta þennan varnarleik allsvakalega og þá með einhverjum nýjum sterkum leikmönnum, markmanni þar á meðal.
  Alhliða mótor á miðjuna og meiðsla lausan striker í Sturridge klassa.

  Þá gætu nokkrir í þessu liði blómstrað. Held samt að Firmino, Benteke og Lallana séu ekki í þeim hópi. Má selja þá uppí eitthvað annað í janúar.
  Hendo var svo langbestur í þessari hörmung.

  Leicester verður eitthvað, við verðum að skora amk 4 mörk í þeim leik, þessir eldfljótu og lipru sóknarmenn þeirra fara illa með laskaða vörnin okkar.

  Kannski maður einbeiti sér bara að jólaboðinu á boxing day c”.)
  YNWA

 45. Ja hérna, lengi getur vont versnað. En það var svo sem vitað að þetta gæti orðið svolítið bumpy.

  En ég hef óbilandi trú á hr.Klopp. það er ekkert kvikk fix í þessu því miður. Þettu hefur verið tom steypa síðustu 2 ár. Hrúgað inn allt of mörgum leikmönnum í einu, algjörlega ómarkvisst.

  Meistari Klopp mun ráðast í þær sskurðlæknngar sem þarf, skref fyrir skref. Menn fara ekki í botnlangauppskurð,heilauppskurð og hjartaigræðslu allt í sömu aðgerðinni. Meikar enganvegin sens Þó Rogers hafi reynt það.

  Það vantar í þetta super markmann, super miðvörð og klassa playmaker/dm á miðjuna. Siðan má bæta við flottum kantara, sem helst ræður við að spila hvoru megin sem er.

  Röðin á kaupum þarf að vera í þessari röð, markvörður eða miðvörður á undan skiptir kannsko ekki öllu, fer líklega eftir hverjir eru á lausu.

  Með alvöru kaupum í þessar stöður er liðið farið að líta töluvert betur út. Þetta eru ekki nema 4-5 leikmenn, en gæti tekið 2-4 leikmannaglugga að klára.

  En guð minn góður hvað klúbburinn á marga leikmenn sem hann þarf að losa sig við. Bæði leikmenn sem eru í hopnum núna og myndu þá fara út fyrir nýja og svo leikmenn sem eru í láni og munu aldrei spila fyrir klúbbinn. Allavega 10 stk.

  IN KLOPP WE TRUST

 46. Það þarf að hreinsa út skemmdu eplin. Maður settur ekki ný epli með skemmdum eplum. Ég er að tala um Rauð epli. Ekki græn eða gul.

 47. Akkurat ekkert ovænt við þessi urslit, liðin sem eru heit eru sigurstranglegri sama hvað þau heita. Watford eru i studi og einfaldlega unnu leikinn. Klopp þarf að finna sitt byrjunarlið og menn þurfa að na heilsu aður en eitthvað gerist hja okkar mönnum. Þangað til eru allir leikir 50/50

 48. þad er svo erfitt a? tala um liverpool odruvisi en ad vera jojo annad hvort er madur uppi eda alveg nidri.

  en fyrir utan tennan leik ta segi eg tad en og aftur midja sem inniheldur lucas og can bada inna er of slopp soknarlega. og audvelt ad loka a hendo sem einu ognina tar.

  og svo er eg samala tvi sem komid hefur framm ad leikir gegn svona lidum er baratta og vid verdum ad nota likamlega sterka menn frammi

  eg nenni ekki ad raeda um aftastahlutan hja okkur…

  nidurstadan ur tessum leik vid vorum etnir i barattuni gjorsamlega etnir liverpool leit ut eins og 4 flokkur karla gegn mfl i stad tess ad fara i barattuna foru menn ad grenja….
  okkur vantar eitt gedsjukt naut a midjuna til tess ad fara maeta svona lidum…

 49. ja hérna.

  Ég skil ekki eitt, það er ávalt talað um að lfc geti ekki unnið litlu liðin því þau spili öðruvísi á móti þeim. Mér finnst eiginlega miklu frekar eins og lfc spili sjálft öðruvísi á móti litlu liðinum. Leikmenn mæta til leiks eins og það þurfi ekki að fara að fullum krafti í öll návígi, alla bolta og berjast eins og ljón. Rétt eins og leikmenn haldi að verðmiði liðanna ráði úrslitum.

  Ég veit svosem ekki hvar á að byrja og hvar á að enda en ég er alveg sannfærður um það að m.v. hversu jöfn enska deildin er þá þýðir það ekkert fyrir leikmenn að mæta 95% tilbúnir í leik. Það er alveg á hreinu að andstæðingurinn mætir 100%. BR náði klárlega ekki að mótivera sína menn fyrir alla leiki og undir það síðsta ekki fyrir einn einasta leik. Það sem breyttist strax með komu Klopp var “effortið” hjá leikmönnum en í síðustu þremur leikjum er bara allt annað upp á teningnum.

  Þetta lfc lið virkar svo langt frá því að vera einhver samheldin heild, miklu frekar hópur af mönnum sem er skíthræddur við að gera mistök, svo hræddur að mistökin verða að veruleika. Kannski er það sú staðreynd að síðustu 2 ár er búið að kaupa ca. 20 leikmenn í hópinn og mönnum líður bara eins og í jólaboði með stórfjölskyldunni.

  Menn kalla eftir nýrri hryggsúlu, slíkt er í raun áfellisdómur yfir liðinu. Það er í raun happafengur ef þér tekst að fá einn leikmann sem getur myndað hryggsúluna í hverjum leikmannaglugga að mínu mati.

  Það öskrar á mig ákveðin óvissa með leikaðferð og hvaða lið er sterkasta lið lfc í dag. Stjórinn hefur spilað endalausum útfærslum af hópnum, eflaust líka til þess að kynnast sínum leikmönnum betur. Þetta er eitthvað sem vonandi skýrist. Sjálfur hef ég haldið í þá trú að allur grunnur hjá lfc sé góður en einungis vanti herslumuninnn…….það er í raun erfitt að viðhalda þeirri bjartsýni á svona dögum.

  Ég fæ bara pínu hroll þegar ég hugsa um að lfc fari að versla fleirri leikmenn….m.v. árangur undanfarinna ára hvaða væntingar get ég raunverulega gert til slíks. Það eru athyglisverðir tímar í gangi í fótbolta í dag og þá sérstaklega í enska boltanum. Lið sem hafa ausið peningum í leikmannakaup hafa ekki náð að sýna fram á að þeim peningum sé vel varið.

  Síðustu ár hefur lfc eitt meiri peningum í leikmannakaup en oft áður, bæði hvað varðar verð og fjölda leikmanna. Niðurstaðan er hinsvegar sú að klúbburinn er í dag með nýjan þjálfara og lið sem siglir mitt á milli þess að vera í miðjumoði og að krafsa í evrópusæti. Hér er eitthvað mikið að, nema þá að sú aðferðarfræði að kaupa unga efnilega leikmenn eigi eftir að skila sér inn af krafti á næstu árum og því muni einungis tíminn leiða í ljós hvað býr í þessu liði.

  vá ég veit svosem ekki hvert ég er að fara með þessu en ég er einfaldlega ógeðslega ósáttur en hef enga hugmynd um hvernig þetta nær að verða jafn dapurt og raun ber vitni.

 50. Fór í dásamlegt matarboð strax og leik lauk…en er bara enn alls ekki orðinn rólegur.

  Þetta var SVO andlaus og vond frammistaða að hún jafnast á við svo margt af því slakasta sem við höfum séð undanfarin ár.

  Auðvitað sprakk djókið það að velja sér varamarkmann í leikmanni sem ekki komst í liðið hjá slöku Championshipliði á versta tíma. Ég dreg ekki úr mikilvægi markmannsþjálfara en þær aðstæður þar sem Adam Bogdan eyðilagði leikinn verður ekki skrifuð á neitt annað en skort á fókus hjá leikmanni. Hann hefur a.m.k. tekið 18 þúsund bolta eins og þennan…en guggnaði á að grípa bolta og sló hann í jörðina. Algerlega…nei gjörsamlega…galin ákvörðun.

  Þar með laskaðist leikplanið og svo hjálpaði kæruleysi þeirra Lucasar og Skrtel Watfordmönnum að drepa þennan leik. Ég hef verið mikill Lucasarmaður undanfarin ár og í haust en frammistaða hans í þessum leik og gegn Newcastle bara fá mann til að afskrifa þá hugmynd að hann sé framtíðarmaður. Þessi útfærsla Skrtel á varnarleik hefur því miður oft sést áður…það segir okkur ansi allt um okkar varnarleik undanfarin ár að hann hefur nú leikið 315 leiki fyrir klúbbinn.

  0-2 undir gegn funheitu liði sem fékk þær gjafir sem svo reglulega hafa komið upp að undanförnu kláraði þennan leik. Klopp var mjög glaður að sjá liðið jafna síðast en það var aldrei neitt á hérna. Ömurðar fyrri hálfleikur, en eitthvað sem hefur vanist of oft undanfarin misseri.

  Eilítill neisti í síðari hálfleik en svo dó hann bara út.

  Skýrsla Eyþórs, komment Einars Matthíasar og nokkur önnur segja hér að miklu leyti það sem ég vill segja. Vandinn framundan er mikill. Síðustu fjórir leikir hafa valdið Jurgen Klopp og félögum heilabrotum sem ég held að muni þýða endalok margra leikmanna okkar.

  Það er bara rannsóknarefni útaf fyrir sig hvernig okkur hefur tekist að eyða um 300 milljónum punda um allan heim og bara ekki eiga einn leikmann liggur við sem maður er sannfærður algerlega um. Í dag finnst mér Moreno, Sakho, Clyne og Origi eiga gott skilið…Hendo góður að mörgu leyti. En enginn lék vel.

  Allir aðrir í þessu byrjunarliði eiga að mínu mati að fara heim og hugsa sig vandlega um fyrir næsta leik. Sem er gegn besta liðinu þessa dagana.

  Rúmlega helmingi fleiri sendingar en Watford í dag…og töluvert meiri hlaup víst. Þetta skiptir bara engu máli ef kjarkleysi, andleysi og óöryggi verður það sem menn vilja sýna. Eins og Klopp segir þá hafa menn sýnt á sér hliðar. Etihad versus Vicarage Road er bara sennilega skörpustu andstæður sem ég man eftir hjá klúbbnum.

  Góðir leikmenn eiga góða leiki…afburða leikmenn eiga alls konar leiki, bæði góða og slæma….en vinna þá oftast.

  Í dag sé ég ekki marga afburða leikmenn í þessu liði okkar…þrátt fyrir endalaus innkaup síðustu ára. Þangað til við eigum nokkra verður þessi 5. – 10.sætisbarátta okkar tilvera.

  Verk Klopp framundan er gríðarlegt…en það góða við ömurleika síðustu leikja er helst það að hann er að átta sig á hverjir ráða ekki við að spila í treyjunni. Ólíkt BR og nefndargenginu hans hef ég trú á að Klopp viti hvað þarf til að eignast fótboltalið á Anfield.

  Það bara verður að fara að gerast, dagar eins og í dag draga úr manni lífsviljann hreinlega!!!

 51. Þessi útfærsla Skrtel á varnarleik hefur því miður oft sést áður…það segir okkur ansi allt um okkar varnarleik undanfarin ár að hann hefur nú leikið 315 leiki fyrir klúbbinn.

  Amen þor?i ekki a? segja þetta.
  Èg er hef veri? lengi à þeirri sko?un a? þa? sè kominn tími à a? lei?ir lfc og skirtel skilji og þetta segi ég ekki ùtaf pirringi eftir leik dagsins…
  hann er bùinn a? vera lengi hjá lfc spila? ì hjartavarnarinar lengi me? mörgum spilurum og allir líta þeir ùt eins og trù?ar held a? þa? sè kominn tími à breytingar þarna aftast.

 52. Maggi kemur inná atriði sem ég hef einnig verið að velta fyrir mér, hvernig stendur á því lið sem hefur eytt yfir 300 milljónum í leikmenn á skömmum tíma getur ekki státað sig af sterkari leikmannahóp. Fyrir mér þá á Klopp mun stærra verk fyrir höndum að þrífa upp skítinn eftir Rodgers en Dalglish þurfti að þrýfa upp eftir Hodgson. Niðurrifsstarfsemi Hodgson náði bara yfir einn leikmannaglugga en því miður fékk BR amk einum glugga of mikið.

  Klopp er maðurinn og “jákvæðu” hliðarnar við þessa ömurlegu frammistöðu uppá síðkastið er að grípa þarf til aðgerða strax í janúarglugganum. Hópurinn er einfaldlega ekki í stakk búinn í að gera neitt annað en að keppast um 6-8 sætið þetta tímabilið. Klopp er búinn að gera allt til þess að reyna að blása lífi í mannskapinn en svo virðist sem alltof margir leikmenn í hópnum hafi einfaldlega ekki getuna til þess að taka skrefið lengra.

  Það er búið að koma inná frammistöðu einstakra leikmanna hér að ofan og ég hef engu við það að bæta. Ég vona bara Klopp fái inn 2-3 leikmenn í næsta glugga og fái þá til liðsins leikmenn sem gera aðra betri í kringum sig.

 53. Fyrsta markið var náttúrulega alltaf ólöglegt, hann hélt boltanum með báðum höndum.

  Annars var þetta hrikalegt, mér er farið að hlakka aðeins minna til að fara á liverpool arsenal í janúar.

 54. Góðvinur minn og harður Liverpool maður skrifaði eftir leikinn á facebook eitthvað á þessa leið: Áfram Watford, Leicester og Crystal Palace. Þetta eru lið sem gefa allt í leikinn og spila með hjartanu. Liverpool, Man U og Chelsea eru áhugalaus.
  Ég er svo hjartanlega sammála honum.

 55. Þrátt fyrir að Klopp sé magnaður þjálfari, þá gerir hann ekki kraftaverk með þennan hóp – því miður.
  Ég get ekki séð að það séu fleiri en 4-5 leikmenn í öllum hóp Liverpool sem er nokkur fengur í að halda – Clyne, Coutinho, Ibe, Can og Sakho (í þessari röð). Aðrir eru einfaldlega ekki nógu góðir og það er öllum ljóst. Það mun taka mörg ár að laga hópinn eftir glæpsamlega innkaupastefnu undanfarinna ára, vonandi að sá þýski fái tíma til þess. Við verðum í 10 – 6 sæti eftir þetta tímabil, sem er bara eðlilegt miðað við hóp. Við þurfum sigurvegara í þetta lið –Hverjir aðrir en Milner (sem er nálægt síðasta söludegi) hafa unnið eitthvað af viti í þessu liði?
  Og já – við þurfum nýjan fyrirliða hrifning margra á núverandi er algerlega óskiljanleg.
  Framundan er 25 uppbyggingartímabilið í röð.

Liðið gegn Watford

Marko Grujic – Fyrstu kaup Klopp