Liðið gegn Watford

Liðið gegn Watford er klárt. Framlínan kunnugleg, Benteke tekur sér sæti á bekknum og Firmino mun vera á toppnum með þá Coutinho og Lallana sér til stuðnings. Mignolet er frá vegna meiðsla og inn kemur Bogdan (sem margir hafa kallað eftir, merkilegt nokk). Sakho er orðinn leikfær og kemur inn í hjarta varnarinnar í stað Lovren.

Bogdan

Clyne – Skrtel – Sakho – Moreno

Can – Lucas – Henderson

Lallana – Firmino – Coutinho

Bekkurinn: Fulton, Toure, Benteke, Allen, Origi, Ibe, Randall

Þessi leikur verður að vinnast, það er bara þannig. Hvaða Liverpool lið fáum við í dag?

Koma svo, þrjú stig takk!

YNWA

109 Comments

  1. Flott lið og verður spennandi að sjá hvort að þeir nái í 3 stig handa okkur sem aukajólagjöf í ár.

  2. Feginn að Sakho skuli kominn inn en sakna Origi og hefði viljað skipta á honum og Lallana.

  3. Eitthvað sem segir mér að allra augu verða á Bogdan í dag.
    Líst annars mjög vel á þetta lið og sérstaklega að sjá brassana okkar saman á ný.
    Vinnum þennan leik vonandi og söxum á MU.

  4. Ég fíla það hjá Klopp að nota EKKI Benteke og senda þar með skýr skilaboð. Ef þú skorar ekki þá færðu ekki að spila.
    Ekkert rugl, bara hreint og klárt, stattu og þá færðu að spila.

  5. Bogdan skilgreinir hér með like for like cover fyrir fótboltaheiminn…

  6. Hvar er fokkings myndavéladómarinn? Þetta er pjúra brot.

  7. Hvaða bull er þetta.
    Bogdan með misstök klárlega en hann nær samt að grípa boltan aftur þegar honum er sparkað úr fanginu á honum. Þetta mark átti ekki að standa.

  8. djöflu er þetta típist fyrir liverpool að fá svona mark á sig helvítis fokking fokk

  9. i seinna skiptið sem hann grípur boltann og þá klárlega er hann með boltann á milli beggja handa og þá er sparkað í boltann, klárt brot.

  10. Algjörlega fáránlegt. Hann heldur á boltanum með báðum hönum og boltanum er sparkað úr höndunum á honum.

  11. Við hverju búast menn þegar varamarkvörður Bolton er keyptur til að keppa við Mignolet um stöðuna?

  12. Þeirri spurningu var fljótsvarað… Við fáum að sjá “Taugahrúgu-Liverpool” í dag. Frábært!

  13. Menn eru að hoppa á anti- vagna eftir einn leik, og oft eitt atvik, svo hoppa þeir aldrei af þeim. Gefið mönnum smá séns.

    Mignolet, Lovren, Moreno, Allen, Lucas, Benteke, Firmino, Lallana, Can, Ibe, Bogdan og Origi eru dæmi um menn sem hafa verið jarðaðir hérna og það tekur menn rosalega langan tíma að taka þá aftur í sátt. Styðjiði liðið ykkar.

  14. Soton, chelsea og wba, amk 3 leikir þar sem við lendum snemma undir en naum að retta ur kutnum. Anda inn og ut

  15. Sammála Klopp. Upp með hökuna.
    Það er eina leiðin til að bjarga sér úr þessari holu.

  16. Við erum bara 6 stigum a undan chelsea…sem að mer skilst ,séu bunir að vera ömurlegir.

    En afram liverpool!!! Þetta fer 5-3 fyrir okkur

  17. Herinn af já-fólkinu mættur til að segja okkur að þetta sé bara allt í góðu. Held að þið ættuð að fara að horfa á íþróttir þar sem allir vinna.

  18. Enn og aftur tapar Lucas baráttunni á miðjunni. Vilja menn ekki fara að verja hann. Hann missti einnig sinn mann í fyrsta markinu.

  19. Liðinu er meinað að vinna sunnudagsleiki. Það besta sennilega fyrir liverpool hefði verið að hafa ekki komist í uefa á síðustu leiktíð. Höfum ekki unnið sunnudagsleik síðan frú Vigdís var forseti. Þessi fokking keppni triggerar sunnudagsleikina.

  20. þa? er hægt a? nafngreina menn hægri vinstri en watford er ad èta okkur ì baràttu à vellinum

  21. Þýðir ekkert að gráta drengir. Við erum búnir að vera hrikalega óheppnir hingað til . Fyrra markið var brot og það síðara bara ótrúleg afgreiðsla úr fáránlega erfiðu færi.

    Sjáum hvort þetta breytist ekki til batnaðar.

  22. Helvítis hælabolti hjá okkar mönnum því miður.
    Stressið bakatil er áþreyfanlegt.

    Vonandi fá þeir ekki þriðja markið á sig áður en þeir ná sér af þessu sjokki.

    Þeir verða örugglega góðir í seinni en ekki víst að það dugi nokkuð úr þessu.

    YNWA

  23. Úfff…. wtf… var að koma að skjánum… -_- Stingur í Liverpool hjartað. En það er nógur tími til að snúa þessu við!!

  24. Myndi nú ekki kalla seinna markið óheppni. Lucas tapar baráttu á miðjunni, Skrtel tapar kapphlaupi gegn minni og veikari manni og opnar svo á möguleikann á fjærhorninu undir sig með að blokka of langt. Bogdan gerir í raun rétt í að standa meira á nærhornið en Skrtel opnar svo á fjær. Þú þarft að vera Cech, Buffon, Smeichel eða einhver álíka til að verja svona… Já eða vera illa staðsettur.

    Betri vörn hefði stoppað þetta áður en það varð úr færi! Við erum ekki óheppnir, bara ekki nógu góðir…

  25. þetta er gersamlega afleitt. vinnum ekki leik þessa dagana. 8 leikir i deild bunir hja klopp og 3 sigrar, 3 jafntefli og 2 töp og ekki lytur þetta vel ut i 9 leiknum

  26. Bogdan! Djöfull er hann flottur… getum við ekki farið að kaupa fleiri varamenn frá Bolton?

  27. Hvernig fannst ykkur annars viðtalið við Clyne um daginn þar sem hann talaði um að við gætum unnið deildina?

  28. Af hverju má ekki gera 11 breytingar í hálfleik? Ætti að vera sérregla

  29. Newcastle 2 – 0 Liverpool
    FC Sion 0 – 0 Liverpool
    Liverpool 2 – 2 West Bromwich Albion

    Er búið að lesa Klopp? Er hópurinn ekki betri? Erum við með lið sem ekki ræður við líkamlega sterk lið? Úff hvað þetta verða erfið jól!

  30. Jæja. Bogdan er greinilega búinn með innistæðuna í sjálfstraustsbankanum. Veit einhver hvernig þessi Fulton er?

  31. Flestir sem hafa eitthvað fylgst með fótbolta sjá að nokkrir leikmenn í þessu Liverpool liði eiga ekki heima þar ef liðið á að fara keppa um einhverja tittla.

  32. Núna sárvantar þumlana aftur á þessa síðu.
    Bara svo þetta lið geti troðið einum þvert uppí rassgatið á sér.

  33. Liðið er bùið að 2-0 undir sìðan á 15 min. og það er ekki komið eitt færi hjá þessum mönnum. Gjörsamlega steingelt! Eru aldrei að fara skora 3

  34. Afleiddasti hálfleikur sem ég hef horft á í sirka 5 ár. Ekki 1 færi í 45 mín þrátt fyrir að vera 2-0 undir

  35. Hópurinn er bara ekki nógu sterkur, við erum að sjá það á kristaltæru í síðustu leikjum að það vantar mikið spunk í marga leikmenn.
    Síðan er merkilegt að sjá hversu getulausir við oft virðumst í sókninni. Maður fær aldrei tilfinninguna um að við séum að fara skapa einhverja hættu lengur.
    Ég treysti samt á Klopp og hans menn að þeir nái að skapa eitthvað gott þarna næstu árin. En þetta lið reynir svo sannarlega á þolinmæði manns.

  36. Það er óhætt að segja það að leikmenn liverpool eru gjörsamlega steinrunnir…. Það er algjör uppgjöf hjá þeim, það gengur ekkert upp og það er verið að pakka þeim saman í öllum stöðum á vellinum..
    Þetta er sá alversta frammistaða liðsins sem maður hefur séð síðan í tapinu á móti stoke

  37. Liðið er bara á rassgatinu í þessum leik.
    Vonandi að síðari hálfleikur verði betri og Kloop nái að gera eitthvað í þessari slæmu spilamennsku.

  38. Hef aldrei skilið afhverju Hr Lallana er yfir höfuð í byrjunnarliði.

  39. Talandi um að hópurinn sé ekki nógu sterkur þá ættu menn að skoða verðið á liði Liverpool vs Watford

  40. Já þessi jólatörn er ekki að gera okkur LFC mönnum auðvelt fyrir. þvílikt og annað eins helvíti hef ég nú varla upplifað.

    Þannig er nú það

  41. Ömurlegur leikur hjá Liverpool.
    En og aftur fáum við mark á okkur á fyrstu 2 mín í leik en og aftur eftir hornspyrnu og en og aftur eftir makmansmisstök.

    Heimamenn eru grimmari og okkar menn eru varla mættir til leiks. Mér fannst samt liðið bregðast ágætlega við eftir markið og komu nokkrar ágætar sóknir en eftir að þeir komust í 2 núll þar sem mér fannst Bogdan líta aftur illa út þá drapst liðið gjörsamlega.

    Sóknarleikurinn hefur verið steingeldur. Coutinho, Lallana og Firminho sjást varla.
    Can, Lucas og Henderson eru að tapa miðjubaráttuni og varnarlínan og markvörður að spila mjög illa.

    Því miður sé ég ekki alveg að liverpool geti snúið þessum leik sér í hag en maður heldur í vonina að þeir nái að skora eitt mark og gefa þessu smá líflínu.

    Okkar menn hafa verið í undanförnum leikjum í dauðafæri að koma sér í meistaradeildarsæti eða nálagt því en það er eins og þeir vilja það ekki eða hafi einfaldlega ekki getuna í það.

    Liðinu vantar klárlega nýjan markvörð og svo einfaldega meir gæði á miðsvæðið.

  42. Bæði mörkin er hægt að skrifa á Bogdan, en hann hefur verið óheppinn. hvar er Mignolet, ég sakna hanns!!!

  43. Vonlaust lið. Algjörlega vonlaust. Geta þeir ekki hætt að tjá sig ì fjölmiðlum þar sem allt er svo frábært og drullast til að sinna vinnunni sinni á vellinum.

  44. Vona svo sannanlega að Mignolet og Lovren verði báðir með í næsta leik…..frekar lélegur hálfleikur hjá okkur, menn andlausir og hægir. Spurning hvort fyrra markið hefði átt að standa en svona er þetta bara. Svo fer þetta sífellda tal um lélega leikmenn ótrúlega í taugarnar á mér því auðvitað eru þetta ekki lélegir leikmenn. Í það minnsta finnst okkur það ekki þegar vel gengur. Stjórinn, hvað svo sen hann heitir, á síðan að fá þá til að vinna vinnuna sína og punktur.
    YNWA

  45. Hrikalega ódýr mörk sem liðið er búið að færa Watford á silfurfati. Vissulega átti Bogdan að grípa þennan einfalda bolta en þessi hornspyrna hefði aldrei komið til ef Clyne hefði einfaldlega hreinsað boltann útúr teygnum í stað þess að ætla að láta hann fara aftur fyrir endamörk.

    Hins vegar má segja að liðið sé heppið að vera ekki þremur mörkum undir. Varnarleikur alls liðsins er búinn að vera úti á þekju. Menn eru útúr stöðum, langt frá mönnum og gleyma sér ballwatching trekk í tekk. Þetta verður að lagast í seinni hálfleik.

    Hvað sóknarleikinn varðar þá vantar mun meiri hraða á boltann. Menn eru að klappa boltanum of lengi og sendingarnar inná síðasta þriðjung eru ónákvæmar.
    Hef hins vegar trú á að um leið og varnarleikurinn lagast þá muni sóknarleikurinn fylgja með.

  46. Styrkur hóps og verð hans fer öllu jafna ágætlega saman en þegar Bodgers stýrir liðum með Bandarískum viðskiptamönnum, þá fara þau sambönd forgörðum. Watford eru með betra lið en við og það á líka við, einstakling fyrir einstakling.

    Þetta er orðið nokkuð stór hópur sem þarf að losna við á hvaða verði sem er:
    Enrique, Toure, Lovren, Milner, Benteke, Lallana, Lucas, Mignolet, Allen, Bogdan, Skrtel, Illori, Balotelli, Wisdom, Alberto.

    Ef Sturridge spilar ekki 15 leiki eftir áramót má hann fara á þennan lista. Firmino er hættulega nálægt en fær smá pláss til aðlögunar.

  47. Þetta er lélegasta og leiðinlegasta Liverpool lið frá því ég byrjaði að styðja klúbbinn árið 1986. Herfileg frammistaða í desember

  48. Nú þarf að henda Benteke og Ibe inn fyrir Firmino og Lallana.

    Fátt annað hægt að gera.

    YNWA

  49. Sælir félagar

    Munurinn á liðunum er viljinn og baráttan. Við sem vildum fá liðið okkar komandi inn í þennan leik úthvílt (sem það er) og með benzínið í botni horfum á liðið í 1. til 2. gír og lullar í hægagangi. Fleiri sendingar til baka en fram á við og ekki komið skot á mark andstæðinganna.

    Watford liðið vill þetta miklu meira og leggur miklu meira í leikinn en okkar menn. Snilldarkaup BR á sínum tíma í varamarkverði eru greinilega að borga sig. Grípur auðveldan bolta og missir hann svo. Hvað á eftir gerist átti aldrei að gerast því þessi snillingur átti auðvitað að halda boltanu,

    Frammistaða liðsins er fyrir neðan það sem öll sanngirni biður um. Er þar enginn undanskilinn því miður. Með þessu áframhaldi tapast þessi leikur stórt og Klopp þarf að fara hugsa sinn gang alvarlega. Þær hugmyndir hans að kaupa ekkert í janúarglugganum ganga ekki upp miðað við frammistöðu leikmanna í þessum leik.

    Það er nú þannig

    YNWA

  50. Meira gerst sóknarlega á fyrstu 2 mín í seinni en allan fyrri hálfleik

  51. Þrjár mítur…Mignolet er verri en Bogdan. Milner skiptir engu máli fyrir þetta lið. Evrópudeildin hefur tekið frá okkur mörg stig.

    Allt þetta lítur kjánalega út eftir þessar fyrstu 45 mínútur.

    Við gáfum VARAmarkmanni Bolton Wanderers samning. Eitt kveðjugullkorn Rodgers sem ég hef verið mótfallinn frá fyrstu sekúndu og kemur í ljós. Bara enn einn lélegur leikmaður sem fær mínútur með uppáhaldsliðinu mínu. Óskiljanlegt, ef Mignolet er meiddur þá bara sækja Danny okkar Ward sem er aðalmarkmaður Aberdeen í láni frá okkur.

    Miðjan er svo hæg og án nokkurrar vinnu. Hendo skástur en Can og Lucas fá 1,0 í einkunn eða þá lægstu sem er möguleg á þeim skölum og menn vilja gefa. Óboðleg frammistaða og hvorugur þeirra virkar sem nokkur framtíðarlausn þarna. Milner vissulega ekki búinn að eiga eitthvað sultutímabil en hann skilar milljón sinnum meira framlagi á allan hátt.

    Fremstu þrír? Fæst orð og minnst ábyrgð. Firmino lítur verulega illa út, Lallana gerir mistök og Kútur fær enga aðstoð.

    Nú fengum við viku bið, engin Evrópudeild. Getum ekki pressað, eigum varla sendingu milli manna og töpum öllum návígjum.

    Þetta snýst um gæði og þau vantar okkur….Jesús hvað þetta er vont…og búið að vera endalaust lengi!

  52. Eftir að hafa horft á Suarez og félaga í morgun þá líður mér eins og við séum mörgum deildum lélegri

  53. Er hreinlega sorgmæddur með svaðalega uppgjafartilfinningu og sjálfsvorkun að halda með þessu coca cola championship liði sem það er orðið

  54. Hver er þessi lélegu í vörnini….. En þvílík markvarsla…….

  55. Það er ekki mikið vit í því að kaupa striker á 35 punda og hafa hann heilan á bekknum. Spurning hvort ekki sé hægt að losa Benteke og kaupa nýjan mann sem hentar leikstíl liðins betur.

    Þrátt fyrir að Benteka hafi átt nokkra snilldartakta þá fannst mér hann aldrei vera striker sem hentaði okkar liði, svona staður Targetman, önnur útgáfa af Lambert, þó miklu miklu betri sé.

  56. Þurfum að fara að spila með tvo framherja í næstu leikjum. Leicester og Watford eru bara að copy-paste-a það sem Rodgers gerði með Suarez og Sturridge. Spila tveimur framherjum. Það er að virka! Úrelt aðferð að vera með eitt naut frammi.

  57. Það er ekki mikið vit í því að kaupa striker á 35m punda og hafa hann heilan á bekknum. Spurning hvort ekki sé hægt að losa Benteke og kaupa nýjan mann sem hentar leikstíl liðins betur.

    Þrátt fyrir að Benteka hafi átt nokkra snilldartakta þá fannst mér hann aldrei vera striker sem hentaði okkar liði, svona staður Targetman, önnur útgáfa af Lambert, þó miklu miklu betri sé.

  58. Börnin hætt að horfa og elstu spyrja pabba sinn hvort þau megi ekki halda með öðru liði. Takk takk

  59. Hvað er að gengur svona vel að það má ekki skipta inná er Brendan að stjórna þessum leik

  60. Haha, Klopp búinn að vera í tvo mánuði og menn eru farnir að lesa upp úr sama handritinu aftur. “Af hverju er Benteke ekki í byrjunarliðinu???” og ef hann hefði verið í byrjunarliðinu hefði verið sagt “Af hverju stillir Klopp þessum steingelda framherja í byrjunarliðið???” Klopp getur greinilega ekki gert neitt rétt, kannski hann ætti að fá eins og nokkur stykki sófasérfræðinga með sér í þjálfaraliðið héðan?

  61. Klopp tapaði þessum leik, það er bara þannig. Var í tómi klúðri með liðið og skipulagið frá upphafi leiks.

  62. Það vantar alla baráttu og hungur að vinna þennan leik, það er algjört lámark að sýna það.
    Leikir tapast en þegar leikmenn sýna það ekki er ég ekki sáttur.

  63. Jesus minn einni og svo topp liðið næst…..gerði vel við mig í des og tók boltann hjá stöð tvö, geri þetta aldrei aftur á þessu tímabili.

  64. Ef að stuðningsmenn Liverpool ætla ekki að vera þolinmóðir í garð Klopp næstu árin mun ég sennilega gefast upp á því að horfa á fótbolta. Þetta er orðið hálfpartinn ógeðslegt hversu mikla pressu við höfum sett á þjálfaranna okkar í gegnum árin, t.d. Benitez sem að barðist fyrir starfi sínu með kjafti og klóm þrátt fyrir frábært gengi öll sín tímabil nema það síðasta. Menn eru farnir að kasta orðum í Klopp nú þegar sem mér finnst ekki gott. Alex Ferguson myndi ekki einu sinni komast hjá gagnrýni með okkar lið undir hans stjórn núna og menn væru líklega að gagnrýna hann fyrir liðsval o.s.frv. Málið er bara að þetta eru allt leikmenn sem Rodgers keypti og nú þarf bara að stilla væntingarnar sínar aðeins niður og gefa Klopp free-pass út þetta tímabil. Fótbolti er uppbygging og ekkert annað.

  65. Eitt það lélegasta sem ég hef séð lengi, barátta Watford er margföld á við okkar menn.

    Þetta er eiginlega svakalega sorglegt.

  66. Nú er ég algjörlega búinn að fá nóg! Þetta eru alt djöfulsins andskotands aumingjar sem eiga ekki skilið 1000 kall á tímann. Eyði ekki meiri tíma í að horfa á þetta drasl!

  67. Klopp er ekki hægt að kenna um þetta tap. Vandamálið okkar er að meirihluti leikmanna liðsins eru skammarlega lélegir knattspyrnumenn. Mun þurfa 2-3 glugga í það minnsta til að taka til

  68. Hveitibrauðsdagarnir eru búnir Mr Klopp farðu að sýna okkur einhverja breytingu á þessu liði,allavega að menn sýni einhvern áhuga að spila fyrir LFC.

  69. Við getum alveg gleymt fjórða sætinu. Við eigum ekkert heima i meistardeildinni með svona lið. Verð ánæður vinna einhverja bikara s.s. deildarbikarinn því við erum ekki fara vinna deildina á næstunni.

  70. 6-1 sigur gegn Southampton og einhverjir töluðu um Liverpool sem meistaraefni. Svo þegar a moti blæs eru allir aumingjar. Engin furða að stuðningsmenn Liverpool seu aðhlatursefni.

  71. Hver einn og einasti leikmaður Liverpool á að gefa launin sín fyrir desember til góðgerðamála það er ekki einn maður að vinna fyrir launinunm sínum. Síðustu 3 leikir hefðu átt að gefa 9 stig en við fáum 1. Ef einhver hlær af man utd þá er sá hinn sami í hlátuskasti yfir þessu blessaða liði okkar. Janúar útsala í Liverpool ótrúlegur afsláttur allt upp í 110 % jebb heyrðuð rétt við borgum til að losna við eitthvað af þessu drasli.

  72. Kemur í ljós að gengið hafði ekkert með BR að gera, Klopp er alls ekkert betri þjálfari. Flestir þessir leikmenn hafa spilar vel í fortíðinni. Hefðu átt að halda BR áfram, sleppa Klopp.

Liverpool heimsækir Watford

Watford – Liverpool 3-0