Marko Grujic – Fyrstu kaup Klopp

Liverpool Echo segir að Marko Grujic hafi samið við Liverpool til fimm ára og muni ganga undir læknisskoðun í vikunni.

Kaupverðið er víst 5 milljónir punda en Grujic mun víst klára tímabilið hjá Red Star þannig að við þurfum að bíða fram á næsta sumar til að sjá kauða spila sinn fyrsta leik fyrir félagið.

Grujic er ekki nema 19 ára gamall en var hluti af liði Serba sem unnu HM U20 í sumar.

Alltaf gaman að sjá myndbönd, þeim ber þó að taka með fyrirvara.

Ungur og efnilegur. Höfum vissulega heyrt það áður en þetta er spennandi leikmaður. Óli skrifaði örlítið um hann í síðustu viku, en nú er þetta orðið klárt og um að gera að nýta tækifærið og koma úrslitum gærdagsins neðar á síðunni.

10 Comments

 1. LÆK á að síðasta fyrirsögn er ekki fyrst hér á síðunni. Þessi er eflaust efnilegur, en síðan á eftir að koma í ljós hvort hann verði annar Le Tallec, eða Pongolle, eða Ngog, og ca hundrað aðrir.

  Vonum það besta.

 2. Líst vel á þetta ef hann nær fótfestu og verða að góðum leikmanni á Anfield, það á tíminn eftir að leiða í ljós 🙂
  Kannaðist eitthvað við að hafa séð þetta áður hjá Liverpool einhver ungur Serbi sem er það besta sem hefur komið frammá sjónarsviðið og þá rifjasðist það upp fyrir mér, var ekki mjög svipað uppá teningnum þegar Lazar Markovic kom.

  Vonum að Marko Grujic reynist betur 😉

 3. Mér fannst Lazar Markovic bara alls ekki verri en þeir sem nú eru í vængspilinu okkar. Skildi aldrei afhvjeru Rodgers lánaði hann, nema hann hafi gert ráð fyrir að Sturridge væri heill í fleiri en 2 daga!

  Fyrstu kaup Klopp, Buvac og Krawietz. Þeir voru ekki lengi að þessu! Þó maður taki allan fyrirvara á að þetta youtube myndband.

  Mér sýnist þetta vera svona miðju playmaker sem okkur sárlega vantar og bara spurning að setja hann beint í byrjunarliðið þegar hann kemur. Það þarf allavegana að taka mikið til í byrjunarliðinu!

  Vona innilega að Klopp muni færa okkur leikmenn eins og hann gerði með Dortmund. Þeir voru ekki hátt skrifaðir þegar hann keypti þá en urðu heimsfrægir.

 4. Sælir félagar

  Það er auðvitað ekki hægt að dæma þessi kaup ennþá og af því menn minnast á Makovic þá hefi ég trú á að Klopp geti notað hann þó BR gæti það ekki. Skildi ekki og skil ekki enn lánið á honum sem Klopp reyndi þó að rjúfa en það reyndist ekki hægt.

  Þessi fyrstu kaup Klopp og félaga mun reynslan dæma en ég trúi að þau verði affarasælli en flest ef ekki öll kaup BR. Það er einfaldlega vegna þess að löng runa miðlungsmanna sem BR keypti er auglóslega ekki það sem skilar árangri. Ég hefi meiri trú á Klopp og félögum en á undanfara þeirra í þessum málum sem öðrum.

  Það er nú þannig

  YNWA

 5. Mjög spennandi leikmaður og maður myndi ætla að Buvac viti töluvert um landa sinn. Eins grunar mig að hann hafi töluvert meira vit á því hvernig best er að nota Markovic heldur en Rodgers, afskrifa hann alls ekki hjá Liverpool, sérstaklega ekki undir stjórn núverandi þjálfarateymis. Svo er bara að bæta Suboti? við og við erum komin með ansi gott tríó af Serbum.

  Annars spurning hvort ekki leynist í hópi lesenda kop.is menn með rætur til Serbíu (Balkanskaga) með eitthvað vit á boltanum þar?

 6. Hvort sem hann verður góður eða ekki þá er ekki mikið tap af honum við endursölu, maður hefur allavega verið var við meira peninga bruðl. Ef drengurinn nær að sýna eitthvað. Money on the pocket.

 7. aðeins að pæla er að fara að sjà leikina à mòti arsenal og man utd og er að pæla hvort einhver viti hvort go pro sèu leifðar à vellinum hef bara ekkert pælt ì þessu þegar èg hef verið þarna…

 8. Þetta vídjó var rosa lame, bara oft að sjá sama slútt oft. Kannski ekki sýna neitt með hvað hann kann að vera fótboltamaður og gera sjálfur, bara skora, aftur og aftur sama markið.

  Það er nú þannig

  YNWA

 9. Mikið rætt um það að þegar klopp tók við dortmund þá losaði hann sig við 9 leikmenn sumarið eftir og var það eitthvað sem menn sáu ekki fyrir á þeim tíma.. Ég vona bara að þegar kemur að því að rýma til fyrir uppgrades í liðinu að það verði litið til þeirra skitu sem hefur verið boðið uppá undanfarið…

  Alveg klárt mál að það verð nokkrir á the chopping block í sumar.

Watford – Liverpool 3-0

Er það gamla orðin nýtíska?