Lallana kominn til Liverpool (staðfest)

Þá er það orðið klárt að Adam Lallana er orðinn leikmaður Liverpool.

9148__9004__lallana1000i_513X307

Lallana mun vera í treyju með númerinu 20 hjá Liverpool. Hann hefur verið fyrirliði Southampton síðustu ár og var valinn í lið ársins í ensku deildinni á síðasta tímabili.

Það var nokkuð augljóst að Lallana var fyrsti kostur hjá Brendan Rodgers á þessu sumri. BR er eðlilega mjög sáttur við að þessum kaupum sé núna lokið.

“We have seen, over the past two seasons in the Barclays Premier League, he has a tactical awareness to adapt to what is required of him and to put the team above his personal ambitions.

“He has leadership skills and personal qualities that make him a special commodity and I am delighted we have acted decisively to make sure he is wearing a Liverpool shirt next season.

Mér líst rosalega vel á þessi kaup. Hann var frábær í flestum leikjum sem ég sá með Southampton á síðasta tímabili og er orðinn enskur landsliðsmaður (þótt að Roy Hodgson hafi ekki náð miklu úr honum á HM segir það meira um Hodgson en Lallana). Það var augljóst að við þurftum að auka breiddina í liðinu og Lallana gerir það svo sannarlega. Við bjóðum hann velkominn!

16 Comments

  1. Mjög ánægður með þessi kaup, á eftir að reynast okkur mjög vel. Getur spilað margar stöður á vellinum.

  2. Mjög góður leikmaður sem Liverpool fékk.
    Adam Lallana er góður leikmaður er búinn að horfa á hann á Youtube. Hann er með góða tækni, hraður og er góður skotmaður líka.
    GO LIVERPOOL!!!

  3. Nú er það vörnin sem þarf að fara huga að. Hún var okkar vandamál á síðasta tímabili.

  4. Líst vel á þessi kaup og hlakka mikið til að sjá hann spila. Ég held að honum hljóti að vera ætlað stórt hlutverk hjá okkur og til mikils sé ætlast af honum. Vonandi stendur hann undir því.

  5. Fyrir þá okkar (eins og mig sjálfan) sem er búnir að venjast því að það séu einn maður sem kemur til greina í hverri stöðu fyrir hvern leik, þá heitir þetta víst breydd sem við erum að upplifa núna. Ég gæti vanist þessu.

  6. Mér finnst eitthvað meira professional við þessi kaup heldur en t.d. kaupin á Carrol, manni finnst eins og það sé alvöru pæling á bak við þetta. Kannski er þetta bara gamla góða Liverpool-bjartsýnin, en þetta leggst vel í mig.

  7. Þetta eru storkostlegar frettir. Lallana er ad taka stort skref a sinum ferli og mun an vafa blomstra undir stjorn BR. Fjølhæfur, hradur og flottur leikmadur!

  8. Engin pressa en Aly Cisskho var með þetta nr. á undan honum. Það gæti stigið hverjum sem er til höfuðs

  9. Flottur leikmaður sem verður gaman að fylgjast með næsta vetur. Hann mun vonandi standa sig mjög vel. En þýðir þetta að við séum þá hættir við að reyna að fá Shaqiri? ef svo er þá verð ég að viðurkenna að ég sé svekktur.

  10. Svipað spenntur fyrir þessum kaupum og ég var fyrir Daniel Sturridge http://www.kop.is/2013/01/02/15.04.06/, þ.e. þó nokkuð spenntur en með fyrirvara.

    Það er ekki langt síðan við keyptum Downing á besta aldri, leikmann ársins hjá Aston Villa og leikmann með miklu meiri reynslu af EPL en Lallana. Kaupin á Andy Carroll sitja einnig ennþá í manni enda þar ofborgað hressilega fyrir leikmann vegna þess hvar vegabréfið er gefið út.

    Stóri munurinn núna og þá er þó að FSG virðast vera búnir að ná mun betri tökum á leikmannamarkaðnum og rekstri knattspyrnuliða yfir höfuð. Ég bara sé ekki Liverpool taka fullkomna U-beygju á leikstíl núna líkt og gert var ítrekað áður en Rodgers kom til félagsins. Andy Carroll og Stewart Downing voru keyptir þegar Kenny Dalglsih var stjóri liðsins og hann lagði upp með fótbolta sem passaði leikstíl þeirra mjög vel (á pappír).

    Líklega hefðu þeir báðir náð mun betri fótfestu hjá Liverpool og átt mun betri feril hefði Dalglish fengið meiri tíma til að byggja upp sitt lið og sinn leikstíl. Carroll fékk bara 18 mánuði undir stjórn Dalglish og var töluvert meiddur á þeim tíma, hann var okkar besti maður í lok seinna tímabils Dalglish. Downing fékk eitt tímabil hjá Dalglish og tók dágóðan tíma að finna sig, hann var ágætur á fyrsta tímabili Rodgers en langt frá því að vera nógu góður, hvað þá með hugarfarið.

    Við getum tekið Sturridge og Coutinho sem dæmi á hinn vegin, þeir eru keyptir til að spila undir stjórn Rodgers og voru fengnir til liðsins með hans hugmyndafræði í huga. Báðir voru varamenn hjá öðrum liðum og hefðu þess vegna getað verið það ennþá. Gefum okkur t.d. að þeir myndu lenda í því sama og Carroll og Downing, fá inn nýjan þjálfara og allt annan leikstíl. Þess vegna er svo mikilvægt að hafa stærri hugmyndafræði hjá félagi en bara stjórann þannig að það þurfi ekki að byrja frá grunni i hvert skipti sem skipt er um stjóra. Liverpool var að þessu áður en FSG keypti félagið og fyrstu árin á eftir, árangurinn var eftir því.

    Adam Lallana er keyptur til að spila sama leikkerfi og Liverpool spilar undir stjórn Rodgers og hefur verið að spila nokkuð svipaða tegund af knattspyrnu hjá Southamton í 2 ár núna og sprungið út. Hann hefur alltaf verið gríðarlegt efni og spáð frama í boltanum en undanfarin ár hefur hann sprungið út og aðlagast vel því að spila á hærra leveli.

    Hann ætti að vera á besta aldri fyrir knattspyrnumann í hans stöðu og á vonandi bestu árin eftir í boltanum. Hann hefur klárlega hungrið og getuna til að ná enn lengra en hann hefur gert og fær núna tækifæri á stóra sviðinu (Meistaradeildin). Hann vissi að hann var líklega ekki að fara fá þetta tækifæri hjá Southamton og því réttur tími til að taka næstra skref.

    Mögulega er vegabréfið að trufla mig ásamt verðmiðanum en fyrirfram finnst mér Lallana ekki jafn spennandi og þeir leikmenn sem við vorum orðaðir við í fyrra. Mkhitaryan, Willian og Costa. Liverpool gat alveg keypt leikmenn frá Southamton hvort sem félagið var í Meistaradeild eða ekki og því finnst mér ennþá vanta spennandi kaupin sem sýna aðeins hvert Liverpool er komið eftir síðasta tímabil, Can, Lambert og Lallana gera það ekki.

    Talandi um verðmiðann, þó enginn hér sé farinn að tala um það þá vinsamlega ekki falla í þá gryfju að líkja þessu saman við t.d. Fabregas eða álíka leikmannakaup með svipuðum verðmiða. Chelsea er að borga helling fyrir leikmanninn og taka mjög góðan slatta af launaskrá Barcelona í leiðinni, launakostnaður er engu minni factor þegar kemur að leikmannakaupum og Fabregas er örugglega helmingi dýrari en Lallana í þeirri deild. Þetta er nánast aldrei tekið með þegar sagðar eru fréttir af leikmannakaupum og sölum.

    Það er þó kostur og nýjung hjá Liverpool að félagið nær sínu helsta skotmarki og langdregin sumarsaga enda actually með því að leikmaður gengur til liðs við Liverpool. Það er ágætt að það var ekkert stríð við önnur lið núna en á móti spyr maður afhverju engin önnur lið sýndu mikinn áhuga?

    FSG treysti ég mun betur á leikmannamarkaðnum nú en þegar þair komu þó þeir hafi reyndar byrjað á því að kaupa Luis Suarez. Sama á við um Rodgers, ef þetta er sá maður sem hann vill helst allra þá er ekkert nema jákvætt að búið er að kaupa hann.

  11. Er hæfilega bjartsýnn og spenntur fyrir Lallana. Mér finnst alltaf jákvætt að fá leikmenn með PL reynslu en hef því miður ekki séð nægjanlega mikið frá leikmanninum. Vonandi blómstrar hann með Liv og nær að standa undir þessum hressilega verðmiða.

    Þegar maður les yfirlýsingu BR vegna kaupanna þá er alveg morgunljóst að hér var klúbburinn að landa sínu aðalskotmarki og þjálfarinn býst við gríðarmiklu frá leikmanninum og hefur jafnframt ofboðslega mikla trú á honum og hans eiginleikum og hvernig þeir munu henta klúbbnum í heild sinni. Það er gríðarlega traustvekjandi að sjá slíkt. Einnig er virkilega jákvætt að klúbburinn er að landa þessu skotmarki svona fljótt, vel unnið FSG.

  12. Þessi leikmaður er svo hrikalega jafnvígur á báða fætur að það hræðir mig! Ekki bara í skotum heldur í sendingum! Hann snýr sér í hringi á alla kanta eins og ekkert sé á miðsvæðinu! Hrikalega spenntur að sjá hvað hann á eftir að skapa. En sá kostur hans sem við eigum eftir að sjá frá honum strax er hvað hann er duglegur að pressa. Vegalengdirnar sem hann hljóp í leikjum á síðasta tímabili voru á pari við það sem Jordan Henderson var að hlaupa !!!

    Adam Lallana = Vinnuþjarkur og leiðtogi .

  13. Nýr leikmaður hefur örugglega (veit það ekki fyrir víst) aldrei fengið jafn fá ummæli á Kop.is

    Skulum vona að það sé þveröfugt við tilvonandi mikilvægi hans fyrir klúbbinn!

  14. Þessi kaup falla allveg í skuggan útaf öllu fjölmiðlafári Luis Suarez. Minnir mann óneitanlega þegar Suarez kallinn kom á sama degi og Carrol. Allar væntingar okkar fóru á 35 milljón punda leikmanninn og Suarez var bara einhver uppfylling á sóknarlínunna okkar. Við vitum nátturlega hver þróaðist í einn heimsins besta leikmann og hver endaði sem Vonarstjarna West Ham.

    Enn Það ber að fagna þessum kaupum, Lallana hefur vaxið ótrúlega mikið á síðustu árum og er einn af skemmtilegri leikmönnum sem England á í dag. Hann var einn af topp 6 leikmönnum ársins í úrvalsdeildinni og árangur Southampton er honum mikið til að þakka. Ég sé hann labba beint inn í byrjunarliðið hjá okkur og vera leikstjórnanda með Henderson og Gerrard sér til hjálpar. Lallana er víst mikil leiðtogi og mikil vinnuþjarkur þannig að miðjan verður væntanlega 2 Duracell Kanínur sem neita að gefasst upp 🙂 Eina sem ég sé við þessi kaup hvernig framför Coutinho verður núna :O Enn miðjan virðist vera mjög sterk hjá okkur núna Gerrard – Lallana – Henderson – Couthino – Allen – Lucas – Can . Ágætis breytt og alla vega einn ef ekki tveir byrjunarliðsmenn á bekknum tilbúnir til leiks ef eitthvað kemur upp á 🙂

Suarez segir sorrý

Suarez og Barca – Més que un club